

MARGIR MÖGULEIKAR Í FRAMTÍÐINNI

NÁMSKEIÐ
Iðan býður upp á fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og fullbúna kennsluaðstöðu. Fjarnám er til staðar þar sem það er mögulegt og vefnámskeið. Einnig eru í boði sérsniðin fyrirtækjanámskeið sem haldin eru á vettvangi.
Kynntu þér námskeiðsframboðið á www.idan.is

EFNIS YFIRLIT


Leiðari
Nú er þessi önn að enda og við að klára síðustu verkefnin. Ég vill þakka kennurum mínum fyrir alla hjálpina og einnig samnemendum mínum fyrir góðan félagsskap og samvinnu.
Emblan mín fjallar um hluti sem mér finnst áhugaverðir eins og tölvuleikir, kvikmyndir, rapp og höggmyndaran Einar Jónsson.
Þetta var skemmtilegt verkefni sem gaf mér frelsi til að leika mér með hönnunina og útlitið eins og mér sýndist. Ég kaus að hafa Embluna mína smá kaotíska í staðinn fyrir að hafa eitthvað heildar samræmi og útlit. Ég vill að lesandinn hafi gaman að flétta tímaritinu og uppgötvi nýtt útlit á hverjum kafla.

UM MIG 4
TÖLVULEIKIR 6
EINAR JÓNSSON 8
KVIKMYNDIR 10
RAPP 12
GERVIGREIND 14



Ég heiti Viktor Bragi Bragason, 26 ára gamall, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Ég er núna að útskrifast úr námi í grafískri miðlun og hef aflað mér mikillar reynslu á þessu sviði, sem mun nýtast mér vel í framtíðinni. Áhugi minn liggur í hönnun, fyrirtækjarekstri, markaðssetningu, tónlist og ljósmyndun.



Duke Nukem er tölvuleikjaröð sem 3D Realms þróaði á 10. áratug 20. aldar, upphaflega fyrir
einkatölvur með MS DOS-stýrikerfi. Seinna keypti Gearbox Software leikinn og þróaði síðustu útgáfu hans, Duke Nukem Forever, sem kom út 2011. Fyrstu tveir Duke Nukem-leikirnir eru pallaleikir, en þeir síðari tveir fyrstu persónu skotleikir. Auk þessara fjögurra hafa komið út minni leikir fyrir leikjatölvur.
Þriðji leikurinn í röðinni, Duke Nukem 3D, naut mikilla vinsælda. Hann er fyrstu persónu skotleikur í þrívíðu umhverfi
með tvívíðum kvikum, líkt Wolfenstein og Doom. Söguþráðurinn gengur út á að bjarga jörðinni úr klóm geimvera.
Leikurinn er háðsádeila á bandarískar spennumyndir með vöðvastæltum hetjum, Hollywood-menningu og bandaríska poppmenningu.
Leikurinn var gagnrýndur fyrir þá mynd af konum sem hann dregur upp og fyrir karlrembulegan húmor.
Leikjapersónan Duke Nukem er stæling af nokkrum Hollywood hasarhetjum, eins og John Wayne, Charles Bronson í Death Wish, Arnold Schwarzenegger í Commando, Rambo og svo mætti lengi telja. Frægasta setning Duke Nukem „It’s time to kick ass and chew bubble gum, and I’m all out of gum“ var tekin úr myndinni They live þar sem karakterinn Roddy Piper segir „I have come to chew bubble gum and kick ass and I’m all out of bubble gum“.




Metal Gear Solid (skammstafað MGS) er „stealth“-tölvuleikur eftir Hideo Kojima fyrir PlayStation-leikjatölvuna. Metal Gear Solid er framhald af Metal Gear-seríunni sem kom fyrst fram á sjónarsviðið seint á níunda áratugnum og var þemað að komast framhjá óvinum án þess að lenda í skotbardaga. Það komu aðeins tveir leikir úr þeirri seríu: Metal Gear og Metal Gear 2: Solid Snake. Leikurinn kom út í Japan í september 1998. Í Bandaríkjunum kom hann út í október sama ár og í Evrópu




EINAR JóNSSON
Einar er einn afkastamesti og sérstæðasti myndhöggvari sem upp hefur verið.
Honum hefur verið líkt við samtímamann sinn, króatíska myndhöggvarann Ivan Meštrovic, aðrir hafa tengt hann við málarann og ljóðskáldið William Blake en sannast sagna á hann sér enga sögulega hliðstæðu.
Veröld hans var uppfull af táknmyndum og hughrifum sem áttu uppruna sinn í náttúru Íslands, kaþólskri trú og norrænni goðafræði.
Verk hans eru þjóðareign. Hann gaf íslenska ríkinu verk sín árið 1908 með ákveðnum skilyrðum og Listasafn Einars Jónssonar, stofnað 1923, er á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur, á Skólavörðuholti á móti Hallgrímskirkju.
Einar var þeirrar skoðunar að tilgangur listarinnar væri að komast ögn nær guði.


1874–1884: Ungdómur
Einar Jónsson fæddist 11. maí 1874 og dó 18. október 1954 áttræður að aldri. Hann var íslenskur myndhöggvari, brautryðjandi á sínu sviði.
Einar fæddist á Galtafelli í Hrunamannahreppi þann 11. maí samkvæmt foreldrum sínum en 12. maí samkvæmt kirkjubókum. Faðir hans, Jón Bjarnason var bóndi þar, og kona hans Gróa Einarsdóttir húsmóðir. Einar átti þrjú systkini sem uxu úr grasi, Jakob, Bjarna og Guðnýu. Einar var skírður í höfuðið á bróður sínum sem lést ungur að árum.
Einar einsetti sér snemma á ævinni að gerast myndhöggvari og þótti það sérstök ákvörðun fyrir ungan dreng úr sveitinni. Á bænum Hlíð í Eystrihrepp bjó Lýður Guðmundsson, bróðir Þorsteins Guðmundssonar, málara og þar komst Einar í kynni við málaralist. Þorsteinn málaði altarismynd af Jesús Kristi fyrir Ólafsvallakirkju sem var byggð 1897.
Einar átti einnig gestkvæmt að Stóra-Núpi þar sem séra Valdimar Briem og Ólöf kona
Einar út í listnám og fékk Björn Kristjánsson til þess að hjálpa Einari að komast þangað.
Lífsferill: 1884–1894
Í Reykjavík lærði Einar teikningu hjá Jóni Helgasyni, biskupi og fékk tilsögn hjá Torfhildi Hólm í ensku og málaralist. Nítján ára gamall, árið, 1893 hélt Einar til Kaupmannahafnar með hundrað krónur í farteskinu. Þar tók Björn Kristjánsson á móti honum og aðstoðaði. Að ósk Einars fór Björn með hann á fund Stephans Sindigs myndhöggvara sem naut gífurlegrar virðingar fyrir list sína. Stephan mælti með því að Einar héldi til tréskurðarmeistara þar sem Einar stundaði nám. Eftir að Einar hafði hætt námi hjá öðrum tréskurðarmeistara fékk hann að nema hjá Sindig. Þar lagði Einar drög að sínum fyrstu verkum. Sinding leiðbeindi honum um gerð styttunnar Drengur á bæn, sem Einar hjó í marmara sem Björn Kristjánsson hafði gefið honum.
Í Kaupmannahöfn kynntist Einar mörgum; verðandi eiginkonu sinni, Dananum Önnu

SCARFACE

Þegar Fidel Castro forseti Kúbu opnar höfnina í Mariel á Kúbu, þá sendir hann 125.000 kúbanska flóttamenn til að sameinast fjölskyldum sínum í Bandaríkjunum. Á meðal þessara flóttamanna þá er einn sem er óvenju metnaðargjarn, en sá heitir Tony Montana. Tony og vinur hans Manny koma til Bandaríkjanna og byrja að vinna ýmis lítil viðvik. Fljótlega þá eru þeir ráðnir af Omar Suarez til að borga peninga til hóps manna frá Kólombíu. Þegar viðskiptin fara á versta veg, þá flýja þeir Tony og Manny með peningana, og þeim fer að ganga sífellt betur í því sem þeir eru að gera. Fljótlega hittir Tony eiturlyfjabaróninn Frank Lopez og verður ástfanginn af dóttur hans Elvira. Fljótlega þá áttar Tony sig á því að þeir sem lifa hratt þeir endast ekki lengi, það er fylgifiskur valdsins. Heimurinn mun þekkja Montana undir einu nafni ... Scarface....

WAR DOGS

War Dogs er mögnuð mynd sem byggð er á ótrúlegum sönnum atburðum en myndin segir frá tveimur ungum vinum sem að græða ótrúlegt magn af peningum á vopnasölu og síðan landa þeir 300 milljóna dollara samningi við Pentagon en þeir eiga að vopnavæða bandamenn Bandaríkjanna í Afganistan. Með aðalhlutverkin fara Miles Teller, Jonah Hill, Bradley Cooper og Ana de Armas en leikstjórinn er enginn annar er snillingurinn Todd Phillips en hann færði okkur m.a. Hangover þríleikinn.




þeir geta til að lifa af. Hópurinn ákveður að koma sér fyrir í stórri verslunarmiðstöð þar sem nóg er af nauðsynlegum – og ónauðsynlegum – byrgðum. Hópurinn er í stanslausri baráttu við uppvakninga en eru með sameiginlegt markmið; að lifa af. Myndin tilheyrir gamla skólanum. Líkt og í öðrum uppvakningamyndum frá Romero eru uppvakningarnir hægfara og heimskir. Það er líkt og það sé algjörlega slökkt á þeim á meðan þeir ráfa um stór svæði í algjörri óvissu, en um leið og þeir komast í tæri við þá lifandi drífur eðlishvötin þeirra þá áfram til að éta þá lifandi og drepa þá. Uppvakningarnir í Dawn of the Dead er ansi sérstakir í útliti. Í flestum tilfellum eru þeir bláir á litin og
Það má segja að myndin bjóði upp á kapítalískt blæti fyrir millistéttina þar sem fylgst er með hópnum yfirtaka verslunarmiðstöðina þar sem þau hafa beinan aðgang að öllum þeim vörum sem verslanirnar hafa upp á að bjóða. Þetta kapítalíska blæti er svo vel marinerað í innyflum, blóði og rottnandi líkum þar sem hópurinn drepur hina lifandi dauðu miskunarlaust – og öfugt.

Ef þær mæta...
...Þá væri leiðinlegt að missa af þeim...
Ef þær mæta ekki...
...Verður dvölin ekki síðri, enda trúðir þú ekki á þeirra komu.


Hvað sem gerist...
...Þá tökumst við á það... Jarðarbúar og geimverur, verið velkomin að njóta helgarinnar hjá okkur.
Ekki missa af áætluðu komu
geimvera til jarðar, fyrir framan Hallgrímskirkju 5. október 2024.
pantanir fara fram á www.faug.is























Chechnya
UNNIÐ MEÐ GERVIGREIND

Halló elskan mín, hvernig hefur þú það?
Vegirnir heima hljóta að vera þaktir snjó.
Stjörnur falla á dögun Grozníj, Segðu bara ekki mömmu að ég sé í Tsjetsjeníu.
Stjörnur falla á dögun Grozníj, Segðu bara ekki mömmu að ég sé í Tsjetsjeníu.
Í gærkvöldi skaut einhver á skriðdreka okkar, Tæknimaður skriðdrekans er dáinn, hann verður sendur heim í “svörtu
túlípunni” Það lætur mig bara vilja bölva þessu blóðuga stríði, Segðu bara ekki mömmu að ég sé í Tsjetsjeníu. Það lætur mig bara vilja bölva þessu blóðuga stríði, Segðu bara ekki mömmu að ég sé í Tsjetsjeníu.

Framtíð þín ER OKKAR SÉRSVIÐ
Kjaramál - Lífeyrismál - Sjúkrasjóður - Orlofssjóður - Fræðslustyrkir