Hús feðra minna - Andrea Símonardóttir

Page 9

1. Skýring Samúels frænda Ég á tvo feður. Til að fullnægja kröfum sannleikans ætti ég vissu­lega að eiga fimm, en félagarnir urðu sammála um að útnefna ­Pétur og Jóbald hina raunsönnu feður og gera þá Samúel, Gilbert og Lilla Johnson að eins konar frændum. Ég var getinn og fæddur í ósköp venjulegu heimskautasambandi.­ Móðir mín var hviklynd stúlka af Tununerkiut ættbálkinum, eða eins og Samúel frændi útskýrði það fyrir mér síðar; hún hafði stórt hjarta og mjög heitt hjarta, sem svo auðveldlega hafði rúmað alla fjölskylduna. Ég fæddist sumardag einn á þriðja áratugnum. Móðir mín ­annað­ ist mig í sjö vikur en þá safnaði hún saman sínu stóra og gjafmilda hjarta og skenkti það skinnakaupmanni, Moisise að nafni,­sem einmitt þá átti leið um svæði félaganna. Kamíku­pósturinn sagði að parið hefði leitað til norðvestursvæðanna til að ferðast með Netsilik-eskimóunum, sem var hreint ekki ósennilegt, þar sem Moisise var getinn netsilik-konu af nokkrum valin­kunnum mönnum í verslunarstöðinni við Warwickflóa. Móður mína bar aldrei á góma í húsi Péturs og ég, sem skildi ekki nauðsyn slíkrar veru, saknaði hennar ekki. Mér nægði fósturmóðir mín, Aviaja; elskuleg gömul eskimóakona sem mennirnir tóku í húsið skömmu eftir að ég fæddist. Það var fyrst þegar ég var tíu

HÚS FEÐRA MINNA I | 7


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hús feðra minna - Andrea Símonardóttir by Tækniskólinn - Issuu