Hús feðra minna - Andrea Símonardóttir

Page 15

2. Pétur og húsið hans Á lyngiklæddum skika, hundrað metra frá ánni og við rætur fjallsins sem kallað var Ungfrú Mollý af því enginn hafði áhuga á að komast upp á það, stóð húsið. Þetta var gott hús. Hús með fagra rödd og angaði af einlægni. Það var hlýtt og þurrt, friðarins hús; musteri ástar og vináttu, hús sameinaðra þjóða, eða öllu heldur sameiningarhús þjóðanna; hús Bakkusar, dómshús, stjórnarsetur, hús visku og alls kyns lista, veiðihús, hús Herrans, hús Péturs og hús félaganna; en upphaflega var það þó hús Patreks sáluga McHuges. Patrekur McHuges var þunglyndur maður frá Downty City, bænum sem á árum áður hafði verið framvörður siðmenningarinnar í norðri. Af ástæðum sem nú eru löngu komnar í glatkistuna neyddist

Ungfrú Mollý.

Ljósm.: óþekktur

HÚS FEÐRA MINNA I | 13


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hús feðra minna - Andrea Símonardóttir by Tækniskólinn - Issuu