„Tja, það er nú ekki svo auðvelt að útskýra það.“ Hann hallaði undir flatt og sat um stund eins og hann væri að hrista vatn úr eyrunum. „Heyrðu, þú ættir heldur að spyrja feður þína. Reyndu Jóbald; hann getur áreiðanlega útskýrt þess háttar miklu betur en ég.“ „Ég er búinn að spyrja hann,“ sagði ég. „Hann vildi ekkert s egja. Hann bara teygði handleggina í áttina að Ungfrú Mollý og hrópaði: „Herra, gef mér einnig styrk í þetta“ og svo þaut hann upp í fjall að kasta steinum í höfuðið á sér. Hann veit áreiðanlega ekkert um þetta, heldurðu það, Sam frændi?“ Ég færði mig nær honum. „Þegar ég spurði Pétur, sagði hann að þú værir einn af þeim sem allt vissu. Hann sagði að þú gætir útskýrt jómfrúarfæðingu fyrir mér, ef um slíkt væri að ræða. Hvað er eiginlega móðir?“ Sam stundi þungan. „Jæja, sagði Pétur það? Sagði hann það í raun og veru? Þá verð ég víst að reyna.“ Hann lagði handlegg um axlir mér og þrýsti mér að sér. „Sjáðu til, pjakkur litli. Við mannfólkið erum ekki eins frábrugðnir öðrum spendýrum og við sjálfir viljum vera láta. Ef út í það er farið, erum við heldur ekki nema tvö skref frá trjám frumskógarins. Þú hefur áreiðanlega séð hvernig Angut stekkur stundum á Qaqataq, ekki satt?“ Angut og Qaqataq voru tveir af sleðahundunum okkar og voru oft leidd saman vegna gæða afkvæma þeirra. „Þau eru bara að leika sér,“ sagði ég, „það segir Pétur. Aviaja segir að þau séu að hlæja saman. Það er sennilega eins og þegar ég stekk höfrung yfir Lilla Johnson.“ Sam frændi tók handlegginn af öxlum mér og tók að fægja gleraugun sín. Ég settist á hækjur fyrir framan hann og hélt áfram sigri hrósandi. „En ég er bara miklu duglegri en Angut. Hann bara stendur bakvið Qaqataq og kemst ekki yfir hana. Ég kemst yfir Lilla Johnson í hvert sinn, líka þegar hann er með bein hné.“ Sam frændi hristi höfuðið. „Það getur vissulega líkst höfrunga
10 | HÚS FEÐRA MINNA I