Hús feðra minna I - Frásögn sem gerir andlitið fagurt

Page 30

áhugamál,“ sagði Sam vingjarnlega, „en maður verður þó að reikna með því að hans höfuðáhugamál hafi verið viðskipti.“ „Þar hittirði naglann á höfuðið, Sam. Hann smyglaði hausunum í gegnum Kúbu og seldi þá ríkum túristum í Flórída.“ Einingu var náð og nú seig þægilegt andrúmsloft yfir mennina við borðið. Gill sauð selkjöt og Lilli Johnson bar fram Sam-Sú. Sam var neyddur til að borða svo mikið að tunga hans, eins og hann orðaði það sjálfur, stóð næstum upp á endann. Þegar menn sátu við kvölddrykkinn eftir máltíðina, spurði Gill: “Segðu mér, Sam, ætlarðu raunverulega að fara alla leið upp til norðurenda eyjarinnar í ár?“ Sam lagði glasið varlega á borðið og hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Maður vill vita eitthvað um sadlermiutana, sem eftir því sem sagt er voru hreint stórkostlegt fólk. Þeir voru yfirmáta sóðalegir, líklega mestu svínin á heimskautasvæðunum. Húsin þeirra voru svört af sóti, vegna þess að konurnar þeirra hugsuðu ekkert um lampana og veggir þeirra og rúmstæði voru klístrug og angandi af spiki. Furðulegt fólk með furðulega siði. Mér hefur verið sagt að þeir hafi borið spikið frá veiðistöðvunum þannig, að þeir skáru stórt gat í miðjuna og smeygðu spikstykkjunum yfir höfuðið eins og kraga. Jafnvel þótt fólkið sé nú horfið, hljóta að finnast einhverjir Baffínlendingar sem muna ennþá eftir þeim.“ Pétur horfði aðdáunaraugum á þennan litla, þéttvaxna náunga. „Þú veist sjálfsagt heil ósköp, Sam og hefur ferðast mikið. Ég myndi aldrei láta mig dreyma um að fara svo langt norðureftir að hausti til. Er það ekki töluverð áhætta að ferðast einn um þessar breiddargráður með þann útbúnað sem þú hefur?“ „Hjá mér er spurningin um farangur ekki eins mikilvæg og um ferðafélaga,“ svaraði Sam. „Ég hef, eins og þið hafið tekið eftir, lítinn útbúnað og er á allan hátt lítilmótlegur ferðamaður. En maður talar fjórar eskimóamállískur og hefur friðsamlegt hugarfar.“

28 | HÚS FEÐRA MINNA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hús feðra minna I - Frásögn sem gerir andlitið fagurt by Tækniskólinn - Issuu