Sam hagræddi gleraugunum á nefinu. „Í litlu gili sem á kortinu er kallað Meyjarbrjóstin.“ Það liðu undrunarhljóð frá mönnunum við borðið. Þeir störðu gapandi á Sam. Meyjarbrjóstin eða Rasskinnar Geltings, eins og hæðirnar voru einnig nefndar í minningu feitlagins gildruveiði manns, voru tveir ávalir hnjúkar á toppi Willsonhæða. Allir vissu að þessir hnjúkar voru ævinlega ísilagðir og hálir á haustin og enginn veiðimaður með vitglóru lét sér koma til hugar að tjalda þar, jafnvel ekki í rjómalogni. Pétur ræskti sig vandræðalega. Það var erfitt að segja eitthvað gáfulegt í þessari stöðu. „Jahá … hm … sagðirðu Meyjarbrjóstin? Við köllum þær Rass kinnar Geltings, en ég trúi að það sé sami staðurinn. Þú slóst upp
Tjaldið sem Sam reyndi að tjalda
Ljósmyndari: Óþekktur
HÚS FEÐRA MINNA |
23