honum nokkrum mánuðum síðar. Það var ekkert að lifrinni í henni; hún kunni sér einfaldlega ekki hóf. Veiðimennirnir sem bjuggu í nágrenninu gófu hina dauðu, skiptu með sér flöskubirgðum heimilisins, förguðu einstæðum hundum McHuges og negldu vandlega fyrir glugga og dyr. Þannig stóð húsið í myndrænni hrörnun þar til það var á ný tekið til íbúðar 1915.
Hundar og heimabrugg
Pétur kom frá Dauðsmannsflóa yfir Willsonhæðirnar og niður gegnum hið þrönga Gæsaskarð. Þegar hann stóð á litla lyngiklædda skikanum milli árinnar og hússins, fór nákvæmlega eins fyrir honum og fyrir McHuges á sínum tíma. Blóðið jók ferðina í æðunum og hann fékk tilfinningu í hálsinn sem gerði það að verkum að hann langaði bæði til að hlæja og gráta. Innra með Pétri fæddist ómótstæðileg þörf til að segja eitthvað vel viðeigandi og eftir að hann hafði hugsað sig lengi um, lýsti hann tilfinningum sínum með: „Mikið djöfull er þetta flott!“ Pétur nam sér land. Þar sem húsið hafði eftir öllum sólarmerkjum að dæma staðið ónotað í mörg ár, bjó hann þar um sig áhyggjulaus. Veiðimennirnir á svæðunum í kring, en sumir þeirra höfðu tekið þátt í að loka stöð McHuges, viðurkenndu Pétur fljótlega. Þeir komust að því, að ýmislegt var líkt með fyrrverandi og núverandi eiganda, til dæmis ást á hundum, veiðum, heimabruggi og konum. Auk þess var Pétur ævinlega reiðubúinn að verja rétt sinn til staðarins með einstaklega sannfærandi rökum. Þegar hlerarnir höfðu verið teknir frá og reykháfurinn sendi frá sér reyk til himins á nýjan leik, fóru eskimóar og blóðblandaðir veiðimenn að streyma til hússins. Pétur tók hjartanlega á móti þeim og veitti þeim ríkulega. Þessir mörgu vinir færðu húsinu
HÚS FEÐRA MINNA |
15