Við sátum og horfðum út á ána. Fötin börðust um í straumnum og línan var svo strekkt að ég gat náð fram tónum með því að slá á hana með fingrunum. Kvöldsólin skreið eftir fjallstoppunum og frá firðinum heyrðust snarpir hvellir frá ís sem brotnaði á flóðinu. „Sam frændi,“ hvíslaði ég. „Gat móðir mín spýtt langspýting?“ „Hún tuggði ekki skro, að mig minnir.“ „En gat hún það?“ „Það held ég ekki.“ „Það getur Aviaja,“ fullvissaði ég hann um, hamingjusamur.
Ung Aviaja
Ljósmyndari: Óþekktur
HÚS FEÐRA MINNA |
11