Hús feðra minna I - Frásögn sem gerir andlitið fagurt

Page 10

ára og hafði um langt skeið fundið fyrir einhverju nýju og sæt­ljúfu sunnan buxna­strengsins, að ég fór að velta fyrir mér leyndar­dómum til­urðar­innar. Kvöld nok­kurt leit­aði ég Sam frænda uppi til að fá for­vitni minni full­nægt. Þetta var fagurt vorkvöld og Sam sat við ána og þvoði. Hann hafði, Aviöju til sárrar armæðu, ávallt verið mikill áhugamaður um fataþvott. Og af sinni venjulegu hugkvæmni hafði hann smíðað útbúnað, dráttarbúnað, sem að minnsta kosti veitti fötunum ákveð­ inn ferskleika, þótt hann þvægi þau ekki tandurhrein. Úti í miðri ánni var komið fyrir gömlu skipsankeri. Frá ankerinu lá tvöfaldur koparþráður að árbakkanum. Á þræðinum var komið fyrir lykkjum með hálfs meters millibili og í þær var fest skyrtum, buxum, sokkum og hverju því öðru sem þarfnaðist þvottar. Síðan var allt togað út í ána þar sem vatnið freyddi um það yfir nóttina, eða lengur, eftir því sem Sam frænda þótti hæfilegt. Eftir þennan þvott var dreift úr plöggunum rennblautum á lyngið að húsabaki, þar sem þau þornuðu fljótt í miðnætursólinni. Á veturna fékk þvotturinn að frjósa í lengd sinni og var síðan stillt upp við húsgaflinn til hægfara vindþerris. Sam frændi notaði aldrei annað en vatn til þvotta. „Sápa,“ sagði hann, „er viðurstyggð sem eyðileggur bæði húð og föt.“ Sam frændi er lærður. Hann hafði farið í háskólann, var dr. phil. og notaði hálfgleraugu með mjög þykku gleri. Ég settist við dráttarbúnaðinn, lét bakhlutann hvíla á hælunum og vafði handleggjunum utan um hnén. „Sam frændi,“ sagði ég. „Hvaðan koma yrðlingar tófunnar?“ „Að aftan, drengur minn. Ævinlega að aftan.“ Ég taldi þetta fullnægjandi svar, þar sem ég hafði oft séð tófu gjóta. „En Pétur og Jóbald?“ hélt ég áfram. „Hvernig gátu þeir eignast mig? Hvernig gátu þeir það, Sam frændi?“

8 | HÚS FEÐRA MINNA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.