

.: Aldrei of seint að læra meira
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölda námskeiða fyrir fagfólk í iðnaði.
Í boði eru fagnámskeið fyrir:
. bíliðngreinar
. matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreinar
. bygginga- og mannvirkjagreinar
. málm- og véltæknigreinar
. prent- og miðlunargreinar
. námskeið í AutoCAD og Inventor
. tölvunámskeið
Kynntu þér málið á idan.is
Leiðari
Nú er komið að síðasta verkefninu mínu í grafískri miðlun og tilfinningin er ljúfsár. Ég var mjög spennt fyrir þessu verkefni þar sem það var mikið af frjálslegri hönnun og umbroti sem mér finnst bæði mjög skemmtilegt og ég hlakka til að sýna ykkur afraksturinn. Ég hef lært svo ótrúlega mikið í þessu námi og búin að kynnast æðislegu fólki og kennurum sem ég mun sakna mikið.
Eftir að ég útskrifaðist úr Kvennó vissi ég að mig langaði að taka mér pásu frá skóla og ferðast. Ég fékk mér vinnu og byrjaði að safna fyrir bakpokaferðalagi með Völu vinkonu minni og eftir miklar pælingar ákváðum við að okkur langaði að ferðast um Evrópu. Planið var mánuður á lestarferðalagi með bakpoka. Þar sem að þetta var ekki lengsta ferðalag í heimi ákváðum við að fara til þessara fjögurra landa: Ítalíu, Slóveníu, Króatíu og Svartfjallalands og hér í þessu blaði segi ég ykkur frá því ferðalagi.
Allur texti er skrifaður af mér og einnig eru allar myndir teknar af mér.

6 8 10 12 14 5
Umbrot og hönnun Sóldís Birta Magnúsdóttir Hönnun á forsíðu Sóldís Birta Magnúsdóttir Mynd á kynningaropnu Justinas Ptašinkas Útgefandi Tækniskólinn Letur Tondu, Geoform Regular, Geoform Bold, Univers 45 Light, Univers 55 Roman, Univers 65 Bold Pappír 130 g/m2



Sóldís Birta Magnúsdóttir
Ég heiti Sóldís Birta Magnúsdóttir og er fædd 3. desember 2003. Ég er uppalin á elsku besta Hvolsvelli og eyddi þar fyrstu 16 árum lífs míns. Eftir grunnskóla flutti ég í höfuðborgina til þess að fara í Kvennó og útskrifaðist ég þaðan vorið 2022 af náttúrufræðibraut. Næstu skref hjá mér voru mjög óljós og ég vissi ekkert hvað mig langaði að fara læra eða gera næst. Ég var opin fyrir mörgu þar sem að áhugasviðið mitt er mjög vítt. Ég hef alltaf verið frekar listræn og fundist gaman að mála og skapa og þá fór ég að velta fyrir mér hvort að grafísk hönnun væri eitthvað sem mér myndi lítast vel á. Það var þá sem ég fann grafíska miðlun og ég ákvað að skrá mig í það nám haustið 2023. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun þar sem að þetta nám er búið að vera mjög skemmtilegt og gefandi. Ég hef ekki hugmynd um hver næstu skref hjá mér eru og hvort þau séu áframhaldandi listnám eða hvort ég skelli mér í háskóla í eitthvað bóklegt, en sama hvað það verður er ég spennt fyrir komandi tímum.
Upphaf ferðarinnar – óvæntar tafir
Ferðin átti að byrja 21. apríl 2023 og planið var að lenda í Mílan á Ítalíu. Auðvitað þurfti að koma smá bobb í bátinn en þegar við vorum mættar í röðina til þess að innrita okkur í flugið og skila töskunum kom í ljós að fluginu hafði verið aflýst því það var ekki klár flugvél til að fara með okkur til Ítalíu. Í miklu panikki og með engum upplýsingum frá flugfélaginu náðum við að bóka okkur nýtt flug en það var ekki fyrr en eftir tvo daga. Við keyrðum því aftur til baka Reykjanesbrautina og ég viðurkenni að það var ekki mjög skemmtileg tilfinning.

Jæja taka tvö og við flugum til Mílan og flugið gekk vel. Til þess að halda í planið okkar slepptum við því að stoppa í Mílan og fórum beint á næsta stað sem voru Feneyjar. Þegar flestir hugsa um bakpokaferðalög ímynda þeir sér lítil og kannski ekki svo flott hostel sem maður þarf að deila herbergi með sex öðrum ókunnugum en það gerðum við svo sannarlega ekki. Það hjálpar nefnilega að eiga vinkonu sem vinnur á Hilton hóteli og fær því mjög góðan díl á hótelum um allan heim. Ég viðurkenni að það var samt vandræðalegt að mæta með bakpokann í lobbýið á svaka flottu hóteli, við pössuðum ekkert alltof vel inn.

Land Fáni Fólksfjöldi
Ítalía 59.146.260

Slóvenía 2.117.072

Króatía 3.848.160

Svartfjallaland 632.729

Myndir & texti: Sóldís Birta Magnúsdóttir
Skoðunarferð í Feneyjum
Morguninn eftir fórum við og skoðuðum Feneyjar. Ég var með frekar háar væntingar og hef séð og heyrt mjög góða hluti um Feneyjar en ég varð fyrir smá vonbrigðum. Við fengum ekki alveg besta veðrið og kom örlítil rigning inni á milli sem hafði kannski smá áhrif á álit mitt. Einnig var alltof mikið af fólki, þú gast varla labbað um sumar götur vegna troðnings og skemmdi það smá fyrir, en þrátt fyrir það röltuðum við um allan daginn og skoðuðum. Við fórum einnig í bátsferð um síkin og skemmtum okkur vel. Við komum þreyttar upp á hótel og pökkuðum öllu saman því að daginn eftir var förinni heitið til Ljúblíana í Slóveníu.






Myndir & texti: Sóldís Birta Magnúsdóttir

Ljúblíana – falleg borg við árbakkann
Ég var ekki með miklar væntingar fyrir Slóveníu
og hafði í rauninni ekki mikið heyrt um það og hvað þá höfuðborgina sem ég náði varla að bera fram. Við vorum orðnar töluvert betri í lestarkerfinu eftir Ítalíu og gekk ferðalagið vel.
Við gistum á mjög fínu og þægilegu hosteli í miðbænum. Miðbærinn var mjög fallegur og kom mér mjög á óvart. Það var falleg á sem að rann í gegnum borgina og húsin og byggingarnar mjög flottar.
Við fórum í ferð til Bled, sem er sirka 40 mínút um frá Ljúblíana og er það einn af fallegustu
stöðum sem ég hef séð. Þar er risastórt vatn með kastala og mjög fallegu útsýni. Við vorum með æðislegan leiðsögumann sem sýndi okkur svo margt og bauð okkur meira að segja í aðra ferð daginn eftir. Morguninn eftir fórum við að skoða Postojna hellinn sem eru einn af stærstu hellum í Evrópu. Það var farið í litla lest inni í hellinn og svo labbað um. Hellirinn er um 24 km og það var magnað að skoða, en við hefðum líklegast ekki farið þangað ef að leiðsögumaðurinn okkar hefði ekki bent okkur á þetta. Við eyddum fjórum dögum í Ljúblíana og fórum svo næst til Zagreb í Króatíu.



Postojna hellir


Postojna hellirinn er einn af mest heimsóttu náttúruperlum Slóveníu, staðsettur í suðurhluta landsins, rétt hjá bænum Postojna. Hellirinn er meira en 24 km langur og er einn af stærstu hellum í Evrópu. Hann myndaðist fyrir milljónum ára af undirgöngum í vatni, og þar er að finna meðal annars stórkostlega stalaktíta og stalagmíta, sem gefa hellinum ævintýralegt útlit.
Hellirinn er sérstaklega þekktur fyrir undirgöng og járnbraut sem tekur gesti í ferðalag um þennan magnaða stað. Um 5 km af hellinum er opinn fyrir almenning og hægt er að ferðast í gegnum hann með sérstökum vögnum sem fara um þrengri hluta hellisins. Í ferðinni getur þú séð stórar hellaskemmdir, auk þess sem þú færð að kynnast sögu og myndun hellisins.
Postojna hellirinn er einnig heimkynni sérstakrar dýrategundar, Proteus anguinus, eða hellahrogn, sem er sjaldgæf og finnst aðeins á þessu svæði. Þetta sérstaka dýr er oft nefnt „helladreki“ vegna útlits þess og hefur það aðlagast lífi í myrku og köldu umhverfi hellisins.


Zagreb – fyrsta stopp en minnst spennandi
Þegar að við plönuðum ferðalagið vorum við báðar sammála um það að við þyrftum að fara til Króatíu. Ég var með mjög háar væntingar og var orðin mjög spennt. Við byrjuðum í höfuðborginni Zagreb. Ég get ekki skrifað mikið um þessa borg en mér fannst þetta klárlega minnst spennandi staðurinn í ferðinni.
Það var rosa lítið hægt að gera þarna og við vorum þarna allt of lengi, eina skemmtilega var að við fengum smá sól og hita sem við vorum ekki mikið búnar að fá. Við eyddum 3 dögum þarna áður en við fórum næst til Rijeka.
Fram undan var eitt skrítnasta lestarferðalag sem ég hef upplifað.
Lúxus hótel í Rijeka
5 tíma ferðalag og varla aðrir ferðalangar um borð með okkur í lestinni. Við stoppuðum svo á lestarstöð sem má varla kallast lestarstöð því þetta var einn lítill kofi í miðri Króatíu þar sem engan var að sjá, ekki einu sinni starfsmann. Eftir smá bið kom löggan og þurfti að skoða vegabréfin okkar og okkur var svo bent á að við þyrftum að taka rútu á næstu lestarstöð. Í planinu okkar var hins vegar ekki talað um neina rútu og vorum við því smá stressaðar að stíga upp í rútu út í rassgati í Króatíu þar
sem enginn vissi neitt. Að lokum komumst við þó á leiðarenda en þetta var klárlega eitt af óþægilegustu atvikum ferðarinnar.
Það var á þessum tímapunkti sem ferðalagið okkar mátti varla kallast bakpokaferðalag því við gistum á svakalegasta hóteli sem ég hef séð. Fjögurra stjörnu hótel með einkaströnd og magnað útsýni. Eini gallinn var að við vorum þarna í lok apríl og veðrið var ekki að vinna vel með okkur í þessari ferð. Hótelið var tilvalið til þess að slaka á og njóta á ströndinni en við fengum bara rigningu og ský allan tímann. Ég sem pakkaði bara tvennum buxum með og fimm kjólum var ekki í mjög góðum málum. Ég var ekki einu sinni viss hvort ég ætlaði að taka regnjakka með því ég var að búast við sól allan tímann en ég notaði hann líklega 25 daga af 30 í ferðalaginu. Við gerðum samt bara gott úr þessu og var þetta mjög skemmtilegur partur af ferðalaginu.
Strandbærinn Split
Eftir Rijeka var ferðinni heitið til Split. Við vorum ekki alveg að nenna 8 tíma rútuferð svo við tókum flug þangað. Þegar við mættum á flugvöllinn tveimur tímum fyrir flug blasti við okkur minnsti flugvöllur sem ég hef séð og enginn starfsmaður hvergi sjáanlegur. Við hinkruðum aðeins og ábyggilega korteri fyrir flug var loksins hægt að innrita sig í flugið


og fara í gegnum minnstu og heimilislegustu öryggisleit sem ég hef séð. Þegar ég lít til baka og hugsa um þetta skil ég ekki hvernig við þorðum að fljúga því þetta var pínulítil flugvél úti í rassgati í Króatíu. Við lifðum flugið þó af sem tók sirka 30 mínútur í staðinn fyrir 8 tíma.
Split var æðisleg borg. Við fengum ágætt veður og röltum mikið um borgina. Mjög falleg strandarborg og veðrið var það gott að við náðum meira að segja að kíkja á ströndina í fyrsta skiptið í þessari ferð. Við stoppuðum stutt í Split og fórum svo næst til Dubrovnik.
Uppáhalds dagurinn minn
Við vöknuðum rúmlega 4 til þess að rölta niður á rútu stoppið og tókum síðan fimm tíma rútuferð til Dubrovnik. Við þurftum að nýta daginn vel því við höfðum aðeins einn dag í Dubrovnik áður en haldið var áfram til


næsta lands. Ég viðurkenni að maður var ansi þreyttur þennan daginn því við vöknuðum svo ótrúlega snemma en það var ekki í boði! Það var pökkuð dagskrá þennan daginn. Við byrjuðum á því að taka kljáf upp á fjall sem horfir yfir Dubrovnik og útsýnið var magnað. Síðan áttum við bókaða bátsferð seinni partinn og var þetta klárlega uppáhalds parturinn minn í ferðinni. Við fórum með litlum bát út á sjó til þess að snorkla og skoða bláa hella og við fengum geggjað veður. Heimamaðurinn talaði þó um að sjórinn væri ansi kaldur og ekki alveg nógu heitt til þess að kæla sig í svalandi sjónum en okkur Íslendingunum fannst þetta frábært. Það var magnað að skoða sjóinn og kafa í hellana þar sem að sjórinn er mjög blár og tær. Við mættum dauðþreyttar upp á hostel og rotuðumst eftir þennan langa dag en vorum mjög spenntar fyrir komandi dögum því að næst vorum við að fara til Svartfjallalands.
Myndir & texti: Sóldís Birta Magnúsdóttir

Kotor – bær með ótrúlegu útsýni
Ég hef aldrei pælt mikið í Svartfjallalandi og hef ekki heyrt mikið um það en var þó mjög spennt að prófa. Við fórum í lítinn bæ sem heitir Kotor og vorum þar í nokkra daga. Ég man í rútunni á leiðinni hvað útsýnið var ótrúlega flott og líka bærinn sem við vorum í. Ég hef sjaldan séð umhverfi og andrúmsloftið var
Enn og aftur vorum við ekki með net eða samband til þess að hringja og settumst við ráðalausar á bekk við hliðin á hostelinu og veltum fyrir okkur hvernig við ættum að bjarga okkur í þessu veseni.
Að lokum kallaði starfsmaður á hostelinu á okkur í gegnum gluggann og opnaði fyrir okkur.

Alla ferðina var aldrei neitt símann okkar eða net og alltaf notað símann okkar bara eins og heima á Íslandi. Við klikkuðum hins vegar að pæla í því þegar við fórum til Svartfjallalands þar sem að það er ekki í EES, og þegar við vorum mættar á rútu stoppið komumst við að því að maps virkaði ekki í símanum hjá okkur og því ansi erfitt fyrir okkur að finna hostelið okkar. Við þurftum því að redda okkur og fundum stelpur sem voru með okkur í rútunni og fengum að kíkja í símann þeirra og reyndum svo að rata upp á hostel. Þar var enn þá meira vesen þar sem að hostelið var læst og það stóð á miða að maður ætti að hringja í ákveðið númer til þess að hægt væri að opna.
Við vorum einu gestirnir á þessu hosteli fyrir utan skrítna starfsmanninn sem vann þar og gisti líka.
Hann með mjög óþægilega og skrítna nærveru sem gerði það að verkum að við reyndum að vera eins lítið á hostelinu og hægt var. Við fengum gott veður á meðan við vorum þarna og við slöppuðum vel af á lítilli strönd sem að var hliðin á hostelinu okkar.
Erfiðasta fjallganga lífs míns
Við fórum einnig í erfiðustu fjallgöngu lífs míns en það var 6,5km löng ganga upp á brattasta fjall sem ég hef séð. Ég tel mig vera ágætan göngugarp en þarna hélt ég að ég myndi láta lífið. Það voru rúmlega 1350 tröppur til þess að komast upp en útsýnið var samt vel þess virði og ég er mjög þakklát að við gerðum þetta, en ég mun aldrei gleyma þessari leiðinlegu og erfiðu göngu upp fjallið. Eftir nokkra daga dvöl í Svartfjallalandi var ferðinni svo heitið aftur til Ítalíu þar sem við ætluðum að enda ferðalagið okkar.

Myndir & texti: Sóldís Birta Magnúsdóttir





Birta Magnúsdóttir
Myndir & texti: Sóldís

Stoppið sem einkenndist af rigningu
Við fórum í 8 tíma bátsferð frá Dubrovnik og yfir til Bari á Ítalíu. Mjög óspennandi bátsferð sem minnti mann á Herjólf nema kannski örlítið stærri. Við fórum þaðan í bæ sem heitir
Salerno sem er nálægt Napólí. Þar vorum við með margar hugmyndir um skemmtilega staði til að skoða og ætluðum við að skoða Amalfi ströndina en við fengum mögulega versta veður ferðarinnar á þessum stað. Ég held að Ítalía hafi ekki gefið okkur einn sólardag og það var hellidemba á meðan við vorum þarna. Hugmyndin um bátsferðir á þessum tíma hljómaði ekki vel og var því miður miklum tíma eytt upp á herbergi að bíða eftir að rigningin og rokið hætti. Eftir nokkra daga í fýlu og rigningu fórum við til Napólí til þess að skoða Pompeii.
Rigningin hélt þó áfram en við hörkuðum þetta af okkur því við vorum báðar mjög spenntar að skoða Pompeii. Við skoðuðum Pompeii á einum degi en það hefði vel verið hægt að eyða nokkrum dögum þarna að skoða. Við keyptum okkur leiðsögubók og röltum sjálfar um og skoðuðum og í lok dags komum við upp á hostel í mjög blautum skóm sem voru svo ekki orðnir þurrir næsta dag. Þarna var liðið á seinnipartinn hjá okkur í þessari ferð og við ætluðum að enda ferðina í Róm. Það gekk mjög brösuglega að
finna hostel í Róm þar sem að allt var uppbókað og því gátum við aðeins verið þar í einn dag.
Róm – einn dagur er ekki nóg
Við tókum fyrstu lestina um morguninn og vorum með fullpakkaða dagskrá til þess að skoða sem mest í Róm á einum degi. Róm var ekki byggð á einum degi og alls ekki hægt
að skoða Róm á einum degi heldur. Dagurinn einkenndist af miklu labbi og mikið af túristum.
Við fórum auðvitað skoða hringleikahúsið og helstu kennileiti sem hægt er að sjá í Róm. Við mættum dauðþreyttar upp á hostel og enginn tími var til þess að slaka á því við þurftum að pakka fyrir heimferð sem var næsta morgun. Heimferðin gekk vel og var mjög gott að koma heim og þurfa ekki að labba um með þunga bakpokann minn lengur.
Þakklát fyrir ferðalagið Ég man að við ræddum það saman vinkonurnar að okkur fannst þetta mjög skemmtilegt ferðalag en við vorum ekki alveg vissar hvort að bakpokalífstíllinn væri fyrir okkur en núna í dag þegar ég er að skrifa þetta langar mig mjög mikið í annað svona ævintýri. Ég er mjög þakklát fyrir þetta ferðalag og þetta eru tímar sem ég mun aldrei gleyma.
Ertu með hugmynd?
Við komum hugmyndum þínum í prent!
Opiðvirka daga 8:00–16:00
Við getum tekið að okkur hvaða prentverk sem er. Hafðu samband og við skoðum málið með þér.
Umhverfisvottuð prentsmiðja
OKKUR KJÖR SKIPTA MÁLI
Kynntu þér réttindin
þín og fáðu frekari upplýsingar inn á heimasíðunni okkar www.grafia.is
• Þjónusta
• Kjaramál
• Lífeyrismál
• Sjúkrasjóður
• Orlofssjóður
• Fræðslustyrkir
GRAFÍA er eitt af aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands. Sem hluti af stærri heild er ávinningurinn mikill fyrir félagsmenn GRAFÍU.