Embla - Hlynur Ögmundsson

Page 1


Símenntun frá fyrsta degi...

Prent-og miðlunargreinar eru skapandi og þróast hratt. Til að ná árangri skiptir máli að bæta við þekkingu frá fyrsta degi. IÐAN fylgir þér frá útskrift allan starfsferilinn og býður upp á símenntun með fjölbreyttum námskeiðum sem taka mið af breytingum og tækniþróun í faginu.

Framtíðin bíður upp á marga möguleika

Opnunartímar:

MÁN – FIM 9:00 –16:00

FÖSTUDAGAR 9:00 –14:00

• Fræðslusetur

• Námskeið

• Endurmenntun

• Fyrirtækjaþjónusta

• Fræðsla

• Hæfnismat

• Raunfærnimat

Vatnagarðar 20 | 104 Reykjavík | Sími 590 6400 idan@idan.is | www.idan.is

Efnisyfirlit

5 Um mig

12 One Piece

Umbrot og hönnun:

Hlynur Ögmundsson

Hönnun forsíðu:

Hlynur Ögmundsson

Útgefandi:

Upplýsingatækniskólinn

Prentun:

Upplýsingatækniskólinn

Letur

Univers 45 Light

Univers 55 Roman

Univers 65 Bold

Franklin Gothic Book Italic

Franklin Gothic Demi Regular

Franklin Gothic Heavy Regular

Ebrima Bold

Pappír

Innsíður 130 gr

Kápa 170 gr

Leiðari

Seinni önn í grafískri miðlun er nú lokið og það var mikið ævintýri. Ég lærði mjög mikið í þessu sérsviði og mun nota kunnáttu sem ég lærði fyrir framtíðina, hvort sem það sé fyrir næsta nám, atvinnu eða jafnvel fyrir mín listaáhugamál.

Tímaritið Embla er eitt af okkar síðustu verkefnum áður en við útskrifumst úr þessu námi.

Innihaldið í þessu tímariti mun vera fræðiefni varðandi tækni í okkar samfélagi og netöryggi en einnig um áhugamál, hugverkið One Piece og nokkrar hvetjandi setningar. Það var mjög skemmtilegt og fræðandi að búa þetta tímarit til.

Það er frábær upplifun að læra og vinna með hópnum mínum. Ég vil þakka samnemendum og kennurum mínum fyrir frábærar annir og vona að þið njótið þess að lesa þetta tímarit.

Mynd tekin af Justinas

Um mig

Ég heiti Hlynur Ögmundsson, fæddur 5. janúar árið 1998 og er uppalinn í Reykjavík. Frá unga aldri hef ég haft áhuga á list. Ég hef alltaf verið að teikna og byrjaði að búa til myndasögur þegar ég var á grunnskólaaldri. Ég fékk líka gjöf og viðurkenningu við útskrift úr grunnskóla fyrir frábæran árangur í list.

Eftir grunnskólann stundaði ég nám á listabraut í Fjölbrautaskóla Breiðholts og útskrifaðist þaðan sem stúdent árið 2019. Ég starfaði í rúmt ár í Krónunni áður en ég ákvað að hefja nám í grafískri miðlun hjá Tækniskólanum af því mér finnst það nám passa vel við mín áhugamál. Ég elska að horfa á kvikmyndir og þætti, spila tölvuleiki, lesa bækur og myndasögur, hlusta á tónlist og já, að teikna.

List er mín uppljómun. Að læra nýja tækni við list, skapa og sjá listaverk frá öðru fólki veitir mér mikla ánægju. Þá veit ég að grafísk miðlun er frábært nám fyrir mig þar sem það höfðar til allra þessara þátta.

ÁHÆTTUR AF OFNOTKUN SKJÁ OG SAMFÉLAGSMIÐLA

Fólk notar raftæki á hverjum einasta degi. Tæki geta auðveldað líf okkar mjög mikið en við erum komin á þann tímapunkt að margir eiga erfitt með að taka augun af snjalltækjum. Einnig mætti segja að fólk stóli mikið á að láta tækni gera mikið fyrir okkur. Hér eru atriði sem gott er að hafa í huga með snjalltæki, afþreyingu og samfélagsmiðla.

Hræðsla við leti og innri hugsanir

Margir eru nánast stanslaust vafrandi um á netinu til þess að flýja frá alvöru heiminum og vandamálum daglegs lífs. Sumir hræðast að hafa ekkert að gera ef þeir eru ekki í snjalltæki og eru jafnvel hræddir við að hlusta á sínar eigin hugsanir þar sem upp geta komið slæmar minningar eða áhyggjur á framtíðinni. Margir nota skjá og afþreyingu til þess að hugga sig eins og að horfa á kvikmyndir, þætti og myndbönd á samfélagsmiðlum og spila tölvuleiki. Þau gera sér þá jafnvel ekki grein fyrir því að of mikil snjalltækjanotkun og rafræn afþreying getur leitt af sér leti, þunglyndi og almenna vanlíðan.

Gervigreind (AI)

Gervigreind getur stundum verið sniðug fyrir þá sem vilja leika sér eða nota hana sem verkfæri fyrir sín verk. Því miður vilja sumir nota gervigreind sem lausn á öllu fyrir frægð, hagnað eða tímasparnað. Ofnotkun á gervigreind í okkar samfélagi getur haft slæm áhrif á atvinnu, áhugamál og jafnvel lærdóm fólks á öllum aldri. Það er mjög hollt að gera, laga, skapa og læra hluti sjálfur.

Falskar upplýsingar og siðir

Almenningur notar netið mikið til þess að fá upplýsingar og sjá hvað sem er að gerast í heiminum. Varhugavert er að trúa öllu því sem

þar er sýnt því að sumar fréttir og upplýsingar á netinu geta verið rangar, hlutdrægni eða algjörar ýkjur. Þá getur verið hætta á því að fólk láti ýkjur, tilfinningar og hugsanir annarra á netinu hafa áhrif á sig. Það getur leitt af sér að fólk dæmi hluti, fólk og jafnvel atburði í heiminum of fljótt og án rökhugsunar.

Netáskoranir

Algengt er orðið að fólk sé hvatt til þess að taka þátt í áskorunum á netinu. Þar sem það á að gera eitthvað vandræðalegt eða skaðlegt. Margar af þessum áskorunum eru stórhættulegar og hafa sumar hafa leitt til þess að framin hafa verið skemmdarverk, fólk hefur stolið, skaðað sig og aðra og þær jafnvel leitt til dauða.

Skaðleg efni

Fólk á öllum aldri getur séð myndir eða myndbönd á netinu sem eru skaðleg. Mest af þess háttar efni er á óöruggum og jafnvel ólöglegum vefsíðum. Þá er líka óhollt efni á samfélagsmiðlum sem er ekki hentugt fyrir ung börn að horfa á. Ef þú ert foreldri er kannski mælt með með því að láta börn horfa á barnaefni á sjónvarpsstöðvum, streymisveitum eða á DVD-diskum.

Bókabeitan kynnir Áttunda undur veraldar

Sara er ungur fatahönnuður í Reykjavík. Nokkru eftir erfiðan missi gefur hún sér tíma til að yfirfara litla húsið í Kjósinni sem hún erfði eftir ömmu sína.

Þegar myndarlegur maður bankar óvænt upp á fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir. Smám saman gerir Sara sér grein fyrir að ýmislegt við líf hennar og uppruna er ólíkt því sem hún hafði haldið og leit hennar að svörum leiðir hana á ófyrirséðar brautir.

Áttunda undur veraldar eftir Lilju Rós Agnarsdóttur er spennandi, rómantísk og kemur á óvart.

Brautarholti 8 | 105 Reykjavík

Sími 588 6609 | bokabeitan@bokabeitan.is

Myndir teknar frá Unsplash

NETÖRYGGI

Tækni hefur þróast gríðarlega mikið á undanförnum árum. Í dag notum við ekki bara síma til að hringja í fólk eins og í gamla daga, heldur getum við nú notað síma til að fá upplýsingar frá heiminum. Þannig er góð ástæða til að vera með gott netöryggi. Margir gera sér ekki grein fyrir því að netöryggi er mjög mikilvægt mál. Ef fólk hunsar netöryggi getur það endað með því að fólk verði rænt mjög persónulegum upplýsingum t.d. bankareikningum, lykilorðum, kennitölum, myndum og öðrum gögnum. Að missa þessi gögn til netþjófa getur látið fólk enda gjaldþrota, berskjaldað eða jafnvel í alvöru hættu. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur farið til þess að auka netöryggi hjá þér og öðrum. Þessar leiðir gilda fyrir fólk á öllum aldri.

Ekki nota sama lykilorð allstaðar

Ef þú notar sama lykilorðið á alla reikninga sem þú notar á netinu, gerir það netþjófum auðvelt fyrir að hakka þig. Það er af því að ef þeir vita lykilorðið þitt, geta þeir auðveldlega fengið aðgang á reikninga sem nota það lykilorð. Búðu til gott lykilorð fyrir hvern reikning og hafðu það flókið, með litlum og stórum stöfum, merkjum og tölum. Þá er líka mjög mikilvægt að muna eftir lykilorðunum og gott að skrifa þau niður og geyma á góðum stað.

Notaðu tveggja kóða auðkenni

Ef þú hefur mikilvægan reikning, þá skaltu ekki hika við því að kveikja á tveggja kóða auðkenni því það styrkir öryggi mikið. Þá er líka notað kóðakerfi til auðkennis. Ekki eru allar tveggja kóða auðkennisleiðir eins.

Falskar vefsíður

Það getur komið fyrir að þú farir í falska vefsíðu sem þykist vera vefsíðan sem þú ert að leita að.

Til þess að vera alveg viss um að þú sért að fara

á rétta vefsíðu er mælt með að fylgst sé með

URL- vefslóðinni á leitarbarnum. Ef þér finnst eins

og það líti skringilega út eða vera óvenjulegt er gott að fara úr vefsíðunni strax. Gerðu rannsókn á því hvernig vefslóðir virka og hvað á að hunsa.

Vertu á verði um fölsk skilaboð

Netþrjótar geta sent þér falskan netpóst, auglýsingar, tilkynningar eða SMS skilaboð sem líta út eins og þau komi frá fólki eða fyrirtækjum sem þú þekkir. Einnig reyna þeir að plata fólk með happdrættisleikjum, þrýsta á að kaupa eitthvað fljótt, þykjast vilja hjálp eða gefa falskar upplýsingar um að reikninga, upplýsingar eða raftæki sem fólk eiga í hættu. Þessar fölsku upplýsingar eru til þess fallnar að reyna að veiða af þér persónulegar upplýsingar ef þú fylgir þeirra fyrirmælum. Ef þú átt ekki von á skilaboðum frá aðila eða fyrirtæki eða ert ekki viss um að pósturinn sem þú fékkst sé alvöru, þá getur þú heimsótt þeirra vefsíðu eða byggingu sjálfur og haft samband.

Ekki deila persónulegum upplýsingum Ef þú spjallar við einhvern á stafrænan máta er það góð regla að gefa aldrei þínar persónulegu upplýsingar. Það gildir með lykilorð, kennitölur, símanúmer, greiðslukortaupplýsingar, PIN númer

og öryggiskóða. Það ætti að eiga við alla og ekki skipta máli hvort það sé vinur, fjölskyldumeðlimur, starfsfélagi eða bara einhver.

Öryggi í þínum raftækjum

Til að koma í veg fyrir að fá skaðleg prógrömm eins og vírusa og spilliforrit er mælt með að hlaða niður af öruggum vefsíðum.

Greiðslur

Ef þú verður var við einkennilegar færslur á reikningi gætu netþjófar hafa stolið kortaupplýsingum þínum og er mælt með því að þú hafir samband við bankann þinn strax til að loka reikningi. Þá hefur einnig komið fyrir að börn hafi notað greiðslukort foreldra sinna og keypt hluti á netinu án þeirra leyfis. Mælt er með því að fylgjast af og til með bankareikningum eða óæskilegri starfsemi hjá þínum reikningum.

Barnaöryggi

Ef þú ert foreldri og þú hefur áhyggjur af barninu þínu vafrandi á netinu og mikið í rafrænni afþreyingu er mælt með foreldrastjórnun. Með foreldrastjórnun getur þú stjórnað aðgangi eða notkunartíma barnsins þíns í tæki. Mörg fyrirtæki eru með sérstakar leiðir til þess að láta foreldra hafa stjórn á net- eða raftækjanotkun hjá börnum.

Myndir teknar frá Unsplash

ANNAÐ EN SKJÁR

Hægt er að velja alls konar upplifun aðra en þá sem finna má í snjalltæki sem er holl fyrir sál og líkama.

Áhugamál

Hvað myndi vera þitt uppáhalds áhugamál? Teikna, mála, skrifa, spila og semja tónlist, syngja, dansa eða eitthvað annað? Hvað elskar þú að gera?

Hvað kætir þig?

Finndu góða bók

Hvaða sögur fílar þú? Ævintýri, spennu, grín, sakamál, fantasíu, vísindaskáldsögu, rómantík eða jafnvel hrollvekju? Það er hellingur til af bókum og þú munt örugglega geta fundið bók við þitt hæfi. Það þarf ekki að vera venjulegar bækur. Þú getur prófað myndasögur eða jafnvel japanskar myndasögur (manga). Það er líka hellingur af fræðibókum um alls konar efni sem þú gætir haft áhuga á.

Hreyfing

Hreyfing er mjög holl fyrir okkur í bland við holla fæðu. Að ganga í 30 mínútur á dag (sérstaklega úti) og minnka óholla fæðu er mjög góð byrjun. Það er líka mjög mikilvægt að gera æfingu skemmtilega. Prófaðu að sleppa bílnum og farðu að hjóla. Ef þér finnst það skemmtilegt, þá ertu í frábærum málum.

Hugleiðsla

Hugleiðsla er gríðarlega holl fyrir hugann, sérstaklega fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi. Hægt er að nýta sér hugleiðsluöpp eða fara í hugleiðslutíma.

Tiltekt

Að hafa hús eða herbergi skítug og full af drasli hefur áhrif á andrúmsloftið og skapið þitt. Að taka til allt rusl, þrífa og raða hlutum á sinn stað á heimilinu þínu lætur þér líða miklu betur.

Þakklæti

Segja má að fólk gleymi því stundum að vera þakklátt fyrir það sem það hefur og það góða sem hefur komið fyrir. Í staðinn fókusar fólk oft á allt það slæma sem er að gerast í heiminum. Ef slæmu atvikin eru ekki í þinni stjórn, slepptu þeim þá. Í staðinn einbeittu þér að hlutum í þínu lífi og vertu þakklát/ur fyrir þá.

Borðspil með vinum eða fjölskyldu

Vissulega er skemmtilegt að spila partý- eða co-op tölvuleiki þar sem þú getur spilað með þremur eða fleirum í sama sófa eða með öðrum á netinu, en það er rafræn afþreying. Hefur þú prófað borðspil?

Eða jafnvel Dungeons & Dragons?

Prófaðu að horfa á leikrit eða fara á tónleika

Leikrit hafa verið til í meira en þúsund ár. Hvernig væri að upplifa það sem forfeður okkar töldu kvikmyndahús í dag?

Lærðu eitthvað nýtt

Við mannfólk erum að læra eitthvað á hverjum degi en sumar upplýsingar eru gagnslausar. Prófaðu að læra eitthvað nýtt eins og sögu, ný tungumál eða jafnvel eitthvað sem tengist áhugamáli þínu.

Láttu þér leiðast

Ef þér leiðist, ekki kíkja á skjá. Þetta gæti hljómað skringilega en að leiðast getur verið hollt. Það hjálpar huganum að slaka á og neyðir þig til þess að skoða umhverfið í kringum þig. Með öðrum orðum, núvitund.

Myndir teknar frá Unsplash

Hvað er One Piece?

One Piece er röð af japönskum myndasögubókum skrifuð og teiknuð af höfundinum Eiichiro Oda. Sagan gerist í fantasíuheimi, með sjóræningjaþema og fjallar um ungan mann sem heitir Monkey D. Luffy. Hann á þann draum að finna fjársjóðinn One Piece og verða kóngur sjóræningjanna. Luffy er líka með teygjukrafta eftir að hann hefur étið sérstakan ávöxt. Hann ræður skipverja sem hann kemur fram við sem vini og þau lenda í miklum ævintýrum. Sagan er skrýtin en mjög fyndin, skemmtileg, spennandi og jafnvel alvarleg.

One Piece hefur verið til síðan fyrsta mangabókin kom út 22. júlí árið 1997 í Japan og nú eru bækurnar þýddar á ýmiss konar tungumál og til sölu í meira en 55 löndum. Núna eru um 111

bækur til. Já, þú last þetta rétt, 111 bækur. Sagan er ekki einu sinni búin og enn er verið að skrifa söguna af sama höfundi.

Viðtökur og áhrif

Bækurnar hafa verið tilnefndar til margra verðlauna og margir gagnrýnendur og lesendur segja að þetta séu ein af þeim bestu manga sögum allra tíma. Bækurnar hafa seldar í yfir 510 milljónum eintaka um allan heim og hefur frægðin aukist gríðarlega á undanförnum árum. Anime þættir eftir Toei Animation, teiknimyndir, varningur, föt og endursnúningssögur byggðar á bókunum var búið til fyrir aðdáendur og það er líka búið að gera leikna útgáfu á Netflix og Lego kubba.

Þar sem sagan hefur gengið frá árinu 1997 gæti fólk haldið að One Piece sé langdreginn og búinn að missa sinn tilgang en svo er ekki. Sagan nær að fanga athygli fólks með góðri sögu, húmor, drama, spennandi bardagasenum, heimsbyggingu og mikilli uppbyggingu. Að fylgjast með ævintýrum Luffy og félaga hans hefur fengið fólk til að brosa og vera stanslaust spennt fyrir þeirra næstu ævintýrum.

Hvar get ég kynnt mér þessa sögu?

Margir treysta sér ekki til að byrja að lesa eða horfa á One Piece út af hversu margir kaflar það eru og það er skiljanlegt. Það eru nokkrar leiðir sem þú getur farið til að upplifa þessa sögu. Fyrsta leið er að lesa bækurnar með því að byrja á fyrstu

bók. Það er líka hægt að lesa þriggja bóka útgáfur. En eins og nefnt var eru bækurnar rúmlega

100 og það getur tekið langan tíma að komast á staðinn þar sem sagan er stödd akkúrat núna. Hægt er að kaupa bækurnar í Nexus, skoða þær á netbókasöfnum eða vera í áskrift. Önnur leið eru anime- þættirnir en það eru yfir 1100 þættir. Vá, það er mjög mikið.

Ef þú hefur það minnsta áhuga á One Piece en finnst það að lesa yfir 100 bækur eða horfa meira en 1100 anime þætti alltof mikið, þá er þriðja leiðin. Prófaðu þá að horfa á leiknu útgáfuna sem er á Netflix. Svo eru líka þættir væntanlegir á sömu streymiveitu sem heitir The One Piece.

Eins og sést þá er One Piece frekar stórt mál og það hefur aldrei verið eins spennandi að upplifa söguna núna. Skiljanlega vilja sumir ekki byrja að horfa eða lesa vegna lengdarinnar en ef þú fílar frábærar ævintýrasögur, þá er þetta siglingaferð sem þú vilt ekki missa af.

One Piece- lógó kemur frá Wikimedia Commons. Mynd neðst á vinstri blaðsíðu var tekin frá Free Malaysia Today (FMT) og hin frá Unsplash.

• LEIKFÖNG

• MYNDASÖGUR

• MANGA

• BÆKUR

• KVIKMYNDIR

• ÞÆTTIR

• SPIL

...OG MARGT FLEIRA

OPNUNARTÍMAR

GLÆSIBÆR

ALLA DAGA 11:30–22:00

KRINGLAN

MÁN–FÖS. 10:00–18:30

LAU. 11:00–18:00

SUN. 12:00–17:00

Álfheimar 74 |104 Reykjavík Glæsibær | Sími 552 9011

Kringlan 4–12 |103 Reykjavík Kringlan | Sími 552 9012

nexus.is |nexus@nexus.is

„Svo lengi sem við viljum að erfiðar tilfinningar yfirgefi okkur, gefum við því endurnýjaða athygli og orku til að vera ennþá til staðar.“ Nokkur

„Það er ekki alltaf mögulegt að hafa vit fyrir heiminum. Þangað til við gerum okkur grein fyrir því, getur það valdið gremju og sársauka.“

„Þegar við þjálfum hugann erum við að læra að hlusta, ekki bara á hugsanir og tilfinningar, heldur líka á aðra í kringum okkur.“

„Þegar erfiðir hlutir gerast, það er nógu slæmt. En við höfum tilhneigingu til þess að fylla meira

á með því að bæta hugsunarlögum á toppi þess.“

„Með því að koma með tilfinningu fyrir leikgleði við erfiðar aðstæður afneitum við ekki alvarleika þeirra. Við gerum það mögulegt að fletta þeim í gegn með skýrleika.“ „Að finna tíma til þess að sjá um hugann er ótrúlega alvarlegt, en á endanum snýst það um að taka sjálfum okkur aðeins minna alvarlega.“

„Besta gjöf sem við getum gefið öðru fólki er að leyfa þeim að vera sem þeir eru, og ekki það sem við viljum að þeir séu.“

Þessar setningar koma frá Headspace, sem er hugleiðsluapp.

ERTU MEÐ HUGMYND ?

Við getum tekið að okkur hvaða prentverk sem er.

Hafðu samband og við skoðum málið með þér.

FORVINNSLA – PRENTUN – FRÁGANGUR

Veldu umhverfisvænar leiðir. Prentsmiðjan okkar er með Svansvottun á öllu prentferlinu.

Skemmuvegi 4, Blá Gata | 200 Kópavogi | Sími 540 1800 litlaprent@litlaprent.is | Litlaprent.is

VIÐ ERUM ÞÉR INNAN HANDAR

Kjaramál

Lífeyrismál

Sjúkrasjóður

Orlofssjóður

Fræðslustyrkir

Að vera í rétta stéttarfélagi skiptir máli. Kjaramál eru stórt atriði í lífi hvers launþega og eitt af þeim atriðum sem Grafía sér um. Komdu í okkar raðir og leyfðu okkur að vera til staðar fyrir þig.

Kynntu þér réttindin þín og fáðu frekari upplýsingar inn á heimasíðunni okkar www.grafia.is

Grafía er orðin hluti af af Rafiðnaðarsambandi Íslands. Ávinningur sameingarinnar er gríðarlegur fyrir félagsmenn Grafíu.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.