E M L B A

Villtu endurmennta þig eða viðhalda fagmennskunni?
IÐAN býður upp á símenntun ásamt fjölbreyttum námskeiðum sem taka mið af breytingum og tækniþróun í faginu
IÐAN er fræðslusetur í iðnaði og sinnir símenntun starfsmanna í ýmsum greinum
Bílgreinum
Bygginga– og mannvirkjagreinum
Matvæla– og veitingagreinum
Málm– og véltæknigreinum
Prent– og miðlunargreinum
Nýsköpun
Vatnagarðar 20
104 Reykjavík
Sími 590 6400
www.idan.is
Netfang idan@indan.is
5 6
Förðun í áranna rás
8 10 14
13
Um mig
Harpa Káradóttir
Embla er einstaklingsverkefni þar sem hver og einn nemandi hannar sitt eigið tímarit sem mun síðar sameinast í eitt stórt. Þetta verkefni var mjög skemmtilegt og gaf manni mikið svigrúm til að hanna og skapa á sinn hátt og með sínu eigin sjónarmiði. Yfir heildina litið þá finnst mér þetta verkefni vera það skemmtilegasta sem hefur verið lagt fyrir okkur nemendur.
Námið hefur verið mjög skipulagt og fræðandi með handleiðslu góðra kennara. Þessi tími er búin að vera hrikalega fljótur að líða og er maður búin að læra heilan helling um efni sem viðkemur umbroti, myndvinnslu, hönnun og skipulagi svo eitthvað sé nefnt.
Efnistök tímaritsins er frá mínum áhugamálum og því sem ég taldi að fólk gæti haft gaman af og vona ég að lesendur hafi gaman af lestrinum.
Takk fyrir mig.
Top 12 áfangastaðir árið 2023
Pasta Carbonara
Litasálfræði og heimili
Umbrot og hönnun
Linda Katrín Elvarsdóttir
Forsíða
Linda Katrín Elvarsdóttir
Útgefandi
Upplýsingatækniskólinn
Prentun
Upplýsingatækniskólinn
Letur
Univers 45 light 9/13
Univers 65 Bold 9/13
Univers 55 Roman 9/13
Pappír
Digi Finesse Silk 130g/m²
Digi Finesse Silk 130g/m²
Linda Katrín Elvarsdóttir heiti ég og er uppalin í Kópavoginum en bý nú í Grafarvogi ásamt kærastanum mínum.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og list og er mikið að teikna þessa dagana. Partur af áhugasviði mínu kemur fram í þessu tímariti þar sem ég fjalla um ferðalög, heimili og förðun, en þetta er þó alls ekki tæmandi listi.
Eftir að ég útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2016 var ég óviss um hvaða nám ég vildi prófa. Á þeim tíma var túrismi í miklum blómstra og ákvað ég að fara í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Ég var ekki alveg að finna mig í
því námi en ákvað þó að klára það. Ég fann að ég þurfti smá tíma að finna út hvert ég vildi stefna næst og eftir miklar pælingar ákvað ég að stefna á nám í tengslum við grafík og hönnun og taldi að grafísk miðlun væri góður byrjunarpunktur og góður grunnur. Námið hefur verið mjög skemmtilegt en krefjandi á sama tíma. Á fyrri önninni lauk ég einnig förðunarfræði
í kvöldskóla og er því búið að vera nóg að gera á þessu tímabili.
Þegar ég er ekki í skóla eða vinnu finnst mér gaman að vera úti hvort sem það er að hlaupa, hjóla eða ganga upp fjöll ásamt því að lesa góða bók, teikna og vera með fjölskyldum og vinum.
Fimm staðreyndir um mig
1. Ég er frekar lélegur kokkur en ég geri ljúffengar bananalummur sem ég geri nánast á hverjum degi.
2. Uppáhalds liturinn minn er blár.
3. Ég elska að lesa spennu/misteríu bækur.
4. Ég fór í skiptinám til Osló í eina önn.
5. Happatalan mín er talan 11.
Förðunar og snyrtivörur eiga sér mjög langa sögu og telja má víst að förðunarvörur finnist í nánast öllum samfélögum heims. Hér verður stiklað á stóru um helstu förðunarstefnur á mismunandi tímabilum mannkynssögunnar.
Forn Egyptar
Elstu heimildir um notkun á förðunarvörum eru frá dögum forn Egypta og það þykir mjög merkilegt að efni sem voru notuð á þeim tíma má enn finna í snyrtivörum í dag eins og til dæmis kol og jurtalitinn henna.
Grænn og blár augnskuggi var vinsæll meðal bæði kvenna og karla á þessum tíma og var hann búinn til úr blöndu af blýi og kopargrýti. Einnig var svartur augnfarði áberandi og var hann gerður úr steinefninu Galena sem er blýsúlfíð. Að auki var mikið notast við leirlitarduftið Ochre sem inniheldur járnoxíð og fékk á sig rauðan lit þegar það þornaði í sólinni. Því var það einstaklega hentugt til að nota sem kinna- og varalit.
Kína
Í kringum 3000 f.Kr. byrjaði förðun að verða vinsæl um allan heim. Indverjar höfðu þá þegar þróað litarefnið henna og Kínverjar hófu að nota býflugnavax og gelatín fyrir neglurnar. Liturinn á lakkinu sagði til um stöðu þeirra í samfélaginu og var aðalborið fólk með gull og silfur naglalakk, en lægri stéttin mátti ekki skarta björtum né áberandi litum.
Róm
Rómverjar til forna máluðu einnig andlit sín og notuðust við púður úr möluðum steinefnum.
Háralitun var mjög
vinsæl og Rómverjar tengdu fegurð við svart hár. Hins vegar verður saga förðunar aðeins minna litrík eftir því sem
líður á tímann. Þegar komið er að miðöldum þótti það vera fallegast að vera eins fölur og hægt var.
Miðaldir
Fölt hörund var merki um velmegun og auð á miðöldum og gripu konur oft til ýmissa ráða til að vera eins fölar og þær gátu. Kol voru einnig mikið notuð til að dekkja augnhár og augabrúnir og efnið Rouge var notað á kinnarnar. Hárlínan var hátt uppi og augabrúnir mikið plokkaðar. Það var talið vera óviðeigandi að sýna hárið á þessum tíma og því var það falið með klútum eða slæðum.
Elísabetartímabilið Elísabetartímabilið miðast við ríkisár Elísabetar I Englandsdrottningar á 16. öld. Förðunar- og tískustefnurnar á þeim tíma einkenndust af ljósu eða rauðu hári, háu enni og fölu andliti. Eitruð efnablanda úr blýi og ediki var gjarnan notuð til að ná þessum fölleika. Ef þessi efnablandið virkaði ekki sem skyldi tæmdu konur úr sér blóð til að ná hinum eftirsótta fölva.
Viktoríutímabilið
Á Víktoríutímabilinu (1837–1901) var áhersla lögð á náttúrulegt útlit og fallega húð. Konur gerðu heimagerða andlitsmaska úr haframjöli, hunangi og eggjarauðu til að viðhalda mjúkri húð. Til að ná fram smá lit á andlitið klipu konur oft í kinnar sínar og bitu í varirnar.
20. öldin
Í kringum 1920 var vinsælt að vera með dökkar augabrúnir og mikla augnförðun. Með aukinni uppsveiflu í kvikmyndaiðnaði byrjaði Hollywood að hafa mikil áhrif á förðunarstefnur almennings. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar voru
förðunarvörur af skornum skammti en það kom
þó ekki í veg fyrir að konur fyndu leiðir til að farða sig, enda voru þær reglulega minntar á að fegurð er skylda (e. Beauty is a duty).
Árið 1970 markaði tímabil þar sem fleiri og fleiri karlmenn byrjuðu að farða sig og margir
Við hjá Snjöllum
veflausnum sérhæfum okkur í öruggum veflausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sérfræðingar okkar hjálpa þér að finna réttu lausnirnar og nýjar leiðir fyrir þitt fyrirtæki að ná árangi og vera sýnilegri á markaði. Endilega hafðu samband eða kíktu við á heimasíðu okkar www.snjallarveflausnir.is
hljómsveitameðlimir og tónlistarmenn notuðu förðunarvörur bæði innan og utan sviðs. Nefna má hljómsveitina Kiss og söngvarann David Bowie sem höfðu mikil áhrif á almenning á þessum tíma.
Í dag eru förðunarvörur fyrir alla og meira en nokkru sinni fyrr er litið á förðun sem aðferð til að tjá sig og sinn persónulega stíl.
Texti: Linda Katrín Elvarsdóttir
Heimildir: Reader‘s digest: The evelution of makeup
Myndir: Myndir teknar af netinu
• Vefsíðugerð
• Sölusíða
• Office skýið
• Snjall forrit
• Birgðakerfi
• Samskiptakerfi
Hægt er að heyra í okkur alla virka daga á milli 9–5. Ekki hika við að hafa samband.
Harpa Káradóttir er einn færasti förðunarfræðingur landsins og hefur mikla reynslu í faginu. Sjálf fór ég í nám í Make Up Studio Hörpu Kára þar sem ég fékk að læra af fagmönnum innan förðunarfræðinar. Harpa er algjör ofurkona og er alltaf með marga bolta á lofti. Hún er mikil fyrirmynd og hefur mikla reynslu sem hægt er að læra af. Ég spurði Hörpu spjörunum úr í tengslum við starf hennar sem förðunarfræðingur og fyrirtækjaeigandi.
Hvernig byrjaði þinn starfsferill í förðun?
Eftir að ég kom heim frá L.A. þar sem ég var í námi fékk ég vinnu hjá MAC og mjög fljótlega byrjaði ég einnig að vinna í sminkinu upp á Rúv. Með árunum fór ég einnig að sminka fyrir auglýsingar og tímarit.
Hvernig öðlaðist þú mestu reynsluna á þínum ferli?
Ég öðlaðist mestu reynsluna með því að taka nánast allri vinnu sem mér bauðst. Til þess að ná árangri þarftu að leggja inn fleiri klukkustundir en næsti maður. Það er enginn að fara að færa þér feril á silfurfati.
Hver er ein stærsta áskorunin sem þú hefur staðið frammi fyrir á ferlinum?
Stærsta áskorunin varðandi ferilinn minn var klárlega þegar ég eignaðist tvíburana mína árið 2020. Það er alvöru verkefni að reka fyrirtæki sem krefst mikillar kvöld og helgarvinnu og vera með 2 ungabörn. Ég þurfti að breyta mjög mörgu
í mínu lífi og læra að púsla persónulega lífinu og vinnunni saman á ný. Ég er í rauninni enn þá að finna taktinn 3 árum seinna.
Hver eru stærstu verkefnin sem
þú hefur tekið þátt í?
Ég hef farið í allskonar verkefni í gegnum tíðina, bæði erlend og íslensk. Unnið fyrir sjónvarpsþætti, tískuiðnaðinn og allavegana tónlistarmyndbönd. En stærsta verkefnið mitt hingað til hefur verið að stofna Make-Up Studio Hörpu Kára.
Hverju ertu mest hreykinn af á þínum ferli?
Ég hef margt sem ég er stolt af en ég er virkilega stolt af förðunarbursta línunni minni sem ég gaf
út árið 2022. Það var langt og krefjandi ferðalag. Svo er ég einnig afar montin af öllu því frábæra fólki sem ég hef getað aðstoðað við að hefja sinn feril í förðunar geiranum hér á landi. Ég get líklega aldrei útskýrt nógu vel hversu mikið það gleður mig að geta hjálpað nemendunum mínum að fóta sig í greininni að námi loknu.
Hvað finnst þér vera skemmtilegast við vinnuna þína?
Skemmtilegasta við vinnuna mína er að geta framkvæmt hugmyndirnar mínar og séð sumar af þeim verða að veruleika og getað lifað á því.
Það er ótrúlega gaman að búa sér til ný verkefni og sjá þau verða að veruleika. Skemmir ekki fyrir ef þú getur bæði veitt öðru fólki tækifæri í leiðinni og tengt saman fólk í ólíkum geirum.
Nú hefur þú náð langt á þínum starfsvettvangi, hvað telur þú þurfa tilað ná góðum árangri?
Til að ná árangri þarftu að hafa þolinmæði og átti
þig á því að þú getur aldrei keypt þér reynslu, þú þarft að öðlast reynslu og það tekur langan tíma. Ef mann virkilega langar í eitthvað þá þarf maður að vera tilbúinn til að fórna sér til þess að komast á þann stað sem þú vilt vera á.
Hvaða ráð ertu með fyrir fólk sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðunarbransanum?
Ég hvet fólk til að vera jákvætt, sjá verkefnin sem þeim býðst sem skóla til þess að læra meira.
Æfa sig, æfa sig, æfa sig og muna að góðir hlutir gerast hægt.
Þegar þú ert ekki í vinnunni hvað ertu þá helst að gera?
Þegar ég er ekki í vinnunni lifi ég bara nokkuð hefðbundnu fjölskyldu lífi með kærastanum mínum og 3 börnum okkar. Ég elska að elda góðan mat og horfa á sjónvarpsþætti um hönnun og arkitektúr. Einnig finnst okkur gaman að fara út á land og bjóða vinum heim.
Hver eru trendin núna og hvað er að detta út?
Helstu trendin núna eru frískleg húð með mildum skyggingum, varir skyggðar með varablýanti og vel greiddar augabrúnir. Það sem við sjáum fara minnkandi eru heil augnhár, gerviaugnhár á strimli og gultóna sólarpúður.
Hverjar eru þínar uppáhalds vörur þessa stundina?
Uppáhalds varan mín þessa stundina eru nýju
púðurkvastarnir sem ég nýlega gaf út. Annars nota ég daglega Stone varablýant frá MAC og Fairly pressious kinnalit frá MAC. Einnig elska ég litaleiðréttingar hyljarana frá Bobbi Brown og Vitalumiere farðann frá Chanel.
Ø Gefðu húð og vörum ávalt góðan raka áður en þú byrjar á förðuninni.
Ø Augndropar sem birta yfir augunum gera kraftaverk.
Ø Slepptu því að bera rakakrem yfir augabrúnirnar, þannig mun liturinn sem þú berð í augabrúnirnar endast lengur.
Ø Fjárfestu í góðum förðunarburstum, það munar öllu.
Ø Þrífðu andlitið kvölds og morgna og aldrei sofa með makeup-ið.
Bazaruto eyjaklasinn í Mósambík samanstendur af fimm eyjum sem eru þekktar fyrir hvítar strendur og fjölbreytt sjávarlíf. Næst stærsta eyjan „Benguerra Island’’ hefur náð miklum vinsældum og er góð ástæða fyrir því. Njóttu þess að labba á hvítu ströndunum á þessu afskekkta suðræna svæði þar sem strandlínan teygir sig
stöðugt eitthvað nýtt upp á að bjóða. Skoðaðu einhverja af þeim fjölmörgu kastölum eða fallegu almenningsgörðum sem Edinborg hefur upp á að bjóða og slappaðu af á líflegum kaffihúsum, t.d. á kaffihúsinu The ElephantHouse þar sem J.K. Rowling skrifaði margar bækur um töfradrenginn
Ef þú ert að leita að stórkostlegu landslagi og dýrindis víni, heimsóttu þá stórkostlegu hlíðar Douro-dalsins í norðurh luta Portúgals. Hjarta svæðisins er í aðeins klukkutíma akstursfjarlægð frá vinsælu borginni Porto. Keyrðu fram hjá friðsælum vínekrum og heillandi þorpum sem liggja yfir hlíðunum. Slappaðu af og njóttu að hætti
Það sem einkennir Singapúr er maturinn, fólkið, hreinar götur og samblanda af náttúru og borg. Borgin er einnig þekkt fyrir að vera ein af mikilvægustu viðskiptaborgum
Patagonia-þjóðgarðurinn er þjóðgarður í Aysén-héraði
í Síle og í hjarta garðsins er Chacabuco dalurinn sem skilur að Argentínu og Síle. Svæðið býður upp á tjaldsvæði ásamt fallegar og fjölbreyttar gönguleiðir og nóg er í boði fyrir adrenalín fíkla. Sigldu í gegnum firðina, klifraðu upp stórkostlega granít veggi og skoðaðu heimsfrægu jöklana eða farðu þínar eigin og ótroðnu slóðir.
Róm er áfangastaður sem klikkar aldrei. Borgin er fræg fyrir sína fornu sögu og fallegu byggingar. Endalaust er hægt að skoða hvert sem augað lítur. T.d. fræga hringleikahúsið „Colosseum“ og „Roman forum” sem var miðbæjar svæðið í forn Róm. Þú verður að skoða fallega Trevi gosbrunnin og sjálf mæli ég sérstaklega með að fara í Appelsínugarðinn þar sem þú sérð yfir alla borgina. Róm er einnig þekkt fyrir góða matargerð og er pasta carbonara sér
1. Byrjaðu á því að sjóða pastað í vatni með klípu af salti
2. Skerðu niður beikonið og steiktu á pönnu með olíu, taktu beikonið af pönnunni og settu á eldhúspappír þegar það er orðið stökkt
3. Steiktu lauk og hvítlauk þar til mjúkt og komið með gylltan lit, leggið til hliðar.
4. Hrærið saman eggjum, rifnum parmesan og salt og pipar saman í skál
5. Nú ætti pastað að vera tilbúið. Settu pastað á pönnuna ásamt 2 msk af pastavatni,
6. Helltu parmesaneggjablöndunni hægt út í og hrærið stöðugt í pastanu á meðan.
7. Bættu beikoninu og lauknum saman við og hrærið öllu saman
8. Best er að bera fram pipar og meira af parmesan
Samtökin Jafna standa fyrir Ráðstefnu í Hörpu næstkomandi maí um launamismun kynjanna
Aðgangur er ókeypis og allir gestir fá gjafabréf á sjálfstyrkingarnámskeið. Komdu, taktu þátt og hafðu áhrif á framtíðina.
Á heimasíðunni okkar www.jafna.is finnur þú alls konar hagnýtar upplýsingar og við erum alltaf til staðar fyrir þá sem þurfa aðstoð.
Fyrirlesarar frá Jafnréttisstofu og Byggðastofnun koma og fræða gesti
Hvað er litasálfræði Litasálfræði byggist á þeim andlegu og tilfinningalegu áhrifum sem litir hafa
á fólk á öllum sviðum lífsins. Margar hugmyndir um litasálfræði eru viðurkenndar og sannaðar á meðan aðrar eru meira huglægar og að sama skapi getur túlkun og merking lita verið breytileg á milli ólíkra menningarheima.
Umhverfi og litir
Tekurðu einhvern tíma eftir því að ákveðnir staðir fari í taugarnar á þér? Eða að ákveðnir staðir séu sérstaklega afslappandi og róandi? Ef svo er, þá eru góðar líkur á því að litirnir í þessum rýmum hafi áhrif á þig. Umhverfi þitt getur haft áhrif á tilfinningar þínar og hugarástand og litir inni í herbergjum geta haft áhrif á skap þitt og orkustig. Litir hafa einnig þá eiginleika að þeir virðast stundum breyta lögun og stærð innréttinga og geta jafnvel haft áhrif á skynjun okkar um stærð rýmisins. Þannig verður umhverfið sem þú skapar inni á heimilinu þínu endurspeglun af persónuleika þínum.
Heimili og heitir og kaldir litir Ég veiti litum mikla athygli í mínu daglega lífi en þá sérstaklega á sumrin þegar allt er í blóma og lífið er litríkara. Litir hafa gjarnan verið tengdir við árstíðirnar og þegar byrjar að vora og hitna koma mjúkir og heitir litir fram, svo sem rauður, gulur og appelsínugulur. En þegar byrjar að kólna á veturna koma þeir köldu fram, blár, grænn og fjólublár. Bæði heitir og kaldir litir eru notaðir á veggi heimila en það skiptir miklu máli í hvaða herbergjum þeir eru. Heitir litir geta kallað fram ýmsar tilfinningar, svo sem hlýju og notalegheit en einnig reiði og spennu. Rauður er frekar ákafur litur og því ekki hentugur inni í svefnherbergi.
Hins vegar myndi rauði liturinn njóta sín vel inni í stofu eða borðstofu. Gulur er litur hamingjunnar og nýtur sín til dæmis inni í eldhúsi og býður mann velkominn. Appelsínugulur er litur orkunnar og er því ekki hentugur í herbergi þar sem þú vilt slaka á, heldur frekar í líkamsræktarherbergi. Á meðan heitir litir draga fram spennu, orku og jafnvel hamingju geta kaldir litir róað okkur en einnig dregið fram dapurleika.
Kaldir litir eru einstaklega góðir inni í svefnherbergi. Grænn litur dregur úr streitu og táknar vöxt, endurfæðingu og frjósemi og myndi því henta einstaklega vel inni í svefnherbergi. Talið er að blár litur lækki blóðþrýsting og hægi á hjartslætti og er því góður í rýmum þar sem þú vilt hafa rólega stemningu.
Litir hafa því mun meiri áhrif á okkur andlega og líkamlega en margir gera sér grein fyrir. Litirnir sem þú velur þér fyrir veggi heimilis þíns geta haft veruleg áhrif á skap þitt og hegðun. Það er því er mikilvægt að vanda valið næst þegar þú ert í málningarhugleiðingum.
Texti: Linda Katrín Elvarsdóttir
Heimildir: Mymove.com
Myndir: Pexcels.com
Forvinnsla – Prentun – Frágangur
Við getum tekið að okkur hvaða prentverk sem er.
Hafðu samband og við skoðum málið með þér.
Nafnspjöld
Bæklingar
Rissblokkir
Stansar
Kiljubækur
Gormabækur
Dagatöl
Að vera í rétta stéttarfélagi skiptir máli. Kjaramál eru stórt atriði í lífi hvers launþega og eitt af þeim atriðum sem Grafía sér um. Komdu í okkar raðir og leyfðu okkur að vera til staðar fyrir þig.
fáðu frekari upplýsingar inni á heimasíðunni okkar www.grafia.is