Embla - Andri Már Bryde

Page 1

Grafísk miðlun Vor 2023

2. TBL. 12. árgangur.

Er kominn tími fyrir endurmenntun?

Námssamningar, námskeið, endurmenntun, fyrirtækjaþjónusta, sveinspróf, raunfærnismat, starfsráðgjöf, fræðslustyrkir og nýsköpun eru í boði.

Skapaðu ný

tækifæri með okkur

í iðnnámi.

www.idan.is | Vatnagarðar 20 | 104 Reykjavík | sími 590 6400 | idan@idan.is

Leiðari

Heilmiklar tæknilegar þróanir hafa komið í gang í gervigreind sem geta ef til vill mótað heiminn til frambúðar og breytt hvernig, forritun, list og ýmis önnur tækni tengd störf munu virka.

Sum af þessari tækni er þess virði að hafa áhyggjur af, sérstaklega fyrir eins viðkvæmt samfélög sem eru í heiminum. Hins vegar vil ég líta á björtu hliðina og vekja athygli á sjálfsbætandi greinum í tengslum við heilsu og sköpun.

Í þessari Emblu fjalla efnistökin um mikilvægi svefns, áhrif tónlistar á sálina, mikilvægi hreyfingar og æfinga. Einnig fjallar blaðið um stafræna teikningu, málun og ýmsa reynda listamenn á Youtube sem hafa ótal magn af myndböndum til þess að læra frá og fá innblástur í persónuleg verk.

Andri Már Bryde 5 Stafræn málun og list 6 Youtube listakennarar og þú 8 Hversu mikilvægt er að hreyfa sig? 10 Hvenær er best að fara að sofa? 12 Hefur tónlist áhrif á okkur? 14
Efnisyfirlit
Embla
Umbrot og hönnun Andri Már Bryde Hönnun Forsíðu Andri Már Bryde Prentun Upplýsingatækniskólinn Letur Univers 55 Roman 9/13 Univers 45 Light 9/13

Andri Már Bryde

Ég heiti Andri Már Bryde, fæddur á Íslandi þann 13. nóvember 1995 og stundaði grunnskólanám í Borgarskóla, sem nú heitir Vættaskóli.

Í æsku hafði ég mikinn áhuga á listum og teikningu og það skipti sköpum þegar ég valdi að fara í Borgarholtsskóla til að stunda framhaldsnám á margmiðlunarbraut. Ég fékk smá reynslu með þeim og útskrifaðist þaðan.

Ég fór á vinnumarkað síðar eftir mikla erfiðleika með að ákveða það sem ég vildi gera. Ég var ekki að vinna við neitt draumastarf í tengslum við margmiðlun og var það ósköp venjulegt og þreytandi starf. Því miður tók ég einnig hlé í listsköpun í 3–4 ár meðan ég var í vinnu, vegna þess að það var erfitt að halda áhugamálum í því starfi.

Eftir Covid skallt á ákvað ég að nýta tækifærið og skrá mig í Tækniskólann til að uppfæra þekkingu mína og prófa nýja hluti eins og bókband og grafíska miðlun á ný. Í náminu vaknaði aftur sá sami áhugi fyrir teikningu og myndverkum sem ég hafði fyrir öllum þessum árum þegar ég var unglingur en ég vona í þetta sinn muni það endast til æviloka.

Ég er mjög reykull í lífinu, en ég vonast til þess að enda með að finna tilgang í þessu öllu.

Stafræn málun og list

Fyrsta notkun á orðinu „stafræn list“ var notuð snemma á áttunda áratugnum þegar að verkfræðingar bjuggu til málverks forrit sem var notað af Listamanninum Harold Cohen, sem lét vél búa til stórar teikningar á blöðum röðuðum á gólfi, hins vegar hefur þegar verið búin til list í tölvum í tvo áratugi áður en orð var fundið upp fyrir fyrirbærið.

Fyrsta hönnunarforritið fyrir stafræna list var „Sketchpad“ sem var búið til árið 1963 af tölvu vísindamanninum Ivan Sutherland, sem er víða litið á sem föður tölvugrafíkar. Sketchpad var byltingarkennd á ýmsa vegu, meðal annars var það fyrsta forritið sem hægt var að teikna með stafrænum ljós-penna, sem var fundinn upp áður en tölvumýs voru hannaðar. Hægt var að teikna beinar línur og form, auk þess að afrita. Þær uppfinningar áttu eftir að hafa gífurleg áhrif á list og móta stafræna listaheiminn í það sem við þekkjum í dag.

Eftir að tölvur náðu viðráðanlegu verði og rafrænar teiknitöflur komu á markað varð mun auðveldara að búa til list án þess að nota flókin eða dýr efni eins og málverks striga, málningu, blýanta og einnig blöð ef ekki á eftir að prenta verkið.

Fleiri kostir stafrænnar teikningar eru að hægt er að afturkalla mistök, breyta lýsingarstillingum með einföldum filterum eða sleðum, afrita myndlög og vista skjölin. Einnig er kostur að vinna skjöl í fullkomri stærð fyrir prent og netmiðla.

Svo mörg forrit eru til fyrir stafræna teikningu og myndvinnslu að það getur verið heilmikil vandræði að finna út hvað er rétt fyrir hvern og einn. En hér eftirfarandi eru nokkur dæmi með kosti og göllum sem fylgja þeim.

Fyrir PC

Adobe Photoshop: Photoshop er víða talið iðnaðarstaðall í myndvinnslu og listgerð vegna mikillar þróunar og rannsókn að baki uppfærslu Photoshop. Ókostur við Photoshop er að það kostar yfir 20 dollara á mánuði sem hluti af Adobe Creative Suite, auk þess að hafa hátt aflýsingar verð. Annars er hægt að kaupa áskrift í Photoshop og Lightroom með 20 gígabæta net geymslu fyrir 10 dollara á mánuði.

Affinity Designer & Photo: Forrit sem hafa ekki eins mikla virkni og Adobe Illustrator og Photoshop, en eru á mun viðráðanlegu verði því hægt er að kaupa forrita útgáfuna á föstu verði.

Texti: Andra Már Bryde Myndir: Cece kun–Unsplash, Mona Miller–Unsplash, Bjorn Antonissen–Unsplash

Krita:

Krita er mjög gott forrit fyrir byrjendur til að spreyta sig á myndgerð. Grunntegundin af forritinu er ókeypis og útgáfa með sjálfvirkum uppfærslum kostar 10 dollara.

Fyrir töflutölvur

Procreate:

Procreate er eitt af vinsælari öppum í Apple Store vegna þess að það er mjög öflugt þrátt fyrir 10 dollara verð. Hins vegar er stór ókostur við forritið er að það er einungis fáanlegt á Apple vörum og stýrikerfum.

Medibang Paint:

Medibang er ókeypis forrit sem hefur gott magn af verkfærum, hjálparstikum með kosti á því að veita áskrift til að fá aðgang að meiri burstum, bættri stjórnun á vinnslulögum og margt annað.

Við sem samfélag verðum að fyrirbyggja og tækla mismunun í heiminum.

Láttu rödd þína heyrast og gangtu í lið með 16.9.Iran á netfanginu 16.9.iran.is, eða sendu okkur brennandi

spurningar á: mannrettindi@16.9.Iran.is

Youtube listakennarar og þú

Með komu netsins er auðveldara en nokkurn tímann áður að afla sér þekkingar fyrir utan skóla og námsbóka, og enginn skortur er á fólki sem vill kenna allt á milli himins og jarðar, sama hversu einfalt það getur verið. Þegar kemur að teikningu og stafrænni list eru eftirtaldir Youtube kennarar meðal þeirra bestu sem einn getur lært frá.

Marc Brunet:

Marc Brunet hefur unnið sem háttsettur listamaður hjá Blizzard þar sem hann hóf vinnu sem 2d og 3d listamaður fyrir Overwatch meðan forframleiðsla stóð yfir. Vann um tíma við Starcraft 2 og Heroes of the Storm, áður en hann lét af störfum og stofnaði sína eigin vefsíðu Cubebrush.co.

Hann hefur unnið á lausu í 16 ár fyrir fyrirtæki eins og Google, SyFy, Deviantart, ImagineFX og Wacom, til að nefna nokkur nöfn.

Marc hefur einnig stofnað sína eigin námsbraut sem hefur framhaldsskólastigs menntun í stafrænni list á hluta af kostnaði skólagöngu og kosturinn er að nemar geta tekið sinn tíma með að læra efnið eins og þeim hentar.

Marc hefur búið til mörg myndbönd yfir síðustu 10 árin og skemmtilegt er að sjá hvernig hann hefur þróast í framleiðslu kennsluefnis. Hann leggur mikla áherslu að kenna þrívíddarform

Ethan Becker:

Ethan Becker er stafrænn listamaður með mikla reynslu sem söguborðslistamaður og þekktur fyrir vinnu sína á Voltron: Legendary Defender og Batman: The long Halloween. Hann hefur unnið með stórum fyrirtækjum eins og Dreamworks, Netflix og Warner Bros.

Hann býr til myndbönd sem sýna mismunandi aðferðir við að teikna og einfalda list, en ekki ætti að taka öll ráð hans of bókstaflega, því ráðleggingar hans skarast oft á.

Annars er hann mjög skemmtilegur, en jafnframt ógnvekjandi kennari.

David Finch:

David Finch hefur haft mikla reynslu í framleiðslu myndasagna fyrir bæði DC Comics og Marvel við yfir 50 myndasögur og hefur hlotið Kanadísku

Joe Shuster verðlaunin fyrir verk sín árið 2009. Hann deilir þekkingu sinni og ráðgjöf á Youtube og vinnur með blað og blýanta.

Sinix Design:

Sinix Design er stafrænn listamaður sem einbeitir sér að mestu leyti að rafrænni málun og málverkum. Hann talar um einföldun forma, hvernig liti er gott að nota, hvernig hægt er að blanda þeim saman til þess að teikna alls kyns form, hausa, augu, hár, líkama, umhverfi og margt fleira.

Proko:

Stan Prokopenko er listamaður og kennari sem vinnur með hefðbundna teikni miðla eins og blað og blýant, en hann fjallar um alls kyns aðra miðla og fær gesta listamenn til þess að búa til myndbönd og fjalla um lexíur og hentuga ráðgjöf.

Þetta er bara örfá dæmi um alls kyns Youtube kennara og eflaust er að það séu margir fleiri listamenn sem hægt er að læra frá.

Myndir: Sheldon Liu–Unsplash, Andras Vas–Unsplash

Már Bryde

Texti: Andra

Hversu mikilvægt er að hreyfa sig?

Félagsleg og læknisfræðileg áhersla hefur lengi verið á óneitanlega jákvæð áhrif hreyfingar á líkamlega heilsu, en rannsóknir hafa sýnt að hún hefur veruleg áhrif á andlega heilsu og hreyfing virtist vera verndandi gegn þróun þunglyndis, óháð aldri, kyni og búsetu. Það hefur lengi verið viðurkennt að líkamleg áreynsla og hóflegur lífsstíll stuðlar að bættri heilsu og langlífi

Regluleg hreyfing er mikilvæg. Hreyfing er ekki aðeins mikilvæg til að koma í veg fyrir marga sjúkdóma heldur byggir hún einnig upp styrk til að takast á við hversdagsleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld. Við vitum öll að hreyfing er öflugt vopn gegn streitu. Kröftug hreyfing er vissulega góð fyrir heilsuna en getur líka valdið miklu álagi á líkamann. Þess vegna er mikilvægt að huga að öðrum þáttum, eins og nægri hvíld, svefni og góðri næringu, sem geta unnið gegn auknu álagi við þátttöku í keppnisíþróttum eða kröftugri hreyfingu.

Menningarsaga Vesturlandabúa sýnir sömu afstöðu, þó hún byggi á reynslu kynslóða frekar en vísindum nútímans. Eftir því sem líf okkar verður auðveldara verða þessar hversdagslegu staðreyndir augljósari. Að afla tekna verður áreynslulausara með hverjum degi og krefst minni fyrirhafnar. Með þyngdaraukningu, hreyfingarleysi og næringarskorti versnar heilsan, lífsgæði minnka og þunglyndi eykst.

En hvernig hreyfingu er mælt með?

Mælt er með öflugri hreyfingu í 20–30 mínútur fyrir heilbrigða einstaklinga að minnsta kosti tvisvar í viku. Þannig er hægt að viðhalda og bæta úthald, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu.

Texti: Brynhildur Björnsdóttir Myndir: Aliaksei Ramanouski–Unsplash, Alexander Redl–Unsplash, Bruce Mars–Unsplash

Auk hreyfingar í daglegu lífi er sérstaklega gagnlegt að stunda styrktarþjálfun, svo sem í líkamsræktarstöð, til að viðhalda eða bæta vöðvastyrk og beinþéttni. Jafnframt er gott að þjálfa þol, samhæfingu, jafnvægi og liðleika, svo sem með almennri leikfimi, sundi, dansi og göngu á ójöfnu undirlagi. Notaðu þjónustu t.d. íþróttafélaga, þjónustumiðstöðva og heilsugæslustöðva þar sem því verður við komið.

Upphitunarplan fyrir líkamsrækt

Ekki setja rusl í líkamann sem nýtist ekki til æfinga, keppni og bata. Markmið góðrar næringar er að tryggja að líkaminn hafi næga orku fyrir hreyfingu, leiki og aukaæfingar. Einnig þarf að huga að bata eftir allt álagið. Ef þú ert í röð hjá Dunkin Donuts ertu á röngum stað.

Upphitunar æfing Hlaup/ganga 5 til10 mínútur Samtals 5 til 10 mínútur

Liðkunaræfingar Kjurrar teygjur Hver teygja 5 til 10 sek Samtals 5 til 10 mínútur

Íþrótta tengdar æfingar Almenn hreyfing Breytilegur tími Breytilegt

Hvenær er best að fara að sofa?

Mörg okkar þekkja þann slæma vana að fara of seint að sofa. Við viljum horfa á einn sjónvarpsþátt í viðbót, klára einn tölvuleik, lesa meira í spennandi bók eða finnst við vera að missa af einhverju á samfélagsmiðlum eða fréttamiðlum. Við vitum að þetta er ekki hollt og við vitum að við verðum í slæmum málum daginn eftir.

Það er því vel þess virði að reyna að snúa hlutunum við. Það er mikilvægt að íhuga ótvíræða kosti þess að fara snemma að sofa, eins og að líða betur og gera meira daginn eftir. Það er líka gagnlegt að skoða hvers vegna við förum svona seint að sofa og hvenær er of seint fyrir okkur miðað við hvenær við þurfum að vakna. Ef við erum að gera eitthvað sérstaklega skemmtilegt og spennandi svona seint er spurning að skoða hvort við getum frekar dreift því yfir daginn eða tekið lengri tíma í það um helgar?

Hvenær best er að fara að sofa er mismunandi eftir einstaklingum en kannanir sýna að 7–8 tíma svefn sé það sem flestir þurfa til að geta starfað með fullri orku daginn eftir. Langvarandi svefnleysi getur breyst í svefnvandamál.

Svefnvandamál og hvernig er hægt

að meðhöndla þau

Ef svefnvandamál eru viðvarandi þarf að leita sér aðstoðar fagaðila. Ef einstaklingur telur sig vera að glíma við óeðlilegar eða langvarandi svefntruflanir er nauðsynlegt að leita betur að rót vandans. Hann getur verið margvíslegur: áhyggjur, streita, verkir, aukaverkanir lyfja, kvillar eins og kæfisvefn og fótaóeirð og fleira.

Texti: Brynhildur Björnsdóttir Myndir: Calwaen Liev–Unsplash, Milad Fakurian–Unsplash

getu okkar til að sofna.

Regluleg hreyfing yfir daginn getur bætt svefngæði. Hins vegar ætti að forðast erfiða hreyfingu innan þriggja klukkustunda frá svefni þar sem það getur truflað góðan nætursvefn. Að hreyfa sig reglulega og á svipuðum tíma dags er gott fyrir líkamsklukkuna.

Íþrótta og snyrtivöruverslun Opnunartími

Virkir dagar: 10–18

Helgar: 11–17

Ármúli 18 |108 Reykjavík | 567 8888 | www.baldrhreysti.is

Hefur tónlist áhrif á okkur?

Tónlist hreyfir við okkur með takti sínum, laglínu og texta. Hún getur skapað tilfinningar eins og sorg, hamingju og reiði. Tónlist gegnir mikilvægu hlutverki í lífi okkar; getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á okkur. Fólk hefur margar mismunandi hugmyndir um hvað tónlist er og hvernig hún hefur áhrif á einstaklinga. Flestum finnst tónlist góð fyrir andlega heilsu og að hún geti hvatt til hreyfingar og hamingju. Í meginatriðum er tónlist órjúfanlegur hluti af samfélagi okkar og menningu.

Margir nota tónlist sem mótefni gegn kvíða og reiði. Þeim finnst slæm tónlist geta valdið því að þessar tilfinningar ná tökum á þeim og leita því frekar að jákvæðum lögum sem geta unnið gegn þessum neikvæðu áhrifum. Mörgum finnst lög með sterkum takti hvetji þá til að hreyfa sig á sama tíma og hvetja þá til að ná markmiðum sínum.

Fólk notar tónlist á margan hátt, sem afþreyingu, til meðferðar, fræðslu og sköpunar. Og eins og áður sagði er hún er oft tengd tilfinningum eins og sorg, reiði og gleði. Margir leita í tónlist eftir tilfinningalegum stuðningi eða örvun með lagatextum

og laglínum. Hún er líka oft notuð sem bakgrunnur til að hafa áhrif á andrúmsloftið í kringum okkur. Algengt er að hafa tónlist í bakgrunni þegar fólk er í ýmsum meðferðum eins og t.d. nuddi og rétt tónlist getur haft róandi áhrif og bætt líðan á meðan á meðferð stendur.

Tónlist hefur mótast með sögunni, með þróun menningar, með listformum og meðvitund.

Hún er órjúfanlegur hluti af lífi okkar.

Texti: Brynhildur

Björnsdóttir Myndir: Diego Catto–Unsplash, Isaac Ibbot–Unsplash

Tökum að okkur öll verkefni stór og smá

Við hjá litlaprent tökum að okkur prentun

•nafnspjalda

•bæklinga

•reikninga

•umbrot og frágang bóka og blaða

og margt annað prentefni

með sérstöku tilliti til umhverfisins.

www.litlaprent.is | Skemmuvegi 4 | blágata | 200 Kópavogi | sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is

Grafía er stéttafélag starfsmanna í prent og miðlunargeiranum sem einbeitir sér að:

▪ Kjaramálum

▪ Lögfræðiaðstoð

▪ Námsstyrkjum

▪ Upplýsingum

▪ Sjúkrasjóði

▪ Kauptöxtum

▪ Og margt fleira

Kynntu þér réttindi þín og ýmsa kosti með aðild inn á heimasíðunni okkar www.grafia.is

Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum

www.gra a.is | Stórhöfða 31 3. hæð | 110 Reykjavík | sími 552 8755 | Fax 562 3188 | gra a@gra a.is Ykkar
okkar mál
réttindi er
GRAFÍA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.