Meiri hæfni í iðnaði

IÐAN býður upp á ýmsa þjónustu eins og námskeið, ráðgjöf og mat á fyrra námi. Það er líka í boði þjónusta fyrir menntamálaráðuneytið, vísinda- og menningarmálaráðuneytið þar sem tekið er þátt í að skapa samstarfsverkefni meðal innlendra og alþjóðlegra aðila til takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í iðnaði.
Þjónusta - fræðlusvið
• Fræðslusetur
• Námskeið
• Námssamningar
• Endurmenntun
• Fyrirtækjaþjónusta
• Fræðsla
• Hæfnismat
• Raunfærnimat

Leiðari
Nú er að styttast í að námi mínu í grafískri miðlun við Tækniskólann ljúki. Þetta hafa verið mjög lærdómsrík tvö ár þar sem ég hef lært ýmislegt varðandi prentun, umbrot, hönnun á ýmsu efni. Við lærum að hanna og setja bæði á skjámiðla, netið og prentun. Ég er mjög þakklátur öllum þeim frábæru kennurum sem hafa kennt mér þessi ár og einnig þeim samnemendum sem ég hef kynnst í gegnum námið.
Þetta tímarit er lokaverkefni mitt í grafískri miðlun en þar fjalla ég um hluti tengda þrívídd eins og prentun, skönnun og módel.
Umbrot og hönnun
Arnór Daði Brynjarsson
Hönnun forsíðu
Arnór Daði Brynjarsson
Útgefandi
Upplýsingatækniskólinn
Prentun
Upplýsingatækniskólinn
Letur
Univers Rockwell
Pappír
Digi Finesse silk 130 gr
Digi Finesse silk 170 gr

Texti um mig
Ég heiti Arnór Daði Brynjarsson fæddur 16. janúar 2002 og er því 22 ára.
Ég er alinn upp í Þorlákshöfn og hef búið þar alla mína ævi. Ég æfði fótbolta og frjálsar íþróttir þegar ég var í grunnskóla. Ég byrjaði líka ungur að læra á hljóðfæri í Tónlistarskóla Árnesinga. Ég byrjaði á því að læra á Kornett, skipti síðan yfir í trompet og að lokum fór ég yfir á Es-horn og lærði á það þar til ég byrjaði í framhaldsskóla. Ég spilaði með skólalúðrasveitinni í Þorlákshöfn og með henni fór ég meðal annars og spilaði á hátíð í Calella á Spáni sem er bær nálægt Barcelona.
Eftir að ég útskrifaðist úr Grunnskóla Þorlákshafnar byrjaði ég í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem ég fór á listabraut og útskrifaðist af þeirri braut með stúdentspróf árið 2022.
Ég hafði heyrt af því að í Tækniskólanum væri kennd grafísk miðlun og ákvað því að sækja um og komst inn og byrjaði haustið 2022. Ég er mjög ánægður með það að hafa komist inn í þetta nám
því það er mjög skemmtilegt. Eftir útskrift er ég að hugsa um að sækja um stafræna hönnun sem er einnig kennd hér í Tækniskólanum. Ég hef líka áhuga á því að fara í grafíska hönnun í Listaháskólanum og kannski eftir einhver ár sæki ég um, aðeins tíminn leiðir það í ljós.
Ég hef áhuga á list og er þá engin sérstök list í uppáhaldi heldur hef ég áhuga á fjölbreyttu listformi. Ég hef líka áhuga á tölvuleikjum og þegar ég hef frítíma þá leyfi ég mér að spila leiki.
Pabbi minn heitir Brynjar Birgisson og hefur alla sína starfsævi unnið á sjó og er hann í dag stýrimaður á Þinganesinu. Mamma mín heitir Ólafía Helga Þórðardóttir og er skólaritari við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Hún er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og fór síðan í iðnrekstrarfræði við Tækniskólann. Ég á einn eldri bróður sem heitir Daníel Orri og er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er núna í meistaranámi í steingervingafræði við Háskólann í Lundi.
Þrívíddarmódel
Það er í raun ekki svo langt síðan farið var að notast við þrívídd í tölvum. Menn fóru að nota þrívíddargrafík fyrir heimilistölvur undir lok sjöunda áratugarins og það sem fyrst kom fram var 3D Art Graphics fyrir Apple II.

Þrívíddarmódel er ferlið sem er notað til að búa til hlut í þrívídd en til að geta gert þetta þá þarf tölvu sem er með þrívíddarforriti í.
Arkitektar notast mikið við þrívíddarmódel, en þá er hægt að sjá eins raunverulega og hægt er hvernig það sem þeir eru að hanna lítur út á endanum. Þá er líka auðvelt að breyta því sem þarf að breyta áður en hluturinn er gerður. Þetta nýtist vel í hvaða arkitektúr sem er eins og við teikningu bygginga, innanhússhönnun og landslagshönnun. Þetta er orðið svo fullkomið að það er hægt að sjá þetta með raunveruleikagleraugum og þá er hægt að stíga inn í veruleikann og sjá hvernig hann kemur til með að líta út.
Þrívíddarmódel er hægt að nota á marga vegu og þá sérstaklega til að móta þá hluti sem við sjáum eða notum í daglegu lífi. Þetta eru oft hlutir sem við gerum okkur ekki einu sinni grein fyrir að séu búnir til með þrívíddartækni. Þrívíddarmódel eru notuð m.a. í kvikmyndum, tölvuleikjagerð, arkitektúr og við gerð lækningatækja.
Þrívíddarmódel eru notuð í tölvuleikjahönnun til að sjá hvernig hluturinn kemur út og þá er hægt að sjá hann frá öllum hliðum.
Þrívíddarmódel virkar þannig að það eru settir
inn punktar sem mynda net og er það grunnurinn að módelinu sem síðan er hægt að vinna og móta að vild. Besta leiðin til að gera þetta er að byrja á einföldu formi eins og kassa, kúlu eða því formi sem hentar því sem þú ætlar að búa til. Þegar formið á módelinu er komið þá er sett inn hvaða áferð á að vera á hlutnum og hvaða efni á að nota. Þetta geta verið litir, mynstur og áferð á yfirborði hlutarins. Það síðasta sem er gert til að fullgera hlutinn er að staðsetja hann og setja inn ljós, skugga og sjónræn áhrif.
Flokkar þrívíddarmódela Það er hægt að skipta öllum þrívíddarmódelum upp í þrjá flokka
Solid módel en þá eru notuð þrívíddarform sem eru mismunandi en vinna þó saman en þá sér maður bæði módelið að innan og utan, þau eru þá eins og grjót. Þetta er aðallega notað þegar verið er að búa til hluti tengda verk- eða læknisfræði.
Vírgrind (wireframe) sýnir aðeins beinagrindina af ramma hlutarins eða persónunnar og notar þá punkta (edges og vertices) til þess. Það getur verið gott að nota þetta þrívíddarmódel ef yfirborðið er flókið eða bogadregið.

Yfirborðsmódel (Shell/boundary) tekur bara á yfirborði hlutarins og er notað þegar verið er að hanna leiki, kvikmyndir eða eitthvað sem er sjónrænt (auglýsingar o.fl.). Þá er notast við marghyrnt net sem sýnir áferðina á yfirborðinu, skygginguna og litinn á hlutnum.
Apple II.Tækni sem er notuð við gerð þrívíddarmódela
Marghyrnt módel (Ponygonal Modeling) er það þegar punktar eru tengdir saman og mynda þá þann hlut sem verið er að hanna. Þessa aðferð er gott að nota þegar verið er að gera húsgagnamódel þar sem þarf mikla nákvæmni.
Rafræn mótun (Digital sculpting) er tækni sem leyfir listamanninum að móta hlutinn í tölvunni eins og hann sé að vinna með leir.

Subdivision surface modeling er gott að nota þegar verið er að vinna með flókin form til að fá sléttara yfirborð á módelið.
NURBS modeling er notað þegar það þarf meiri gæði í módelið og að það haldi sínu formi sama hvaða stærð er gerð af módelinu.

Boolean Operations er notað þegar hlutir eru settir saman og þú ætlar að skera vissan bút úr þessum tveimur hlutum. Þetta er oft notað þegar verið er að vinna í arkitektúr, hreyfimyndir og við hönnun á vörum.
RÁÐSTEFNA um málefni innflytjenda
Ráðstefnan verður haldin dagana 1. maí kl. 13:00–16:20 og 2. maí kl. 13:00–18:00. Skráning er á www.SamtokI.is eða nota QR kóðann hér til hliðar.
Ráðstefnan er haldin af Samtökum innflytjenda á Íslandi. Þessi samtök voru stofnuð til að innflytjendur geti komið og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa, til að komast á sem bestan hátt inn í íslenskt samfélag.
Skanna
Rafræn mótun í ZBrush. NURBS yfirborð.Hver er ávinningur þess að nota þrívíddarmódel
Það sem hefur hvað mest áhrif er skilvirkni í hönnun þar sem hönnuðir þurfa ekki að búa til margar prótótýpur heldur geta breytt því sem þarf að laga í forritinu áður en hluturinn er gerður.
Til samanburðar við að teikna hlutinn í tvívídd þá er hægt að fá nákvæm smáatriði frá öllum sjónarhornum sem gerir alla þróunina auðveldari og hraðari.
Það er líka hægt að prófa hlutinn í hermi og þá jafnvel við erfiðar aðstæður til að sjá hvernig hann kemur út.
Það er búið að gera forrit til að hanna föt og þá er hægt að sjá hvernig þau eru í raunveruleikanum. Þá erum við að tala um allar krumpur og fellingar sem koma við það að hreyfa sig í fötunum. Hugbúnaðurinn getur leyft hönnuðum, bæði tískuhönnuðum og listamönnum að hanna föt í þrívídd. Þessi tækni er mikið notuð í tölvuleikjum og kvikmyndum.
Þetta er ekki bara skilvirk leið til að sjá hvernig hluturinn kemur til með að líta út heldur er þetta einnig mjög umhverfisvænt.






Þrívíddarskannar
Þrívíddarskanni er ferlið þar sem upplýsingum er safnað saman yfir raunverulega hluti og þeim er síðan breytt á rafrænt form. Hluturinn verður þá að þrívíddarmódeli sem er þá grunnur sem hægt er að byggja ofan á til að endurgera hlutinn. Þú getur verið með brot af einhverjum hlut og þannig skannað hann inn til að sjá hvernig hann hefur mögulega litið út með þvi að endurgera það sem á vantar.
Það eru til nokkrar gerðir af skönnum og eru þessir hvað helstir
Þrívíddarleyser skanni er án efa mest notaði skanninn. Hann nær í formið á hlutnum með því að nota leyser til að fá stafræna eftirlíkingu af honum. Með þessum skönnum er hægt að ná fram mjög fíngerðum smáatriðum. Leyser skanna er hægt að líkja við myndavél en hann getur einungis myndað það yfirborð sem er sýnilegt.

Með ljósmynda skanna er hægt að fá þrívíddarmynd af hlut með því að nota margar myndir af sama hlutnum frá öllum sjónarhornum. Hægt er að fá formið, rúmmálið og dýpt hlutarins sem verið er að skanna. Þetta er ekki nákvæmasti skanninn en með því að nota mjög gott ljósmynda skönnunarforrit þá er hægt að ná fram ásættanlegri útkomu

Þrívíddarskönnun er notuð í allskonar tilgangi m.a. í iðnaði, fornleifafræði, byggingariðnaði, við gæðastjórnun, skemmtanaiðnaðinum, í lögfræðilegum tilgangi eins og við endurgerð glæpavettvangs, til að greina blóðslettur, við rannsókn flugslysa og í læknisfræðilegum tilgangi. Geimferðastofnun Evrópu notaði til að mynda þrívíddar skönnun til að skanna grjót sem fannst út í geimnum.
Það er mjög góður kostur að nota þetta á fasteignamarkaðinum þegar kaupendur geta séð eignina í þrívídd og skoðað hana áður en farið er á staðinn eða áður en farið er í það að byggja.
Þrívíddarskönnun hefur mjög marga kosti, það er til að mynda góð lausn til að safna saman gögnum sem þarf að geyma ef nota þarf síðar. Eins og við varðveislu listaverka eða gamalla bygginga eins og kemur fram hér að neðan.
Það var síðan árið 1999 sem tveir hópar fóru í það að skanna nokkrar styttur eftir Michelangelo. Þessi skönnun var svo nákvæm að það var meira að segja hægt að sjá förin eftir áhöldin sem hann
Hnitamælinga skanni (CMM Coordinate measuring machine) er skanni sem snertir hlutinn og skráir staðsetningu punktanna á meðan skanninn hreyfist í kringum hann. Í hvað er hægt að nota þrívíddarskanna Skönnun í þrívídd er góð og fljótleg leið ef þú vilt endurgera hlut sem er nú þegar til. Þessi tækni er mikið notuð í heilbrigðisgeiranum. Það er líka hægt að mæla ef sjúklingur þarf til dæmis að fá gervilið. Þetta er einnig notað af tannlæknum við viðgerðir á tönnum, gera mót fyrir spangir og mót af gervitönnum. Þetta auðveldar alla vinnu við það þegar gera þarf mót áður en raunverulegur hlutur er framleiddur.
Creative Tools að þrívíddarskanna víkinga belti.notaði. Þannig er hægt að setja fram ágiskun á því hvaða tól/tæki hann notaði, því væntanlega hefur hann notað mismunandi sverleika á tólunum.. Það urðu til svo mikil gögn að það tók um það bil 5 mánuði að vinna upplýsingarnar úr skönnunum.

Nokkrum árum fyrir stórbrunann í Notre-Dame kirkjunni í París þá fór Belgískur listfræðingur að nafni Andrew Tallon og tók 360 gráðu myndbönd og skannaði alla kirkjuna. Þessi gögn eru ómetanleg því það var hægt að nota þau til að búa til líkan af kirkjunni eftir að hún brann árið 2019 og þak hennar eyðilagðist. Með þessu móti er hægt að nota þrívíddarskönnun til endurgera og þannig endurgera svo hún verði eins nálægt því hvernig hún var fyrir brunann.
Þrívíddarsónar Þrívíddarsónar er eitt að því sem ófrískar konur geta farið í ef þær hafa áhuga á á meðgöngu. Eins og venjulegur sónar þá notar þrívíddarsónar hljóðbylgjur með hárri tíðni og sérstökum búnaði til að mynda og taka á skýran hátt mynd af barninu. Á meðan venjulegur sónar nær betri myndum af líffærum barnsins.
Með því að fara í þrívíddarsónar þá er hægt að sjá útlit barnsins, bæði heyra og sjá hjartslátt og sjá kyn barnsins ef foreldrar vilja. Síðan er bæði hægt að fá útprentaðar venjulegar myndir og stuttar hreyfimyndir.

Freista þess að varðveita
70 ára gamalt listaverk með
þrívíddarskönnun
Listaverk sem heitir Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson og hefur verið á Sjómannaskólareitnum
í 70 ár. Verkinu sem hefur ekki verið vel viðhaldið er orðið mjög illa farið eftir allan þennan tíma og liggur undir skemmdum. Nú stendur til að skanna það svo hægt sé að varðveita og endurgera. Eftir að búið er að skanna þá verður verkið prentað út í plasti og síðan steypt í t.d. brons. Myndirnar sem fengnar eru úr skannanum eru settar í hugbúnað sem getur þá metið ástand verksins. Talið er að það geti tekið sjö til átta mánuði að klára verkið.

Þrívíddarprentun
Þrívíddarprentun er það þegar þrívíður hlutur af rafrænu formi er gerður úr vissum efnum þar sem hvert lag leggst ofan á annað. Til þess að geta prentað út í þrívídd þá þarftu að hafa þrívíddarmódel. Það er mjög fjölbreytt tækni sem er notuð við þetta og mismunandi hvaða aðferð er notuð við að prenta hlutina út. Hægt er að nota geislaskurðarvél til að skera út lögin og síðan líma þau saman. Aðrir prentarar nota seigfljótandi efni sem þrýstist út og harðnar mjög fljótt. Þetta eru efni eins og hitadeigt plast, málmur, ljóshert plast eða bindiefni sem harðna við það að blanda þeim saman við herðir. Hluturinn verður til þegar lögin hlaðast upp og þau síðan harðna í því tæki sem er notað. Sú aðferð sem er hvað mest notuð er FDM (Fused deposition modeling) en þá er notað hitadeigt plast til að setja niður hvert lag fyrir sig.

tekur skemmri tíma að búa til frumgerð af hlut og þar af leiðandi er auðveldara að búa til fleiri. Hægt er að gera mjög flókna hluti á auðveldan hátt og með mikilli nákvæmni.

Þessa tækni er ekki einungis hægt að nota við það að búa til leikföng og fígúrur heldur er þetta notað í fjölbreyttum iðnaði. Í heilbrigðisgeiranum er mikið farið að notast við þessa tækni með því að prenta gerviliði, ígræðslur, tennur, spangir og fyrir erfiðar skurðaðgerðir er einnig hægt að búa til líffæri til að æfa sig fyrir aðgerðina.
Bíla- og flugvélaframleiðendur eru að prenta parta sem notaðir eru í tækin. Þessi framleiðsla er ódýrari og minni hætta á að gera mistök við framleiðsluna.
Í byggingariðnaði er verið að gera tilraunir með að prenta úr steypu en það hefur verið gerð tilraun með að byggja hús í réttri stærð og það tók ekki langan tíma. Til að þetta sé framkvæmanlegt þarf stóran prentara. Til að gera þetta mögulegt er búið að gera prentara sem er á brautum en þá fæst stærra prentsvæði. Ef þetta kæmist í framleiðslu þá yrði það mikil bylting fyrir húsbyggingar og þær tækju mun skemmri tíma. Ultrimaker þrívíddarprentari.
Það að prenta hlut í þrívídd getur tekið allt frá nokkrum mínútum upp í nokkra daga. Gæði þess sem prentað er fer eftir efninu, hraðanum og stærð þess sem verið er að prenta.
Kostir þess að nota þrívíddarprentun geta verið mjög miklir og þá sérstaklega þegar verið er að hanna nýja hluti eða bæta þá sem til eru. Það

Matvælaframleiðendur eru að gera tilraunir með að prenta matvæli en þá eru notuð venjuleg hráefni eins og þegar prentað er út pasta og pizzur. Það hefur þó verið prentaður hlutur sem hefur sömu áferð og kjöt en er gert úr grænmeti.

Revo foods að prenta gervi kjöt.
Tískuiðnaðurinn er einnig farinn að nýta sér þessa tækni og hefur prentað út fatnað, skó, gleraugnaumgjarðir og skartgripi.
Þrívíddarprentara er hægt að fá af mörgum stærðum og gerðum. Þeir eru orðnir ódýrari en þeir voru fyrst þegar þeir komu á markað svo almenningur hefur möguleika á að kaupa sér þessi tæki til heimabrúks.

Þrívíddarpentaður kjóll eftir inBloom.
40% afsláttur af vefhönnun
Koma þarf í búðina til að nýta þennan afslátt.
Snjallar veflausnir eru sjálfbært og upplýst fyrirtæki sem leggur allt upp úr góðri þjónustu þegar kemur að bæði hönnun og hugbúnaðarþjónustu.
Við samanstöndum af grafískum hönnuðum, forriturum og markaðsfræðingum. Hópurinn
okkar er lítill og við viljum hafa það þannig til að gera hópinn þéttan og þjónusta viðskiptavininn þannig betur.
Mikill ókostur við þessa tækni er að það skuli vera hægt að prenta út á mjög nákvæman hátt vopn sem líta út og virka eins og alvöru vopn. Þetta er stór galli á þessari tækni svo það þarf að fara varlega með hvað hægt er að prenta út en þetta er raunveruleiki sem erfitt er að stjórna. |
Þönglabakki 6 | sími 123 4567
veflausn@veflausn.is | Snjallarveflausnir.is


Fallegur dagur
Veit ekki hvað vakti mig
Vill liggja um stund
Togar í mig tær birtan
Lýsir mína lund
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Íslenskt sumar og sólin
Syngja þér sitt lag
Þú gengur glöð út í hitann
Inn í draumbláan dag
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur

Mávahvítt ský dormar dofið
Inn í draum vindsins er það ofið
Hreyfist vart úr stað
Konurnar blómstra brosandi sælar
Sumarkjólar háir hælar
Kvöldið vill komast að
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur
Þessi fallegi dagur


Prentað síðan 1967

Opið virka daga: 8:00–16:00
Prentun er okkar fag.
Hjá Litlaprent starfa prentarar með mikla fagþekkingu og fagmenntun til margra ára. Öflugur og fullkomin prentvélakostur okkar skilar viðskiptavinum okkar gæða prentverki á hagstæðu verði.
Þjónusta
• Kjaramál
• Lífeyrismál
• Sjúkrasjóður
• Orlofssjóður
• Fræðslustyrkir