ER KOMINN TÍMI Á RAUNFÆRNIMAT?
VIÐKOMANDI GREIN
( Húsasmíði
( Pípulagnir
( Málaraiðn
( Múraraiðn
( Matvælagreinar
( Veitingagreinar
( Bíliðngreinar
( Vélstjórn
SKILYRÐI FYRIR ÞÁTTTÖKU
23 ára aldur og
3 ára staðfest starfsreynsla
Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Tímaritið Embla er lokaverkefni á seinni önn í grafískri miðlun, þar sem við hönnum allar auglýsingar, útlit og kápu tímaritsins. Einnig veljum við innihalds efnið í Embluna.
Ég valdi að fjalla um hið stóra svepparíki og almennar upplýsingar um það en aðallega fjallað um hattsveppi.
Göngur á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægi þess að fara í göngur og hvað litir eru.
U mbrot og hönn U n
Þórdís Rún Heimisdóttir
h önn U n forsíð U Þórdís Rún Heimisdóttir
Ú tgefandi
Upplýsingatækniskólinn
P rent U n
Upplýsingatækniskólinn
L et U r
Univers 45 light
Univers 55 roman
Univers 65 bold
P a PP ír
Digi Finesse silk 130 gr
Digi Finesse silk 170 gr

Ég heiti Þórdís Rún Heimisdóttir, er 22 ára og kem frá Kópavogi. Ég hef mikinn áhuga
á útiveru og ferðast gjarnan um til að skoða heiminn. Mér finnst geggjað að eiga smá tíma út af fyrir mig og njóta útiveru í náttúrunni. Einnig er skemmtilegt að heimsækja erlendar borgir og fara kannski aðeins út fyrir borgarmörkin til að ganga á fjöll og kanna náttúruna. Á ferðum mínum um erlendar borgir skoða ég gjarnan lista- og sögusöfn til að að kynnast nýrri menningu og njóta listsköpunar erlendra meistara. Það veitir reynslu og innsýn sem opnar augu mín fyrir nýjum hugmyndum og gefur mér innblástur sem ég nýti gjarnan til að þróa mig í minni eigin sköpun.
Það veitir mér ánægju að vinna að sköpun af ýmsu tagi svo sem með handavinnu eins og með því að prjóna, helka, stunda listmálun, keramikgerð svo það helsta sé nefnt. Þessi vinna veitir mér mikla gleði, eykur sálarfrið og eykur skilning minn á veröldinni í kringum mig.
Markmið mitt í lífinu er einfaldlega að njóta hverrar stundar, læra stöðugt nýja hluti og njóta augnabliksins. Ég trúi því að halda lífi sínu fjölbreyttu og skapandi, sé lykilatriði til að geta þróað sig bæði persónulega og faglega.
Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi, tekst ég á við allar áskoranir sem ég mæti í lífinu. Að ganga glöð inn í hvern nýjan dag með jákvæðu hugarfari kemur manni örugglega á áfangastað.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR UM SVEPPI
Svepparíkið er skipt á marga vegu. Lífstíl sveppa er skipt á þrjá vegu:
Rotlíf sem nærast af leifum dauðra planta og dýra, samlíf sem lifa á eða í tengslum við aðrar lífverur. Samlíf er skipt í 3 flokka þ.e. sníkjulíf er þegar sveppurinn græðir bara á lífverunni og veldur henni tímabundnum skaða, gistilíf þegar sveppur lifir á, í eða inn í lífveru en veldur engum skaða og sveppurinn græðir bara á því svo er það stoðlífi þegar sveppur og lífvera græða bæði á því að sveppurinn lifi á, í eða inn í lífverunni. Ránlíf er það þegar sveppir veiða lífverur drepa þær og brjóta niður til að nærast.
Sveppir fjölga sér annað hvort með kynæxlun eða með kynlausri æxlun og sveppir eru
flokkaðir eftir hvernig þeir fjölga sér. Sveppum er einnig skipt upp í fylkingar en þær eru Kytrusveppir, Oksveppir, Glómsveppir, Asksveppir og Kólfsveppir, það eru svo undirfylkingar hjá hverri fylkingu.
Hér verður fjalla um Hattsveppi sem tilheyra fylkinguni Kólfsveppum og geta bæði verið matasveppir og eitursveppir.
Hattsveppir skiptast í tvær gerðir þ.e. fansveppir og pípusveppir en helgast af því að þessir sveppir hafa mismunandi þræði. Útlitið undir hettu fansveppa er blaðlaga fanir sem liggja hlið við hlið og eru tengd með staf en pípusveppir eru lóðréttar pípur sem liggja þétt saman.
SVEPPIR
Sveppir eru margskonar og geta verið allt frá því að vera pínu litlir gersveppir til allt að risa stóra matasveppa. Gersveppir eru til að mynda nýttir til öl- og brauðgerðar, myglusveppir eru m.a. nýttir til ostagerðar og enn aðrir sveppir til matargerðar
Sveppir eru hvorki partur af dýralífi né jurtaríki, heldur eru sveppir sitt eigið ríki. Svepparíkið er ekki líkt neinu öðru. Sveppir nota ekki ljóstillífun til að lifa heldur nota sveppirnir þráðlaga frumur sínar til að sjúga inn þá næringu sem þeir þurfa úr umhverfi sínu. Sveppir eru mjög mikilvægur hluti af lífríkinu þar sem þeir eru notaðir í miklum mæli m.a. í lyfjagerð og matargerð.
Sveppir hafa verið nýttir lengi en svo virðist sem t.d. virkni myglusveppsins Fúkamygla hafi verið notuð til lækninga bakteríusjúkdóma fyrir þúsundum ára.
Þessir sveppir sem nefndir verða hér á eftir eru alls ekki allir sveppir sem eru til í heiminum eða á Íslandi, ég gæti sjálfsagt haldið áfram og bætt miklu við.
Það eru um 100.000 tegundir sveppa skráðar í heiminum þar af talið fléttur og fléttuháðir sveppir. En á Íslandi eru um 850 skráðar sveppa tegundir, þar með ekki talið fléttur og fléttuháðir og á hverju ári bætast tegundir við skráninguna
Það að þekkja náttúruna og sitt nánasta umhverfi er miklvægt en mikilvægt getur reynst að þekkja muninn á matasveppum og eitursveppum, sérstaklega í sveppatínslu, svo maður slysist ekki til að taka upp eða borða eitraða sveppi.
Sveppirnir sem verða fjalla um og lýsi eru allt sveppir sem vaxa og finnast á Íslandi.
MATSVEPPIR
Hunangsveppur (Fansveppur)
Armillari mellea
Hunangssveppur er stór, gulbrúnn og flasaður með kraga. Hvíta holdið breytist í gulbrúnt líka í staf. Notaleg lykt og mildur bragð, vex á lifandi eða deyjandi trjám, sérstaklega birki og barrvið. Þéttar þyrpingar, seint á sumri til snemma á hausti.
Hetta
2–12 cm, kúlulaga til flöt/ hvolflaga. Breytir um lit, eftir rakastigi.
Stafur
7–15 x 0,5–1,5 cm gulbrúnn/rauð- ullflasaður neðan. Kraginn útstæður, gulhvítur með dökkum flösum.

Fanir
Bug- og alstafir, gulhvítir síðan gulbrúnir, með rák.
Ullblekill (Fansveppur)
Coprinus comatus
Ullblekill er stórvaxinn, gráhvítur, með ulldúskóttri og keflulaga hettu. Holdið hvítt og lint. Lykt og bragð mjög þægilegt. Vex í allskonar landi og er algengur um allt land.
Hetta
2–6 cm x 5–12 cm Fyrst egglaga og verða síðan keflulaga, gráhvítur á litinn, bómullarkenndum flygsum, toppur brúnleitur.
Fanir
Þunnar og breiðar, liggja þétt saman, hvítar breytast í rauðleitar og að lokum svartar, síðan blekvökva neðst.
Stafur
10–20 cm x 0,5–1,5 cm, hvítur og fínrákaður. Kraginn þunnur, laus og rennur léttilega af.
Túnkempa (Fansveppur) Agaricus campestris
Túnkempa er meðalstór með hvítu flasaðri hettu og stuttum staf. Holdið hvítt breytist í brúnleitt með aldri. Þægileg lykt og bragðgóður, vex í graslendi á haustin, oft í baugum.
Hetta
4–10 cm, hálfkúlulaga til kúpt/flöt, þakið aðlægum, vattkendum hárum. Hvítur eða rauðbrúnleitur, flösur oftast dekkri.
Fanir
Vanalega rósrauðar í fyrstu og verða rauðbrúnar og að lokum sótbrúnar.
Stafur
3–6 x 1–1,5 cm, stuttur, hvítur til gulbrúnleit, stundum gráleit efst. Kraginn þunnur, varla sýnilegur á eldri sveppum.
Kóngssveppurinn (Pípusveppur)
Boletus edulis
Kóngssveppur er stór og þykkvaxinn, hvítt og þétt hold gulleit í stöfum og næst pípulaga. Rósrauður blær hjá hettunni. Dauf lykt, sætt hnetu bragð, vex í barr- og birkiskógum, oftast á suðvesturlandi.
Hetta 7–18 cm hálfkúlulaga breytist í kúpt/ flatur. Gull- og brúnleitur, matt yfirborð, slímugt í röku veðri.
Pípur
Mjóar, sívalar fyrst, síðan kantaðar, pípulag lausstaf. Hvít eða brúnleitt, síðan blágrágult eða gult, að lokum gráeða gulgrænt.
Stafur
5–15 x 2–5 cm Þykkvaxinn og þéttholda. Kylfulaga niður, gráhvítur eða ljósgulbrúnn, að neðan dökknar með aldri. Netlaga mynstur af ljósum æðum, sjást við ungan aldur.
EITURSVEPPIR
Berserkur (Fansveppur)
Amanita muscaria
Berserkur er stórvaxinn, hetta blóðrauð með hvítum doppum, lafandi kragi. Hvítt hold, gult næst hatthúð, lint og mjúkt. Dauft lykt og bragð. Vex í skógum, kjarrlendi og hrísmóum, seint að hausti. Eiturefni valda verkjum, ógleði, taugakerfiverkjum og ofsökynjunum.
Hetta
10–20 cm, kúlulaga til flöt/ íhvolf, fitukennd og glansandi í raka, mött í þurrki. Snjóhvítar flyksur skolast oft af með regni, blóðrauður, fölnar með aldri.

Fanir þunnar og þéttar, hvítar eða gulhvítar.
Stafur
10–25 cm x 1–2,5 cm hvítur eða gulhvítur, fíngerður.
Slöttblekill (Fansveppur)
Coprinus atramentarius
Slöttblekill er frekar stórir og gráleitir, hvítt hold, milt bragð. Vex í skógum, hjá trjástubbum og rotnandi við. Eiturefni í sveppinum í bland við áfengi valda höfuðverk, hröðum hjartslætti, ógleði og óþægilegri tilfinningu og getur varið í nokkra daga.
Hetta 3–8 cm
Ungir eggjalaga síðan hólklaga, ljósgrár til grábrún, oftast oftast með brúnleitum flösum, rifjuð frá barði.
Stafur
6–15 x 0,5–1,5 cm
Hvítur, oft með þykkildi á kragastaða.
Fanir lausstafa, breiðar, gráleitar og verða síðan svartar.
Kögursveppir (Fansveppur)
Cortinarius croceus
Kögursveppi er meðalstór með gult hold og myglukennda lykt. Algengur í skógum og kjarrlendi. Eiturefni valda kviðverkjum, ógleði, uppköstum, nýraskemmdum eftir 3–4 daga og geta leiðt til dauða.
Hetta
2–7 cm
dökkgulbrún eða kanilbrún, hvelfd síðan flöt, innbeygða, gulbrún og flösuð á barða, þráðótt. Fanir bugstafa til alstafa, kanilgulur síðan gulbrún eða ryð-.
Stafur
3–8 x 0,3–1 cm
Samlita fönum ofantil en gulbrúnn að neðan. Kragi óreglulegur.
Garðlumma (Fansveppur)
Paxillus involutus
Garðlummur er stór, móbrúnn með mjúkum hárum, seigt gullleitt hold. Þægilegt bragð og lykt, súr keimur. Vex oft í skógum, sérstaklega hjá birki eða greni, birkikjarri á vestfjörðum og suðvesturlandi í trágörðum og grasflötum. Eitrurefni valda kviðverkjum, ógleði og uppköstum.
Hetta 5–15 cm
Fanir mjóar og þéttar, oftast bogalaga niðurvaxnar, oft klofið innantil og með rifjum og þvergörðum sem myndar net milli fan og staf.
Fyrst kúpt síðan flöt, gulbrún, brún eða ryðbrún, oft með dekkri blettum, slímug í raka, barð rifjað, innbeygt á ungum sveppum og síðan niðursveigt.
Stafur
3–6 x 1–2 cm
Stuttur, stundum svolítið hliðstæðir, rákaður, hárlaus, oft með gulleitum dropum ofantil.
Vinsælar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinnu
Helgafell Hafnarfjörð
Vinsæl gönguleið í Hafnarfirði. Þessi fallegi hæð býður upp á gott útsýni á toppnum. Gönguleiðirnar eru vel merktar allan tíman, í fyrstu er gangan slétt og þægileg en þegar nær dregur fjalli eykst brattinn eðlilega. Gangan er einföld þar sem sama stígur er tekin upp og niður fjallið.
Bílnum er lagt í bílastæði við endann á Kaldárselsvegi og Gangan hefst þar, þetta tekur u.þ.b. 3 klst.
Ef einstaklingar hafa áhuga á göngum á sléttlendi, er auðvelt að ganga heilan hring í kringum fjallið. Þessi gönguleið er mikið notuð af íþróttamönnum, þar á meðal hlaupurum og fjallahjólreiða fólki. Leiðin er þekkt sem „Helgafellsáttan“ og felur í sér göngu, hlaup eða hjólreið sem fer umhverfis Valahnúka rétt norðan Helgafells og síðan kringum Helgafelli.
Mosfell Mosfellsdal
Úlfarsfell Mosfellsbær
Það er fjöldi vel merktra leið um fjallið. Það er hægt að ganga á það frá þremur mismunandi hliðum. Lang algengast er að hefja göngu við skógræktarlund við Vesturlandsveg og þar hægt að velja frá tveim mis bröttum leiðum upp á fjallið.
En sá hringur sem sýndur er hér á kortinu er minna brött heldur en hinn kosturinn og var farið á tvo tinda fjallsins.
Einnig er hægt að hefja göngu hjá bílastæði fyrir ofan byggð í Úlfarsárdal eða í Mosfellssveit og eru þar líka vel merktir stígar. Þannig er Úlfarsfell ótrúlega fjölbreytt þótt það láti ef til vill lítið yfir sér við fyrstu sýn.
Esjan Kollafirði
Að fara á Esjuna upp að steini er ein af vinsælustu gönguleiðunum á Íslandi. Leiðin hefst við bílastæði við Mógilsá í Kollafirði og fylgir ánni vestur með skýrum og góðum stíg. Leiðin skiptist

Erfiðleikastig Vegalengd Áætlaður göngutími Lóðrétt hækkun
klst.
Af hverju að fara í göngu?
Göngur eru hollir fyrir líkamlega og andlega heilsu. Göngur bjóða upp á góða hreyfingu, þær styrkja vöðva, auka þol og veita gott tækifæri til að fá sér frískt loft. Göngur geta vera góðar fyrir andlega heilsu og gera manni kleift að fara út í náttúra til að njóta þess að vera í kyrrð og ró. Göngur geta hjálpað til við að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi. Göngur eru einnig frábær leið til að njóta samveru með vinum og fjölskyldu. Gögur eru allra meina bót.

Litur er huglæg upplifun, sem verður til af því að mannsaugað greinir endurkast ljóss með bylgjulengdir, sem spanna hið sýnilega litróf. Í eðlisfræðilegum skilningi eru hvítur og svartur ekki litir, því að hvítt felur í sér endurkast allra bylgjulenda í jöfnum mæli, en svartur þýðir fjarvera sýnilegs ljóss. Í daglegu tali er þó talað um hvítan og svartan lit.
Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er rafsegulbylgjur á tilteknu tíðnibili. Hreinræktaðir eða fullmettaðir litir sem svo eru kallaðir koma fram þegar ljósið hefur nær eingöngu þá tíðni sem samsvarar viðkomandi lit. Blandaðir litir koma hins vegar fram þegar tíðnidreifingin verður breiðari. Alla liti má fá fram með því að leggja saman þrjá liti, til dæmis rautt, grænt og blátt.
Allar bylgjur hafa tvær mikilvægar kennistærðir sem nefnast bylgjulengd og tíðni. Bylgjulengdin er einfaldlega fjarlægðin frá einum öldutoppi til þess næsta en tíðni segir til um hversu margir bylgjutoppar fara hjá á einni sekúndu.
Margfeldi tíðni og bylgjulengdar er alltaf jafnt hraða bylgjunnar, í þessu tilviki ljóshraðanum. Það þýðir meðal annars að tíðnin ákvarðast af bylgjulengdinni og öfugt.
Tíðni rafsegulbylgna mótast af því hvernig þær verða til í náttúrunni eða í tækjum manna. Rafsegulbylgjur hafa mjög mismunandi tíðni og birtast okkur með svo ólíkum hætti að ætla mætti að um allsendis óskyld fyrirbæri væri að ræða. Þannig hafa lengstu útvarpsbylgjur bylgjulengd allt að 100 km en gammageislar geta haft bylgjulengd langt niður fyrir einn nanómetra (1 nm) sem er milljarðasti hluti úr metra. Þetta sést nánar á mynd og þar kemur einnig fram að sýnilegt ljós er aðeins örlítill hluti rafsegulrófsins. Nánar tiltekið sjáum við rafsegulbylgjur sem hafa bylgjulengd frá því um 400 nm upp í 700–750 nm og það eru þessar bylgjur sem við köllum ljós.
Ef í tilteknu ljósi er því sem næst eingöngu einhver tiltekin bylgjulengd segjum við að ljósið sé einlitt (e. monochromatic). Þannig er til dæmis gult ljós frá svokölluðum natrínlömpum sem eru stundum notaðir til götulýsingar. Þegar litur er mettaður sem kallað er, er ljósið ekki heldur fjarri því að vera einlitt. En ljósið í umhverfi okkar er oft langt frá því að vera einlitt. Hlutir sem lýsa vegna hita eins og til dæmis glóðarþráður í ljósaperu, logandi eldspýta eða glóandi skörungur senda

Hlutir sem lýsa vegna hita
frá sér ljós með breiðri tíðnidreifingu og liturinn sem við skynjum er þá fyrst og fremst háður hita hlutarins; þegar við hitum hlutinn breytist liturinn til að mynda úr rauðu yfir í hvítt.
En þetta svarar ekki þeirri spurningu, hvað ræður litnum á hlutum sem lýsa ekki af eigin rammleik. Hvítt ljós eins og sólarljósið er í rauninni blanda af öllum litum. Þegar slíkt ljós fellur á hlut drekkur hann hluta af því í sig en endurkastar hinu og það er þetta endurkastaða ljós sem ræður lit hlutarins. Ef við hugsum okkur um könnumst við öll við það að hlutir eins og til dæmis málverk breyta svolítið um lit eftir birtuskilyrðum; endurkastaða ljósið breytist svolítið um leið og ljósið sem fellur á hlutinn breytist. En ef hluturinn endurkastar öllum litum jafnt sýnist okkur hann hvítur, grár eða svartur eftir því hvort endurkastið er mikið eða lítið. Ef hann endurkastar hins vegar fyrst og fremst tilteknum lit sýnist okkur hann hafa þann lit.


vertu hin frjálsa fjallakind


















Menn komust að því á nítjándu öld að skýra mátti flest atriði í litaskynjun manna með því að litnemarnir í nethimnu augans séu í aðalatriðum þrenns konar, einn fyrir rautt, einn fyrir grænt og einn fyrir blátt. Hver þessara nema skilar einu litgildi; lýsa má því sem hann skynjar með einni tölu. Heildarskynjunin mótast af litgildunum frá öllum nemunum þremur.
ÞORPARINN

Þau sögðu að ég væri þorpari, þorparinn í þorpinu, og kjaftasögur kunni fólk um mig ég flutti burt úr þorpinu.
Svo kem ég aftur löngu síðar til að líta á gamla staðinn minn. Tvær gamlar konur stinga saman nefjum, þarna kemur þorparinn.
Nú lá mín leið um stræti stórborga og oft var ég einmana.
Ég veit samt ekki hvers ég saknaði en upp af svefni vaknaði.
Hér kem ég aftur svona löngu síðar til að líta staðinn minn og finn að ég er enn í eðli mínu sami gamli þorparinn.
Þau byrja öll og enda alveg eins líkt og milli sleggju og steins. Með úfna brimöldu á aðra hönd og sjoppu út við gráa strönd.
Á meðan grösin uxu í vorinu unnum við í slorinu.
Hjá einu af fyrirtækjum Sambandsins, inn á reikning félagsins.

OPNUNARTÍMI
mánudaga–fimmtudaga 8:00–16:00 föstudaga 8:00–14:30
ERU ÞÍN KJARAMÁL Á HREINU
Kynntu þér réttindin þín og fáðu frekari upplýsingar inn á heimasíðunni okkar
www.grafia.is