Hús feðra minna I, Frásögn sem gerir andlitið fagurt

Page 25

hæðirnar voru einnig nefndar í minningu feitlagins gildruveiði­ manns, voru tveir ávalir hnjúkar á toppi Willsonhæða. Allir vissu að þessir hnjúkar voru ævinlega ísilagðir og hálir á haustin og enginn veiðimaður með vitglóru lét sér koma til hugar að tjalda þar, jafnvel ekki í rjómalogni. Pétur ræskti sig vandræðalega. Það var erfitt að segja eitthvað gáfulegt í þessari stöðu. „Jahá … hm … sagðirðu Meyjarbrjóstin? Við köllum þær Rass­ kinnar Geltings, en ég trúi að það sé sami staðurinn. Þú slóst upp tjöldum þar uppfrá, segirðu. Hm. Varstu veikur?“ spurði hann, „eða að niður­lotum kominn af þreytu? Við þekkjum það félagi. Augun fyllast af snjó og eitthvað sem er þyngra en blý fyllir stígvélin. Ójá, þá tjaldar maður hvar í fjandanum sem vera skal … en á Rasskinnum Geltings!“ Sam virti gestgjafa sína fyrir sér alvarlegur í bragði. „Ég vil ekki halda því fram að ég hafi verið sérlega þreyttur og það var ekkert rok meðan ég tjaldaði. Sjáið þið til, ástæðan til þess að ég tjaldaði einmitt þarna var að ég fann sjaldgæfa steingervinga í gilinu. Ég tjaldaði yfir þá og hefði höggvið þá lausa í nótt.“ Gill, sem ekki var viss um hvað orðið steingervingur þýddi, færði sig laumulega lítið eitt frá Samúel. Varkárni hlaut að vera dyggð undir þessum kringumstæðum. „Steingervingar?“ spurði hann. „Slíks dýrs hef ég aldrei heyrt getið áður. Er feldur þess síður eða stutthærður?“ „Það hefur engan feld,“ svaraði Sam. „Steingervingar eru for­ sögu­leg dýr eða plöntur, sem nú finnast steinrunnin.“ Gill kinkaði kolli rólegur í bragði. „Ég skildi heldur ekki þegar þú sagðist ætla að höggva þau laus,“ sagði hann eins og til að afsaka spurningu sína. „Ég hef aldrei heyrt um neinn sem högg­við hefur veiðidýr upp úr klettunum. Þess vegna spurði ég.“ Lilli Johnson drap tittlinga til félaganna. „Sagðirðu for­sögu­leg,

HÚS FEÐRA MINNA I

| 25


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hús feðra minna I, Frásögn sem gerir andlitið fagurt by Tækniskólinn - Issuu