II Pétur og húsið hans Á lyngiklæddum skika, hundrað metra frá ánni og við rætur fjall sins sem kallað var Ungfrú Mollý af því enginn hafði áhuga á að komast upp á það, stóð húsið. Þetta var gott hús. Hús með fagra rödd og angaði af einlægni. Það var hlýtt og þurrt, friðarins hús; musteri ástar og vináttu, hús sameinaðra þjóða, eða öllu heldur sameiningarhús þjóðanna; hús Bakkusar, dómshús, stjórnarsetur, hús visku og alls kyns lista, veiði hús, hús Herrans, hús Péturs og hús félaganna; en upphaflega var það þó hús Patreks sáluga McHuges. Patrekur McHuges var þunglyndur maður frá Downty City, bænum sem á árum áður hafði verið framvörður siðmenningar innar í norðri. Af ástæðum sem nú eru löngu komnar í glatkistuna neyddist McHuges til að yfirstíga þau mörk sem armur laganna náði til. Þegar hann, í leit sinni að veiðisvæðum, náði til dalsins við Fynesfjörðinn, gekk gegnum Gæsaskarðið og stóð loks við rætur Ungfrú Mollýar, opinberaði náttúran sig fyrir honum í skrauti sem hann skildi ekki, en sem hann fann fyrir í djúpi sálarinnar; djúpi sem hann hafði ekki tekið eftir áður. Hann kreisti aftur augun til að fá fegurðaráhrifin í smáskömmtum. Sólglitrandi vatnið með fjólubláum ísjökunum, lyngiþakin slétta mót austri, bylgjandi valmúabreiðan sem huldi landið umhverfis smávötnin fimm og áin sem hlykkjaðist í
HÚS FEÐRA MINNA I
| 15