EMBLA
14. tbl. 13. árg. haust 2024

14. tbl. 13. árg. haust 2024
Aðrar þjónustur í boði
◆ Náms- og starfsráðgjöf
◆ Erasmus+ styrkir
◆ Raunfærnimat
◆ Símenntun
◆ Námskeið
◆ Fræðsla
Þá er seinni önn sérsviðs grafískrar miðlunar að ljúka og ég vil endilega byrja á því að þakka öllum kennurum og samnemendum fyrir góðar stundir. Það fylgja þessu blendnar tilfinningar, mikil gleði fólgin í því að klára námið en á sama tíma leiðinlegt að þessu sé lokið. Þetta nám er ótrúlega fjölbreytt og kemur verulega á óvart. Í þessari Emblu er að finna fræðilegt efni um húsplöntur, hitabeltisplöntur, lækningajurtir og geðsjúkdóma. Allt efnið sem fjallað er um snertir mig á einn eða annan hátt. Ég þekki marga sem
glíma við geðhvarfasýki (bipolar disorder) og hef alltaf verið forvitin um þann sjúkdóm því ég vil skilja mitt fólk betur og hvernig sá geðsjúkdómur hefur áhrif á þau. Ég man vel eftir því frá því að ég var barn að eldra fólk átti til að hræða yngri kynslóðina með fordómum gagnvart geðsjúkdómum, þannig að ég tók ákvörðun þegar ég var mjög ung um að synda á móti straumnum og vildi fræðast eins mikið og ég gat um geðsjúkdóma svo ég gæti mætt fólki með kærleik.
Umbrot og hönnun
Bryndís Ösp Hearn
Hönnun forsíðu
Bryndís Ösp Hearn
Útgefandi
Upplýsingatækniskólinn
Prentun
Upplýsingatækniskólinn
Letur
Univers 45 light 9/13
Negatívt: Univers 55 roman 9/13
Univers 65 bold 9/13
Ég er fædd 27. febrúar árið 1991, akkúrat þegar Persaflóastríðinu lauk. Þrátt fyrir að internetið vilji telja okkur trú um að það hafi endað þann 28. febrúar veit hann faðir minn það mun betur þar sem hann var í því stríði sjálfur. Ég er alin upp á mörgum stöðum og þess vegna er enginn einn staður sem mótaði mig í þá manneskju sem ég er í dag.
Ég hef alltaf haft athyglisverða sýn og viðmót gagnvart lífinu og hvernig það blasir við mér hefur haft mikil áhrif á mína sköpunarhæfni. Þetta varð til þess að ég yrki ljóð bæði á ensku og íslensku eða skrifa litlar sögur sem geyma mínar minningar sem mér fannst oft nauðsynlegt að koma frá mér.
Í gegnum tíðina hef ég haft mikinn áhuga á ljósmyndun þökk sé honum afa mínum í Kaliforníu ég elskaði líka að mynda á listrænan hátt litlu skordýrin í íslenskri náttúru. Ég varð að venjast því að vera „aðalmyndefnið“ hjá honum afa mínum sem barn og eitt leiddi af öðru og ég byrjaði að starfa sem módel fyrir Elite þegar ég var 22
ára. Ég myndi segja að ég sé ótrúlega ákveðin manneskja, óhrædd við að segja mínar skoðanir eða segja erfiða hluti sem þarf að segja, ég er ótrúlega hugmyndarík og með einlægt hjarta sem spilar mikið inn á réttlætiskennd mína. Einnig er ég alltaf til í að læra eitthvað nýtt.
Áhugasvið mitt er mjög dreift, mér finnst t.d. gaman að tína jurtir og þurrka þær til að nota í te og sjá um fallegar plöntur því þær kenna mér þolinmæði. Mér þykir líka ótrúlega vænt um allar þær 38 plöntur sem eru nú þegar til staðar á heimilinu. Mér finnst ótrúlega gaman að skreyta, sérstaklega fyrir Halloween, og mér finnst ótrúlega gaman að fara í fjallgöngur og tína steina.
Mig dreymir um að fara í BA-nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands en einnig vil ég halda út fyrir landsteinana í nám ef ég fæ tækifæri til þess.
Stofuplöntur eru frábærir félagar, bæði fallegar og gagnlegar. Þær bæta loftgæði með ljóstillífun, þar sem þær breyta koltvísýringi í súrefni, og sumar þeirra geta jafnvel síað út óhreinindi. Þær auka vellíðan, draga úr streitu og lífga upp á heimilið. Plöntur eins og monsterur og pálmar eru vinsælar fyrir sína suðrænu fegurð en kaktusar og gúmmítré eru líka ákjósanleg fyrir þá sem vilja plöntur sem þurfa minna viðhald. Það að fylgjast með plöntum vaxa, sjá ný blöð spretta og hlúa að þeim tengir okkur við náttúruna á einstakan hátt og gefur gleði inn í hversdaginn.
Hvaða tegundir eru loftgæðaplöntur?
Gúmmítré (e. ficus elastica) tekur vel upp formaldehýð og er jafnframt auðvelt í umhirðu. Þessi planta getur lifað vel í lítilli birtu og er því góður kostur fyrir flest öll heimili. Hún er einstaklega aðlögunarhæf og harðgerð – ficus elastica getur
6 | Embla
orðið allt að 3 metrar á hæð innandyra ef það er nóg pláss, en þó má klippa þær eftir sínum þörfum.
Friðarlilja (e. spathiphyllum wallisii) tekur vel upp formaldehýð, bensen og tríklóretýlen. Hún þarf meðalmikla birtu og nauðsynlegt er að halda moldinni rakri. Hún blómgast með fallegum hvítum blómum. Indjánafjöður (e. sansevieria trifasciata), stundum kölluð „Snake Plant“ á ensku, er frábær fyrir loftgæði þar sem hún tekur upp koltvísýring á nóttunni og gefur frá sér súrefni, sem er óvenjulegt fyrir plöntur. Hún þolir einnig skugga og þurrk mjög vel. Þrátt fyrir að allar þessar plöntur geti hreinsað loftið heima hjá okkur geta þær verið eitraðar fyrir litlu skemmtilegu dýrin okkar sem okkur þykir ofboðslega vænt um. Gott er að hafa það í huga þegar maður velur sér plöntur.
Hitabeltisplöntur eru sannarlega eins og sneið af náttúruundrum sem laumað hefur verið inn á heimili okkar og vinnustaði. Þær minna á heittempraða regnskóga þar sem loftið er rakt og hlýtt, sólin skín í gegnum þétt laufskrúð og lífið dafnar í óendanlegum fjölbreytileika grænna tóna, áferða og lita. Með sínum einstaklega stóru og gróskumiklu laufblöðum og oft litríkum blómum eru hitabeltisplöntur ekki aðeins fagurfræðilega heillandi, heldur eru þær einnig ótrúlega fjölhæfar og gagnlegar í að bæta loftgæði og skapa rólegt, náttúrulegt andrúmsloft í rýminu.
Monsterur eru meðal annars hitabeltisplöntur. Þær eru með einstök, stór og glæsileg laufblöð sem skarta náttúrulegum skorum og eru óneitanlega ein af mest heillandi stofuplöntunum sem völ er á. Þessi planta gengur oft undir viðurnefninu „svissneska ostaplantan“ vegna holanna
í blöðum hennar og hefur í gegnum tíðina orðið táknmynd bæði nútímalegs og náttúrulegs stíls í innanhússhönnun. Að eiga monsteru er eins og að færa litla sneið af hitabeltinu inn á heimilið, þar sem hún býr til lifandi ramma fyrir fegurð náttúrunnar. Innan monsteruættkvíslarinnar leynast margar aðrar heillandi tegundir sem hver um sig hefur sinn einstaka karakter og lífskraft. Monstera deliciosa er þekkt fyrir stór og áberandi laufblöð með náttúrulegum götum og skorum sem veita henni dásamlegt og svipmikið yfirbragð. Hún er einstaklega auðveld í umhirðu og getur orðið mjög stór og mikilfengleg ef hún fær nægan tíma og pláss til að vaxa. Hún veitir rýminu einstök suðræn áhrif og er líka talin bæta loftgæði innandyra. Monstera adansonii er oft kölluð „holu-monstera“. Hún er minni útgáfa með fíngerðari lauf en deliciosa. Blöð hennar hafa mjúkar og ávalar brúnir
Gerðu vel við þig og þína þetta árið, því að þín vellíðan er jólagjöfin í ár.
| Garðartorg | 210 Garðabæ | Sími 5667889 | birta@birtasnyrtistofa.is | birtasnyrtistofa.is
og götin mynda fallegt og blæbrigðaríkt mynstur sem gefur henni létt og loftkennt útlit. Hún er vinsæl sem hengiplanta þar sem greinar hennar geta vaxið niður og skapað svífandi grænt tjald.
Monstera obliqua er ein sjaldgæfasta og eftirsóttasta tegund ættkvíslarinnar. Hún hefur mjög fín og mjúk laufblöð með stórum, skrautlegum götum sem gefa henni einstakt og hálfgegnsætt yfirbragð. Þessi planta er viðkvæmari en margar aðrar tegundir og þarf séstaka umhirðu og mikinn raka til að dafna en fegurð hennar er svo sannarlega þess virði.
Monstera dubia er ólík öðrum monsterutegundum þar sem hún vex upp við yfirborð, eins og tré eða grind. Í stað stórra og götóttra laufa eru blöð hennar minni, algræn með silfurlitum æðum sem mynda fallegt mynstur. Þegar hún vex og þroskast byrja laufin að breytast og taka á sig monsterulegan blæ með götum og stærri blöðum.
Fjölbreyttar plöntur
Fjölbreyttar plöntur (e. variegated plants) eru eins og lifandi listaverk sem fanga augað með blöðum í mörgum litum og mynstrum. Þær hafa einstaka hæfileika til að skapa sín eigin litamynstur, þar sem blöð hverrar einustu plöntu bera sérkennileg mynstur og liti, frá hvítum og gulum blettum yfir í bleikar og fjólubláar rákir. Þessi einstaka fjölbreytni stafar af ójöfnu magni blaðgrænu í blaðvefnum. Þetta myndar litamynstur þar sem grænu svæðin fá meiri ljóstillífun en þau ljósari sem gera plöntuna einstaka í útliti og hefur heillað plöntuáhugafólk í fjölda ára.
Hvað veldur fjölbreytileikanum?
Litrík mynstur í fjölbreyttum plöntum stafa oftast af ófullkominni blaðgrænuframleiðslu í sumum frumum plantnanna. Blaðgræna, græna litarefnið sem gerir ljóstillífun mögulega, myndast ekki á þeim svæðum þar sem fjölbreytni er til staðar. Þetta þýðir að þau svæði á blöðunum fá annan lit og birtast sem hvít, gul eða jafnvel bleik svæði (e. variegation). Fjölbreytileikinn getur orðið til í nokkrum ferlum:
1. Stökkbreytingar: Breyting í erfðaefni veldur því að sumar frumur blaðsins framleiða ekki blaðgrænu. Þetta er algeng ástæða fyrir fjölbreytni í plöntum.
2. Veirur og sveppir: Í sumum tilfellum geta sýkingar truflað blaðgrænumyndun og skapað litamynstur.
3. Arfgengir eiginleikar: Fjölbreytni getur einnig verið arfgeng, sem gerir það að verkum að sumar tegundir mynda fjölbreytt blöð kynslóð eftir kynslóð. Þetta er tilfellið í plöntum eins og monstera albo og philodendron pink princess.
Af hverju þurfa fjölbreyttar plöntur meira ljós?
Margar plöntur sem koma frá suðrænum og sólríkum svæðum þurfa mikið ljós þar sem þær hafa þróast til að nýta mikla sólarorku til hraðrar ljóstillífunar. Slíkar plöntur, eins og pálmar, monsterur og sumar kaktustegundir, hafa stór blöð eða þykka stöngla til að nýta sem mest af sólarljósinu. Þessar plöntur, sem kallast oft „ljóselskandi plöntur“, eru með frumulíffæri sem innihalda mikla blaðgrænu og hafa því mikið ljósnæmi sem eykur getu þeirra til að búa til næga orku til vaxtar. Á hinn bóginn þrífast plöntur frá skuggsælli svæðum, eins og skógarbotnum, oft í mun minna ljósi en hafa þá þróað getu til að nýta það betur. Þessar plöntur hafa oft minna ljósnæmi og stóra blaðfleti til að fanga það litla ljós sem nær í
gegnum þykk laufþök. Þessi munur getur einnig endurspeglast í vexti og blaðgerð þar sem sumar tegundir, eins og mosi og burkni, geta þrifist í hálfskugga og þurfa ekki jafn mikla sólarorku.
Í ræktun er mikilvægt að vita hversu mikið
ljós hver planta þarf, þar sem of lítið ljós getur leitt til þess að plantan framleiðir ekki næga orku, verður veikburða og getur misst lit eða dregið úr blómgun. Of mikið ljós getur hins vegar skaðað ljóstillífunarfrumur þeirra plantna sem eru minna aðlagaðar miklu ljósi, þar sem þær geta fengið brunasár eða ofhitnað. Það að veita fjölbreyttum plöntum rétt ljósmagn stuðlar að heilbrigðum vexti og viðheldur ljómandi fjölbreytni þeirra
Saga fjölbreyttra plantna Á 19. öld var mikil eftirspurn eftir fjölbreyttum plöntum, litið var á þær sem tákn um velmegun en einnig voru þær eftirsótt listaverk náttúrunnar. Margar af þessum plöntum voru fluttar frá hitabeltissvæðum og aðlagaðar að lífsskilyrðum á stórum landsetrum og í gróðurhúsum. Í dag eru fjölbreyttar plöntur enn mjög eftirsóttar.
Lækningajurtir hafa verið notaðar af mannkyninu í þúsundir ára, sem hefur því forna þekkingu á því hvernig plöntur geta bætt heilsu og vellíðan. Þessar plöntur eru með mismunandi virk efni sem hjálpa til við að styrkja líkamann, róa hann og lækna allt frá daglegum kvillum til alvarlegri heilsufarslegra áskorana. Í gegnum aldirnar hafa jurtalækningar verið lífseigar og eru enn vinsælar í dag, bæði í hefðbundnum grasalækningum og í náttúrulegum heilsuvörum.
Íslenskar lækningajurtir
Sumar lækningaurtir eru vel þekktar jurtir sem vaxa í náttúru Íslands og eru auðveldlega aðgengilegar. Þær hafa sérstaka eiginleika sem hafa verið notaðir kynslóðum saman og gegna oft djúpu hlutverki í menningu okkar og sögu.
Blóðberg (e. thymus praecox) er ein kraftmesta lækningajurt á Íslandi. Það er þekkt fyrir mildan ilm sinn og falleg bleikt blóm, sem breiða úr sér yfir lyngmóa landsins. Blóðberg hefur verið notað
til að róa meltingarfærin og lina andþyngsli og kvef, þar sem það hefur sótthreinsandi og bólgueyðandi áhrif. Auk þess er það róandi og styrkir ónæmiskerfið með náttúrulegum ilmkjarnaolíum, sem eru vinsælar í nútímailmolíumeðferðum.
Túnfífill (e. taraxacum officinale) er vel þekkt gult blóm sem margir álíta óboðinn gest, sem flokkast sem illgresi. Hann birtist þegar vorar, er hlaðinn af næringarefnum og hefur hreinsandi eiginleika. Hann hefur verið notaður til að bæta meltingu og styðja við lifrina þar sem hann örvar framleiðslu galls sem hjálpar við meltingu fitu. Einnig er vinsælt að gera úr rótunum te sem hjálpar til við að losa úrgangsefni og jafnvel létta á bjúg.
Vallhumall (e. achillea millefolium) er kunnuglegur í íslenskri náttúru og hefur sterka lækningasögu. Plantan er þekkt fyrir að stöðva blæðingar og hjálpa við bólgum en í fornum heimildum var hún jafnvel notuð til að binda sár. Hún er líka róandi og styður við meltingu. Í dag er hann vinsæll sem te, þar sem hann róar líkamann og hjálpar honum að slaka á.
Geðsjúkdómar eru alvarlegir og langvarandi sjúkdómar sem hafa djúpstæð áhrif á hugarstarfsemi, hegðun og líðan einstaklinga. Þeir eru margþættir að eðli og orsakir þeirra eru flóknar, þar sem bæði líffræðilegir, sálrænir og félagslegir þættir spila saman. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum, sérstaklega frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og í greiningarhandbókum eins og DSM5 (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders), eru geðsjúkdómar skilgreindir sem röskun á tilfinningum, hugsun eða hegðun sem hefur veruleg áhrif á daglegt líf einstaklingsins.
Geðhvarfasýki (e. bipolar) er alvarleg geðröskun sem einkennist af sveiflum í geðslagi milli maníu og þunglyndis. Röskunin hefur mikil áhrif á hugsanir, tilfinningar, hegðun og sjálfsmynd einstaklingsins og getur haft djúp áhrif á daglegt líf, starfsgetu og samskipti. Samkvæmt flokkunarkerfi geðraskana, DSM5, er bipolar skilgreind sem alvarleg röskun á geðslagi þar sem endurteknar lotur af óeðlilegri geðhækkun og þunglyndi koma fram.
Flokkun bipolar röskunar
Bipolarröskun er yfirleitt flokkuð í tvær megingerðir:
1. Bipolar I: Einkennist Einkennist af a.m.k. einni alvarlegri maníulotu, sem oft hefur í för með sér verulegar breytingar á hegðun og jafnvel geðrofseinkenni, þar sem einstaklingurinn getur misst samband við raunveruleikann. Oft koma fram þunglyndislotur á milli maníulotanna en þær eru ekki nauðsynlegar til að greina röskunina.
2. Bipolar II: Einkennist af endurteknum þunglyndislotum ásamt hypomaníulotum. Hypomanía er vægari útgáfa af maníu sem hefur ekki sömu alvarlegu áhrif og manía, en hefur þó mikil áhrif á virkni og líðan einstaklingsins. Einnig er til undirgerð sem kallast geðsveifluröskun (e. cyclothymic disorder), þar sem vægar sveiflur milli hypomaníu og vægs þunglyndis eru til staðar en ná ekki alvarleika til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir bipolar I eða II.
Einkenni bipolar-röskunar
Geðhvarfasýki lýsir sér í öfgakenndum sveiflum á geðslagi, þar sem einstaklingurinn upplifir maníulotur eða hypomaníulotur til skiptis við þunglyndislotur.
Manía: Á meðan á maníulotu stendur getur einstaklingurinn upplifað aukið sjálfstraust, minni svefnþörf, hraðari hugsanir, talþrýsting og aukna tilhneigingu til áhættusamrar hegðunar. Hegðunin getur verið óviðeigandi, óhefðbundin eða truflandi í daglegum samskiptum og getur leitt til mikillar skerðingar á virkni.
Hypomanía: Hypomanía einkennist af svipuðum einkennum og manía, en eru þau vægari að eðli til og trufla ekki líf einstaklingsins jafn mikið. Hypomanía getur þó samt haft áhrif á virkni og dregið úr sjálfstjórn einstaklingsins.
Þunglyndi: Þunglyndislotur í bipolar röskun eru sambærilegar við einkenni alvarlegs þunglyndis.
Þær einkennast af djúpri depurð, orkuleysi, skorti á áhuga á daglegum athöfnum, svefntruflunum og sjálfsvígshugsunum í alvarlegum tilfellum.
Orsakir og áhættuþættir
Orsakir bipolar-röskunar eru taldar vera fjölþættar og fela í sér samspil erfðafræðilegra, líffræðilegra og umhverfisþátta. Erfðaþættir gegna mikilvægu hlutverki í þróun sjúkdómsins og rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar með fjölskyldusögu um bipolar-röskun eru í aukinni hættu á að þróa með sér sjúkdóminn. Líffræðilegir þættir, svo sem ójafnvægi í taugaboðefnum (serótónín og dópamín), eru einnig taldir hafa áhrif á sveiflur í geðslagi. Umhverfisáhrif og streita geta virkað sem upphafsþættir sem kalla fram lotur eða auka líkur á einkennum hjá einstaklingum í áhættuhópi.
Meðferðarúrræði
Meðferð bipolar-röskunar er samsett úr lyfjameðferð, sálfræðilegri meðferð og félagslegum stuðningi. Lyfjameðferð, sérstaklega með lyfjum til að halda geðslagi í jafnvægi eins og lithium, er mikilvæg til að draga úr sveiflum í geðslagi og koma í veg fyrir endurteknar lotur. Stundum eru einnig notuð þunglyndis- eða kvíðastillandi lyf eftir þörfum. Sálfræðimeðferð, þar á meðal hugræn atferlismeðferð (HAM), er gagnleg til að
12 | Embla
hjálpa einstaklingnum að þekkja og stjórna viðvörunareinkennum, þróa bjargráð og auka innsæi í eigin líðan. Félagslegur stuðningur frá fjölskyldu, vinum og heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur fyrir langtímastjórnun á röskuninni.
Áhrif og horfur
Þrátt fyrir að geðhvarfasýki sé langvarandi geðsjúkdómur sem krefst samfelldrar meðferðar og eftirfylgni geta margir einstaklingar náð góðum árangri með meðferð og stuðningi og lifað innihaldsríku lífi. Án meðferðar getur geðhvarfasýki hins vegar leitt til erfiðleika í vinnu, samskiptum og sjálfsvígsáhættu í alvarlegum tilvikum. Meðferð miðar að því að draga úr alvarleika og tíðni geðslagslotna og stuðla að betri lífsgæðum.
Geðhvarfasýki er því flókin og fjölþætt röskun en með viðeigandi meðferð er hægt að halda einkennum hennar í skefjum og veita einstaklingum tækifæri til að ná jafnvægi í lífi sínu.
Flokkun og eðli geðsjúkdóma
Geðsjúkdómar eru fjölbreyttur hópur sjúkdóma sem má flokka í ýmsa flokka, svo sem geðrofssjúkdóma, lyndisraskanir, kvíðaraskanir, átraskanir, persónuleikaraskanir og taugaþroskaraskanir.
Hver flokkur einkennist af sérstökum einkennum og áhrifaþáttum en í öllum tilfellum er um að ræða breytingar á tilfinningalífi eða hugsunarferli sem valda einstaklingnum vanlíðan eða skerðingu á félagslegri færni og daglegri virkni.
Lyndisraskanir (e. mood disorders) eru geðraskanir sem einkennast af viðvarandi breytingum á lunderni eða skapi einstaklings, oft með tilfinningalegum sveiflum sem hafa veruleg áhrif á daglegt líf og virkni. Lyndisraskanir eru mismunandi alvarlegar og geta birst á ýmsa vegu, en þær algengustu eru þunglyndi og geðhvarfasýki (e. bipolar disorder).
Orsakir geðsjúkdóma
Orsakir geðsjúkdóma eru flóknar og sam spil margra þátta hefur áhrif á hvort einstaklingur þróar með sér geðsjúkdóm eða ekki. Rannsóknir sýna að erfðir, líffræðilegir þættir, sálrænir og félagslegir þættir gegna allir hlutverki í myndun og þróun geðsjúkdóma.
Helstu orsakir geta verið genatengdir þættir sem geta haft áhrif á einstaklinginn. Ef geðsjúkdómur er til staðar í fjölskyldunni eru meiri líkur á að næsti ættliður þrói með sér geðröskun. Einnig getur heilastarfsemi og efnaskipti heilans haft áhrif, umhverfisþættir og streita, áfallasaga og æskureynsla, persónuleikaþættir, notkun áfengis og fíkniefna og líkamleg veikindi.
Meðferðir og viðhorf
Meðferð geðsjúkdóma felur oft í sér lyfjameðferð, sálfræðimeðferð og félagslegan stuðning. Lyfjameðferð beinist að því að jafna efnaskipti í heila sem getur hjálpað til við að minnka einkenni sjúkdómsins. Sálfræðimeðferð, eins og hugræn atferlismeðferð, hjálpar einstaklingum að þróa bjargráð og bæta hugarfar og hegðun. Félagslegur stuðningur er einnig mikilvægur, þar sem fjölskylda og samfélagsþjónusta geta gegnt mikilvægu hlutverki í bataferlinu.
Í gegnum árin hafa vitund og skilningur á geðsjúkdómum aukist en fordómar og skömm eru þó enn áberandi í mörgum samfélögum. Þetta getur valdið því að einstaklingar leiti sér ekki aðstoðar í tæka tíð. Skilningur á geðsjúkdómum og eðli þeirra hefur þróast hratt síðustu áratugi og margir hafa nú betri aðgang að meðferð, sem eykur lífsgæði og gerir einstaklingum kleift að takast á við sjúkdóm sinn á heilbrigðan hátt.
því þú skiptir máli
nýja árið í nýrri flík Það er aldrei of seint að byrja. Veldu vörn sigursins
For a while there, it was rough
But lately, I‘ve been doin‘ better Than the last four cold Decembers I recall
And I see my family every month I found a girl my parents love She‘ll come and stay the night
And I think I might have it all
And I thank God every day
For the girl He sent my way
But I know the things He gives me
He can take away
And I hold you every night
And that‘s a feeling I wanna get used to
But there‘s no man as terrified
As the man who stands to lose you
Oh, I hope I don‘t lose you
Mm
Please stay
I want you, I need you, oh God
Don‘t take
These beautiful things that I‘ve got
Please stay
I want you, I need you, oh God
Don‘t take
These beautiful things that I‘ve got
Ohohohoh
Ooh
Please don‘t take
I found my mind, I‘m feelin‘ sane It‘s been a while, but I‘m finding my faith
If everything‘s good and it‘s great
Why do I sit and wait ‚til it‘s gone?
Oh, I‘ll tell ya, I know I‘ve got enough
I‘ve got peace and I‘ve got love
But I‘m up at night thinkin‘ I just might lose it all
Litlaprent hefur verið starfandi frá árinu 1967, frá því að Guðjón Long stofnaði fyrirtækið. Fagfólkið okkar aðstoðar þig við að koma þínu verki á framfæri.
Kynntu þér réttindin þín og fáðu frekari upplýsingar inn á heimasíðunni okkar.
GRAFÍA er aðildarfélag Rafiðnararsambands Íslands - rafis.is
Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum