Skógarloftið er heilnæmt, tært og hressandi. Heilsu veilt fólk flykkist því til skóganna til þess að öðlast þar nýjan þrótt. Þá sækir þangað fjöldi fólks hvíld og frið frá önnum dagsins. Og enn aðrir stunda þar skemmt anir og útilíf sem aukið getur lífsgleði og heilbrigði ef rétt er á haldið. En nú haust ar og tré og runn ar í skól a garð in um breyta um svip. Laufin taka að blikna. Eitt og eitt falla þau hljóðlega til jarðar og þegar stormsveipir fara yfir falla þau í hrönnum. Sumarið hefur kvatt, önnur árstíð tekið við en samt er engu lokið. Upphafið getur alveg eins verið hér. Við höfum búið trjábeðinn undir vetur og hlúð að fjölæru blómunum. Í Hallormsstaðarskógi áttum við í sumar dvöl við leiki, nám og störf. Nú er veturinn einn ig einráður þar. Ilmurinn frá björkinni er ekki hinn sami og þyturinn í laufi hennar heyrist ekki lengur. En grenit rén bera sitt barr, þótt vetur steypi yfir þau hvítri mjöll. Lengi sér í grænar greinar sem minna á sumarið. Þótt vetur ríki leynist líf um allan skóg, líf sem bíður nýs sumars, nýs vaxtar. Bókinni lýkur hér en starfinu og sögunni um skóginn er ekki lokið.
58