Stafafura var ekki gróðursett á Hallormsstað fyrr en 1940. Þá voru fáeinar plöntur settar niður á Atlavík urstekk. En á síðari árum hefur hún verið sett víða um land og dafnar yfirleitt vel. Hún er harðger, hraðvaxta og hefur borið hér þroskað fræ. Heimkynni stafafurunnar eru vesturhéruð NorðurAmeríku. Lindifura vex í fjöllum Mið-Evrópu og austur um alla Asíu. Til hennar var sáð á Hallormsstað og víðar á árunum 1903–1906. Í Mörkinni standa nú um hundrað lind if ur ur á víð og dreif og hafa sum ar þeirr a náð ágætum þroska. Lindifuran er eitt hið fegursta tré með löngu og mjúku barri og standa fimm nálar ávallt saman í knippi. Við höfum nú skoðað helstu útlendu trjátegundirn ar á Hallormsstað og vinnan verður æ skemmtilegri. Skógurinn er heill ævintýraheimur og við hlökkum til hvers dags því að alltaf gerist eitthvað nýtt. Við hættum vinnu í þetta sinn, setjumst í hvirfingu og tökum lagið. Ljóð Laxness um skóginn varð fyrir val inu í þetta skipti: Bláfjólu má í birkiskógi líta. Blessað sé norðurhvelið, sem mig ól! Hallormur, má þá ei til einhvers nýta þinn unga vin á nýjum sparikjól, . . .
33