Fosfór og kalí örva rótarvöxt og flýta fyrir blómgun og aldinþroska. Tré, sem fá næga næringu, verja henni ekki eingöngu til vaxtar, heldur safna þau líka forðanæringu. Í sólríkum sumrum safnast mikil forðanæring í trjánum til næsta árs. Vöxtur þeirra fer því mjög eftir veðráttu undanfarins sumars.
│Vöxtur trjánna Á hverju ári bætist við hæð trjánna. Þetta sést best á furu og greni, því að krans af greinum vex út úr stofnin um þar sem árvöxturinn byrjar. Þess vegna er auðve lt að geta sér til um aldur ungra trjáa með því að telja greinkransana. En á gömlum trjám eru neðstu greinarnar fallnar brott svo að þessi aldursákvörðun er ekki einhlít. Því er ókl eift að segja til umaldur gamalla trjáa fyrr en þau hafa verið felld en þá má telja árhringana. Ljósir og dökkir hringar skiptast á í viðnum eins og sjá má þegar tré hafa verið felld. Þetta kemur af því að frumuskiptingin í vaxtarlaginu er mjög ör á vorin og viðurinn þá laus í sér og mjúkur. En er líða tekur á sumar verður frumuskiptingin hægari og dekkri. Öll tré sem eru af tvíkímblaðaflokknum svo og barrtré, gildna með því að bæta við sig nýju vaxtarlagi ár hvert. Á veturna er hvíldartími trjánna. Gott er að kunna skil á vexti plantna en við verðum einnig að muna að þær eiga sitt ákveðna ævis keið. Grænu plöntunum er skipt í þrjá flokka eftir lífsskeiði þeirra: einærar, tvíærar og fjölærar plöntur. Einærar jurtir spretta upp af fræi að vori, blómgast, fella fræ og deyja að hausti. Til þessara jurta teljast
19