Allt frá 1905 hefur Hallormsstaðaskógur notið meiri eða minni friðunar. Innan skógræktargirðingarinnar eru sex hundruð og tuttugu hektarar lands, sem að mestu leyti er skóglendi. Nú erum við stödd í Hallormsstaðaskógi. Við kynnumst hér nýjum heimi og erum þó á Íslandi.Fyrsta daginn fáum við að vita hitt og þetta um fræ og meðferð þess. Fræ
Öll skógrækt hér á landi er undir því komin að afla fræs af trjám sem vaxið hafa við svipaða veðráttu og ríkir á Íslandi. Það er brýn nauðsyn að kunna skil á fræi trjánna og meðferð þess það eð á því veltur allt um framtíð skóganna. Fræið þarf hæfilegt raka- og hitastig til þess að spíra. Um spírunartímann verður því að hafa vakandi auga á sáðbeðunum. Einnig sækja fuglar mjög í allt fræ en frost og sjúkdómar spilla því oft. Það er því vandasamt starf að sá trjáfræi og annast smáplöntur. Lauftré eru dulfrævingar. Þau blómgast og bera fræ í flestum árum en oft líða nokkur ár milli fræára barrtrjánna. Ef fræið á að ná góðum þroska, verður meðalhiti mánaðanna júní–september að vera allt að tíu stig á Celsíus. Þess vegna ræður sumarhitinn mestu um útbreiðslu trjánna á norðurhveli jarðar og hversu hátt þau vaxa til fjalla. Reklatré. Flest algengustu lauftrén sem vaxa í norðanverðri Evrópu teljast til reklatrjáa. Svo eru þau nefnd af því að blómin standa í reklum sem er þéttstæð, einkynja blómskipun. Til reklatrjánna teljast m.a. birki, víðir og ösp. Barrtré eru berfrævingar. Fræblöð þeirra standa þétt saman og mynda köngla. Fræin liggja á milli fræblaðanna. Kvenblóm barrtrjánna oftast minni en karlblómin og standa tvö eða þrjú saman á greinarenda en karlblómin standa í klasa umhverfis neðsta hluta sprotans. Kven22