ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ Lind í lautu streymir lyng á heiði dreymir þetta land átt þú. Guðmundur Böðvarsson
Svo segir eitt af bestu skáldum Íslands. Satt er það. Þetta land átt þú. Þetta land eigum við. Skyldur okkar eru að byggja landið, nytja það skynsamlega og skila því betra og auðugra til næstu kynslóðar. Það getum við. Skógrækt á Íslandi er ekki lengur draumsýn. Skógrækt er í senn staðreynd og þjóðarnauðsyn sem ekki er unnt að sniðganga.Vaxandi þjóð krefst aukinnar ræktunnar. Hvaða not, bein og óbein eru þá af skógunum? Áhrif þeirra eru margvísleg. Við getum vart
Fallega Ísland
Ljósmyndari: óþekktur
65