JARÐVEGUR OG GRÓSKA Skógurinn er töfraheimur sem margir láta sér nægja að hrífast af en færri hafa kynnt sér. Við skulum enn ganga út í skóg, virða fyrir okkur blóm og grös, fræðast um líf þeirra og sambúð þeirra við skóginn. Frjómoldin er ein mesta auðlind hvers lands. Hún er kvik af lífi. Þar eru heimar ótal tegunda af smádýrum, gerlum og sveppum. Þessar lífverur breyta leifum plantna og dýra í næringu handa nýjum gróðri og stuðla að aukinni frjósemi. Þar sem hlýju og skjóls nýtur, búa þessar lífverur við betri lífskilyrði en á berangri og því eykst frjósemin á slíkum stöðum. Ef til vill er brýnna fyrir Íslendinga en nokkra aðra þjóð sem fæst við skógrækt að gera sér grein fyrir þessu því að landið liggur langt í norðurvegi og má heita skóglaust eins og nú er komið. En þegar
Birkifeti.
Ljósmynd: Edda S Oddsdóttir
ÆSKAN & SKÓGURINN | 35