7 minute read

ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ

Next Article
TIL MINNIS

TIL MINNIS

Lind í lautu streymir lyng á heiði dreymir þetta land átt þú.

Guðmundur Böðvarsson

Svo segir eitt af bestu skáldum Íslands. Satt er það. Þetta land átt þú. Þetta land eigum við.

Skyldur okkar eru að byggja landið, nytja það skynsamlega og skila því betra og auðugra til næstu kynslóðar. Það getum við.

Skógrækt á Íslandi er ekki lengur draumsýn. Skógrækt er í senn staðreynd og þjóðarnauðsyn sem ekki er unnt að sniðganga. Vaxandi þjóð krefst aukinnar ræktunnar.

Hvaða not, bein og óbein eru þá af skógunum ?

Áhrif þeirra eru margvísleg. Við getum vart ímyndað okkur þau öll, þar sem við lifum í skóglausu landi og þekkjum varla skóga nema í ævintýrum.

En við skulum staldra við og athuga þetta örlítið nánar.

Arður Okkur verður ávallt í fersku minni dvölin á Hallormsstað og sú stund er við sáum Guttormslund. Við heyrum margt um ræktun skóga sem okkur kom algerlega á óvart. Okkur var skýrt frá því að tekjur af Guttormslundi um 1960 hafi verið tæpar þrjú þúsund krónur árlega þegar búið var að draga allan kostnað frá. Er þá miðað við einn hektara lands og var þá lundurinn um tuttugu ára. Þessi arður fékkst þó eingöngu með sölu á girðingarstaurum.

Við getum líka skyggnst lengra fram í tímann. Samkvæmt mælingum og útreikningum ætti heildarvöxturinn í Guttormslundi eftir 80 ár að nema um fjögur hundruð og sextíu teningsmetrum viðar á hektara.

Verðmætin aukast þó enn þegar viðnum er flett í bjálka og borð.

Hér er aðeins nefnt dæmi um arð af skógrækt á Austurlandi. En í mörgum öðrum héruðum er að vaxa upp ungskógur sem lofar góðu um framtíðina.

Atvinna Hvarvetna veita skógar mikla vinnu. Með aukinni skógrækt á Íslandi yrði fjarmagn flutt inn í sveitir landsins þar sem náttúran ávaxtar það.

Mikil vinna er við plöntun, grisjun og hirðingu ungskógar. Hundruð unglinga um allt land starfa við garðyrkju og skógrækt sumarlangt en ættu að skipta þúsundum, því að engin störf eru hollari æskulýðnum.

Skógar sem við gróðursetjum bæta landið, efla sveitirnar, veita niðjum okkar vinnu, gera atvinnulíf þjóðarinnar fjölbreyttara og gera þjóðina færari til sjálfbjargar.

Skjól Áhrif skjóls á allan gróður sést óvíða betur hér á landi en í Hallormsstaðaskógi. Í skógarjaðrinum eru trén veðurbarin og kræklótt. Þau eru engin skrauttré en vernda skóginn gegn veðrum og minni snjóflóðum. Þetta eru útverðir skógarins. En er lengra kemur inn í skóginn verða trén stórvaxnari og jurtagróður fjölskrúðugri. Fuglalíf er þar einnig mun auðugra en á bersvæði.

Skjólbelti hafa sömu áhrif. Ræktun þeirra er enn skammt á veg komin en vænta má mikils af henni í framtíðinni.

Skjólbelti hafa meðal annars þessi áhrif:

Þau lægja vindinn og auka jarðvegs og lofthitann næst yfirborði jarðar.

Blóm. Ljósmynd: Hildur Guðmundsdóttir

Skjól dregur úr uppgufun og varnar ofþornun.

Afurðir búfjár verða meiri þar sem beitt er á skýlt land.

Okkur líður betur við vinnu á skýldu landi, ekki síst við ýmiss konar jarðyrkjustörf.

Vatnsmiðlun Um leið og snjóa leysir á vorin, hleypur vöxtur í ár og læki og þau flæða yfir landið í kring. Skriður falla úr fjallshlíðum og flytja aur og grjót niður á láglendi. En vegir og önnur mannvirki skemmast í vatnavöxtum. Þetta þekkja allir hér á landi.

Í skógivöxnum löndum er þessu annan veg farið. Snjórinn bráðnar þar mun hægar, skógarnir taka til sín mikið vatnsmagn og rætur trjánna binda jarðveginn. Allt þetta eykur jafnstreymi ánna og gerir þær meðal annars hæfari til virkjunar og fiskiræktar.

Heilsugjafi Skógarloftið er heilnæmt, tært og hressandi. Heilsuveilt fólk flykkist því til skóganna til þess að öðlast þar nýjan þrótt. Þá sækir þangað fjöldi fólks hvíld og frið frá önnum dagsins. Og enn aðrir stunda þar skemmtanir og útilíf sem aukið getur lífsgleði og heilbrigði ef rétt er á haldið.

En nú haustar og tré og runnar í skólagarðinum breyta um svip. Laufin taka að blikna. Eitt og eitt falla þau hljóðlega til jarðar og þegar stormsveipir fara yfir falla þau í hrönnum. Sumarið hefur kvatt, önnur árstíð tekið við en samt er engu lokið. Upphafið getur alveg eins verið hér.

Við höfum búið trjábeðinn undir vetur og hlúð að fjölæru blómunum. Í Hallormsstaðaskógi áttum við í sumar dvöl við leiki, nám og störf. Nú er veturinn einnig einráður þar. Ilmurinn frá björkinni er ekki hinn sami og þyturinn í laufi hennar heyrist ekki lengur. En grenitrén bera sitt barr, þótt vetur steypi yfir þau hvítri mjöll. Lengi sér í grænar greinar sem minna á sumarið.

Þótt vetur ríki leynist líf um allan skóg, líf sem bíður nýs sumars, nýs vaxtar.

Bókinni lýkur hér en starfinu og sögunni um skóginn er ekki lokið.

ÖRNEFNASKRÁ

Alaska 2, 4 Alpafjöll 2, 6, 12, 7,17, Asía 7, 19 Atlavík 20, 25, 27 Atlavíkurstekkur ,19, 22, 44 Austurland 33, 25 Árnessýsla 1, 2 Breiðamerkursandur 10, 11 Bretlandseyjar 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19 Brimnesskógur 2, 4 Bárðardalur 19, 22, 44 Bæjarstaðaskógur 13, 44 Djúpá 44, 32 Evrópa 30, 31 Eyjafjörður 32, 34 Fljótsdalshérað 28, 29 Flugumýri 19, 20, 21, 22 Fálkaklettur 50 Gatnaskógur 50, 51, 52 Glóðafeykir 40, 41, 42, 43 Guttormslundur 8, 10, 55 Gönguskarðsós 6, 9, 4 Hafursá 7, 10 Hallormsstaðaskógur 13 Hekla 15 Jökullækur 17, 18 Jökulsá 1, 6 Kerlingará 11, 16 Klettafjöll 30, 32 Kolafjörður 40 Kolbeinsárós 33, 25 Kyrrahaf 20, 25, 27 Lagarfljót 50 Landbrot 44, 45 Lýsishóll 14, 15, 16, 17, MiðEvrópa 12 Mörk 2, 4 Noregur 33, 25 NorðurAmeríka 16, 20 NorðurNoregur 9, 10 Nýiskógur 23, 24, 25 Ormsstaðir 19, 20, 21, 22 14, 15, 16, 17, 9, 8, 5 Pýreneafjöll 20, 25, 27 Rússland 8 Skaftafellssýslur 24, 26, 27 Skaftártungur 31, 32, 33 Snæfell 14, 15, 16, 17, Suðausturland 20, 25, 27 Suðurland 40, 41, 42 Suðvesturland 20, 22 Svíþjóð 33, 25 Tromsfylki 5, 6 Vaglaskógur 7, 8 Vestfirðir 9, 10, 11 Þingeyjarsýsla 19, 9 Þistilfjörður 2, 3 Þórsmörk 19, 20, 21, 22

PLÖNTUSKRÁ

Alaskaösp 3, 4, 5 Álmur 7, 9, 10 Balsamþinur 12 Bergfura 19, 22, 44 Birki 8 Bláber 20, 25, 27 Bláfjóla 19 Blágreni 30, 31 Blágresi 33 Blæösp 20, 25, 27 Blóðberg Brennisóley 50, 51, 52, 19, 22, 44, 12,19, 55 Broddfura 44 Broddfura 47 Broddgreni 19, 20 Brönugrös 30, 31 Bugðupunktur 14 Elfting 55 Elri 20, 25, 27 Fjallafura 32, 34 Fjallaþinur 39,40 Fjallaþöll 51 Fjalldalafífill 19, 22, 44 Fura 52 Geldingahnappur 53, 54 Greni 42, 41 Gráreynir 40, 42 Gulmaðra 20, 25, 27 Gulrófa 22 Gulrót 30, 31 Hlynur 8 Holtasóley 19, 22, 44 Holurt 6 Hrútaberjalyng 5 Hvítelri 50, 51, 52 Hvítgreni 30, 31 Hvítþinur 25 Ilmbjörk 15 Krækilyng 50, 51, 52 Lambagras 38 Lerki 30, 31 Lindifura 19, 22, 44 Língresi 12, 13, 14, 15 Maríustakkur 28, 27 Marþöll 40, 41, 42, 43 Móasef 19, 22, 44 Rauðelri 14, 15 Rauðgreni 18, 19 Reynivður 20, 21 Reyrgresi 25, 26 Seljureynir 20, 25, 27, 28, 29, 40, 41, 42, 43 Silfurreynir 19, 22, 44 Sitkagreni 3 Skógarfura 8 Sortulyng 7 Stafafura 50, 51, 52 Svartgreni 12 Síberíuþinur 19 Umfeðmingur 19, 22, 44 Víðir 22 Þursaskegg 34 Ösp 20, 25, 27

Jón Jósep Jóhannesson Snorri Sigurðsson

Á hverju ári bætist við hæð trjánna. Þetta sést best á furu og greni, því að krans af greinum vex út úr stofninum þar sem ársvöxturinn byrjar. Þess vegna er auðvelt að geta sér til um aldur ungra trjáa með því að telja greinakransana.

En á gömlum trjám eru neðstu greinarnar fallnar brott svo að þessi aldursákvörðun er ekki einhlít. Því er ókleift að segja til umaldur gamalla trjáa fyrr en þau hafa verið felld en þá má telja árhringana.

Ljósir og dökkir hringar skiptast á í viðnum eins og sjá má þegar tré hafa verið felld. Þetta kemur af því að frumuskiptingin í vaxtarlaginu er mjög ör á vorin og viðurinn þá laus í sér og mjúkur. En er líða tekur á sumar verður frumuskiptingin hægari og dekkri. Öll tré sem eru af tvíkímblaðaflokknum svo og barrtré, gildna með þvi að bæta við sig nýju vaxtarlagi ár hvert.

This article is from: