Voruthroun

Page 89

Þriðji hluti

Framkvæmd einstakra þrepa

Oftar en ekki þurfa fyrirtæki að fá utanaðkomandi aðila til aðstoðar við framkvæmd markaðsrannsókna. Í fjórða hluta bókarinnar er fjallað frekar um markaðsrannsóknir og í viðauka er fjallað um rýnihópa sem einfalda og ódýra lausn við öflun markaðsupplýsinga. Rétt er hins vegar að benda á að framkvæmd rýnihópavinnu er vandmeðfarin ef vel á að vera. Mikilvægt Líttu á val þróunarverkefna sem fjárfestingarkost. Hvert er virði verkefnanna fyrir fyrirtækið og viðskiptavininn? Reynslunni ríkari • Markaðskönnun er forsenda vöruþróunar. • Árangursrík vöruþróun í fyrirtækjum byggir á því að virkja lykilstarfsmenn og láta þá taka þátt í þróunarvinnunni. • Stöðug vöruþróun er lykilatriði framsækinna fyrirtækja. Þannig halda þau sér í fremstu röð í stað þess að flosna upp og verða undir í samkeppni. • Fáðu viðskiptavini þína til að taka þátt í vöruþróuninni og þeir munu ekki skipta við neinn annan. • Öflug vöruþróun er eina svarið við stöðugum breytingum í umhverfinu. • Vöruþróun - aðferðin til að auka framlegð en jafnframt gera viðskiptavininn ánægðan á sama tíma. Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors.

Skipulagsþrep - Að vinna réttu verkefnin á réttan hátt Grunnatriði skilvirkra framkvæmda er að undirbúningur þeirra hafi verið nægur. Þetta á ekki síst við um þróun nýrra vara. Því betri sem heimavinnan er þeim mun árangursríkara verður verkefnið. Það er mikilvægt að allir sem koma til með að vinna að verkefninu á einn eða annan hátt eða hafa einhverra hags-

90


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.