Voruthroun

Page 15

Fyrsti hluti

Almennt um vöruþróun

þær breytingar sem eiga sér stað komi því ekki í opna skjöldu heldur geti fyrirtækið nýtt þær sér til hagsbóta á einn eða annan hátt. Segja má að þessi atriði séu ekki í einu samfelldu ferli, eins og þegar rætt er um þróunarferlið sjálft þar sem eitt atvik gerist og annað tekur við, heldur sé hér um að ræða skapandi starf þar sem hvatt er til stöðugra skoðanaskipta og notkunar réttra upplýsinga á réttan hátt. Það er auðlegð hvers fyrirtækis að sem flestar hugmyndir komi fram og þær séu ræddar og metnar. Hæfni og geta fyrirtækisins til að höndla breytingar á skilvirkan og árangursríkan hátt er komin undir því hversu vel tekst til við að rækta þennan þátt í starfsemi fyrirtækisins.

Stjórnendur verða að taka afstöðu til þess á hvern hátt fyrirtæki þeirra eiga að standa að þessum málum eins og gagnvart öllum öðrum rekstrarþáttum þess, s.s. framleiðslu, sölu, þjónustu o.fl. Fyrirtækið þarf að svara því hvað það ætlar að gera á sviði þróunar og hvernig því starfi verður best háttað. Gott er að huga að þessum málum með mynd 5 í huga. Á xásnum er mælt hversu góðir innviðir6 fyrirtækisins eru á sviði þróunarmála. Á y-ásnum er árangur starfsins mældur. Fyrirtæki geta náð árangri í þróun, þó að innviðir þess séu lélegir, á grundvelli þróttmikils starfs eins starfsmanns eða vegna annarra atvika. Fyrirtækið er samt berskjaldað fyrir breytingum vegna óljósra hugmynda um hvernig það á að standa að málum almennt. Fyrirtæki með góða innviði og sem ná árangri eru fyrirtæki sem standa framar. Mynd 5. Innviðir – starfshættir og árangur. (57) y

Árangur

80%

Í fremstu röð

Berskjaldað

Framsækið 60%

Getur gert betur

Efnilegt x 60%

Innviðir - Starfshættir 6. Innviðir: Ferlar, skipulag og starfshættir innan fyrirtækis.

16

80%


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.