Sjukratryggingar Arsskyrsla

Page 7

Ársskýrsla og staðtölur 2010

Sjúklingatrygging Lög nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001. Lögunum er ætlað að veita sjúklingum rétt til bóta fyrir líkamlegt eða geðrænt heilsutjón sem verður vegna meðferðar eða rannsóknar. Sjúkratryggingar Íslands annast sjúklingatryggingu fyrir heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir sem ríkið á í heild eða að hluta og einnig vegna sjúkraflutninga og sjúklinga erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Vátryggingafélög annast trygginguna fyrir sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Fjöldi umsókna hefur að jafnaði farið vaxandi allt frá gildistöku laganna. Umsóknum fækkaði lítillega árið 2010 en voru þá 126 samanborið við 136 árið 2009. Árlega hafa fleiri mál verið samþykkt skv. 1. tl. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu en skv. 4. tl. Skilyrði 1. tl. eru að komast hefði mátt hjá tjóni ef rannsókn eða meðferð við þær aðstæður sem um ræðir hefði verið hagað eins vel og unnt hefði verið og í samræmi við þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði. Skilyrði 4. tl. er að um sé að ræða fylgikvilla meðferðar sem sé tiltölulega sjaldgæfur og alvarlegur miðað við grunnsjúkdóm og tjónið sé meira en svo að sanngjarnt sé að sjúklingur þoli það bótalaust.

Þróun í rafrænum samskiptum hjá Sjúkratryggingum Íslands Sjúkratryggingar Íslands stefna á aukin rafræn samskipti við almenning og veitendur heilbrigðisþjónustu. Stórir áfangar hafa náðst í þeirri þróun á árinu 2010. Með auknum rafrænum samskiptum vilja SÍ lækka viðskiptakostnað, auka þjónustu og bæta öryggi hjá almenningi, veitendum heilbrigðisþjónustu og hjá stofnuninni. Dæmi um þjónustu sem SÍ stefnir á er rafræn miðlun réttindastöðu til veitenda heilbrigðisþjónustu og almennings. Með miðlun á réttindastöðu einstaklinga er ætlunin að útgáfa afsláttarkorta og lyfjaskírteina verði lögð af. Þannig á að nást fram hagræðing í mannafla, póstburðagjöld lækka o.s.frv. Umsýsla hjá veitendum heilbrigðisþjónustu minnkar jafnframt. Í stað innsláttar er upplýsingum miðlað beint inn í tölvukerfi þeirra eða þeir geta skráð sig inn á sitt lokaða svæði í Gagnagátt (mínar síður rekstraraðila) á vefsíðu SÍ. Hinn sjúkratryggði fær betri þjónustu, þarf ekki að framvísa afsláttarskírteinum og greiðir alltaf það verð sem honum ber skv. hans réttindastöðu. Einnig er stefnt að því að allar heilsugæslustöðvar, spítalar og læknastöðvar sendi SÍ upplýsingar um komugjöld sjúkratryggðra en það verkefni er langt á veg komið og er von á að allar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verði komnar í slík rafræn skil á árinu 2011. Það verður því minni þörf á að sjúkratryggðir þurfi að koma greiðslukvittunum til SÍ til þess að öðlast afsláttarkort eða endurgreiðslu. Á árinu 2011 er síðan lögð áherslu á aukna rafræna málsmeðferð (eyðublöð) og fleira mætti telja. Á árinu hafa tveir megin áfangar náðst í þessari þróun, annars vegar gátu læknar með vorinu sent til SÍ rafræna umsókn um lyfjaskírteini úr Sögu - sjúkraskrárkerfi lækna. Hins vegar hóf fyrsta apótekið að fletta upp réttindastöðu einstaklinga um haustið. Á árinu 2011 verður lögð áhersla á að fjölga apótekum sem sækja réttindastöðu einstaklinga til SÍ og að heilbrigðisstofnanir og læknastöðvar hefji einnig slíka uppflettingu. Áætlað er að Réttindagátt (mínar síður einstaklinga) á vef SÍ www.sjukra.is, opni á árinu 2011 en þar geta einstaklingar skoðað eigin réttindastöðu, séð reikninga sem greiddir hafa verið fyrir heilbrigðisþjónustu og nálgast afsláttarkort. Einnig er áætlað að birt verði staða lyfjaskírteinis. Gagnagátt (mínar síður rekstraraðila) mun jafnframt verða opnuð á sömu vefsíðu, og fyrst um sinn miðla greiðsluskjölum þeirra rekstraraðila sem eru í viðskiptum við stofnunina, s.s. veitendur heilbrigðisþjónustu, birgjar o.s.frv. Áætlað er með haustinu að læknar geti skráð sig inn í gáttina og flett upp réttindastöðu skjólstæðinga sinna.

7


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.