lagadeildmeist10

Page 24

Lagadeild – Meistaranám – ML

gagnaöflun hans og áskoranir hans um að ákæruvald hlutist til um frekari rannsókn á einstökum þáttum máls. Fjallað verður um skýrslutökur af ákærða og vitnum í sakamálum og hlutverk verjanda í því sambandi. Einnig verður fjallað um frávísunarkröfur, mótmæli við málatilbúnaði ákæruvalds, úrskurði undir rekstri mála svo og undirbúning og flutning á varnarræðum við aðalmeðferð. Kærur og áfrýjanir úrskurða og dóma verða teknar til skoðunar og málsmeðferð og flutningur opinberra mála fyrir Hæstarétti. Gefinn verður gaumur að eftirfylgni mála að endanlegum dómi gengnum. Þá verður fjallað sérstaklega um samskipti sakbornings/ákærða og verjanda hans og siðferðilegar spurningar sem upp kunna að koma í þeim samskiptum. Einnig verður fjallað um samskipti verjanda og fjölmiðla. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að tengja námsefnið raunhæfum viðfangsefnum og verður dómaumfjöllun ríkur þáttur í náminu. Lesefni: Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008, ásamt greinargerð; Bókaútgáfan Codex 2009. Hlutverk verjanda, réttindi hans og skyldur: Eiríkur Tómasson; Háskólaútgáfan 2003. Letters to a Young Lawyer: Alan M. Dershowitz; Basic Books 2001. Reasonable Doubts: The Criminal Justice System and the O.J.Simpson Case: Alan M. Dershowitz; Touchstone 1997. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræðutímar, vettvangsferðir, gestafyrirlestrar og umræðuþræðir eftir atvikum. Námsmat: Spjallþráðaþátttaka eftir atvikum 5-10% Heimapróf 10-15% Verkefni 30% Munnlegt próf 50% Ef ekki verður tilefni til a.m.k. tveggja spjallþráða (þjóðfélagsumræða tengd verjendastörfum), mun vægi munnlegs prófs hækka. Tungumál: Íslenska

L-714-ECHR Mannréttindasáttmáli Evrópu 6 ECTS A/E Ár: 1. ár/ 2. ár Önn: Haustönn 2010 Stig námsgreinar: Framhaldsnám, sérhæft námskeið Tegund námskeiðs: Valnámskeið Undanfarar: L-700-ADFE eða sambærilegt. Skipulag: 30 kennslustundir/umræðutímar á önn Kennarar: Oddný Mjöll Arnardóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Guðrún Gauksdóttir Hæfniviðmið: Þekking á alþjóðlegri mannréttindavernd er orðin mikilvægur þáttur í ýmsum störfum á innlendum og erlendum vettvangi, t.d. í starfi lögmanna, dómara, þeirra sem vinna í stjórnsýslunni eða þeirra sem stunda við22


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.