32
HRAFNISTUBRÉFIÐ
LJÓÐ
eftir Leif Eiríksson Bréfið
Lag: Böðvar Magnússon Ljóð: Leifur Eiríksson
Liggur til þín ljóð á borði, leitar hugur minn til þín. Hvísla til þín ástarorði, eina hjartans vina mín. :,:Vona að eftir vetur langan vinir mætist: ég og þú. Og í birtu og blóma angan byrjum líf í ást og trú :,: Að mörgu þurfum þá að hyggja, þarna bíður framtíðin. Viltu láta byrja að byggja við Baugás eða tangann minn? :,: Ef ég má þig um það spyrja, - aðeins spurn í huganum. – Viltu kannski bara byrja að búa í Dalakofanum? ;.; Ort í september 2007
Erna Vilbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Erna finnst mér úrvalsgóð, ein af þessum snjöllu. Alltaf hjálpsöm, fús og fróð, og finnur ráð við öllu.
Valtýr Grímsson, húsvörður Valtýr reyndist viðbragðssnar verk af hendi að inna. Er þó vísast alls staðar ótal mörgu að sinna.
Á fermingardaginn Böðvar Magnússon boðinn velkominn heim úr Nílarsiglingu Þegar ei til sólar sér, syrtir að í hugans ranni. En þegar Böðvar birtist hér, birtist gleðin hverjum manni.
Þú munt ei gleyma þessum degi, þó að hyljist önnur spor. Gakk þú áfram Guðs á vegi, geymist lengst þitt æskuvor. Óskir mínar ætíð megi efla með þér trú og þor.