Hrafnista_2-35

Page 12

12

Líf og fjör í púttinu Púttáhuginn blómstraði í sumar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Púttsumarið hófst með því að golfkennarinn, Anna Día, kenndi í heila viku og mættu yfir 20 manns alla dagana. Það náðist að krækja í ansi marga nýliða og fá þá til þess að ganga í Púttklúbb H.H. Eldri félagar náðu jafnframt að bæta færni sína umtalsvert en starfsemi púttklúbbsins er mjög mikil. Meðlimir púttklúbbsins taka þátt í 8 mótum á ári, bæði á heimavelli og annars staðar. Meðal annars er keppt á Bæjarstjórnarmóti, við heimilismenn á Hrafnistu í Reykjavík, heimilisfólk á Grund og Ási í Hveragerði. Harðarmótið, sem er innanfélagsmót, er svo haldið til minningar um fyrsta formann púttklúbbs H.H, Hörð Ragnarsson, en Púttklúbbur Hrafnistu í Hafnarfirði var stofnaður 23. apríl 1999. Núverandi formaður púttklúbbsins er Ragnar Jónasson. Púttsumarið endar alltaf á mjög skemmtilegu púttmóti þar sem starfsfólk keppir við púttklúbbsmeðlimi H.H. Þar er gleðin í hávegum höfð og veitt eru verðlaun fyrir bæði besta skorið og það „versta“, svokölluð skussaverðlaun, sem njóta mikilla vinsælda. Aðalatriðið er þó bara að vera með. Síðan eru glæsilegar veitingar í boði og úrslitin kynnt og spjallað og trallað fram eftir kvöldi.

HRAFNISTUBRÉFIÐ


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.