Hrafnista_1-36

Page 9

HRAFNISTUBRÉFIÐ

9

Ingólfur Aðalsteinsson kynntist eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur, á námsárunum í Menntaskólanum á Akureyri. Þau búa nú saman á Hrafnistu í Hafnarfirði.

sem verkamaður. Ég labbaði þá til Samskipa og spurði hvort þar vantaði ekki starfsmann í millilandasiglingar. Ég var spurður hvað ég gæti gert og ég svaraði því til að ég gæti gert allt en vildi helst ekki vera skipstjóri í fyrstu ferð,“ segir Ingólfur fullviss um að hafa verið tekinn sem hvert annað fífl enda var honum sagt að ekkert væri fyrir hann að hafa hjá Samskipum. „Tveimur dögum síðar var hringt í mig og

mér sagt að Dísarfellið væri statt í Keflavík. Þar vantaði kokk og ég ákvað að drífa mig í það.“ Ingólfur sigldi með skipinu til Rostock í Austur-Þýskalandi. „Það er reynsla sem ég gleymi aldrei, að koma til Austur-Þýskalands þegar kommúnistastjórnin var þar því heimamenn voru svo hræddir að það voru alltaf verðir allt í kringum okkur. Ef við vildum fara í land þá rifu verðirnir í sundur bréfmiða, létu okkur hafa annan


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Hrafnista_1-36 by Svansprent - Issuu