8
Herdís Dröfn Fjeldsted Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group, formaður, Icelandair Group, Promens
Hildur Dungal Stjórnarseta fyrir FSÍ: Vodafone
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Jón Þorgeir Einarsson Stjórnarseta fyrir FSÍ: Icelandic Group
Herdís starfar hjá Framtakssjóði Íslands en áður starfaði hún hjá Thule Investments í fjárfestingarteyminu. Þar áður starfaði hún hjá Spron og hjá Icelandair. Herdís er með diploma í iðnrekstrarfræði af markaðssviði og BSc-próf í viðskiptafræði. af alþjóðamarkaðssviði. Lauk námi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og er með MSc. í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.
Hildur er starfar sem lögfræðingur og ráðgjafi hjá Virtus, en var forstjóri Útlendingastofnunar frá 2005 til 2008 þar sem hún hafði starfað sem sérfræðingur frá 2003. Eftir embættispróf í lögfræði árið 2000 starfaði hún sem deildarstjóri lögfræði- og upplýsingadeildar Tollstjórans í Reykjavík. Hildur sat í bæjarstjórn Kópavogs og hefur setið í stjórn Nýherja og Sparisjóðs Norðfjarðar.
Ingunn lauk BA-gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnufélagsfræði árið 1997 og lauk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hún starfaði hjá Eimskip 1998–2006, í fræðslu og starfsþróunarmálum og var framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs samstæðunnar og sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Ingunn tók þátt í stefnumótun mannauðsmála fyrir Excel Airways og Atlanta, þá dótturfyrirtæki Avion Group. Ingunn er í dag einn af eigendum Attentus – Mannauður og ráðgjöf og sinnir mannauðsmálum fyrir ýmis fyrirtæki. Ingunn hefur kennt stjórnun, mannauðsstjórnun og breytingastjórnun við Háskólann í Reykjavík, í Tækniskólanum og Háskóla Íslands. Ingunn var aðalog/eða varamaður í menntaráði, velferðarráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar.
Jón Þorgeir starfaði hjá löggiltum endurskoðendum í Reykjavík frá 1984–1990. Hann flutti í heimahagana til Bolungarvíkur árið 1990 og hefur starfað við endurskoðun þar síðan. Hann rekur ásamt öðrum Endurskoðun Vestfjarða ehf. sem er með skrifstofur í Bolungarvík og á Ísafirði. Jón rekur einnig útgerðarfyrirtæki ásamt bróður sínum og gerir út línubátinn Einar Hálfdáns BS 11 og færabátinn Albatros IS 101. Jón Þorgeir er viðskiptafræðingur, Cand. oecon., frá HÍ 1985 og löggiltur endurskoðandi frá 1989.
FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS