Stúdentablaðið - október 2020

Page 8

STÚDENTABLAÐIÐ

kost á námslánum. Það er því stór hluti námsfólks sem fellur milli kerfa og hefur ekkert annað úrræði að sækja í. Þrátt fyrir þennan raunveruleika eru stúdentar látnir sitja eftir í þessum faraldri. Rúmir níu mánuðir eru frá því að hann skall á en engin langtímalausn hefur enn verið fundin við atvinnuleysi stúdenta eða skörun þessara kerfa. Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær verður því þá svarað? Kona spyr sig vegna þess að það var ekki heldur komið til móts við kröfuna um afnám skrásetningargjaldsins þegar það lá fyrir að atvinnulaus og tekjulaus stúdent myndi eiga erfitt með að greiða 75.000 krónur fyrir það eitt að stunda nám. Hlutabótaleiðin svokallaða greip stúdenta í rúma tvo mánuði áður en snúið var baki við okkur, sumarstörfin voru einungis fyrir þau sem náðu að uppfylla kröfuhörð skilyrði og voru auk þess aðeins til tveggja mánaða yfir þriggja mánaða sumartímann. Grunnframfærsla framfærslulána hjá nýja Menntasjóðnum var ekki hækkuð með nýjum úthlutunarreglum þó ástæða væri til og úrræði félagsmálaráðherra, sem veitti fólki af vinnu­ markaði kost á að sækja sér nám samhliða atvinnuleysisbótum, tók ekkert tillit til núverandi stúdenta. Stúdentar eiga að geta stundað nám sitt óáreittir og áhyggju­lausir og þeim á ekki að vera refsað fyrir það með fjárhagslegu óöryggi. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum er hægt að greina í ákveðið mynstur þess að stúdentar séu ekki fjárfestingarinnar virði. Þetta viðvarandi viðhorf til okkar er ekki einungis letjandi og ósanngjarnt heldur fer það einnig í bága við þá hugmynd sem stjórnvöld stæra sig af um fyrir­ myndar menntakerfi. Það sem við höfum hins vegar lært síðustu ár er að vera óhrædd við mótlætið og því munum við halda áfram að krefjast þess sem er réttilega okkar.

eliminate the annual registration fee when it was obvious that unemployed students with no source of income would have difficulty paying 75,000 ISK for the sole privilege of studying. The so-called partial unemployment strategy aided students for a couple months before the government turned its back on us, and the summer jobs on offer were only for students who met certain stringent criteria and, moreover, only lasted for two of the three summer months. The basic support rate used to calculate maintenance loans from the new Student Loan Fund was not increased with the adoption of new allocation rules, though there was good reason to do so, and the Minister of Social Affairs’ plan, which gave out-of-work individuals the chance to study while receiving unemployment benefits, did not take current students into account. Students should be able to focus on their studies undisturbed and worry-free and not be punished with financial uncertainty for pursuing an education. A pattern has emerged in the government’s response to the pandemic, a pattern that demonstrates they believe students are not a worthy investment. This persistent view of us is not only discouraging and unfair, it also contradicts the government’s proud declarations about our exemplary education system. But what we’ve learned this past year is to not fear adversity, so we will continue to demand that which is rightfully ours.

Anna og Karitas kynna leikárið 2020–2021

GREIN Anna María Björnsdóttir Karitas M. Bjarkadóttir MYNDIR ← Lárus Sigurðarson Aðsendar Það eru eflaust mörg fegin því að leikhúsin séu að opna dyr sínar á ný eftir margra vikna lokun vegna samkomu­ tak­markanna. Það erum við allavega, og fannst þess vegna tilvalið að varpa öndinni með því að kynna fyrir sviðslistarþyrstum samnemendum okkar það sem verður á boðstólum í vetur. Sumt sem var ekki hægt að sýna í vor kemst á fjalirnar í haust og þ.a.l. er ekki hægt að sleppa því að nefna sýningar á borð við 9 líf og Kópavogskróniku, sem hafa þurft að vera á bið frá í mars. Við viljum einnig benda á ungmennakort leikhúsanna fyrir 25 ára og yngri, þá er um að ræða 50% afslátt á 3–4 sýningar. Frekari upplýsingar

má finna á heimasíðum leikhúsanna! Við vonum að leikárið verði ánægjulegt öllum leikhúsunnendum og kynnum með stolti leikárið 2020–2021. BORGARLEIKHÚSIÐ

Kvöldstund með listamanni

Í ljósi sögunnar með Veru Illuga (13., 14. og 20. febrúar) Fílalag með Bergi Ebba og Snorra Helga (21. okt, 11. nóv og 2. des) Milda hjartað með Jónasi Sig

8


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Stúdentablaðið - október 2020 by Stúdentablaðið - Issuu