stúdentablað maí 2025

Page 1


StúdentaBlaðið

Má bjóða þér Aukakrónur?

Þú færð 5% endurgreiðsluafslátt í formi Aukakróna hjá Stúdentakjallaranum

Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakronur

Ritstjóri / Editor

Vésteinn Örn Pétursson

Útgefandi / Publisher

Stúdentaráð Háskóla Íslands

Ljósmyndarar / Photographers

Snæfríður Blær Tindsdóttir

Vésteinn Örn Pétursson

Hönnun og umbrot / Design and layout

Sunna Þórðardóttir

Prentun / Printing

Litlaprent

Efnisyfirlit

Table of Contents

Ávarp ritstjóra

Editors adress

Prófaráð Stúdentablaðsins

The Student Paper’s Exam

Advice Column

hefur allt verið mér mjög mikilvægt“

“All of it has meant a great deal to me”

Tilgangur Blómsins

The Purpose of the Flower

Prófasjörnuspá Stúdentablaðsins

Stúdentablaðið’s Exam

Season Horoscope

Arkítektúrganga Danna Hjö

Danni Hjö’s architecture walk

Ávarp Ritstjóra

Editors address

Kæru stúdentar!

Nú fer þetta að verða búið. Prófin fara að klárast og sumarið er að ganga í garð. Börnin fara að hlakka til, og allt það. Þið eruð búin að standa ykkur eins og hetjur allt árið, og handan við hornið er gulrótin. Íslenska sumarið. Einhver ykkar eru að ljúka við fyrsta árið hér í okkar góða háskóla, önnur ykkar eru í miðri á, og enn önnur eru að kveðja eftir áralanga háskólagöngu sem ég vona að hafi ekki verið ykkur neitt annað en góð og gæfurík.

Í prófastressinu er ekki úr vegi að taka sér góða lærdómspásu, fara í göngutúr og glugga jafnvel í þetta ágæta blað. Í þessu blaði kennir nefnilega ýmissa grasa. Til dæmis arkítektúrganga, stjörnuspáin góða, og mjög svo áhugavert viðtal við elsta núlifandi formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Allt að einu, þá kennir í þessu blaði ýmissa grasa. Grasa sem ég vona að einhver nenni að lesa. Ég meina, ég lét prenta einhver hundruð eintaka af þessu blessaða blaði. Endilega lesið það. Annars verð ég leiður. Og mér finnst ekki gaman að vera leiður.

Mun betra er að gleðjast. Vonandi gleðst einhver yfir innihaldi þessa blaðs. Þið getið í öllu falli brátt glaðst yfir því að hafa sigrast á þessari önn, og skólaárinu í heild. Svo geta sum ykkar glaðst yfir því að fá að gera þetta allt aftur á næsta ári, en önnur yfir því að hafa lokið þessum kafla, og hafið nýjan.

Vésteinn

Dear students!

The end is near. Exams are wrapping up and summer is just around the corner. The kids are starting to get excited—and all that jazz. You’ve all handled this year like absolute champs, and the reward is right around the corner: the Icelandic summer.

Some of you are finishing your first year at our fine university, others are in the thick of it, and some are saying goodbye after years of academic life—years I hope were filled with growth, luck, and good memories. In the chaos of exams, don’t forget to take a proper study break. Go for a walk, flip through this fine magazine we’ve put together.

It’s a mixed bag, really. There’s an architecture walk, a trusty horoscope, and a fascinating interview with the oldest living former chairperson of the University of Iceland Student Council. Like I said, a bit of everything. Hopefully someone out there feels like reading it. I mean, I did print a few hundred copies of this blessed thing. So, by all means—read it. Otherwise I’ll be sad. And being sad just isn’t fun. It’s much better to feel joy. And with any luck, someone out there finds something in these pages to be happy about.

At the very least, you can soon celebrate having made it through this semester—and this academic year. Some of you will even get the thrill of doing it all again next year, while others can smile at the fact that this chapter is done, and a new one has begun.

HÁSKÓLANEMAR skipta

Prófaráð Stúdentablaðsins

The Student Paper’s Exam Advice Column

Besti tími ársins er skollinn á. Sjálf lokaprófin.

Sum okkar líta til prófanna með kvíðablöndnum kvíða, og kvíða mjög fyrir prófunum. Slíkt hugarfar er ekki líklegt til árangurs. Líkt og vitur maður sagði eitt sinn: „Próf, eru tækifæri.“

Og þau eru það. En stundum eru tækifæri kvíðavaldandi, og þess vegna hefur Stúdentablaðið tekið saman tíu skotheld ráð til að breyta prófunum úr kvíðakasti í eitt allsherjar tækifæri. Það var ekkert.

Námsefnið er hlaðborð, þú þarft ekki að borða allt

Skimaðu, veldu úr og borðaðu það sem er líklegast að komi á prófinu. Þú þarft ekki að kunna allt, bara það sem kemur á prófinu. Ef þú veist ekki hvað kemur á prófinu geturðu reynt að biðja kennarann um að segja þér það.

Þrífðu skrifborðið þitt

Ekki af því þú þarft pláss, heldur svo þú getir frestað lærdómi í klukkutíma með „góðri ástæðu“. Það er self-care.

Sofðu með handskrifaðar glósur undir koddanum þínum

Við vitum ekki af hverju, en það virkar. Samt bara ef þú skilur eigin rithönd. Læknanemar mega sleppa þessu ráði.

Borðaðu eins og þú sért að bölka

Prófatörn er ekki tíminn fyrir detox eða til að „ná koma sér í sumarformið“. Þú ert andlegur stríðsmaður og þarft kolvetni. Og súkkulaði. Og kannski lummu af og til.

The best time of the year has arrived—final exams. Some of us face them with anxious anxiety, and are very anxious about the anxiety. That mindset? Not ideal for success. As a wise person once said, “Exams are opportunities.” And they are. But sometimes, opportunities are stressful. That’s why Stúdentablaðið has compiled ten rocksolid tips to help you turn exam season from a meltdown into an opportunity. You’re welcome.

1. The syllabus is a buffet—you don’t have to eat everything

Skim it, pick your favorites, and dig into what’s most likely to be on the exam. You don’t need to know it all—just what shows up. Don’t know what’ll show up? Ask the teacher. Nicely.

Clean your desk

Not because you need space, but because you want an excuse to avoid studying for an hour. Self-care, obviously.

Sleep with your handwritten notes under your pillow

We don’t know why this works, but it does. As long as you can read your own handwriting. Med students may want to skip this one.

Eat like you’re bulking

Exam season is not the time for a juice cleanse or “summer body” goals. You’re a mental warrior—fuel up with carbs, chocolate, and the occasional “pancake”.

Lærðu með öðrum, en bara ef þau kunna minna en þú

Það er ekkert sem ýtir jafn mikið undir godcomplexið hjá manni og að útskýra námsefnið fyrir vini sínum sem er verr undirbúinn. Ef þú gerir það nógu oft þá nærðu að blekkja sjálfan þig og aðra í að þú kunnir allt.

Hafðu ógeðslega mikið vatn við höndina

Af einhverjum ástæðum líður manni eins og maður sé að gera eitthvað af viti ef maður sippar af vatnsbrúsa eins og þetta sé Ironman-æfing. Og það hjálpar heilanum líka. Aðalbónusinn er samt fleiri pissupásur.

Klæddu þig upp fyrir prófið

Ekki mæta í próf í jogging-galla að ofan og ruslapoka að neðan. Straujaðu skyrtuna, græjaðu hárið, o.s.frv. Smá GMT-rétt fyrir próf tekur jafn langan tíma og að lesa yfir einn glósupakka. You look good, you play good. Þá þarftu líka ekki að fara heim að skipta áður en eftirprófsbjórinn er tekinn í góða veðrinu.

Ferska loftið er besti vinur þinn

Opinn gluggi, sitja á bekk úti í sólinni, göngutúr. Ekki neita þér um ferska loftið bara því þú ert í prófum. Það er nægur tími síðar til að eyða frítíma sínum í heilafúa á TikTok. Nýttu pásurnar til að fara út fyrir hússins dyr og snerta grasið. Passaðu samt að labba ekki fram hjá fólkinu fyrir utan Kja sem er í próflokabjór. Það er hættulegur leikur.

Fólk sem segist ekki hafa lært er að ljúga

Það þekkja allir þessa týpu sem bara „lærði ekki neitt fyrir prófið“ en fékk svo 9,95. Þessi manneskja er lygari sem lærði fullt og er að reyna að láta þér líða illa yfir að kunna ekki allt námsefnið. Eða hún er að segja satt og svindlaði geðveikt mikið (og þá getur þú sett nafnlausan miða á skrifstofu rektors og klagað viðkomandi). Eða hún var að segja satt og var mjög heppin. Maður veit aldrei.

Þetta er bara eitthvað próf

Þetta er mikilvægasta ráðið. Eitthvað eitt próf til eða frá er ekkert að stimpla þig fyrir lífstíð. Ég þori að veðja að Halla Tómasdóttir, Kristrún Frostadóttir og Kári Stef hafi öll fallið á prófi, og sjáðu þau í dag. Nei sennilega hefur Kári ekki fallið á prófi. En samt. Það kemur sumar sama hvað. Andaðu bara.

Study with others—but only if they know less than you

Nothing boosts your god complex like explaining a concept to someone more lost than you are. If you do it enough, you might even start to believe you know what you’re doing.

Have an absurd amount of water nearby

For some reason, sipping from a giant bottle makes it feel like you’re training for a triathlon and studying. Also, good for the brain. Bonus: more bathroom breaks.

Dress up for your exam

Don’t roll in wearing a hoodie up top and a trash bag below. Iron your shirt, do your hair. A little “get-my-life-together” ritual takes as long as reviewing one page of notes. Look good, do good. Plus, you won’t need to go home and change before your post-exam pint in the sun.

Fresh air is your best friend

Crack a window, sit outside, go for a walk. Don’t punish yourself with indoor confinement just because it’s exam time. There’s plenty of time for doomscrolling later. Use your breaks to actually go outside. Just don’t walk past the gang outside Kja celebrating with beers. That’s dangerous territory.

People who say they didn’t study are lying

You know the type—“I didn’t study at all” then somehow scores a 9.95. Either they’re lying to mess with your head, or they studied a ton and cheated like mad (in which case, you could leave an anonymous tip at the rector’s office). Or they’re just lucky. Who knows

It’s just a test

This is the most important one. One test won’t define your whole life. I bet Halla Tómasdóttir, Kristrún Frostadóttir, and Kári Stef all failed an exam at some point—and look at them now. Okay, Kári probably didn’t. But still. Summer’s coming no matter what. Just breathe.

„Þetta

hefur allt verið mér mjög mikilvægt“

Viðtal við Ólaf Egilsson, elsta núlifandi formann Stúdentaráðs
“All of it has meant a great deal to me” An interview with Ólafur Egilsson, the oldest living former chair of the University of Iceland Student Council

Ólafur Egilsson, lögfræðingur og fyrrverandi sendiherra, er elsti núlifandi maður sem gegnt hefur embætti formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem síðar varð að embætti forseta ráðsins. Ólafur, sem er fæddur árið 1936, fór fyrir ráðinu skólaárið 1958 til 1959, fyrir 66 árum síðan.

Við setjumst niður með Ólafi á fallegu heimili hans á Seltjarnarnesi, sem er uppfullt af myndum og munum frá öllum heimshornum og hann sankaði að sér á tíð sinni í utanríkisþjónustunni. Hann hefur verið sendiherra Íslands í fjölda landa; Bretlandi, Danmörku, Rússlandi, Kína, Frakklandi og Belgíu. Áður en hann hóf störf á þeim vettvangi var hann þó, eins og áður sagði, formaður Stúdentaráðs. Við gefum Ólafi orðið.

„Ég hafði komið í háskólann 1956, stúdent úr Verzlunarskólanum, og varð fyrsti Verzlunarskólastúdentinn sem varð formaður Stúdentaráðs. Svo maður haldi nú sögunni til haga.“

Fram að því höfðu stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík verið aðsópsmestir á vettvangi ráðsins, en einnig þó nokkrir úr Menntaskólanum á Akureyri.

Ólafur Egilsson, lawyer and former ambassador, is the oldest living person to have served as chair of the University of Iceland Student Council, a role now known as president. Born in 1936, he led the council in the academic year 1958–1959—66 years ago.

We visit Ólafur at his charming home in Seltjarnarnes, filled with keepsakes and photographs from his time in the foreign service. He served Iceland as ambassador to several countries: the UK, Denmark, Russia, China, France, and Belgium. Before all that, though, he was chair of the Student Council.

“I entered the university in 1956 after graduating from the Commercial College and was the first from there to chair the Student Council. Just to keep the record straight,” Ólafur says.

Until then, students from Reykjavík Junior College had been the most prominent on the council, though a few came from the Akureyri equivalent.

„Þetta var líflegur tími í háskólanum. Tveimur árum fyrr þá hafði Vaka náð meirihluta, eftir að hafa verið utan valda í þrjú ár. Bjarni Beinteinsson varð þá formaður, svo tók við af honum Birgir Ísleifur Gunnarsson. Þriðja árið var það svo ég.“

Ólafur telur vert að nefna að á þessum tíma stúdentar við Háskóla Íslands, sem á þessum tími var eini háskóli landsins, verið um 800 talsins og talsvert öðruvísi um að litast í háskólalífinu þá en nú. Stúdentapólitíkin hafi einnig verið með öðru sniði, til að mynda með tilliti til fjölda stúdentahreyfinga.

„Það voru þarna nokkur félög. Félag róttækra stúdenta, og svo voru jafnaðarmenn og Framsóknarmenn með sín félög. Þetta bar svolítinn keim af stjórnmálaflokkunum, þótt þetta tilheyrði þeim ekki beinlínis,“ segir Ólafur.

Stúdentablokkir í stríðinu

Talið berst fljótlega að alþjóðamálunum og Kalda stríðinu, sem var í algleymingi á þeim árum þar sem Ólafur hafði aðkomu að stúdentapólitíkinni.

„Það voru tvenn alþjóðasamtök stúdenta starfandi. Annað var austrænt, kommúnískt, og hitt var vestrænt. Vinstrimenn höfðu á sinni valdatíð látið Stúdentaráð ganga í kommúnistasambandið, IUS, sem var með aðsetur í Prag. Það var eitt af fyrstu verkum Stúdentaráðs Bjarna Beinteinssonar að ganga úr því.

Haustið 1956 var gerð uppreisn í Ungverjalandi, og fulltrúum Stúdentaráðs hafi þótt IUS átt að mótmæla hernaði Sovétmanna í landinu, og hafði það nokkur áhrif á úrsögnina.

“It was a lively time at the university. Two years before my chairmanship, Vaka [a student organization] had gained a majority for the first time in three years. Bjarni Beinteinsson was elected, followed by Birgir Ísleifur Gunnarsson. I was the third.”

Back then, the University of Iceland was the nation’s only university, with around 800 students. Politics among students had a different flavor, with several active factions.

“There were a few student groups—radicals, social democrats, and the Progressive Party’s youth wing. These weren’t officially tied to political parties, but they certainly echoed their platforms.”

Student alliances in the Cold War

The conversation shifts to global politics, particularly the Cold War, which loomed large during Ólafur’s student days.

“There were two main international student organizations at the time—one Eastern and Communist, the other Western. When the left was in power, they had joined the Communist IUS based in Prague. One of the first actions of Bjarni Beinteinsson’s council was to leave it.”

The 1956 Hungarian Uprising had left many council members disillusioned with the IUS’s silence.

“That came up again during my time. In early 1959, Bolli Gústavsson and I attended a conference with the Western group. A representative from the IUS showed up, trying to defend their lack of protest against the Soviet invasion. He claimed no proposal had been made to that effect.”

„Svo kom það mál upp aftur í minni tíð. Við Bolli Gústavsson fórum í febrúar 1959 á ráðstefnu í hinum alþjóðasamtökunum, og þá var fulltrúi IUS þangað kominn. Hann reyndi að verja aðgerðaleysi IUS gagnvart hernaði Sovétmanna í málum Ungverjalands til að berja niður uppreisnina. Hann gaf sem skýringu á því að þeir hefðu ekki aðhafst neitt að það hefði ekki komið fram nein tillaga um slíkt. Þá vildi svo vel til að ég var með Vökublað með mér, þar sem Bjarni Beinteinsson hafði sagt frá tillögu sem hann hafði lagt fram, um að IUS mótmælti afskiptum Sovétmanna,“ segir Ólafur. Þegar hann hafi upplýst um þetta hafi orðið „heilmikið uppistand“ á ráðstefnunni.

„Þar með þótti ljóst að það var ekki orði trúandi sem þessi maður segði. Að fundinum loknum þyrptust fulltrúar að okkur Bolla og létu í ljóst ánægju með að hægt hafi verið að upplýsa um þetta,“ segir Ólafur, og hugsar auðsjáanlega hlýlega til tímans í Stúdentaráði.

Stórar hugmyndir um betri aðstöðu

„Það var nú haft eftir gárungum á Nýja garði að þetta væri svo lágt að þetta dygði ekki nema rétt fyrir einu góðu helgarfylleríi. Það var reynt berjast fyrir hækkun á lánunum,“ segir Ólafur.

Stúdentagarðar og búsetumál stúdenta skiptu líka sköpum, en Ólafur kom að ansi stórtækum breytingum í þeim málaflokki. Hann segir að á þessum árum hafi þótt síður viðeigandi að stúdentar gengju í hjónaband og eignuðust börn fyrr en að háskólaprófi loknu.

Luckily, Ólafur had brought a copy of Vaka magazine, in which Bjarni Beinteinsson had described submitting such a proposal.“It caused quite an uproar at the conference. Afterward, several delegates approached us to express their appreciation for setting the record straight.”

Bold visions for student housing

Domestically, Ólafur recalls a range of pressing issues. One of the biggest was the inadequacy of student loans. “There was a joke going around Nýi Garður [student housing] that the loan was just enough to fund one solid weekend binge. We tried to get that increased.”

Housing was another critical issue. Social norms frowned on students marrying or having children before finishing their degrees—but that was changing.

“More were marrying during their studies and starting families, so the idea of ‘married student housing’ was gaining ground. Denmark was one of the models we looked to.”

A foundation laid Á innlendum vettvangi segir Ólafur að baráttumálin hafi verið mörg og fjölbreytt. Fyrst nefnir hann lán til stúdenta, sem þóttu allt of lág á þessum árum, og greinilegt að sumt breytist seint.

„En þetta var óðum að breytast og það var orðið dálítið um það að stúdentar giftu sig meðan á námi stóð, og væru jafnvel komnir út í barneignir. Því var komin af stað dálítil umræða um hjónagarða. Fyrirmynd af því mátti til dæmis finna í Danmörku.“ Ástand og viðhald þeirra stúdentagarða sem fyrir voru hafi hins vegar verið þannig að meiri hluti stjórnar garðanna hafi sagt að enginn grundvöllur væri fyrir nýbyggingum. Í formannstíð Ólafs hafi engu að síður verið stofnuð nefnd til að kanna grundvöll þess að stúdentar tækju yfir hótelrekstur á stúdentagörðunum, sem hafði verið stundaður á sumrin, með útleigu til hótelhaldara í Reykjavík.

Despite poor maintenance of existing dorms, a committee was formed during Ólafur’s time to explore the possibility of students taking over summer hotel operations in the dormitories, then leased to a hotelier.

“Rent was stagnant, and many felt it was too low. Our committee found that the main financial risk lay in food services, not lodging. We pushed hard and eventually took over the operation.”

They avoided direct competition with the soon-to-open Hótel Saga but succeeded in launching the student-run business.

“The venture turned a better profit than the previous lease agreements. That success laid the financial groundwork for seriously pursuing married student housing.”

Further progress followed. At the time, it was difficult to obtain textbooks from abroad, with delays from the university office often postponing the start of courses.

“So, we decided to found the Student Bookstore. We even passed laws establishing it.

With the bookstore, the council’s executive director, and Áhættureksturinn tryggði hjónagarða

Benedikt Blöndal, our treasurer—and later a Supreme Court judge—drafted the law. It changed students’ access to books completely.”

Ólafur also recalls joining the Scandinavian Student Travel Service (SSTS).

“They issued student cards for discounted train travel on the continent. Lots of students used them.”

„Margir stóðu í þeirri meiningu að leigan sem hann greiddi væri allt of lág, og hún hafði ekkert breyst milli ára. Nefndin skilaði skýrslu og þar var dregið fram að áhættan í þeim rekstri, svo talað sé um áhætturekstur, lægi fyrst og fremst í rekstri veitingasölunnar. En þetta var mál sem brann svo á okkur að þegar ég hætti sem formaður gerðist ég formaður nefndar sem fylgdi málinu eftir. Í henni voru Styrmir Gunnarsson og Jón Böðvarsson.“

Á sama tíma hafi bygging Hótels Sögu verið komin áleiðis, og stutt í að það tæki til starfa. Ekki hafi þótt ráðlegt að ráðast í samkeppni við nýopnað glæsihótel, þó hótelhald á görðunum hafi verið afar frábrugðið því sem fyrirhugað var á glæsihótelinu Sögu.

„Það var bara ekki meira um erlenda ferðamenn á landinu á þeim tíma en svo, að okkur þótti ekki gott að byrja reksturinn á sama ári. Það átti mikinn þátt í að við lögðum mikla áherslu á að drífa í þessu, og við gerðum það.“

Stúdentaráð hafi því samþykkt að ráðast í reksturinn, eftir tillögum frá nefndinni, árið eftir að Ólafur gegndi embætti formanns.

„Niðurstaðan varð sú að reksturinn skilaði betri afkomu heldur en hafði fengist af útleigunni. Þetta varð grundvöllur undir það að fljótlega var hægt að fara að tala í alvöru um byggingu hjónagarða, mun meiri alvöru heldur en verið hafði,“ segir Ólafur.

Grunnurinn lagður

Framfaramálin sem koma Ólafi til hugar þegar hann lítur yfir farinn veg eru fleiri. Hann segir að á sínum tíma hafi verið vandkvæðum bundið að fá námsbækur erlendis frá en skrifstofa háskólaritara hafði séð um að útvega þær. Stundum hafi afhending bóka tafist svo mjög að það tafði upphaf kennslu.

„Við ákváðum að taka yfir rekstur Bókakaupa, og sett voru lög um Bóksölu stúdenta. Hún var stofnuð þarna. Benedikt Blöndal, gjaldkeri Stúdentaráðs og seinna hæstaréttardómari, samdi lögin. Þetta fór vel af stað og gjörbreytti aðstöðu stúdenta til bókakaupa. Það var mjög mikilvægt skref sem þarna var stigið,“ segir Ólafur.

Ólafur rifjar einnig upp að komið hafi verið á sambandi við norræna ferðaþjónustu fyri stúdenta, Scandinavian Student Travel Service, eða SSTS. „Þeir gáfu út, og við seldum, kort til stúdenta sem giltu fyrir ódýrar járnbrautarferðir á meginlandinu. Það voru margir sem nýttu sér þetta.“ Hann segir að með tilkomu bóksölunnar, ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs og hótelrekstursins hafi komið til sögunnar vísarnir að því sem síðan sameinaðist undir félagsstofnun Stúdenta.

the hotel venture, the beginnings of today’s Student Services Foundation were formed. Would it be fair to say you and your peers laid the groundwork for student life as we know it?

“Yes, I think that’s accurate.”

A face-to-face fight

Ólafur looks back fondly on election campaigning. Before social media, elections played out in student papers and debates.

“There were some brilliant opinion pieces. I especially remember the witty columns by Magnús Þórðarson in Vaka.”

Public debates were held before elections, with outgoing council members presenting their work.

“They were intense. Everyone running had the chance to speak, and things got lively—with plenty of heckling,” he says with a smile.

Not all battles won

Despite their efforts, not all goals were met. In late 1958, the council wanted to host a New Year’s party in the university’s main building to avoid rental fees.

“It had been done once before. The university council supported it, but the Ministry of Education banned it, citing laws against alcohol in government-funded school buildings.”

Minister Gylfi Þ. Gíslason was criticized in the student paper. “This ban really annoyed people, especially since it echoed the same frustrations about low student loans. We pushed hard, but didn’t win that one.”

A priceless experience

Asked what stands out most, Ólafur finds it hard to choose.

“There were so many achievements, but what I cherish most is the social aspect—the people I met, the atmosphere. It was fun and rewarding. That said, it did slow down my studies,” he adds with a grin.

Though he doesn’t follow student politics closely today, he still takes joy in Vaka’s successes.

“I assume the core of the work is much the same—fighting to improve student life.”

Any advice for today’s students?

“It’s hard to choose one thing, but being part of student life is incredibly important—for personal growth and the connections you make. They can be invaluable later.” Ólafur says he’s grateful for both the academic and social aspects of his university years.

“All of it has meant a great deal to me,” he says. Stúdentablaðið thanks Ólafur for sharing his insight into student life more than 60 years ago.

Þannig að þú og þínir samferðamenn hafi lagt grunninn að því sem stúdentar fást við í dag?

„Já, það má í raun segja það.“

Baráttan háð augliti til auglitis

Ólafur minnist kosningabaráttunnar í háskólanum með hlýhug. Í dag fer kosningabaráttan að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum, en eins og sögufróðir lesendur þekkja eflaust margir var þeim vettvangi ekki til að dreifa á sjötta áratug síðustu aldar. Í þá daga hafi baráttan að miklu leyti farið fram á síðum blaðanna og á stúdentafundum.

„Það var mjög skemmtilegt margt sem skrifað var í blöðin. Mér eru sérstaklega minnisstæðar greinar sem Magnús Þórðarson, einstaklega ritfær og hnyttinn maður, skrifaði í blað Vöku,“ segir Ólafur. Þá voru haldnir skilafundir í aðdraganda kosninga, þar sem fráfarandi Stúdentaráð gerði grein fyrir verkum sínum. Ólafur rifjar upp að það hafi verið verulega fjörugir fundir, og hart tekist á.

„Þar höfðu allir sem buðu fram tækifæri til að flytja sitt mál. Það var oft líflegt, með frammíköllum og öðru slíku,“ segir Ólafur

Ekki eintómir sigrar

Þrátt fyrir atorkumikla hagsmunabaráttu rifjar Ólafur upp að ekki hafi alltaf unnist fullnaðarsigur í öllum mögulegum málum.

Um áramótin 1958 til 59 vildi Stúdentaráð halda áramótafagnað í anddyri aðalbyggingar háskólans, til þess að komast hjá því að leggja út fyrir leigu á samkomustað.

„Þetta hafði verið gert einu sinni áður. Meiri hluti háskólaráðs studdi þetta, en menntamálaráðuneytið lagði blátt bann við þessu og vísaði til ákvæða í lögum um að ekki mætti hafa áfengi um hönd í skólahúsnæði sem reist væri með stuðningi ríkisins. Það var tekist mjög hart á um þetta.“

Meðal annars hafi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, sætt harðri gagnrýni á síðum þessa blaðs hér. „Það var óánægja með þetta, og reyndar blandaðist inn í þetta óánægja með hvað stúdentalánin voru lág. En þrátt fyrir mjög eindreginn vilja Stúdentaráðs, þá náðist þetta ekki í gegn,“ segir Ólafur.

Ómetanleg reynsla

Þrátt fyrir atorkumikla hagsmunabaráttu rifjar Ólafur upp að ekki hafi alltaf unnist fullnaðarsigur í öllum mögulegum málum.

Um áramótin 1958 til 59 vildi Stúdentaráð halda áramótafagnað í anddyri aðalbyggingar háskólans, til þess að komast hjá því að leggja út fyrir leigu á samkomustað.

„Þetta hafði verið gert einu sinni áður. Meiri hluti háskólaráðs studdi þetta, en menntamálaráðuneytið lagði blátt bann við þessu og vísaði til ákvæða í lögum um að ekki mætti hafa áfengi um hönd í skólahúsnæði sem reist væri með stuðningi ríkisins. Það var tekist mjög hart á um þetta.“

Meðal annars hafi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, sætt harðri gagnrýni á síðum þessa blaðs hér. „Það var óánægja með þetta, og reyndar blandaðist inn í þetta óánægja með hvað stúdentalánin voru lág. En þrátt fyrir mjög eindreginn vilja Stúdentaráðs, þá náðist þetta ekki í gegn,“ segir Ólafur.

Tilgangur blómsins

The Purpose of the Flower

Okkar veruleiki ilmar ekki af sakleysi hins auðmjúka sumarblóms sem á sér einfaldan tilgang. Öfugt við blómið á okkar veruleiki sér engan óumflýjanlegan tilgang og streitist af öllum lífs og sálar kröftum á móti hringrásinni sem blómið umfaðmar. Tilgangur blómsins er sannleikur þess. Það vex úr grasi, blómstrar og fellir fræ, þar til hringrásin hefst upp á nýtt. Hreinn sannleikur blómsins á sér rætur í þeim náttúrulega tilgangi sem okkar veruleiki áskilur ómenntaðri undirstétt og þriðja heims ríkjum. Hreinn sannleikur blómsins er ekki sannleikur fyrir okkar veruleika, heldur meðvitundarlaus virkni. Það er of flækjulaust að fjölga sér einfaldlega eins og lífvana bakteríur og iðjulaus blóm. Í stað þess horfir okkar veruleiki í átt að æðri og endanlegri sannleika, og þó hann hylji ekki beinlínis sannleikann sem hann leitar að, hylur hann þá staðreynd að enginn slíkur sannleikur er til, með því að birtast sjálfur sem sannleikur – sem hugmyndafræðilegur sannleikur.

Ef til vill er ólíku saman að jafna, þegar framgangur hugmyndafræðilegra markmiða er hafður sem óumdeilanlegur sannleikur mannlífsins, á sama hátt og frjóvgun náttúrunnar er órækur sannleikur blómsins.

Our reality does not carry the scent of innocence found in the humble summer flower, which exists for a simple purpose. In contrast, our reality knows no unavoidable aim and struggles with all its bodily and spiritual force against the cycle the flower so willingly embraces. The flower’s purpose is its truth. It rises from the soil, blooms, drops its seeds—then the cycle begins anew. The pure truth of the flower lies in the natural role our reality has long assigned to the uneducated underclasses and the so-called third world. But that truth doesn’t apply to us. It’s mechanical. Mindless. Reproduction, as effortless as bacteria and passive blossoms, is far too simplistic. Our reality seeks a greater, final truth. And even if it doesn’t exactly hide the truth it’s searching for, it does conceal the fact that no such truth exists—by presenting itself as that very truth: an ideological truth.

Perhaps the comparison is unfair, when the pursuit of ideological goals is held to be the indisputable truth of human existence, while reproduction is the self-evident truth of the flower.

En undir yfirskini sannleikans hefur okkar veruleiki hausavíxl á þessu tvennu. Því hann er ekki eins og æðrulaust sumarblóm sem bíður eftir að springa út og fella fræ undir dýrðarljóma sólarinnar. Öðru nær. Okkar veruleiki er vígvöllur hugmyndafræðilegrar styrjaldar sem hyggst brjóta tilgang náttúrunnar á bak aftur og endurskapa hann á ný í enn fullkomnari mynd – í sinni eigin mynd. Metnaður manna til að endurskapa náttúruna og heiminn eftir sinni fyrirmynd felst í því að þeir telja sig hafa numið sannleikann. Af slíkum misskilningi hefur margt gott sprottið, sannleikurinn þar með talinn.

En enginn getur numið sannleika mannlífsins á brott og eignað sér hann. Því öfugt við einfaldan sannleika blómsins í náttúrunni eru birtingarmyndir okkar veruleika langtum fleiri en menningarnar sem þær eru sprottnar af og of ósamrýmanlegar til að endurspegla óhrekjanleg sannindi. Öllu heldur hylja birtingarmyndir veruleikans að engin slík allsherjar sannindi eru til. Þær eru til marks um að okkar veruleiki er tvöfaldur í roðinu, að hann er hvort tveggja það sem hylur að enginn varanlegur sannleikur er til og um leið „sannleikurinn“ sem er hulinn. Sökum þess er „sannleikurinn“ ekki sannleikurinn í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur er hann ávallt hvaðeina sem birtist fyrir augum okkar – hann er ásýndin sem hylur að enginn sannleikur er til.

Okkar veruleiki er eins og Adam Sandler í kvikmyndinni Uncut Gems, þar sem góðkunnur gamanleikari fer með hlutverk gráðugs skartgripasala, sem dregur undan, laumast og lýgur að fólkinu í kringum sig, í þeim tilgangi að viðhalda þóknanlegri ímynd af sjálfum sér. Hann á tvær fjölskyldur en hvorug veit af hinni og þannig heldur leikritið áfram á meðan sjónhverfingar yfirborðsins hylja baktjaldamakkið. Þangað til annað kemur í ljós er sú útgáfa sannleikans viðtekin sem leikarar mannlífsins halda á lofti. Það sem skeður á baksviði sannleikans er í raun innihaldslaus froða, einu gildir að leikmyndin haldist óspillt á yfirborðinu.

Enda er sannleikurinn mannanna smíði. En hann er aldrei fullkláraður smíðisgripur og þeim mun síður laus undan merkjum verkfærisins sem skóp hann. Þvert á móti ber hann þess merki að hafa mótast af hamarshörku mannlegra þarfa, af dyntum hagsmunavaldsins og friðþægingu yfirborðsins.

Gabríel Dagur Valgeirsson

But our reality confuses the two under the illusion of truth. For it is not like a carefree summer flower waiting to bloom and scatter its seeds beneath the radiant sun. Not at all. Our reality is a battlefield of ideology, determined to overthrow nature’s purpose and remake it anew—this time in its own image. Humanity’s urge to remake nature and the world stems from the belief that we’ve discovered truth. And from such misunderstanding, many great things have emerged— truth included.

But no one can extract and claim ownership of the truth of human life. Unlike the simple truth of the flower, the manifestations of our reality are far more numerous than the cultures that shaped them—and far too irreconcilable to reflect any singular truth. Instead, these manifestations reveal that no such universal truth exists. They show that our reality is twofold: both the mask that conceals the lack of truth, and the “truth” that is concealed. In this way, “truth” is never truth in any proper sense. It is whatever appears to our eyes—it is the surface, the illusion that hides the absence of truth.

Our reality is like Adam Sandler in Uncut Gems, where a familiar comedian plays a greedy jeweler who cheats, sneaks, and lies to maintain an illusion of control. He has two families, neither aware of the other. The show goes on, while surface-level glamor hides the backstage chaos. Until proven otherwise, the prevailing version of truth is the one actors in life’s theater hold up. What happens behind that stage is empty froth— what matters is that the set remains intact. For truth is a human invention. Never a finished artifact, and certainly not untouched by the tools that shaped it. On the contrary, it bears the marks of being hammered together by human need, economic power, and surfacepleasing compromises.

That’s one side of our reality. On the other, it is indeed transparent—like the life of the flower, shaped by nature. Our reality first blossomed in such a world. But through its internal nature and intellect, it has abandoned its roots. Instead of drawing nourishment from life, like the flower’s roots do, our reality has torn itself out and cemented foundations into wounded earth. That is our reality—pressing in on all sides. It is concrete-lit weeds, rooting and spreading wherever a footprint lands.

Svona er okkar veruleiki í aðra röndina. Í hina er hann vissulega gegnsær eins og líf blómsins í náttúrunni; eins og hann er af náttúrunnar hendi –umhverfi þeirrar gerðar sem okkar veruleiki blómstraði upphaflega í. En vegna innri gerðar sinnar og andríkis hefur okkar veruleiki yfirgefið uppruna sinn. Í stað þeirra næringarríku tengsla við lífið sem rætur blómsins eru til marks um, hefur okkar veruleiki rifið sig upp með rótum og gróðursett steinsteypta sökkla í moldarsárin. Þannig er okkar veruleiki. Hann er alltumlykjandi og þyrpist fram í þrengslum. Hann er steinsteypt og raflýst illgresi sem skýtur rótum og breiðir úr sér alls staðar sem drepið er niður fæti. Það má svo gott sem engu skipta að okkar veruleiki sé sprottinn úr náttúrunni.

Enda er hann alltaf öðrum þræði á harðahlaupum undan henni og hrökklast flóttalega inn útþynntan sýndarheim; inn í afsteyptan veruleika sem hylur að engan sannleika er að finna handan náttúrunnar.

Eins og sakir sanda er þó ekki áreynslulaust að vísa þessum útþynnta sýndarheimi frá sem eintómri blekkingu. Því enda þótt raunveruleikinn verði okkur sífellt framandlegri, vegna æ fyllri fjarlægðar frá honum, á sýndarheimurinn engu að síður rót sína að rekja til raunveruleikans og birtist sannarlega í honum. Það er nefnilega ekki hægt að segja, að framandleiki heims sem er orðinn óskyldur okkar hversdagslega veruleika, sé í senn framandleiki sem er með öllu óskyldur okkar veruleika. Framandleikinn hefur þvert á móti grafið um síg í okkar veruleika og í honum hefur raunveruleikinn jafnframt öðlast nýja birtingarmynd. Í ljósi þess felst undirstaða þessara andstæðna –raunveruleikinn og náttúran annars vegar og okkar veruleiki og sýndarheimurinn hins vegar – í gagnkvæmri umbreytingu þeirra í hvor aðra. Sýndarheimurinn er raunverulegur og fyrir vikið birtist raunveruleikinn innan sýndarheimsins.

Aftur á móti er tilvist sýndarheimsins fyrst og fremst fólgin í þeirri birtingu sem hann tekur á sig fyrir augum okkar, og litlu öðru. Hann er ímyndin, yfirborðið og útlitið; en ekki innblásturinn, dýptin og innihaldið; en þessum andstæðum er ekki lengur haldið í sundur.

That it was born of nature hardly matters now. For it is always, in part, on the run from nature, retreating into a watered-down simulation—a reflected world that masks the absence of truth beyond nature. Yet this virtual world cannot be dismissed as a mere illusion. Even as reality feels ever more foreign— more distant—the simulated world still originates from the real and appears within it. We cannot say that the strangeness of this world, so alien to our lived experience, is itself completely unrelated to our reality. Quite the opposite—the unfamiliar has deeply embedded itself into the real. In it, reality has found new form.

Thus, the foundation of the opposition— between reality and nature on one side, and simulation and our constructed world on the other—lies in their mutual transformation. The simulated is real, and so reality now appears within the simulation. But the simulated world exists only as it appears to us— not as inspiration, depth, or meaning. It is surface, image, appearance. And those opposites—depth and surface, content and form—are no longer kept apart.

PrófaStjörnuspá

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Elsku vatnsberinn minn. Þú bara getur ekki fyrir þitt litla líf setið kyrr, og því eru prófin þér afskaplega erfið. Fáðu þér svona skrifborðsgöngubretti til að ná inn skrefunum á meðan þú lærir. Ekki segja neinum frá því samt. Það er svo asnalegt.

Fiskur

19. febrúar – 20. mars

Fiskur, fiskur, fiskur. Prófin draga fram það allra versta í þér og það taka allir eftir því. Minnkaðu skjátímann áður en þú ferð að sofa og ekki stilla vekjaraklukku. Sofðu út og lærðu heima. Þetta ráð er ekki til að hjálpa þér heldur öllum sem þyrftu annars að umgangast þig. Þú ert mjög krefjandi.

Hrútur

21. mars – 19. apríl

Hrútur, þú ert þrjóskasta stjörnumerkið. Víst! En þú mátt ekki láta þrjóskuna taka yfir lærdóminn. Ef einhver segir þér að þú sért að misskilja námsefnið þá verður þú að taka til greina að það geti verið rétt. Og plís hættu að gnísta tönnum á meðan þú glósar.

Naut

Tvíburi

21. maí – 20. júní

Kæra naut, þú ert að læra yfir þig. Slakaðu aðeins á. Ég mæli með því að þú takir bæjarröltið, finnir þér gott kaffihús þar sem þú getur setið úti, og hugsir um eitthvað allt annað en lærdóminn. Fáðu þér samt decaf, þú ert svo hyper í prófunum.

20. apríl – 20. maí Krabbi

22. júní – 21. júlí

Tvíburi. Þú ert sterklega að íhuga að hringja þig inn veikan og fara í sjúkrapróf. Hvað ertu að pæla? Þú kannt þetta allt miklu betur en þú heldur! Og það er betra að reyna og fara svo mögulega kannski í endurtekt frekar en að hafa þetta hangandi yfir sér. Settu þig í stand og hættu að reyna að fresta lífinu. King krabbi! Þú verður að vera duglegur. Þú hefur verið að vinna með 10/50 taktíkina (læra í tíu mínútur og hvíla í 50 mínútur). Það er kannski ekki aaaalveg málið. Ég er ekkert að segja að þú þurftir að fara alveg yfir í 50/10, en reyndu kannski að nálgast 30/30 eða eitthvað. Minna TikTok, meira Powerpoint.

Ljón

22. júlí – 22. ágúst

Sko. Ég veit að þú veist þetta, elsku ljón, en ég verð samt að segja það við þig: Stanley-brúis, nýjasti Mettasport gallinn og TakkTakk derhúfa eru ekki að fara að klára þessa prófatörn fyrir þig. Þetta er allt alveg flott dót en þegar þú ert að gleyma tölvunni heima því þú ert svo upptekinn af fittinu þá er þetta orðið vandamál.

Meyja

23. ágúst – 22. september

Meyja, playa. Nei, nei, ég segi svona. Sko. Hvíldu bæinn þessar tvær til þrjár helgar sem próftímabilið er. Auto verður þarna líka eftir próf. Ef þú ert að kreiva geturðu tekið lærdómssession á Kja, en ekki eyðileggja tvo af sjö lærdómsdögum í viku hverri með einhverju þynnkumóki. Þú hefur heilt sumar fyrir framan þig. Hausinn upp!

Vog

23. september – 22. október

Jæja vogin mín. Mér sýnist þú bara vera að standa þig vel. Þú drekkur nóg af vatni og hvílist vel. Mættir reyndar íhuga að bursta tennurnar á morgnana, ekki bara á kvöldin. Annars ertu bara á fínni leið.

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Ég er með vondar fréttir. Það er alveg sama hvað þú lærir mikið í þessari prófatíð. Prófið þitt mun týnast og það verður einhvern veginn þér að kenna. Þú fellur og þarft að taka allt árið aftur. Stjörnurnar hafa talað. Þessu verður ekki breytt.

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Kæri bogmaður. Nýja Smitten-crushið þitt á ekki að ganga fyrir þessa prófatíðina. Þú getur alveg farið í einhvern ömurlegan small talk ísbíltúr þegar prófin eru búin. Upp með hausinn, fókusinn í lag, og græjaðu þetta. Ástín má bíða í nokkra daga.

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Þú þarft ekki að læra. Þú kannt þetta allt hvort sem er. Og ef þú kannt það ekki, giskaðu þá bara.

Examseson Horoscope

Aquarius

January 20 – Febuary 18

Oh, my dear Aquarius. Sitting still just isn’t in your DNA, which makes exams extra hard for you. Consider getting a walking pad for under your desk to sneak in some steps while you study. Just… don’t tell anyone. It’s a little embarrassing.

Pisces Febuary 19 – March 20

Pisces, Pisces, Pisces. Exams bring out the absolute worst in you—and everyone notices. Cut your screen time before bed and skip the alarm. Sleep in and study at home. This advice isn’t for your sake—it’s for everyone else who has to deal with you. You are a lot.

Aries March 21– April 19

Aries, you are the most stubborn sign. Yes, you are! But don’t let that get in the way of your studies. If someone says you’ve misunderstood something, maybe—just maybe—they’re right. Oh, and please stop grinding your teeth while taking notes.

Taurus April 20 – May 20

Dear Taurus, you’re overdoing it. Relax a bit. Take a stroll downtown, find a cozy café with outdoor seating, and think about literally anything besides school. Get a decaf though—you’re already way too wired during exams

Gemini May 21 – June 20

Gemini. You’re seriously considering faking sick to get a makeup exam. What are you thinking? You know this way better than you think! It’s better to try and maybe retake it than let it hang over your head. Pull yourself together and stop postponing life.

Cancer June 22 – July 21

King Crab! Time to get it together. You’ve been doing the 10/50 study method (10 minutes on, 50 minutes off). That’s... not ideal. Not saying you have to go full 50/10, but maybe try 30/30? Less TikTok, more PowerPoint.

Grein/ Article Hildur

Leo July 22 – August 22

Okay. I know you know this, dear Leo, but I have to say it anyway: the Stanley cup, the new Metta tracksuit, and your TakkTakk cap aren’t going to get you through these exams. They’re great and all, but when you’re forgetting your laptop because you’re too busy with your fit… that’s a problem.

Virgo August 23 – September 22

Virgo, you party animal. Kidding. Kind of. Listen—skip the nightlife for just two or three weekends during exams. Auto will still be there when it’s over. If you’re craving it, do a study session at Kja, but don’t waste two of your seven weekly study days on a hangover. You’ve got a whole summer ahead of you. Stay focused!

Libra September 23 – October 22

Alright, my sweet Libra. Looks like you’re doing pretty well. You’re drinking water, getting rest… You could consider brushing your teeth in the morning though, not just at night. Other than that, you’re golden.

Scorpio October 23 – November 21

Bad news. No matter how much you study this exam season, your test will somehow go missing—and it’ll totally be your fault. You’ll fail and have to redo the whole year. The stars have spoken. It is what it is.

Sagittarius

November 22 – December 21

Dear Sag. Your latest Smitten crush should not be your top priority right now. You can go on that awkward small-talk ice cream drive after exams. Chin up, focus mode on, and crush those finals. Love can wait a few day

Capricorn December 22 – January 19

You don’t need to study. You already know all of it. And if you don’t, just guess.

Arkitektúrganga Danna Hjö

Askja er ótrúlega falleg og vel heppnuð bygging. Hún er fáguð og hleypir inn miklu ljósi. Ég hef lítið chillað þar en mikið fylgst með henni og dást að henni úr fjarska. Ef byggingar háskólans væru gellur væri Askja heitasta gellan.

Uppáhalds staðurinn minn í Öskju er að standa á 2. hæð og horfa í áttina að innganginum.

Askja is an incredibly beautiful and well-executed building. It’s refined and lets in tons of natural light. I haven’t spent much time hanging out there, but I’ve admired it from afar often. If university buildings were women, Askja would be the hottest one.

My favorite place in Askja is the spot on the second floor where you can stand and look toward the entrance.

Aðalbygging the Main Building

Líkt og allir góðir stúdentar vita var Aðalbyggingin tekin í notkun árið 1940. Allir góðir stúdentar vita líka að Háskólinn var stofnaður árið 1911. En hvar var hann frá 1911 til 1940? Í Alþingishúsinu auðvitað. Aðalbyggingin er stórglæsileg og hönnuð af konungi íslenskrar byggingarlistar, Guðjóni Samúelssyni. Hún er stílhrein og í yndislegum hlutföllum, og nýtur sín vel á hásæti sínu efst í Vatnsmýrinni. Hún er undir augljósum Art Deco áhrifum en Guðjón tileinkaði sér þann stíl í nokkrum af byggingum sínum, t.a.m. í Þjóðleikhúsinu og Laugarneskirkju.

Þegar byggingin var vígð þótti hún öll hin glæsilegasta, og þykir hún það enn. Haft var eftir Guðjóni að byggingin hafi verið svo vel búin og stór að aldrei þyrfti að reisa aðra byggingu undir Háskólan. Ofmat? Já. En gott hugarfar? Klárt.

Uppáhalds staðurinn minn í húsinu er bókastofan á fyrstu hæð. Alvöru góð, hlý, stofnanastemming þar.

As every good student knows, the Main Building opened in 1940. Every good student also knows the university was founded in 1911. But where was it between 1911 and 1940? In the Parliament House, of course. The Main Building is a masterpiece, designed by the king of Icelandic architecture, Guðjón Samúelsson. It’s elegant, perfectly proportioned, and proudly sits atop Vatnsmýri. Strongly influenced by Art Deco, which Guðjón embraced in several of his other buildings— like the National Theatre and Laugarnes Church. At the time of its inauguration, it was considered exceptionally grand—and still is. Guðjón reportedly said it was so spacious and well-equipped that no additional buildings would ever be needed for the university. Overconfident? Sure. But what a mindset.

My favorite place in the building is the bookstore on the first floor. It’s warm, cozy, and has that real institutional vibe.

8/10

Lögberg

Krúnudjásn háskólasvæðisins. Glæsileg bygging sem fellur vel að umhverfi sínu. Létt en um leið þung. Innan veggja Lögbergs má finna rjómann af íslenskri akademíu. Fólk sem pælir í stóru myndinni og reynir að koma reglu á óreiðukennt samfélag. Hetjur. Húsið var tekið í notkun árið 1970 og að mínu mati eldist það merkilega vel. Arkitektinn er Garðar Halldórsson sem var síðasti húsameistari ríkisins. Hann er þekktur fyrir að hafa teiknað Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins, og ef vel er að gáð má sjá sterk höfundareinkenni í báðum húsum. Þá teiknaði hann annað hús á háskólasvæðinu, Sögu, en Garðar hannaði viðbyggingu við upprunalega hluta hússins, sem faðir hans teiknaði nokkru áður.

Lögberg stendur sem klettur á háskólasvæðinu, festa sem veitir öryggi. Byggingin er stílhrein og einföld, en mjög vönduð. Sér í lagi að innan. Flestar innréttingar eru upprunalegar og ef þeim hefur verið skipt út var það gert af óþörfu.

Uppáhalds staðurinn minn í húsinu er að sjálfsögðu lesstofa laganema.

The crown jewel of the university campus. A striking building that fits beautifully into its surroundings. Light, yet solid. Within Lögberg’s walls you’ll find some of Iceland’s top academics—people who think big and try to bring order to a chaotic society. Heroes. The building opened in 1970 and, in my opinion, has aged remarkably well. The architect was Garðar Halldórsson, the last official State Architect. He also designed Valhöll, headquarters of the Independence Party—and you can spot the similarities if you look closely. Garðar also worked on an extension to Saga, another campus building originally designed by his father.

Lögberg stands like a rock on campus—a foundation of safety and strength. It’s minimal and tasteful, especially inside. Most of the furnishings are original, and any replacements were unnecessary. My favorite spot in Lögberg is, naturally, the law students’ reading room.

10/10

Háskólatorg var tekið í notkun að mig minnir 2005, sem er flott bara. Byggingunni er ætlað að sameina nokkuð sundrað háskólasvæði. En lítil tenging bygginga er að mínu mati helsti veikleiki svæðisins. Reynt hefur verið að laga þetta, m.a. með Háskólatorgi. Byggingin var hönnuð og reist á sama tíma og Gimli og báðar hannaðar af Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa hannað höfuðstöðvar Orkuveitunnar og stórhýsin sem kennd eru við skuggahverfið.

Háskólatorg þjónar hlutverki sínu vel þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega íburðarmikil bygging. Háskólatorg er hjarta háskólasvæðisins og á torginu má finna alla helstu þjónustu við námsmenn, má í því samhengi nefna Hámu, Bóksöluna, alls konar þjónusturáðgjafareitthvaðsvið á vegum skólans, og síðast en ekki síst Stúdentakjallarann. Hvar ég fæ mér stundum bjór. Síðan er líka skrifstofa Stúdentaráðs þar, sem er góður staður til að vera á.

Uppáhalds staðurinn minn á HT er Kja

University Square—I think it opened in 2005? Not bad. The building was intended to unify a pretty scattered campus. But poor building-to-building connection is, in my opinion, the area’s main flaw. Attempts have been made to fix this, including the addition of this very structure. University Square was designed alongside Gimli, both by architect Ögmundur Skarphéðinsson. He’s best known for designing Reykjavík Energy’s HQ and the residential towers in the shadow district.

University Square serves its purpose well, even if it’s not the most extravagant building. It’s the heart of campus and houses most student services: Háma (cafeteria), the Bookstore, tons of support services offered by the university, and last but not least, the Student Cellar. Where I sometimes grab a beer. The Student Council office is also there—a good place to hang.

My favorite spot in HT? Kja, obviously

Háskólatorg University Square 6/10

Oddi

Oddi er frekar vanmetin bygging að mínu mati. Finnst eins og það sé einum of viðurkennt að tala Odda niður. Oddi er flott og góð bygging, sérstaklega að innan, lyftan er stórglæsileg, falleg litanotkun. Ég man ekki hvenær Oddi var reistur og það er lúðalegt að googla en Dr. Maggi Jónsson hannaði bygginguna. Hann er mjög flottur og duglegur arkitekt, teiknaði t.d. Blönduóskirkju, Fjölbrauta Suðurlands, og Öskju. Öll eru þessa mjög flott hús sem bera höfundareinkenni hans, sem Oddi gerir reyndar ekki. En samt bara flott. Sjálfsalarnir í Odda eru oft bilaðir, sem er miður. Hef ekkert það mikið að segja um Odda tbh, uppáhalds staðurinn minn í Odda er lyftan.

Oddi is, in my opinion, an underrated building. Feels like it’s become too trendy to trash talk it. But Oddi is solid—especially the interior. The elevator is stunning, and I love the color palette. I don’t remember when it was built, and I’m too lazy to Google it, but it was designed by Dr. Maggi Jónsson. He’s a cool and prolific architect, known for buildings like the Blönduós Church, Fjölbrautaskóli Suðurlands, and Askja. All beautiful and clearly show his signature style—though Oddi, weirdly, doesn’t. Still a good building. The vending machines are often broken though, which sucks. Don’t have much more to say tbh. My favorite thing in Oddi is the elevator.

7/10

Veröld – Hús Vigdísar House of Vigdís

Rétt eins og konan sem húsið er nefnd eftir þá hefur Veröld - hús Vigdísar séð tímana tvenna en erfiðlega gekk að tryggja fjármögnun hússins. Á endanum þurfti að leita til þjóðarinnar en ýmsir einkaaðilar, fyrirtæki, og stofnanir styrktu byggingu hússins. Húsið er teiknað af Kristjáni Garðarssyni og Davíð Pitt og var formlega opnað í apríl 2017. Húsið er tiltölulega látlaust að utan en innra skipulag þess er með ólíkindum vandað. Stiganir, rauði fyrirlestrarsalurinn, og stemmingin er uppá 10. Epic hús. Uppáhalds staðurinn minn í húsinu er að standa á neðstu hæðinni og horfa upp í gegnum húsið.

8/10

Just like the woman it’s named after, Veröld – House of Vigdís has seen its share of challenges. Funding the building was a major struggle. In the end, public donations, along with support from various private companies and institutions, made it happen. Designed by Kristján Garðarsson and Davíð Pitt, the building was officially opened in April 2017. From the outside it’s pretty modest, but the interior design is incredibly well thought out. The staircases, the red lecture hall, the whole vibe—10/10. Epic house. My favorite place in the building is standing on the bottom floor and looking up through the whole thing.

Háskólabíó University Cinema

Háskólabíó er náttúrulega ein mesta snilldin í leiknum.

Þarna leiða saman hesta sína tveir mestu meistarar sem hafa nokkurn tímann lagt blýant að blaði. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um konung fúnkismans Gunnlaug Halldórsson og lærisvein hans Guðmund Kr. Kristinsson, sem masteraði íslenskan módernisma uppúr miðri síðustu öld. Afrakstur samstarfsins er þessi ógnar skemmtilega og einkennilega bygging.

Þarna inni hafa verið haldin rosaleg partý, 700 manna fyrirlestrar í stærðfræðigreiningu eða eitthvað, og svo auðvitað ótal bíósýningar.

Uppáhalds staðurinn minn í húsinu er fallegi tengigangurinn sem tengir bíódæmið við móttökuna fyrir stóra salinn.

University Cinema is an absolute gem. A collab between two of the greatest architects ever to hold a pencil: the funk king Gunnlaugur Halldórsson and his protégé Guðmundur Kr. Kristinsson, who mastered Icelandic modernism in the mid-20th century. The result is this delightful and strange building. It’s hosted epic parties, 700-person calculus lectures, and of course, countless film screenings. My favorite spot? The elegant hallway connecting the theater side to the main lobby.

10/10

Þjóðarbókhlaðan The National Library

Þjóðarbókhlaðan er eitt glæsilegasta hús landsins. Rétt eins og önnur hús á þessum lista var bygging þess vandkvæðum bundin og illa gekk að fjármagna það. Hönnun hússins tók einnig sinn tíma en það var Þorvaldur S. Þorvaldsson sem hóf vinnuna en lést á hönnunartímanum. Þá tók Manfreð Vilhjálmsson við keflinu. Afraksturinn er þessi fallega bygging. Eina sem dregur hana niður er að það er mikil eymd og stress inni í henni. Annars flott bara.

Uppáhalds staðurinn minn í húsinu er fjórða hæðin þar ríkir þögn og kvíðinn er í hámarki.

The National Library is one of the most stunning buildings in the country. Like most others on this list, it was tough to get off the ground—both in terms of funding and design. Architect Þorvaldur S. Þorvaldsson started the project but passed away middesign. Manfreð Vilhjálmsson took over and delivered this beauty. The only downside? Inside, it’s kind of depressing and stressful. But architecturally? Gorgeous. My favorite spot is the fourth floor— dead silence and maximum anxiety.

AUGLYSING

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.