3 minute read

Sögur af Zoom

Sögur af Zoom

GREIN ARTICLE Helgi James Price Þórarinsson

Advertisement

Á þessum erfiðu tímum hefur tæknin verið til staðar og gert okkur kleift að halda náminu áfram eins vel og hægt er. Fjarfundarbúnaðir á borð við Teams og Zoom hafa því verið nýju skólastofur flestra síðustu vikurnar og gerum við öll okkar besta með það sem við höfum. En þessi breyting hafði í för með sér smá tækniörðugleika. Við höfum tekið saman nokkur eftirminnileg atvik sem áttu sér stað.

„Við vorum nýkomin í fyrsta tímann okkar á Zoom, margir voru mættir 10 mín áður en tíminn sjálfur byrjaði og sátu þarna flest með mynd og hljóð af. Kennarinn bað þau okkar sem áttum eftir að slökkva á hljóðnemanum að gera það þar sem það heyrðist smá kliður í bakgrunninum. Rétt áður en tíminn byrjaði heyrðist andvarp, meiri kliður og hurð lokað. Rétt áður en kennarinn gat sleppt orðinu „vinsamlegast hafið slö...“ heyrðist buna og svo sturtað niður. Ég hef ekki séð hana í tíma síðan.“

„Þetta var fyrsti tíminn okkar í fjarkennslu, kennarinn var að nota Teams og vissi ekki hvernig það virkaði almennilega, hann sendi okkur beiðni en þegar við reyndum að komast inn í tímann var okkur ekki hleypt inn. Kennarinn skildi ekki af hverju eða hvað var í gangi þannig hann sendi okkur nýja beiðni en mættum sama vandamáli. Korteri seinna nennti hann ekki að standa í þessu lengur og hætti við tímann.“

„Til að reyna að gera fjarfundartímana vinalegri og meira líka kennslustofu er hægt að gera bakgrunninn að kennslustofu þar sem við sitjum við borð. Það hjálpaði ekki.“

„Tíminn var nýbyrjaður, einn nemandi kom inn í fundinn, myndavélin var á og allir sáu hann setjast upp í bíl. Ekki góð byrjun að nota símann undir stýri fyrir framan kennarann.“

„Ég talaði við myndavélina í góða mínútu þangað til samnemandi benti mér góðlátlega á að ég væri á mute.“ “It was our first time in distance learning. The teacher was using Teams for the first time and didn’t know how to use it properly. He sent us an invite, but when we tried to open it, we weren’t let into the class. The teacher didn’t understand why it wasn’t working, so he sent us a new invite. The same thing happened again. Fifteen minutes later, he gave up and canceled the class.”

„Þetta var fyrsti tíminn í þessu námskeiði. Ég ætlaði að slökkva á myndavélinni svo ég gæti fengið mér bakkelsi. Ég var svo pepp að ég væri haxa kerfið með því að vera í fjartíma, í vinnunni og í kaffipásu á sama tíma. Ég tilkynnti öllum vinnustaðnum mínum það. Viti menn, ég slökkti ekki á myndavélinni heldur unmute-aði ég mig. Allt námskeiðið fékk að heyra af þessu haxi, þar á meðal kennarinn. “

Stories from Zoom

Through these difficult times, technology has made it possible for us to continue our studies. Teleconferencing equipment such as Teams and Zoom have been our new classrooms for the past weeks and we’re doing the best with what we have. But this change has brought with it some technical difficulties. We’ve gathered a few memorable incidents from the world of online learning:

“We had just arrived in our first class on Zoom. Many people showed up 10 minutes early and sat Stories there muted with their cameras turned off. The teacher asked those who hadn’t yet muted themselves to do so, as there was some background noise. Right before the class began, there was an audible sigh, more noise, and the sound of a door from Zoom closing. Right before the teacher could finish saying “Please turn off the sou…” we heard a trickling sound and then a flush. I haven’t seen her in class since.

“To try to make distance classes friendlier and more like classrooms, you can change the background to look like a classroom where everyone sits at a desk. It didn’t help.”

“The class had just started. Someone joined with their camera on and everyone present saw him step into a car. Not exactly a good start to the semester to use your phone while driving in front of the teacher.”

“I talked to the camera for a good minute before a fellow student kindly pointed out that I was on mute.”

“It was the first class in this course. I was going to turn off the camera so I could grab some baked goods. I was so pleased with myself. I was hacking the system by being in an online class, at work, and on my coffee break, all at the same time. I announced it to everyone at work. Lo and behold, I hadn’t actually turned off my camera, I’d un-muted myself, so everyone in the class heard me, including the teacher.”