Árbæjarblaðið 3.tbl 2014

Page 10

Árbæ 1. tbl. Jan 2014_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 3/13/14 1:08 PM Page 10

10

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Efla þarf hverfisþjónustu og samgöngur í Grafarholti-Úlfarsárdal - segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Borgaryfirvöld eiga að standa við fyrri fyrirheit sín um uppbyggingu og stuðla þannig að því að fjölbreytileg þjónusta geti byggst upp og þrifist í GrafarholtiÚlfarsárdal. Vel er hægt að bæta umferðartengingar við þennan borgarhluta og innan hans ef viljinn er fyrir hendi. Þá er mikilvægt að huga að bættum almenningssamgöngum við eystri hluta borgarinnar en í því sambandi er staðsetning nýrrar strætisvagnamiðstöðvar lykilatriði að sögn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fjallað var um gerð hverfisskipulags fyrir Grafarholt og Úlfarsárdal á fundi borgarráðs Reykjavíkur 6. mars sl. Kjartan segir að í drögum að skipulagslýsingu, sem unnin eru af óháðum arkitektum, komi skýrt í ljós að þeim þyki hverfisþjónusta vera af skornum skammti í hverfinu. Þá sýni helstu niðurstöður íbúasamráðs að íbúar Úlfarsárdals séu mótfallnir nýsamþykktu aðalskipulagi og vilji meiri byggð í hverfinu en þar sé fyrirhuguð. ,,Sagt er að Úlfarsárdalur sé eina hverfi borgarinnar þar sem íbúar óska beinlínis eftir aukinni byggð. Það sjá flestir að með aukinni byggð er líklegra er að hverfið verði sjálfbært með ýmsa þjónustu og sérverslanir, t.d. bakarí, ísbúð, hárgreiðslustofu, kaffihús, blómabúð o.s.frv. Sú ákvörðun borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins, að draga úr uppbyggingu íbúabyggðar í Úlfarsárdal miðað við það sem áður var ákveðið, eru ekki einungis svik við þá íbúa borgarinnar, sem þurft hafa að greiða hæst verð fyrir íbúðarlóðir sínar. Með þessari ákvörðun er einnig verið að skerða möguleika á uppbyggingu þjónustu í Grafarholti-Úlfarsárdal. Svo virðist sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti vinni markvisst gegn því að slík þjónusta byggist upp í úthverfunum en vilji heldur að íbúar þeirra sæki hana niður í Miðbæ.“ Bæta þarf umferðartengingar Í skipulagslýsingunni kemur einnig fram að bæta þurfi tengingar á milli hverfa og frá borgarhlutanum. Kjartan

segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ítrekað tekið þetta mál upp og óskað eftir úrbótum: ,,Á síðasta ári lagði ég til í borgarráði að að kannaðir yrðu tiltækir kostir við að bæta umferðartengingar við Grafarholt-Úlfarsárdal, íbúum hverfisins til hagsbóta og með það að markmiði að fjölga möguleikum Strætó bs. á að bæta þjónustu við hverfið. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar vildi ekki einungis skoða málið heldur felldi tillöguna. Og nú í febrúar lögðum við sjálfstæðismenn til að gripið yrði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Víkurvegar Reynisvatnsvegar og Þúsaldar annars vegar og gatnamót Þúsaldar og Vínlandsleiðar hins vegar. Sú tillaga er í frestun en ég hef óskað eftir því við meirihlutann að hún verði sett á dagskrá borgarráðs sem fyrst,“ segir Kjartan. Almenningssamgöngum er ábótavant Kjartan segir mjög algengt að hann fái ábendingar frá íbúum Grafarholts-Úlfarsárdals um að bæta þurfi almenningssamgöngur, ekki síst ungu fólki. ,,Núverandi leiðakerfi Strætó þjónar úthverfum borgarinnar ekki vel og ljóst er að ráðast þarf í endurskoðun þess á næstu árum. Fyrstu skref núverandi borgarstjórnarmeirihluta í þeirri vinnu eru ekki traustvekjandi því hann vill að miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði vestur á Vatnsmýrarvegi þrátt fyrir að margir sérfræðingar efist um þá staðsetningu. Bent hefur verið á að ef endurbætt leiðakerfi eigi að þjóna öllum hverfum borgarinnar sé mun betra að slík miðstöð verði nær fólksfjöldalegri miðju hennar eða mun austar en Vatnsmýrarvegur er. Við sjálfstæðismenn höfum ítrekað lagt til að gerð verði fagleg úttekt á því hvar besta staðsetningin sé fyrir slíka miðstöð almenningssamgangna. Meirihlutinn hefur fellt þær tillögur þar sem hann óttast að niðurstöður slíkrar skoðunar muni ganga gegn Vatnsmýrartrúboðinu,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi.

Bikarmeistarar Fram í 3. flokki kvenna.

3. og 4. fl. kvenna bikarmeistarar í handbolta

Framarar urðu tvöfaldir bikarmeistarar í handbolta fyrstu helgina í mars. 3. og 4. flokkur kvenna gerðu sér lítið fyrir og unnu bikarinn en 3. flokkur karla varð að lúta í lægra haldi í úrslitaleik gegn sterku liði Selfoss. Sannarlega glæsilegt að vera með

þrjú lið í úrslitum og ljóst að framtíðin er björt. 3. flokkur kvenna hjá Fram bar sigurorð af ÍBV í frábærum leik sem unun var á að horfa. Spenna, drama, smá harka og allt það sem skemmtilegur úrslitaleikur á að hafa upp á að bjóða. Í

Mariam Eradze og Elísabet Mjöll.

Hulda Dagsdóttir var maður leiksins.

raun átti hvorugt liðið skilið að tapa en sem betur fer kláruðu Framstúlkur dæmið og það ekki síst fyrir frábæra markvörslu Hafdísar og dásamlega frammistöðu Huldu Dagsdótttir sem skoraði 11 mörk og var valin maður leiksins. Annars var liðið allt mjög gott og allar þessar stelpur eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu í leiknum, það vinnur enginn bikarinn á einstaklingsframtaki, það er ljóst. Allir skiluðu sínu og það er það sem skilaði að lokum titli í hús. Staðan í hálfleik var 12-11 og lokatölur urðu 23-22 og sigurmarkið kom 5 sekúndum fyrir leikslok. Stelpurnar í 4. flokki voru sömuleiðis gríðarlega flottar í sínum úrslitaleik gegn liði KA/Þórs og gáfu þær andstæðingnum engin grið strax frá upphafi. Stelpurnar náðu strax forskoti í leiknum og litu aldrei um öxl. Staðan í hálfleik 12-4. Leikurinn breyttist lítið í þeim síðari og yfirburðir Framstúlkna miklir í þessum leik. Lokatölur urðu 2113. Frábær leikur hjá stelpunum og allar lögðu sitt af mörkum. Maður leiksins var valin Mariam Eradze leikmaður Fram en hún átti frábæran leik og skoraði 6 mörk.

Bikarmeistarar Fram í 4. flokki kvennaflokki kvenna.

Glæsilegur árangur á öðru Bikarmóti Framarar sendu vaska sveit barna og fullorðinna á annað Bikarmót TKÍ sem haldið var helgina 15.-16. febrúar síðastliðinn. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel og sópuðu að sér verðlaunum, sex gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun komu í hlut Framara að þessu sinni. Sannarlega góður árangur og gróska í Taekwondodeild Fram. Taekwondokrakkar úr Fram með verðlaunin sín.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.