Arbaejarbladid 11.tbl 2007

Page 1

Árbæjarblaðið 11. tbl. 5. árg. 2007 nóvember

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Ný Heilsugæslustöð í Hraunbæ

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Nú hyllir loksins undir að langþráður draumur íbúa í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti rætist en framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar við Hraunbæ 115. Byggingin verður hin glæsilegasta en þetta er fyrsta myndin sem birtist af heilsugæslustöðinni eins og hún kemur til með að líta út og hér hefur bygggingunni verið komið fyrir á réttum stað með hjálp tölvutækninnar. Nánar á bls. 2.

Einstök jólagjöf fyrir veiðimenn Falleg flugubox með vinsælum laxaog silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

2 m ar

ið ÍÞRÓTTAHETJAN er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og okkur hjá Byr er sönn ánægja að bjóða þér á myndina.

DYNAMO REYKJAVÍK

Komdu í heimsókn, tæmdu baukinn þinn og þú færð 2 miða á myndina.* – góða skemmtun!

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is

*Gildir á meðan birgðir endast.

!

íó

íb

Komdu við hjá á okkur og sparaðu pening ening á leiðinni í bíó! ó!


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Biðin senn á enda Löng bið íbúa í Árbæjarhverfi og nú síðast líka í Grafarholti og Norðlingaholti eftir nýrri heilsugæslustöð er senn á enda. Eins og við greinum frá í blaðinu að þessu sinni er áætlað að taka nýja heilsugæslustöð í gagnið að ári liðnu. Og þó fyrr hefði verið segja eflaust margir. Gamla heilsugæslustöðin er fyrir margt löngu orðin alltof lítil. Og það eru ekki einungis þeir sem munu njóta þjónustunnar hjá nýrri heilsugæslustöð sem fagna. Starfsfólkið hefur lengi mátt búa við nánast hrikalega erfiðar aðstæður. Undirbúningur og ákvarðanataka varðandi nýja heilsugæslustöð hefur tekið mörg ár, líkast til 5 ár. Byggingaraðilinn hefur átt lóðina og verið í startholunum í öll þessi ár og beðið á rauðu ljósi eftir skynsamlegri ákvörðun. Nú hefur hún verið tekin og að ári liðnu verður ný heilsugæslustöð vígð í Hraunbænum. Eftir sem áður verður Árbæjarapótek í næsta nágrenni heilsugæslunnar en apótekið verður til húsa á jarðhæð heilsugæslustöðvarinnar. Auk heilsugæslunnar verður Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts með aðsetur að Hraunbæ 115. Flytur hún að ári úr húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Útlitsmyndir af nýju heilsugæslustöðinni hafa ekki birst áður opinberlega og við hæfi að gerist fyrst í Árbæjarblaðinu. Ég minni á jólablað okkar sem verður dreift til lesenda þann 6. desember. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Heilsugæsluhúsið verður glæsileg bygging eins og sjá má á þessum myndum.

Ný Heilsugæslustöð tilbúin í Hraunbæ eftir ár

Ný og glæsileg heilsugæslustöð að Hraunbæ 115 verður tekin í notkun eftir eitt ár, í október eða nóvember 2008. Heilsugæslustöðin verður til húsa í glæsilegri 2700 fermetra byggingu sem Faghús ehf. hefur nú þegar byrjað að byggja. Það var Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Árbæ, sem vippaði sér upp í stóra gröfu og tók fyrstu skóflustunguna nú nýverið. Byggingarfyrirtækið Faghús ehf. er eigandi hússins og hefur leigt það að mestu til næstu 20 ára. Í húsinu verður Heilsugæsla Ábæjar þar sem 10 læknar munu starfa og stofnunin mun þjóna Árbæjarhverfi, Norðlingaholti og Grafarholti. Heilsugæslustöðin verður á 2. hæð hússins og að hluta til á jarðhæð. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts verður einnig til húsa í nýju byggingunni og mun flytja starfsemi sína úr Orkuveituhúsinu að ári. Þá mun Árbæjarapótek einnig flytja á jarðhæðina. Einungis á eftir að leigja út um 280 fermetra endabil (austurendi) á jarðhæð hússins. Húsið verður tilbúið með öllum innréttingum og frágenginni lóð í okt-nóv 2008. Fgahús ehf. er byggingarfyrirtæki sem

ekki er að reisa sitt fyrsta hús í Árbæjarhverfi. Fyrirtækið hefur byggt m.a. yfir 50 raðhús í Árbæjarhverfi, ásamt því að hafa byggt um 40 þús fermetra af skrifstofu-og verslunnarhúsnæði í Smárahvamslandi í Kópavogi. Eigendur Faghúsa ehf. sem var stofnað 1987 eru Jón Þór Hjaltason byggingartæknifræðingur og Matthías Sveinsson raflagnameistari.

Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir, tók fyrstu skóflustunguna og tók sig bara vel út í gröfunni.

Hársnyrtistofa Höfðabakka 1 - S. 587-7900 Við hliðina á Fiskisögu

Frá vinstri: Guðmundur Einarsson forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðissins, Gunnar Ingi Gunnarsson yfirlæknir heilsugæslustöðvar Árbæjar, Jón Þór Hjaltason eigandi Faghúsa ehf., Mattihas Sveinsson, eigandi Faghúsa ehf., Lúðvík Ólafsson framkvæmdastjóri lækninga heilsugæslu höfuðborgarsvæðissins.4

Matur

Árbæjarblaðið

Fiskisúpa og eftirréttur í flýti - að hætti Geirþrúðar og Borgþórs

Matgæðingarnir Geirþrúður Pálsdóttir og Borgþór Magnússon með dótturinni Laufeyju Þóru á góðri stund í Danmörku vorið 2007.

Hér koma uppskriftirnar sem ég lofaði. Eins og ég sagði þá ákvað að hafa þetta eitthvað fljótlegt en gott nú þegar annríki jólaundirbúnings er framundan. Þá viljum við samt eiga tíma til að eiga notalega stund með fjölskyldu og vinum án þess að það kosti allt of mikla fyrirhöfn. Við erum svo heppin að eiga góðann fisksala í Árbænum og þar kem ég við og sæki fiskinn. Fiskisúpa 1 laukur. 1 dl. hvítvín (má vera óáfengt). 1/2 l. fiskisoð. 1 dós tómatar. 2 stk hvítlauksrif. ½ ferskur rauður chillipipar smátt saxaður . 1/4 l. matarrjómi (má þess vegna vera meira). 100 gr. ýsa/lúða. 100 gr. hörpuskel. 100 gr. rækjur. 2 msk. söxuð steinselja. Salt. Pipar. ,,Eftirlæti hafmeyjunnar’’ frá

heitir því sniðuga nafni ,,Vidunderdesert i en hast’’ eða snarað ,,Dásemdareftirréttur í flýti’’. Fyrir fjóra. 100 gr. Suðusúkkulaði. 3 egg. Súkkulaði brætt. Eggjarauður þeyttar sér þar til þær eru hvítar. Súkkulaði bætt varlega saman við og hrært. Eggjahvítur stífþeyttar og blandað saman við. Borið fram í desertskálum með þeyttum rjóma. Ef vill má bragðbæta með koníaki, eða líkjör eða rifnum appelsínuberki. Má til að bæta við örlitlum millirétti fyrir þá sem eiga rabbarbara í kistuni. Það er rabbarbarafrauð afskaplega ferskt og gott sem gaman er að bjóða upp á milli rétta til að hreinsa bragðlaukana. 300 gr. rabarbari. 400 gr. sykur. 8 dl. vatn 1 msk sítrónusafi. 4 cl. brennivín/ákavíti.

Skora á Bjarna og Guðrúnu

Nýtt: Hárlengingar og þykking á frábæru verði. Vorum að fá extra sítt hár.

Geirþrúður Pálsdóttir og Borgþór Magnússon, Þingási 31, skora á Bjarna Bessason og Guðrúnu Baldvinsdóttur, Næfurási 3, að koma með upppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í jólablaðinu 6. desember. Pottagöldrum er mjög gott í fiskisúpur og alla fiskirétti, einnig fiskikrafturinn frá Oscar. Kryddið notast eftir smekk!

Vönduð vinnubrögð. Notum aðeins hágæða hár frá BALMAIN Paris.

Aðferð: Léttsteikja lauk og chilli pipar, krydda með salti og pipar.

Skoðið myndir á stubbalubbar.is

Bæta hvítvíni í og sjóða í smástund. Bæta fiskisoði, tómötum, hvítlauk og rjóma og sjóða í smástund. Fiski bætt við og soðið í 2 mín. Rækju og steinselju bætt við og borið fram strax með góðu brauði.

Fléttunámskeið að hefjast. Skráning í síma 586-1717. Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19, laugard 10-16

,,Vidunderdesert i en hast’’ Í eftirrétt ætla ég að bjóða upp á desert sem á ættir að rekja til ömmu minnar sem var dönsk og

Sjóðið saman sykur, vatn og sítrónusafa þar til sykurinn hefur leyst upp í u.þ.b 5 mínútur. Maukið rabbarbarann í blandara og sjóðið í leginum í 5 mínútur. Setjið í málmskál og frystið í 2-6 klst. Hrærið nokkrum sinnum í ísnum meðan hann er að frjósa. Ísnum er sprautað eða hann skafinn og settur í lítil glös, gjarnan fylltum með myntulaufi og síðan er 1 cl. af brennivíni hellt í hvert glas. Verði ykkur að góðu, Geirþrúður og Borgþór

Árbæjarblaðið - Auglýsingasími 587-9500


498 49

,3+(ð<9 21Ø2305.<9 B V \g^aaVÂjg ]Z^aa @?Ö@A>C<JG jÄW# &&*%\ ).- `g$hi`#

:<>AH E>AHC:G *%% ba ). `g#

1115

59 7ÓCJH B6AI *%% ba *. `g#

6A> ;DG:A96Á>G GwII>G

HMZSm[[\Y &&&* `g$`\# BZg`i kZg &*.( `g#

59 :<>AH 6EE:AHÏC *%% ba *. `g#

139 EDA6G7G6JÁ + ` `jg &(. `g#

îL[[H [PSIVó MYHTSLUN[ \T ]PR\

69 7ÓCJH HBNG>AA (%%\ ]LYóS¤RR\U# 6ÂZ^ch +. `g Y h^c#

69 Bnaaj &$' =:>B>A>H7G6JÁ N +. `g#

6;<G:>ÁHAJIÏB>/ A6J<6G9/ &%#%%"&-#%% HJCCJ9# &'#%%"&-#%%


6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Verðlaunahafar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna ásamt forseta Íslands og menntamálaráðherra.

Sveinn Heiðar sigraði

Sveinn Heiðar Kristjánsson með verðlaunagripinn og ,,medalíuna’’.

Árbæingurinn Sveinn Heiðar Kristjánsson, nemandi í Tjarnarskóla, vann 1. verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir alla aldurshópa grunnskólans. Keppnin fer fram allan ársins hring. Markmið keppninnar er að virkja sköpunarkraft barna og unglinga í landinu. Lokahóf er

á haustin að undangenginni vinnusmiðju þar sem hugmyndir sem komast í úrslit eru útfærðar frekar með aðstoð leiðbeinenda. Að þessu sinni voru 50 nemendur valdir af 3000 þátttakendum í vinnusmiðjuna. Sveinn Heiðar Kristjánsson hlaut 1. verðlaun í flokknum: Hugbúnaður og tölvuleikir. Hugmynd Sveins er ,,millistykki’’ til þess að hægt sé að nota DDR-2 vinnsluminni í eldri

tölvur. Verðlaunin voru verðlaunagripur, verðlaunapeningur, 50 þúsund krónur og GSM - sími. Lokahófið var haldið í Grafarvogskirkju að viðstöddum forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Sveini Heiðari nemanda í Tjarnarskóla er hér með óskað til hamingju með þennan frábæra árangur.

Jólatilboðin komin!

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 07-1628

TRYGG FRAMTÍÐ FRAMTÍÐARREIKNINGUR MEÐ BARNAVERND Glitnir og Sjóvá Forvarnahúsið vinna saman að slysavörnum barna. Hluti af því samstarfi er ný trygging, Barnavernd, sem er mótuð með hagsmuni barna og fjölskyldna í huga.

TILBOÐ ÞEIR SEM GREIÐA 1.000 KR. REGLULEGA Á FRAMTÍÐARREIKNING FÁ BARNAVERND FRÍTT Í 6 MÁN. MEÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ SIG.

Kynntu K t þér þé málið álið á www.glitnir.is lit i i Hvað getur þú gert til að varna slysum heima hjá þér? Kíktu á www.forvarnahus.is


9

8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið

Fréttir

Fylkir að fá viðbótaraðstöðu við Rauðavatn - stórt svæði neðan við Hádegismóa hefur lengi verið eyrnamerkt Fylki. Málin skýrast fljótlega Beiðni aðalstjórnar Fylkis um lóð við Rauðavatn er nú til meðferðar innan borgarkerfisins en fastlega er reiknað með að Fylkir fái lóðina enda hefur hún lengi verið eyrnamerkt félaginu. Fylkismenn litu lengi á Lautina, núverandi félagssvæði Fylkis, sem staðsetningu til framtíðar fyrir alla starfsemi félagsins. Nú síðustu misserin og árin hefur mönnum orðið æ ljósara að það gengur ekki upp og er Lautin einfaldlega alltof lítil fyrir félag eins og Fylki sem stöðugt stækkar og sækir í sig veðrið. Þá hefur mönnum einnig orðið ljóst að ef Fylkir ætti að stækka við sig í Lautinni myndi það hafa mjög truflandi áhrif á alla starfsemi félagsins í

langan tíma og slíkt gengur auðvitað ekki. Hugmyndir Fylkismanna eru í þá veru að reisa fimleikahús við Rauðavatn og knattspyrnuvöll eða velli með stúku að auki. Þar yrði aðal leikvangur félagsins til lengri tíma litið. Rétt er að taka fram að Fylkir mun áfram reka öfluga starfsemi í Lautinni og ljóst að þar munu verða höfuðstöðvar unglingastarfs félagsins í framtíðinni. Fylkismenn binda miklar vonir við að málið fari hraðferð í gegnum borgarappartið og bjartsýnustu menn tala um að hönnun svæðisins geti verið lokið í vetur og að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Hvort það gengur eftir kemur í ljós.

Lóðin sem hér um ræðir hefur ekki verið úthlutuð félaginu með formlegum hætti en forráðamenn Fylkis hafa mætt skilningi hjá borgaryfirvöldum um nokkurn tíma enda hverjum manni ljóst að Lautarsvæðið er þegar sprungið og getur engan veginn borið það öfluga starf sem í gangi er innan Fylkis. Til gamans má get þess að innan knattspyrnudeildar félagsins eru rúmlega 600 iðkendur í dag og þeim fér fjölgandi. Þá eru aðrar deildir félagsins í mikilli sókn og má nefna fimleikadeildina í því sambandi. Það eru greinilega spennandi tímar framundan hjá Fylki og við munum fylgjast með framvindu mála.

Þetta er sem sagt svæðið sem um ræðir fyrir neðan Hádegismóa og Fylkir fær fljótlega sem viðbótarsvæði við Lautina. Rauðavtn er lengst til vinstri á myndinni.

Hér eru drög að skipulagi svæðisins við Rauðavatn frá árinu 2005. Án efa verða einhverjar breytingar á svæðinu en svona mun þetta líta út í stórum dráttum.

ÁB-mynd PS


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fjölmenni var á fjármálakvöldi Landsbankans í Árbæ.

,,Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld’’ hjá Landsbanka Íslands:

Fjármál heimilanna krufin til mergjar Fjöldi Árbæinga lagði leið sína á fjármálakvöld hjá Landsbanka Íslands að Kletthálsi á dögunum. Þetta var í þriðja skipti sem Árbæjarútibú Landsbankans býður Árbæingum á fjármálakvöld undir yfirskriftinni ,,Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld’’. Eins og áður sagði mætti fjölmenni á fjármálakvöldið enda umfjöllunarefnið áhugavert en farið var yfir fjármál heimilanna og þar ekkert undan skilið. Ræðumenn voru Þorsteinn Þorsteinsson, útibússtjóri Landsbankans í Árbæ og Tómas Möller, forstöðumaður verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans. ,,Þeir sem sótt hafa fjármálakvöldin hjá okkur hafa lýst yfir mikilli ánægju með þetta framtak okkar. Er það vissulega mikil hvatning og það er ljóst að fjármálakvöldin eru komin til að vera,’’ sagði Þorsteinn Þorsteinsson í samtali við Árbæjarblaðið. Auk fróðlegra fyrirlestra var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. Fjármálakvöldin eru liður í stefnu Landsbankans sem felur í sér bætta þjónustu við viðskiptavini bankans, meðal annars í formi fræðslu Þorsteinn Þorsteinsson ávarpar gesti á og ráðgjafar. fjármálakvöldi Landsbankans.

Starfsmenn Árbæjarútibús Landsbanka Íslands.


Einstök jólagjöf fyrir veiðimenn og konur Falleg áletruð flugubox með vinsælum laxa- og/eða silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem gera kröfur Gröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Afmæli í

Töfraseli

Í frístundaheimilinu Töfraseli við Árbæjarskóla er mikið líf og fjör, en þar er t.a.m. haldin afmælisveisla í hverjum mánuði. Þá koma afmælisbörn mánaðarins saman í eldhúsinu og baka kökur saman og skreyta. Þau börn sem eiga afmæli yfir sumartímann missa þó ekki af bakstrinum heldur halda snemmbúið afmæli áður en skólaárinu lýkur. Þegar afmælisbörnin hafa lokið bakstrinum syngja allir afmælissönginn saman og börnum og starfsmönnum er boðið í heljarinnar afmælisveislu.

Kátir krakkar í afmæli.

Allir komnir með köku.

Og búnir að skreyta.

Stoltir bakarameistarar.

Lúsin lifir enn góðu lífi í hári landsmanna og aukin ferðalög hafa áhrif - hvað er til ráða?:

Hefur orðið vart í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti nú í haust Á hverju ári koma mörg lúsatilfelli upp í skólum landsins, sérstaklega á haustin og eftir löng frí. Ekki er vitað með vissu hversu algengt vandamálið er hér á landi en margir telja að það hafi aukist á undanförnum árum með auknum ferðalögum landans. Í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti hefur lúsarinnar orðið vart nú í haust og því er ekki úr vegi að fræðast aðeins nánar um hana. Hér áður fyrr var lúsin gjarnan sett í samband við sóðaskap, fátækt og þrengsli, en lúsin fer ekki í manngreinarálit og geta allir smitast, ríkir og fátækir, ungir sem aldnir. Engin skömm er að fá lús og þegar hún finnst er mikilvægt að láti skóla og/eða dagvistun vita, svo og þá, sem fjölskyldan umgengst mest, til að koma í veg fyrir útbreiðslu lúsar. Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem lifir sníkjulífi í mannshári á

höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Fullorðin höfuðlús er gráhvít, dökk eða ljósbrún á lit og um 2-3 millimetrar að stærð. Líf hennar hefst í eggi, kallað nit, sem er dökkt, ljóst eða silfurlitað. Nitið er "límt" við höfuðhár nálægt hársverði. Á 6 til 10 dögum klekst út úr nitinni, pínulítil unglús, sem þroskast á 9-12 dögum yfir í fullorðna karl- eða kvenlús. Getur kvenlúsin verpt um tíu eggjum á dag og lifir þessi lús í allt að 30 daga í hárinu. Lúsin hefur sex fætur og sérhannaðar klær til að komast um í hárinu og skríður 6-30 sentimetra á mínútu, en hún getur hvorki flogið, stokkið né synt. Ef lús dettur úr hárinu út í umhverfið verður hún strax löskuð og veikburða og veslast upp og deyr á 15-20 klukkustundum. Afar ólíklegt er því að hún smitist með fatnaði og innanstokksmunum en ekki er þó hægt að útiloka að greiður, burstar,

húfur og þess háttar geti borið smit. Lúsin getur hins vegar farið á milli hausa ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að lúsin geti skriðið á milli. Einkenni smits: Þeir sem smitast af lús hafa oft engin einkenni, en einn af hverjum þremur fær kláða. Kláðinn stafar af ofnæmi, sem myndast með tímanum (frá nokkrum vikum að þremur mánuðum), gegn munnvatni lúsarinnar sem hún spýtir í hársvörðinn þegar hún sýgur blóð. Greining smits: Leita þarf að lús í höfuðhárinu með nákvæmri skoðun. Best er að kemba með lúsakambi yfir hvítum fleti eða spegli og hafa góða birtu. Kann lúsin best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru, en mikilvægt er að fara vandlega í gegnum allt hárið. Mörgum finnst betra að kemba blautt hár sem í er hárnæring.

Eftir hverja kembingu í gegn um hárið, er rétt að strjúka af kambinum með eldhúspappír til að tryggja að lús eða nit verði ekki eftir í kambinum. Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi er með höfuðlús og þarf meðferð með lúsadrepandi efni. Þegar smit greinist er líklegt að það sé búið að vera til staðar í nokkurn tíma og ekki er því ástæða til að barnið mæti ekki í skóla og/eða dagvistun eftir að meðferð er hafin. Hvað á að gera þegar lús eða nit finnst? Hægt er að fá lúsadrepandi efni til að bera í hárið í lyfjaverslunum án lyfseðils. Mjög mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum sem fylgja og kemba hárið daginn eftir meðferðina til að athuga hvort hún hafi tekist. Kemba þarf síðan á fjögurra daga fresti næstu 2 vikurnar og alltaf á að endurtaka meðferðina með lúsameðalinu eftir 8

daga eða samkvæmt leiðbeiningum. Ef lús finnst þarf strax að endurtaka meðferð. Kemba þarf alla í fjölskyldunni og einnig þá sem mest er umgengist, til að kanna hvort þeir séu einnig með lús. Afar mikilvægt er að láta þá vita en aðeins á að meðhöndla þá sem eru með lús. Á Vesturlöndum hefur orðið vart ónæmis hjá höfuðlús fyrir öllum lúsalyfjum og því áríðandi að nota aldrei efnin í fyrirbyggjandi meðferð, þar sem það eykur líkur á myndun ónæmis fyrir lyfjunum hér á landi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á vef landlæknis (http://www.landlaeknir.is) eða hafa sambandi við skólahjúkrunarfræðinga eða hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar. Með kveðju, Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslunni Árbæ


13

Árbæjarblaðið

Fréttir

Kirkjudagurinn er 2. desember Kirkjudaginn 1. sunnudag í aðventu ber upp á 2. desember. Sunnudagaskólinn kl.11.00. Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. Aron Cortes, syngur einsöng. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Kaffisala kvenfélagsins verður í safnaðarheimilinu og líknarsjóðskonur verða með skyndihappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum. Kökur á veilsuborðið eru vel þegnar. Líknarsjóður Árbæjarkirkju Líknarsjóð kirkjunnar skipar einvalalið kvenna sem ár hvert fer á milli fyrirtækja í leit að vörum í líknarsjóðshappdrættið. Ánægjulegt er hversu mörg fyrirtæki eru tilbúin að leggja fram vörur til þess að mega mögulega létta undir með þeim sem eru þurfandi í allsnægtarsamfélagi okkar. Það er mikil vinna sem liggur á bak við eitt svona happdrætti. Vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta, þótt ekki væri nema í fáeinar mínútur og kaupa miða. Allur afrakstur happdrættisins rennur til góðgerðarmála. Kvenfélagið Kvenfélagið verður með sinn ár-

lega jólafund 3. desember kl. 20.00. Veitingar, söngur, hugleiðing og sögur eru það sem einkenna þessa fundi og ekki síst lífsgleði. Það eru allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar um félagið og jólafundinn er að fá hjá formanni félagsins Öldu Magnúsdóttur í síma. Annars eru reglulegir fundir hjá félaginu fyrsta mánudag hvers mánaðar. Fundarefni eru margvísleg og fróðleg.

Jólalýsing á höfuðborgarsvæðinu 2007:

85 þúsund perur loga Um 85 þúsund perur loga í jólaskreytingum sem Orkuveita Reykjavíkur leggur til um jól og áramót hverju sinni. Vonast er til að allar skreytingar verði komnar upp í fyrstu vikunni í desember. Í Reykjavík eru skreytt 38 grenitré, 8 í Kópavogi, 6 í Garðabæ, 6 á Seltjarnarnesi, 6 í Mosfellsbæ og 3 við Reykjavíkurhöfn. Við Landsspítalann eru 3 tré. Auk þessa eru settar upp um 250 skreytingareiningar sem eru þverbönd af ýmsu tagi, toppskraut á stólpum, halastjörnur og jólabjöllur. 125 þverbönd hafa verið sett upp á Seltjarnarnesi, 30 í Garðabæ, 16 í Mosfellssveit og 35 í Kópavogi. Á helstu verslunargötum við á og við Laugarveg hafa verið sett upp 45 þverbönd og 60 stólpaskraut. Þá má geta þess, að ljósin á Óslóartrénu eru venjulega um 600, en um 8000 ljós loga þegar á trjánum sem fyrir eru á Austurvelli. Ljósaseríur við Ingólfstorg, Vonarstræti, á Laugavegi, Kirkjutorgi, Fríkirkjuvegi, Sóleyjargötu og á Austurvelli eru látnar loga vel fram í janúar. Ómögulegt er að segja, hversu margar perur brotna eða verða fyrir skemmdum á þessum tíma, en á hverjum morgni fram til jóla fer körfubíll um og kannað er ástand allra skreytinga. Lögð er áhersla á að öll ljós logi á öllum skreytingum um jól og áramót.

Árbæjarblaðið

Auglýsingar og ritstjórn sími:

587-9500

ÁRBÆJARLAUGFI ER LAUGIN Í ÞÍNU HVER w w w.itr.is it is ı sími 411 50 0 0

AFGREIÐSLUTÍMI LAUGAR Virka daga frá kl. 6:30 – 22:30 Helgar kl. 8:00 – 20:00


14

Sérverslun með

Mjóddinni & Glæsibæ

Frábært úrval af skóm & töskum

Fréttir

Árbæjarblaðið

Frábært gengi hjá 2. flokki Fylkis Annar flokkur Fylkis í knattspyrnu hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Í september sigruðu drengirnir Íslandsmót karla í knattspyrnu en þeir eru auk þess Haustmeistarar og Reykjavíkurmeistarar í öðrum flokki karla. Þetta góða gengi má þakka góðri heildarumgjörð sem mynduð er af þjálfara, foreldraráði, styrktaraðilum og að sjálfsögðu sjálfum liðsmönnunum sem hafa staðið sig

frábærlega. Eins og allir vita er Byr sparisjóður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fylkis. Leikmenn annars flokks komu nýlega við í Árbæjarútibúi Byrs til að þakka stuðninginn við flokkinn. Á myndinni afhendir fyrirliði liðsins Bjarna Þór Þórólfssyni útibússtjóra Byrs í Árbæ mynd af Íslandsmeisturunum í þakklætisskyni fyrir stuðninginn.

Stærðir yfir kálfa: S-M-L-XL-XXL

www.xena.is

GLÆSIBÆ S: 553 7060 MJÓDDINNI S: 557 1291

Árbæjarblaðið - Auglýsingasími 587-9500


15

Fréttir

Árbæjarblaðið Björn Gíslason situr í stjórn ÍTR en er að hætta sem formaður Hverfisráðs Árbæjar:

Mikið gert á síðustu 16 mánuðum Björn Gíslason situr sem stjórnarmaður í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess að sitja í stjórn ÍTR er Björn varaformaður Fylkis og fráfarandi formaður Hverfisráðs Árbæjar. ,,Ég er mikill sjálfstæðismaður og hef búið í rúm tuttugu ár í Árbænum. Á mínum yngri árum spilaði ég með Fram í handbolta en hef nú alveg lagt boltann á hilluna og er orðinn mikill stuðningsmaður Fylkis. Þegar ég flutti í Árbæinn og börnin mín fóru að æfa með Fylki fór ég að taka þátt í félagsstarfinu af fullum krafti og hef starfað mikið með félaginu allar götur síðan,’’ sagði Björn í samtali við Árbæjarblaðið. - Mikið og gott íþróttalíf er í Árbænum en aðstaða íþróttafólks hefur verið vandamál í nokkurn tíma. Veistu til þess að það muni breytast á næstunni? ,,Undir forystu okkar sjálfstæðismanna var mikið gert og tekin var ákvörðun um að byggja fimleikahús og veita í það fjármagni til þess að styðja þannig dyggilega við það góða fimleikastarf sem er hér í Árbænum. Einnig er búið að ákveða að byggja stúku við aðalknattspyrnuvöll Fylkis. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, gekk svo frá málum að fjármagn væri tryggt til þess.’’ - En í Grafarholti og Úlfarsár-

dal? ,,Í Grafarholti og Úlfarsárdal er einnig búið að taka ákvörðun um að byggja nýtt íþróttahús og stúku fyrir Fram. Það mun koma í góðar þarfir fyrir það íþróttalíf sem þar er og ég get glatt Grafarholtsbúa með því að segja þeim að skipulagsferlinu er að ljúka. Einnig var sú ákvörðun tekin þegar við vorum í meirihluta að byggð yrði sundlaug í Úlfarsárdal.’’ - Hvað annað var gert í Árbænum á meðan þið sjálfstæðismenn voruð í meirihluta í borginni? ,,Meðal annars létum við malbika göngustíg í Elliðaárdalnum sem var ómalbikaður til margra ára og illa frágenginn enda ótækt að láta stíginn vera í slíku ástandi á þessu vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Við létum einnig setja upp lýsingu við göngustíginn og höfum við sjálfstæðismenn fundið fyrir þakklæti frá Reykvíkingum fyrir þetta framtak. Mikið hreinsunarátak var gert í hverfinu fyrir rúmu ári síðan. Það mæltist vel fyrir enda var veðrið yndislegt og íbúar í Árbæjarhverfinu létu ekki á sér standa og tóku duglega til hendinni svo eftir var tekið. Við létum setja upp hraðahindranir í Hraunbænum sem margir töldu til bóta. Komum við þannig til móts við óskir íbúanna þar í kring og settum upp hraðahindranir svo öryggi

Björn Gíslason, stjórnarmaður í ÍTR, á svölum Orkuveituhússins þar sem ÍTR hefur aðsetur. íbúanna væri betur tryggt.’’ - Hvaða stóru mál fóru í gegnum íþrótta- og tómstundaráð á meðan þið voruð í meirihluta? ,,Stærsta málið er líklega frístundakortið. Það gerir öllum börnum og unglingum kleift að stunda sína íþrótt og /eða tómstundastarf. Núna í ár fá öll börn sem nota kortið 12 þúsund krónur sem þau geta notað til þess að greiða niður iðkun sína. Á næsta ári fá börnin svo 25 þúsund krónur og árið 2009 krónur 40 þúsund. Þetta er mikill styrkur við unga fólkið okkar en við sjálfstæðismenn gerum okkur vel grein fyrir mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs og viljum styðja unga fólkið okkar í þeim efnum.’’ - Hvað með Hverfisráð Árbæjar?

,,Það komu vitanlega mörg mál til kasta Hverfisráðs Árbæjar á okkar valdatíma. Hverfisráðin eru nauðsynleg en þau hafa ekki haft ákvörðunarvald né ráðið yfir fjármunum.

Þau geta hins vegar haft áhrif á framvindu mála og ályktað og látið í sér heyra varðandi hin ýmsu mál,’’ sagði Björn Gíslason.

Tannlæknir Sonja Rut Jónsdóttir Hef hafið störf á Tannlæknastofu Árbæjar, Rofabæ 23, 110 Reykjavík á móts við Árbæjarskóla tímapantanir í síma 587-5511 e-mail: sonjarut@gmail.com

10% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja s ú h a t t o v Þ

Þvo ttah ús

Hreinsum samdægurs ef óskað er - Þjónusta í 40 ár Starfrækjum þvottahús og leigjum út teppahreinsivélar Fljót og góð þjúnusta - Opið 08.00 til 18.00 og laugardaga 11.00 til 13.00 - Sími: 567-1450


F í t o n / S Í A

Sparisjóðurinn styrkir félagasamtök sem vinna starf sem snýr að börnum og unglingum með geðraskanir. Allir landsmenn geta lagt þessu góða málefni lið en Sparisjóðurinn leggur fram 1.000 kr. fyrir hönd hvers viðskiptavinar sem vill láta gott af sér leiða með því að styrkja félag innan söfnunarinnar. Farðu inn á byr.is eða komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og gefðu þinn styrk.

www.byr.is


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.