Frítt eintak
Sauðárkróki
Unglingalandsmótsblað 2014 2 Mikil 13 9 tilHvet krakka hlökkun að til að taka
verslunarmannahelgina
31. júlí – 3. ágúst 2014
Irma Gunnarsdóttir:
fara á mótið
Ólöf Rán Guttormsdóttir:
Sonja Jóhannsdóttir:
þátt í mótinu
Alveg ljóst hvar við verðum
Velkomin á 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki Um verslunarmannahelgina verður 17. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning og stefna Skagfirðingar á að halda glæsilegt mót. KEPPNISGREINAR Fleiri keppnisgreinar verða á mótinu á Sauðárkróki en nokkru sinni fyrr. Auk hefðbundinna greina eins og fótbolta, körfu-
bolta, frjálsíþrótta, sunds og glímu verða nokkrar nýjar greinar. Má þar nefna bogfimi, siglingar og tölvuleiki. Auk þess verður keppt í motocrossi, dansi, golfi, hestaíþróttum, skák, stafsetningu, upplestri og strandblaki. Fatlaðir einstaklingar munu keppa í frjálsum og sundi. AFÞREYING Afþreyingardagskrá
Unglingalandsmótsins er metnaðarfull. Í boði eru m.a. þrautabraut fyrir alla aldurshópa, útibíó og leiktæki og andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina. Þrjár smiðjur verða starfræktar, en það eru söngsmiðja, myndlistarsmiðja og leiklistarsmiðja. Gönguferðir verða um bæinn og nágrenni Sauðárkróks, júdókynning, knattþrautir KSÍ, tennisleiðsögn og kynning á parkour,
sumbafitness, markaðstorg, popping-kennsla og opið golfmót. KVÖLDVÖKUR Á hverju kvöldi verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum koma fram. Má þar nefna Jón Jónsson, Sverri Bergmann, Þórunni Antoníu, Friðrik Dór, Úlf Úlf og Magna Ásgeirsson.
Eitt kort 36 vötn 6.900 kr
www.veidikortid.is
AÐSTAÐAN Keppnisaðstaða á Sauðárkróki er glæsileg í alla staði og mörg keppnissvæði í hjarta bæjarins. Tjaldsvæðið er rétt fyrir ofan aðalkeppnissvæðið og því stutt að fara. SETNINGARATHÖFN Á föstudagskvöld verður glæsileg setningarathöfn mótsins sem enginn má missa af.
2 0 1 4
00000
2 Unglingalandsmót UMFÍ Irma Gunnarsdóttir hefur keppt á öllum Unglingalandsmótum frá 2009:
Mikil tilhlökkun að fara á mótið
F
Sveinbjörn Óli Svavarsson, Sauðárkróki:
Þessi mót eru ofsalega flott
Þ
að er mikil tilhlökkun að taka þátt í Unglingalandsmótinu í sumar og þá ekki síst fyrir það að mótið er haldið í heimabæ mínum. Ég hef ekki tekið þátt í þessum mótum áður en heyrt hjá öllum hvað þau eru skemmtileg. Það er stemning í bænum fyrir mótinu svo þetta verður bara gaman,“ sagði Sveinbjörn Óli Svavarsson, 16 ára piltur á Sauðárkróki, í samtali við Skinfaxa. Sveinbjörn hefur æft frjálsar íþróttir frá átta ára aldri og aðalgreinar hans eru 100 og 200 metra spretthlaup. Hann átti jafnvel von á því að bæta langstökkinu við.
Skinfaxi Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Pálína Ósk Hraundal, Pétur Ingi Björnsson, Óli Arnar Brynjarsson o.fl. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 568 2929. umfi@umfi.is www.umf.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, (Sauðárkróki), Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Gunnar Gunnarsson, meðstjórnendur. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson og Eyrún Harpa Hlynsdóttir.
„Krakkar, sem ég þekki, segja að þessi mót séu ofsalega flott, góð mót í alla staði og margt spennandi í boði eins og kvöldvökur þar sem allir krakkarnir koma saman. Ég er að undirbúa mig fyrir tímabilið og fyrir utan Unglingalandsmótið tekur maður þátt í nokkrum mótum í sumar. Ég æfi alla virka daga vikunnar en aðstæður hér á Króknum eru mjög góðar. Ég er spenntur fyrir sumrinu og þá ekki síst fyrir þátttökunni í Unglingalandsmótinu,“ sagði Sveinbjörn Óli Svavarsson í spjallinu við Skinfaxa.
yrsta mótið mitt var á Sauðárkróki 2009 og ég hef verið með á öllum mótum eftir það. Áður en ég mátti keppa fór ég með bróður mínum á tvö mót en um leið og ég hafði aldur til skráði ég mig til leiks. Það hefur verið ofsalega gaman að taka þátt í mótunum og ég hlakka mikið til að fara á Sauðárkrók í sumar. Umgjörðin er svo skemmtileg, að keppa, vera á tjaldsvæðinu og fylgjast með skemmtidagskránni á kvöldin. Í kringum þetta skapast skemmtileg umgjörð og svo er gaman að hitta krakka sem maður þekkir frá fyrri mótum,“ sagði Irma Gunnarsdóttir í Garðabæ.
Frábær samverustaður Irma sagði mótin ekki bara keppni heldur væri þetta frábær samverustaður með fjölskyldunni. Hún ætlar að reyna að taka þátt í sem flestum greinum og nefndi hún 100 og 200 metra hlaup, hástökk, langstökk, spjótkast, kúluvarp og grindahlaup. Irma sagðist leggja stund á sjöþrautina en frjálsar íþróttir hefur hún stundað í fimm ár. Hún var líka í handbolta en er nýhætt í honum.
Ég ætla að æfa vel í sumar „Ég þekki þó nokkuð marga krakka sem ætla á mótið á Sauðárkróki. Ég ætla að æfa vel í sumar en ég æfi tvo tíma á dag nánast alla daga vikunnar. Annars er bara tilhlökkunin mikil að fara á Unglingalandsmótið,“ sagði Irma Gunnarsdóttir í samtalinu við Skinfaxa.
n i t f i Áskr r v inn u ig! þ r i fyr
EKKI K MISSA AF MILLJÓNUM TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á LOTTO.IS
– FÖSTUDAGUR TIL
1 6 11 16 21 26 31 36 1
2 7 12 17 22 27 32 37 42
3 8 13 18 23 28 33 38 43
4 9 14 19 24 29 34 39 44
FJÁR –
1 5 10 2 15 3 20 4 25 5 30 6 35 7 40 8 45
ALLTAF Á MI
A. B. C. D. E. F. G. H.
ÐVIKUDÖG
UM!
12 14 17 21 41 48 05 16 23 36 37 38 07 09 13 22 34 38 03 06 19 24 25 31 11 19 21 25 38 42 01 25 35 36 39 46 18 19 20 23 28 46 22 27 29
6; ;6 > > > 3
0 :
4 Unglingalandsmót UMFÍ Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir Sauðárkróki:
Frábær samastaður fyrir fjölskylduna
U
nglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík 1992. Mótið er byggt upp á fjölbreyttri íþróttakeppni fyrir keppendur á aldrinum 11–18 ára. Eitt keppnisgjald er greitt fyrir þátttöku og er það kr. 6.000.- Keppnisgjaldið gefur viðkomandi heimild til að keppa í hvaða keppnisgrein sem er, einni eða fleirum. Fjölbreytt afþreying er samhliða keppnisdagskránni og er hún jafnt fyrir keppendur á mótinu sem börn 10 ára og yngri og eins fyrir mömmur og pabba. Allir finna einhver verkefni ef þeir vilja.
U
nglingalandsmót UMFÍ er frábær samastaður fyrir fjölskyldur þessa mestu ferðahelgi Íslendinga. Unglingalandsmótið er góður staður til að skemmta sér og sínum í frábæru umhverfi með fjölskyldu og vinum.
UMSS er mótshaldari
U
ngmennasamband Skagafjarðar er mótshaldari Unglingalandsmótsins 2014. UMSS var stofnað árið 1910 og hefur lengst af verið með öflugustu sambandsaðilum UMFÍ. Starfsemi sambandsins í dag er töluverð, en aðildarfélög þess eru 11 talsins með mismunandi áherslur og starfssvið. Tindastóll á Sauðárkróki er stærsta félagið innan sambandsins.
Á Króknum í þriðja sinn
U
nglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Sauðárkróki í sumar, er það 17. í röðinni. Þetta verður í þriðja sinn sem mótið er haldið á Sauðárkróki en áður hafa mótin verið haldin þar 2004 og 2009. Bæði mótin voru vel sótt og heppnuðust vel. Unglingalandsmótin hafa dafnað vel og eru nú orðin ein stærsta fjölskylduhátíðin um verslunarmannahelgina. Gestir mótanna eru um og yfir 10.000 og er búist við þeim fjölda á mótið í ár. Sauðárkrókur er ákjósanlegur staður til að halda Unglingalandsmót. Öll nauðsynleg þjónusta er þar til staðar og keppnissvæðin nánast öll í hjarta bæjarins sem er mikill kostur. Mikið og öflugt íþróttalíf er á Sauðárkróki.
Unglingalandsmótin eru skemmtilegustu mótin sem maður tekur þátt í
É
g hef tekið þátt í öllum Unglingalandsmótum frá ellefu ára aldri en fyrsta mótið mitt var á Sauðárkróki 2009. Það mót er mér mjög eftirminnilegt, eftir það varð ekki aftur snúið en mótið í sumar verður mitt sjötta í röðinni. Unglingalandsmótin eru ótrúlega skemmtileg og maður kynnist ótrúlega mörgu fólki á þeim. Það stendur líka upp úr hvað þetta eru flott og vel skipulögð mót og vel haldið utan um alla keppni,“ sagði Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir á Sauðárkróki.
Margir vinir mínir ætla að taka þátt „Margir vinir mínir ætla að taka þátt í
mótinu á Sauðárkróki og ég hef það á tilfinningunni að þátttakan verði mjög góð. Ég er ekki alveg búin að gera upp við mig hvað ég ætla að taka þátt í mörgum greinum, en alla vega í hástökki, og svo er aldrei að vita nema ég bæti einhverjum fleirum við. Ég er búin að æfa íþróttir frá tíu ára aldri en aðstaða til íþróttaiðkana er mjög góð á Sauðárkróki. Stefnan er að taka þátt í nokkrum mótum í sumar og svo keppi ég á móti í Gautaborg. Það verður því nóg að gera hjá mér í sumar en Unglingalandsmótin eru skemmtilegustu mótin sem maður tekur þátt í. Þetta er líka fjölskylduhátíð og stemningin er engu lík,“ sagði Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir í spjallinu við Skinfaxa.
Unglingalandsmót með skagfirskri sveiflu!
Ö
flugt starf á sviði íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála hefur mikið forvarnagildi. Það sýnir fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið bæði hérlendis og erlendis. Sveitarfélög í samstarfi við íþrótta- og æskulýðshreyfingar landsins reyna eftir fremsta megni að standa vörð um vellíðan og öryggi barna og ungmenna og stuðla þannig að bættri velferð fjölskyldna með því að hafa íþrótta- og tómstundamál ofarlega í forgangsröðinni í þjónustu við íbúa. Markmiðið er að skapa börnum og unglingum aðstöðu og tækifæri til að stunda áhugamál sín í þeirri viðleitni að þau afvegaleiðist síður og ánetjist ekki áfengi- og fíkniefnum. Eitt af aðalmarkmiðum Ungmennafélags Íslands með starfsemi sinni er að hlúa vel að ungmennum og aðstoða þau við að finna sér heilbrigð áhugamál og lífsstíl. Allar fjárveitingar til verkefna, hvort sem er á sviði íþrótta, fræðslu, námskeiða, ráðstefna, erlendra samskipta eða annarra starfa sem viðkemur börnum og ungmennum er öllum, sem starfa innan æskulýðs- og íþróttahreyfingarinnar, vel ljóst að eru stuðningur við einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild sinni og eru mjög mikilvægar. Miklar umræður fóru fram innan Ungmennafélags Íslands fyrir tuttugu árum síðan um hvernig hægt væri að efla enn frekar forvarnastarf meðal barna og ungmenna innan hreyfingarinnar. Eftir miklar og góðar umræður kom fram sú snilldarhugmynd að halda Unglingalandsmót UMFÍ og var fyrsta mótið haldið á Dalvík árið 1992.Unglingalandsmótið, sem haldið var í Vesturbyggð/Tálknafirði árið 2000, markaði þáttaskil í sögu mótanna en það var haldið um verslunarmanna-
helgina í fyrsta skipti. Var það umdeild ákvörðun á þeim tíma. Með því að halda mótið um verslunarmannahelgina vildi ungmennafélagshreyfingin sýna fram á að hægt væri að halda vímuefnalaust mót um þessa mestu ferðaog „djammhelgi“ Íslendinga. Í reynd var hreyfingin að segja „sukkinu og svínaríinu“ stríð á hendur og í dag getum við sagt að sú tilraun hafi heppnast ágætlega. Þegar mótið var haldið á Ísafirði 2003 var ákveðið að hækka aldursmark þátttakenda upp í 18 ár en það hafði verið 16 ár. Síðar um haustið var á ársþingi UMFÍ ákveðið með miklum meirihluta atkvæða að halda mótið árlega um verslunarmannahelgina.
Mótin draga árlega til sín þúsundir gesta sem skemmta sér saman í heilbrigðu umhverfi og fjölbreytnin í dagskrá mótanna hefur aukist ár frá ári. Börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum og hefur keppnisgreinum fjölgað mikið milli móta og önnur afþreying, sem er í boði fyrir fólk á öllum aldri, hefur einnig stóraukist. En fyrst og síðast er það ávallt gleðin og það að taka þátt á eigin forsendum sem er í fyrirrúmi og skipar fyrsta sætið. Í hugum keppenda er sigurinn ekki aðalatriðið heldur beinist ánægjan að því að taka þátt og njóta samverunnar með fjölskyldu og vin-
Margir þátttakenda, sem hafa verið á Unglingalandsmótunum á liðnum árum, hafa haft á orði að þau séu skynsamlegasta og skemmtilegasta íþróttaog fjölskylduhátíðin sem hægt sé að sækja um verslunarmannahelgina og það eitt og sér er ánægjuleg niðurstaða.
um enda eru mótin kjörin leið til að stuðla að aukinni samveru fjölskyldu og barna í heilbrigðu og vímulausu umhverfi. Mótin hafa slegið í gegn og ákvörðunin um að halda þau á hverju ári var mikið gæfuspor fyrir Íslendinga, um það eru allir sammála, hvort heldur
það eru skipuleggjendur, keppendur, forráðamenn eða aðrir sem að mótunum koma. Unglingalandsmótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Í dag eru mótin ekki lengur valkostur í hugum fólks heldur sjálfsagður viðburður sem fjölskyldan fer saman á um hverja verslunarmannahelgi.
N
ú er komið að Skagfirðingum að bjóða til Unglingalandsmóts á Sauðárkróki. Undirbúningur hefur staðið yfir undanfarin ár í samvinnu Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Bæjaryfirvöld á Sauðárkróki hafa staðið að því af miklum myndarskap og metnaði að byggja upp íþróttamannvirki og gistiaðstöðu á Sauðárkróki. Öll íþróttaaðstaða er til fyrirmyndar og það er ljóst að aðstaðan, sem keppendum og öðrum gestum verður boðið upp á, er með þeirri bestu á landinu. En aðstaðan ein og sér er ekki nóg til að halda stærsta íþróttamót landsins sem Unglingalandsmótið óneitanlega er. Til að halda mót af þeirri stærð þarf fjöldann allan af sjálfboðaliðum og hafa margir boðið fram aðstoð sína við undirbúning og framkvæmd mótsins. Fram undan er skemmtilegur tími til að njóta alls þess sem verður í boði. Hvetjum við landsmenn til þess að fjölmenna á mótið og fullyrðum að það verður tekið á móti gestum með skagfirskri sveiflu eins og Skagfirðingum er einum lagið. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ
S TÓRMARKAÐUR :: S T ÓR M A R KA ÐUR :: S T ÓRMARKAÐ U R
VELKOMIN Á UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ
NÝPRENT
SÉRVARA - MATVARA Opið landsmótshelgina: Laugardag kl. 10 - 18 og sunnudag kl. 13 - 18 virka daga kl. 9-19
6 Unglingalandsmót UMFÍ
Fjölbreytt afþreyingardagskrá fyrir alla fjölskylduna
A
far fjölbreytt dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna á Unglingalandsmótinu. Fyrir utan íþróttakeppnina verður boðið upp á ýmis verkefni fyrir börn, unglinga og fullorðna, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ókeypis er á alla viðburði og allir eru velkomnir.
Landsmótsþorpið Í hjarta bæjarins, norðan við Sundlaug Sauðárkróks, verður aðalafþreyingarsvæði mótsins. Þetta svæði köllum við Landsmótsþorpið.
Hæfileikakeppni Hæfileikakeppni verður í stóra tjaldinu í Landsmótsþorpinu á föstudegi á milli kl. 16 og 17. Þar geta krakkarnir stigið á svið og látið ljós sitt skína.
Frjálsíþróttaleikar Frjálsíþróttaleikar fyrir börn 10 ára og yngri eru gríðarlega vinsælir og hafa slegið í gegn á mótunum. Þar fá krakkarnir að prófa nokkrar greinar undir leiðsögn góðra aðila. Frjálsíþróttaleikarnir verða á Sauðárkróksvelli á laugardeginum strax að lokinni frjálsíþróttakeppni. Allir sem taka þátt fá viðurkenningarskjal.
Hér má sjá hluta af dagskráratriðum Unglingalandsmótshelgarinnar:
Sundleikar Sundleikar fyrir börn 10 ára og yngri verða í Sundlaug Sauðárkróks á sunnudegi, en þeir hefjast að lokinni sundkeppninni. Sundleikarnir eru opnir öllum krökkum og þau eru hvött til að taka þátt. Þarna skiptir öllu máli að vera með og allir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Þrautabraut Sett verður upp þrautabraut sem allir geta farið í. Brautin verður opin alla helgina. Á sunnudeginum verður tímataka.
Knattþrautir KSÍ
Morgunskokk
Knattspyrnusamband Íslands býður þátttakendum á Unglingalandsmótinu að taka þátt í knattþrautum. Þrautirnar verða í umsjá Arnars Bill Gunnarssonar, fræðslustjóra KSÍ, á Sauðárkróksvelli á laugardeginum og hefjast kl. 18:00.
Í mörg ár hefur verið starfræktur öflugur skokkhópur á Sauðárkróki undir styrkri stjórn Árna Stefánssonar. Á laugardagsmorgni kl. 10:00 leggur hópurinn af stað frá Sundlaug Sauðárkróks og eru allir velkomnir að slást í hópinn. Ekki er amalegt að byrja daginn á svona verkefni í góðra vina hópi.
Júdókynning Á föstudag, laugardag og sunnudag verður kynning á júdó. Þar gefst öllum tækifæri til að prófa þessa íþróttagrein undir handleiðslu öflugra júdómanna.
Brynjar Dagur Leiktæki Leiktæki verða sett upp í Landsmótsþorpinu enda ómissandi þegar svona samkoma er annars vegar. Þarna verða skemmtileg tæki, stór og smá.
Andlitsmálun Boðið verður upp á andlitsmálun á föstudeginum, fyrir setningarathöfnina, og einnig á laugardegi og sunnudegi. Andlitsmálunin verður í tjaldi í Landsmótsþorpinu.
Þriggja stiga skotkeppni í körfu Á körfuboltavellinum við Árskóla verður þriggja stiga skotkeppni á sunnudeginum og hefst hún kl. 18:00. Þar er kjörið tækifæri fyrir körfuboltasnillinga að takast á og láta ljós sitt skína.
Snillingurinn Brynjar Dagur, sem sigraði í keppninni Ísland Got Talent, verður á Unglingalandsmótinu. Á sunnudeginum verður hann með kennslu í Popping-dansi þar sem allir geta tekið þátt, ungir sem eldri. Þetta er eitthvað sem enginn ætti að missa af.
kl. 13:00 við Landsbankann. Áætlað er að gangan taki um eina klukkustund.
Fótbolti fyrir 10 ára og yngri Fótboltamót fyrir krakka 10 ára og yngri verður á gervigrassparkvelli sunnan við Árskóla. Þar geta krakkarnir mætt á ákveðnum auglýstum tíma og fengið að reyna sig við jafnaldra sína þar sem allir eru sigurvegarar.
Zumba fitness
Listasmiðjur
Zumbakennarinn Linda Björk mætir á svæðið á laugardeginum og býður gestum og gangandi að taka þátt í Zumba fitness-tíma. Tíminn hefst kl. 17:00 en staðsetning verður auglýst í mótaskrá sem kemur út á mótinu sjálfu. Tilvalið er fyrir foreldra að skella sér í hressilega Zumba-líkamsrækt. Ekki skemmir fyrir ef börn og unglingar taka líka þátt því að Zumba er fyrir alla.
Leiklistarsmiðja, tónlistarsmiðja og málarasmiðja verða starfræktar á mótinu og eru opnar öllum þátttakendum. Þar verður eitt og annað brallað og án efa ótrúlega skemmtilegt.
Gönguferðir um gamla bæinn Boðið verður upp á gönguferðir um gamla bæjarhlutann á Sauðárkróki. Farnar verða tvær ferðir, á föstudag og laugardag, og hefjast þær báðar
Tennis Boðið verður upp á leiðsögn í grunnslögum í tennis. Hún verður á tennisvellinum sem er við innkeyrsluna í bæinn að sunnan, neðan við Ártún. Tennis er skemmtileg íþrótt og því verður hér kjörið tækifæri fyrir byrjendur að prófa og taka fyrstu skrefin undir öruggri leiðsögn. Kennslan verður á laugardegi kl. 10:00–16:00.
Unglingalandsmót UMFÍ
7
Kvöldvökur
Ö
ll kvöldin verða kvöldvökur í stóru tjaldi í hjarta bæjarins. Frábærir skemmtikraftar og tónlistarfólk munu koma þar fram og það er ljóst að sjaldan eða aldrei hefur verið saman kominn eins stór hópur til að skemmta á Unglingalandsmótinu.
Jón Jónsson og Friðrik Dór Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór leggja undir sig laugardagskvöldið. Þeir eru báðir gríðarlega flottir tónlistarmenn en hafa hvor sinn stílinn. Það verður klárlega allt vitlaust þetta kvöld í tjaldinu, eitthvað sem enginn ætti að missa af.
Basic House Effect Fjallganga Stefnt er á að bjóða upp á gönguferð á Molduxa. Molduxi er fjall fyrir ofan Sauðárkrók sem er 706 metrar á hæð og er auðvelt uppgöngu. Þaðan er víðsýnt yfir Skagafjörð og liggur vinsæl gönguleið upp á fjallið frá Sauðárkróki. Stefnt er á þessa gönguferð á sunnudagsmorgni og hefst hún kl. 10:00. Áætlað að koma til baka upp úr kl. 13:00. Lagt verður af stað sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki.
Strákarnir í Basic House Effect koma fjörinu af stað og verða með alvörupartí á fimmtudagskvöldið í stóra tjaldinu. Þeir eru snillingar og gefa tóninn fyrir það sem á eftir kemur.
Sverrir Bergmann Sverrir Bergmann er frá Sauðárkróki eins og Auðunn. Sverrir mætir á Krókinn og lætur í sér heyra á föstudagskvöldið.
Markaður Stefnt er á að vera með markað í stóra tjaldinu í Landsmótsþorpinu. Þar munu Skagfirðingar bjóða til sölu ýmsar vörur, s.s. handverk, gamalt dót úr bílskúrnum, fatnað og hvað eina sem þeim dettur í hug. Eitt er víst, að þar verður hægt að gera góð kaup og ekki mun stemningin spilla fyrir. Markaðurinn verður á laugardegi kl. 11:00–16:00.
Parkour Á laugardeginum koma Parkoursnillingar í heimsókn og verða bæði með kennslu og sýningu fyrir þá sem það vilja. Parkour er orðið gríðarlega vinsælt og því ærin ástæða til að kynnast þessari grein nánar. Áætlað er að setja upp braut við Landsmótsþorpið. Kennslan verður kl. 14:00–19:00.
Þórunn Antonía Þórunn Antonía er flott söngkona sem mun koma fram á föstudagskvöldið. Þórunn Antonía var ein af dómurum í Ísland Got Talent en mætir nú á Unglingalandsmótið, hress að vanda.
Auðunn Blöndal Auðunn Blöndal er frá Sauðárkróki. Hann snýr nú aftur á æskuslóðirnar þar sem hann sleit barnsskónum og gerði hvert prakkarastrikið á fætur öðru.
Úlfur Úlfur Auðun þekkja flestir landsmenn, en hann er fjölhæfur ungur maður sem hefur farið ótroðnar slóðir. Hann verður í fullu fjöri á föstudagskvöldinu.
Félagarnir tveir í Úlfur Úlfur, þeir Arnar og Helgi Sæmundur, eru báðir frá Sauðárkróki. Þeir ætla að ná upp flottri stemningu á sunnudagskvöldið og það er alveg víst að það kunna þeir félagar.
Latibær
Magni Ásgeirsson
Íþróttaálfurinn mætir á staðinn og mun skemmta á föstudeginum. Það verður líf og fjör þegar hann heimsækir Unglingalandsmótið í fyrsta sinn og það er aldrei að vita nema hann taki þátt í einhverri keppnisgrein.
Magni Ásgeirsson klikkar aldrei. Magni er gríðarlega magnaður tónlistarmaður og ætlar að troða upp á sunnudagskvöldið. Það er enginn vafi að tjaldið verður við það að rifna þegar hann stígur á svið.
DJ JoJo Á laugardagskvöldið koma fram tveir ungir drengir sem kalla sig DJ JoJo. Þetta eru þeir Jón Grétar og Jóhann Daði sem hafa verið að koma sér á framfæri. Þeir fá gott tækifæri til að sanna hversu miklir snillingar þeir eru.
8 Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmótin eru í mínum huga dásamlegt fyrirbæri
Þ Skráning Opnað var fyrir skráningu 1. júlí. Skráning er á heimasíðu Ungmennafélags Íslands; www.umfi.is Skráningargjald er kr. 6.000.fyrir hvern þátttakenda á aldrinum 11–18 ára sem skráir sig til þátttöku í eina keppnisgrein eða fleiri.
virkja á Sauðárkróki hefur tekist vel, með sundlaugina, íþróttasvæðið og íþróttahúsið, og segja má að þarna sé samtengingin afar sterk. Þetta er flott umgjörð sem við erum stolt af,“ sagði Ásdís Björg.
að er virkilega skemmtilegt að við fengum Unglingalandsmótið í þriðja skipti og það er gaman fyrir sveitarfélagið og upphefð um leið að fá þetta tækifæri. Þetta bara lyftir mannlífinu hjá okkur og ég held að allir íbúarnir hlakki mikið til. Fyrir utan að halda mótið hér á Sauðárkróki og taka á móti keppendum og gestum felast í því mörg önnur tækifæri og má í því sambandi benda mikla auglýsingu sem sveitarfélagið fær. Unglingalandsmótin eru í mínum huga dásamlegt fyrirbæri, fjölskyldurnar koma með unglingana sína og gleyma sér í gleði og ánægju meðan á mótunum stendur. Ég hef sjálf átt þess kost að sækja Unglingalandsmót síðustu ár með börnin mín og þetta er dásamleg upplifun í alla staði. Mótin eru líka svo vel skipulögð, allt gengur svo vel og allir eru tilbúnir að rétta hjálparhönd. Þetta er mín upplifun frá mótunum og unglingarnir finna það að þeir eru velkomnir. Mótin eru í einu orði sagt frábær samverustund fyrir fjölskylduna og svo finnst mér skemmtileg þróun að hafa einhverja afþreyingu fyrir systkini og yngri börn,“ sagði Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, í spjalli við Skinfaxa.
Er samtakamáttur bæjarbúa sterkur þegar haldið er jafn stórt mót og Unglingalandsmót UMFÍ?
Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði.
Ásta Björg sagði að mótssvæðið væri sérlega aðgengilegt og stutt á milli keppnisstaða. Undantekning væri einna helst hestaíþróttirnar en keppnissvæðið væri aðeins fyrir utan bæinn. Það væri stutt í golfið og mótocrossbrautirnar þannig að öll aðstaðan væri mjög góð í flesta staði.
„Ég ber þá von í brjósti að allt eigi eftir að ganga vel og þeir sem hingað koma muni njóta dvalarinnar. Í huga mínum skiptir íþróttaaðstaða í bæjarfélögum gríðarlega miklu máli og það þarf að hlúa vel að þessum þætti. Uppbygging íþróttamann-
Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega
Mannvit er með yfir 400 starfsmenn sem sinna
ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu.
fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hér á landi
Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum,
og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni
sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum,
þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna
fjárfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og
og viðskiptavina verður best lýst með gildum
orkufyrirtækjum.
fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.
Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is
„Ég get alveg sagt það fyrir hönd bæjarbúa að samheldnin er mjög góð og samtakamátturinn mikill og það skiptir máli í svona mótshaldi. Við í sveitarfélaginu komum snemma saman hópi til að halda vel utan um hlutina í öllu því sem snýr að undirbúningi. Við þurfum ekki að ráðast í miklar framkvæmdir en vissulega er viðhaldsvinnan töluverð á golfvellinum, motocrossbrautinni, svæði hestamanna og eins á íþróttavellinum sjálfum. Við höfum haldið hér tvö mót áður svo að reynslan er töluverð innan hópsins okkar sem léttir alla vinnu. Unglingalandsmótin eru flottur viðburður og það er beinlínis upphefð að fá að halda slíkt mót. Það var hárrétt ákvörðun á sínum tíma að fara með mótin inn á verslunarmannahelgarnar og mikið gæfuspor fyrir þetta mót. Unglingalandsmótin eru orðin fastur punktur í tilverunni hjá mörgum fjölskyldum enda gefa þau kost á frábærri samverustund einmitt um þessa helgi. Ég hlakka mikið til mótsins, þetta verður bara gaman og skemmtilegt,“ sagði Ásta Björg Pálmadóttir, í spjallinu við Skinfaxa.
Unglingalandsmót UMFÍ
9
Alveg ljóst hvar við munum eyða verslunarmannahelgum næstu árin
V
ið fjölskyldan ætlum að skella okkur á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki. Tvö elstu okkar ætla að taka þátt í sínu fyrsta móti og það er mikil tilhlökkun á bænum. Það hefur alltaf verið stefna okkar að fara með krakkana okkar á þetta mót og það er alveg ljóst hvar við munum eyða verslunarmannahelgum næstu árin,“ sagði Sonja Jóhannsdóttir, master í íþrótta- og lýðheilsufræðum og kennari við Menntaskólann á Akureyri. Sonja kennir einnig hjá Keili, þeim sem ætla að verða einkaþjálfarar og líka við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Hún er úr sveitinni rétt við Hofsós og keppti alltaf fyrir UMSS. Sonja segist hafa lifað og hrærst í íþróttum alla sína ævi. Sonja sjálf hreyfir sig reglulega og í sumar ætlar hún að hlaupa Laugaveginn og taka þátt í hlaupi í München í Þýskalandi. „Ég hef líka verið að keppa í þríþraut. Maður verður að vera góð fyrirmynd en maður er alltaf að hvetja þá sem eru í kringum mann til að hreyfa sig,“ sagði Sonja.
hátíðir,“ sagði Sonja Sif Jóhannsdóttir frá Akureyri. Þess má geta að Sonja Sif var í landsmótsnefnd þegar mótið var haldið á Akureyri 2009. Hún sagði að það hefði verið gaman að vera hinum megin borðsins, eins og hún orðaði það, og koma þannig að skipulagningu og undirbúningi mótsins. Gaman hefði verið að sjá mótið frá öðru sjónarhorni.
„Krakkarnir okkar líta ekki á mótið sem keppni, heldur frekar mikla upplifun og að margt spennandi sé í boði.“
Búin að fara á átta mót „Krakkarnir okkar líta ekki á mótið sem keppni, heldur frekar mikla upplifun og að margt spennandi sé í boði. Auðvitað hlakka þau líka til að keppa og sjá hvar þau standa. Þau eru strax farin að spá í hvar við ætlum að gista og annað í þeim dúr. Mér finnst að Unglingalandsmótin eigi stóran sess í íslensku íþróttalífi en ég fór á mitt fyrsta mót sem þjálfari á mótið á Dalvík og var þá aðstoðarþjálfari. Ég var að taka þetta saman á dögunum og ég held að ég sé búin að fara á átta mót sem þjálfari hjá UFA og UMSE. Í fyrrasumar skellti fjölskyldan sér á mótið á Hornafirði til að fylgjast með keppninni og hafa gaman. Unglingalandsmótin hafa hitt í mark og mér finnast þau frábært framtak af hálfu UMFÍ. Ég ætla bara vona að framkvæmd þeirra í nánustu framtíð gangi sem allra best,“ sagði Sonja Jóhannsdóttir í samtali við Skinfaxa.
Keppti fyrst 12 ára 1987 „Ég hef sótt öll Landsmót UMFÍ frá 1987 en ég var 12 ára gömul þegar ég keppti á mínu fyrsta móti á Húsavík. Það var mikil upplifun og ég hef farið á öll mótin eftir það. Í mínum huga eru Landsmótin frábærar
Sonja Sif Jóhannsdóttir, eiginmaður hennar, Gunnar Atli Fríðuson, og börnin fjögur, Kolbeinn, Selma, Örvar og Kári.
ÞJÓNUSTUVER
TÍMAPANTANIR OG UPPLÝSINGAR
570 9090
Er kagginn kominn með skoðun?
Það er metnaður ur okkar hjá Frumherja að veita a góða þjónustu og hagstæð kjör á skoðunum.
LUK KUL EIKU R
25.0 00 ELD SN VINN EYTISINGU R
BETRI STOFAN
LUKKULEIKUR UKKULEIKUR
í
Komdu með ð bílinn í skoðun og istaðu gæfunnar í freistaðu Lukkuleik okkar. dsneytisvinningur Eldsneytisvinningur að upphæð kr. 25.000 dreginn út hverri viku.
Keyrum örugg í sumar og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest! - örugg bifreiðaskoðun um allt land Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is
10 Unglingalandsmót UMFÍ Jón Daníel Jónsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar:
Mikill metnaður til að halda gott mót Reykjavík Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignamiðlunin ehf., Síðumúla 21 Gáski ehf., Bolholti 8 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Íslandspóstur hf., Stórhöfða 29 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Loftstokkahreinsun ehf., Garðhúsum 6 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Löndun ehf., Kjalvogi 21 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Varma og Vélaverk ehf., Knarrarvogi 4 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Ögurvík hf., Týsgötu 1
Kópavogur Namo ehf., Smiðjuvegi 74, gul gata
Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Marás ehf., Miðhrauni 13 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - kassagerð ehf., Suðurhrauni 4
Hafnarfjörður Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64
Álftanes GP - arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4
Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4
Grindavík
„Mótin, sem við höfum séð um framkvæmd á fram að þessu, hafa gengið vel og því ákváðum við að sækja um að fá að halda mótið í þriðja sinn hér á Sauðárkróki. Við erum bæði með mannskap og aðstæður til að halda þetta mót og það hefur ekki lítið að segja þegar aðilar taka svona mót að sér. UMFÍ hefur treyst okkur fyrir þessu verkefni og við ætlum að standa okkur og halda gott mót,“ sagði Jón Daníel Jónsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, í samtali við Skinfaxa. Jón Daníel svaraði, þegar hann var spurður hvaða þýðingu það hefði fyrir sambandið að halda þetta mót, að það væri ekki spurning að mikilvægi þess væri umtalsvert. Svæðið fengi mikla kynningu og það þjappaði ennfremur fólkinu saman inn á við. „Fólk verður meðvitað um að það þarf að sinna sjálfboðaliðastarfinu eins og raunar allt starf ungmennafélagshreyfingarinnar gengur að stórum hluta út á. Heimafólk stendur saman og er staðráðið í að vinna vel að undirbúningi og gera gott mót. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir samheldnin mestu máli. Raunverulegur undirbúningur mótsins hófst sl. haust þegar landsmótsnefndin kom saman og fór að funda reglulega. Undirbúningur gengur vel. Við erum vel í sveit sett og búum að því að hafa haldið tvö mót hér áður. Við fáum að nota starfskrafta manna sem hafa komið að fyrri mótum og
Unglingalandsmótsnefnd 2014 Unglingalandsmótsnefnd var skipuð árið 2013 og hefur unnið að undirbúningi mótsins síðan þá. Nefndina skipa: Halldór Halldórsson, formaður, Gunnar Þór Gestsson, Hafdís Einarsdóttir, Helgi Freyr Margeirsson, Helga Harðardóttir, Halldór Gunnlaugsson, Steinunn Arnljótsdóttir, Steinar Gunnarsson, Sigurður Bjarni Rafnsson, Laufey Kristín Skúladóttir, Þorsteinn Broddason, Lína Dögg Halldórsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Ásta Pálmadóttir, Rúnar Vífilsson og Þorvaldur Gröndal.
það skiptir gríðarlega miklu máli. Sem dæmi eru formaður nefndarinnar og gjaldkeri menn sem þekkja undirbúninginn og létta hann á allan hátt,“ sagði Jón Daníel. – Er ekki öll aðstaða á Sauðárkróki til fyrirmyndar, til að halda mót sem þetta? „Jú, hún er mjög góð í alla staði og við erum afar stolt af henni. Stundum þarf að breyta einhverju og bæta það en í heildina erum við með aðstöðu sem mun nýtast vel á mótinu.“ – Sem foreldri, hvaða hlutverki finnst þér Unglingalandsmótin gegna, til dæmis hvað forvarnagildið varðar? „Sem foreldri vil ég segja að Unglingalandsmótin hafa slegið í gegn og forvarnagildi þeirra er mikið. Þetta er í einu orði sagt mögnuð helgi. Fjölskyldur geta varið hér saman verslunarmannahelginni í frábæru umhverfi. Ég á yngri börn sem hafa ekki enn aldurinn til að taka þátt en þau geta varla beðið.“ Jón Daníel sagði þátt sjálfboðaliðans einn mikilvægasta þáttinn þegar kemur að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Hann sagðist ætla að um 400–500 sjálfboðaliðar komi að einhverju leyti að mótinu og án þeirra væri þetta ekki hægt, miðað við stærð mótsins eins og það er orðið.
Jón Daníel Jónsson, formaður UMSS.
„Sjálfboðaliðarnir koma úr öllum aðildarfélögum okkar og við stýrum þessu þannig að þau taka að sér ákveðin verkefni og hlutverk. Öll félög innan UMSS og raunar fleiri koma að þessu verkefni. Samtakamátturinn og samheldnin er mikil. Það er mikil tilhlökkun í okkar röðum að halda þetta mót. Okkur finnst þetta stórkostlegt tækifæri og það þjappar fólkinu á svæðinu vel saman. Það er mikill metnaður til að halda gott mót og ég lofa góðu veðri enda búið að panta það fyrir löngu,“ sagði Jón Daníel Jónsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, í spjallinu við Skinfaxa.
Framkvæmda- og verkefnastjórar mótsins Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki, en hann er jafnframt starfsmaður UMFÍ. Ómar Bragi hefur stýrt Unglingalandsmótum UMFÍ frá árinu 2004. Pálína Ósk Hraundal var ráðin sem verkefnastjóri mótsins.
Ungmennafélag Grindavíkur, Mánagerði 2
Mosfellsbær Álafoss ehf., Álafossvegi 23
Akranes Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24
Borgarnes Borgarbyggð, Borgarbraut 14 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 UMÍS, Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Bjarnarbraut 8
Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3 Sæfell ehf., Hafnargötu 9 Þ.B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36
Grundarfjörður Ferðaþjónustan Áningin Kverná, Eyrarsveit Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7
Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Snæfellsbær, Klettsbúð 4
Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a
Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ísblikk ehf., Árnagötu 1
Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12
Patreksfjörður Nanna ehf., við Höfnina Oddi hf., Eyrargötu 1
Tálknafjörður Tálknafjarðarhreppur, Miðtúni 1 Þórsberg ehf., Strandgötu 25
g a l é f m a s i d Lifan í alfaraleið Selfoss Eyrarbakki Stokkseyri
www.arborg.is DAV I D T H O R .O R G
Stykkishólmur
Unglingalandsmót UMFÍ
11
Ólöf Rún Guttormsdóttir:
Hvet krakka til að taka þátt
É
g hef alltaf skemmt mér vel á Unglingalandsmótum UMFÍ. Fyrst þegar ég fór á mótin keppti ég aðallega í sundi en á mótinu á Hornafirði í fyrra fór ég með vinkonum mínum og við kepptum í körfubolta. Ég held að sami hópur hafi tekið stefnuna á að fara á mótið á Sauðárkróki.“
Sigraði í sundinu
Mótin eru snilldin ein
Gaman að keppa og kynnast öðrum krökkum
Kvenfélagið Freyja, Melavegi 4
„Ég hvet alla krakka eindregið að mæta á Unglingalandsmót og taka þátt. Það er bara svo gaman að keppa og hitta aðra krakka og kynnast þeim,“ sagði Ólöf Rún Guttormsdóttir.
Blanda ehf., Melabraut 21 Glaðheimar - Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Húnavatnshreppur, Húnavöllum
Ólöf Rún sagði eitt mótið sérlega minnistætt en þá hafði hún ekki æft sund um eins árs skeið. Hún tók þó þátt í einni sundgrein, gerði sér lítið fyrir og sigraði en því hafði hún aldrei átt von á.
Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3
Hvammstangi
„Þessi mót eru snilldin ein og svo er ekki síður gaman að hitta aðra krakka. Maður þarf heldur ekki að vera æfa íþróttina til að geta keppt og ekki heldur að vera langbestur til vera með. Það hefur líka alltaf verið lagt mikið í dagskrána og ég hef alltaf skemmt mér vel,“ sagði Ólöf Rún Guttormsdóttir.
Blönduós
Skagaströnd Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3 Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30
Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Fisk - Seafood hf., Háeyri 1 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4
Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ
Akureyri Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Lónsá ehf., Lónsá Raftákn ehf., Glerárgata 34 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu
Ólafsfjörður Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsvegi 4
Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóum 2
Þjónusta á svæðinu Á
Sauðárkróki er fjölbreytt og góð þjónusta. Verslanir verða opnar alla helgina og fram á kvöld þannig að mótsgestir geta keypt á grillið eins og þeir óska og alla helstu nauðsynjavöru. Þeir sem kjósa að fara á veitingastaði geta valið um góða staði sem bjóða fjölbreytta matseðla. Á Sauðárkróki eru hótel og gistiheimili en einnig er boðið
upp á fjölbreytta gistimöguleika víða um Skagafjörð. Sundlaugar eru víða í Skagafirði en sérstaklega er bent á laugina á Hofsósi sem hlotið hefur mikið lof. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki er vel útbúin og þar starfar afbragðsfólk sem er tilbúið að taka á móti öllum þeim sem þangað þurfa að leita.
Tjaldsvæði á mótinu T
jaldsvæði keppenda er á svokölluðum Nöfum, fyrir ofan aðalíþróttasvæði bæjarins. Það verður vel útbúið, með snyrtingum og rafmagni. Tjaldsvæðinu verður skipt niður í hólf þar sem hvert þátttökulið fær sitt svæði eins og ætíð er á þessum mótum. Tjaldsvæðið er ókeypis en greiða þarf fyrir aðgang að rafmagni.
Ef gengið er fram á Nafabrúnina má sjá nánast öll keppnissvæðin og þaðan má fylgjast vel með keppni í nokkrum greinum.
Önnur tjaldsvæði Víða í Skagafirði eru góð tjaldsvæði og þau má finna á heimasíðunni www.visitskagafjordur.is.
Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna
Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf., Bakkagötu 6
Vopnafjörður Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15
Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Farfuglaheimilið Húsey Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Klassík ehf., Selási 1 Skógar ehf., Dynskógum 4
Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44
Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6
Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59
Stöðvarfjörður Steinasafn Petru ehf., Fjarðarbraut 21
Selfoss
Færni til framtíðar er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Bókin á erindi við alla sem hafa áhuga á því að efla hreyfingu og hreyfifærni barna og nýta til þess náttúruna okkar.
Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Flóahreppur, Þingborg Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15 Suðurlandsskógar, Austurvegi 1
Hveragerði Hveragerðiskirkja
Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1
Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni
Hvolsvöllur Krappi ehf., Ormsvöllum 5
Bókin fæst í verslunum Eymundsson og hjá höfundi í síma 898-2279 eða á netfanginu sabinast@simnet.is
Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Geirland ehf., Geirlandi Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Skaftárhreppur, Klausturvegi 15
Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið ehf., Friðarhöfn
12 Unglingalandsmót UMFÍ
VELKOMIN Á 17. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ
á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 1.–3. ágúst 2014
Það verður kátt á Krók Skagfirðingar bjóða ykkur velkomin á skemmtilegasta frjálsíþróttavöll landsins þaðan sem aðeins er steinsnar í knattspyrnuvelli, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðhöll og aðstöðu fyrir allar aðrar keppnisgreinar, auk þess sem tjaldsvæði mótsins eru í stuttu göngufæri. Fjölbreytt og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna er í boði vítt og breitt um héraðið.
www.visitskagafjordur.is
Unglingalandsmót UMFÍ
13
TJALDSVÆÐI Í SKAGAFIRÐI Fyrir aðra gesti en þá sem tengjast mótinu með beinum hætti er bent á afar fjölskylduvænt tjaldsvæði í Varmahlíð sem er í aðeins 24 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Svæðið er sunnan til í Reykjarhóli sem er skógi vaxinn og tjaldsvæðið því mjög skjólgott. Tjaldsvæðið er í misstórum básum sem eru afmarkaðir með trjábeltum og öll aðstaða til fyrirmyndar, með snyrtilegum salernum, heitu og köldu vatni og rafmagni. Þvottavél, þurrkari og sturta
eru einnig á staðnum. Stutt er í alls kyns afþreyingu, s.s. barnvæna sundlaug, fótboltavelli o.fl. Tjaldsvæðin á Hofsósi og Hólum í Hjaltadal eru í samstarfi við tjaldsvæðið í Varmahlíð þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þremur tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísa greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.
NÝPRENT ehf.
knum
14 Unglingalandsmót UMFÍ
Áhugaverðir staðir í Skagafirði
Á
Sauðárkróki búa um 2600 manns. Þar er fjölbreytt þjónusta; gisting, veitingar, verslanir, sýningar, söfn, tjaldsvæði, skemmtistaðir, sundlaug, sjúkrahús, verkstæði o.fl. Glæsilegur íþróttaleikvangur er í miðjum bænum, sunnan við sundlaugina, þar sem einnig er strandblakvöllur. Í Minjahúsinu við Aðalgötu eru m.a. til sýnis fjögur lítil verkstæði í anda liðinna tíma, auk sérsýningar þar sem kynntir eru listamenn frá Sauðárkróki, merkilegir munir í eigu safnsins og fleira. Brekkurnar ofan við bæinn eru fornir sjávarkambar, kallaðar Nafir af heimamönnum. Á Nöfum er útsýnisskífa og gott útsýni yfir gamla bæinn, sveitirnar í kring og út á fjörðinn. Uppi á Nöfum eru frístundabændur með aðstöðu sína og á vorin er hægt að fylgjast þar með lömbum og folöldum innan girðingar. Golfvöllur og aðstaða Golfklúbbs Sauðárkróks eru einnig uppi á Nöfum. Sauðárkrókur dregur nafn sitt af Sauðá og í Sauðárgili er Litli-Skógur. Þar eru göngustígar og góð aðstaða til útiveru. Verslun Haraldar Júlíussonar í Aðalgötunni hefur starfað óslitið frá árinu 1919 en þar er hægt að upplifa gömlu búðarstemninguna eins og hún var á síðustu öld. Austan við Krókinn er Borgarsandur, tæplega fjögurra kílómetra löng svört sandfjara, þar sem gaman er að byggja sandkastala, fara í gönguferðir eða leika við börnin. Litlu sunnar, við Áshildarholtsvatn, er fjölskrúðugt fuglalíf og upplýsingaskilti um fugla. Frá Króknum er aðeins um hálftíma akstur í Varmahlíð, Hóla, Hofsós eða Grettislaug á Reykjaströnd.
sögu. Frægt er Drangeyjarsund Grettis. Margar þjóðsögur eru tengdar eyjunni. Málmey er austan megin á Skagafirði. Hún er fremur löng og láglend en er þó hæst 125 metra há. Í eyjunni var búið fram til 1950. Sú þjóðsaga fylgir Málmey að enginn megi búa þar lengur en 20 ár. Væri sú regla brotin átti húsfreyjan á bænum að hverfa og aldrei að sjást framar. Fyrsti viti á Íslandi var í kirkju á eyjunni. Kotagil er hrikalegt gljúfur í Norðurárdal, ekki langt fyrir neðan bæinn Fremri-Kot. Auðvelt er að ganga inn
vegna stundum illfært um þjóðveginn sem lá á bjargbrúninni. Mælifellshnjúkur er 1138 metra hár og stendur stakur þannig að hann rís yfir allar nærliggjandi hæðir. Sagt er að hnjúkurinn sjáist úr tíu sýslum í björtu veðri og er útsýn af honum að sama skapi mikil. Merkt gönguleið er upp á tind Mælifellshnjúks og er upphaf hennar við veginn í Mælifellsdal. Tindastóll hét áður Eilífsfjall og er 989 m y. s. og eitt mesta fjall sýslunnar, um 20 kílómetra langt. Það er að mestu úr blágrýti en einnig finnst líparít að
gilið af þjóðvegi eitt. Í gilinu finnast steingervingar og þá einkum sem för eftir viðarboli. Ketubjörg eru rúmlega 120 m há sjávarbjörg á Skaga, rétt fyrir sunnan bæinn Ketu. Ketubjörg eru forn eldfjallarúst eða gígfylling. Auðugt fuglalíf er í björgunum. Sagt var að tröll byggju í Ketubjörgum og þótti þeirra
suðaustanverðu. Margar þjóðsögur eru tengdar Tindastóli og meðal annars er sagt að finna megi óskastein í Óskatjörn sem er uppi á fjallinu. Einnig var sagt að í fjallinu byggi risi sem reri daglega til fuglaveiða út til Drangeyjar. Þórðarhöfði er gömul eldfjallarúst skammt frá Hofsósi. Höfðinn er áfastur landi með eiði sitt hvorum megin
en á milli er Höfðavatn sem er sjávarlón. Þórðarhöfði, Málmey, Drangey og Ketubjörg á Skaga eru talin leifar af mjög fornri og stórri eldfjallarúst.
Sögustaðir Bóla er eyðibýli í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn hét áður Bólstaðargerði og var lengst af í eyði á 18. öld og fram til 1833 er Hjálmar Jónsson skáld byggði þar bæ og kallaði fyrst Bólugerði en síðan Bólu og það nafn hafði jörðin eftir það. Skammt frá bænum fellur Bóluá niður fjallið í sjö fossum í hrika-
Náttúruperlur Austurdalur er austasti dalur í Skagafirði og er hann um 50 km langur. Þar eru skógarleifar í Jökulsárgili, skammt frá Merkigili, og í Fögruhlíð í miðjum dalnum. Eru þetta hæstu (yfir sjávarmál) skógarleifar á Íslandi. Dalurinn er náttúru- og útivistarperla sem vert er að skoða nánar en um hann rennur Austari-Jökulsá í miklu gljúfri með berggöngum og litskrúðugum millilögum. Áin er eitt magnaðasta flúðasiglingasvæði í Evrópu. Brú er yfir hana og kláfur við Skatastaði, auk þess sem margir ferðamenn ganga um Merkigilið og koma við í Ábæjarkirkju. Göngubrýr eru á Ábæjará, Tinná og Fossá og Ferðafélag Skagfirðinga er með skála í Hildarseli. Austurdalur er einstakur til að fara um ríðandi, gangandi eða á fjallahjóli. Drangey er á því sem næst miðjum Skagafirði og er um 200 metra hár móbergsstapi. Í eyjunni, sem er aðeins geng á einum stað sem nefnist Uppganga, er gífurleg fuglabyggð. Drangey var öldum saman helsta matarforðabúr Skagfirðinga, og var gjarnan kölluð „Mjólkurkýr Skagafjarðar“. Útlagarnir Grettir og Illugi Ásmundssynir dvöldu í eyjunni um þriggja ára skeið, 1028–1031, svo sem getið er í Grettis
legu gili, Bólugili. Bóla er helst þekkt fyrir búsetu Bólu-Hjálmars þar á árunum 1833–1843 en henni lauk eftir að gerð var þjófaleit hjá honum. Minnisvarði um Hjálmar var reistur í Bólu 1955. Bóla fór í eyði 1976. Fyrir ofan Bólu er gljúfragil, Bólugil, með fagurmótuðu standbergi. Sagan segir að það heiti eftir ambátt, norn
eða tröllskessu sem Bóla hét en hún var bæði illgjörn og ódæl. Hún bjó í helli í gilinu og lét greipar sópa um eignir bænda í nágrenninu. Að endingu var það sauðamaður nokkur sem réð niðurlögum hennar með því að drekkja henni í hyl í Bóluá. Í Bólugili eru margir og fallegir fossar og hægt er að ganga í kring um gilið á gilbarminum. Bænhúsið í Gröf er elsta guðshús á Íslandi, frá seinni hluta 17. aldar, en e.t.v. mun eldra að stofni til. Núverandi kirkja var lögð niður árið 1765 en endurvígð árið 1953 eftir mikla viðgerð sem eigandi kirkjunnar, Þjóðminjasafn Íslands, stóð fyrir. Talið er víst, að Guðmundur Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð í Vesturdal, þekktasti skurðlistamaður hérlendis á 17. öld, hafi smíðað kirkjuna og prýtt með útskurði í barokkstíl. Sá stíll er afar sjaldgæfur í kirkjum hérlendis en sést vel á altari og vindskeiðum kirkjunnar. Frú Ragnheiður Jónsdóttir, sem nú prýðir 5.000 kr. seðilinn, og eiginmaður hennar, Gísli biskup Þorláksson, fengu Guðmund til verksins. Gröf var á þeim árum samastaður biskupsekkna. Grafarkirkja mun vera með minnstu guðshúsum í kristnum sið og sýnir í senn fátækt smákirkna fyrr á öldum og hagleik kirkjusmiðsins. Kirkjan er skammt fyrir sunnan Hofsós. Flugumýri er fornt höfuðból í Blönduhlíð þar sem höfðingjar Ásbirninga bjuggu á Sturlungaöld. Þar bjó einnig Gissur Þorvaldsson sem síðar varð eini íslenski jarlinn. Í október 1253 reyndu óvinir Gissurar að brenna hann inni í brúðkaupsveislu sonar hans. Gissur slapp við illan leik með því að fela sig í skyrtunnu en synir hans allir og eiginkona brunnu inni. Glaumbær er býli í Seyluhreppi þar sem Byggðasafn Skagfirðinga er með sýningu í torfbæ sem er að mestu frá síðustu öld en húsin eru þó misgömul. Í Glaumbæ má sjá hvernig búið var á stórbýlum á Íslandi í gegnum aldirnar. Timburhús frá Ási í Hegranesi (Áshús) er einnig í Glaumbæ. Það var byggt á árunum 1883–1886 sem kvennaskóli. Þar er nú sýning um heimilisbúnað, 300 ára kaffisögu, þjóðbúninga og útskorna nytjahluti, auk þess sem veitingasalan Áskaffi er rekin í húsinu. Húsið var með stærstu timburhúsum í Skagafirði, mjög vandað og merkilegur gripur á allan hátt. Þá er Gilsstofa, timburhús frá miðri 19. öld, einnig í Glaumbæ og er þar móttaka ferðamanna og skrifstofur Byggðasafns Skagfirðinga. Á elleftu öld bjó í Glaumbæ Snorri Þorfinnsson. Hann var sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur og er talinn fyrsti evrópskættaði maðurinn sem fæddist á meginlandi Ameríku. Talið er að Snorri sé grafinn í Glaumbæ. Glóðafeykir er bratt og burstarmyndað fjall upp af Flugumýri, 990 m y. s. Eftir að Jón biskup Arason hafði verið tekinn af lífi komu dönsk herskip inn á Eyjafjörðinn sumarið 1515. Þetta fréttist til Hóla og flýði Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns biskups, upp í hlíðar Glóðafeykis. Hélst hún við í
Unglingalandsmót UMFÍ tjaldi og var henni færður matur og aðrar nauðsynjar. Grafarós var verslunarstaður á árunum 1835–1915. Danskur kaupmaður, C. M. Nisson, hóf þar verslun en hann hafði hraktist úr Hofsósi fyrir ofríki kaupmannsins þar. Þar var hin breska Hendersonverslun 1861–1868 sem gjörbreytti verslunarháttum til hins betra og Skagfirðingar lofuðu Guð sem hafði sent þeim Henderson. Í Grafarósi sjást margar tóftir eftir verslunar-, íbúðar- og útihús. Grettislaug. Yst á Reykjaströnd er eyðibýlið Reykir en skammt þar fyrir neðan er staður sá þar sem Grettir Ásmundsson kom að landi eftir Drangeyjarsund sitt. Þar er heit laug sem sagan segir að Grettir hafi baðast í eftir sundið. Laugin hefur nú verið hlaðin upp og þar er hægt að fá sér bað að hætti Grettis á sjávarbakkanum. Á Reykjum er einnig að finna sjóbúð, sem verið er að gera upp en þaðan var útræði stundað fyrr á öldum. Haugsnes er lágt nes rétt sunnan við Flugumýri. Í Haugsnesi varð mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar í aprílmánuði 1246. Þar börðust Sturlungar og Ásbirningar. Um 110 manns féllu, meðal annarra Brandur Kolbeinsson, höfðingi Ásbirninga, og þar með lauk veldi þeirra. Eftir bardagann var reistur þar stór kross sem talið er að hafi staðið fram á 16. öld. Hegranesþing. Austur undir Hegranesi er að finna hinn forna þingstað Skagfirðinga, Hegranesþing. Staðurinn var þingstaður á þjóðveldisöld (930–1262) og þó nokkru lengur fyrir goðorðin þrjú í Skagafirði en einnig voru hér haldin fjórðungsþing, þ.e.a.s. sameiginlegt þing fyrir Norðlendingafjórðung. Enn má sjá ýmis tóttarbrot frá þeim tíma. Hegranesþing kemur oft fyrir í Íslendingasögum og öðrum heimildum. Kunnustu frásagnir þaðan eru frá árinu 1305 er gerður var aðsúgur að sendimanni Noregskonungs, sem boðaði landsmönnum nýjar álögur, og úr Grettis sögu um komu Grettis Ásmundssonar úr Drangey og glímu hans á þinginu laust fyrir árið 1030. Var honum heitið griðum, áður en menn kenndu hann, og fékk hann að fara burt óáreittur. Hofsós er einn elsti verslunarstaður landsins. Í kvos í hjarta bæjarins er að finna fjölda eldri húsa sem setja skemmtilegan og sterkan svip á bæinn. Þar stendur gamalt bjálkahús frá einokunartímanum og er það eitt elsta hús landsins, reist 1777. Nú hefur húsið verið endurgert í sem næst sinni upprunalegu mynd. Gamla kaupfélagsbyggingin hefur einnig fengið nýtt hlutverk en hún hýsir nú svokallað Vesturfarasetur sem tileinkað er vesturförum og vesturferðum sem voru í hámarki um síðustu aldamót. Þar hafa nú verið reistar fleiri byggingar sem falla vel að gömlu þorpsmyndinni og hýsa hinar ýmsu sýningar sem tengjast búsetu Íslendinga í Vesturheimi. Í Staðarbjargavík rétt neðan við Hofsós eru sérkennilegar stuðlabergsmyndanir. Á Hofsósi er ein fallegasta sundlaug landsins en laugin og þjónustuhúsið eru felld hugvitssamlega inn í landið, auk þess sem vatnsflötur laugarinnar kallast skemmtilega á við hafflöt Skagafjarðar og eyjarnar við sjónarrönd. Hólar í Hjaltadal eru annað tveggja biskupssetra á Íslandi og einn helsti sögustaður landsins. Biskupsstóll var settur þar árið 1106 og fyrsti biskupinn var Jón Ögmundsson. Um 7 alda skeið sátu biskupar á Hólum auk þess sem lengstum var rekinn þar skóli. Á þessum tíma voru Hólar hinn raunverulegi höfuðstaður Norðurlands. Biskupstóllinn var lagður niður 1801 og endurvakinn 1985. Þar situr vígslubiskup.
Þekktastir Hólabiskupa eru án efa Jón Arason, sem var síðastur biskup í kaþólskum sið, og Guðbrandur Þorláksson, sá er prentaði Guðbrands-
biblíu. Jón Arason flutti til landsins fyrsta prentverkið. Núverandi kirkja á Hólum er fimmta dómkirkjan í röðinni, reist 1763 úr rauðum sandsteini
úr Hólabyrðu sem er fjall fyrir ofan staðinn. Hún er elsta steinkirkja landsins og hefur nú verið færð nokkuð til síns fyrra forms. Kirkjan og munir hennar eru mjög merkilegir en á staðnum er hægt að fá leiðsögn um kirkjuna alla daga kl. 9–18. Skólahald á Hólum var endurvakið 1882 er bændaskóli var stofnaður sem viðleitni til að sporna við vesturferðum Íslendinga. Þar er nú kennd hestamennska og ferðamálafræði á háskólastigi auk fiskeldis. Ferðaþjónusta er rekin á Hólum og er ýmis afþreying í boði á staðnum og nágrenni. Miklibær er kirkjustaður og prestssetur frá fornu fari og er elsta heimild um kirkju þar frá 1234 en í Sturlungu
15
segir frá því að þá lét Kolbeinn ungi vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm son hans. Miklibær kom töluvert við sögu á Sturlungaöld, einkum í Örlygsstaðabardaga. Þar gisti Sturla Sighvatsson með hluta af liði sínu nóttina fyrir bardagann og þangað flúðu bræður hans, Kolbeinn og Þórður, og leituðu griða í kirkjunni en neyddust að lokum til að koma út og voru þá teknir og höggnir ásamt fleirum. Margir kannast við hina frægu sögu um Miklabæjar-Sólveigu og séra Odd Gíslason. Séra Oddur hvarf án þess að til hans spyrðist framar, og var draug Sólveigar kennt um. Núverandi kirkja á Miklabæ var reist árið 1973 eftir að eldri kirkja brann.
www.fi.is
s d n a l s Í g a l é f a Ferð yfir 86 ár
í i m e s f r a t Fjölbreytt s Upplifðu náttúru Íslands Líf og fjör í starfseminni Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni.
Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 86 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.
Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap.
Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum.
Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 36 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu. Aðal samstarfsaðilar FÍ
| Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Skráðu þig inn – drífðu þig út
16 Unglingalandsmót UMFÍ
Keppni og keppnisdagskrá mótinu á Sauðárkróki eru flestar greinar hefðbundnar eins og verið hefur undanfarin ár. Í fyrsta skipti verður keppt í bogfimi, siglingum og tölvuleik. Keppnisgreinar á mótinu verða: bogfimi, dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, motocross, skák, sund, stafsetning, strandblak, siglingar, tölvuleikur og upplestur.
eppnin í tölvuleik verður án efa forvitnileg. Þar verður keppt í FIFA14 og mun Sverrir Bergmann stjórna keppninni. Gaman er að geta tekið inn keppnisgrein sem þessa enda eru Unglingalandsmótin ekki bara fyrir íþróttakrakka sem stunda hefðbundnar greinar eins og t.d. knattspyrnu, körfubolta og frjálsíþróttir. Unglingalandsmótin eru fyrir alla krakka á aldrinum 11–18 ára.
Á
K
Í
Upplestur
Glíma
Sérgreinarstjóri: Guðbjörg Bjarnadóttir. Tímasetning: Laugardagur kl. 17:00–20:00. Staðsetning: Árskóli.
Sérgreinarstjóri: Valberg Már Öfjörð. Tímasetning: Laugardagur kl. 17:00–19:00. Staðsetning: Sauðárkróksvöllur.
Golf Sérgreinarstjóri: Rafn Ingi Rafnsson Tímasetning: Fimmtudagur kl. 15:00– 20:00 og föstudagur kl. 08:00–19:00. Staðsetning: Hlíðarendavöllur.
þróttakeppnin hefst á fimmtudegi að þessu sinni, með keppni í dansi og golfi. Aðrar keppnisgreinar hefjast síðan í kjölfarið. Hér á síðunni má sjá keppnisdagskrá mótsins. Þar kemur fram tímasetning og staðsetning keppni í hverri grein, ásamt upplýsingum um keppnisstjóra.
Bogfimi
Skák
Sérgreinarstjóri: Indriði Grétarsson. Tímasetning: Föstudagur kl. 13:00–17:00. Staðsetning: Reiðhöllin Svaðastaðir.
Sérgreinarstjóri: Unnar Ingvarsson. Tímasetning: Sunnudagur kl. 17:00–20:00. Staðsetning: Árskóli.
Dans
Stafsetning
Tölvuleikur
Sérgreinarstjóri: Anna Breiðfjörð. Tímasetning: Fimmtudagur kl. 20:00–22:00. Staðsetning: Íþróttahúsið á Sauðárkróki.
Sérgreinarstjóri: Guðbjörg Bjarnadóttir Tímasetning: Sunnudagur kl. 17:00-19:00 Staðsetning: Árskóli
Sérgreinarstjóri: Sverrir Bergmann. Tímasetning: Laugardagur kl. 10:00–18:00. Staðsetning: Árskóli.
Sund
Íþróttir fatlaðra
Hestaíþróttir
Motocross
Sérgreinarstjórar: Ragna Hjartardóttir og Aðalbjörg Þorgrímsdóttir. Tímasetning: Laugardagur kl. 10:00–13:00 og sunnudagur kl. 10:00–13:00. Staðsetning: Sundlaug Sauðárkróks.
Sérgreinarstj.: Steinunn Rósa Guðmundsd. Tímasetning: Samhliða keppni ófatlaðra Staðsetning: Sauðárkróksvöllur og Sundlaug Sauðárkróks.
Sérgreinarstjóri: Guðmundur Þór Elíasson. Tímasetning: Föstudagur kl. 12:00–18:00 og laugardagur kl. 12:00–16:00. Staðsetning: Hestaíþróttasvæði Léttfeta.
Sérgreinarstjórar: Jóhannes F. Þórðarson og Ásta Birna Jónsdóttir. Tímasetning: Sunnudagur kl. 10:00–16:00. Staðsetning: Motocrossbraut Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar á Gránumóum.
Strandblak
Knattspyrna
Siglingar
Körfubolti
Frjálsíþróttir
Sérgreinarstjórar: Sigurlaug Valgarðsdóttir og Jóna Björk Sigurðardóttir. Tímasetning: Föstudagur kl. 10:00–18:00 og laugardagur kl. 12:00–16:00. Staðsetning: Strandblaksvöllur við Sundlaug Sauðárkróks.
Sérgreinarstjórar: Guðjón Örn Jóhannsson og Ingvi Hrannar Ómarsson. Tímasetning: Föstudagur kl. 08:30–19:00, laugardagur kl. 08:30–18:00 og sunnudagur kl. 08:30–18:00. Staðsetning: Sauðárkróksvöllur.
Sérgreinarstjórar: Hallbjörn Björnsson og Ingvar Páll Ingvarsson. Tímasetning: Laugardagur kl. 09:00–15:00. Til vara: Sunnudagur kl. 09:00–15:00. Staðsetning: Siglingasvæði Siglingaklúbbsins Drangeyjar.
Sérgreinarstjórar: Kári Marísson og Björn Hansen. Tímasetning: Föstudagur kl. 08:30–18:00, laugardagur kl. 08:30–19:00 og sunnudagur kl. 08:30–18:00. Staðsetning: Íþróttahúsið á Sauðárkróki.
Sérgreinarstjóri: Sigurjón Viðar Leifsson. Tímasetning: Föstudagur kl. 10:00–17:00, Laugardagur kl. 12:00-16:00 og sunnudagur kl. 12:00–16:00. Staðsetning: Sauðárkróksvöllur.
www.visitskagafjordur.is
r u ð r ö j f a g Ska
NÝPRENT ehf.
fyrir stóra sem smáa!
Sparkvellir
Róló
Á hestbaki
Sandfjörur
Flottir sparkvellir eru á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.
Í Skagafirði eru margir skemmtilegir róluvellir.
Allir geta fundið hestaferðir við sitt hæfi í Skagafirði.
Á Borgarsandi við Sauðárkrók er allt fullt af sandi sem gaman er að leika í.
Fuglaskoðun Rafting
Dorg & veiði
Sundlaugar
Í Skagafirði er fjölbreytt fuglalíf, t.d hafa hátt í 50 tegundir flækinga sést í Skagafirði á undanförnum árum.
Þú getur auðveldlega krækt í marhnút á bryggjunni og silung í fjörunni – björgunarvesti eru til útláns við Sauðárkrókshöfn.
og heitir pottar eru á Sauðárkróki, á Hofsósi, í Varmahlíð, á Hólum, á Bakkaflöt, Steinsstöðum og Sólgörðum.
Flúðasiglingar eiga vaxandi vinsældum að fagna, enda sameinar slík ferð frábæra skemmtun, spennu og ferðalag um einstök náttúruundur.
Svo miklu meira
Fjölmargt annað er hægt að gera sér til afþreyingar og skemmtunar í Skagafirði en hægt er að nálgast upplýsingar um það á www.visitskagafjordur.is Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra :: Varmahlíð :: 455 6161 :: info@visitskagafjordur.is :: visitskagafjordur.is
18 Unglingalandsmót UMFÍ Fjölskyldu- og íþróttahátíð
Birta Lind Hallgrímsdóttir, sundstúlka Fjölni:
Kostur að geta skráð sig í allt
É
g hef tekið þátt í þremur Unglingalandsmótum til þessa. Þátttakan í mótunum hefur verið afar ánægjuleg og situr í minningunni. Ég er að velta því fyrir mér að fara á mótið í sumar en við í sunddeildinni hjá Fjölni höfum verið dugleg að fara á mótin í gegnum tíðina,“ sagði Birta Lind Hallgrímsdóttir sem hefur æft sund svo lengi sem hún man eftir sér.
U
nglingalandsmót Ungmennafélags Íslands eru eitt af flaggskipum hreyfingarinnar. Mótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð, haldin um verslunarmannahelgina. 17. Unglingalandsmótið verður í ár haldið á Sauðárkróki dagana 2.–4. ágúst. Umgjörð mótsins verður í alla staði glæsileg og vandað til verka í hvívetna. Glæsileg íþróttamannvirki eru á Sauðárkróki enda staðurinn frægur fyrir íþróttastarf í gegnum tíðina. Þeir sem að mótinu standa sjá nú laun erfiðis síns og geta verið stoltir eftir góðan og vel skipulagðan undirbúning. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að framkvæmd mótsins með einum eða öðrum hætti. Fyrir vikið verður öll undirbúningsvinna léttari og því óhætt að segja að framlag sjálfboðaliðanna til mótanna sem og í hreyf-
ingunni allri sé ómetanlegt. Þeim ber að þakka fyrir fórnfúst og frábært starf. Unglingalandsmótin eru með stærstu íþróttamótum sem haldin eru hér á landi. Mótin eru kjörin staður fyrir alla fjölskylduna til að koma á og eiga skemmtilega og ánægjulega daga um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótin hafa sannað gildi sitt og á þau kemur sama fólkið ár eftir ár. Mótin draga til sín þúsundir gesta sem skemmta sér saman í heilbrigðu umhverfi. Unglingalandsmótunum hefur vaxið fiskur um hrygg með hverju árinu og þau hafa svo sannað forvarnagildi sitt. Hvar er betra að verja verslunarmannahelginni með jafnöldrum sínum og fjölskyldum en einmitt á þessu stóra móti? Það er alveg ljóst að það verður varla betur gert en á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki.
Æfi níu sinnum í viku Birta Lind segir mikinn tíma fara í æfingar en hún æfir níu sinnum í viku þannig að hún verður að skipuleggja tíma sinn vel. „Það sem gerir Unglingalandsmótin skemmtileg er stemningin sem ríkir á þeim. Það er góður andi og þar hittast krakkar ár eftir ár víðs vegar að af landinu. Mér finnst líka vera mikill kostur að maður getur skráð sig í allt sem mann langar til að keppa í, ekki bara þá grein sem maður leggur stund á. Reyndar hef ég einblínt á sundið en það er gott að hafa valið. Unglingalandsmótin eru í mínum huga gott val fyrir unglinga og ég hvet alla, sem hafa ekki keppt áður, að skoða endilega þennan möguleika og taka þátt. Það sér enginn eftir því, þetta er ofsalega skemmtilegt. Krakkar, sem ég þekki, eru mjög ánægð með þessi mót og finnast þau vera ein þau skemmtilegustu sem þau taka þátt í. Ég er alveg viss um að þau eiga bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Birta Lind Hallgrímsdóttir.
Unglingaráð
Góður hópur ungmenna úr Skagafirði skipar unglingaráð mótsins. Þau hafa komið að hugmyndavinnu við dagskrá mótsins og lagt inn áherslur sínar. Það er mikilvægt að fá slíkan hóp að borðinu þegar undirbúningsvinnan stendur yfir enda er þetta fyrst og síðast þeirra mót.
Í ráðinu eru: Daníel Logi Þorsteinsson, Maríanna Margeirsdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Ásthildur Ómarsdóttir, Atli Dagur Stefánsson, Sigurveig Gunnarsdóttir og Ágúst Friðjónsson. Á myndina vantar Magnús Hólm Freysson.
Unglingalandsmót UMFÍ
19
Harpa Svansdóttir, Selfossi:
Það er bara allt skemmtilegt yfir vikuna en hún sagði íþróttirnar gefa sér mikið og aðstæður allar væru mjög góðar á Selfossi. – Hvað finnst þér skemmtilegast á Unglingalandsmótunum? „Það er bara allt skemmtilegt. Maður er að keppa á daginn og hitta krakka sem maður hefur keppt við á mótum undanfarin ár. Það er gaman og svo eru kvöldvökurnar og skemmtidagskráin á kvöldin skemmtilegar. Margir vinir mínir ætla á Unglingalandsmótið svo að ég er farin að hlakka mikið til. Ég er alveg ákveðin að taka þátt í þessum mótum á meðan ég hef aldur til,“ sagði Harpa Svansdóttir
VERIÐ VELKOMIN!
PORT hönnun
É
g held að ég hafi farið á hvert einasta Unglingalandsmót frá því að ég var ellefu ára eða strax og ég hafði aldur til. Ég hef alltaf tekið þátt í frjálsum íþróttum en í eitt skiptið keppti ég líka í fimleikum. Ég hef alla tíð haft gaman af íþróttum og frjálsar íþróttir hef ég æft frá því að ég var lítil stelpa,“ sagði Harpa Svansdóttir, 15 ára gömul stelpa á Selfossi, en hún er á leið á sitt fimmta Unglingalandsmót UMFÍ nú í sumar. Harpa sagði í samtali við Skinfaxa að hún keppti mest í langstökki en annars væri hún alltaf að keppa í nokkrum greinum. Hún æfir mikið
Forvarnir Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð
CAMPING IN SKAGAFJORDUR Reykir
Forvarnir skipa stórt og mikilvægt hlutverk á Unglingalandsmótinu enda eru þær ein af meginstoðum mótsins. Meðferð vímuefna er bönnuð á keppnis- og tjaldsvæði mótsins og á þetta við um alla sem þar eru. Lögð er áhersla á heilbrigði og hollustu og vilja mótshaldarar rækta það góða í öllum gestum sínum. Mikilvægt er að þeir sem fullorðnir eru séu góðar fyrirmyndir og ekki síður að unglingarnir séu góðar fyrirmyndir fyrir þau sem yngri eru. Á mótinu verður lögð áherslu á þessa þætti og því treyst að mótsgestir allir verði góðar fyrirmyndir.
t ion No re ser va nee de d! nt 20% discou P\ [\ VQO IN \MZ \PM ÅZ our at any of campsite s
HOFSÓS
HÓLAR
Vinátta SAUÐÁRKRÓKUR HEGRANES
VARMAHLÍÐ
Á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki verður lögð áhersla á vináttu. Vinátta verður þema mótsins og verður eitt og annað gert til að ítreka mikilvægi þess að vera vinur og eiga vin. Allir ættu að eiga góðan vin því fátt er mikilvægara í lífinu. Hvert tækifæri verður notað til að koma vináttu á framfæri og munu þátttakendur fá verkefni við hæfi sem lýtur að vináttu.
www.tjoldumiskagafirdi.is
-
Tel. +354 899 3231
20 Unglingalandsmót UMFÍ
Samstarfsaðilar 14. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki
Unglingalandsmót UMFÍ
21
Hvítblái fáninn
Í
upphafi 20. aldar átti Ísland ekki eigin fána, enda ekki sjálfstætt ríki. Sjálfstæði landsins og sérstakur fáni voru frá upphafi baráttumál ungmennafélaga og beittu frumkvöðlar Ungmennafélags Akureyrar, Jóhannes Jósefsson og félagar hans, sér fyrir skoðanakönnun um land allt vorið 1907 um það hvernig fáninn ætti að vera. Blár fáni með hvítum krossi hlaut yfirgnæfandi fylgi og var hann nefndur Hvítbláinn. Fáninn
var talinn tákna bláma himins og fjalla og hreinleika íslenskra jökla. Einar Benediktsson skáld orti kvæði til fánans og sagði þar meðal annars: „Skín þú fáni eynni yfir, eins og mjöll í fjallahlíð.“ Árið 1915 eignuðust Íslendingar sinn þrílita þjóðfána að tillögu fánanefndar sem konungur hafði skipað. Varð Hvítbláinn þá sjálfkrafa fáni UMFÍ og þar með allra ungmennafélaga sem höfðu tekið við hann ástfóstri.
Sambandsaðilar Ungmennafélags Íslands
22 Unglingalandsmót UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ er frábær kostur fyrir alla fjölskylduna.
Ari Sigþór Eiríksson, Kópavogi:
Krakkarnir upplifa einstaka stemningu
É
g hef tekið þátt í nokkrum Unglingalandsmótum og ætla að sjálfsögðu á mótið á Sauðárkróki í sumar. Ég hef fram að þessu keppt aðallega í frjálsum íþróttum og svo einnig í knattspyrnu. Þessi mót eru ofsalega skemmtileg og það er mjög gaman að hitta aðra krakka,“ sagði Ari Sigþór Eiríksson, sem er 17 ára gamall og úr Kópavoginum, í spjalli við Skinfaxa.
Samvera með fjölskyldu og vinum Ari Sigþór segir Unglingalandsmótin vera öðruvísi en önnur mót sem hann hefur tekið þátt í. Unglingalandsmótin snúist ekki eingöngu um keppni. Þau séu líka samvera með fjölskyldu og vinum.
Margir í kringum mig sem ætla á mótið í sumar „Ég hef kynnst mörgum krökkum á mótunum sem er gaman. Ég veit um marga í kringum mig sem ætla á mótið í sumar og langflestir hafa keppt á mótunum áður. Þegar maður er búinn að mæta einu sinni vill maður koma aftur og aftur. Mér finnast kvöldin frábær og þá er mikil stemning í stóra tjaldinu. Ég vil bara hvetja alla krakka til að koma á Unglingalandsmót því að þar upplifa þau einstaka stemningu og góðar stundir með jafnöldrum sínum,“ sagði Ari Sigþór Eiríksson.
Það leika að meðaltali
250
landsliðsmenn fótbolta
Alls leika um
20.000
fótbolta með liðum
KOMDU Í
FÓTBOLTA
Glaðheimar Blönduósi Sumarhús og tjaldsvæði á bökkum Blöndu
Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar
Opið allt árið Sumarhús í ýmsum stærðum Heitir pottar - Náttúrulegt umhverfi
Gönguleiðir – Mikið fuglalíf Stutt í alla þjónustu Verslun – Söfn - Veitingar Sund – Hestaleiga (www.galsi.is)
Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna www.gladheimar.is
Símar 820 1300 & 690 3130 gladheimar@simnet.is