Skinfaxi lm50 2012

Page 1

Jónas Pétur Aðalsteinsson, sérgreinastjóri í sundi:

12

Trausti Valdimarsson læknir setur stefnuna á 2. Landsmót UMFÍ 50+:

Vonandi að mótið festi sig enn frekar í sessi

24

Karl Lúðvíksson keppir í 7 greinum á Landsmóti UMFÍ 50+:

Keppnisskapið er ennþá fyrir hendi

7 tinda hlaupið á Landsmóti UMFÍ 50+

8

Skipulegg mig þannig að ég hreyfi mig eitthvað á hverjum degi

Velkomin á íþrótta- og heilsuhátíð í Mosfellsbæ

Karl Lúðvíksson, íþróttakennari á Sauðárkróki.

Karl Lúðvíksson, íþróttakennari á Sauðárkróki, segist alla tíð hafa hreyft sig og reynt að hugsa vel um heilsuna. Hann tók þátt í fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrra og sagðist hafa haft afskaplega gaman af því. Karl er ákveðinn að mæta í Mosfellsbæ á 2. Landsmót UMFÍ 50+. Hann hefur skráð sig til þátttöku í sjö greinum og hlakkar mikið til.

Gaman að hlaupa og stökkva á grasbölum „Það var mjög gaman á fyrsta mótinu á Hvammstanga í fyrra og mótið góð viðbót við það sem í boði hefur verið. Þetta mót hefur góða möguleika til að dreifa sér vítt og breitt um landið þar sem aðstæður þurfa ekki alltaf að vera fyrsta flokks. Það er ekki síst gaman að keppa við aðstæður sem maður þekkir frá yngri árum, hlaupa og stökkva á grasbölum,“ sagði Karl.

Ekki í neinu kapphlaupi Karl segir það skipta sig miklu máli að hreyfa sig reglulega heilsunnar vegna. Hann segist ekki lengur vera í neinu kapphlaupi til að geta stokkið lengra eða hærra.

„Ég er með á vegum Ungmennafélagsins Smára í Skagafirði það sem ég kalla karlaleikfimi en við nefnum það stöðvaþjálfun. Við reynum að hittast tvisvar í viku, einn og hálfan tíma í senn, byrjum á bandý sem er skemmtileg upphitun og tökum svo stöðvaþjálfun á tíu stöðvum. Á eftir spilum við knattspyrnu og tökum teygjuæfingar. Þessar æfingar halda okkur hreinlega gangandi, bæði andlega og líkamlega. Á þessar æfingar hafa verið að mæta unglingar og allt upp í eldra lið og menn úr öllum stéttum. Ég hef sjálfur alla tíð hreyft mig mikið því að ég meðvitaður um að maður kaupir ekki heilsuna eftir á. Ég geng mikið með konunni minni og svo tengist hreyfing öllu starfi mínu en ég hef kennt fötluðum krökkum sl. 20 ár. Ég er með þau í sundi og íþróttum og annarri hreyfingu og maður tekur á því sjálfur með þeim,“ sagði Karl.

Taktu þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ 2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 8.–10. júní nk. í Mosfellsbæ. Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga í fyrra og tókst einstaklega vel. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins er í höndum Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Kjalarnesþings, í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin. Mótið er íþrótta- og heilsuhátíð

haldnir áhuga-verðir fyrirlestrar um heilsu og hreyfingu. Athygli skal vakin á því að aðgangur að tjaldsvæðum er ókeypis. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins og dagskrána í heild má sjá á bls. 14 og á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman.

Opið öllum – – – – – – – – –

Hitti gamla vini – Hefur þú trú á því að Landsmót UMFÍ 50+ sé komið til að vera? „Það ætla ég bara rétt að vona. Framhald á bls. 9 ...

þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim fjölmörgu greinum sem í boði eru. Greinarnar eru: badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, Álafosshlaup, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, strandblak, sýningar og þríþraut. Fjölbreytt afþreying verður í boði alla mótsdagana. Auk þess verða

Íþróttakeppni þar sem keppt verður í 22 greinum Allir geta tekið þátt, óháð félagi – Frítt á tjaldsvæði Sama keppnisgjald óháð fjölda keppnisgreina Opnir tímar, m.a. í sundleikfimi, zumba og línudansi Málstofa um hollustu og heilbrigðan lífsstíl Söguganga um Álafosskvosina Heilsufarsmælingar Kynning á íþróttagreinum Sjá dagskrá mótsins á bls. 14

Landsmót UMFÍ 50+, Mosfellsbæ, 8.–10. júní 2012

VERIÐ VELKOMIN

GRILL BEINT Í BÍLINN

NESTI

HÁHOLT 24 - MOSFELLSBÆR - S. 566-7273

SJÓÐHEIT TILBOÐ Á GRILLINU ALLA LANDSMÓTSHELGINA

HAMBORGARAR - PYLSUR - SÆLGÆTI - SAMLOKUR - ÍS - KAFFI - KJÚKLINGASALAT - DJÚPSTEIKTUR FISKUR - NAMMIBAR


2

Landsmót UMFÍ 50+

2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ 8.–10. júní Skinfaxi Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson o.fl. Umbrot: Indigó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 568 2929. Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umf.is Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundsdóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn.

Heilsuvin í Mosfellsbæ Heilsuvin er klasi aðila í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ sem hefur það að markmiði að efla atvinnuuppbyggingu í hvers kyns heilsutengdri þjónustu með því að vinna saman að þróunarog markaðsstarfi. Heilsuvin er hlutafélag og eiga allir áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki rétt á því að gerast hluthafar. Með þátttöku sem flestra í starfi Heilsuvinjar er okkur leikur einn að safna fé til þess að vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum á hinum ýmsu sviðum er tengjast heilsu. Eitt þeirra verkefna sem Heilsuvin hefur komið að er einmitt þátttaka í undirbúningi og framkvæmd Landsmóts UMFÍ 50+ sem verður mikil heilsuhátíð.

Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var 26. september 2011, var ákveðið að 2. Landsmót UMFÍ 50+ yrði í umsjón Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK, með mótsstað í Mosfellsbæ, dagana 8.–10. júní 2012. Fimm sambandsaðilar sóttu um að halda mótið. Auk UMSK voru það USAH með Blönduós sem mótsstað, UMSB með Borgarnes, UÍA með Norðfjörð og UMSE með Dalvík sem mótstað. Mat stjórnar var að allir umsækjendur væru vel í stakk búnir til að taka að sér framkvæmdina en þetta varð niðurstaðan að þessu sinni. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins verður í höndum UMFÍ og UMSK í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin.

Landsmót UMFÍ vinsæl Landsmót UMFÍ hafa alla tíð notið óskiptrar athygli og vinsælda. Landsmótin eru ein fjölmennustu íþróttamót sem haldin eru hér á landi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og næsta mót verður haldið á Selfossi 2013. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélaakstri og starfshlaupi auk annarra greina. Fjöldi keppenda hefur oft verið í kringum

2.000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12.000 til 20.000 en hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni.

Þátttakendum á Unglingalandsmóti fjölgar Unglingalandsmót UMFÍ hafa heldur betur slegið í gegn en 15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi í sumar. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Unglingalandsmótin hafa svo sannar-

Ertu til? Landsmót Ungmennafélags Íslands er landsþekkt verkefni á vegum hreyfingarinnar en meira en eitt hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Landsmótið var haldið á Akureyri. Strax við stofnun hreyfingarinnar árið 1907 var mikill áhugi meðal ungmennafélaga fyrir því að halda allsherjaríþróttamót fyrir landið allt og veita verðlaun fyrir sem flestar íþróttagreinar. Mótið vakti verðskuldaða athygli og almenna ánægju keppenda, gesta og þeirra sem að því stóðu. Fyrsta Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var síðan haldið á Dalvík 1992. Árið 2000 var mótið í fyrsta skipti haldið um verslunarmannahelgi í Vesturbyggð og á Tálknafirði en hefur frá árinu 2002 verið haldið árlega um verslunarmannahelgina. Eins og Landsmótin hafa Unglingalandsmótin vakið gríðarlega athygli og notið mikilla vinsælda. Á síðasta ári bættist enn eitt mótið við í landsmótsflóru UMFÍ þegar fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga um Jónsmessuna og fékk góðar viðtökur. Dagana 8.–10. júní n.k. verður annað Landsmót

Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

UMFÍ 50+ haldið í Mosfellsbæ. Markmið hreyfingarinnar með því að halda 50+ mótið er fyrst og fremst að mæta þeirri vitundarvakningu sem hefur orðið undanfarin ár hjá þessum aldurshópi hvað varðar heilsueflingu og þátttöku í fjölbreyttu félagsstarfi. Með þessu landsmóti skapast vettvangur til að koma saman og hafa það gaman en einnig að taka þátt í keppni. Þátttakan er lykilatriði enda eigum við margt sameiginlegt en þó

lega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Frá árinu 2002 hafa Unglingalandsmótin verið haldin á hverju ári og hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt með hverju ári.

Landsmót 50+ Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga í fyrrasumar

erum við, hvert og eitt okkar, einstakt og fjölbreytnin auðgar mannlífið. Allir, óháð því hvort þeir eru ungmennafélagar eða ekki og eru 50 ára eða eldri, geta tekið þátt. Af mörgu er að taka því að keppnisgreinar mótsins eru badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, pútt, hestaíþróttir, knattspyrna, kraftlyftingar, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, almenningshlaup, hringdansar, línudans, þríþraut og sýningar. Fyrir utan hefðbundna keppni verður boðið upp á kynningar á íþróttagreinum, opnum hóptímum, m.a. í sundleikfimi, zumba og línudansi, heilsufarsmælingar, fræðsluerindi um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt kvöldvökum og fleiru skemmtilegu. Mótið er fjölskylduhátíð sem einkennist af samveru, keppni, fræðslu og fyrirlestrum, sýningarhópar koma fram og síðast en ekki síst er ókeypis á alla viðburði, tjaldsvæði og skemmtanir. Mótshaldari er Ungmennasamband Kjalnesinga (UMSK) sem heldur upp á 90 ára afmæli sitt í ár en sambandið var stofnað 19. nóvember 1922. Innan sambandsins er mikið af kröftugu og duglegu fólki sem býr yfir miklum metnaði og mun taka vel á móti gestum og sjá til þess að öllum líði vel mótsdagana. Í Mosfellsbæ er glæsileg keppnisaðstaða, tjaldsvæði og önnur aðstaða og þjónusta sem þarf til að halda mót eins og Landsmót UMFÍ 50+.

og þótti takast einstaklega vel. Þó nokkur umræða hefur verið um að ýta úr vör Landsmóti UMFÍ fyrir þennan aldurshóp enda hefur vakning hvað varðar hreyfingu ýmiss konar í þjóðfélaginu aldrei verið meiri. Nú er komið að því að allir þeir sem eru orðnir 50 ára eða eldri fá tækifæri til að etja kappi hver við annan í þeim greinum sem í boði eru á mótinu. Allir geta verið með og mestu máli skiptir að fólk hittist og eigi góða stund saman.

Mótið er mjög spennandi verkefni fyrir hreyfinguna og landsmenn alla og er góð viðbót og stuðningur við íþróttastarfið í landinu og þá sérstaklega við þennan aldurshóp. Markús Túllíus Síseró, sem var rómverskur ræðismaður, rithöfundur og stjórnmálamaður og skrifaði rit um ellina fyrir tvö þúsund árum, svaraði spurningunni um hvort ellin drægi úr þreki manna og veikti líkamann m.a. á eftirfarandi hátt: „Gætum heilsu vorrar af kostgæfni, iðkum hæfilega þjálfun, neytum ekki meiri matar né drykkjar en svo að kraftarnir haldist en dofni ekki. En ekki nægir að hlúa að líkamanum einum. Það er enn brýnna að hvessa sálargáfurnar. Þær dvína einnig með aldrinum eins og ljós á lampa ef honum er eldsneytis vant. Hugur og hönd þroskast við hæfilega þjálfun.“ Í stuttu máli er Landsmót UMFÍ 50+ heilsubrunnur fyrir líkama og sál ef við leggjum út af orðum Síserós. Vertu hjartanlega velkomin/n á 2. Landsmót UMFÍ 50plús í Mosfellsbæ. Njóttu þess að upplifa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í góðra vina hópi. Ertu til! Íslandi allt! Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ


Landsmót UMFÍ 50+

HVER ER EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Leyfðu

F í t o n / S Í A

þér smá Lottó!

3


4

Landsmót UMFÍ 50+

Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings:

Mótið öllum hvatning til að hreyfa sig meira Formaður UMSK hefur Valdimar Leó verið sl. tíu ár.

„Það var strax áhugi fyrir því innan UMSK og íþróttafélaganna í Mosfellsbæ að sækja um að halda mótið og koma að þróun þess. Við lögðum töluverða vinnu í umsóknina, funduðum með öllum aðilum sem málið varðaði, fengum alls staðar samþykki og síðan fóru allir aðilar til fundar við stjórn UMFÍ til að sýna breiða samstöðu við umsókn okkar. Við vorum öll alveg himinlifandi þegar tilkynning um það barst að mótið yrði haldið í Mosfellsbæ,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK, í spjalli við Skinfaxa en sambandið kemur m.a. að framkvæmd 2. Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ dagana 8.–10. júní í sumar. Valdimar Leó er einnig formaður landsmótsnefndar.

Mikið af hæfu og reyndu fólki Að sögn Valdimars Leó hefur allur undirbúningur fyrir mótið gengið vel en fyrir utan áhuga félaganna í Mosfellsbæ er mikið af góðu fólki innan UMSK-svæðisins. Þarna er mikið af hæfu og reyndu fólki sem hefur komið sér vel í öllum undirbúningi. Vel gekk að fá sérgreinastjóra til starfa og hópurinn, sem mun starfa á mótinu, fer ört stækkandi um leið og óskað er eftir starfskröftum. Þá eru íþróttafélögin í bænum; Afturelding, Hörður og Kjölur, alvön mótshaldi og síðan koma Heilsuvin og Mosfellsbær sterk inn. Valdimar Leó sagði að fjármögnun gengi vel og þegar væri komin góð skráning. „Það er því ekki annað hægt en að vera bjartsýnn og við stefnum að því að tvöfalda mótið alla vega og tryggja því um leið ákveðinn sess til framtíðar litið,“ sagði Valdimar Leó.

– Hvernig hefur ykkur gengið að fá fólk til starfa? „Mér finnst það verða erfiðara með hverju ári en það fer svolítið eftir því hvaða verkefni er um að ræða. Það hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að sjá um rekstur stóru hópíþróttadeildanna eins og í fótbolta og handbolta en betur í minni einingunum. Það gengur vel hins vegar í átaksverkefnum eins og í Landsmótum. Fólk er greinilega farið að huga að meiri tíma með fjölskyldunni en sem betur fer hafa sveitarstjórnir komið inn af meiri þunga en áður. Mér finnst samt að sveitarfélögin þurfi að koma enn meira að daglegum rekstri aðildarfélaganna.“ Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.

90 ára afmæli UMSK UMSK á 90 ára afmæli á þessu ári og sagði Valdimar Leó að ein af ástæðum þess að halda mótið hefði verið löngun til að taka að sér stórt verkefni á afmælisárinu. „Félagar í UMSK eru yfir 40 þúsund og það er stærsta sambandið innan UMFÍ. Félög innan þess stækka, iðkendum og félögum fjölgar og það helst í hendur við þá fólksfjölgun sem verið hefur á svæðinu undanfarin ár. Við ætlum að minnast þessara tímamóta með ýmsum hætti á þessu ári. Söguskráning er þegar hafin, við erum að ljúka við fyrstu 20 árin í sögu UMSK og stefnum að því að halda hóf í nóvember, sem næst afmælisdeginum sjálfum sem er 19. nóvember,“ sagði Valdimar Leó.

– Þegar þú lítur um öxl, hvað finnst þér þá helst hafa breyst í starfi UMSK á síðustu árum? „UMSK nær til upphaflega dreifbýlissvæðisins umhverfis höfuðborgina og helstu breytingar sem hafa orðið eru hin gífurlega fólksfjölgun á svæðinu. Þetta hefur um leið leitt af sér fjölgun félagsmanna og félögin hafa orðið stærri og sérhæfari fyrir vikið. Öll íþróttaaðstaða hefur tekið algjörum stakkaskiptum og stjórnvöld eru orðin meðvitaðri um gildi aðildarfélaga UMSK,“ sagði Valdimar Leó. Valdimar Leó er búinn að hrærast lengi í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni. Hann byrjaði að starfa hjá ÍA en í janúar 1993 réð hann sig sem framkvæmdastjóra hjá UMSE og síðan fór hann til Aftureldingar og byrjaði þá fljótlega í stjórn UMSK.

– Hafið þið ekki frábæra aðstöðu upp á að bjóða á Landsmótinu í sumar? Hún er öll fyrir hendi og ekki þurfti að ráðast í neinar framkvæmdir hvað það snerti. Í Mosfellsbæ eru stór og mikil íþróttahús þannig að við getum tekið á móti stórum hópum í hverri grein. Hér eru glæsilegir golfvellir og góð reiðaðstaða auk knattspyrnuvalla þannig að öll aðstaða er hér. Við þurftum aðeins að bæta tjaldaðstöðuna en það stóð til hvort sem var svo að við getum sagt að aðstaðan sé öll fyrsta flokks.“ – Sérðu þú ekki framtíð Landsmóts fyrir þennan aldursflokk bara góða? „Jú, alveg tvímælalaust. Ég sé það fyrir mér, ef ég gerist spámaður, að þetta mót taki jafnvel við af stóra Landsmótinu. Það er orðið svo mikið í boði fyrir fólk á aldrinum 18–30 ára að Landsmót UMFÍ 50+ taki hreinlega við og sé komið til að vera.

Landsmót UMFÍ 50+ er hvatning fyrir þá sem komnir eru á besta aldur til að hreyfa sig. Maður heyrir líka frá samtökum eldri borgara og víðar að, að þeir ætla að nýta tækifærin til aukinnar hreyfingar.“ – Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð UMSK á næstu árum? „Ég sé ekki fyrir mér miklar breytingar í fljótu bragði. Við höfum á síðustu árum leitað meira út til félaganna, meðal annars eftir því hvaða verkefni þau vilji að við vinnum. Við höfum í því sambandi bætt við sundmótum og höfum átt frumkvæði að útgáfu siðareglna fyrir félögin. Við eigum eftir að fara meira út í það að hlusta og fara út í félögin og vinna þar verkefni,“ sagði Valdimar Leó. Aðspurður hvort Landsmót UMFÍ 50+ verði hvatning til að sækja um fleiri mót svaraði Valdimar Leó því til að strax væru komnar upp umræður að sækja um Unglingalandsmót með Mosfellsbæ eða Álftanes sem mótsstað. Það væri líklegt að sótt yrði um fyrir annan hvorn staðinn. „Ég hlakka um fram allt til Landsmóts UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ og það á bara eftir að hvetja okkur til enn frekari hreyfingar. Mótið og öll umgjörð þess verður skemmtileg og öllum hvatning til að hreyfa sig enn meira í framtíðinni með verðlaun og viðurkenningar sem aukaatriði. Þetta mót hefur tvímælalaust mikla möguleika og mikil vakning er í þessum málum um þessar mundir. Það er um að gera að nýta sér hana, tækifærin eru víða og ekki ástæða til annars er að vera bjartsýnn,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.

Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 2. Landsmóts UMFÍ 50+:

Eigum fyrir höndum gott mót og skemmtilega helgi „Allur undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun. Sérgreinastjórar eru klárir og staðráðnir í því að mótið gangi sem best. Við eru tilbúnir að taka á móti fjölda þátttakenda í þeim fjölmörgu keppnisgreinum sem í boði eru á mótinu. Aðstaða er hin glæsilegasta í öllum greinum og öll keppni verður nánast á einum og sama stað svo að ekki þarf að fara langt til að keppa og fylgjast með öðrum greinum. Golfvöllurinn er þó aðeins fyrir utan aðalkeppnissvæðið. Við reynum einnig að hafa greinar þannig að þær skarist ekki um of svo að fólk getur hæglega tekið þátt í fleirum en einni grein. Ég vil taka það sérstaklega fram að allir geta tekið

þátt, hvort sem þeir eru í ungmennafélagi eða ekki. Einungis er greitt eitt mótsgjald, 3.500 krónur, og það gildir fyrir ótakmarkaðan fjölda keppnisgreina,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 2. Landsmóts UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, í samtali við Skinfaxa. Sigurður vildi koma á framfæri að gisting á tjaldsvæðinu ofan við Varmárskóla væri ókeypis. Aðeins tekur örfáar mínútur að ganga frá tjaldsvæðinu niður á mótssvæðið. Á svæðinu er rafmagn og allt til alls. Sigurður sagði að setning mótsins færi fram á frjálsíþróttavellinum en kvölddagskráin verður við hliðina á frjálsíþróttavellinum fyrir neðan Hlé-

Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+.

garð í mjög skemmtilegu umhverfi. Að sögn Sigurðar verða flest skemmti-

atriði heimatilbúin og koma frá Mosfellingum sjálfum. „7 tinda hlaupið og hið sögufræga Álafosshlaup verða opnar greinar þannig að allir geta tekið þátt í þeim, og skiptir aldurinn þar engu. Svo verða opnir tímar í sundleikfimi á morgnana meðan á mótinu stendur. Einnig verða opnir tímar í zumba og í línudansi. Söguganga verður um Álafosskvosina sem er mjög spennandi kostur. Heilsan og allt henni tengt fær gott rými á mótinu en við viljum kalla mótið íþrótta- og heilsuhátíð. Þarna verður hægt að fá heilsufarsmat og á föstudeginum verður málþing þar sem erindi um heilsuna verða flutt,“ sagði Sigurður.

– Þú ert bjartsýnn á gott mót og góða þátttöku? „Já, ég er það. Skráningar fóru vel af stað og hafa síðan verið að koma jafnt og þétt inn, og við búumst við góðri þátttöku keppenda. Ég vil koma því á framfæri að takmörkuð þátttaka verður í golfi og pútti sem hafa alltaf verið mjög vinsælar greinar. Við hvetjum því fólk, sem ætlar að taka þátt í þessum greinum, að skrá sig sem allra fyrst. Við vonum að veðrið verði gott meðan á mótinu stendur og við eigum eftir að eiga skemmtilega helgi saman í Mosfellsbænum,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 2. Landsmóts UMFÍ 50+, í spjallinu við Skinfaxa.



6

Landsmót UMFÍ 50+

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ:

Teljum þetta mót eiga mikla möguleika eru einnig tveir golfvellir og flott aðstaða fyrir hestafólk, reiðhöll og reiðvellir ásamt fallegum reiðleiðum. Þá má ekki heldur gleyma gönguog hjólastígum sem eru um allt í bænum. Það má því segja, þegar allt er skoðað, að við séum vel í stakk búin til að taka svona mót að okkur,“ sagði Haraldur. Haraldur sagði bæjarbúa ánægða með íþróttaaðstöðuna og að hún væri vel nýtt. Hann sagði alla aðstöðu hafa verið í Mosfellsbæ fyrir mótið og að ekki hefði þurft að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir. „Við getum í staðinn einbeitt okkur í að vinna að því að gott mót fari fram í Mosfellsbæ og allir munu leggjast á eitt svo að það takist.“

„Það var mikill áhugi hjá sveitarfélaginu og Ungmennafélaginu Aftureldingu á að halda þetta mót. Bærinn hefur undanfarin misseri unnið að stefnumótun og í því felst meðal annars að bærinn verði heilsubær. Okkur þótti það því smellpassa inn í þá hugmyndafræði að fá Landsmótið til okkar. Í kjölfarið á allri þessari stefnumótun var stofnaður heilsuklasi í Mosfellsbæ sem hlotið hefur nafnið Heilsuvin, með aðkomu Mosfellsbæjar og fyrirtækja og einstaklinga í heilsutengdri þjónustu í bænum. Markmið klasans er að efla og byggja upp starfsemi á sviði lýðheilsu, heilsueflingar, endurhæfingar og heilsuferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Þegar við fórum að skoða málin nánar í þessari stefnumótun sýndi það sig að kjarnastarfsemi hér í bænum er tengd heilsu en stærsta fyrirtækið er Reykjalundur með mikinn fjölda starfsmanna í vinnu. Mörg önnur fyrirtæki, félög og einstaklingar í bænum vinna ennfremur að heilsutengdum verkefnum,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í samtali við Skinfaxa um komandi 2. Landsmót UMFÍ 50+.

Ætlum að gera vel

Íþróttastarf í blóma Haraldur sagði ennfremur að íþróttastarfsemi væri mjög blómleg í Mosfellsbæ. Ungmennafélagið Afturelding leikur þar stórt hlutverk þar sem grunnhugsunin er heilsa og forvarnir. Haraldur sagði að tveir golfklúbbar væru starfandi í bænum, annað stærsta hestamannafélagið á landinu, þar væri öflug skátastarfsemi en allt umhverfið í bænum byði upp á heilsueflingu í fallegri náttúru. Bæjarstæðið, fellin, árnar og vötnin laða fólk til sín til að njóta heilsueflingar, útiveru og ýmiss konar afþreyingar. „Þegar allar hliðar voru skoðaðar

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

fannst okkur alveg tilvalið að sækja um að fá að halda mótið. Í undirbúningshópnum auk sveitarfélagsins voru UMSK, Afturelding, Heilsuvin og önnur íþrótta- og tómstundafélög í bænum eins og golfklúbbarnir, hestamennirnir, skátar og félag aldraðra. Með þessu myndaðist breiðfylking sem myndi um leið standa vel að mótinu,“ sagði Haraldur.

Viljum vera svolítil sveit – Hefur alla tíð verið mikil íþróttahefð í Mosfellsbæ?

„Já, það má með sanni segja. Ungmennafélagið Afturelding á að baki yfir 100 ára sögu og ungmennafélagsandinn og hugsunarhátturinn í kringum það er gamalgróinn hér í sveitinni. Þó að við séum bær þá erum við um leið svolítil sveit og viljum vera það. Bærinn hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að byggja upp aðstöðu og við viljum meina að hér sé til staðar fyrsta flokks aðstaða til æfinga og keppni í flestum íþróttagreinum. Við eigum glæsilega aðstöðu að Varmá þar sem eru þrír stórir íþróttasalir og verið að

reisa þann fjórða. Þar er gamalgróin sundlaug sem er í senn almenningsog skólasundlaug. Einnig eru þar knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur og tveir gervigrasvellir. Síðan hefur risið upp glæsileg íþróttamiðstöð að Lágafelli þar sem í dag er aðalsundlaugin okkar sem sennilega er ein vinsælasta almenningslaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þar erum við einnig með annan íþróttasal og svo er annað íþróttasvæði uppi á Tungubökkum fyrir knattspyrnu sem er um leið eitt stærsta grassvæði landsins. Í bænum

– Það hlýtur að vera áskorun að taka svona mót að sér? „Auðvitað er það. Við ætlum að gera vel og taka vel á móti fólki. Það má koma fram að bærinn er 25 ára á þessu ári og við höfum sett upp dagskrá með 25 viðburðum en Landsmót UMFÍ 50+ er að sjálfsögðu einn af dagskrárliðum afmælisins. Það er gaman að geta tengt þetta saman. Mér skilst að fyrsta mótið í fyrra á Hvammstanga hafi tekist vel og við viljum leggja lóð á vogarskálarnar til að festa þetta mót í sessi. Við teljum að mót sem þetta eigi mikla möguleika til að verða stórt og eftirsótt að taka þátt í. Fólk er spennt og hlakkar til mótsins og landsmótsnefndin hefur unnið vel að framkvæmdum og undirbúningi öllum. Mosfellsbær leggur til öll mannvirki og einhverja fjármuni að auki. Við teljum þetta vera spennandi og eftirsóknarvert verkefni fyrir bæinn og góða auglýsingu,“ sagði Haraldur Sverrisson, í samtali við Skinfaxa.

Álafosshlaup einn af dagskrárliðum á 2. Landsmóti UMFÍ 50+ Hið sögufræga Álafosshlaup, sem er einn af dagskrárliðum 2. Landsmóts UMFÍ 50+, verður þreytt á sunnudeginum 10. júní og hefst kl. 12. Allir geta tekið þátt í þessu hlaupi, skokki eða göngu. Keppt er í flokkum 15 ára og yngri, 16–49 ára og 50 ára og eldri. Hlaupið verður frá Álafossi um austanverðan Mosfellsbæ. Vegalengd í hlaupinu er 9 km.

inn en síðan er farinn malarvegur eða malbik niður í mót. Drykkir verða veittir öllum í hlaupi og við endamark.

Merktar hlaupaleiðir

Fyrsta Álafosshlaupið 1921

Leitast er við að velja merktar hlaupaleiðir en samt óvenjulegar. Þar eru til dæmis göngustígar, stokkið er yfir læk, slóði og malarvegur. Á brattann er að sækja fyrri helming-

Sigurjón Pétursson á Álafossi hafði íþróttir og sund í á hávegum og árið 1921 gekkst hann fyrir fyrsta Álafosshlaupinu. Hlaupið var frá Álafossi til gamla Melavallarins í vesturbæ

Reykjavíkur þar sem Kristján X., konungur Íslands og Danmerkur, afhenti verðlaunin. Sigurjón var líka fljótur að sjá hvaða möguleikar fólust í Varmánni ylvolgri og þar sem áin hafði verið stífluð varð til stórt uppistöðulón sem var tilvalið til sundkennslu og dýfinga. Íþróttaskóli fyrir börn og unglinga starfaði að Álafossi frá árinu 1928 til 1940. Árið 1933 var ný innisundlaug tekin í notkun að Álafossi og var hún notuð við kennslu í skólasundi í u.þ.b. 30 ár eða þar til Varmárlaugin var vígð árið 1964. Nú er gamla sundlaugin notuð sem upptökustúdíó af hljómsveitinni Sigurrós.


Göngugreining Nákvæm greining með þrýstingsmælingu standandi, gangandi og hlaupandi. Skoðun sjúkraþjálfara og ráðgjöf um val á skóm, innleggjum og öðrum stoðtækjum. Tímapantarnir í síma 569 3100.

Stuðningshlífar Fyrir axlir, olnboga, úlnliði, bak, hné og ökkla. Virkur stuðningur sem dregur úr bólgu, minnkar verki og auðveldar hreyfingu. Einstakur vefnaður og góð öndun. Fagleg ráðgjöf sjúkraþjálfara.

Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga út apríl kl. 11-16. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is


8

Landsmót UMFÍ 50+

Trausti Valdimarsson læknir setur stefnuna á 2. Landsmót UMFÍ 50+:

Skipulegg mig þannig að ég hreyfi mig eitthvað á hverjum degi Trausti Valdimarsson læknir vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á 1. Landsmóti UMFÍ 50+ á Hvammstanga í fyrrasumar. Trausti tók þátt í öllum hlaupa- og sundgreinum, að undanskildu fjórsundi. Hann tók að auki þátt í fjallaskokkinu og þríþrautinni en að hans sögn ætlar hann að taka þátt í sömu greinum á Landsmótinu sem haldið verður í Mosfellsbæ í sumar. Hann hefur hlaupið óteljandi maraþon um allan heim en þar ber hæst sigur í Tíbetmaraþoninu 2008. „Það var frábær upplifun að taka þátt í fyrsta mótinu í fyrra og gaman að hitta marga hressa keppendur,“ sagði Trausti Valdimarsson um þátttöku sína í mótinu á Hvammstanga í fyrra.

Hætti að reykja og þurfti að gera eitthvað „Ég lék mér í íþróttum sem krakki og aðeins í körfubolta þegar ég var í háskólanum. Það var engin alvara í þessu en þegar ég var þrítugur hætti

ég að reykja og þurfti að gera eitthvað annað í staðinn. Ég kynntist fólki í hlaupaklúbbi í Svíþjóð þegar ég var þar í framhaldsnámi og fór að skokka með því og flestir stefndu að því að hlaupa maraþon í Stokkhólmi. Það varð úr að ég fór líka í það og síðan hef ég tekið þátt í mörgum maraþonhlaupum. Ég hef haft rosalega gaman af þessu og nýt þess bara að hreyfa mig. Eftir að ég kom heim frá námi fór ég að taka þátt í þríþraut og upp úr því fór ég að æfa sund. Það er gott hafa fjölbreytni í þessu upp á meiðsli að gera og dreifa þannig álaginu meira,“ sagði Trausti Valdimarsson.

Ég ætla í „Járnkarlinn“ sem verður haldinn í Zürich í júlí og þetta verður í fimmta skiptið sem ég tek þátt í honum. Við förum saman félagarnir sem höfum verið vinir frá því í menntaskóla. Áður en kemur að Landsmótinu verð ég búinn að hjóla á Mallorca en þangað förum við saman 16 manna hópur. Það má því segja að ég komi vel undirbúinn til leiks á sjálft Landsmótið í Mosfellsbæ,“ sagði Trausti. Trausti sagði að með árunum skipti miklu máli að hreyfa sig, viðhaldið verður mikilvægara með hverju árinu.

Hreyfi mig á hverjum degi

Er að reyna að draga félaga mína til að taka þátt

– Það er að heyra að íþróttirnar gefi þér heilmikið? „Já, það má segja að þetta sé aðaláhugamálið, að hreyfa sig. Ég skipulegg mig þannig að ég geti hreyft mig eitthvað á hverjum degi. Þá er maður sæll og manni líður miklu betur. Ég æfi mikið um þessar mundir því að verkefnin eru ærin fram undan.

Trausti Valdimarsson læknir.

„Mér finnst þetta mót frábært framtak af hálfu UMFÍ og ég er að reyna draga félaga mína til að taka þátt. Ég ætla sjálfur að taka þátt í flestu því sem ég kemst yfir og fá sem flesta með mér. Ég hlakka bara mikið til Landsmótsins,“ segir Trausti Valdimarsson læknir.

arionbanki.is – 444 7000

Að hlúa að sparnaði fyrir þig og þína Byrjum að hlúa að sparnaði fyrir stóru stundirnar í lífinu. Það er nóg að byrja með lága upphæð á mánuði, fyrstu skrefin þurfa ekki að vera stór til að þú sjáir árangurinn. Hvernig vilt þú leggja fyrir? Viltu leggja inn á sparnaðarreikning, kaupa í ríkistryggðum sjóðum eða öðrum sjóðum? Byrjaðu í dag að hlúa að sparnaðinum þínum. Hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér.


Landsmót UMFÍ 50+

Samstarfssamningur við Margmiðlun Í upphafi þessa árs undirritaði landsmótsnefndin samstarfssamning við Margmiðlun sem fól í sér að fyrirtækið kæmi að undirbúningi og aðstoð við kynningu á 2. Landsmóti UMFÍ 50+. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið, eins og kunnugt er, á Hvammstanga sl. sumar og þótti takast afar vel. Þessi mót eru fjölskylduhátíðir með fjölbreyttri dagskrá en ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og ýmiss konar kynningar tengdar heilsu og hreyfingu almennt.

Samningar undirritaðir Þann 5. mars sl. voru undirritaðir samningar á milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, undirrituðu samninginn. Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi og miðar vel áfram. Aðstaða í Mosfellsbæ fyrir Landsmót UMFÍ 50+ er öll til fyrirmyndar.

Rafræn skráning á Netinu

Mosfellsbær rekur íþróttamiðstöð að Varmá og þar eru þrír íþróttasalir, sundlaug, karatesalur, knattspyrnuvöllur í fullri stærð, gervigrasvöllur í fullri stærð, 7 manna gervigrasvöllur og hlaupabraut. Góður golfvöllur sem og aðstaða fyrir pútt er í Mosfellsbæ. Einnig er reiðhöll í Mosfellsbæ og stutt í skólahúsnæði frá Varmá sem verður notað helgina sem Landsmótið fer fram.

Öryggisbelti

Skráning til þátttöku í 2. Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ stendur nú yfir af fullum krafti. Opnað var fyrir skráningu í byrjun apríl og fer hún fram rafrænt á www.landsmotumfi50.is en þar er að auki að finna allar upplýsingar um mótið. Keppnisgreinar á mótinu verða badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, Álafosshlaup, hestaíþróttir, knattspyrna, kraftlyftingar, leikfimi/dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, strandblak, hringdansar og þríþraut.

Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Ég tók þátt í mótinu í fyrra á Hvammstanga en gat aðeins staldrað stutt við vegna sextugsafmælis míns sem ég hélt upp á þennan laugardag með krökkunum mínum. Ég keppti því aðeins á föstudeginum en hitti marga gamla vini og kunningja og hafði mjög gaman af því. Jafnframt því að taka þátt er ekki síður gaman að hitta gamla vini en maður hefur eignast marga góða vini í gegnum íþróttirnar. Ég er harðákveðinn í að mæta til mótsins í Mosfellsbæ og er búinn að skrá mig í sjö greinar af níu í frjálsum íþróttum en ætla að láta lóðakastið og 800 metrana vera. Tilgangurinn er hins vegar alltaf að vera með, hitta vinina og kynnast góðu fólki. Undir niðri er samt keppnisskapið ennþá fyrir hendi, það er gaman að reyna á sig og gera sitt besta, maður væri óheiðarlegur ef maður viðurkenndi það ekki. Ég sé það fyrir mér að hreyfa mig á meðan ég stend í lappirnar. Það skiptir bara svo ofsalega miklu máli fyrir okkur, sem erum komin á sjötugsaldurinn, að halda heilsunni. Það er alls ekki gefið og þaðan af síður að kaupa hana eftir á, eins og ég sagði. Ég hlakka mikið til mótsins í Mosfellsbæ og ætla að njóta daganna meðan á mótinu stendur,“ sagði Karl Lúðvíksson í spjallinu við Skinfaxa.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Framhald af forsíðu ...

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

9


10

Landsmót UMFÍ 50+

Svana Svanþórsdóttir 78 ára og Páll Guðmundsson 84 ára:

Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur:

Mér finnst þríþrautin vera mesta áskorunin „Ég er búin að skrá mig til þátttöku á mótinu í þríþraut en mér fannst það mesta áskorunin. Ég hef aldrei áður keppt í þríþraut en verið þess meira í hlaupum, rifjaði upp gamla sundtakta og tók fram hjólið. Ég er sjálf úr Mosfellsbænum og þegar ég sá að mótið yrði þar fannst mér um að gera að vera með. Ég hef reynt að undirbúa mig fyrir mótið en þetta verður um tólf vikna verkefni þegar mótið fer fram. Ég er búin að fá vegalengdirnar og þær eru ekki of langar svo að maður sér alveg fram á að klára þrautina. Ég set mér ákveðin markmið því að ekki vill maður vera á lélegum tíma og að því leytinu til er maður svolítið að keppa við sjálfan sig,“ sagði Halldóra Björnsdóttir

íþróttafræðingur í samtali við Skinfaxa. Þess má geta að Halldóra varð fimmtug á síðasta ári. – Hefur þú stundað íþróttir lengi? „Já, ég er gömul skíðakona og hef alla tíð verið viðloðandi íþróttir. Það má segja að maður hafi hreyft sig mismikið allt frá sjö ára aldri en ferillinn var aðallega á skíðunum. Mér finnst þetta mót vera frábært framtak og það hefur vantað vettvang fyrir þennan aldurshóp. Þetta verður örugglega mjög gaman og þátttakan verður góð. Ég var að spá í að taka þátt í mótinu í fyrra en var bara upptekin á sama tíma með eitt barna-

barnanna á fótboltamóti. Ef vel gengur núna er aldrei að vita nema maður verði fastagestur á þessu móti,“ sagði Halldóra Björnsdóttir í spjallinu við Skinfaxa.

Svana Svanþórsdóttir og Páll Guðmundsson.

Gefur lífinu gildi að eiga þess kost að geta hreyft sig Páll Guðmundsson, fyrrum skipstjóri, og Svana Svanþórsdóttir hafa verið verið lífsförunautar sl. tíu ár og er óhætt að segja að þau lifi heilbrigðu lífi. Þau eru svo lánsöm að búa við góða heilsu sem gerir þeim kleift að stunda íþróttir og hreyfa sig með ýmsum hætti daglega en taka sér frí um helgar eins og Páll komst að orði í spjalli við Skinfaxa. Þau tóku þátt í fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrra og eru ákveðin að vera með á mótinu í Mosfellsbæ.

Gaman á Hvammstanga í fyrra „Við höfðum afskaplega gaman af því að taka þátt í mótinu á Hvammstanga í fyrra. Þar kepptum við í boccia og kynntum ennfremur ringó sem nýtur ört vaxandi vinsælda. Við Svana reynum að hreyfa okkur eins og við getum. Við höfum verið í boccia, ringó og í pútti. Við höfum einnig sótt hreyfingu í líkamsræktina þar sem við göngum á bretti og hjólum ásamt fleiru. Við reynum oftast nær að hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi og tökum svo frí um helgar,” sagði Páll hress í bragði. Hann verður 85 ára gamall í haust en Svana er 78 ára. Þess má geta að Svana var um tíma formaður Glóðar í Kópavogi en hefur nýlega látið af störfum. Hún er enn í stjórn félagsins.

Sjómennska í 50 ár Páll er alinn upp vestur í Önundarfirði en systkinin voru alls tíu talsins. Þar gafst smátími til að stunda

íþróttir þegar hann var ungur eða allt þar til að hann tók að leggja sjómennskuna fyrir sig. Páll var skipstjóri og átti sitt eigið skip en einnig var hann á Sambandsskipum um tíma. Þegar hann kom í land spannaði sjómennskan yfir 50 ár.

Þakklát fyrir heilsuna „Heilsan skiptir öllu. Ef hennar nyti ekki við mundum við Svana ekki hreyfa okkur svona eins og við gerum. Við megum vera þakklát fyrir heilsuna og vonandi gefst hún okkur áfram. Þegar við sáum 1. Landsmót UMFÍ 50+ auglýst í fyrra vorum við ákveðin að skella okkur norður og vera með. Við ætlum að taka þátt í tveimur greinum á mótinu í Mosfellsbæ í sumar og hlökkum mikið til. Mér finnst þetta mót vera gott framtak af hálfu UMFÍ,” sagði Páll.

Þrekhjól í brúnni Páll sagði að eftir að hann kom í land hefði hann gengið töluvert en hann hefði örugglega búið vel að því að í brúnni á Guðmundi RE var þrekhjól sem hann brá sér oft á. „Það var gott að geta skellt sér á hjólið í brúnni,” sagði Páll.

Gaman saman „Það gefur lífinu gildi að eiga þess kost að geta hreyft sig, vera kominn á þennan aldur. Þetta gefur okkur Svönu mikið, að geta varið tímanum saman með þessum hætti,” sagði Páll Guðmundsson.

Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.


LÝSI & LIÐAMÍN Óþægindi eða verkir í liðum geta dregið úr hreyfigetu og almennum gæðum daglegs lífs. Lýsi & Liðamín Hyal-Joint® er samansett úr efnum sem talin eru hafa jákvæð áhrif á liðina og geta viðhaldið heilbrigði þeirra.

Omega-3 Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA. Talið er að Omega-3 geti dregið úr stirðleika og verkjum á morgnana. Í Lýsi & Liðamín Hyal-Joint® er einnig C-vítamín sem hefur hlutverki að gegna í framleiðslu líkamans á kollageni. Kollagen er prótein sem er meginuppistaðan í ýmsum bandvefjum líkamans.

Hyal-Joint® (hyaluronsýra) Í liðamótum er að finna vökva sem nefnist liðvökvi. Hlutverk hans er að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Hyaluronsýra er eitt af meginefnum liðvökva og hana er einnig að finna í brjóski. Eitt mikilvægasta hlutverk hennar er að auka seigju liðvökvans, draga úr núningi og óþægindum og tryggja mýkt í hreyfingum liðamóta.

Kondróitínsúlfat Kondróitínsúlfat er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Virkni kondróitíns er talin felast í því að hemja niðurbrotshvata sem brjóta niður brjósk í liðum. Það er einnig talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt.

www.lysi.is

Omega-3

Hyaluronsýra & Kondróitínsúlfat

LÝSI ALLA ÆVI


12

Landsmót UMFÍ 50+

Jónas Pétur Aðalsteinsson, sérgreinastjóri í sundi:

Vonandi að mótið festi sig enn frekar í sessi „Það var leitað til sunddeildar Aftureldingar og óskað eftir því að fá einhvern úr þeirra röðum til að annast sundið á Landsmóti UMFÍ 50+. Ég tók að mér að vera sérgreinastjóri og finnst það vera spennandi eins og mótið í heild sinni. Ég hef verið viðloðandi sundið frá því að ég var krakki en ég er búinn að eiga börn í sunddeild Aftureldingar í 10–12 ár,“ sagði Jónas Pétur Aðalsteinsson, sérgreinastjóri í sundinu á Landsmóti UMFÍ 50+, í samtali við Skinfaxa.

Óskandi að þátttakan verði góð Aðspurður hvernig honum litist á mótið sagði hann að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt. „Það er bara óskandi að þátttakan verði góð, sundmenn taki vel við sér og skrái sig til þátttöku. Staðsetning mótsins gefur því vissa möguleika hvað fjölda þátttakenda áhrærir og vonandi er að mótið festi sig enn frekar í sessi. Þetta mót hefur tækifæri til að dafna vel í framtíðinni en það er hægt að gera ýmislegt í kringum það með kynningum og ýmsum atburðum, eins og til dæmis sjö tinda hlaupinu, sem verið hefur árviss viðburður í Mosfellsbænum. Sá viðburður hefur visst aðdráttarafl enda vinsælt hlaup í gegnum tíðina. Aðstað-

Jónas Pétur Aðalsteinsson, sérgreinastjóri í sundi.

an í Mosfellsbæ til að halda svona mót er til fyrirmyndar, en það var tekið til hendinni þegar Landsmótið var haldið hér í Mosfellsbæ 1990. Ég var einmitt á því móti með sundlið. Þá þjálfaði ég sundkrakka í Bolungarvík, en síðan flutti ég í Mosfellsbæinn 1998,“ sagði Jónas Pétur.

Jónas Pétur sagði sundstarfið í Mosfellsbæ lengi hafa verið líflegt. Í dag æfa að jafnaði um 60 krakkar sund innan Aftureldingar. „Það er ekki ástæða til annars en að hlakka til mótsins og vonandi að allir njóti lífsins meðan á því stendur,“ sagði Jónas Pétur Aðalsteinsson, sérgreinastjóri í sundinu.

Þjónusta við Mosfellinga í 22 ár Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047

Daniel G. Björnsson löggiltur leigumiðlari

Háholt 14, 2. hæð

588 55 30

Kvíslartunga

Engjavegur

Glæsilegt 279 fm. parhús á tveimur hæðum við Kvíslartungu. 80 fm svalir á bílskúrsþaki. Lyklar á skrifstofu. V. 31,5 m.

Tveggja hæða parhús. Mjög mikið endurnýjað á smekklegan hátt. Samtals 270 fm. Eignarlóð, 765 fm. Glæsileg eign á flottum stað í sveitasælunni.

Blesabakki

Leirvogstunga

Mjög vandað og vel staðsett 70 fm. 10 hesta hús á flottum stað í Mosfellsbæ. Allt nýlega endurnýjað og gott gerði. Eign fyrir vandláta. VERÐ. Tilboð.

Mjög fallegt og vel byggt 200 fm. einbýli á einni hæð á góðum stað í Leirvogstunguhverfi. Vandaðar innréttingar og flottur frágangur. Allt fyrsta flokks. Afar fjölskylduvænt hús. V. 49,5 m.

Lögbýli á Kjalarnesi

Einiteigur

Glæsilegt 136 fm. íbúðarhús auk 91 fm. hesthúsi og geymslu á 6 hektara lani á Kjalarnesi. Glæsilegar eignir og topp aðstaða fyrir hestafólk.

Vel staðsett 260 fm. einbýli.(þar af er bílskúr 55 fm.) Húsið er tibúið að utan, gler í gluggum, útidyrahurðir og hurð fyrir bílskúr. Staðsteypt, fokhelt að innan. Heimtaug fyrir heitt og kalt vatn komin í húsið. Raflagnateikningar fylgja.

Sumarhús í Kjós

Háholt

Glæsilegt 70,7 fm. sumarhús auk 15,2 fm. gestahúss , samtals 85,9 fm. Flottur garður með heitum potti, sólpöllum og miklum gróðri. Flott leiksvæði fyrir börnin og frábær aðstaða. Húsið stendur í nágrenni Dælisár í Kjós. V. 18,5 m.

Glæsileg 95 fm. íbúð á 2. hæð í enda. Vönduð gólfefni og innréttingar. Glæsilegt baðherbergi og allt fyrsta flokks. Sér inngangur. Hagstæð áhvílandi lán frá Íbúðalánasjóði. kr. 26 millj. V. 26,8 m.

OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 • NETFANG: BERG@BERG.IS • WWW.BERG.IS • BERG FASTEIGNASALA STOFNUÐ 1989


Landsmót UMFÍ 50+

13

Ólöf Kristín Sívertsen, sérgreinastjóri fræðslu og fulltrúi Heilsuvinjar:

Ólöf Þorsteinsdóttir, sérgreinastjóri í bridds:

Markmiðið er að virkja fólk almennt til góðra verka

Mótið fjölbreytt og margar greinar í boði

„Við ætlum að vera með málþing á Landsmóti UMFÍ 50+. Við verðum með stutta og hnitmiðaða fyrirlestra, 15 mínútur hvern. Þetta mun rúlla yfir daginn þannig að fólk getur komið og farið eftir áhuga hvers og eins. Fyrirlestrarnir verða um sem flest sem viðkemur heilsu. Í því sambandi má nefna hreyfingu, næringu og síðan komum við inn á þátt sem tengist andlegri heilsu,“ sagði Ólöf Sívertsen sem er sérgreinastjóri fræðslu og fulltrúi Heilsuvinjar í landsmótsnefnd og skipuleggur fyrirlestrana sem verða haldnir á mótinu. Þess má geta að Ólöf er formaður Félags lýðheilsufræðinga og er fagstjóri hjá fyrirtækinu Skólar ehf. sem rekur 5 heilsuleikskóla alla daga. Heilsuvin er heilsuklasi í Mosfellsbæ og er í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsutengdri þjónustu í bænum. Markmið klasans er að efla og byggja upp starfsemi á sviði lýðheilsu, heilsueflingar, endurhæfingar og heilsuferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Hugmyndin að stofnun heilsuklasa í Mosfellsbæ er að hagsmunaaðilar í Mos-

Ólöf Kristín Sívertsen, sérgreinastjóri fræðslu og fulltrúi Heilsuvinjar.

fellsbæ taki sig saman um að móta klasa sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar. „Þetta nær að sjálfsögðu einnig út fyrir Mosfellsbæinn en markmiðið er að virkja fólk almennt til góðra verka. Við erum vettvangur þar sem fólk getur hist og rætt málin. Uppsprettan að stofnun þessara samtaka var að

Sævar Kristinsson, þáverandi varaformaður Aftureldingar, og Jón Pálsson, þáverandi formaður félagsins, settust niður og settu þessa hugsjón á blað sem fór síðan af stað og úr varð þessi heilsuklasi. Starfið hefur gengið ágætlega en við þurfum að vinna betur í því að koma okkur á kortið. Hugmyndin er sú að klasinn sem slíkur vinni ekki verkefnin fyrir fólk heldur beini því í jákvæðan farveg og tengi fólk saman. Það er frábært fyrir okkur að fá tækifæri til að koma að Landsmóti UMFÍ 50+ með þessum hætti. Það er gaman að segja frá því að árið 2012 er heilsuár í Mosfellsbæ þar sem Landsmótið er í raun hápunkturinn. Við erum með alls konar hugmyndir um hvernig við síðan fylgjum þessu eftir þegar Landsmótinu lýkur. Við verðum alla vega með fyrirlestra út árið,“ sagði Ólöf Sívertsen. Ólöf sagðist vona að keppendur og aðrir, sem hafa áhuga á heilsu, verði duglegir að koma og hlýða á áhugaverða fyrirlestra á Landsmótinu.

„Það hefur alltaf verið mikill áhugi á bridds á Íslandi og það eru starfandi nokkur mjög virk félög á höfuðborgarsvæðinu og mikill áhugi víðast hvar. Það er einna helst að við þurfum að fá inn yngra lið til að spila en það hlýtur að koma. Ég hef mikla trú á mótinu í Mosfellsbæ og hlakka mikið til,“ sagði Ólöf Þorsteinsdóttir, sérgreinastjóri í bridds á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, en hún er jafnframt framkvæmdastjóri Briddssambandsins. „Mér finnst Mosfellsbær tilvalinn staður fyrir mótshaldið og betri aðstæður finnur maður varla á landinu. Mér sýnist mótið verða mjög fjölbreytt og margar greinar í boði. Fólk ætti því ekki að verða í vandræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ólöf. Þegar hún var spurð hvort hún hefði tekið þátt í Landsmóti áður sagðist hún hafa tekið þátt í mótinu sem haldið var í Borgarnesi 1997 og þá að sjálfsögðu spilað bridds undir merkjum Ungmennafélagsins Vesturhlíðar.

Ólöf Þorsteinsdóttir, sérgreinastjóri í bridds.

„Ég kom við á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga og leist vel á. Mér finnst þetta mót vera góð viðbót við annað og gefur fólki á þessum aldri tilvalið tækifæri að hittast, keppa og eiga góða stund saman,“ sagði Ólöf Þorsteinsdóttir, sérgreinastjóri í bridds á 2. Landsmóti UMFÍ, í samtali við Skinfaxa.


14

LandsmĂłt UMFĂ? 50+

DAGSKRĂ FĂśstudagur 8. jĂşnĂ­

Kl. 09:00–12:00 LÊtt 10 mín. herðanudd – Heilsu- og hamingjulindin, Lågafellslaug (opið Üllum) Kl. 09:00–12:00 Hbs (hÜfuðbeina- og spjaldhryggsjÜfnun) – meðferð, 10 mín. – Heilsu- og hamingjulindin, Lågafellslaug (opið Üllum) Kl. 09:30–10:00 Sundleikfimi, Varmårlaug (opið Üllum) Kl. 12:00–18:00 Boccia (landsmótsgrein) Kl. 13:00–16:00 MålÞing (opið Üllum) Kl. 15:00–16:30 Golfkynning, Hlíðavelli (opið Üllum) Kl. 16:00–18:00 FrjålsíÞróttir (landsmótsgrein) Kl. 17:00–18:30 Línudans (landsmótsgrein) Kl. 19:00–20:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið Üllum)

Laugardagur 9. jĂşnĂ­ Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, VarmĂĄrlaug (opiĂ° Ăśllum) Kl. 08:00–18:00 Golf (landsmĂłtsgrein) Kl. 09:00–12:00 LĂŠtt 10 mĂ­n. herĂ°anudd – Heilsu- og hamingjulindin, aĂ° VarmĂĄ (opiĂ° Ăśllum) Kl. 09:00–16:00 7 tinda hlaup rĂŚst kl. 10:00 (opiĂ° Ăśllum) Kl. 10:00–11:00 Kynning ĂĄ stafgĂśngu (opiĂ° Ăśllum) Kl. 10:00–15:00 „LĂĄttu kanna ĂĄstand Ăžitt“, heilsufarsmĂŚlingar (opiĂ° Ăśllum) Kl. 10:00–16:00 Blak (landsmĂłtsgrein) Kl. 10:00–17.00 Bridds (landsmĂłtsgrein) Kl. 11:00–12:00 Zumba/lĂ­nudans (opiĂ° Ăśllum) Kl. 11:00–13:00 Rathlaup (opiĂ° Ăśllum) Kl. 11:00–14:00 „Komdu og prĂłfaĂ°u kĂşluvarp“ (opiĂ° Ăśllum) Kl. 12:00–14.00 Sund (landsmĂłtsgrein) Kl. 12:00–16:30 Knattspyrna (landsmĂłtsgrein) Kl. 13:00–14:00 Hringdansar (landsmĂłtsgrein) Kl. 13:00–16:00 HestaĂ­ĂžrĂłttir (landsmĂłtsgrein) Kl. 13:00–17:00 SkĂĄk (landsmĂłtsgrein) Kl. 14:00–15:00 SĂśguganga um Ă lafosskvos, lagt af staĂ° frĂĄ Ă­ĂžrĂłttahĂşsi (opiĂ° Ăśllum) Kl. 14.00–18:00 FrjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttir (landsmĂłtsgrein) Kl. 16:00–18:00 SĂ˝ningar (landsmĂłtsgrein) Kl. 19:00–20:00 SkemmtidagskrĂĄ (opiĂ° Ăśllum)

Sunnudagur 10. júní Kl. 08:00–08:30 Kl. 08:00–13:30 Kl. 09:00–13.00 Kl. 09:00–14:00 Kl. 09:00–16:00 Kl. 10:00–12:00 Kl. 10:00–14:00 Kl. 10:00–15:00 Kl. 10:00–16:00

Sundleikfimi, VarmĂĄrlaug (opiĂ° Ăśllum) PĂştt (landsmĂłtsgrein) ĂžrĂ­Ăžraut (landsmĂłtsgrein) Strandblak (landsmĂłtsgrein) Badminton (landsmĂłtsgrein) PĂśnnukĂśkubakstur (landsmĂłtsgrein) „LĂĄttu kanna ĂĄstand Ăžitt“, heilsufarsmĂŚlingar (opiĂ° Ăśllum) Kraftlyftingar (landsmĂłtsgrein) LĂŠtt 10 mĂ­n. herĂ°anudd – Heilsu- og hamingjulindin, aĂ° VarmĂĄ (opiĂ° Ăśllum) Kl. 10:00–16:00 Hbs (hĂśfuĂ°beina- og spjaldhryggsjĂśfnun) – meĂ°ferĂ°, 10 mĂ­n. – Heilsu- og hamingjulindin, aĂ° VarmĂĄ (opiĂ° Ăśllum) Kl. 12:00–13:00 Zumba/lĂ­nudans (opiĂ° Ăśllum) Kl. 12:00–14.00 RingĂł (opiĂ° Ăśllum) Kl. 12:00–16.00 Ă lafosshlaup (opiĂ° Ăśllum) Kl. 13:00–14:00 Spurningakeppni Ă­ Laxness (landsmĂłtsgrein) Kl. 16:00–16:30 MĂłtsslit (opiĂ° Ăśllum) DagskrĂĄin er birt meĂ° fyrirvara um breytingar.

Keppnisgreinar og fyrirkomulag: arvakt er ĂĄ Ăśllum tindum Ăžar sem hlauparar eru taldir Ă­ gegn. HĂŚgt verĂ°ur aĂ° leita aĂ°stoĂ°ar hjĂĄ bjĂśrgunarsveitarmĂśnnum sĂŠ Ăžess ÞÜrf. Þåtttakendur verĂ°a aĂ° vera komnir aĂ° Ă­ĂžrĂłttamiĂ°stÜðinni aĂ° VarmĂĄ minnst 30 mĂ­nĂştum fyrir hlaup/gĂśngu til aĂ° fĂĄ nĂşmer. Afhending nĂşmera hefst kl. 8:00. HĂŚgt er aĂ° skrĂĄ sig ĂĄ staĂ°num kl. 8:00–10:00. Vegalengdir sem boĂ°iĂ° er upp ĂĄ: 7 tinda hlaup – 37 km 5 tinda hlaup – 34 km 3 tinda hlaup – 19 km 1 tinds hlaup – 12 km (nĂ˝tt) 3 tinda ganga – 19 km 1 tinds ganga – 12 km

Ă lafosshlaup: Allir geta tekiĂ° Þått Ă­ Ăžessu hlaupi, skokki, gĂśngu. Keppt er Ă­ flokkum 15 ĂĄra og yngri, 16–49 ĂĄra og 50 ĂĄra og eldri. HlaupiĂ° verĂ°ur frĂĄ Ă lafossi um austanverĂ°an MosfellsbĂŚ. Vegalengd er 9 km. Leitast er viĂ° aĂ° velja merktar hlaupaleiĂ°ir en samt Ăłvenjulegar. T.d. gĂśngustĂ­gar, stokkiĂ° yfir lĂŚk, slóði og malarvegur. Ă brattann er aĂ° sĂŚkja fyrri helminginn en sĂ­Ă°an er farinn malarvegur eĂ°a malbik niĂ°ur Ă­ mĂłt. Drykkir verĂ°a veittir Ăśllum Ă­ hlaupi og viĂ° endamark. 7 tinda hlaup: HlaupiĂ° er utan vega um fjĂśll, heiĂ°ar og dali Ă­ bĂŚjarlandi MosfellsbĂŚjar og komiĂ° aftur Ă­ mark viĂ° VarmĂĄ. LeiĂ°in er merkt meĂ° skĂŚrlitum flĂśggum og spreyi ĂĄ gĂśngustĂ­gum auk Ăžess sem mannaĂ°ir pĂłstar eru viĂ° valin svĂŚĂ°i. BjĂśrgunarsveit-

Badminton: SpilaĂ°ar eru einliĂ°a- og tvĂ­liĂ°akeppnir karla og kvenna og tvenndarleikur. Keppt Ă­ opnum flokki.

Boccia: KeppnisliĂ° eru skipuĂ° konum/kĂśrlum eĂ°a blĂśnduĂ°. Hvert liĂ° er skipaĂ° Ăžremur einstaklingum og einum til vara. SpilaĂ° er Ă­ riĂ°lum og fer ĂžaĂ° liĂ° ĂĄfram Ă­ Ăşrslit er flesta vinninga hlĂ˝tur. VerĂ°i tvĂś liĂ° jĂśfn aĂ° stigum rĂŚĂ°ur innbyrĂ°is leikur Ăžeirra hvort liĂ°iĂ° fer ĂĄfram! Bridds: Keppt er Ă­ opnum flokki, 4–6 skipa sveit. SpiluĂ° eru 56 spil, sjÜ–åtta spila leikir, fariĂ° er eftir monradkerfi. FrjĂĄlsar Ă­ĂžrĂłttir: Keppt er samkvĂŚmt reglum og flokkaskiptingu FRĂ?. Keppt er Ă­ flokkum kvenna og karla sem hĂŠr segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ĂĄra og eldri. Keppnisgreinar: kringlukast, spjĂłtkast, kĂşluvarp, lóð, langstĂśkk, hĂĄstĂśkk, stangarstĂśkk, 100 m hlaup og 800 m hlaup. Golf: Flokkaskipting: Konur 50–64 ĂĄra, leika ĂĄ rauĂ°um teigum (hĂśggleikur ĂĄn forgjafar og punktakeppni). Konur 65 ĂĄra og eldri, leika ĂĄ rauĂ°um teigum (punktakeppni). Karlar 50–69 ĂĄra, leika ĂĄ gulum teigum (hĂśggleikur ĂĄn forgjafar og punktakeppni). Karlar 70 ĂĄra og eldri, leika ĂĄ rauĂ°um teigum (punktakeppni). KeppnisstaĂ°ur er HlĂ­Ă°avĂśllur Ă­ MosfellsbĂŚ. Fyrirkomulag: HĂśggleikur og punktakeppni. Ef keppendur eru jafnir Ă­ verĂ°launasĂŚti Ă­ hĂśggleik ĂĄn forgjafar skal leika brĂĄĂ°abana. Ef keppendur eru jafnir Ă­ punktakeppni er taliĂ° til baka, Ăžannig aĂ° sĂĄ er ofar sem er meĂ° fleiri punkta ĂĄ seinni 9 holunum. Ef enn er jafnt, Þå sĂ­Ă°ustu 6, ĂžvĂ­ nĂŚst sĂ­Ă°ustu 3 og aĂ° lokum er sĂ­Ă°asta holan borin saman. Dugi Ăžetta ekki til sker hlutkesti Ăşr um sĂŚti. AĂ° hĂĄmarki 200 keppendur geta tekiĂ° Þått Ă­ golfi. HestaĂ­ĂžrĂłttir: Keppt er samkvĂŚmt reglum HestaĂ­ĂžrĂłttasambandsins og er keppnin einstaklingskeppni ĂĄ jafnrĂŚĂ°isgrunni. Keppnisgreinar eru: tĂślt, fjĂłrgangur og fimmgangur.

Blak: Keppt verĂ°ur Ă­ karla- og kvennaflokki. NethĂŚĂ° Ă­ kvennaflokki verĂ°ur ĂśldungamĂłtsnethĂŚĂ°: 2,18 m, og Ă­ karlaflokki einnig ĂśldungamĂłtshĂŚĂ°: 2,35 m. SpilaĂ° verĂ°ur upp ĂĄ tvĂŚr unnar hrinur og oddahrinu upp Ă­ 15.

1. StjĂłrnstÜð – Afhending keppnisgagna. 2. Ă?ĂžrĂłttahĂşs / sundlaug – LĂ­nudans, boccia, blak, badminton, kraftlyftingar, ringĂł, sundkeppni, ĂžrĂ­Ăžraut, sĂśguganga um Ă lafosskvosina, opnir tĂ­mar Ă­ sundleikfimi, zumba og lĂ­nudansi. Rathlaup, hringdansar og sĂ˝ningar. 3. VarmĂĄrskĂłli – Bridds, skĂĄk, starfsĂ­ĂžrĂłttir, mĂĄlstofa og aĂ°staĂ°a fyrir keppendur. 4. GervigrasvĂśllur – Knattspyrna. 5. FrjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttavĂśllur – FrjĂĄlsĂ­ĂžrĂłttir, 7 tinda hlaup og strandblak. 6. ReiĂ°vĂśllur – HestaĂ­ĂžrĂłttir. 7. HlĂ­Ă°avĂśllur – Golf og pĂştt. 8. Ă lafosskvos – Ă lafosshlaup. 9. KvĂśldskemmtun

Hringdansar, leikfimi: Hringdansar verĂ°a ĂĄ dagskrĂĄ mĂłtsins. Valdir hafa veriĂ° 5 dansar Ăşr bĂłkinni Dansk senior dans sem gefin er Ăşt af Landssambandi danskra seniordansara sem er Ă­ danska Ă­ĂžrĂłttasambandinu. Dansarnir eru: Nr. 5 Djacko kola (Fimman) frĂĄ JĂşgĂłslavĂ­u, Nr. 4 ĂžriĂ°ji maĂ°urinn frĂĄ AmerĂ­ku, Nr. 7 Flugan frĂĄ AmerĂ­ku, Nr. 9 Dilli dĂł – mars frĂĄ AmerĂ­ku og Nr. 24 Vefarinn frĂĄ DanmĂśrku. Hver hĂłpur myndar sinn hring og getur ĂştfĂŚrt dansinn eins og hentar hverjum hĂłp, gert hann einfaldari eĂ°a notaĂ° smĂĄ „trix“ til aĂ° skreyta meĂ°. BĂşningur verĂ°ur dĂśkkar buxur og T-bolur Ă­ lit Ăžannig aĂ° hver hĂłpur velur sinn lit og verĂ°ur hĂłpunum raĂ°aĂ° ĂĄ vĂśllinn Ăžannig aĂ° litaflĂłran verĂ°i sem best. SĂ˝ningin verĂ°ur ĂĄ aĂ°alleikvanginum ef veĂ°ur leyfir eĂ°a Ă­ Ă­ĂžrĂłttahĂşsinu. UMSK hefur lĂĄtiĂ° fjĂślfalda lĂ˝singar ĂĄ dĂśnsunum, cd-disk


Landsmót UMFÍ 50+ með músík og dvd-disk með vídeó af dönsunum. Diskarnir fást í þjónustumiðstöð UMFÍ að Sigtúni 42. Knattspyrna: Keppt verður í sjö manna bolta og spilað á velli sem er ¼ með miðlungsstórum mörkum. Kraftlyftingar: Keppt verður í öllum þremur greinum kraftlyftinga, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Karlar: Aldursflokkar: Öldungaflokkur 2 (M2): 50–59 ára Öldungaflokkur 3 (M3): 60–69 ára Öldungaflokkur 4 (M4): 70 + ára Þyngdarflokkar: -59 kg, -66 kg, -74 kg, -83 kg, -93 kg, -105 kg, -120 kg og +120 kg Konur: Aldursflokkar Öldungaflokkur 2 (M2): 50–59 ára Öldungaflokkur 3 (M3): 60+ ára Þyngdarflokkar: -47 kg, -52 kg, -57 kg, -63 kg, -72 kg, -84 kg og +84 kg Línudans: Keppni í línudönsum er hópakeppni. Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri. Ekki er gert ráð fyrir að þurfa að takmarka stærð hópa en mótshaldara er heimilt að setja reglur í þessu efni. • Keppt skal í einum aldurshópi 50+. • Keppt skal í tveimur dönsum sem hóparnir velja sjálfir og þurfa dansarnir að vera til skráðir á viðurkenndu formi ef þess er óskað. • Dansað skal að hámarki tvær mínútur í hvorum dansi. • Dómarar skulu vera þrír að lágmarki. • Dómarar skulu gefa einkunn fyrir tónlist og dans. • Keppendareglur. • Hendur keppenda mega ekki snerta gólf.

• Keppendur mega ekki fara í splitt. • Spörk mega ekki fara fyrir ofan mjaðmahæð. • Gæta skal hófs í klæðnaði, þ.e.a.s. keppnisfatnaður þarf að vera samstæður og snyrtilegur, með eða án hatta. Öll neysla áfengis og eða annarra vímugjafa er stranglega bönnuð við danskeppnir og á þeim og varðar brot á þessari reglu brottvísun úr keppni og brottvísun af keppnisstað. Mótanefnd áskilur sér rétt til að endurskoða frávik sem upp koma ef fjöldi í hóp nær ekki lágmarksfjölda, t.d. vegna veikinda. Keppt er í flokki kvenna og karla í opnum flokki. Pútt: Spilaður verður 18 holu leikur, 9x2, einstaklingskeppni karla og kvenna. Einnig er sveitarkeppni þar sem fjórir skipa lið. Ringó: Ringókeppni verður opin fyrir allan aldur. Liðin mega vera blönduð báðum kynjum. Skák: Keppt er í flokki kvenna og karla eftir monradkerfi. Opinn flokkur. Starfsíþróttir: Pönnukökubakstur. Dæmt er eftir hraða, bragði, útliti, fjölda og frágangi. Keppandi leggur til uppskrift í þremur eintökum og efni í bakstur (150 g hveiti, eitt egg) og hefur 15 mínútur til verksins. Mótsaðili leggur til rafmagnshellur. Keppanda er heimilt að koma með eigin pönnu, spaða, ausu og áhald til að hræra deigið með. Ekki er heimilt að nota rafmagnsþeytara. Keppandi skilar 10 pönnukökum upprúlluðum með sykri, hinum tvíbrotnum í horn. Spurningakeppni í Laxness. Keppend-

ur fá 10–15 spurningar úr verkum Laxness til að svara. Strandblak: Keppt verður í karla- og kvennaflokki og skulu liðin vera skipuð 3 leikmönnum. Spilað er upp á 2 unnar hrinur. Sýningar/Leikfimi: Ákveðið er að hafa sýningar fyrir leikfimi- og danshópa. Sýningin hefur fengið vinnuheitið „Sumar í Mosó”. Þar koma fram dans- og leikfimihópar með fjölbreytt atriði. Hver hópur hefur 3–5 mín. fyrir sitt atriði og getur komið inn oftar en einu sinni. Reynt verður að byggja sýninguna upp í „kabarett”-stíl hvað varðar innkomu hópanna. Gaman væri ef skrautlegir búningar settu svip á sýninguna. Sund: Keppt er samkvæmt reglum og flokkaskiptingu SSÍ. Keppt er í flokkum kvenna og karla sem hér segir: 50–54, 55–59, 60–64, 65–69, 70–74, 75–79, 80–84, 85–89, 90 ára og eldri. Keppnisgreinar eru: 50 m skriðsund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 100 m fjórsund, 400 m skriðsund. Einnig er keppt í 4 x 50 m boðsundi, frjáls aðferð, opinn flokkur 50 ára og eldri. Hver sveit skal skipuð 2 konum og 2 körlum. Þríþraut: Keppt er í opnum flokki kvenna og karla, hópkeppni þar sem hópurinn er skipaður þremur einstaklingum. Þríþrautin er 400 m sund, um 12 km hjólreiðar og u.þ.b. 2,5 km hlaup.

H`g{Âj Ä^\! Ä^ii [ng^gi¨`^ ZÂV ] e i^a aZ^`h { lll#\Vc\V#^h

bV\\^5&'d\(#^h ')-#&.&

IV`ij Ä{ii

15

Sundleikfimi, línudans, zumba og söguganga - opið öllum Alla mótsdagana á 2. Landsmóti UMFÍ 50+ verður ýmis spennandi afþreying í boði. Má þar nefna sundleikfimi, línudans og zumba. Á laugardeginum 9. júní verður söguganga um Álafosskvosina sem stendur yfir milli kl. 15 og 16. Sundleikfimi, línudans og zumba hafa slegið rækilega í gegn síðustu misseri. Á mótinu í Mosfellsbæ verður boðið upp á ókeypis tíma í þessum íþróttum en nánar má lesa um stað og tímasetningar í dagskrá mótsins. Söguganga um Álafosskvosina er spennandi fyrir áhugasama en kvosin er einstakt svæði. Nú er þar litrík listamannanýlenda og verk-

smiðjur gamla ullarveldisins á bökkum Varmár hafa öðlast nýtt líf sem aðsetur fjölbreytts hóps lista- og handverksmanna auk þess sem hljóðver hljómsveitarinnar Sigurrósar er í kvosinni. Í Álafosskvosinni stóð á sínum tíma vagga ullariðnaðarins á Íslandi. Þar risu verksmiðjuhús og einstakt hverfi sem tengdist þeim á árunum 1919–1955 þegar uppgangurinn var sem mestur. Álafoss lifir enn og starfrækir verksmiðjusölu þar sem hægt er að kaupa vandaðar ullarvörur og sjá sýningargripi sem endurspegla sögu íslenska ullariðnaðarins.


Cei\[bbiX³h

Lágafellslaug Ein vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu Að stunda sund er góð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri. 25m sundlaug – innilaug með hreyfanlegum botni – barnalaug – rennibrautir – þrautabraut - heitir pottar – sauna – eimbað – veitinga aðstaða World Class er með aðstöðu í íþróttamiðstöðinni, þar sem er boðið er upp á fjölbreytta líkams og heilsurækt. Hægt er leigja aðstöðu fyrir barnaafmæli í íþróttasal og fara í sund á eftir. Gott fyrir þá sem vilja gera eitthvað nýtt og skemmtilegt

OPNUNARTÍMI LÁGAFELLSLAUGAR Virka daga: 06:30 – 21:30 Um helgar: 08:00 – 19:00


Hjartanlega velkomin í Mosfellsbæ Í Mosfellsbæ er frábær aðstaða til íþróttaiðkunar fyrir unga sem aldna

Gervigrasvöllur – knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttaaðstaða á Varmárvelli - knattspyrnusvæðið á Tungubökkum – reiðhöll reiðvellir – mótorsportsvæði – gönguleiðir – fjórir íþróttasalir – tvær sundlaugar – tvær líkamsræktastöðvar - flugsvæðið á Tungubökkum - tveir golfvellir, 18 og 9 holu - skíðaaðstaða í Skálafelli - fjölbreitt útivistarsvæði frá fjöru til fjalla

Cei\[bbiX³h


18

Landsmót UMFÍ 50+

Mosfellsbær er bæjarfélag um 8.600 íbúa sem er um 220 km2 að stærð, í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Byggðarþróun hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsamfélags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjölbreyttri og fallegri náttúru bæjarfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju. Mosfellsbær státar af talsverðri sérstöðu hvað snertir fjölbreytileika. Bæjarfélagið samanstendur af þéttbýliskjarna við Leiruvog þar sem boðið er upp á nauðsynlega þjónustu, auk víðáttumikillar sveitar, svo sem í Mosfellsdal. Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæjarbúa enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar, allt frá fjöru til fjalla, og óvíða er aðstaða til íþróttaiðkana betri en í Mosfellsbæ. Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ ásamt góðri aðstöðu fyrir fuglaskoðun í Leiruvogi og við ósa Varmár og Köldukvíslar. Náttúruperlur og sögulegar minjar eru víða í Mosfellsbæ. Má þar nefna Tröllafoss, Helgufoss, Varmá, Mosfellskirkju og fornleifauppgröft við Hrísbrú í Mosfellsdal. Atvinnusaga bæjarins er einnig á margan hátt sérstök og má þar nefna viðamikinn ullariðnað og kjúklingarækt sem hefur verið stunduð í bænum um langt skeið. Menning hefur um langt árabil skipað stóran sess í sögu Mosfellsbæjar þar sem helst má nefna búsetu Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, menningarminjar í Álafosskvos og fjölbreytt menningarlíf.

Mosfellsbær

Mosfellssveit árið 1923. Mikill jarðhiti er í bænum en stór hluti af því vatni er leitt til Reykjavíkur. Hitaveita Mosfellsbæjar er ein elsta hitaveita landsins. Grænmetis- og blómaframleiðendur hafa nýtt sér kosti heita vatnsins. Vagga ullariðnaðar er í Mosfellsbæ. Árið 1896 var reist ullarverksmiðja við Álafoss í Varmá og þar reis verksmiðjuhverfi í tímans rás sem er nánast einstakt á Íslandi. Nú er allur iðnaður aflagður í Álafosskvos en ýmiss konar listastarfsemi blómstrar þar í gömlu verksmiðjubyggingunum og setur lit á bæjarsamfélagið.

urinn Thor Jensen síðustu æviár sín.

Mosfell Mosfell er kirkjustaður og prestssetur í Mosfellsdal undir samnefndu felli. Um árið 1000 bjó söguhetjan Egill Skalla-Grímsson á Mosfelli í elli sinni og var jarðsettur í dalnum. Skömmu fyrir andlát sitt faldi hann silfursjóð í grennd við bæinn en hann hefur aldrei fundist. Fyrst var reist kirkja að Mosfelli á 12. öld en núverandi kirkja var vígð árið 1965, teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt.

sinni um áratuga skeið. Þann 23. apríl 2002 voru liðin 100 ár frá fæðingu Halldórs Laxness og var þeirra tímamóta minnst í Mosfellsbæ með margvíslegum hætti. Á Gljúfrasteini er nú safn sem er opið allan ársins hring. Þar er hægt að virða fyrir sér vinnustað og heimili skáldsins og kynnast ævi hans og verkum. Einnig eru fallegar gönguleiðir í nágrenninu meðfram ánni Köldukvísl í Mosfellsdal og að hinni sögufrægu Mosfellskirkju. Upplýsingar og bókanir í síma 586 8066 og á gljufrasteinn@gljufrasteinn.is.

Þegar Ísland var hernumið af Bretum árið 1940 varð til fjölmenn hermannabyggð í Mosfellssveit eins og hún hét þá. Nú eru heillegar stríðsminjar lítt áberandi í bæjarfélaginu en þó má t.d. benda á steinsteypta vatnsgeyma á svonefndum Ásum undir Helgafelli.

Leiruvogur Leiruvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár, Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá, og eru Varmárósar friðlýstir. Leiruvogur er oft nefndur í fornsögum, þar var á fyrri tíð

Saga Mosfellsbæjar Mosfellsbær er röskir 200 ferkílómetrar að flatarmáli sem fyrr sagði og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi og að sunnanverðu af Reykjavík og Kópavogi. Áður fyrr var sveitarfélagið stærra og náði upphaflega allar götur niður að Elliðaám.

Þórður skeggi Landnámsmaðurinn hér um slóðir var Þórður skeggi sem bjó að Skeggjastöðum. Hann nam land milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu). Sveitarfélagið hét Mosfellshreppur (Mosfellssveit) fram til 9. ágúst 1987 en það ár varð hreppurinn að bæ og fékk nafnið Mosfellsbær.

Atvinnuvegir Áður var landbúnaður mikill í sveitarfélaginu en nú er aðeins eitt kúabú starfrækt í Mosfellsbæ. Sauðfjárbúskapur er einnig nánast aflagður en hrossaeign er hins vegar mikil. Í sveitarfélaginu er líka vagga kjúklingaræktar á Íslandi og ennþá eru hér starfrækt stór kjúklingabú. Mosfellsbær er eini staðurinn á Íslandi þar sem ræktaðir eru kalkúnar. Ylrækt er mikil í Mosfellsbæ og var reyndar fyrsta upphitaða gróðurhús landsins reist í

Lágafell

Halldór Laxness

Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á 19. öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamað-

Í Laxnesi var bernskuheimili þjóðskáldsins Halldórs Laxness (1902– 1998). Á efri árum ritaði hann minningabækur, t.d. Í túninu heima, þar sem hann sækir efnivið á bernskuslóðir sínar í Mosfellsdal. Á fimmta áratugnum reisti Halldór íbúðarhús steinsnar frá Laxnesi og nefndi Gljúfrastein. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu

Stríðsárin í Mosfellssveit Reykjalundur er byggður úr landi Suður-Reykja. Á styrjaldarárunum reis mikil braggabyggð á þessu svæði og voru braggarnir nýttir að hluta fyrir Vinnuheimilið að Reykjalundi sem tók þar til starfa árið 1945. Nú er þar rekið heilsuhæli og endurhæfingarstöð en auk þess er þar plastiðnaður.

alþekkt skipalægi og fjölfarin leið þaðan yfir á Þingvelli.

Markaðir Frá miðjum júlí og fram á haustið eru haldnir vinsælir bændamarkaðir að Mosskógum í Mosfellsdal. Þá er grænmetismarkaður að Reykjum opinn alla daga frá því að fyrsta uppskeran er tekin upp.


Landsmót UMFÍ 50+

1896

ÁLAFOSSVEGI 23, MOSFELLSBÆ OPIÐ VIRKA DAGA: 9:00 - 18:00 OG LAUGARDAGA: 9:00 - 16:00

www.alafoss.is

Á Álafossi er aldargömul saga ullariðnaðarins enn sýnileg í húsi gömlu ullarverksmiðjunnar. Komdu við og skoðaðu söguna og verslaðu í notalegu umhverfi fjarri skarkala miðborgarinnar. Við kappkostum að vera með allt það nýjasta í bland við gömlu góðu lopapeysurnar.

19


20

Landsmót 50+

Miðbærinn

Sund

Hestaleigur

Í miðbæ Mosfellsbæjar við Háholt og Þverholt eru flestar verslanir bæjarins. Í Kjarna eru m.a. Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Bókasafn og Listasalur Mosfellsbæjar, heilsugæslustöð, apótek, vínbúð, veitingastaðirnir Hrói Höttur og Thai Express sem og önnur þjónusta. Við Háholt er fjölbreytt verslun og þjónusta, þar eru m.a. veitingastaðirnir KFC, Subway, Draumakaffi, Mosfellsbakarí með kaffihús og léttar veitingar og sveitakráin Áslákur og Hótel Laxnes. Skammt frá miðbænum er félagsheimilið Hlégarður sem enn er miðstöð skemmtanahalds í Mosfellsbæ. Hönnunarmiðstöðin Hraunhús er steinsnar frá miðbænum, að Völuteigi 6. Þar eru verslun og kaffihús auk vinnuaðstöðu fyrir hönnuði.

Lágafellslaug er í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli við Lækjarhlíð 1a. Þar eru bæði inni- og útilaug, heitir pottar, vaðlaug, eim- og gufubað, rennibraut og fleira. Þar er einnig kaffitería. Opið er virka daga kl. 06:30–20:30 og um helgar kl. 08:00–18:00. Sími 517 6080. Varmárlaug er í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þar eru útisundlaug, heitir pottar, gufubað og vaðlaug. Sumaropnun virka daga er kl. 06:30–21:00 og um helgar kl. 09:00–18:00. Sími 566 6754.

Í Mosfellsdal er hestaleigan Laxnes og þar er upplagt að nota tækifærið og bregða sér í hestaferð. Upplýsingar fást á heimasíðunni www.laxnes.is og í síma 566 6179 og 660 0630.

Upplýsingar fyrir ferðamenn Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn er í samstarfi Bókasafns Mosfellsbæjar og Þjónustuvers Mosfellsbæjar, í Kjarna að Þverholti 2. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar með tölvupósti í netfangið info@mos.is. Innan vébanda Bókasafnsins eru Netkaffi og Listasalur. Afgreiðslutími er virka daga kl. 12:00–19:00, nema miðvikudaga kl. 10:00–19:00 og laugardaga kl. 12:00–15:00 (lokað á laugardögum á sumrin), sími 566 6822, veffang: www.mos.is/bokasafn. Þjónustuver Mosfellsbæjar er í Kjarna og er opið kl. 8:00–16:00 alla virka daga. Þjónustuverið veitir upplýsingar um stofnanir og starfsemi bæjarins. Vef Mosfellsbæjar er að finna á slóðinni www.mos.is

Reiðleiðir Í Mosfellsbæ eru margar skemmtilegar reiðleiðir. Leiðin frá hesthúsahverfinu fram hjá Leirvogstungu og Tungufossi upp í Mosfellsdal meðfram Köldukvísl er mjög falleg. Þá má ríða alla leið að Tröllafossi sem er í Leir-

vogsá og er einstök náttúruperla og friðlýst náttúruvætti. Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir þróttmiklu starfi með skipulögðum mótum og námskeiðum.

Sveitaheimsóknir Á Hraðastöðum í Mosfellsdal er tekið á móti börnum í sveitaheimsóknir. Þar fá þau tækifæri til að komast í snertingu við sveitina, skoða dýrin og klappa þeim. Opið er laugardaga og sunnudaga kl. 13:00–18:00 og fimmtudaga og föstudaga kl.

ÞAÐ MÁTTU BÓKA

FLUGFELAG.IS

Verkstæðið er til húsa í Álafosskvos og er verndaður vinnustaður sem starfar samkvæmt kenningum Rudolfs Steiner. Gestir eru velkomnir á verkstæðið þegar opið er, virka daga kl. 8:30–16:30. Á verkstæðinu eru smíðuð leikföng og húsbúnaður úr tré.

Fræðslustígur Þeir sem leggja leið sína eftir fræðslustígnum í Mosfellsbæ eiga þess kost að kynnast sögu, menningu og lífríki valinna staða þar sem skiltum hefur verið komið fyrir. Skiltin eru prýdd fallegum myndum og textum eftir Bjarka Bjarnason og hönnuð af Árna Tryggvasyni. Fræðsluskiltin eru númeruð á kortinu. Fræðslustígurinn er fær reiðhjólum frá Úlfarsá með fram Leiruvogi, fram hjá íþróttasvæðinu að Varmá og upp í Mosfellsdal. Stígurinn frá Álafosskvos upp að Reykjum er aðeins ætlaður gangandi vegfarendum.

Listasalur Mosfellsbæjar Listasalurinn er í Kjarna að Þverholti 2. Þar eru fjölbreyttar listasýningar og tónleikar allan ársins hring.

Leikfélagið er áhugamannaleikfélag og er með starfsemi allan ársins hring. Upplýsingar í síma 566 7788 eða á netfanginu olof@iss.is.

Golf Tveir golfklúbbar eru starfandi í Mosfellsbæ, Golfklúbburinn Kjölur og Golfklúbburinn Bakkakot. Upplýsingar á www.gkj.is og www.gob.is.

Strætisvagnasamgöngur Strætó leið 15 fer úr vesturbæ Reykjavíkur upp í Mosfellsbæ. Leið 57 tengir Mosfellsbæ við Akranes. Nánari upplýsingar: www.bus.is.

ALLTAF ÓDÝRARI Á NETINU

Handverkstæðið Ásgarður

Leikfélag Mosfellssveitar

17:00–21:00. Upplýsingar fást í síma 899 5136 og 566 8136. Netfang: hradastadir@simnet.is.

Nú er

NETTILBOÐ PA N TA Ð U Í D AG N EK K I Á M O R G U Á FL U G FE LA G .IS

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.


Við bjóðum betri stöðu Greiddu niður yfirdráttinn á aðeins 9,05% vöxtum

Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vextina. Þannig lækkar vaxtakostnaður svo um munar. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfirdrátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24 mánuði þá sparar þú 51.023 kr. í vaxtakostnað.* Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. *Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 11,8% (Gullvild) í 9,05% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. maí. Lægri vaxtaprósenta skilar 10.312 kr. lækkun og lækkandi yfirdráttur 40.711 kr. – samtals 51.023 kr.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Lægri vaxtakostnaður


22

Landsmót UMFÍ 50+

Áhugavert í Mosfellsbæ Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru í boði, tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo að fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefst formlega á föstudagskvöldi á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar, þaðan sem gengið er í karnival-skrúðgöngu í svokallaðar Ullarnesbrekkur milli Varmár og Köldukvíslar þar sem varðeldur er tendraður og brekkusöngur fer fram. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á miðbæjartorgi og stíga ávallt landsþekktar hljómsveitir ásamt heimamönnum á svið. Sérstök barnadagskrá er í upphafi tónleikanna. Markaðir eru um allan bæ, jafnt innimarkaðir í íþróttahúsinu að Varmá, sem og útimarkaðir í Álafosskvos og Mosfellsdal.

Gljúfrasteinn Gljúfrasteinn, íbúðarhús Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og fjölskyldu hans, var reistur árið 1945. Arkitekt hússins var Ágúst Pálsson.

Ósk Halldórs var að húsið yrði sveitalegt en samt nútímalegt og laust við allt tildur. Bílskúr, þar sem nú er móttökuhús safnsins, var byggður við húsið og það þótti mikil nýlunda í Mosfellssveit á sinni tíð. Ekki síður þótti það eftirtektarvert þegar sundlaug var gerð í garðinum um 1960. Oft var gestkvæmt á Gljúfrasteini. Þangað komu iðulega erlendir þjóðhöfðingjar á leið til Þingvalla og á fimmta áratugnum voru haldnir tónleikar í stofunni þar sem heimsþekktir listamenn léku fyrir boðsgesti. Mikill fjöldi listaverka setur sterkan svip á heimilið, meðal annars eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og danska málarann Asger Jorn. Einnig getur þar að líta útsaumsmyndir eftir Auði Laxness sem var annáluð hannyrðakona. Húsgögn og innanstokksmunir eru þeir sömu og í tíð Halldórs og Auðar. Opnunartími á sumrin er kl. 9:00–17:00.

Markaður á bæjarhátíðinni Í túninu heima.

Álafoss ull er á við gull!

Lesið fyrir gesti við Gljúfrastein.

Fyrirtækið Álafoss var stofnað 1896 og hét sá Björn Þorláksson sem átti frumkvæði að byggingu verksmiðjunnar. Hann áttaði sig á því hvað kvosin var hentugur staður, með Álafossinn og brekkuna frá honum til að knýja vélarnar og Varmá ylvolga og

mjög hentuga til ullarþvotta. Björn stíflaði Varmá fyrir ofan Álafoss og leiddi svert rör fyrir vatnið niður brekkuna í verksmiðjuhúsið til að knýja vélarnar. Árið 1917 eignaðist Sigurjón Pétursson hlut í Álafossi og jók hann umsvifin meira en áður

hafði þekkst í ullariðnaði á Íslandi. Eitt af kjörorðum Sigurjóns var: Álafossföt bezt. Starfsmenn Álafossverksmiðjunnar bjuggu flestir á staðnum og þar var blómlegt félagslíf með dansleikjum og leiksýningum. Enn má sjá

áhorfendastæðin sem útbúin voru í brekkunni fyrir ofan gömlu sundlaugina árið 1929. Íþróttir og sund hafði Sigurjón í hávegum og árið 1921 gekkst hann fyrir fyrsta Álafosshlaupinu. Hlaupið var frá Álafossi til gamla Melavallarins í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, afhenti verðlaunin. Sigurjón var líka fljótur að sjá hvaða möguleikar fólust í Varmánni ylvolgri og þar sem Varmá hafði verið stífluð varð til stórt uppistöðulón sem var tilvalið til sundkennslu og dýfinga. Íþróttaskóli var starfræktur að Álafossi frá árinu 1928 fyrir börn og unglinga og starfaði hann fram til 1940. Árið 1933 var ný innisundlaug tekin í notkun að Álafossi og var hún notuð í u.þ.b. 30 ár við kennslu í skólasundi eða þar til Varmárlaugin var vígð árið 1964. Nú notar hljómsveitin Sigurrós gömlu sundlaugina sem upptökustúdíó. Álafoss ull er á við gull var eitt af slagorðum verksmiðjunnar þegar allt gekk sem best. Árið 1983 störfuðu 420 manns við Álafossverksmiðjuna. Álafoss-verksmiðjusala flutti verslun sína í gamla verksmiðjuhúsið í Álafosskvosinni árið 1997 og þar er að finna marga gamla muni og myndir, allt frá árinu 1897. Við bjóðum alla velkomna til okkar og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að njóta þess sérstæða umhverfis sem Álafosskvosin, Álafossverslunin og listamennirnir hafa upp á að bjóða. Opnunartímar eru mánudaga til föstudaga kl. 8:00–18:00 og laugardaga kl. 9:00–16:00.

knattspyrnusumarið 2012 !

Knattspyrnusamband íslands hvetur knattspyrnuáhugafólk til að mæta á völlinn, styðja sitt félag og njóta sumarsins


Landsmót UMFÍ 50+

23

Stefán Alfreð Stefánsson, sérgreinastjóri í badminton:

Hvatning fyrir fólk að hreyfa sig og hafa gaman af lífinu „Það er töluverður áhugi á badminton í deildinni hjá okkur en þar æfa að jafnaði hátt í 90 manns. Við gætum hæglega verið með fleiri iðkendur ef við fengjum meiri tíma til afnota í íþróttahúsinu,“ sagði Stefán Alfreð Stefánsson, formaður badmintondeildar Aftureldingar, í samtali við Skinfaxa, en hann hefur verið formaður deildarinnar um eins árs skeið. „Við höfum verið með byrjendanámskeið fyrir fullorðna sem hefur gefist sérlega vel og það hefur verið fullt á þeim námskeiðum. Við höfum reynt að koma til móts við þennan aldurshóp og finna honum meiri tíma en það er vakning meðal þessa fólks að hreyfa sig meira,“ sagði Stefán Alfreð. Hann sagðist finna fyrir áhuga á þátttöku í badmintoni á Landsmóti UMFÍ 50+. Stór mót hefðu verið hald-

Stefán Alfreð Stefánsson, sérgreinastjóri í badminton.

in innan deildarinnar svo að þar er reynsla í að halda mót, sem kæmi sér vel fyrir Landsmótið.

„Ég held að flestir þeir sem keppa á Landsmóti UMFÍ 50+ komi úr hópnum sem verið hefur að æfa í TBRhúsinu. Þeir eru að stórum hluta 50 ára og eldri. Ég hvet fólk til að koma og taka þátt því að þetta verður fyrst og fremst bara skemmtilegt. Mér finnst Landsmót UMFÍ 50+ þarft framtak. Ég hef orðið var við mikinn áhuga fólks á miðjum aldri sem hreyfir sig núna meira en það hefur gert fram að þessu. Þar kemur badminton sem ákjósanleg íþrótt. Badminton er góð alhliða íþrótt sem hefur upp á góða hreyfingu að bjóða. Landsmót UMFÍ 50+ er hvatning fyrir fólk til að hreyfa sig og hafa gaman af lífinu,“ sagði Stefán Alfreð Stefánsson, sérgreinastjóri í badminton á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ.

Vinnum saman

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu, sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is


24

Landsmót UMFÍ 50+

7 tinda hlaupið á Landsmóti UMFÍ 50+ Einn af dagskrárliðum Landsmóts UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ er 7 tinda hlaupið sem þreytt verður í fjórða sinn laugardaginn 9. júní. Hlaupið verður ræst kl. 10, við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Hlaupið er utan vega, um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Varmá. Leiðin er merkt með skærlitum flöggum og spreyi á göngustígum auk þess sem mannaðir póstar eru við valin svæði. Björgunarsveitarvakt er á öllum tindum þar sem hlauparar eru taldir í gegn. Hægt verður að leita aðstoðar hjá björgunarsveitarmönnum sé þess þörf. Allir björgunarsveitarmenn og vatnspóstar munu verða með vaselín, silkiplástur, sáraplástur og heftiplástur ef hlauparar þurfa á því að halda. Ef hlaupari hættir í hlaupi þarf að tilkynna sig út í síma 659-3100 svo að ekki verði gerð leit að viðkomandi.

Vegalengdir, sem boðið er upp á 2012, eru: 7 tinda hlaup – 37 km Þátttökugjald 7.000 kr. 5 tinda hlaup – 34 km Þátttökugjald 5.000 kr.

3 tinda hlaup – 19 km Þátttökugjald 3.000 kr. 1 tinds hlaup – 12 km Þátttökugjald 3.000 kr. (Nýtt!) 3 tinda ganga – 19 km Þátttökugjald 3.000 kr. 1 tinds ganga – 12 km Þátttökugjald 3.000 kr.

Hópakeppni: Keppni á milli hópa verður sérstaklega reiknuð út. Þátttakendur verða að vera komnir að Íþróttamiðstöðinni að Varmá minnst 30 mínútum fyrir hlaup/göngu til að fá númer. Afhending númera hefst kl. 8:00. Hægt er að skrá sig á staðnum kl. 8:00–10:00.

Frítt í sund að hlaupi loknu Frítt er í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu eins og venjulega. Drykkjarstöðvar með orkudrykkjum og næringu verða á leiðinni. Á öllum drykkjarstöðvum verða súkkulaði (skorið í bita) vatn og Powerade. Á 3. drykkjarstöð verða einnig bananar, kók og súkkulaði (skorið í bita). Í marki verður heit og matarmikil súpa, vatn, Powerade, auk boost (hleðsla) og súkkulaðis. Markið lokar fyrir allar aðrar greinar kl. 16:00.

Allir göngugarpar og hlauparar fá þátttökumedalíu. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sæti hvers flokks í hlaupunum. Göngugarpar fá að auki viðurkenningarskjal með skráðum tíma. Hlaupurum er bent á að skoða hlaupaleiðina vel á korti og kynna sér leiðaskiptingar til að forðast villur á leiðum. Bætt verður við fólki við pósta þar sem leiðir skiptast en ítrekað er að hlauparar þurfa að vera vakandi fyrir leiðaskiptingum. Hlaupaleiðir munu verða plottaðar á GPS og mun trackið verða aðgengilegt þeim sem vilja.

Refaskyttan hugljúfa er uppseld hjá útgefanda, önnur prentun er væntanleg. 6LJXUèXU ÈVJHLUVVRQ YDU ODQGVìHNNW UHIDVN\WWD RJ HLQVWDNW QiWW~UXEDUQ +DQQ ìHNNWL OLIQDèDUK WWL UHID IOHVWXP |èUXP EHWXU KDJQêWWL VpU DWIHUOL IXJODQQD WLO Dè I\OJMDVW PHè IHUèXP OiJIyWX 0DUJDU VNHPPWLOHJDU YHLèLV|JXU HUX t EyNLQQL VDJèDU DI 6LJXUèL VMiOIXP RJ YLQXP KDQV %yNLQ HU XP EODèVtèXU SUêGG OMyVP\QGXP J|POXP RJ QêMXP

%yNLQ I VW KMi /DQGJU èVOX UtNLVLQV RJ t YHLèLE~èXP RJ NRVWDU NU 3DQWDQDVtPL 1HWIDQJ ODQG#ODQG LV

Nánar um hverja vegalengd:

Verðlaun Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum hlaupsins. Þar koma samstarfsaðilar 7 tinda sterkir inn. Þeir sem taka þátt í 1 tinds og 3 tinda göngum hafa sama aðgang að drykkjarstöðvum og súpu í marki og hlauparar. Allir göngugarpar fá viðurkenningarskjal með tímaskráningu við mark. Eins og áður kom fram verður 7 tinda hlaupið í samstarfi við Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ. Vegna samstarfsins við Landsmót UMFÍ 50+ eru sérstakir skráningarflokkar með 0 kr. þátttökugjaldi á skráningarsíðu 7 tinda fyrir þá sem eru að keppa í greinum Landsmótsins. Þeir þátttakendur greiða þátttökugjaldið í gegnum skráningarkerfi Landsmóts UMFÍ http://skraning.umfi.is/50plus/ og fá aðgang að 7 tinda hlaupunum. Sérflokkur er fyrir þá þátttakendur og verða veitt sérverðlaun. Þessir flokkar eru einungis fyrir þátttakendur 50 ára og eldri sem hafa skráð sig í Landsmót UMFÍ 50+. Öllum 50 ára og eldri er þó frjálst að taka þátt í hvorum flokki sem þeir óska. Þeir sem taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ verða líka að skrá sig í hlaupið. Skráningin fer fram á Facebook-síðu undir SjöTindahlaupið til að fá rásnúmer og tíma sinn mældan og skráðan. Til að fá rásnúmer þarf að framvísa kvittun um greiðslu hjá Landsmóti UMFÍ 50+. Þátttökugjald

UMFÍ-þátttakenda í 7 tinda hlaupinu greiðist við skráningu þeirra hlaupara hjá Landsmóti UMFÍ 50+ http:// skraning.umfi.is/50plus/. Athugið að þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu/göngunni.

Frekari upplýsingar og reglur: Hlaupurum er skylt að bera númer þar sem brautarfólk og björgunarsveitarmenn geta séð þau greinilega meðan á hlaupinu stendur. Hlauparar eru taldir í gegnum pósta á tindum til að tryggja að enginn verði eftir slasaður eða stopp. Því er skylda að tilkynna sig í síma 659-3100 ef hætt er í hlaupi. Komi til slyss skal tilkynna það í síma 659-3100 og/eða á póstum. Björgunarsveitarfólk aðstoðar slasaða, verði þörf á því. Sé um alvarlegt slysatilfelli að ræða skal tilkynna það til 112 sem virkjar þá neyðarviðbragð og kallar einnig björgunarsveitarfólk okkar til aðstoðar.

1 tinds ganga: Vegalengd á milli drykkjarstöðva 1.>>8,66 km. Á malbiki 6,2 km 1 tinds hlaup: Vegalengd á milli drykkjarstöðva 1.>>8,66 km. Á malbiki 6,22 km 3 tinda ganga: Vegalengd á milli drykkjarstöðva 1.>>8,66 km, 2.>> 6,96 km. Á malbiki 5,2 km. 3 tinda hlaup: Vegalengd á milli drykkjarstöðva 1.>>8,66 km, 2.>> 6,96 km. Á malbiki 5,2 km 5 tinda hlaup: Vegalengd á milli drykkjarstöðva 1.>>8,66 km, 2.>> 6,95 km, 3.>>11,6 km, 4.>>3,9 km. Á malbiki 11,4 km. 7 tinda hlaup: Vegalengd á milli drykkjarstöðva 1.>>8,66 km, 2.>> 6,95 km, 3.>>11,6 km, 4.>>6,32 km Á malbiki 5,6 km Hlaupa þarf eftir stikum (klukka þær). Ekki er leyfilegt að stytta sér leið.

Verðlaunaafhendingar: Verðlaunaafhendingar verða sem hér segir á íþróttavelli Varmár: - Fyrir 1 tinds hlaup kl. 12. - Hópakeppni 1 tinds hlaups kl. 12.30. - Fyrir 3 tinda hlaup kl. 13. - Hópakeppni 3 tinda hlaups kl. 13.30. - Fyrir 5 tinda hlaup kl. 14. - Hópakeppni 5 tinda hlaups kl. 14.30 - Fyrir 7 tinda hlaup kl. 15 - Hópakeppni 7 tinda hlaups kl. 15.30.

2 0 1 2


Landsmót UMFÍ 50+

25

$*$ *$6 (5 g58**7 9$/ +(,0$ 2* Ì )5Ì,18 í~ JHWXU YHULê DIVODSSDêXU RJ |UXJJXU YLê JULOOLê PHê $*$ JDV gUXJJXU XP Dê î~ HUW Dê QRWD J êDY|UX RJ Dê î~ IiLU JyêD îMyQXVWX îHJDU î~ îDUIW iI\OOLQJX i JDVK\ONLê KYRUW VHP î~ QìWLU îpU KHLPVHQGLQJDUîMyQXVWX i K|IXêERUJDUVY êLQX HêD îHJDU î~ KHLPV NLU V|OXDêLOD $*$ 6HP VW UVWL V|OXDêLOL SUySDQJDVV i QRUêXUO|QGXQXP EìêXU $*$ XSS i PDUJDU VW UêLU RJ JHUêLU JDVK\ONMD 6pUIU êLQJDU $*$ JHWD YHLWW îpU Jyê Uiê XP KYDêD K\ONL KHQWDU EHVW PLêDê YLê DêVW êXU RJ KYHUQLJ EHVW HU Dê PHêK|QGOD SUySDQJDV )DUêX i ZZZ JDV LV RJ ÀQQGX QiO JDQ V|OXVWDê HêD V NWX |U\JJLVOHLêEHLQLQJDU RJ IiêX XSSOìVLQJDU XP $*$ JDV

ÍSAGA ehf. • www.gas.is Breiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000 6|OXDêLODU Ì6$*$ HKI i K|IXêERUJDUVY êLQX Ì6$*$ %UHLêK|IêD RJ (\UDUWU|ê +DIQDUILUêL 9HUVODQLU %<.2 $WODQWVROtD .ySDYRJVEUDXW 8PERêVPHQQ Ì6$*$ HKI i ODQGVE\JJêLQQL 6HOIRVV 9pODYHUNVW êL íyULV V 9HVWPDQQDH\MDU 1HWD RJ NDUDYHUNVW êL 1HWKDPDUV V 6DXêiUNUyNXU %\JJLQJDUY|UXGHLOG .DXSIpODJV 6NDJILUêLQJD V 5H\êDUIM|UêXU /DQGIOXWQLQJDU²6DPVNLS V ÌVDIM|UêXU íU|VWXU 0DUVHOOtXVVRQ KI V $NXUH\UL 6DQGEOiVWXU RJ PiOPK~êXQ KI V


MERIDA HJÓL FYRIR ALLA Mest seldu hjólin í Noregi, nú loks á Íslandi. HÖNNUÐ Í ÞÝSKALANDI OG FRAMLEIDD AF EINNI FREMSTU HJÓLAVERKSMIÐJU HEIMS

Merida-hjólin henta í allar tegundir hjólreiða, enda framleidd með það að leiðarljósi að þjóna bæði hinum almenna hjólreiðamanni og atvinnumanninum. Merida hefur verið mjög áberandi í stærstu hjólreiðakeppnum heims undanfarin ár. Í verslunum Ellingsen er mikið úrval af hjólum fyrir börn og fullorðna, aukahlutum og hjólreiðafatnaði. Hverju hjóli fylgir stilling á hjólreiðaverkstæði Ellingsen mánuði eftir að það er keypt. Komdu í heimsókn og kynntu þér gæði Merida.

FJALLAHJÓL

MERIDA YELLOWSTONE FJALLAHJÓL 18–20”

69.990 KR.

Bremsur: Gírskipting: Gírar: Þyngd:

V-brake Shimano 21 13,6 kg

Léttgreiðslur 11.665 KR. í 6 mánuði.

MERIDA DURANGO FJALLAHJÓL 16–20”

99.990 KR.

Bremsur: Tectro Draco 160 Gírskipting: Shimano Gírar: 21 Þyngd: 13,6 kg

MERIDA BIG NINE 100 FJALLAHJÓL 15–19”

169.990 KR.

Léttgreiðslur 28.990 KR. í 6 mánuði.

Léttgreiðslur 16.665 KR. í 6 mánuði.

Bremsur: Tectro Draco 160 Gírskipting: Shimano Gírar: 21 Þyngd: 13,6 kg Dekk: 29”

GÖTUHJÓL

MERIDA ROAD RIDE 88 RACER S/M og M/L

149.990 KR.

Bremsur: V-Brake Linear Gírskipting: Shimano Gírar: 16 Þyngd: 13,4 kg

Léttgreiðslur 24.998 KR. í 6 mánuði.

MERIDA CROSSWAY YELLOWSTONE 52–61 cm

69.990 KR.

Bremsur: V-brake Gírskipting: Shimano Acera Gírar: 21 Þyngd: 12,9 kg

Léttgreiðslur 11.665 KR. í 6 mánuði.

MERIDA COMFORT GÖTUHJÓL 47–51 cm

89.990 KR.

Léttgreiðslur 14.998 KR. í 6 mánuði.

Bremsur: Tectro 837AL Gírskipting: Shimano Nexus Gírar: 3 Þyngd: 17,3 kg Karfa, bretti, bögglaberi, glitaugu og bjalla fylgja.

BARNAHJÓL

MERIDA DINO 16 BARNAHJÓL 4–6 ÁRA

29.990 KR. PIPAR\TBWA • SÍA • 121114

Léttgreiðslur 4.998 KR. í 6 mánuði.

Bremsur: Hand- og fótbremsur Gírskipting: Shimano Gírar: Single speed Þyngd: 11,2 kg Bretti, standari, keðjuhlíf, bjalla og glitaugu fylgja.

MERIDA BELLA 20 BARNAHJÓL 6–8 ÁRA

49.990 KR.

Bremsur: Power v-br 131s Gírskipting: Shimano Gírar: 6 Þyngd: 13,2 kg

Léttgreiðslur 11.665 KR. í 6 mánuði.

MERIDA DINO/BELLA 12 BARNAHJÓL 2–4 ÁRA

24.990 KR.

Léttgreiðslur 4.165 KR. í 6 mánuði.

Bremsur: Grind: Þyngd:

Fótbremsur Ál 7,5 kg

Dekk:

12”

Hjálpardekk fylgja.

Leitaðu ráða hjá okkur. Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir. Við seljum eingöngu þrautreyndar hágæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður.

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is


Landsmót UMFÍ 50+

27

Reykjavík Northern Nights, Flókagötu 1 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Sjómannadagsráð, Laugarási, Hrafnistu Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21 Henson, Brautarholti 24 T. ark Teikninstofa ehf., Brautarholti 6 Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33 Tannlæknastofa Helga Magnússonar, Skipholti 33 Betri bílar hf., bifreiðaverkstæði, Skeifunni 5c Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Landsnet hf., Gylfaflöt 9

Kópavogur Bílhúsið ehf., Smiðjuvegi 60 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Vídd ehf., flísaverslun, Bæjarlind 4 Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Hafnarfjörður Varma & vélaverk, Dalshrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Umbúðamiðlun ehf., Pósthólf 470

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Iðavöllum 9b Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Akranes Ehf., Álmskógum 1 Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Kvenfélag Stafholtstungna

Stykkishólmur Þ.B. Borg - Trésmiðja, Silfurgötu 36

Ólafsvík Steinunn ehf., Bankastræti 3

Reykhólahreppur Hótel Bjarkalundur, www.bjarkalundur.is Reykhólahreppur, Maríutröð 5a

Ísafjörður Ferðaþjónustan í Heydal, www.heydalur.is, Mjóafjörður

Patreksfjörður Hafbáran ehf., Hjallar 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 VIÐ MÝVATN

Tálknafjörður

Stólpi Gámar ehf.

Gistiheimilið Bjarmalandi ehf., Bugatúni 8

Viðgerðir · Leiga · Sala www.stolpiehf.is

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1


28

Landsmót UMFÍ 50+

Sérgreinastjórar á Landsmóti UMFÍ 50+

Meðal fyrstu verka, sem ráðist var í fyrir Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, var að finna sérgreinastjóra í þær greinar sem keppt verður í á mótinu. Sérgreinastjórarnir hafa síðan hist á reglulegum fundum

og ráðið ráðum sínum enda hafa þeir í nógu að snúast þegar kemur að undirbúningi fyrir mótið. Allflestir þeirra eru saman komnir á myndinni hér fyrir ofan ásamt Valdimar Leó Friðrikssyni, formanni UMSK og landsmótsnefndar.

Efri röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, þríþraut, Guðjón Helgason, landsmótsnefnd, Hilmar Harðarson, golf/pútt, Hlynur Chadwick Guðmundsson, frjálsar íþróttir, Þormar Jónsson, skák, Hallur Birgisson, knattspyrna, Róbert Kjaran, kraftlyftingar, Helga Jóhannesdóttir, landsmótsnefnd, Ólöf Þorsteinsdóttir, bridds, Ingi Bjarnar Guðmundsson, boccia,

Karl Þorsteinsson, boccia, Óli Geir Jóhannsson, línudans, Svanur M. Gestsson, starfsíþróttir, Stefán Alfreð Stefánsson, badminton. Neðri röð frá vinstri: Margrét Bjarnadóttir, sýningar, Eva Magnúsdóttir, leikfimi, Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, Steinunn Ingimundardóttir, sýningar,

Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega

Mannvit er með yfir 400 starfsmenn sem sinna

ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu.

fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hér á landi

Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum,

og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni

sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum,

þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna

fjárfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og

og viðskiptavina verður best lýst með gildum

orkufyrirtækjum.

fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is

Jónas Pétur Aðalsteinsson, sund. Á myndina vantar Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, blak, Ragnheiði Þorvaldsdóttur, hestaíþróttir, Ástu Gylfadóttur, ringó, Rúnar Braga Guðlaugsson, landsmótsnefnd, Björgu Jakobsdóttur, landsmótsnefnd, og Ólöfu Kristínu Sívertsen, landsmótsnefnd.


29

Landsmót UMFÍ 50+ Skynsamur kostur á ferðalögum um Ísland

Kópasker

Ísafjörður

Ytra Lón

Siglufjörður Þórshöfn

Korpudalur Húsavík

Berg Ásbyrgi Árbót

Dalvík Bíldudalur

Sauðárkrókur

Broddanes

Mývatn

Ósar

Reykhólar

Húsey

Akureyri

Blönduós

Brjánslækur

Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður

Sæberg

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Búðardalur

Grundarfjörður

Berunes

Djúpivogur

Langjökull

Borgarnes Akranes Reykjavík

Vagnsstaðir

City Hostel

Keflavík airport

Selfoss

Eyrarbakki

Höfn

Árnes

Downtown Hostel

Njarðvík

Vatnajökull

Gullfoss/Geysir

Laugarvatn

Hekla

Skaftafell

Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Þórsmörk

Hvoll Kirkjubæjarklaustur

Mýrdalsjökull

Skógar Vík

Vestmannaeyjar

37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds.

Farfuglar

Kynntu þér málin . á vefsíðu okkar www.hostel.is

Sundlaugavegur 34 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is


30

Landsmót UMFÍ 50+

Skagaströnd Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3

Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri

Sauðárkrókur Fisk - Seafood hf., Háeyri 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4

Akureyri

Sundhöll Selfoss

Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu

Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00

Ólafsfjörður Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar, Ólafsvegi 4

Sundlaug Stokkseyrar

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit

Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst

Laugar

Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Þingeyjarsveit, Kjarna

Vopnafjörður

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí

Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Virka daga: kl. 17.00 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Egilsstaðir Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 PV-pípulagnir ehf., Lagarbraut 4

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10

Gjaldskrá

Fáskrúðsfjörður

Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1000 kr.

Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Selfoss Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Veitingastaðurinn Menam, Eyravegi 8 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð

67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Eldhestar ehf., Völlum

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni,

Hvolsvöllur Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Búaðföng, Stórólfsvelli, Hvolsvelli, Jón Guðmundsson, Berjanesi, V-Landeyjum

Vík Mýrdælingur ehf., Víkurbraut 21

www.arborg.is

Kirkjubæjarklaustur Hótel Geirland, www.geirland.is Hótel Laki, Efri-Vík

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn

Unglingalandsmót á Selfossi verslunarmannahelgina 3. – 5. ágúst 2012


VIĂ? PRENTUM 12 M

VA

A J AĂ? K VE S Ă N A M LAU M A OR XT

D RT

Æ

B RĂ

F

A

S IS

AF

IM

S

ĂžE

SHAPE

AĂ°eins kr.

14.131,Ă­ 12 mĂĄnuĂ°i

12

VA V

A

MĂ NAĂ? A US AL XTAL

ÆRT FRà B

KJ K

SA

AF

Q Nature’s heilsurúm Q Shape heilsudýnur Q Shape heilsukoddar Q Stillanleg heilsurúm Q HÌgindastólar Q Svefnsófar Q Sófasett

SURĂš

MIN

STYĂ?

JA V IĂ? BA KI

Ă? Ă Ă– LLU

M Ă? F JĂ–L

SKYL

DUN

NI!

PĂśntunarsĂ­mi

512

6800 www.dorma.is

StÌmrstistaður skem í heimi! að líkama Þínum

Shape heilsukodd arnir Q Veita ÞÊr rÊttan stuðning Shape Classic

kr. 5.900,Ă“trĂşlega ÞÌgilegur

ÞÉTTUR �

Shape Original

kr. 8.900,-

NATURE’S HEILSURÚMIN STY�JA VI� BAKI� à ÖLLUM � FJÖLSKYLDUNNI!

Veitir rĂŠttan stuĂ°ning

PĂśntunarsĂ­mi

STUĂ?NINGS LAG Ă?

512 6800 www.dorma.is

+oltagÜr°uP � ZZZ.do

rPa.is

PĂśntunarsĂ­mi 512 6800 eĂ°a dorma.is

2.000 kr. notkun ĂĄ mĂĄn. Ă­ 12 mĂĄn. fylgir iPhone 3 GS!

2.000 kr. notkun ĂĄ mĂĄn. Ă­ 12 mĂĄn. fylgir iPhone 4!

3.000 kr. notkun ĂĄ mĂĄn. Ă­ 12 mĂĄn. fylgir iPhone 4S!

iPhone 3Gs (8 GB)

FRĂ?TT EINTAK

Q SĂłfasett

ti

OPIĂ?

Allir Ăşt Ă­ sumariĂ°!

Q SvefnsĂłfar

*

Shape Comfort

MJĂšKUR Ă?

GĂśngum um Ă?sland

Q HĂŚgindastĂłlar

HJĂ“NARĂšM Ă?

i Bergen ~ E (E E EPosthuset

LITLA SKRĂ?MSLIĂ? SLIĂ? OG STĂ“RA SKRĂ?M Ă slaugu JĂłnsdĂłttur Ă? LEIKHĂšSINU eftir

Q Stillanleg heilsurĂşm

STÆR� 160X200

AĂ°eins kr.

34.754,Ă­ 12 mĂĄnuĂ°i

kr. 4.900,-

AlhliĂ°a heilsukoddi

Virka daga frĂĄ kl. 10-18 Lau frĂĄ kl. 11-17 Sun frĂĄ kl. 13-16

Q Shape heilsudýnur

ÞrýstijÜfnunardý og -koddar frå Shanur pe

Ă–R

A VERĂ? SU! DORM ĂžES

I MIS

HEIL

- landssamtaka foreldra

Q Nature’s heilsurúm Q Shape heilsukoddar

EK

STILLANLEGT Ă?

EKK

RE’S

M KI

U!

SS

ĂžE

STÆR� 2X90X200

Minnum ĂĄ DormabĂŚklingin i Fullur af spennand tilboĂ°um!

NATU

unn

A SS

VE

AF

I

FR

TĂ?MARIT HEIMILIS OG SKĂ“LA

A

RM

BY NATURE’S BEDDING

Shape heilsudýna n Q Lagar sig fullkomlega

OpiĂ° alla daga HoltagĂśrĂ°um

rĂ­ og fĂ­nar lĂ­nu

RT

Æ à B

RĂ?

Ă–R

DO

*

K

EK

! SU

2 – S�MI: 511 3340

Horfðu å húðina yngjast

Ăś

V

OKTĂ“BER 2011

minnkar lĂ­nur

RĂ?

Ă–R

INU – SELJAVEGI

hjålpa r til við að ÞÊt kringu dregur úr fínum línum í kr ta h m a ingum úðina ugu m

� GAMLA HÉ�INSHÚS

dregu r Ăşr

inkennum nare ldru

minnka r Ăžrota

12

I

ugna illi a ĂĄm

11. MA� – 17. MA�

A J AĂ? S K Ă N AU AL

T AX

4.490 kr. Ă­ 18 mĂĄn.

PĂłstdreiďŹ ng ehf | SuĂ°urhrauni 1 | 210 GarĂ°abĂŚ | sĂ­mi: 585 8300 | www.postdreiďŹ ng.is

69.990 kr. stgr.

1991 - 2011 2. tbl. 17. ĂĄrg.

2011 STYRK

TARFÉLAG

KRABBAMEIN

SSJĂšKRA

BARNA

MatseĂ°ill Menu

iPhone 4s (16 GB)

8.690 kr. Ă­ 18 mĂĄn. 139.990 kr. stgr.

iPhone 4 (8 GB)

6.490 kr. Ă­ 18 mĂĄn. 99.990 kr. stgr.

2012

SĂ–LUSKRĂ

2012

XIĂ?I

– 278 stuttar gÜnguleiðir

FjÜlskyldan åirfjallið – 24 fjallgÜnguleið

ReiknaĂ°u meĂ° okkur >

sĂ­mi 44 0 4 4 0 0

>

www.e rgo.is

>

ergo@ ergo.is

2.490,-/stk. ROXĂ– kollar Ă˜36, H45cm. Ă?msir litir 402.098.18

Hetjur fyrir

hetjur

DAGATAL

201MA2

N.IS

SĂ?MI

568

6050

R KJAV�KU VFR.IS ÉLAG FREY S W W W. S R@SVFR.I

NETFANG

SV

KafďŹ Sel - Golf, matur, handverk.

ICEPHAR

EitthvaĂ° fyrir alla. KafďŹ Sel - Golf, food, crafts.

Fun for all!

7¨`jg ™ I†bVg^i ™ ;ng^g h`g^[hid[jcV ™ 7¨`a^c\V ™ ;_ÂŽae‹hi @ncc^c\VgZ[c^ ™ 9V\WaÂŽĂ‚ ™ HiV[g¨ci ™ 6aah`dcVg

M

HV

ERFISME

R

KI

U

SuĂ°urlands braut 1 4

141

825

Prentgripur

SuĂ°urhraun 1

GarĂ°abĂŚ

SĂ­mi: 59 50 300

www.isafold.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.