Skinfaxi lm50 2012

Page 1

Jónas Pétur Aðalsteinsson, sérgreinastjóri í sundi:

12

Trausti Valdimarsson læknir setur stefnuna á 2. Landsmót UMFÍ 50+:

Vonandi að mótið festi sig enn frekar í sessi

24

Karl Lúðvíksson keppir í 7 greinum á Landsmóti UMFÍ 50+:

Keppnisskapið er ennþá fyrir hendi

7 tinda hlaupið á Landsmóti UMFÍ 50+

8

Skipulegg mig þannig að ég hreyfi mig eitthvað á hverjum degi

Velkomin á íþrótta- og heilsuhátíð í Mosfellsbæ

Karl Lúðvíksson, íþróttakennari á Sauðárkróki.

Karl Lúðvíksson, íþróttakennari á Sauðárkróki, segist alla tíð hafa hreyft sig og reynt að hugsa vel um heilsuna. Hann tók þátt í fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ í fyrra og sagðist hafa haft afskaplega gaman af því. Karl er ákveðinn að mæta í Mosfellsbæ á 2. Landsmót UMFÍ 50+. Hann hefur skráð sig til þátttöku í sjö greinum og hlakkar mikið til.

Gaman að hlaupa og stökkva á grasbölum „Það var mjög gaman á fyrsta mótinu á Hvammstanga í fyrra og mótið góð viðbót við það sem í boði hefur verið. Þetta mót hefur góða möguleika til að dreifa sér vítt og breitt um landið þar sem aðstæður þurfa ekki alltaf að vera fyrsta flokks. Það er ekki síst gaman að keppa við aðstæður sem maður þekkir frá yngri árum, hlaupa og stökkva á grasbölum,“ sagði Karl.

Ekki í neinu kapphlaupi Karl segir það skipta sig miklu máli að hreyfa sig reglulega heilsunnar vegna. Hann segist ekki lengur vera í neinu kapphlaupi til að geta stokkið lengra eða hærra.

„Ég er með á vegum Ungmennafélagsins Smára í Skagafirði það sem ég kalla karlaleikfimi en við nefnum það stöðvaþjálfun. Við reynum að hittast tvisvar í viku, einn og hálfan tíma í senn, byrjum á bandý sem er skemmtileg upphitun og tökum svo stöðvaþjálfun á tíu stöðvum. Á eftir spilum við knattspyrnu og tökum teygjuæfingar. Þessar æfingar halda okkur hreinlega gangandi, bæði andlega og líkamlega. Á þessar æfingar hafa verið að mæta unglingar og allt upp í eldra lið og menn úr öllum stéttum. Ég hef sjálfur alla tíð hreyft mig mikið því að ég meðvitaður um að maður kaupir ekki heilsuna eftir á. Ég geng mikið með konunni minni og svo tengist hreyfing öllu starfi mínu en ég hef kennt fötluðum krökkum sl. 20 ár. Ég er með þau í sundi og íþróttum og annarri hreyfingu og maður tekur á því sjálfur með þeim,“ sagði Karl.

Taktu þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ 2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 8.–10. júní nk. í Mosfellsbæ. Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga í fyrra og tókst einstaklega vel. Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins er í höndum Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Kjalarnesþings, í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin. Mótið er íþrótta- og heilsuhátíð

haldnir áhuga-verðir fyrirlestrar um heilsu og hreyfingu. Athygli skal vakin á því að aðgangur að tjaldsvæðum er ókeypis. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins og dagskrána í heild má sjá á bls. 14 og á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman.

Opið öllum – – – – – – – – –

Hitti gamla vini – Hefur þú trú á því að Landsmót UMFÍ 50+ sé komið til að vera? „Það ætla ég bara rétt að vona. Framhald á bls. 9 ...

þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim fjölmörgu greinum sem í boði eru. Greinarnar eru: badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, Álafosshlaup, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, strandblak, sýningar og þríþraut. Fjölbreytt afþreying verður í boði alla mótsdagana. Auk þess verða

Íþróttakeppni þar sem keppt verður í 22 greinum Allir geta tekið þátt, óháð félagi – Frítt á tjaldsvæði Sama keppnisgjald óháð fjölda keppnisgreina Opnir tímar, m.a. í sundleikfimi, zumba og línudansi Málstofa um hollustu og heilbrigðan lífsstíl Söguganga um Álafosskvosina Heilsufarsmælingar Kynning á íþróttagreinum Sjá dagskrá mótsins á bls. 14

Landsmót UMFÍ 50+, Mosfellsbæ, 8.–10. júní 2012

VERIÐ VELKOMIN

GRILL BEINT Í BÍLINN

NESTI

HÁHOLT 24 - MOSFELLSBÆR - S. 566-7273

SJÓÐHEIT TILBOÐ Á GRILLINU ALLA LANDSMÓTSHELGINA

HAMBORGARAR - PYLSUR - SÆLGÆTI - SAMLOKUR - ÍS - KAFFI - KJÚKLINGASALAT - DJÚPSTEIKTUR FISKUR - NAMMIBAR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.