Skinfaxi 4 2015

Page 1


HVAÐ FÆRÐU Í JÓLAGJÖF FRÁ LUKKUTÖLUNUM ÞÍNUM?

LEIKURINN OKKAR

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


Ungmennafélagið Þjótandi stofnað

Þ

ann 16. nóvember síðastliðinn var Ungmennafélagið Þjótandi stofnað í Félagslundi í Flóahreppi. Hið nýja ungmennafélag mun taka við störfum ungmennafélaganna þriggja, Umf. Baldurs, Umf. Samhygðar og Umf. Vöku í Flóahreppi. Fundurinn var vel sóttur en 38 eru skráðir stofnfélagar. Undirbúningsnefnd lagði fram tillögu að bráðabirgðastjórn og því hverjir skyldu verða nefndarformenn í félaginu og var hún samþykkt. Stjórn nýs félags er þannig skipuð: Guðmunda Ólafsdóttir formaður, Magnús Stephensen Magnússon ritari og Lilja Ómarsdóttir gjaldkeri. Í varastjórn eru Baldur Gauti Tryggvason og Stefán Geirsson. Formaður íþróttanefndar var kjörinn Árni Geir Hilmarsson, formaður skemmtinefndar Sveinn Orri Einarsson og formaður ritnefndar Fanney Ólafsdóttir. Undir liðnum Önnur mál var nýkjörinni stjórn árnað heilla og sameiningarnefndinni þökkuð góð störf undanfarið ár.

Okkur vantaði vettvang til að koma krökkunum saman á einn stað „Upphafið að stofnun félagsins má rekja til ársins 2006 þegar hrepparnir í Flóanum voru sameinaðir í eitt sveitarfélag. Ári áður voru skólarnir sameinaðir í Flóaskólanum þannig að krakkarnir í þessum þremur félögum voru farnir að kynnast meira en voru aftur á móti ekki að fara á sömu æfingar eða keppa fyrir sama félag. Ekki heldur að taka þátt í sömu félagsstörfum og ýmsu öðru. Okkur vantaði því vettvang til að koma þessum krökkum saman á einn stað og fá jafnvel fleiri til starfa,“

Efri röð frá vinstri: Stefán Geirsson, Fanney Ólafsdóttir, Árni Geir Hilmarsson, Sveinn Orri Einarsson og Baldur Gauti Tryggvason. Neðri röð frá vinstri: Lilja Ómarsdóttir, Guðmunda Óladóttir og Magnús Stephensen.

sagði Guðmunda Ólafsdóttir, formaður nýstofnaðs Ungmennafélagsins Þjótanda. Guðmunda sagði þetta hafa verið hið rétta í stöðunni og auðveldaði alla umsýsluna í kringum starfið. Þetta lyfti tvímælalaust starfinu á hærra plan, allir krakkarnir gætu verið saman og átt auðveldara með að taka þátt í verkefninu.

„Það verður því ekki annað sagt en að spennandi tímar séu fram undan. Við ætlum á næsta aðalfundi í janúar að leggja fram tillögu um að gömlu félögin verði lögð niður. Það er meiri sómi að því en að hafa óstarfandi félög í skugga nýs félags. Þetta nýja félag verður vonandi til framdráttar hér á svæðinu,“ sagði Guðmunda Ólafsdóttir. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ:

Gaman að vera hluti af liði og geta lagt sitt af mörkum

S

törf sjálfboðaliða innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar er erfitt að meta til fjár enda ekki auðvelt að fá góða yfirsýn yfir alla þá vinnu sem lögð er fram. Vinnustundirnar eru óteljandi og óhætt að segja að sjálfboðaliðavinnan sé einfaldlega einn dýrmætasti fjársjóður sem hreyfingin á. Sjálfboðaliðarnir hafa í gegnum tíðina borið starfið uppi og í raun verið sá hornsteinn sem allt starf byggist á. Þó mörg félög hafi launaða starfsmenn á sínum snærum hafa sjálfboðaliðarnir ávallt haft veigamiklu hlutverki að gegna með því að sitja í stjórnum, ráðum og nefndum. Fyrir utan það að móta og stýra starfinu koma þeir m.a. að fjáröflunum, skipulagningu viðburða og mótahaldi, svo eitthvað sé nefnt. Í framhaldi af þessum inngangsorðum má velta því fyrir sér hvað fái fólk til að verja jafn miklu af tíma sínum í sjálfboðaliðastörf fyrir hreyfinguna og raun ber vitni. Ánægja og gleði eru vitaskuld lykilþættir. Mörgum finnst einfaldlega gaman að starfa að áhugamálum sínum með fólki sem deilir þeim með manni. Það er gaman að vera hluti af liði og geta lagt sitt af mörkum til að gera veg þess sem mestan. Margir foreldrar hafa tengst starfinu í gegnum íþróttaiðkun barna sinna og þannig lagt sitt af mörkum. Þar vegur forvarnaþátturinn án efa þungt. Þá hafa margir byrjað sem iðkendur hjá íþróttafélagi og komið svo til starfa fyrir félagið síðar. Svo

6. Landsmót UMFÍ 50+ Ísafirði 2016 Í nóvember sl. var skrifað undir samninga milli UMFÍ, Ísafjarðarbæjar og HSV vegna 6. Landsmóts UMFÍ 50+ sem verður haldið á Ísafirði 10.–12. júní 2016. Um er að ræða tvo samninga. Annars vegar er samningur á milli landsmótsnefndar sem HSV hefur skipað, Ísafjarðarbæjar og UMFÍ. Sá samningur varðar uppbyggingu og afnot af mannvirkjum, áhöldum, tækjum og búnaði sem er allt nauðsynlegt til að mótið geti farið fram. Hinn samningurinn er á milli UMFÍ og HSV og snýr að skipulagi mótsins og undirbúningi. Undirbúningur fyrir mótið er kominn vel á skrið. Undirbúningsnefnd hefur starfað frá sumri en hana skipa Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður, Jóhann Króknes Torfason, Anna Lind Ragnarsdóttir og Jónas Gunnlaugsson. Þau eru öll fulltrúar HSV. Gísli Halldór Halldórsson er fulltrúi Ísafjarðarbæjar og fulltrúar UMFÍ eru Flemming Jessen og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ. Efri mynd: Frá vinstri: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Stefanía Ásmundsdóttir, formaður landsmótsnefndar.

4

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ.

eru margir sem tengjast sama félaginu jafnvel áratugum saman og eru alltaf til í að leggja fram hjálparhönd þegar á þarf að halda. Þó störf sjálfboðaliða séu mjög oft þungamiðjan í íþrótta- og ungmennafélagsstarfinu er ekki sjálfgefið að svo sé. Þeir sem hafa starfað í hreyfingunni vita að oft vantar fleiri hendur og á sumum stöðum hefur starfið jafnvel lagst niður vegna þess að ekki hefur fengist fólk til að halda því gangandi. Hjá DGI, systursamtökum UMFÍ í Danmörku, hafa menn bent á ýmsar leiðir sem hægt er að fara til að fá fleiri sjálfboðaliða til starfa og ekki síst hvernig megi auka ánægju sjálfboðaliðanna í störfum fyrir hreyfinguna. Eitt af því sem þeir nefna er að mikilvægt sé að hafa góða heimasíðu með góðum upplýsingum um félagið. Þar geti fólk, sem hefur áhuga á að starfa fyrir félagið, séð fyrir hvað það stendur og hvernig starf þess er skipulagt. Annað atriði er að tala einfaldlega við þá sem maður þekkir, spyrja þá hvort þeir séu til í að koma til starfa hjá félaginu. Svo nefna þeir líka að mikilvægt sé að geta þess hvar sem færi gefst að sjálfboðaliðar séu velkomnir til starfa. Þar má nefna ýmsa samfélagsmiðla, fréttabréf, héraðsblöð o.fl. Með því að auglýsa eftir sjálfboðaliðum sé allt eins líklegt að einhverjir nýir bætist í hópinn. Eitt er að fá sjálfboðaliða til starfa en annað að fá þá til að starfa til lengri tíma. Þá skiptir miklu máli að fólk fái hrós fyrir vel unnin störf.

Því má ekki gleyma að klappa fólki á öxlina og láta í ljós þakklæti þegar vel er gert. Í Danmörku hafa félög stofnað sérstaka sjálfboðaliðaklúbba innan sinna raða. Með því að vera í sjálfboðaliðaklúbbnum gefst fólki ekki bara tækifæri til að starfa fyrir sitt félag heldur er ýmiss konar ávinningur sem því fylgir. Við inngöngu í klúbbinn fær viðkomandi bol eða búning félagsins að gjöf og ýmis önnur fríðindi fylgja eins og aðgangur að leikjum og viðburðum, afsláttur af æfingagjöldum og í líkamsrækt, afsláttarkort og fleira. Einnig er viðkomandi t.d. í facebook-hópi þar sem upplýsingum er miðlað. Ekki er alltaf gerð krafa um að félagar taki þátt í öllu starfi klúbbsins heldur þegar þeir hafa tækifæri til. Framlag sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar til samfélagsins er ómetanlegt og erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir verð-mæti þess starfs. Eitt er víst að margir einstaklingar eru tilbúnir að verja hundruðum klukkustunda í störf fyrir hreyfinguna á ári hverju án þess að taka neitt fyrir það. Fyrir það ber að þakka. Mörg sveitarfélög virða þetta mikla starf og styðja íþróttastarfið vel með góðri aðstöðu og góðum fjárframlögum sem gerir félögunum kleift að halda úti öflugra starfi en ella. Öflugt íþróttastarf er eitt af því sem fólk skoðar áður en það flyst í nýtt sveitarfélag. Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ

Skrifað undir samninga 19. Unglingalandsmót UMFÍ Borgarnesi 2016

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB, UMFÍ og Borgarbyggðar um framkvæmd 19. Unglingalandsmóts UMFÍ um verslunarmannahelgina 2016. Unglingalandsmót hefur einu sinni áður verið haldið í Borgarnesi en það var árið 2010. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Neðri mynd: Frá vinstri: Hrönn Jónsdóttir, ritari UMFÍ, Ásgeir Ásgeirsson, varasambandsstjóri UMSB, og Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar.


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 77553 12/15

VELKOMIN HEIM Á jólunum viljum við að gleðin sé við völd. Við viljum halda í hefðirnar og vera í faðmi fjölskyldu og vina. Á stað sem okkur er kær. Heima hjá okkur. Stundum flækist lífið fyrir fögrum fyrirheitum. Áætlanir breytast. Rétt eins og lífið. Þá aðlögum við okkur. Við getum pakkað jólunum niður og flutt þau þangað sem hjartað slær. Flogið yfir fjöll og höf og búið okkur til nýjar hefðir þar sem ástvinir okkar eru. Gleðilega hátíð.

+ icelandair.is

Vertu með okkur SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjórnarspjall:

Komið til móts við þátttakendur í íþrótta- og tómstundastarfi

M

örg okkar eru afar áhugasöm um að börnin okkar leggi stund á íþróttir, tónlist eða taki þátt í öðru æskulýðsstarfi. Við vitum að börnin hafa gott af þessu, það er uppbyggilegt, þroskandi og styrkir einstaklinginn á allan máta. Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að þetta er raunin. Foreldrar eru, eins og gefur að skilja, misjafnlega í stakk búnir til að greiða götu barna sinna í þessum efnum en eins og allir vita sem kynnst hafa kostar það sitt að senda börnin í íþróttir, tónlist og eða í annað tómstunda- og æskulýðsstarf. Ofan á bætast ferðir vítt og breitt sem hafa drjúgan kostnað í för með sér. Ferðalög, keppnisgjöld og uppihald eru ansi hár kostnaðarliður. Eins og við þekkjum eru notaðar ýmsar leiðir til að lækka kostnaðinn, stundum tekst að brúa bilið með ýmsum fjáröflunarleiðum, en það sem vantar upp á er foreldranna eða aðstandenda að greiða. Þetta verða á stundum nokkrar keppnisferðir yfir árið. Eftir því sem börnin verða eldri verður kostnaðurinn oft og tíðum meiri. Foreldrar á landsbyggðinni þekkja þetta best, börnin þeirra þurfa margsinnis að fara í æfinga- og keppnisferðir á höfuðborgarsvæðið. Þá þurfa margir að fara

langan veg með ærinni fyrirhöfn, ekki síst fjárhagslegri. Þegar börnin feta sig upp þroskastigann hlotnast mörgum þeirra sá heiður að verða fulltrúar Íslands á erlendum vettvangi. Þau eru valin í yngri landslið Íslands, nokkuð sem mörg þeirra hefur dreymt að yrði einhvern tíma að veruleika. Kostnaður við þátttökuna lendir á landsliðsfólkinu sjálfu og þá verður enn eina ferðina að grípa til fjáröflunar til að mæta þeim kostnaði. Stundum tekst vel til en oft vantar upp á og þá lendir á foreldum og aðstandendum að borga brúsann. Fólk er misjafnlega statt og getur þetta

því verið drjúgur biti að kyngja fyrir marga. Sérsamböndin langflest hafa ekki úr miklu að moða og hafa í raun nóg með sig. Það eru eflaust margir sem spyrja sig: Hvað er hægt að gera til að létta fólki þennan kostnað sem óumflýjanlega fylgir íþróttaiðkun og tómstundastarfi? Félögin gera hvað þau geta og eins hafa sveitarfélögin sum hver styrkt sitt fólk til að létta undir, til dæmis hvað varðar þann þátt sem lýtur að ferðakostnaði. Ríkisvaldið hefur látið meira fé rakna í ferðasjóðinn en áður en betur má ef duga skal. Þetta er mál sem ekki er hægt að hlaupa frá enda engin lausn fengin með því. Allir sem einn, ríkið og sveitarfélög, verða með einhverjum hætti að koma enn beittar að þessu máli. Öll viljum við börnunum vel en það kostar að halda úti öflugu íþróttastarfi. Eitt er ég sannfærður um, að aukið fjármagn í þennan málaflokk er ekki bara íþyngjandi fyrir ríkisvaldið til lengri tíma litið. Peningunum er vel varið og við stöndum öll sterkari þegar upp er staðið. Nú bíður okkar nýtt ár, okkur öllum til heilla, og ekki síður spennandi en það sem er að kveðja. Skinfaxi óskar ungmennafélögum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Leiðarlýsingar um gönguleiðir í gönguverkefni UMFÍ á stafrænt form U ngmennafélag Íslands og Wappið hafa undirritað samstarfssamning sem felur það í sér að félögin ætla að vinna saman að því að koma leiðarlýsingum um gönguleiðir í gönguverkefni UMFÍ á stafrænt form til birtingar í Wappinu. Með samningnum verður Ungmennafélag Íslands einn af helstu samstarfsaðilum Wappsins og með frá byrjun þar sem Wappið var fyrst gefið út 5. nóvember. Innan tíðar mun Ungmennafélag Íslands jafnframt bjóða landsmönnum upp á tvær leiðarlýsingar í Wappinu notendum að kostnaðarlausu. Þetta eru fyrstu skrefin í samstarfi þessara aðila.

Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is. Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Linda Ólafsdóttir, Róbert Daníel Jónsson, fotbolti.net o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður, Örn Guðnason, varaformaður, Hrönn Jónsdóttir, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og Guðmundur Sigurbergsson.

Einar Skúlason hjá Wappinu og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, handsala samstarfssamninginn.

Um Wappið Wappið er stafrænn gagnagrunnur leiðarlýsinga á Íslandi sem er miðlað í gegnum app fyrir I-phone og Android-snjallsíma. Leiðarlýsingarnar verða um allt land, með GPS-ferlum, ljósmyndum og er miðlað á ensku og íslensku til notenda. Hægt er að hlaða leiðarlýsingum á símann og nota án þess að vera í gagnasambandi. Stokkur ehf. forritar Wappið og Samsýn ehf. sér um kortagrunninn fyrir Ísland.

6

Skinfaxi 4. tbl. 2015

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Forsíðumynd: Forsíðumyndin er af ungum þátttakendum í íþróttaskóla HSV á Ísafirði. Íþróttaskólinn hefur notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Í blaðinu er fjallað um blómlegt starf HSV en innan sambandsins eru 23 aðildarfélög. Þátttaka er góð í því íþróttastarfi sem í boði er og næg verkefni eru fram undan. Margt er á döfinni hjá HSV á næsta ári. Stærsta verkefnið er líklega 6. Landsmót UMFÍ 50+ en mótið verður haldið á Ísafirði næsta sumar.


Ekki klikka á skoðun! Örugg bifreið tryggir betri akstur

GÓÐ ÞJÓNUSTA OG HAGSTÆÐ KJÖR Á SKOÐUNUM

FRÍTT

WI-FI, LJÚFFENGT GÆÐAKAFFI OG LITABÆKUR FYRIR BÖRNIN Á MEÐAN ÞÚ BÍÐUR.

IS

Bifreiðaskoðanir

Á ökutækjasviði Frumherja hf. er almennum skoðunum sinnt, s.s. aðalskoðunum, endurskoðunum, breytingaskoðunum, ástandsskoðunum og tjónaskoðunum. Einnig sinnir það skráningarstarfsemi vegna ökutækja, t.d. móttöku eigendaskiptatilkynninga, og veitir tæknilega þjónustu. Starfsemin er á öllu landinu og eru starfræktar 32 skoðunarstöðvar í þeim tilgangi. Frá 2ää2 hefur Frumherji einnig sjð um framkvæmd skriyegra og verklegra ökuprófa á slandi. &kuprówn eru framkvæmd á 2ä stöðum á landinu, sjá lista ywr prófstað á vefsíðu okkar ÜÜÜ.frumherji.is

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

OK 890

ÁGÚST SEPT. OKT.

32

SKOÐUNARSTÖÐVAR UM LAND ALLT

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


Bygging skíðaskála í Selárdal við Steingrímsfjörð:

Starfið mun gjörbreytast með þessari aðstöðu B

ygging skíðaskála á Brandsholti í Selárdal við Steingrímsfjörð hefur staðið yfir síðan í vor en nýja húsið er allstór braggi. Það er Skíðafélag Strandamanna sem stendur fyrir framkvæmdunum og eru menn frá Trésmiðjunni Höfða á staðnum við störf auk sjálfboðaliða. Vignir Örn Pálsson, formaður Héraðssambands Strandamanna, segir að stefnt sé að því að taka skálann í notkun í vetur og það sé alveg ljóst að þessi aðstaða muni koma í góðar þarfir og lyfta skíðastarfinu á hærra plan.

Þegar á allt er litið hafa framkvæmdir gengið vel „Fyrir skemmstu færðum við rafmagnsinntakið inn og gengum frá vatnsbólinu. Það er komið rennandi vatn en við eigum eftir að ljúka við innivinnu eins og að setja upp milliveggi og hreinlætisaðstöðu. Þetta verður klárað á næstunni og er stefnt að því að taka þessa aðstöðu að fullu í notkun í vetur. Við vorum heppnir með veður í september og vel gekk að reisa húsið. Þegar á allt er litið hafa framkvæmdir gengið vel en við eigum ekki óþrjótandi peninga. Við ætlun núna sem fyrst að loka húsinu og koma því í þannig ástand að hægt sé að nota það,“ sagði Vignir Örn Pálsson, formaður HSS. Vignir Örn segir að starfið muni gjörbreytast þegar þessi aðstaða verður komin upp og mikilvægt sé að hafa almennilegt húsaskjól. Svæðið þarna um kring er eingöngu göngusvæði en mikill áhugi hefur alltaf verið fyrir gönguskíðum á Ströndum.

8

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

„Áhuginn á svæðinu er mikill og hefur svo verið um árabil. Nú er fólk farið að koma til okkar úr Reykhólasveitinni og tveir keppendur frá okkur fóru á á Andrésar andarleikana síðasta vetur. Það er aldrei að vita nema að með tilkomu þessa skíðaskála fari gönguáhugafólk að sunnan að koma hingað í auknum mæli. Það myndi ekki koma mér á óvart enda umhverfið allt hér um kring frábært til útivistar. Það eru ekki nema um tveir og hálf-

ur tími sem tekur að renna hingað norður úr Reykjavík og um 15 mínútna akstur inn á gönguskíðasvæðið,“ sagði Vignir Örn. Vignir Örn sagði að skíðaganga ætti sér langa sögu á Ströndum. Á sjötta áratugnum áttu Strandamenn Íslandsmeistara í skíðagöngu. Vignir Örn segir ákveðinn kjarna skíðagöngufólks stunda íþróttina alla jafnan en tíu manna hópur ætlar að fara í æfingabúðir til Þýskalands í febrúar.


SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Dýrt að vera valinn í unglingalandslið Á 49. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Vík í Mýrdal 10. og 11. október sl., var samþykkt tillaga þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var hvattur til að sjá til þess að íslenska ríkið greiði ferða- og gistikostnað barna og unglinga í landsliðsferðum íslenskra landsliða.

Í greinargerð með tillögunni segir: „Það eiga allir að eiga jafnan rétt til þátttöku í íþróttum og verða afreksfólk. Því miður er þessu ekki þannig háttað. Afreksfólkið okkar þarf að eiga efnaða foreldra til að geta tekið þátt í landsliðsverkefnum. Börn og unglingar, sem eru valin til keppni í landsliðum okkar, þurfa sjálf að greiða stóran hluta af ferða- og gistikostnaði. Þetta er algerlega óásættanlegt.“

Skinfaxi fékk feður tveggja ungmenna til að segja frá reynslu sinni af þátttöku sona sinna í landsliðsverkefnum. Annars vegar er Jón Birgir Guðmundsson á Selfossi, en sonur hans, Elvar Örn Jónsson, tók í sumar þátt í verkefnum 19 ára handknattleikslandsliðsins. Hins vegar er Guðjón Axelsson í Keflavík en sonur hans, Elvar Snær Guðjónsson, var í 15 ára landsliðinu í körfuknattleik.

Þurfa alltaf að reiða fram einhvern pening úr eigin vasa

J

ón Birgir Guðmundsson á Selfossi er faðir Elvars Arnar Jónssonar sem hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum með 19 ára handboltalandsliði Íslands. Hann segir heilmikinn kostnað því samfara að fara í keppnisferðir með unglingalandsliðinu í handknattleik. Jón Birgir segir ennfremur að þegar krakkar eru komnir á unglingsaldur og lengra í íþrótt sinni og þar með í landslið séu landsliðsverkefni oft á sumrin. Við það tvöfaldist kostnaðurinn því það sé oft erfitt fyrir þessa krakka að fá vinnu. „Það eru ekki miklir möguleikar í þeim efnum þegar þau segjast þurfa kannski að fá frí 3–4 sinnum yfir sumarið til að fara í 1–2 vikna keppnisferðir. Það er bara eitt sérsamband, KSÍ, sem stendur undir þessu. Handknattleikssambandið er að reyna að gera sitt besta og koma til móts við sitt keppnisfólk. Það eru öll sérsambönd í svipaðri stöðu og HSÍ sem hafa ekki bolmagn til að fjármagna þessar unglingalandsliðsferðir,“ sagði Jón Birgir.

Tvær ferðir kostuðu okkur 475.000 krónur Aðspurður hve kostnaðurinn væri hár þegar upp væri staðið frá venjulegri ferð sagðist Jón Birgir geta sagt frá tveimur ferðum sem 19 ára landsliðið fór til Svíþjóðar og Rússlands í sumar sem leið. „Við þurftum að borga flugfar og uppihald og þegar upp var staðið var samanlagður kostnaður 475.000 krónur. Ég veit ekki um neinn leikmann sem hefur ekki farið vegna kostnaðar. Leikmenn reyna hvað þeir geta til að safna upp í þennan kostnað með ýmsum hætti. Minn strákur fór með félaga sínum í nokkur fyrirtæki hér á svæðinu eins og allir gera til að safna styrkjum en það dekkaði ekki kostnaðinn til fulls. Ennfremur sóttu þeir um styrki hjá sínum félögum sem eru ekki háir og þetta hjálpar alltaf eitthvað. Þetta er bara staðan og í langflestum tilfellum þarf viðkomandi að reiða fram einhvern pening úr eigin vasa. Eins og ég sagði áður er erfitt að

10

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Feðgarnir Jón Birgir Guðmundsson og Elvar Örn Jónsson á Selfossi.

vinna með þessu þegar þú ert kominn í landslið. Það eru æfingar alla daga, flestar byrja um fimmleytið og stundum fyrr, fer eftir hvaða íþróttahús er laust í Reykjavík. Síðan ertu fjarverandi frá vinnu, kannski allt að tvær vikur í senn. Sonur minn fór í þrjár ferðir í sumar en í þriðju ferðinni, sem var til Katar, var liðinu boðið í heimsókn þar sem Katarmenn borguðu flugið og uppihaldið,“ sagði Jón Birgir.

Það ætti frekar að líta á þetta sem fjárfestingu til framtíðar Þegar Jón Birgir var spurður hvað væri til ráða í þessum efnum sagði hann að það verði að endurskoða sýn stjórnvalda á þetta mál. „Það er alltaf verið að þrýsta á hærri fjárframlög hvað ferðakostnað áhrærir. Það er hins vegar alltaf litið á þetta sem hrein

útgjöld fyrir ríkið. Það ætti miklu frekar að líta á þetta sem fjárfestingu til framtíðar. Það er rosalega gaman fyrir þessa krakka og í raun heiður að vera valin í landsliðið og að leika fyrir Íslands hönd. Það er frábær upplifun og sérstaklega hjá 19 ára þar sem liðinu gekk mjög vel, en kostnaðurinn er mikill, það er engin spurning. Ég er ekki að gagnrýna HSÍ, þar er bara ekki úr meiri peningum að moða eins og hjá öllum sérsamböndum, nema KSÍ. Lausn í þessum efnum er ekki í sjónmáli nema að stjórnvöld láti meira fé af hendi til þessa málaflokks og svo þyrftu að koma til stærri styrktaraðilar. Það er skilningur á vandanum, allir eru af vilja gerðir, en hreyfingin er í fjársvelti. Það er enginn að öfundast út í KSÍ, alls ekki, en það vildu bara fleiri vera í sömu stöðu og þeir. KSÍ gerir þetta mjög veglega og stendur flott að málum og eiga heiður skilið fyrir það,“ sagði Jón Birgir. Jón Birgir sagði að þótt HSÍ hefði fengið aukin framlög vegna frábærs árangurs Alandsliðsins byggðist starfið engu að síður að miklu leyti á fórnfýsi, bæði hjá þeim sem stjórna og þeim sem eru að spila. Leikmenn, ekki síst, leggja gríðarlega mikið á sig.

Norska liðið fékk dagpeninga og allt var greitt undir þá Jón Birgir nefndi eitt dæmi frá HM í Rússlandi í sumar þar sem Ísland náði frábærum árangri og hreppti bronsverðlaun. „Íslenska liðið var með Norðmönnum í riðli og þeir ætluðu sér alltaf að leika um gullið, en það gekk ekki eftir. Norska liðið var ekkert með meiri mannskap í kringum sitt lið en við. Það kom í ljós í samtölum við þá að þeir fá dagpeninga og allt er greitt undir þá. Auk þess fá þeir ýmiss konar fatnað og útbúnað sem þeir eignast. Þarna er ólíku saman að jafna enda skilja Norðmenn ekkert í því hvað við komumst, land án lítillar umgerðar,“ sagði Jón Birgir.


Það þarf að bretta upp ermar til að fjármagna dæmið

G

uðjón Axelsson er faðir Elvars Snæs Guðjónssonar sem var í 15 ára landsliðinu í körfuknattleik er tók þátt í Copenhagen Invitationalmóti í Danmörku sl. sumar. Tveir leikmenn frá Keflavík voru í liðinu. U15-liðið stóð sig gríðarlega vel á mótinu og vann til silfurverðlauna eftir tap gegn Berlínarúrvalinu í hreinum úrslitaleik. Fjórar stúlkur úr Keflavík voru valdar í 12 manna landsliðshóp U15 sem tók þátt í Copenhagen Invitational. Fjórar stúlkur voru líka valdar til að keppa með U16 á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fór fram í Solna í Svíþjóð og fjórar stúlkur valdar til að keppa með U16 á EM en íslenska liðið lék í Rúmeníu. Einn leikmaður úr Keflavík var valinn til að keppa með U16-liði drengja á Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna.

Ekkert annað í stöðunni en að ráðast í söfnun „Til að fjármagna kostnað við ferðirnar var ekkert annað í stöðunni en að ráðast í söfnun. Við í foreldraráði fórum saman í söfnun og náðum nánast að safna upp í ferðakostnaðinn. Ferðirnar til Danmerkur, Svíþjóðar og Andorra kostuðu um tvær milljónir króna og tókst okkur að mestu að safna upp í þessar ferðir. Söfnunin fór fram með hefðbundnum hætti, dósum var safnað, við fengum verkefni hjá Isavia og Fríhöfninni við að endurmerkja poka og unnum á Nettó-mótinu og á Ljósanótt. Styrkur kom síðan frá unglingaráði. Mér fannst það bara vera afrek að ná að dekka kostnaðinn með þessum hætti en ég vissi að í einhverjum tilfellum þurftu leikmenn alfarið að borga úr eigin vasa,“ sagði Guðjón þegar hann var inntur eftir kostnaði við keppnisferðir sonar síns.

Feðgarnir Elvar Snær Guðjónsson og Guðjón Axelsson í Keflavík.

Það þarf að finna leiðir til að koma til móts við krakkana Guðjón sagði það deginum ljósara að þessi mál þyrfti að skoða og reyna að finna leiðir til að koma til móts við þá krakka sem valdir væru í landsliðið. „Auðvitað hvetjum við foreldrar krakkana endalaust áfram og það er mikill heiður að vera valinn í landslið en ferðir til þátttöku í mótum á erlendum vettvangi kosta sitt og það þarf að bretta upp ermar til fjármagna dæmið. Það er hægt með þrotlausri vinnu að safna upp í þessar keppnisferðir en við verðum að hafa í huga að markaðurinn er ekki endalaus. Vonandi er að það gerist ekki að foreldrar þurfi að afþakka landsliðssæti krakka sinna vegna bágrar fjárhagsstöðu.“

Peningurinn verður að koma frá ríkinu „Ferlið í þessu dæmi er alveg handónýtt, það sem snýr að ferðakostnaði. Peningurinn og styrkurinn verður að koma með einhverjum hætti, jafnvel frá ríkisvaldinu, þó ekki væri nema til helminga. Hér fyrir sunnan eru einfaldlega ekki nógu mörg fyrirtæki til að styrkja þessa krakka til þátttöku. Við hér í Keflavík eigum landsliðsfólk í mörgum keppnisgreinum og allir standa frammi fyrir sama vandanum, það er að safna, finna styrki eða standa sjálf undir kostnaði til þátttöku á mótum erlendis. Það eru allir á hlaupum um allan bæ að safna. Vandamálið er svo kannski enn verra í litlum bæjarfélögum úti á landsbyggðinni. Ef ekki verður gripið í taumana og ákveðin einhver stefna hjá stjórnvöldum verður þetta eilífðarvandamál,“ sagði Guðjón.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Landsmót UMFÍ 50 +

YHUêXU KaOdLê i ÍsaÀUêL 0 M~nt 0

“Heilbrigð sál og hraustur líkami gerir lífið skemmtilegra eftir fimmtugt”

tOaU î~ HNNL aê m ta"

ÍSAFJARÐARBÆR í faðmi fjalla blárra

JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS!

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða!

00000

www.veidikortid.is 12

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Ungmennafélagið Stjarnan Norðurlandameistari í hópfimleikum:

MIKLAR FÓRNIR EN VEL ÞESS VIRÐI Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ varð Norðurlandameistari í hópfimleikum 2015 en mótið fór fram í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda 31. október sl. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem félagið vinnur þennan titil. Þess má geta að Gerpla var handhafi síðustu tveggja Norðurlandameistaratitla þ.e. 2011 og 2013.

S

tjarnan fékk 17.350 stig fyrir æfingar á trampólíni og frábær frammistaða í gólfæfingum gaf liðinu 22.533 stig. Þar með var tónninn gefinn, en Stjarnan háði harða keppni við sænska liðið Örebro um efsta sætið. Síðasta greinin var æfingar á dýnu. Stjarnan hélt áfram sínu striki og framkvæmdi dýnuæfingarnar frábærlega sem skilaði liðinu 18.050 stigum. Það dugði alla leið en samtals fékk Stjarnan 57.933 stig. Norðurlandameistaratitillinn var í höfn og Stjarnan fagnaði glæstum sigri. Örebro fékk silfurverðlaun með 56.650 stig og Höganås hreppti bronsverðlaun með 55.700 stig. Gerpla hafnaði síðan í fjórða sæti með 54.600 stig.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

13


OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

JANÚAR

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

www.lidamin.is

14

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


„Við vissum að við ættum möguleika“ „Við stelpurnar bjuggumst ekki við að sigra en stefndum hins vegar að því að komast á verðlaunapall. Við vissum að við ættum möguleika en draumamarkmiðið var samt innst inni fyrsta sætið. Við vorum ekkert að ræða þetta okkar á milli en ég fann samt á fólki í kringum okkur að við myndum jafnvel fara alla leið. Þegar upp var staðið kom þessi sigur mér verulega á óvart, hann var æðislegur og ofsalega sætur. Þetta verður svo skemmtilegt þegar að maður var ekkert farinn að búast við þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Norðurlandameistara Stjörnunnar, í samtali við Skinfaxa.

„Nánast allur tími er lagður undir“ Andrea Sif sagði gríðarlega vinnu að baki svona árangri. Nánast allur tími er lagður undir til að ná þessum árangri en það er þess virði þegar þú stendur á efsta palli sem sigurvegari. „Þetta eru fórnir en þú átt valið. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði sem þú verður að hafna til að komast á æfingu. Það eru allir mjög sáttir eftir á og finnst það þess virði að hafa lagt þetta allt á sig. Þetta sýnir okkur að ef þú fórnar einhverju ertu að fá eitthvað betra í staðinn. Við stelpurnar höfum aldrei æft jafnt stíft fyrir mót og þetta. Allir virkir dagar vikunnar voru undirlagðir og allar helgar fyrir æfingar, aukaæfingar og hópefli. Það var bara lagt gífurlega á sig til að ná þessum árangri. Það var alveg þess virði,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir. Vikufrí var gefið eftir mótið en verkefnin eru næg fram undan. Nokkur mót eru á dagskrá í vetur og fram á vorið. Næsta mót á erlendum vettvangi hjá nýkrýndum Norðurlandameisturum er Evrópumót í október á næsta ári.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Áhugi fyrir námi í lýðháskólum fer vaxandi

U

ngmennafélag Íslands hefur í gegnum árin veitt styrki ungu fólki sem hefur stundað nám við lýðháskóla í Danmörk. UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna við lýðháskóla í Danmörku. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskólana og því er námsframboðið mjög fjölbreytt. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Þetta er tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið. „Áhuginn fyrir námi í lýðháskólunum í Danmörku hefur verið að taka mikinn kipp. Sérstaklega í ljósi þessa samstarfssamnings hefur skólunum verið gert kleift að koma hingað til Íslands og kynna starfsemi sína. Dönsku aðilarnir hafa verið duglegir að fara í framhaldsskólana og kynna íslensku krökkunum hvað er í boði. Aukinn áhuga má örugglega rekja til uppgangs í þjóðfélaginu, fólk hefur meiri á milli handa, og fer fyrir vikið í nám. Á móti kemur líka að kynningarnar eru að skila sínu,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa.

Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ.

- Hvernig upplifun er að stunda nám í Danmörku og kynnast nýjum menningarheimi? „Ef það er eitthvað sem ég sé eftir í lífinu þá er það að hafa ekki farið í lýðháskóla. Ég sé það bara á þessum krökkum sem hafa farið að þau þroskast almennt gríðarlega mikið. Þar takast þau á við verkefni sem eru krefjandi og skemmtileg. Þetta er óformlegt nám, engin próf, og það hentar mörgum vel. Eftir það finna þau enn frekar hvað þau vilja læra í framtíðinni,“ sagði Sabína Steinunn.

Højskolernes Hus, Nytorv 7, Kaupmannahöfn.

Aðspurð hvenær næst verði hægt að sækja um styrk fyrir þá sem hyggja á nám í skólunum sagði Sabína Steinunn ómögulegt um það að segja. Það er háð því að ná bæði samningum við Højskolernes Hus og hvort fáist styrkir úr stærri sjóðum. Það er um að gera fyrir áhugasama að fylgjast vel með en væntanlega verður það ekki fyrr en í vor eða sumar.

Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is 16

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Lýðháskóladvöl í Gerlev á Sjálandi:

Mikið lagt upp úr hópeflingu og stuðningi við félagann

Þ

að hafði lengi verið draumur hjá mér að fara í íþróttalýðháskóla í Danmörku og lét ég verða af því að árið 2014. Lýðháskólinn, sem ég valdi, heitir Gerlev Idrætshøjskole og er á Sjálandi. Vorið áður kláraði ég menntaskóla og vann um haustið til þess að safna pening. Það var stórt skref að flytja að heiman í fyrsta skipti, alein og til útlanda í þokkabót. Fyrstu vikurnar íhugaði ég að fara aftur heim og var ekki sannfærð um að þetta hentaði mér. Það lagaðist þó, þegar líða tók á, enda mikilvægt að gefa nýju umhverfi tíma til aðlögunar. Það kom mér virkilega á óvart hversu þroskandi þessi tími var og vil ég með þessum pistli segja frá reynslu minni og í leiðinni hvetja ungt fólk til þess að fara í lýðháskóla. Fyrstu dagana í skólanum var mikið lagt upp úr því að nemendur kynntust hver öðrum og var engum gefinn kostur á feimni. Við vorum látin fara í alls konar leiki, faðmast, dansa, skiptast á persónulegum skoðunum og deila vandræðalegri lífsreynslu. Fyrsta vikan var svo viðburðarík að hún leið eins og einn mánuður. Þegar fór að koma rútína á lífið höfðu allir valið sér aðalgrein, aukagrein og tvær bóklegar greinar. Bæði aðal- og aukagreinarnar eru íþróttir. CrossFit var aðalgreinin mín í sex mánuði en á tveggja mánaða fresti skiptum við um aukagrein. Þar prófaði ég yoga, dans, fimleika og fótbolta. Bóklegu greinarnar eru í óhefðbundnari kantinum en allar lærdómsríkar á sinn hátt. Dæmi um bóklegar greinar eru Art Class þar sem sköpunargáfunni er gefin útrás eða Harry Potter þar sem fræðst er um galdramenn og horft á kvikmyndir. Einnig voru í boði fög líkt og næringar- og heilsufræði, íþróttasálfræði og nudd ásamt fleiri greinum sem stuðla að heilsu og góðum lífstíl. Eftir athafnasama daga tók svo við ekta heimavistarfílingur á kvöldin eða ‘hygge’ eins og Danirnir kalla það. Þá voru dýnurnar dregnar inn í sal og horft á mynd á stórum skjá, sungið yfir varðeldi ef veðrið var gott, spilað eða spjallað yfir tebolla. Meðan á dvölinni stóð ferðaðist ég bæði um Danmörku og til annarra landa. Í lok janúar var farið í skíðaferð til Noregs þar sem ég prófaði bæði gönguskíði og snjóbretti. Eftir tvo mánuði var haldið til La Santa með CrossFithópnum í æfingabúðir þar sem við tókum m.a. þátt í Mini Triathlon og kepptum í eftirhermu af heimsleikunum í CrossFit. Ein vikan í skólanum var svokölluð Ritus-vika eða óvissuvika. Nemendum var skipt í nokkra hópa og dró hver og einn miða um hvert skyldi haldið. Við fengum ekkert að vita hvert við værum að fara eða hvað yrði gert fyrr en við komum á áfangastað. Ferðin var skemmtileg og lærdómsrík lífsreynsla sem ég má ekki deila með lesendum til að skemma ekki það óvænta. Íþróttatímarnir voru alltaf krefjandi og var mikið lagt upp úr hópeflingu og stuðningi við félagann. Einnig var lögð rík áhersla á að við lærðum að segja hvert öðru til og lagfæra tækni. Ég tók ótrúlega mikið af fróðleik með mér sem hefur nýst mér vel í því sem ég geri nú. Allir kennararnir eru afar metnaðarfullir þegar kemur að starfinu og með það markmið í huga að nemandinn fái sem mest út úr dvölinni. Það

má segja að ég hafi lært hugtakið „heilsa“ upp á nýtt í skólanum en áður hafði ég þróað með mér mikla útlitsdýrkun og miðuðust æfingar og mataræði eingöngu að því. Í Gerlev voru áherslurnar öðruvísi; þol, styrkur, tækni, gæði æfinga og einfaldlega að hafa gaman. Í kjölfarið snerist mataræðið um það að hafa nægan kraft í æfingar, að líða betur og njóta. Stundum voru vikurnar brotnar upp og okkur gefið færi á að prófa nýjar íþróttir líkt og bardagaíþróttir, samkvæmisdansa, capoeira, krikket og margt fleira. Íþróttaaðstaða skólans er mjög góð og við máttum nota hana að vild. Þarna eru þrír fótboltavellir, parkour-aðstaða, völlur fyrir bæði strandblak og streat basket, stór íþróttasalur, fimleikasalur og CrossFit Box. Mér finnst það stór kostur við skólann að áfengisneysla er lítil miðað við marga aðra lýðháskóla. Í mörgum skólum byrjar áfengisneysla á miðvikudegi og stendur til laugardags. Drykkja var leyfð í partýum sem tilheyrðu laugardögum en annars ekki. Partýin höfðu alltaf eitthvað ákveðið þema og var mikið lagt upp úr búningum og skreytingum. Þetta fyrirkomulag gerði það að verkum að helgarnar voru alltaf tilhlökkunarefni og stóðust allar væntingar. Eina helgi í mánuði var heimferðarhelgi og gafst okkur Íslendingunum þá kostur á að eiga notalega helgi í skólanum eða fara og heimsækja danska vini okkar. Við Íslendingarnir urðum mjög náin á þessum mánuðum og vorum eins og lítil fjölskylda. Það var afar notalegt að hafa hvert annað, sérstaklega ef heimþráin fór að segja til sín. Lýðháskóladvölin gerði mig að mun sjálfstæðari einstaklingi og opnari til þess að takast á við nýjar aðstæður og verkefni. Eftir dvölina var hugmynd mín um framtíðarmenntun líka mun skýrari. Ég tel að dvöl í lýðháskóla, þar sem einstaklingur fær tækifæri til að sinna áhugamálum sínum daglega, geti verið stór hjálp þegar kemur að þeirri ákvörðun að velja menntun. Ég lærði mikið hvað varðar íþróttir, hreyfingu og heilsu í Gerlev. Í janúar hóf ég starf sem CrossFit-þjálfari hjá Heilsueflingu-Heilsurækt á Egilsstöðum. Reynslan frá Gerlev nýttist mér ótrúlega vel í því starfi þar sem ég er ekki menntaður þjálfari. Í haust tók ég þá ákvörðun að fara aftur til Danmerkur og læri nú Global Nutrition and Health við Metropol. Í náminu er lögð rík áhersla á alþjóðleg sjónarmið og það er svo heppilegt að ég bý yfir þeirri reynslu að hafa búið með fólki allsstaðar að úr heiminum í hálft ár. Ég kynntist mörgum frábærum og ólíkum persónuleikum með mismunandi viðhorfum til lífsins í Gerlev. Og ekki var nóg með það; Ég eignaðist marga af bestu vinum mínum þar. Eftir að ég kom heim hef ég fengið margar fyrirspurnir frá fólki sem er að velta því fyrir sér að fara í lýðháskóla. Að mínu mati er þetta frábær leið til þess að stíga út fyrir þægindahringinn og prufa eitthvað nýtt. Ég mæli auðvitað fyrst og fremst með skólanum mínum en hef aðeins heyrt góða hluti um aðra skóla. Þetta er einstök reynsla sem ég mæli hundrað og tíu prósent með.

Karitas Hvönn Baldursdóttir SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Áhersla á að gera okkur að þeim manneskjum sem við viljum vera

Blak í íþróttalýðháskólanum í Ikast:

É

g ákvað að fara í íþróttalýðháskólanám í Danmörku eftir menntaskóla þar sem ég hef alltaf elskað íþróttir og stunda nú blak. Idrætshøjskolen i Ikast(ISI) varð fyrir valinu og ég var aldrei í vafa um valið. Ég var búin að heyra margt gott af þessum skóla og var búin að kynnast blakþjálfaranum í bænum áður en ég kom þangað. Ég hafði áður fyrr verið í Ikast að keppa fyrir U-19 ára landsliðið í blaki og gistum við þá í ISI. Þannig að segja má að ég hafi aðeins verið búin að fá nasaþefinn af lýðháskólalífinu áður en ég mætti á staðinn. Hugmynd mín var að segja ykkur frá týpískum degi í lífi mínu hér í ISI. En þegar ég fór að hugsa nánar út í það áttaði ég mig fljótt á að það er ekki hægt að lýsa týpískum degi þar sem dagarnir hérna eru eins mismunandi og þeir eru margir. Með lýðháskólanámi mínu stunda ég blak með Elite Volley Aarhus (EVA) sem er lið í úrvalsdeildinni í Danmörku. Þar mæti ég á æfingar þrisvar í viku og tek lest á milli sem tekur einn og hálfan klukkutíma ásamt því að þurfa að hjóla frá lestarstöðinni og í höllina. Þetta tekur að sjálfsögðu mjög langan tíma en í staðinn fyrir að taka því sem neikvæðum hlut ákveð ég að nýta tímann í eitthvað sem ég gef mér venjulega ekki tíma í. Eins og til dæmis að lesa og skrifa dagbók. Samhliða því mæti ég á morgunæfingar þrisvar í viku með Efterskolen og einu sinni í viku með liðinu í bænum sem ég ætlaði alltaf fyrst að æfa og

18

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

spila með áður en ég fékk þetta flotta tækifæri að æfa með EVA. Í skólanum er ég á Fit for Fight-línu þar sem við æfum þrisvar í viku og svo erum við með valfag og fleiri tíma. Margir halda að lýðháskólanám sé bara

afslöppun og afsökun fyrir að fara ekki í háskóla strax en raunin er allt önnur. Þetta er ómetanlegt ár sem fer allt beint í reynslubankann. Þetta er ekki svona týpískur skóli þar sem eru próf og tímar og allt skólaárið er fullt af stressi


og öll orka lögð í eitthvað sem maður hefur hugsanlega ekki einu sinni áhuga á. Það er ekki eins og venjulegir skólar og menntun séu ekki nauðsynleg en mér finnst alveg stórkostlegt að hægt skuli vera að fara í svona skóla inn á milli. Hér eru allir að gera það sem þeim finnst gaman og hafa brennandi áhuga á, það er að segja að stunda íþróttir, kynnast nýju fólki og prófa nýja hluti. Þetta finnst mér alveg stórkostlegt

og hefur reynst mér ótrúlega vel. Ég hef fengið tækifæri til að stunda íþróttir allan daginn, læra að lifa sjálfstæðu lífi í góðu samfélagi, kynnast fólki úr öllum heimshornum og mismunandi menningarheimum en þó ekki síst að læra dönsku og kynnast danskri menningu. Hér leggjum við mikla áherslu á að gera okkur að þeim manneskjum sem við viljum vera og að við séum ekki að fela okkur á bak við einhverja

grímu. Við vinnum mikið að því að útvíkka þægindarammann okkar og gera okkur tilbúin fyrir allar þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða. Við vorum til dæmis með eina viku í skólanum sem kallaðist „Grænseuge“. Í þessari viku völdum við verkefni sem var áskorun fyrir okkur sjálf og svo þurftum við að kynna verkefnið og hvernig það hafði áhrif á okkur í lok vikunnar. Fólk valdi meðal annars að prófa að vera blint í einn dag, sleppa öllum lúxus í viku (svo sem síma, tölvum og sjampó), syngja fyrir framan allan skólann og svo framvegis. Ég valdi mér það verkefni að ég mætti einungis tala og skrifa á dönsku í heila viku. Það var gríðarleg áskorun fyrir mig þar sem ég kunni talsvert mikið í dönsku á þessum tíma en þegar það fór að vera erfitt fyrir mig valdi ég bara léttari leiðina og fór að tala ensku í staðinn fyrir að bögglast með það að tala dönsku. En þarna neyddist ég til að klóra mig fram úr því að tjá mig einungis á dönsku innan skólans sem utan. Ég bætti mig gríðarlega í dönsku í þessari viku. Svo var þetta einnig mikil áskorun fyrir mig að því leyti að ég talaði ekki mikið við fjölskylduna mína og vini heima í þessari viku þar sem ég gat að sjálfsögðu einungis talað og skrifað dönsku á til þeirra. Það gerði ég þó ef ég virkilega þurfti að hafa samband við þau. Í vikunni vorum við einnig með „Grænseaften“ en þar tókumst við á við alls konar áskoranir eins og hræðslu við sprautur, lofthræðslu, myrkfælni og margt fleira sem fékk hjartað til að taka aukaslag. Eins og sjá má á þessari frásögn af lýðháskólalífi mínu er þessi menntun ein sú skemmtilegasta, lærdómsríkasta og mikilvægasta sem ég hef fengið á ævi minni. Þetta er ógleymanlegt ævintýri sem mun nýtast mér alla ævi og í gegnum þær áskoranir sem lífið mun hafa upp á að bjóða.

Guðbjörg Valdimarsdóttir

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

19


20

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

22

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


„Þetta færir þér gleði, ný tækifæri og vini til eilífðar“ Lífið í Nordjyllands Idrætshøjskole:

Þ

að er mjög erfitt að lýsa stemningunni hérna, enda get ég bara sagt að hún sé ólýsanleg. Að byrja í lýðháskóla er eitthvað sem mér finnst að allir ættu að reyna að upplifa. Þetta færir þér gleði, ný tækifæri og vini til eilífðar. Ég veit að það upplifa ekki allir það sama en hér ætla ég að segja frá reynslu minni. Hérna er ég með 85 öðrum nemendum og hver og einn er sérstakur á sinn hátt. Það fyrsta sem ég tók eftir hér var að þér er tekið eins og þú ert. Það skiptir til dæmis ekki máli hvort þú eigir nýjustu skóna sem eru í tísku, það er öllum tekið jafn vel. Fyrstu vikurnar fara í svokallaða „ice breakers“-þrautir og þar má segja að samvinna sé algjörlega óumflýjanleg. Þetta er frábær hugmynd og hjálpaði mikið við að byrja að tala við krakkana og kynnast meira. Aðstaðan hér er frábær og maður getur notfært sér hana þótt kennsla sé ekki í gangi. Heimavistin er mjög góð og þar er alltaf eitthvað að gera. Herbergin eru einnig mjög góð og nóg pláss. Danir eru einstaklega duglegir að finna sér eitthvað að gera og alltaf er verið að biðja fólk um t.d. að koma að spila blak, fótbolta, badminton og bara nefndu það. Hérna kynnist maður einnig frábærum leikjum og þrautum, einhverju sem maður hefur aldrei þekkt og

skemmtir sér svo konunglega í. Kennararnir hérna eru alveg frábærir. Segjum nú svo að ég bæði þig um að nefna einn uppáhaldskennara úr allri skólagöngu þinni. Hérna gæti ég ekki valið, þeir eru allir dásamlegir. Þeir vilja allt fyrir þig gera og vilja kynnast þér frá a-ö. Markmið þeirra er líka að taka þig út úr þínum eigin

þægindaramma og láta þig koma þér sjálfum á óvart. Það hef ég upplifað hér og það er einstök tilfinning að koma sér sjálfum á óvart og komast að því að maður getur eitthvað sem maður vissi ekki áður að maður gæti. Helgarnar hérna eru þannig að það er annaðhvort löng helgi, stutt helgi eða a-helgi. A-helgarnar er bara eitt orð yfir snilld. Kennararnir skipuleggja eitthvert þema og maður fer algjörlega „all-in“ eins og maður segir. Eftir það er alltaf „fest“ sem er s.s. borðhald og eitthvert atriði og svo er partý eftir á. Eitt get ég sagt, að mér hefur aldrei leiðst í þessu, það er alltaf jafn skemmtilegt. Í Nordjyllands Idræthøjskole getur maður valið úr öllu milli himins og jarðar eða allt frá fótbolta yfir í að fara í fallhlífarstökk. Skólinn býður einnig upp á ferðir. Ég valdi Adventureferð til Chamonix í Frakklandi og þeirri ferð er ekki hægt að lýsa með orðum. Þar var allt skipulagt fyrir okkur og þeir peningar, sem ég borgaði fyrir þetta, voru ekki neitt miðað við það sem ég fékk að sjá og upplifa! Eins og ég sagði hér að ofan er þetta kjörið tækifæri að koma sér út úr þægindarammanum og upplifa svo margt sem maður gleymir aldrei það sem eftir er.

Daníela Jóhannsdóttir SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Ungmennafélagið Drengur endurvakið og 100 ár saga félagsins gefin út

U

ngmennafélagið Drengur í Kjós hefur verið endurvakið en félagið hafði ekki haldið úti starfsemi um árabil. Drengur var stofnað 1915 og var eitt af stofnfélögum UMSK. Nú, á eitthundrað ára afmæli félagsins, var ákveðið að endurvekja félagið og var það gert í félagsheimilinu Félagsgarði á dögunum en Félagsgarður var reistur af Dreng og er í eigu félagsins. Kosin var ný stjórn og er Guðný Ívarsdóttir nýr formaður félagsins. Á fundinum var kynnt ný bók um 100 ára sögu Drengs. Jón M. Ívarsson skrifaði bókina og las hann valda kafla í henni fyrir fundarmenn. Bókin er mjög vegleg og prýdd mörgum myndum. Í formála hennar segir að þetta sé saga mikillar starfsemi, menningar, fórnfýsi og félagsþroska. „Ritun sögunnar var heilmikil vinna, mun meiri en allir bjuggust við. Þetta var mjög starfssamt ungmennafélag og eitt af þeim öflugustu á landinu. Það var einsdæmi á sínum tíma þegar þeir byggðu húsið sitt, Félagsgarð. Það voru bara ungmennafélagar sem byggðu húsið, það tók eitt ár og þrjá daga frá því að byrjað var að grafa fyrir húsinu þangað til að það var vígt. Þetta sýnir einstaka samheldni og samvinnu hjá ungmennafélögum hreppsins sem voru ekki óskaplega margir. Þetta átti sér stað 1936

24

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

og var eiginlega fyrsta félagsheimilið á landinu,“ sagði Jón M. Ívarsson, sagnfræðingur og mikill ungmennafélagsmaður, sem skrifaði 100 ára sögu Ungmennafélagsins Drengs. Jón sagði að félagið hefði verið stofnað í hálfleik á knattspyrnuæfingu 1915 en þá var félagið byrjað í íþróttum á fullu. Svo fór Drengur að keppa við nágranna sína í Aftureldingu en árum saman var keppni á milli þessara félaga í íþróttum. Þar öttu kappi saman bestu íþróttamenn héraðsins, bæði úr Kjósinni og Aftureldingu. Jón sagði að félögin hefðu sent sameinað lið til þátttöku í Víðavangshlaupi ÍR og gjörsigruðu Reykjavíkurfélögin sex ár í röð. - Nú er búið að koma félaginu af stað aftur. Hvernig sérðu framtíð þess? „Ég vona að hún verði bara góð. Félagið lagðist í dvala eins og stundum gerist með félög þegar fækkar í sveitunum. Starfsemin var orðin afskaplega lítil sem engin eftir aldamótin. Þegar menn réðust hins vegar í það að skrifa 100 ára söguna og hún kom út þá fylltust menn nýjum krafti og félagið var endurvakið. Þar tóku eldri félagar og unga kynslóðin höndum saman. Ég er bara nokkuð ánægður með bókina. Þetta er ítarleg saga og hún er fjölbreytt og úr miklu að moða. Mér fannst skemmtilegt að vinna þessa sögu og ég vona að öðrum finnist hún skemmtileg,“ sagði Jón.


Samstarf SamVest í frjálsum íþróttum:

Umgjörð sem hjálpar öllum þegar upp er staðið

Í

haust var samstarf SamVest í frjálsum íþróttum endurnýjað til þriggja ára eða út árið 2018. Var það gert í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu sem hófst 2012. Sjö sambandsaðilar UMFÍ standa að SamVest samstarfinu en það eru: UDN, UMFK, HSH, UMSB, HHF, USK og HSS. Auk þess styðja UMFÍ og FRÍ samstarfið. Undirritunin fór fram samhliða samæfingu í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika, en þar voru um 30 iðkendur mættir á sameiginlega frjálsíþróttaæfingu á vegum SamVest. Yfirlýsinguna undirrituðu Arnar Eysteinsson (UDN), Ásdís Hallgrímsdóttir (UMFK), Björg Ágústsdóttir (HSH), Einar Vilhjálmsson (FRÍ), Helga Jóhannsdóttir (UMFÍ), Hólmfríður Ásmundsdóttir (UMSB), Páll Vilhjálmsson (HHF), Stefán Skafti Steinólfsson (USK) og Vignir Örn Pálsson (HSS).

SamVest

samstarfið gengur út á að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á samstarfssvæðinu. Ýmsir viðburðir eru haldnir, sameiginlegar æfingar, bæði heima og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fengnir eru gestaþjálfarar frá stærri frjálsíþróttadeildum félaga á höfuðborgarsvæðinu, æfingabúðir, mót, og sameiginlegt lið SamVest hefur tekið þátt í bikarkeppnum FRÍ. Á sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var í Vík í Mýrdal í október síðastliðnum, hlaut SamVest-verkefnið hvatningarverðlaun UMFÍ.

Samstarfið hefur verið að eflast frá ári til árs „Verkefnið hefur gengið mjög vel þau þrjú ár sem liðin eru frá því að samstarfið hófst. Óhætt er að segja að stígandi hafi verið í þessu en þetta er samstarf á stóru svæði. Við höfum verið að læra með hverju árinu hvernig hlutirnir eru, hvert hjá öðru, fólkið er að kynnast svo að samstarfið hefur verið að eflast frá ári til árs. Þetta byggist upp á tengslum, fólk kynnist og starfið fer smám saman að virka eins og smurð vél. Þegar traust fer að ávinnast fer þetta að virka enn betur. Við sjáum ekki annað en að krakkarnir séu mjög ánægð en við höfum passað okkur á að hafa fasta punkta og viðburði sem við stefnum að,“ sagði Björg Ágústsdóttir, formaður framkvæmda SamVest.

Krakkarnir eru farnir að kynnast vel Björg sagði að þrjár samæfingar væru haldnar yfir veturinn á höfuðborgarsvæðinu. Síðan eru æfingabúðir á hausti, eitt sumarmót og þau hafa verið að taka þátt í bikarkeppnum FRÍ og voru einmitt síðast með á mótinu sem haldið var á Laugum í Þingeyjarsýslu. Björg sagði að þátttaka barnanna hefði verið mjög góð. Krakkarnir eru farnir að kynnast vel sem skilar sér síðan inn á mótin.

Samstarfið heldur krökkunum vel við efnið „Þetta samstarf gengur, þegar á allt er litið, mjög vel og heldur krökkunum vel við efnið, mun lengur en áður. Þarna er umgjörð sem hjálpar öllum þegar upp er staðið. Ég sé ekki fram á annað en að þetta eigi bara eftir að eflast og verða betra með hverju árinu sem líður. Það er ýmislegt í farvatninu sem okkur

langar til að gera. Við höfum ennfremur verið að fá þjálfaraheimsóknir og stefnan er að fá slíkar á hvern stað yfir sumartímann en við teljum mikla styrkingu í því á allan hátt. Við erum bara virkilega kát og mjög bjartsýn á framhaldið,“ sagði Björg.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Samningur við Ísafjarðarbæ hefur gríðarlegt vægi í öllu íþróttastarfi

S

tarfið innan Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, stendur með blóma, þátttakan er góð í því starfi sem í boði er og verkefnin eru næg fram undan. Innan HSV eru 23 aðildarfélög.

„Stór hluti af starfsemi HSV er að vinna fyrir félögin og við erum alltaf að gera starfið skilvirkara. Við viljum að félögum okkar vegni vel og að við getum með einhverju móti komið til móts við félögin með einum eða öðrum hætti. Við erum um þessar mundir að betrumbæta afrekssjóðinn okkar en við fengum meira fjármagn frá Ísafjarðarbæ inn í sjóðinn. Við erum að efla hann og framtíðin er sú að við getum gert samninga við afreksíþróttafólk okkar. Samningur er gerður, farið yfir markmiðin og þegar þeim er náð er hægt að borga út. Draumur okkar er geta gert vel en við erum kannski með kostnað upp á fleiri hundruð þúsund og að stærstum hluta

26

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

tengist hann keppnisferðum og öðru slíku. Þátttakendur frá okkur eru mikið á ferðinni og það kostar sitt. Ég get í þessu sambandi nefnt að ferð Kristínar Þorsteinsdóttur á Evrópumótið kostaði um eina milljón króna. Það kostar okkur einnig um 50 þúsund krónum meira að fara ferð til útlanda en að senda krakka á höfuðborgarsvæðið. Með breytingum á afrekssjóðnum teljum við að við getum betur komið til móts við iðkendur okkar,“ sagði Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, í viðtali við Skinfaxa. Guðný Stefanía segir að þegar á allt sé litið gangi starfið innan HSV vel og sambandið búi svo vel að hafa frábæran framkvæmdastjóra. Guðný Stefanía sagði að um þessar mundir væri verið að ganga frá endurnýjun á samstarfs- og verkefnasamningi við Ísafjarðarbæ. Samstarfssamningur hefur verið við bæinn frá 2007 og verkefnasamningurinn var gerður stuttu síðar. „Þessir samningar hafa gríðarlegt vægi í öllu íþróttastarfi hér fyrir vestan. Íþróttaskól-

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV.


inn hefur sannað gildi sitt að okkar mati og notið mikilla vinsælda. Allar rannsóknir sýna að börn, sem eru í fjölbreyttum æfingum, upp að ákveðnum aldri, skila sér betur út í íþróttahreyfinguna. Við erum ekki að tala um einhverja afrekskrakka heldur halda þau áfram og þau eru betur í stakk búin til að vera góð í sinni grein. Með íþróttaskólanum náum við til barna sem annars hefðu ekki verið í íþróttum og það eru sérstaklega nýbúarnir okkar. Áður en til íþróttaskólans kom voru þau lítið sem ekkert í íþróttasölunum. Það segir ýmis-

legt um íþróttaskólann og mikilvægi hans að um 95% krakka í 1.–4. bekk eru í honum. Við leggjum ennfremur áherslu á að við séum alltaf með menntaða þjálfara í störfum hjá okkur,“ sagði Guðný Stefanía. Helstu greinar sem stundaðar eru innan héraðssambandsins eru körfubolti, fótbolti, skíði, handbolti, sund og blak og golfið er alltaf að stækka.

Draumur okkar er að fá yfirbyggt fjölnota íþróttahús

Af héraðsþingi HSV. Frá vinstri: Þórunn Pálsdóttir þingritari, Guðný formaður, í pontu Marinó Hákonarson þingforseti og Pétur Markan gjaldkeri.

„Hér um slóðir hefur íþróttastarf alltaf verið mikið í gegnum tíðina. Draumur okkar hefur verið að fá yfirbyggt fjölnota íþróttahús og sundlaug en laugin hér er allt of lítil. Við berum þá von í brjósti að þessi draumur verði einhvern tíma að veruleika. Við erum annars brött og ánægð með krakkana okkar. Við höldum næsta sumar Landsmót UMFÍ 50+ og mikil eftirvænting ríkir hjá okkur fyrir því verkefni. Það er spennandi og við finnum fyrir meðbyr á svæðinu og almenningur hlakkar til að hjálpa okkur og taka þátt. Við viljum ekki síður fá góða þátttöku fólks frá okkur og vonandi að sem flestir Ísfirðingar, sem komnir eru yfir fimmtugt, taki þátt í einhverju. Það skiptir lykilmáli að heimamenn fjölmenni á mótið. Við höfum verið að taka til okkar mót yfir vetrartímann og fólk er búið að átta sig á því að hægt er að halda mót annars staðar en í Reykjavík. Fram undan blasa við okkur spennandi verkefni og ekki ástæða til annars en að hlakka til,“ sagði Guðný Stefanía.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Elísabet Kristín Kristmundsdóttir nýr framkvæmdastjóri HSS:

E

Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir nýr tómstundafulltrúi UMSB:

Mér líst vel á starfið

lísabet Kristín Kristmundsdóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Strandamanna í lok október sl. og mun gegna starfinu til 15. ágúst 2016 að minnsta kosti. Elísabet tekur við því starfi sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar gegndi áður samkvæmt sérstökum samningi milli HSS og Strandabyggðar sem rann út um áramótin 2014 og 2015. Elísabet starfar einnig sem stuðningsfulltrúi við Grunnskólann á Hólmavík og er ennfremur þjálfari hjá Umf. Geislanum á Hólmavík sem býður upp á knattspyrnu, frjálsar íþróttir, körfubolta og íþróttaskóla fyrir 1.–4. bekk. „Mér líst vel á starfið og sýnist að ég muni hafa alveg nóg fyrir stafni. Það er skrítið að koma inn alveg ný manneskja í svona rótgróið samfélag en ég er uppalinn Húnvetningur. Ég keppti á ungmennafélagsmótum heima fyrir þegar ég var yngri og svo einnig í knattspyrnu. Nú er kominn snjór og fólk byrjað að fara til fjalla en er búið að byggja upp skíðaskála sem heldur betur var komin þörf á. Það er mikil spenna hjá börnum og fullorðnum að geta farið að nýta sér þessar aðstæður. Við tökum virkan þátt í SamVest og krakkar héðan eru virkilega duglegir að taka þátt í mótum sem í boði eru,“ sagði Elísabet Kristín.

Mjög spennt og hlakka mikið til að takast á við starfið

Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi UMSB, ásamt fjölskyldu sinni.

S

igríður Dóra Sigurgeirsdóttir tók nýverið við tómstundastarfinu hjá UMSB af Sigurði Guðmundssyni. Sigga Dóra er ekki ókunnug þessum málaflokki en hún hefur meðal annars starfað í félagsmiðstöðinni Óðali, Mími ungmennahúsi og vinnuskóla Borgarbyggðar. Einnig skipulagði hún og stýrði sumarfjöri fyrir börn í 1.–7. bekk í Borgarnesi sumarið 2014. Sigga Dóra hefur lokið einu ári í tómstunda- og flagsmálafræði við HÍ. Hún er með BA-gráðu í félagsráðgjöf og er í mastersnámi í sálfræði í uppeldis- og menntavísindum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum stjórnum og tekið virkan þátt í félagsstörfum undanfarin ár. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að takast á við þetta nýja starf. Ég hef alltaf verið með annan fótinn í ungmennafélagsstarfinu. Ég hef unnið á frístundaheimili, unnið með öldruðum og vonandi kemur reynsla mín að góðum notum í nýja starfinu. Fyrstu skref mín verða að heimsækja staði og kynnast fólkinu og sjá hvað er að gerast og taka stöðuna í framhaldinu. Svo er Unglingalandsmót í Borgarnesi fram undan og ég kem örugglega til með að hjálpa eitthvað til í kringum það. Það eru bara skemmtilegir tímar sem bíða manns,“ sagði Sigríður Dóra.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir.

VERIÐ VELKOMIN!

Gísli Steinar Jóhannesson, nýr framkvæmdastjóri USVS:

Mikið af tækifærum hér á svæðinu

PORT hönnun

G

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð 28

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

ísli Steinar Jóhannesson var ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, nú á haustdögum. Gísli Steinar tekur við starfinu af Birgi Erni Sigurðssyni. „Ég er tekinn við starfi sem mér líst vel á og er spennandi. Það er mikið af tækifærum hér á svæðinu og vonandi tekst okk- Gísli Steinn Jóhannsur að gera starfið son, framkvæmdastjóri USVS. enn betra. Ég er smám saman að koma mér betur inn í hlutina en mér líst vel á framhaldið,“ sagði Gísli Steinn.


www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 76763 10/15

Þú færð vetrardekkin hjá okkur Grípandi munstur

Hörkugrip án nagla

Öruggt og neglanlegt

Michelin Alpin A5 er naglalaust og endist þér aukavetur.

Cooper SA2 er míkróskorið fyrir mýkri vetrarakstur.

Kumho WI31 mikið skorið og frábært í hálku sem snjó.

2015

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.dekk.is

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Nýir búnin g klefar sinnilauog g

Velkomin Í SUNDLAUGAR ÁRBORGAR Gjaldskrá

oð: Leigutilb i, ð handklæ g o t fö d sun eyrir aðgangs

. 1.250 kr

67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir frían aðgangÍslands en verða að framvísa korti til staðfestingar. tímarit Ungmennafélags 30 SKINFAXIfá

Fullorðnir (18–66 ára): Einstakt skipti: 650 kr. 10 skipta kort: 3.500 kr. 30 skipta kort: 7.500 kr. Árskort: 26.500 kr. Gjaldskrárbreytingar koma fram inn á www.arborg.is


Laugardalshöllin 50 ára:

Iðkendur og áhorfendur orðnir um 8 milljónir

L

augardalshöllin fagnaði 50 ára afmæli sínu þann 4. desember sl. Fyrsti íþróttaleikurinn fór fram á þeim degi árið 1965 þar sem handknattleiksmenn Reykjavíkurúrvalsins unnu verðskuldaðan sigur 23-20, gegn tékkneska liðinu Baník Karvina. Þess má geta að allir leikmenn Reykjavíkurúrvalsins eru enn á lífi. Laugardalshöllin var teiknuð af Gísla Halldórssyni og Skarphéðni Jóhannssyni arkitektum árið 1959 og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Bygging Laugardalshallarinnar tók sinn tíma og margar hindranir voru í veginum þar til hún var opnuð. Fyrsta viðbygging við upprunalegu Laugardalshöllina var reist austan megin hússins til að fjölga áhorfendastæðum vegna Heimsmeistaramóts í handknattleik sem fram fór 1995. Eftir mótið var viðbyggingunni breytt í lítinn æfingasal fyrir körfuknattleik. Nú hýsir þessi viðbygging ráðstefnusali og geymslur. Árið 2005 var hafist handa við að reisa 9.500 m2 fjölnota sal til að koma upp frjálsíþrótta- og sýningaraðstöðu auk ráðstefnuaðstöðu sem tengdist við Laugardalshöllina. Í þessum nýja frjálsíþróttasal er besta innanhússaðstaða landsins en þar eru einnig haldnir stærri tónleikar og sýningar. Í Laugardalshöll eru nú alls fimm salir: Höllin (A-salur), frjálsíþróttahús (B-salur), salir 1-2-3-4-5-6, golf- og lyftingasalur og danssalur. Sigurgeir Guðmannsson var framkvæmdastjóri ÍBR og fyrsti starfsmaður Laugardalshallarinnar en hann starfaði á árunum 1965–1969. Á eftir honum tók við Höskuldur Goði Karlsson og starfaði á árunum 1969–1971. Árin 1971– 1997 var Gunnar Guðmannsson (Nunni) framkvæmdastjóri Hallarinnar. Við hlutverki hans tók Jónas Kristinsson og var hann framkvæmdastjóri til ársins 2006 þegar Óli Öder, núverandi framkvæmdastjóri, tók við. Hugmynd að veglegu samkomuhúsi fyrir Reykvíkinga hafði oft verið rædd manna á milli áður en skriður komst á byggingu íþróttahallar í Laugardalnum. Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 1. nóvember 1956 tillögu um að byggt skyldi „sýninga- og íþróttahús“ í Reykjavík. Skipuð var byggingarnefnd og boltinn fór af stað. Menn gerðu sér miklar væntingar vegna mannvirkisins og sagði Gísli Halldórsson arkitekt m.a. á ársþingi ÍBR í mars 1959: „Með byggingu þessa húss í Laugardalnum verður mynduð miðstöð alls íþróttalífs í höfuðstaðnum og vonandi verða nú ekki mörg ár þar til því verki verði lokið, þar sem vonir standa til að hafist verði handa nú í sumar. En þegar því verki er lokið hefur

myndast aðstaða fyrir allar íþróttir, jafnt úti sem inni. Þarna rætist draumur Sigurðar málara. Háborg íslenskrar æsku er að rísa af grunni í Laugardalnum.“ Þann 29. ágúst 1959 hófust framkvæmdir við Laugardalshöllina. Framkvæmdir lögðust að mestu niður eftir að búið var að grafa fyrir grunninum vegna fjárskorts. Bygging Laugardalshallar var síðan boðin út vorið 1961. Að undangengnu útboði var samið við Almenna byggingarfélagið um verkið. Hafist var handa í ágúst 1961. Verkföll hjá ýmsum stéttarfélögum settu strik í reikninginn við framkvæmdirnar og þak Laugardalshallarinnar var m.a. ekki steypt fyrr en haustið 1963. Verkið tafðist einnig vegna viðræðna Reykjavíkurborgar við Sýningarsamtökin sem áttu hlut í húsinu – og var ekkert framkvæmt á þeim tíma eða í tvö ár. Haustið 1964 var farið að hilla undir að húsið yrði nothæft fyrir íþróttaleiki. Kostnaðurinn var þá kominn verulega fram úr áætlun og enn vantaði talsvert til að klára verkefnið. Bygging Laugardalshallar var mikið þrekvirki á sínum tíma og margir lögðu hönd á plóginn. Íþróttafólk Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga hljóp undir bagga við lokafráganginn og var unnið jafnt daga sem nætur síðustu vikurnar fyrir opnun hússins. Erfiðlega gekk að fá trésmiði til þess að leggja gólfið og gerðu þá nokkrir trésmiðir innan raða handknattleiksmanna tilboð í verkið og unnu sleitulaust við það haustið 1965. Síðustu dagana var hið íslenska verklag í hávegum haft. Á miðvikudagskvöld og fimmtudagsnótt var salargólfið lakkað, handknattleiksvöllur merktur aðfaranótt laugardags, mörk sett upp um morguninn og leikurinn við Tékka hófst síðdegis sama dag. Í Morgunblaðinu var sagt frá fyrsta viðburðinum í Laugardalshöll með eftirfarandi hætti: „Fjögur til fimm þúsund manns, sem sáu tvo fyrstu kappleikina

í nýju íþróttahöllinni í Laugardal, sannfærðust um, hver bylting hefur orðið í íþróttalífi hér við tilkomu hallarinnar. Að koma inn í höllina og sjá leiki þar er sem að koma inn í annan heim frá því sem verið hefur á kappleikjum hér. Fólkið naut fagurrar húsagerðarlistar og þægilegrar innréttingar salarins og víst mun flestum hafa farið svo að þykja höllin helmingi stærri og tignarlegri er inn var komið, en utan frá varð séð. Það er ekki ofsögum sagt að langþráður draumur hafi ræst og að Reykvíkingum finnist að bær þeirra sé meiri og stærri eftir tilkomu þessarar hallar en áður.“ Jónas B. Jónsson, formaður byggingarnefndar hússins, ávarpaði um 1800 gesti við opnun Hallarinnar. Hann baðst velvirðingar á að boðið væri til keppni í húsinu þó að það væri ekki alveg fullbyggt en vonir stæðu til að framkvæmdum lyki fyrir næsta haust. Hann lét í ljósi vonir um að húsið yrði lyftistöng atvinnu-, íþrótta- og félagslífs og bað borgarstjóra að opna íþrótta- og sýningarhöllina í Reykjavík. Geir Hallgrímsson borgarstjóri sagði við þetta tækifæri að hann óskaði þess að í framtíðinni yrði húsið lyftistöng íþrótta fyrir æsku Reykjavíkur og raunar landsins alls. Í máli Geirs kom einnig fram að Höllin var frá upphafi ætluð til sýningahalds auk íþróttastarfsemi, en Sýningarsamtök atvinnuveganna áttu rúmlega 40% hlut í húsinu í upphafi. Til gamans hefur verið lauslega áætlað að á þeim 50 árum sem liðin eru séu gestir Laugardalshallar (iðkendur og áhorfendur) orðnir um 8 milljónir. Gríðarlega margir stórviðburðir hafa farið fram í Laugardalshöllinni, í íþróttum, listum og menningu á síðustu 50 árum. Auk þess hafa oft verið haldnar stórar ráðstefnur og vöru-, heimilis– og atvinnuvegasýningar af ýmsu tagi. Þar má nefna ráðherrafund NATO, Reykjavik Arts Festival, CCP Fan Fest, Ferða-

sýningu Icelandair, Golf á Íslandi, sjávarútvegssýningar, Odair Art Fest, landsfundi stjórnmálaflokka, Sumarhúsið og garðinn, Verk og vit, Tækni og Tölvur. Skákeinvígi Bobbys Fischers og Boris Spasskys um heimsmeistaratitilinn árið 1972 er án efa einn stærsti viðburðurinn í Laugardalshöll. Mikið var einnig lagt í heimsmeistarakeppni í handknattleik karla árið 1995 en þá var m.a. byggt við Laugardalshöllina til þess að koma að fleiri áhorfendum. Stórhljómsveitin Led Zeppelin hélt eftirminnilega tónleika árið 1970 sem markaði upphafið að komu margra þekktra listamanna í höllina. Meðal þeirra eru: A-ha, Bjork, Blow Monkeys, Birgit Nilsson, Björgvin Halldórsson, Boris Christoff, Blur, Bubbi Morthens, Bob Dylan, Benny Goodman, Boney M, Buena Vista Social Club, Cleo Laine, Cesaria Evora, Coldplay,David Bowie, Dubliners, Deep Purple, Diana Krall, Eagles, Europe, Foo Fighters, HAM, Human League, Henry Fox, Iceland Airwaves Music Festival, Nýdönsk, Incubus, Iron Maiden, Jethro Tull, Jose Carreras, Josh Groban, Katie Melua, Korn, Kris Kristofferson, Led Zeppelin, Leonard Cohen, Lou Reed, Meat Loaf, Miriam Makeba, Madness, Muse, Nick Cave, Nigel Kennedy, Norah Jones, Pink, Pavarotti, Placebo, Prodigy, Pulp, Rammstein, Reykjavik Arts Festival, Richard Clyderman, Robbie Williams, Stranglers, Sting, Sugarcubes, Sigurrós, Simply Red, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Stuðmenn,Sykurmolarnir, Toto, The Blow Monkeys, The Christians, Travis, World Choir, Madness, Kings of Leon, Jessie James, Fine Young Cannibals, Loyd Cole, Slash, Neil Diamond, Yehudi Menuhin, Vladimar Ashkenazy, Writing on the Wall, 50 Cent.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri á Ísafirði

Þ

á eru ekki nema rúmir fimm mánuðir þar til við bregðum okkur vestur á Ísafjörð og tökum þátt í íþrótta- og skemmtihátíð á 6. Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri. Gaman saman og heilbrigði eru einkunnarorð þessara hátíða UMFÍ, sem fram hafa farið frá árinu 2011. Hátíðin hefur smám saman verið að festa sig í sessi og þátttaka jafnframt að aukast. Frá því að ákveðið var að hleypa mótinu af stað hafa tvö veigamikil atriði ráðið för. Mótið skal halda sem víðast um land. Mótsstaður býður upp á þá aðstöðu sem til er hverju sinni, en hleypir ekki sveitarfélaginu/ungmennasambandinu í framkvæmdir sem neinu nemur Það er stjórn UMFÍ sem tekur ákvörðun um mótsstað eftir að auglýst hefur verið eftir hverjir hafi áhuga á að halda mótið. Héraðssambönd og sveitarfélög sameinast um verkefnið og saman mynda þau ásamt UMFÍ landsmótsnefnd. Val hverju sinni tekur nokkurt mið af aðstöðu, starfsemi og þátttöku í starfi og starfsemi UMFÍ og tengdra aðila eins og Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra – FÁÍA. Á 4. Landsmóti UMFÍ tilkynnti þáverandi formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, að mótið 2016 yrði haldið á Ísafirði. Það kom ekki á óvart. Ísfirðingar hafa verið mjög duglegir að sækja þau Landsmót sem fram hafa farið fyrir 50+ hópinn og ekki síð-

Kynningar á boccia og ringó á vegum FÁÍA víða um land

ur duglegir að sækja mót á vegum FÁÍA. Þá ber að nefna að Kubbi, íþróttafélag eldri borgara á Ísafirði, sá um púttmót FÁÍA árið 2014 og gerði það með miklum ágætum. Aðstaða á Ísafirði er mjög góð til iðkunar þeirra íþrótta sem hvað flestir hafa verið þátttakendur í á mótunum frá upphafi. Það er von mín að við fjölmennum vestur á Ísafjörð 10.–12. júní 2016. Ísfirðingar hafa verið duglegir að koma að vestan og nú skulum við fjölmenna vestur. Gaman saman á Ísafirði, Flemming Jessen

Í haust og í vetur hefur Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, verið með kynningar og námskeið í boccia og ringó víða um land. Farið hefur verið til Húsavíkur, Grindavíkur, Reykjanesbæjar og Flúða í þessum tilgangi og nú fyrir ekki löngu síðan var námskeið haldið í Kópavogi. Þátttaka hefur verið góð en þess má geta að rúmlega 50 manns tóku þátt í námskeiðinu á Húsavík. Þórey S. Guðmundsdóttir sagði frá starfinu innan FÁÍA og Flemming Jessen sagði frá UMFÍ og samstarfi þessara félaga í gegnum tíðina. Í Hvammi var námskeið í dönsum af ýmsu tagi en í íþróttahúsinu var kennsla í ringó og boccia. Auk Þóreyjar og Flemmings tóku Kolfinna Sigurvinsdóttir og Sigurrós Ottósdóttir þátt í ferðinni. Þessi heimsókn heppnaðist með afbrigðum vel og var vel staðið að öllum undirbúningi, þátttaka góð og aðstaða mjög til fyrirmyndar. Þátttakendur voru virkir í öllum atriðum og höfðu sýnilega mjög gaman af. Námskeiðinu lauk síðan með smá kaffi og meðlæti þar sem Þórey þakkaði heimafólki fyrir góðar móttökur og Flemming afhenti Félagi eldri borgara á Húsavík bækur frá UMFÍ.

Það leika að meðaltali

Alls leika um

landsliðsmenn fótbolta

fótbolta með liðum

250

20.000

KOMDU Í

FÓTBOLTA

32

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Sæmundur Runólfsson hlaut viðurkenningu fyrir ævistarf í þágu æskulýðsstarfs á Íslandi

S

æmundur Runólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri UMFÍ, hlaut fyrir skömmu viðurkenningu fyrir ævistarf í þágu æskulýðsstarfs á Íslandi. Æskulýðsráð veitir viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf en þeim er ætlað að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, veitti viðurkenningarnar fyrir hönd Æskulýðsráðs á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir sem haldin var á menntavísindasviði Háskóla Íslands 15. nóvember sl. Veittar voru viðurkenningar í þremur flokkum og fékk Sæmundur viðurkenningu sína undir flokknum Starfsmenn eða sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfi sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram úr. Sæmundur lét af störfum sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands síðastliðið vor eftir ríflega 23 ára starf, en hann tók til starfa hjá UMFÍ þann 1. janúar árið 1992. Hann hafði áður setið í stjórn UMFÍ 1985–1991 og verið framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990. Sæmundur hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vegum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var meðal annars formaður Ungmennafélagsins Drangs í Vík 1977–1983, sat í stjórn Íslenskra getrauna 1992–2009, íþróttanefnd

ríkisins 1992–2004 og í stjórn ISCA (International Sport and Culture Association) 1999–2011. Þá sat Sæmundur í stjórn Æskulýðsvettvangsins 2007–2015 og þar af var hann formaður 2012–2015.

Í umsögn segir að Sæmundur sé kröftugur og ósérhlífinn einstaklingur sem ávallt hafi verið til taks fyrir ungmennafélagshreyfinguna og haft hagsmuni hennar að leiðarljósi. Því hlýtur hann þessa viðurkenningu.

Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, Hreiðar Már Árnason, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Jóhannes Stefánsson.

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Ögurvík hf., Týsgötu 1 HB Grandi hf., Norðurgarði 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 T. ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6 Gáski ehf., Bolholti 8 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Fastur ehf., Síðumúla 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Ennemm ehf., Grensásvegi 11 Bókhaldsstofa Haraldar slf., Síðumúla 29 Rafha ehf., Suðurlandsbraut 16 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Orka ehf., Stórhöfða 37 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Landsnet hf., Gylfaflöt 9

Ísafirði

24.–26. júní 2016

Borgarnesi 29.– 31. júlí 2016

Garðabær Samhentir Kassagerð hf., Suðurhrauni 4 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Garðabær, Garðatorgi 7 Marás ehf., Miðhrauni 13

Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15

Reykjanesbær Verslunarmannafélag Suðurnesja Vatnsnesvegi 14 DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Krossmóa 4

Mosfellsbær Fagverk verktakar ehf., Spóahöfða 18 Nonni litli ehf., Þverholt 8

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar Smiðjuveöllum 15

Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum.

Borgarnes Matstofan ehf., Brákarbraut 3 Samtök sveitarfélaga Vesturlands Bjarnarbraut 8 Vélaverkstæði Kristjáns ehf., Brákarbraut 20 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum

Stykkishólmur Sæfell hf., Hafnargötu 9 Þ. B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36

Ísafjörður Ísblikk ehf., Árnagötu 1

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir Álfabyggð 3

Patreksfjörður Oddi hf., Eyrargötu 1 Vesturbyggð, Aðalstræti 63

34

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is


Íslensk knattapyrna stærri en nokkru sinni fyrr B

ókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda annarra liða og einstaklinga. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað er ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, atvinnumennina erlendis o.fl. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar.

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Árneshreppur Hótel Djúpavík ehf., Hótel Djúpavík

Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf. Borgarröst 4 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22

Siglufjörður Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Gránugötu 24

Akureyri Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi

Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Bókráð,bókhald og ráðgjöf ehf, Miðvangi 2–4 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11 Miðás hf., Miðási 9 Farfuglaheimilið Húsey, Húsey 1

Seyðisfjörður

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Reyðarfjörður Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru ehf., Fjarðarbraut 21

Höfn í Hornafirði Skinney-Þinganes hf., Krossey

Selfoss Vélaverkstæði Þóris ehf, Austurvegi 69 Flóahreppur, Þingborg

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum

Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Laugavatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Flúðir Flúðasveppir, Garðastíg 8

Hvolsvöllur Bu.is ehf, Stórólfsvöllum

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.

Kirkjubæjarklaustur Hótel Laki, Efri-Vík

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

35


36

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands


Verðlaunahafar í ratleik Forvarnadagsins

Þ

ann 28. nóvember sl. voru vinningshöfum í ratleik, sem haldinn var í tengslum við Forvarnadaginn, afhent verðlaun á Bessastöðum. Þátttakan í ratleiknum var mjög góð, en mörg hundruð grunn- og framhaldsskólanemendur tóku þátt með því að svara ákveðnum spurningum sem tengdust íþrótta- og æskulýðsstarfi í landinu.

Vinningshafarnir, sem dregnir voru út, eru: Benjamín Smári Kristjánsson, Grunnskóla Sandgerðis, Elínborg Eir Sigurfinnsdóttir, Framhaldsskóla Vestmannaeyja, Thelma Ósk Þrastadóttir, Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja, Ása Sóley Ásgeirsdóttir, Varmahlíðarskóla, og Þorvaldur Marteinn Jónsson, Verkmenntaskóla Austurlands.

Við þetta tækifæri þakkaði forseti Íslands Actavis fyrir ötulan stuðning við Forvarnadaginn allt frá upphafi. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Félagsmálanámskeiðin – „Sýndu hvað í þér býr“:

Miklar framfarir hjá þátttakendum U

ngmennafélag Íslands hefur um árabil staðið fyrir félagsmálanámskeiðum undir nafninu Sýndu hvað í þér býr. Hafa þessi námskeið notið vinsælda og verið vel sótt í flestum tilfellum. Í haust hafa sex námskeið verið haldin víðs vegar um landið og eftir áramótin verður þráðurinn tekinn upp að nýju. Heildarfjöldi þátttakenda á námskeiðunum í haust var um 130 manns. Almenn ánægja og gleði var meðal þátttakenda með námskeiðið en það er Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, sem hefur veg og vanda af námskeiðunum og er kennari á þeim. „Það hefur alltaf verið töluverður áhugi á því að fá þessi námskeið. Í haust sem leið fórum við aftur á móti í markvissa kynningu á námskeiðunum og hvað þau hafa í

raun upp á að bjóða. Með nýjum áherslum á Facebook, heimasíðunni og fréttabréfi er þetta verkefni sýnilegra en áður. Við förum

á oft á sömu staðina ár eftir ár en reynum að laga okkur að aldurshópi og stað hverju sinni. Það mjög mikilvægt, þegar maður er að leiðbeina yngri hópunum, að höfða svolítið til áhugamála þeirra þegar maður er að kenna á námskeiðinu,“ segir Sabína Steinunn. Aðspurð um hver væru helstu markmið námskeiðsins sagði hún að þau væru annars vegar að gera fólk hæfara í því að standa frammi fyrir hópi og halda ræðu og hins vegar að starfa í stjórnum og nefndum og hvernig hægt sé að skipta með sér verkum og dreifa ábyrgðinni á fleiri einstaklinga. „Maður sér mikinn mun á þessu stutta námskeiði á þátttakendum, framfarirnar eru miklar,“ sagði Sabína Steinunn. SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Um aukna þátttöku foreldra í íþrótta- og æskulýðsstarfi M

iklar og örar breytingar hafa orðið í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi sem eiga sér enga hliðstæðu. Það er einkum tvennt sem hér er haft í huga: 1) Íþrótta- og menningarhallir hafa verið reistar hér af miklum metnaði svo að milljónasamfélög gætu státað sig af slíku framboði húsnæðis fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf, að ekki sé talað um það fjölbreytta starf sem í boði er. 2) Þátttaka barna í hvers kyns félags- og tómstundastarfi, innan skóla sem utan, hefur aukist svo hratt að helst mætti halda að á Íslandi byggju milljónir manna í stað þeirra 330 þúsund sem eru hér. Hvaða áhrif hafa þessar breytingar í æskulýðsmálum á samfélagið og framtíðina? Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi skilar sér í betri líðan barna og minni ásókn þeirra í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu. Um leið og aðstaðan hefur byggst hratt upp hafa félög í bæði tómstundaog íþróttastarfi aukið umfang sitt með bættri þjálfun leiðbeinenda og þeirra sem annast starfið með börnum. Fleiri greinar og störf eru í boði og fjölgar stöðugt. Aukin þátttaka ungs fólks í ýmsum viðburðum sem áður var ekki möguleg vegna aldurs þeirra og/eða fámennis sýnir að æ yngra fólk virðist búa yfir ótrúlegustu hæfileikum og færni á sviðum lista og íþrótta. Þetta sýnir sig m.a. glöggt á hvers kyns samkeppnisviðburðum í lista- og íþróttagreinum. Samfélag, sem sýnir aukna og jákvæða þátttöku ungs fólks í hvers kyns list- og íþróttaviðburðum, hlýtur að vera á réttri leið í forvarnastarfi. En hvar hefst félagsleg þátttaka barna? Hefst hún hjá íþróttafélagi eða í tónlistarnámi, á framhaldsskólaaldri eða í grunnskóla? Hvað um leikskólann eða pössunina hjá dagmömmunni? Nei hjá engum þessara, þetta byrjar á heimilinu, í uppeldinu, hjá foreldrum barnsins. Það eru foreldrar/forráðamenn sem þurfa að fylgja barni sínu eftir, láta í té umhyggju sína og öryggi sem barnið byggir á þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þegar kemur að þátttöku í íþróttum og tómstundum eru foreldrar í lykilstöðu til að ákveða hvaða stefnu barnið tekur. Margir kannast við þátttöku foreldra í starfi yngri flokka í íþróttum, keppnisferðum og

mótshaldi, æfingaferðum tónlistaskóla, að ótöldum Unglingalandsmótum UMFÍ á hverju sumri. Alls staðar eru foreldrarnir bakland þessara fjölmörgu barna, án þeirra taka þau vart þátt í neinu. Það eru ekki nema örfá ár frá því að í lögum var gert ráð fyrir skipulagðri og markvissri þátttöku foreldra í formlegu uppeldisstarfi. Það var fyrst í lögum um grunnskóla frá 2008 sem gerð var skýrari grein fyrir ábyrgð, réttindum og skyldum foreldra en verið hafði í fyrri lögum og foreldrafélög voru lögbundin í grunnskóla sem og skólaráð þar sem tveir til þrír fulltrúar foreldra eiga sæti (9. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008). Ástæður þess að þessi lög eru til komin eru m.a. heilmiklar rannsóknir sem sýna að þátttaka foreldra auki hámarksárangur í námi, auki vellíðan barna, dragi úr kvíða, efli framkvæmdavilja þeirra og styrki jákvæð gildi í samfélaginu. Ef byggt er á þessum rannsóknum og gerður forgangslisti þeirra atriða sem þarf að huga að í uppbyggingu æskulýðsstarfs, eins og hér er lýst, þarf því að setja foreldraþáttinn í fyrsta sætið og áður en hugað er að hagsmunum annarra, eins og byggingar mannvirkja og skráningar þátttakenda: 1) Þátttaka foreldra í öllu starfi með börnum er lykilþáttur. 2) Þátttöku foreldra og lýðræðislegri aðkomu þeirra að skipulagi starfsins þurfa yfirvöld í skóla- og tómstundastarfi að virða. 3) Gera þarf öllum foreldrum kleift að tileinka sér færni og þekkingu á mikilvægi

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri FRÆ Heimildir: Lög um grunnskóla nr. 91/2008. National Center on Education and the Economy, 2007.

Öflugt foreldrastarf í skólum skilar sér margfalt til baka.

Skipulagt tónlistarnám er besta forvörnin samkvæmt íslenskum rannsóknum.

Virk þátttaka foreldra í skólastarfinu skilar sér í betri líðan barnanna.

38

Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri FRÆ.

þátttöku þeirra í skóla- og tómstundastarfi. 4) Gera þarf öllum greinum íþrótta- og tómstundastarfs jafnhátt undir höfði með tilliti til búsetu, kyns eða fjárhags. Öll börn hafa jafnan rétt til þátttöku. Þátttaka foreldra í æskulýðsmálum er bakland þeirrar byltingar í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi sem hér var lýst í byrjun. Eitt brýnasta verkefnið sem blasir við, eigi okkur að takast að halda vel á spöðum í forvarnamálum, er að innleiða enn betur þátt foreldra í skóla-, barna- og ungmennastarfi og gera allt sem hægt er til að virkja alla foreldra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Bandí er ný íþróttagrein og vaxandi. Þátttaka stúlkna í íþrótta- og félagsstarfi hefur margfaldast síðustu árin og er orðin jöfn þátttöku drengja.

Þátttaka í skákíþróttinni hefur tekið mikinn kipp síðustu misserin og eru stúlkur engir eftirbátar drengjanna á þeim velli.


V

Spennandi tímar fram undan hjá fimleikadeild Fjölnis í nýju húsnæði

ígsla á nýju fimleikahúsi Fjölnis við Egilshöllina í Grafarvogi fór fram 31. október sl. Húsið er hið glæsilegasta, fullbúið áhöldum fyrir áhaldafimleika og hópfimleika. Tilkoma nýja fimleikahússins mun stuðla að enn frekari uppbyggingu félagsins og því óhætt að segja að framtíðin sé bjöt fyrir fimleikaleikadeild Fjölnis. Fjölmenni var við vígsluna og mikil stemning. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var viðstaddur vígslu fimleikahússins sem er í eigu fasteignafélagins Regins hf. en Reykjavíkurborg leigir aðstöðuna fyrir Fjölni. Aðstaðan í húsinu er frábær og fylltu Grafarvogsbúar húsið ásamt dugmiklu fimleikafólki Fjölnis. Um 700 börn og ungmenni stunda fimleika hjá fimleikadeild Fjölnis. Húsið er um 2.300 m2 að stærð. Hófst bygging þess 2014 og var það því rúmlega eitt ár í byggingu. „Með tilkomu þessa húss verður algjör bylting innan fimleikadeildar Fjölnis. Það er varla hægt að lýsa þessu með orðum og við erum agalega spennt. Iðkendur hjá okkur í dag eru um 700 talsins og við höfum þurft að æfa fram að þessu í pínulitlum sölum. Það eru spennandi tímar fram undan,“ sagði Halla Karí Hjaltested, rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis.

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands

39



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.