Veglegt afmælisrit Njarðvíkinga
Þ
ann 2. desember sl. var afmælisrit Ungmennafélags Njarðvíkur formlega kynnt en það er gefið út í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík að viðstöddu miklu fjölmenni. Í ritinu er fjallað um sögu félagsins í máli og myndum. Þar má finna fróðleg viðtöl við fólk sem komið hefur við sögu í starfi félagsins og afreksmenn UMFN í gegnum árin. Ritið er prentað í 4500 eintökum og því er dreift á öll heimili í Njarðvík. Verkefnið hefur staðið yfir í þrjú ár en ritnefndina skipuðu Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson, Haukur Jóhannesson, Ólafur Thordersen, Jón Bjarni Helgason og Guðjón Helgason sem er látinn. Svanhildur Eiríksdóttir ritstýrði ritinu.
U
Frá vinstri: Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson og Svanhildur Eiríksdóttir.
Eva Dögg og Pétur glímufólks ársins
P
étur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA, voru valin glímufólk ársins 2014, en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi sem haldinn var á dögunum. Pétur Eyþórsson er 36 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur var sigursæll á árinu, líkt og undanfarin ár, en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í níunda sinn sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Eva Dögg Jóhannsdóttir, sem er 19 ára gömul, átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2014. Hún tók þátt í öllum glímumótum ársins og var ávallt í verðlaunasæti. Eva keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum þar sem hún hlaut ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í -63 kg flokki. Hún sigraði einnig nokkur alþjóðleg mót á árinu og varð meðal annars skoskur meistari í backhold. Eva Dögg þykir fyrirmyndaríþróttakona, jafnt innan vallar sem utan.
Sagnagarður Landgræðslunnar
ngmennafélag Íslands rekur Ungmenna- og tómstundabúðir á Laugum í Dalabyggð. Þær eru ætlaðar nemendum í 9. bekkjum grunnskólanna sem dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Viðburðir eru í formi námskeiða sem tengjast meginstoðum Ungmennabúðanna, en þær eru menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Markmiðið með dvölinni á Laugum er að styrkja félagsfærni unglinga, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ungmenna- og tómstundabúðirnar hófu starfsemi sína árið 2005. Árlega koma um 1800 ungmenni í búðirnar. Verð fyrir dvöl í búðunum er 21.000.- á nemanda árið 2014–2015. Innifalið er dagskrá, gisting, matur, dagsferð, drykkjarflaska og bolur.
Blönduósi 26.–28. júní 2015
Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins
Akureyri 31. júlí – 2. ágúst 2015 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
43