Skinfaxi 4 2014

Page 1


ÞAÐ ER EINFALT AÐ SPILA MEÐ SNJALLSÍMANUM WWW.LOTTO.IS

ALLTAF Á LAUGARDÖGUM


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Hugleiðing á aðventu

Á

rið 2014 er senn á enda. Margt kemur upp í hugann þegar viðburðir ársins eru rifjaðir upp og erfitt er að gera upp á milli. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki, Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík, almenningsíþróttaverkefnið Hreyfivika (Move Week), starfsemin í Ungmenna- og tómstundabúðunum á Laugum, heimsóknir til sambandsaðila og samstarfsaðila UMFÍ og sambandsráðsfundur UMFÍ eru meðal þeirra viðburða sem koma fyrst upp í hugann auk allra hinna verkefnanna, stórra og smárra, sem grasrótin hefur verið og er að vinna að. Öllum þeim sem hafa komið að og tekið þátt í starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar færi ég kærar þakkir fyrir árangursríkt starf, gott samstarf og góð samskipti á árinu sem senn er liðið. Árið 2015 gengur brátt í garð og vonandi verður það íþrótta- og æskulýðsstarfinu í landinu happadrjúgt. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru bætt lýðheilsa og forvarnastarf meðal forgangsverkefna og samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliðastarf innan þeirra er viðurkennt. Í sáttmálanum er lýst yfir vilja til þess að greiða götu

slíkrar starfsemi og lögð áhersla á mikilvægi félagasamtaka til að vinna að því markmiði að efla og bæta íslenskt samfélag. Við sem vinnum í þriðja geiranum fögnuðum þessari yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum. Það er grasrótinni mikilvægt að upplifa sitt samfélagslega mikilvæga og skilgreinda hlutverk með þeim hætti sem í honum er lýst. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

Sjálfboðaliðasamtök eins og Ungmennafélag Íslands eru hluti af þriðja geiranum sem er einkar mikilvægur og til hliðar við einkageirann og opinbera geirann. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að eftir því sem sjálfboðaliðastarf í frjálsum félagasamtökum er öflugra, þeim mun traustari eru innviðir samfélagsins. Hér á landi má finna sjálfboðaliða að störfum á öllum stigum samfélagsins, af einhverju tagi, í hinum ýmsu sjálfboðaliðasamtökum og öðrum félögum. Allir eiga sjálfboðaliðarnir það sameiginlegt að þeir veita fjölþætta samfélagslega þjónustu og berjast fyrir samfélagslegum úrbótum. Þjóðhagslegur ávinningur af starfi sjálfboðaliða er mikill og óumdeildur. Þeim fjármunum sem ríki og sveitarfélög, fyrirtæki og aðrir hópar eða einstaklingar verja í sjálfboðaliðasamtök er því vel

S!

N NSI

N

JÓL

A

F GJÖ

VE

A IÐIM

varið. Það er einnig staðreynd að án fjárframlaga frá þessum aðilum gætu sjálfboðaliðasamtökin ekki haldið úti eins öflugri starfsemi og raun ber vitni. Mörg spennandi verkefni bíða ungmennafélagshreyfingarinnar á nýju ári, m.a. Unglingalandsmót á Akureyri, Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi, Hreyfivikan 2015, verkefni á vegum ungmennaráðs UMFÍ og eldri ungmennafélaga, ásamt fjöldanum af öðrum verkefnum sem unnin eru af grasrótinni. Verum virk í starfinu á nýju ári, fáum fleiri til að taka þátt, ræktum líkama og sál og látum gott af okkur leiða. Ungmennafélagar, verum öflug á nýju ári og látum hendur standa fram úr ermum. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Ungmennafélags Íslands óska ég ykkur gleðilegs nýs árs með ósk um farsælt samstarf og samskipti á komandi ári. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is

00000

Aldrei fleiri vötn! SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Fyrsta Vetrarlandsmót UMFÍ verður haldið á Ísafirði 2016 Spennandi verkefni – mót sem býður upp á mikla möguleika

Á

sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var í Garðabæ 11. október sl. var samþykkt að halda fyrsta Vetrarlandsmót UMFÍ á Ísafirði árið 2016. Hugmyndin með Vetrarlandsmótinu er að koma með atburð að vetri til í líkingu við Unglingalandsmótin að sumri og gefa þar með sem flestum krökkum tækifæri til að fara í keppnisferðir út fyrir sitt svæði og búa til möguleika til fjölskylduferðalags á vetrartíma.

Undirbúningsnefnd lagði til að mótið verði haldið dagana 5.–7. febrúar 2016. Miðað er við að keppni hefjist seinnipart föstudags og standi fram á sunnudag. Við tímasetninguna var gengið út frá því að Vetrarlandsmótið verði haldið fyrir mesta annatímann í mótahaldi félaga sem er frá seinnipart febrúar fram í miðjan apríl. Miðað er við að aldur þátttakenda sé 10–14 ára, en hjá þessum aldurshópi eru færri mót en hjá 14 ára og eldri. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru skíðaganga, alpagreinar, snjóbretti, freestyle, stigasleðarallý, blak, handbolti, jiujitsu og sundbolti, þ.e. að keppt verði í hefðbundnum

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

greinum eins og alpagreinum og skíðagöngu. Einnig verði keppt á snjóbrettum og freestyleskíðum, en mikill vöxtur er í þessum greinum nú. Stigasleðarallý og sundbolti verði nýjar keppnisgreinar sem allir gætu prófað. Blak, handbolti og jiujitsu verði svo innigreinar sem ekki er keppt í á Unglingalandsmóti UMFÍ. Keppnisstaðir verða á skíðasvæðinu á Seljalandsdal, skíðasvæðinu í Tungudal, íþróttahúsinu á Torfnesi, íþróttahúsinu á Austurvegi og í sundlaug Ísafjarðarbæjar.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður Héraðssambands Vestfirðinga.

„Við erum rosalega ánægð með að hafa fengið þetta verkefni sem er mjög spennandi. Mótið býður upp á mikla möguleika fyrir svæðið og við teljum okkur hafa þó nokkra reynslu í mótahaldi sem mun koma okkur að góðum notum í undirbúningi fyrir Vetrarlandsmót UMFÍ. Við hlökkum mikið til og það er ákveðin áskorun að halda fyrsta mótið af þessu tagi,“ sagði Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður Héraðssambands Vestfirðinga. Guðný Stefanía sagðist vona að mótið verði útfært þannig að sem flestir staðir á landinu gætu haldið slíkt mót. Henni finnst mikilvægt að litlu skíðasvæðin hafi möguleika á að gera þetta og að kröfurnar verði aldrei svo miklar að þær kæmu í veg fyrir slíkt. „Við erum núna að finna fólk í nefnd til að vinna að undirbúningi mótsins. Væntanlega þarf að vinna í málum á keppnissvæðinu næsta sumar. Við erum að mínu mati með eitt besta og skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Það býður upp á marga möguleika þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði,“ sagði Guðný að lokum.


ANCHORAGE

HELSINKI VANCOUVER SEATTLE

STOCKHOLM TRONDHEIM

EDMONTON

PORTLAND

ICELAND

OSLO GOTHENBURG COPENHAGEN BERGEN STAVANGER BILLUND HAMBURG FRANKFURT MUNICH AMSTERDAM GLASGOW BRUSSELS ZURICH MANCHESTER MILAN BIRMINGHAM LONDON PARIS GENEVA HEATHROW & GATWICK

DENVER

BARCELONA

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

MADRID

TORONTO

WASHINGTON D.C.

BOSTON NEW YORK

HALIFAX

JFK & NEWARK

ORLANDO

HVERT LANGAR ÞIG AÐ FARA? + icelandair.is

Vertu með okkur

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Spennandi og skemmtilegir tímar fram undan á öllum vígstöðvum í boltanum Árið 2014 er brátt á enda og þegar það gerist líta margir um öxl og fara yfir það sem hefur á dagana drifið. Knattspyrnulandslið okkar hefur heldur betur látið til sín taka í forkeppni Evrópukeppninnar, og er sem stendur í góðum séns að blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni mótsins. Liðið hefur rokið upp styrkleikalistann og hefur aldrei verið þar ofar. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í riðlinum í mars og verður ekki annað sagt en að liðsins bíði spennandi og skemmtilegir tímar. Karlalandslið okkar í körfuknattleik leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta er árangur sem margan hafði dreymt um og er nú staðreynd. Ég held að margir geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvílíkur árangur þetta er, því það er meira en að segja það að komast í þennan hóp. Metnaður og markmið leikmanna sem og forystumanna körfuboltans hér á landi er að skila þessum einstaka áfanga sem er sá stærsti í sögu körfuboltans á Íslandi. Framganga liðsins hefur vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavísu og trúa menn því vart að ekki stærri þjóð hafi unnið þetta ótrúlega afrek.

Við höfum sjaldan eða aldrei átt jafn góða körfuboltamenn og margir eru atvinnumenn í íþrótt sinni hjá erlendum félagsliðum. Allt þetta hefur sitt að segja og á stóran þátt i því að liðið komst alla leið í úrslitakeppnina. Í það minnsta getur þjóðin verið stolt af sínu liði en úrslitakeppnin verður haldin á fjórum stöðum næsta ár. Dregið verður í riðla núna í desember. Það voru margir sem sáu fram á dökkan janúar 2015 því aldrei þessu vant vann íslenska landsliðið

í handknattleik sér ekki venjulegan keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem verður í Katar. Á ýmsu hefur gengið síðustu vikurnar en í upphafi tóku Þjóðverjar sæti Ástrala á HM í Katar sem Íslendingar töldu víst að væri sitt ef stuðst hefði verið við keppnisreglur alþjóðahandknattleiksins. HSÍ sætti sig ekki við þessi vinnubrögð og kærði niðurstöðuna. Síðan þróuðust mál með þeim hætti að tvær þjóðir hættu við þátttöku og fékk íslenska liðið sæti annars þeirra í keppninni. Þetta mál er búið að vera eins og farsi frá upphafi og stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins ekki til framdráttar. „Strákarnir okkar“ eru á leið á HM með öllu sem því tilheyrir, beinum sjónvarpsútsendingum og tilhlökkun. Þetta verður bara gaman og ástæða til að fara að hlakka til. Nú bíður okkar nýtt ár, okkur öllum til heilla, og ekki síður spennandi en það sem er að kveðja. Skinfaxi óskar ungmennafélögum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

SamVest-verkefnið gengur vel

F

yrsta SamVest-æfingin á þessum vetri var haldin í nýrri frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði 19. október sl. Þátttakendur nutu leiðsagnar þjálfaranna Eggerts Bogasonar, Einars Þórs Einarssonar og Boga Eggertssonar frá FH og Kristínar H. Haraldsdóttur frá UMFG/HSH. Æfingarnar eru liður í samstarfsverkefninu SamVest. Að því standa sjö héraðssambönd, allt frá Kjalarnesi að sunnan vestur á sunnanverða Vestfirði og Strandir. Krakkarnir fengu að prófa sleggjukast og kringlukast, auk þess sem farið var yfir spretthlaup og langstökk. Einnig fengu þau að prófa stangarstökk en einhverjir völdu grindahlaup og spjótkast. SamVest stendur fyrir þremur samæfingum á höfuðborgarsvæðinu yfir veturinn. Á sumrin hafa verið haldnar samæfingar á starfssvæðinu og eitt stórt SamVest-mót hefur verið haldið. Síðastliðið sumar voru fengnir gestaþjálfarar af höfuðborgarsvæðinu til að heimsækja héraðssamböndin. Þá voru æfingabúðir haldnar á Laugum í Sælingsdal í nóvember og voru þær vel sóttar.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 4. tbl. 2014 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Engilbert Olgeirsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Thelma Rut Hermannsdóttir hefur í nokkur ár verið ein fremsta fimleikakona landsins. Thelma Rut hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum og auk þess unnið til fjölda annarra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Mikill uppgangur hefur verið í fimleikum hér á landi síðustu ár og vilja margir þakka það bættri aðstöðu sem fimleikafólk býr við.Íshokkí Gunnar Árnason, formaður Ungmennafélagsins Esju:

Við finnum fyrir auknum stuðningi fólks á Kjalarnesi við leikina hjá okkur

Í

upphafi leiktíðar í íshokkí í haust vakti athygli að nýtt lið myndi keppa í deildinni í vetur. Nýja félagið, sem hér um ræðir, er Ungmennafélagið Esja og heyrir undir Ungmennasamband Kjalnesinga. Forráðamenn félagsins störfuðu ötullega í sumar við að tryggja félaginu keppnisrétt, gera samninga við styrktaraðila og síðast en ekki síst að semja við leikmenn.

Okkur langaði til að búa til fjórða íshokkíliðið „Upphafið að stofnun deildarinnar og að við myndum senda lið til þátttöku í deildinni í vetur var að okkur nokkra félagana langaði til að búa til fjórða íshokkíliðið. Um árabil hafa aðeins verið þrjú lið í deildinni, en síðan kom nýtt lið sem starfaði aðeins í stuttan tíma. Því gekk illa og allir leikirnir töpuðust. Það var því ekki auðvelt að koma fram með nýtt lið og þó nokkrar hindranir urðu á vegi okkar. Ljóst var að við yrðum að koma okkur undir hatt ungmennafélags eða íþróttafélags til að komast í aðstöðu með liðið okkar. Við settum okkur í samband við Ungmennasamband Kjalnesinga, áttum fundi með þeim og þeim leist mjög vel á hugmynd okkar. Að lokum tilkynnum við liðið og sóttum um tíma til ÍBR í Egilshöllinni. Þar fengum við tíma til æfinga seint á kvöldin sem við sættum okkur við svona í byrjun. Þegar á allt er litið er þetta búið að vera ofsalega gaman þótt sigrarnir hefðu mátt vera fleiri,“ sagði Gunnar Árnason, formaður íshokkífélagsins Esjunnar, í samtali við Skinfaxa.

Tilbúnir að leggja mikið á sig svo að allt gangi vel Gunnar sagði að öll umgjörðin kringum liðið hefði verið til fyrirmyndar. Hann sagði að víða á spjallsíðum væri talað vel um liðið og allir leikmenn sem og þeir aðilar sem kæmu að liðinu væru tilbúnir að leggja mikið á sig svo allt gengi vel. Gunnar sagði að í liðinu væru fimmtán Íslendingar og tveir útlendingar, allt leikmenn sem hefðu leikið áður með öðrum liðum. Þessir leikmenn byggju því yfir ágætri reynslu sem kæmi Esju vel á fyrsta ári sínu í deildinni. Margir hefðu haft í hyggju að hætta en voru tilbúnir að halda áfram þegar til þeirra var leitað.

Spennan ekki verið meiri í mörg ár „Þetta er búið að vera óendanlega gaman og á ýmsu hefur gengið. Við erum búnir að vinna óvænta og sæta sigra en auðvitað hefði þetta mátt ganga betur. Það tekur bara tíma

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

að slípa saman nýtt lið, spennan var mikil í byrjun, en það er óhætt að segja að deildin hafi ekki verið jafn spennandi í mörg ár. Allir eru að vinna alla og deildin er fyrir vikið galopin. Áhorfendum fer fjölgandi, þeir voru kannski um hundrað í fyrra en eru núna stundum um þrjú hundruð á leik. Leikirnir eru jafnari, stundum fara þeir í framlengingu, svo að spennan hefur ekki verið meiri í mörg ár,“ sagði Gunnar.

Esja komin til að vera Á Gunnari var að heyra að íshokkíliðið Esja væri komið til að vera. „Já, það er ekki nokkur spurning. Fyrst var að koma þessu liði á koppinn. Svo ætlum við að snúa okkur að barna-

„Þegar á allt er litið er þetta búið að vera ofsalega gaman þótt sigrarnir hefðu mátt vera fleiri“

og unglingastarfi strax næsta vetur. Byrja fyrst með yngstu krakkana, vinna vel með þeim og vinna okkur svo hægt og bítandi upp með það að markmiði að fjölga iðkendum.“

Rogast með æfingadótið heim eftir æfingar Þegar Gunnar var spurður hvort íshokkííþróttin væri í sókn hér á landi sagði hann svo vera. Aðstöðuleysi hefur þó staðið íþróttinni fyrir þrifum en alltaf er verið að reyna finna lausnir. Hann nefndi sem dæmi um aðstöðuleysi að leikmenn Esjunnar þyrftu að rogast með æfingadótið heim eftir hverja æfingu. Æfingataskan væri í kringum 50 kg svo að þetta væri þó nokkuð mál í hvert skipti. Þetta ástand myndi vonandi lagast með tíð og tíma. „Það sem skiptir mestu er að þetta hefur verið ofsalega skemmtilegur tími. Við finnum fyrir auknum stuðningi fólks á Kjalarnesi við leikina hjá okkur og það er gaman fyrir íbúa að eiga lið í þessari deild. Við komum inn á sumarnámskeið hjá þeim með íshokkídótið okkar, allir voru voða spenntir og fannst þetta skemmtilegt.“

Stefnum ótrauðir á úrslitakeppnina Þegar Gunnar var spurður um framhaldið sagði hann að það yrði skemmtilegt og ekki síður spennandi. „Þetta er gefandi og við verðum sterkari þegar fram í sækir. Við erum neðstir sem stendur en stefnum ótrauðir að því að komast í úrslitakeppnina. Þetta er bara byrjunin og við stefnum að því að gera atlögu að titlinum innan nokkurra ára,“ sagði Gunnar Árnason, formaður íshokkífélagsins Esjunnar, í samtali við Skinfaxa.


www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 71569 11/14

Komdu inn úr kuldanum Á köldum vetrarmorgni geta rúðuskafa, lásasprey og rúðuvökvi gert gæfumuninn. Á þjónustustöðvum N1 færðu úrval af vörum sem hjálpa þér að mæta vetrinum af meira öryggi.

Hluti af öruggri vetrarumferð SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


ÁRNASYNIR

T T Ý N

Rétta bragðið 10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Halldór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands:

Það er meðbyr og hann ætlum við að nýta

Þ

að eru alltaf að koma inn ný félög og í því sambandi má nefna félög í Borgarnesi og fyrir vestan og austan. Þau eru mörg hver að koma í staðinn fyrir þau sem voru fyrir. Aukningin er mest hvað iðkendur snertir. Þar erum við tala um 10–15% á hverju ári. Þetta má þakka góðri kynningu og að einhverju leyti skotvopnaleyfunum. Innan okkar raða í dag eru iðkendur um fjögur þúsund,“ sagði Halldór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands, í viðtali við Skinfaxa.

Tók okkur um 10 ár Halldór sagðist vera afar stoltur af framgangi íþróttarinnar hér á landi. Við eigum marga efnilega unga skotmenn og svo eigum við skotmenn sem hafa komið sér fyrir á meðal þeirra hundrað bestu á heimslistanum. Halldór sagði að það hefði tekið um tíu ár að koma þessu á þann stall sem íþróttin er í dag. „Við höfum byggt þetta upp með öðruvísi hætti en mörg önnur sambönd að því leytinu til að við höfum ekki verið með starfandi landslið heldur reynum við að styðja við bakið á hverjum einstaklingi fyrir sig. Það

hefur við gert m.a. með því að viðkomandi einstaklingur fái þjálfun erlendis af því að við erum ekki í stakk búnir til að vera með toppafreksþjálfun hér heima,“ sagði Halldór.

„Við höfum ekki verið með starfandi landslið heldur reynum við að styðja við bakið á hverjum einstaklingi fyrir sig.“ Hægt að stunda langt fram eftir aldri - Geta allir tekið þátt í skotíþróttum? „Þetta er líklega sú íþrótt sem flestir geta stundað, vegna þess m.a. að hægt er að stunda íþróttina langt fram eftir aldri. Það sem truflar okkur hér á landi er að unglingar geta ekki byrjað nógu snemma en það kemur til af byssunum sjálfum. Keppandi verður að hafa náð 15 ára aldri til að geta keppt en má ekki skjóta nema innan skotvalla. Hann má ekki heldur taka þátt í keppni með skammbyssu á þessum aldri.“

Hefðin er sterk á Norðurlandi - Telur þú að þessi íþrótt eigi eftir að eflast? „Já, vonandi eftir mikla fjölgun þátttakenda undanfarin ár og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Vellir eru víða og hefðin hefur alltaf verið sterk á Norðurlandi.

Ásgeir á meðal 30 efstu á listanum Besti skotmaður okkar, Ásgeir Sigurgeirsson, og framganga hans hefur líka verið góð auglýsing. Ásgeir tryggði sér á dögunum keppnisrétt á Evrópumótinu sem er frábær árangur en þar keppa 30 efstu á listanum. Við eigum nokkra mjög góða skotmenn sem eiga eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn, það er meðbyr og hann ætlum við að nýta,“ sagði Halldór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands, að lokum í samtalinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


THELMA RUT HERMANNSDÓTTIR Kom sterk til baka

Thelma Rut Hermannsdóttir hefur í nokkur ár verið ein fremsta fimleikakona landsins. Thelma Rut hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum og unnið auk þess til annarra verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mikill uppgangur hefur verið í fimleikum hin síðustu ár og vilja margir þakka það bættri aðstöðu fimleikafólks. Thelma Rut, sem er 21 árs að aldri, vann til tvennra gullverðlauna á gólfi og á jafnvægisslá á Íslandsmeistaramótinu sl. vor. Við hittum Thelmu Rut að máli á Háskólatorgi en hún hóf nám í tannlækningum við Háskóla Íslands á liðnu hausti. Halda mætti að hún hefði nóg á sinni könnu í náminu sjálfu og við æfingar og keppni í fimleikum. Hún sagði okkur að gríðarlegur tími færi í æfingar, hún æfði sex daga vikunnar og stundum tæki hún auk þess morgunæfingar. Æfingar í hvert sinn tækju sinn tíma en á laugardögum æfði hún í 3–4 tíma. Aðspurð hvort námið og æfingar krefðust ekki gríðarlegrar skipulagningar sagði hún svo vera. Auk þess byggi hún langt frá skóla og æfingasvæði en einhvern veginn gengi þetta upp.

Ofsalega gaman „Það er púsl að koma þessu öllu saman en það gekk upp þegar ég var í menntaskóla og það verður líka að ganga upp þegar ég er komin í háskóla ef ég ætla að gera áfram

- Hvað sérðu fyrir þér að þú verðir lengi keppniskona í fimleikum? „Ég satt best að segja veit það ekki. Ég verð þó að viðurkenna að fyrir tveimur árum fannst mér líkaminn orðinn þreyttur. Í kjölfarið ákvað ég að taka mér gott frí og koma síðan sterk á ný til baka. Árið 2013 var mjög sterkt hjá mér svo að ég hafði bara gott af hvíldinni. Ég er núna nýkomin heim frá þátttöku í Heimsmeistaramótinu í Kína sem var meiri háttar upplifun. Fram undan eru Evrópuleikar og síðan Smáþjóðaleikar á Íslandi sem verður ábyggilega gaman að taka þátt í. Ég horfi fram á þetta mót sem stendur og annað er ekki ákveðið í þessum efnum. Það spilar margt inn í þetta, líkamlegt ástand og námið sjálft. Það er bara meira mál að koma þessu öllu saman þegar maður er kominn í háskóla en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Thelma Rut.

Aginn skiptir miklu máli

„Fimleikar eru þannig íþrótt að þú verður að gefa þig alla í þá til að ná settum markmiðum, það er bara ekkert öðruvísi.“ góða hluti í fimleikunum og í náminu. Það sem knýr mann áfram er að þetta er ofsalega gaman en auðvitað koma upp tilvik þar sem hlutirnir ganga ekki eins og maður ætlaði sér. Félagsskapurinn er líka skemmtilegur og að fara á stórmót og hitta vinina á Norðurlöndunum og annars staðar finnst mér skipta máli og gefur mér mikið. Ég hef ferðast mikið þessu samfara og það hefur verið mikill heiður að fá að keppa fyrir Íslands hönd á mótum erlendis,“ sagði Thelma Rut.

Ástríða fyrir fimleikum Thelma Ruth hefur æft fimleika frá því að hún var fjögurra ára aldri og ekki slegið slöku við. „Sumir hafa spurt mig hvernig ég nenni þessu. Þeir eru margir sem hafa ekki skilning á því hvað maður hefur mikla ástríðu fyrir fimleikunum. Mér finnst ég vera að leggja stund á íþrótt sem er ofsalega skemmtileg og gefandi í alla staði. Ég hef verið í Gerplu alla tíð og starfað með nokkrum þjálfurum sem hafa verið mér mikils virði.“

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

- Krefst ekki einstaklingsíþrótt eins og fimleikar mikils aga á öllum sviðum? „Flest mótin á Íslandi eru einstaklingsmót en þegar við keppum erlendis erum við meira sem lið. Það er ótrúleg liðsheild í landsliðinu og eins þegar maður er að keppa fyrir Gerplu. Við erum allar miklar vinkonur og stöndum saman. Auðvitað er aginn mikill og maður er stöðugt að hugsa um líkamann og borða hollt og gott fæði. Þessir þættir skipta allir miklu máli og við erum öll meðvituð um það.“


Mikil upplifun og afrek Thelma Rut sagði fimleikana í stöðugri sókn og að íslenskt fimleikafólk stæði sig vel á Norðurlandamótum og eins á NorðurEvrópumótum og við værum smám saman að vinna okkur upp á stóru Evrópumótunum. „Heimsmeistaramótin eru, eins og gefur að skilja, gríðarlega sterk og þangað komast aðeins þeir bestu. Það var mikil upplifun að komast á Heimsmeistaramótið og í raun afrek. Það var meiri háttar að hitta bestu stelpur heims á þessu sviði sem gera ekkert annað en að stunda fimleika, þær eru ekki í skóla og því atvinnumenn í íþrótt sinni. Stelpurnar frá Rússlandi og Kína eru í fimleikasalnum átta tíma dag á meðan þetta er áhugamál hjá okkur. Við förum þetta á áhuganum og borgum ferðirnar okkar sjálfar á meðan þær bestu úti í heimi fá allt borgað. Í þessu liggur munurinn,“ sagði Thelma Rut.

Fimmfaldur Íslandsmeistari - Hvernig hefur þér gengið á mótum síðustu misseri? „Ég get ekki sagt annað en bara rosalega vel. Ég hef unnið Íslandsmeistaratitilinn jafnoft og Berglind Pétursdóttir sem var okkar fremsta fimleikakona á sínum tíma. Eftir smápásu á síðasta sumri tókst mér að koma mér í form og ná þriðja sæti í heildina á Íslandsmótinu og varð síðan Íslandsmeistari á slá og á gólfi sem ég var afar ánægð með. Við

„Mér finnst ég vera að leggja stund á íþrótt sem er ofsalega skemmtileg og gefandi í alla staði.“ fórum þrjár stelpur á Heimsmeistaramótið í Kína, ég, Norma Dögg og Freyja Björk og það er nokkuð sem á eftir að sitja í minningunni alla tíð. Við stóðum okkur allar með prýði en Norma Dögg náði ótrúlegum árangri í stökki. Ég tók þátt í heimsmeistaramóti í Tókýó fyrir þremur árum en það var mun meiri upplifun að koma til Kína. Þetta eru svo ólíkir menningarheimar,“ sagði Thelma Rut sem varð Íslandsmeistari í fjölþraut 2008, 2010, 2011, 2012, 2013 og lenti í þriðja sæti 2014.

Tímanum vel varið - Þegar þú lítur til baka og skoðar ferilinn, finnst þér þetta hafa verið gefandi og þroskandi tími? „Ég sé aldrei eftir þessum tíma. Margir hafa spurt mig að því hvernig ég nenni að eyða öllum þessum tíma í fimleikasalnum. Þessum tíma hefur verið vel varið, hann verið bæði gefandi og þroskandi. Maður hefur líka öðlast mikla reynslu, bæði með keppni og ferðalögum til ólíkra menningarheima.“

Mikil breyting hefur orðið - Hvernig er að æfa fimleika í dag miðað við það þegar þú varst að byrja? „Það hefur orðið mikil breyting í þeim efnum. Gerpluhúsið Versalir var tekið í notkun 2005 og er talið á meðal bestu fimleikahúsa á Norðurlöndum. Margir erlendir fimleikamenn, sem hafa keppt í Versölum, hafa lýst

mikilli ánægju með allar aðstæður þar. Þær eru fyrsta flokks. Ég æfði í gamla Gerpluhúsinu á sínum tíma og að fara þaðan yfir í nýja húsið var algjör bylting svo að ekki sé meira sagt,“ sagði Thelma Rut.

Heillandi íþrótt - Af hverju er svona mikill áhugi á fimleikum hér á landi? „Þetta er heillandi íþrótt. Svo hafa fimleikar verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Það kemur í kjölfar góðs árangurs í hópfimleikum og eins í áhaldafimleikum. Keppendur hafa staðið sig vel bæði hér heima og erlendis, unnið til verðlauna, og allt hefur þetta áhrif til góðs fyrir fimleikana, það er ekki nokkur spurning. Umfjöllun í fjölmiðlun er æ meiri og það eykur tvímælalaust áhuga barna og unglinga á fimleikum. Fimleikar eru ennfremur grunn-

uppbygging fyrir allar íþróttir. Fólk, sem hefur náð langt í öðrum íþróttum, hefur notið þess að byrja í fimleikum. Í því sambandi get ég nefnt Crossfit og við Anný Mist æfðum fimleika saman þegar við vorum litlar,“ sagði Thelma.

Allur tilfinningaskalinn - Er ekki fimleikaheimurinn harður og þarf ekki að leggja mikið á sig til að ná árangri? „Jú, svo sannarlega. Fimleikar geyma allan tilfinningaskalann og krefjast mikils aga. Auðvitað þurfa hæfileikarnir að verða til staðar, skapið og alltaf að vera tilbúin að leggja sig fram á æfingum. Fimleikar eru þannig íþrótt að þú verður að gefa þig alla í þá til að ná settum markmiðum, það er bara ekkert öðruvísi,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir og var þar með rokin í tíma í Háskóla Íslands.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Harpa Þorsteinsdóttir

markadrottning úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu:

„Það verður erfitt að toppa þetta tímabil“

H

arpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar, var markadrottning úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu 2014 og hlaut að launum gullskóinn nú á dögunum. Harpa átti frábært tímabil með Stjörnunni og skoraði 27 mörk í átján leikjum liðsins í deildinni.

Tímabil þar sem allt gekk upp „Síðasta keppnistímabil mun ábyggilega renna mér seint úr minni þar sem segja má að eiginlega allt hafi gengið upp. Það verður erfitt að toppa þetta tímabil og það er að þakka mjög góðu liði. Frábær liðsheild hjálpaði mér til að skora þessi mörk en liðsandinn var einstakur og á stóran þátt í hvað við uppskárum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, knattspyrnukona í Stjörnunni, í viðtali við Skinfaxa. Harpa hefur mestan hluta ferils síns leikið með Stjörnunni en á árunum 2007–2010 lék hún með Breiðabliki. Harpa sagðist reyndar hafa byrjað að æfa knattspyrnu með Þrótti þegar hún var sjö ára gömul en hún flutti síðan í Garðabæ þegar hún var 12 ára gömul.

Snýst um að halda haus Þegar Harpa var spurð hvaða augum hún horfði til næsta tímabils sagði hún alveg ljóst að það yrði mjög krefjandi og erfitt að fara inn í það með ný markmið. „Við brutum í blað á nokkrum sviðum á síðasta tímabili með því að verja titilinn og vinna tvöfalt. Næsta tímabil snýst um að halda haus og langa virkilega til að vinna tvöfalt aftur. Vonandi munum við síðan standa okkur betur í Evrópukeppninni, þar er vissulega markmið sem við setjum okkur,“ sagði Harpa. Hún sagði að æfingar væru að einhverju leyti hafnar að nýju fyrir næsta tímabil en eiginlega fer allt á fullt eftir áramótin.

Margir mjög góðir leikir „Mér fannst fótboltatímabilið, þegar á allt er litið, nokkuð gott þrátt fyrir að sumum hafi fundist við taka þetta með sannfærandi hætti. Það voru nokkur lið sem veittu okkur verðuga keppni eins og Fylkir og Selfoss sem tefla fram mjög efnilegum og öflugum liðum. Að mörgu leyti var þetta gott og áhugavert tímabil og margir mjög góðir leikir,“ sagði Harpa.

Atvinnumaður á Íslandi - Hvað með framtíðina hjá sjálfri þér? Langar þig ekki til að spreyta þig á erlendum vettvangi? „Það væri fyrst og fremst draumur að geta orðið atvinnumaður í íþrótt sinni á Íslandi en það er frekar horft til þess að eyða peningum í erlenda leikmenn. Ég er komin með fjölskyldu og líf mitt er byrjað hér á landi og það er meira en að segja það að rífa sig upp og fara út. Maður rynni svolítið blint í sjóinn að fara til útlanda og það er kannski meiri áhætta en ég vil taka. Það er hins vegar ekki spurning að ég væri til í taka þann slag ef ég væri yngri. Núna er ég með fjölskyldu, í vinnu og námi. Ég á þriggja ára strák og átta ára stjúpdóttur sem býr hjá okkur.“

Maður er aldrei stoltari - Er alltaf jafn gaman að taka þátt í verkefnum með íslenska landsliðinu? „Maður er aldrei stoltari en þegar maður tekur þátt í verkefnum með íslenska lands-

liðinu og það eru bara forréttindi að mínu mati. Það voru gríðarleg vonbrigði að komast ekki í umspil um sæti á heimsmeistaramótinu en mér fannst sem áður við leika vel lengstum. Framtíðin er björt og ég hlakka mikið til að takast á við næstu Evrópukeppni,“ sagði Harpa.

Nýt góðu stundanna Eins og kom fram hér að framan skoraði Harpa 27 mörk í deildinni á síðasta tímabili og sagði hún aldrei að vita hvort henni tækist að skora meira á því næsta. „Mér finnst skipta mestu máli að liðið leiki vel og vonandi skila sér þau mörk sem ég skora fyrir liðið. Mér finnst það breytast með árunum hvað ég nýt þess betur að leika knattspyrnu. Með ákveðnum þroska og breyttum áherslum er maður yfirvegaðri og nýtur góðu stundanna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í viðtalinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Samningar vegna 5. Landsmóts UMFÍ 50+ á Blönduósi undirritaðir á, góð íþróttamannvirki eru þar og almenn þjónusta er með ágætum. Íþróttakeppnin fer öll fram á Blönduósi. Undirbúningur er hafinn fyrir nokkru og er mikill metnaður í heimamönnum að gera mótið sem allra best úr garði. Lögð verður áhersla að taka vel á móti öllum mótsgestum. Mótið verður svipað og

þau fyrri en þó verður lögð meiri áhersla á afþreyingu og skemmtun. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru boccia, bridds, dráttarvélaakstur, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, júdó, lomber, einstaklings- og liðakeppni í pútti, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund.

SUNDLAUGIN Á A KU R E Y R I Va t n a v e r ö l d f j ö l s k y l d u n n a r

Þó

ru

Kaup vang sstræ ti

Í

byrjun desember voru undirritaðir samningar vegna 5. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli Ungmennasambands Austur-Húnvetninga og Ungmennafélags Íslands um framkvæmd mótsins. Mótið verður haldið á Blönduósi dagana 26.–28. júní næsta sumar. Blönduós er góður staður til að halda slíkt mót

Afgreiðslutímar:

nn

ar str æ ti

www.visitakureyri.is

Sumar (2/6–29/8): Virkir dagar 6.45–21.00. Helgar 8.00–19.30. Vetur (30/8–1/6): Virkir dagar 6.45–21.00. Helgar 9.00–18.30. SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Gengið á sextán fjöll í gönguverkefni HSK 2014

H

éraðssambandið Skarphéðinn gekkst fyrir gönguverkefni í sumar undir heitinu Fjölskyldan á fjallið. Þar voru fjölskyldur hvattar til að ganga saman á fjöll á sambandssvæði HSK, þ.e. í Árnes- og Rangárvallasýslum. Tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á almenningsíþróttaverkefnum HSK og UMFÍ og gildi útiveru og hreyfingar, ásamt því að hvetja til samveru fjölskyldunnar. Verkefnið hóf göngu sína um miðjan maí og stóð fram í september. Vikulega var tilnefnt eitt nýtt fjall en alls voru fjöllin í verkefninu sextán talsins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Dagskrána, fréttablað Suðurlands, en í hverri viku birtist í blaðinu stuttur pistill um fjall vikunnar. Á heimasíðu HSK var hægt að sækja upplýsingar um fjöllin og verkefnið. Þar var einnig hægt að sækja þátttökublöð og skrá þátttöku sína eða fjölskyldunnar. Intersport á Selfossi var samstarfsaðili verkefnisins og gaf vöruúttektir sem veittar voru eftir að verkefninu lauk. Sævar Jónsson á Snjallsteinshöfða í Rangárþingi ytra fékk sérstök verðlaun fyrir að hafa gangið á öll fjöllin sextán. Þá voru dregnar út þær Aldís Sigfúsdóttir, Selfossi, og Árný Gestsdóttir, Suður-Nýjabæ 2, Þykkvabæ, og fengu þær vöruúttektir hjá Intersport.

Sævar Jónsson, sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa gengið á öll fjöllin, ásamt Erni Guðnasyni, varaformanni HSK.

HSK hefur tekið þátt í gönguverkefni UMFÍ Göngum um Ísland frá því að verkefnið hófst árið 2002. Á hverju ári hefur UMFÍ gefið út litla göngubók með stuttum gönguleiðum um land allt ásamt fjallgönguleiðum sem

sambandsaðilar hafa tilnefnt á hverju ári undir heitinu Fjölskyldan á fjallið. HSK hefur tekið þátt í því verkefni frá upphafi og samtals tilnefnt 22 fjöll. Fjöllin sextán, sem voru í verkefni HSK í sumar, hafa öll verið tilnefnd þar.

Skotíþróttafélag Reykjavíkur

S

kotíþróttinni hér á landi hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt og eins hafa verið stofnuð ný félög og eru aðildarfélög innan Ungmennafélags Íslands ekki þar undanskilin. Á Landsmótum UMFÍ hefur um langt árabil verið keppt í skotfimi við góðan orðstír.

Elsta íþróttafélag landsins Í sögu Skotfélags Reykjavíkur kemur fram að félagið á sér langa sögu í borginni, en það er elsta íþróttafélag landsins og var stofnað 2. júní árið 1867. Fyrstu skotæfingar félagsins fóru fram við Tjörnina í Reykjavík en heimildir um skotæfingar við Tjörnina ná enn lengra aftur. Það er því rík hefð fyrir skotfimi í Reykjavík. Skothúsvegur við Tjörnina í Reykjavík dregur nafn sitt af Skothúsi Skotfélags Reykjavíkur, en húsið reistu Skotfélagsmenn um það leyti sem félagið var stofnað. Húsið stóð u.þ.b. þar sem nú er Tjarnargata 35, og hét þá því formlega nafni „Reykjavigs Skydeforenings Pavillon“. Skothúsið, eins og það var kallað í daglegu tali, var félagsheimili Skotfélagsmanna, sem síðar var notað sem íbúðarhús og loks rifið um 1930. Skothúsvegur liggur milli Suðurgötu og Laufásvegar, í austur og vestur, þvert yfir Tjörnina og er að hluta á brú sem var fyrst smíðuð árið 1920.

Íslenskir og danskir menn stóðu að stofnun félagsins Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur á sér lengri forsögu en frá formlegri stofnun þess 1867. Íslenskir og danskir menn stóðu að stofnun félagsins. Fyrir stofnun félagsins voru stundaðar skotæfingar við Tjörnina í Reykjavík frá árinu 1840. Þá voru leyfðar skotæfingar á litlum tanga sem lá út í Tjörnina þar sem Skotfélagsmenn reistu síðar skotvörðu rétt austan við Skothúsið. Skotfélagsmönnum var gert að skjóta í suður, í áttina að Skildinganesi. Skotstefnan var samsíða Suðurgötu, í átt að Skerjafirði.

Í Baldurshaga og kjallara Laugardalshallarinnar Skotfélag Reykjavíkur varð að víkja með starfsemi sína 1993 úr Baldurshaga og hafði til skamms tíma einungis aðstöðu til bráðabirgða í kjallara Laugardalshallar þar sem eingöngu var æft og keppt með loftbyssum á 10 metrum. Starfsemi félagsins í innigreinum var loks flutt í Egilshöllina í Grafarvogi árið 2004, þar sem félagið hefur komið upp framtíðaraðstöðu.

Útiskotsvæði í Leirdal Uppbygging skotíþróttarinnar á gamla svæði félagsins í Leirdal var í góðum farvegi og árangur skotmanna í mikilli framför þegar því var lokað árið 2000. Til marks um það tók Alfreð Karl Alfreðsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, þátt á Ólympíuleikunum í Sydney í haglabyssugreininni Skeet sama ár.

Starfsemi félagsins lá niðri í útiskotgreinum um árabil á árunum 2000 til 2007 vegna aðstöðuleysis, en margs konar tafir við framkvæmdir nýs svæðis hjá borgaryfirvöldum orsökuðu það. En framtíð Skotfélags Reykjavíkur hefur verið tryggð til framtíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi.

Aðstaða í Egilshöll og á útisvæði á Álfsnesi Á árinu 2004 hófst starfsemi félagsins í innigreinum í nýju skothúsi í Egilshöll, en þar er aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta, sem stundaðar eru innanhúss, s.s. æfingar og keppnir í skotgreinum á 25 og 50 metra brautum og á 10 metra brautum. Starfsemi félagsins hófst á nýju útiskotsvæði á Álfsnesi á árinu 2007. Með opnun svæðisins á Álfsnesi er lagður grunnur að miðstöð fyrir alla þá sem stunda skotíþróttir og skotfimi hvers konar. Svæðið er hannað sem íþróttasvæði fyrst og fremst, en einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skotveiðimenn til æfinga og ekki síst aðstöðu fyrir þá sem stunda skotfimi sem tómstundasport. Á Álfsnesi er skotsvæði sem er löglegt fyrir alþjóðamótahald og er stefnt að því að haldin verði alþjóðaskotmót á svæðinu, s.s. skotgreinar á smáþjóðaleikum, Norðurlandamót í haglagreinum, Bench-Rest-riffilkeppnir o.s.frv. Skotsvæði félagsins á Álfsnesi er heilsárssvæði og þar er aðstaða fyrir skammbyssu-, rifflaog haglabyssugreinar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Héraðssamband Strandamanna 70 ára

Straumhvörf þegar íþrótta H éraðssamband Strandamanna, HSS, fagnaði 70 ára afmæli sínu í félagsheimilinu á Hólmavík 19. nóvember sl. Af því tilefni var aðildarfélögum, iðkendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum ásamt sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum og öðrum áhugasömum boðið að gera sér glaðan dag saman. Tímamót sem þessi eru kjörið tækifæri til að líta yfir farinn veg, læra af því sem liðið er og setja stefnuna fyrir tímann sem fram undan er.

Áhersla á samheldni Fundurinn var léttur og skemmtilegur og áhersla lögð á samheldni og skapandi hugmyndavinnu og markmiðssetningu héraðssambandsins. Tilgangurinn var að þétta raðir áhugafólks um íþróttastarf á Ströndum, skapa samstarfsvettvang og deila hugmyndum að því hvernig gera megi gott starf enn betra.

Ákveðin festa kom með ráðningu starfsmanns Fáir þekkja innviði HSS betur en Vignir Pálsson, formaður sambandsins. Hann sagði engum vafa undirorpið að HSS hefði með starfsemi sinni gegnt veigamiklu uppbyggingarstarfi á starfssvæði sínu í gegnum tíðina. Að hans mati varð mikil breyting á starfseminni þegar náðist samkomulag við sveitarfélagið um aðgang að starfsmanni allt árið um kring. Með því hefði skapast ákveðin festa í öllu starfinu. Með ráðningu hans hefði margt breyst til hins betra sem kæmi nú æ betur í ljós. Vignir sagði að margir hefðu horft til þessa samstarfs og tekið síðan upp svipað verklag með einum eða öðrum hætti. Starfið væri alltaf í endurskoðun en samt sem áður hefði þetta komið einstaklega vel út.

Tímarnir hafa breyst „Tímarnir breytast og mennirnir með og segja má að skipulagning og framtíðarsýn sé ávallt til athugunar og skoðunar. Ég held að það verði breyting á íþróttahéruðunum í framtíðinni og auðvitað hafa orðið breytingar nú þegar samhliða breytingum á sveitarfélögum. Ég get nefnt í því sambandi að svæði Ungmennafélagsins Hörpu er nú orðið hluti af Húnaþingi vestra. Eins og við vitum öll sem erum í íþrótta-, barna- og unglingastarfi er ósköp eðlilegt að þegar mörk sveitarfélaganna breytast, þá breytist auðvitað umráðasvæði sveitarfélaganna,“ sagði Vignir.

Skipulagning mótshalds - Í hverju er starf HSS aðallega fólgið nú? „Héraðssambandið er regnhlífarsamtök félaganna hérna á svæðinu og á fyrst og

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

fremst að vera tengiliður í þágu þeirra við UMFÍ og ÍSÍ og deila út lottópeningum svo að eitthvað sé nefnt. Ennfremur er stór þáttur í starfi okkar að skipuleggja mótshald af ýmsu tagi og standa frjálsar íþróttir þar upp úr. Hér er starfandi líflegt skíðafélag og ennfremur golfklúbbur og starfið fer bara vaxandi. Yfir sumartímann eru skipulagning og þátttaka okkar í Unglingalandsmótum veigamikil en 22 einstaklingar kepptu á okkar vegum í Unglingalandsmótinu sem haldið var á Sauðárkróki síðasta sumar. Krakkarnir kepptu í frjálsum íþróttum, körfubolta, fótbolta og mótokrossi. Við höfum um 12 ára skeið verið í samstarfi við Húnaþing vestra með þátttöku á Unglingalandsmótum og hefur það samstarf gefist mjög vel. Það samstarf hefur aðallega legið í því að senda fólk sameiginlega til þátttöku í fótbolta og körfubolta.“


húsið og sundlaugin komu

Öflugt vetrarstarf á Hólmavík „Hvað starfið sjálft innan HSS áhrærir hefur þátttaka fólksins hér á svæðinu verið bara nokkuð góð svona á heildina litið. Hólmavík er ekki stór staður en starf Ungmennafélagsins Geisla hefur alla tíð verið metnaðarfullt og mikið en á veturna er boðið upp á æfingar í nokkrum íþróttagreinum í íþróttahúsinu. Íþróttaskóli hefur verið starfræktur fyrir yngstu börnin og gefist vel í alla staði. Með tilkomu íþróttahússins, sem tekið var í notkun 2004, tók vetrarstarfið stakkaskiptum og það jókst til muna. Krakkar frá Reykhólum eru í meira mæli farin að sækja í þá þjónustu sem í boði er hér á Hólmavík sem er hin besta þróun. Svo hafa aðilar verið koma og sótt í skíðaaðstöðuna sem er afar jákvætt,“ sagði Vignir.

Góð reynsla af SamVest Vignir kom að SamVest, samstarfi héraðssambanda á vestursvæðinu, sem að hans mati hefur gengið vel. Viðburðir tengdir samstarfinu hafa verið skipulagðir og hefur það ýtt undir áhuga hjá krökkum á svæðinu.

sem var lengi notað sem íþróttasalur og gerði sitt gagn en íþróttahúsið gerði gæfumuninn. Það segir margt um þróunina að þegar ég var ungur voru kenndar íþróttir á ganginum í skólanum. Það hafa því orðið miklar breytingar í þessum efnum á síðustu áratugum, öllum til góðs. Þegar íþróttahúsið og sundlaugin komu urðu straumhvörf, það verður maður bara að segja.“

Bylting með íþróttahúsinu

Meira samstarf við sveitarfélögin

- Tilkoma íþróttahússins hlýtur að hafa markað tímamót í starfi ykkar á sínum tíma? „Það var auðvitað mikil bylting fyrir okkur og gerbreytti allri íþróttaaðstöðunni hér á Hólmavík og nærliggjandi byggðir nutu svo góðs af. Byggt var félagsheimili upp úr 1990

- Ef þú horfir fram á veginn, hvernig sérðu framtíðina hjá HSS? „Ég á von á því að starfið eigi bara eftir að eflast og styrkjast í nánustu framtíð. Ýmsar hugmyndir eru uppi um að efla samstarfið við sveitarfélögin. Ég vil meina að ráðning

tómstundafulltrúa haustið 2011 hafi verið mikið framfaraspor. Hann var í fyrstu í 10% starfi fyrir héraðssambandið en núna er þessi staða orðin 100% starf. Það sýnir bara að full þörf var orðin fyrir það og hagkvæmt fyrir alla að hafa starfsmann til að hugsa um tómstundamál barna og unglinga og ýmislegt annað sem er á hans könnu. Það hafa komið fram hugmyndir um að gera enn betur með ráðningu á íþróttakennurum að skólanum og fá um leið héraðssambandið og félögin að því máli. Að fá manneskju sem gæti verið í fullu starfi og einnig séð um æfingar fyrir félögin og haldið, svo eitthvað sé nefnt, utan um sumarstarf HSS.“

Uppbygging í Selárdal „Ég er bjartsýnn á framtíðina hjá HSS, það þýðir ekkert annað. Nú er að hefjast uppbygging inni í Selárdal, hjá Skíðafélagi Strandamanna, en þar á að reisa hús núna á næstunni. Það er frábært framtak af þeirra hálfu. Einn hluti af Íslandsgöngunni, svokölluð Strandaganga, var haldinn hér á sambandssvæðinu í tuttugasta sinn sl. vetur. Með því að fá hús á svæðið okkar inni í Selárdal breytist aðstaða til æfinga fyrir alla til muna og starfið í heild sinni,“ sagði Vignir Pálsson, formaður HSS, í viðtalinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


TKÍ

Taekwondosamband Íslands

Saga taekwondoíþróttarinnar á Íslandi

T

aekwondo hefur verið stundað á Íslandi frá árinu 1974. Í fyrstu var taekwondo aðeins stundað á Keflavíkurvelli. Árin 1974 til 1978 var félagið Toraki Taekwondo Club keyrt áfram af Ron Hartman. Þar æfðu bæði Bandaríkjamenn og Íslendingar. Fyrsta alíslenska félagið, Dreki, var stofnað af Master Steven Leo Hall í Hafnarfirði árið 1987. Árið 1990 var Taekwondodeild ÍR stofnuð af Master Michael Jörgensen, Kolbeini Blandon og Ólafi William Hand. Sama ár var Kvondonefnd Íslands stofnuð innan Íþróttasambands Íslands. Árið 1991 byrjuðu Master Michael Jörgensen og Ólafur Björn Björnsson að kenna taekwondo í Gallerí Sport. Einherjar komu til sögunnar með Ægi Sverrissyni árið 1993 og Taekwondodeild Fjölnis var stofnuð árið eftir undir umsjón Sigursteins Snorrasonar. Taekwondofélag Ármanns var svo stofnað í janúar 1995 af Master Michael Jörgensen og Ólafi William Hand. Í september 1998 stofnaði Sverrir Tryggvason Taekwondodeild HK og sama ár var Taekwondodeild Þórs á Akureyri stofnuð af

Magnúsi Rönnlund, Sigurbirni Gunnarssyni og Ármanni P. Ágústssyni. Árið 2000 stofnuðu þau Hulda Sólveig Jóhannsdóttir og Jón Ragnar Gunnarsson Taekwondodeild Bjarkar í Hafnafirði. Sama ár stofnuðu þeir

Sigursteinn Snorrason og Normandy Del Rosario Taekwondodeild Keflavíkur. Á ársþingi ÍSÍ þann 28. apríl 2002 var Taekwondosambands Íslands stofnað og fékk sambandið skammstöfunina TKÍ. Með þessu varð íþróttin fullgild innan Íþróttasambands Íslands. Stofnfundur sambandsins var haldinn 17. september 2002 og var Snorri Hjaltason kosinn fyrsti formaður. Á fundinum var ný táknmynd TKÍ, hönnuð af Erlingi Jónssyni, einnig samþykkt. Taekwondofélagið Afturelding var stofnað 2002 af Sigursteini Snorrasyni. Árið 2003 var Taekwondofélag Selfoss stofnað að hans tilstuðlan. Deildin var fyrst undirdeild Fjölnis en varð síðan Taekwondodeild Umf. Selfoss 2008. Árið 2005 stofnuðu þeir Hlynur Gissurarson og Kjartan Sigurðsson Taekwondodeild Fram. Yngsta Taekwondofélagið er Taekwondodeild KR, en hún var stofnuð 2006 af Sigursteini Snorrasyni. Í dag eru eftirtalin taekwondofélög starfandi: Afturelding, Ármann, Björk, Fjölnir, Fram, ÍR, Keflavík, KR, Selfoss, Stjarnan og Þór.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

26

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Ástrós Brynjarsdóttir, 15 ára taekwondostúlka úr Keflavík:

Gott að æfa taekwondo á Íslandi

Á

strós Brynjarsdóttir, 15 ára gömul taekwondostúlka úr Keflavík, hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og er talin eitt mesta efni sem komið hefur fram í íþróttinni hér á landi. Ástrós var valin taekwondokona Íslands árið 2012 og 2013.

Norðurlandameistari 2013 og 2014 Á árinu 2013 var hún valin besti keppandinn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik International games sem er alþjóðlegt mót. Ástrós varð Norðurlandameistari 2013 og 2014. Árið 2013 keppti hún auk þess á tveimur Evrópumótum og þremur alþjóðlegum mótum. Á þessu ári hefur hún náð mjög góðum árangri hér heima og erlendis og sérstaklega á tveimur heimsmeistaramótum sem haldin voru í Taiwan og í Mexíkó. Ástrós er, eins og áður sagði, mikið efni og hefur sýnt ótrúlegan vilja og framfarir. Hún hefur æft með ólympíukeppendum og heimsklassaþjálfurum, vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer, og unnið hvert mótið á fætur öðru.

Búin að æfa í bráðum átta ár

Vann ríkjandi Evrópumeistara

„Ég hóf að æfa taekwondo í öðrum bekk í grunnskóla og er því búin að æfa í bráðum átta ár. Ástæðan fyrir því að ég fór í taekwondo var að stóri bróðir minn, Jón Steinar, æfði þessa íþrótt og mig langaði til að prófa. Eins byrjaði besta vinkona mín að æfa einmitt á þessum tíma og allt hafði þetta áhrif. Bróður minn er nýhættur að æfa en hann var mjög efnilegur og náði svarta beltinu,“ sagði Ástrós Brynjarsdóttir í samtali við Skinfaxa.

„Ég æfi á hverjum degi, einn og hálfan tíma í senn, en þegar styttist í mót æfi ég meira. Ég keppi á mörgum mótum hér heima og erlendis á hverju ári. Ég keppti á heimsmeistaramótum í Taiwan og Mexíkó á þessu ári og var ánægð með frammistöðu mína. Á mótinu vann ég í mínum aldursflokki ríkjandi Evrópumeistara,“ sagði Ástrós.

Ég á mér draum

Taekwondo er vinsæl íþrótt Ástrós sagði að tíminn í taekwondo væri búinn að vera ofsalega skemmtilegur. Hún prufaði að æfa körfubolta, fimleika, fótbolta og dans áður en hún ákvað að hella sér alfarið í taekwondo. Hún keppir í unglingaflokki 15–17 ára en oft keppir hún upp fyrir sig og þá í fullorðinsflokki. Þessi íþrótt er alltaf að verða vinsælli á Íslandi en á alþjóðavísu hefur taekwondo mikla útbreiðslu.

Ástrós á landsliðsæfingu ásamt Edinu Lents þjálfara.

Ástrós ásamt íslensku keppendunum á Heimsmeistaramótinu 2014.

Ástrós og Lisa Lents landsliðsþjálfari á heimsmeistaramótinu.

- Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Ertu búin að setja þér einhver markmið? „Það er mjög gott að æfa taekwondo á Íslandi og við erum eins og ein stór fjölskylda, samheldnin er mikil og sterk. Ég á mér draum og hef sett mér markmið að verða Evrópuog heimsmeistari. Ég tel mig eiga góða möguleika á að komast á verðlaunapall á Evrópumótinu í mínum aldursflokki á næsta ári. Síðan hef ég sett stefnuna á Ólympíuleikana 2020,“ sagði Ástrós hress í bragði.

Ástrós á móti í Danmörku skömmu fyrir HM.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Glæsileg 100 ára afmæl H

éraðssamband Þingeyinga, HSÞ, hélt upp á 100 ára afmæli sitt með glæsilegri afmælishátíð að Laugum í Reykjadal sunnudaginn 2. nóvember síðastliðinn. Á hátíðinni sem var vel sótt var m.a boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð sem Kvenfélag Reykdælinga sá um. Margt var til skemmtunar á afmælishátíðinni, s.s. glímusýning og þjóðdansar sem þjóðdansaflokkurinn Þistilhjörtun sýndi. Flutt var söguágrip HSÞ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, ávarpaði samkomuna. Hún færði HSÞ silfurplatta að gjöf frá hreyfingunni. Einnig sungu Karlakórinn Hreimur og Sálubót nokkur lög. Þá voru nokkrir einstaklingar í héraði heiðraðir sérstaklega í tilefni afmælisins fyrir vel unnin störf fyrir HSÞ á undangengnum árum og áratugum.

Sögusýning sett upp Á afmælishátíðinni að Laugum var sett upp sögusýning með munum og minjum frá ýmsum íþróttaviðburðum sem tengjast sambandinu á liðnum árum. Gestir gátu keypt ýmsan varning á samkomunni, eins og HSÞ-jakka og dvd-diska með efni frá Landsmótunum sem haldin voru árin 1946,1961 og 1987. Einnig voru til sölu nokkur eintök af 50 ára sögu HSÞ sem kom út árið 1965.

Saga HSÞ skrifuð Í tengslum við afmælið hefur verið ákveðið að gefa út sögu Héraðssambands Suður-Þingeyinga (HSÞ) og Ungmennasambands Norður-Þingeyinga (UNÞ) í veglegu riti. Ritstjóri þess er Björn Ingólfsson. Saga

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Héraðssambands Suður-Þingeyinga árin 1914–1964 kom út árið 1965. Því verða seinni 50 árunum fyrst og fremst gerð skil í þessu riti. Sumarið 2007 sameinuðust HSÞ og UNÞ í Héraðssamband Þingeyinga. Þar sem HSÞ var eldra hélt það stofnár sér í sameiningunni, en það var stofnað 31. október árið 1914.

Mörg verkefni hjá HSÞ á afmælisárinu Mörg önnur verkefni hafa tengst aldarafmælinu á þessu ári eins og t.d. veglegra ársþing. Gefið var út afmælis- og landsmótsblað sem bar heitið Héraðssamband Þingey-

inga – Hornsteinn í héraði og Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Húsavík. Þá litu nýir jakkar og bolir sambandsins dagsins ljós og voru þeir merktir með ártölunum 1914–2014. Útbúnir voru pennar og lyklakippur með merki og ártölum sambandsins. Sumarleikar HSÞ voru með veglegra móti og m.a. boðið upp á leiktæki. Þátttökugjald var niðurgreitt á Unglingalandsmóti UMFÍ og boðið upp á veglegar veitingar í tjaldi HSÞ á mótinu. Einnig var sett upp sögusýning í Safnahúsinu á Húsavík sem var opin í rúman mánuð í sumar.


ishátíð HSÞ að Laugum Fjölbreytt starf HSÞ Héraðssamband Þingeyinga hefur skipað stóran sess í hjörtum Þingeyinga og stuðlað að samheldni, félagsþroska og uppbyggingu samfélagsins, sem viðkemur bæði mannvirkjum og mannauði. Þegar saga sambandsins er skoðuð kemur í ljós að starf þess hefur tekið miklum stakkaskiptum í gegnum tíðina, farið í gegnum hæðir og lægðir, staðið af sér erfiða tíma og eflst og dafnað.

31 aðildarfélag í dag Sambandið samanstendur af 31 aðildarfélagi árið 2014 sem standa fyrir margvíslegri starfsemi. Þar eru golfklúbbar, hestamannafélög, fjölgreinafélög, akstursklúbbur, skákfélag og skotfélag. Félagar sambandsins eru 3381 og iðkendur 1909. Þar af eru 859 undir 18 ára aldri.

Spennandi tímar Nú hefur sambandið starfað í heila öld og nýir og spennandi tímar eru framundan. Það er á valdi Þingeyinga að sjá til þess að sambandinu takist að starfa og dafna á komandi árum samfélagi okkar til heilla. Það er í þeirra höndum að standa vörð um þennan merka menningararf sem allir eiga saman og sameinast í kjörorðunum: „Ræktun lýðs og lands“.

Svipmyndir úr starfi HSÞ og UNÞ

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


= gVÂhegZci

Breiðdalur °Wgdh^g k^Â Ä g

6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira! Kannaðu málið! www.breiddalur.is

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ:

HSÞ-hjartað slær fast í brjósti mér

S

tarfsemi HSÞ gengur vel í dag og aðildarfélög sambandsins eru mörg hver mjög virk. Það er búið að vera mikið af verkefnum í gangi í tengslum við afmælisárið. Það hefur eflt alla undirstarfsemina svo að þá má segja að skemmtileg starfsemi sé á svæðinu akkúrat í dag,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, þegar ritstjóri Skinfaxa settist niður með henni til að fræðast örlítið um HSÞ, en sambandið fagnaði nýlega merkum áfanga er það varð 100 ára.

„Þetta snýst að miklu leyti um að halda vel utan um hlutina, vera vel vakandi og hafa góða yfirsýn“. fræðilega er það ekki auðvelt. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur ekki orðið eins og við hefðum vonast eftir og í þeim efnum þarf að gera miklu betur. Við erum alltaf að ýta við sveitarfélögunum en það er í þeirra valdi á hverjum stað að ákveða hvað gert er í þessum efnum. Eins og við vitum er fjárhagur sveitarfélaga ekki öflugur nú um stundir. Þetta verður því erfitt og á brattann að sækja en hins vegar er mjög mikilvægt að við reynum að byggja upp íþróttamannvirki jafnt og þétt þannig að við höfum bestu aðstæður að bjóða,“ sagði Jóhanna.

HSÞ hefur gegnt mikilvægu hlutverki í heila öld Jóhanna hefur gegnt formennsku í HSÞ í fimm ár og segir starfið gefandi og skemmtilegt. Hún sagði að héraðssambandið skipti miklu máli á svæði sínu. Sambandið væri hornsteinn í héraði og væri búið að gegna miklu hlutverki í heila öld. Starfið hefði skilað miklu fyrir samfélagið, í tengslum við byggðamál, samgöngur og ekki síst menntamál. Hún sagði að starfið hefði ekki eingöngu snúist um íþróttamál í gegnum tíðina.

Við eigum mörg tækifæri og margt ógert

Starfið snýst um miklu meira en bara íþróttir „Héraðssamböndin sinna ekki bara íþróttum og íþróttasinnuðum viðburðum. Starfið er miklu meira. Verkefnin eru allt önnur í dag en fyrir einhverjum áratugum. Það kemur m.a. til af því að Héraðssamband Þingeyinga er nú sameinað Ungmennasambandi NorðurÞingeyinga og Héraðssambandi Suður-Þingeyinga. Þegar aðildarfélögin voru færri og svæðin minni voru verkefnin mjög ólík því sem er í dag. Samböndin eru orðin meiri regnhlífarsamtök og halda utan um 31 aðildarfélag sem eru sjálfstæðari en áður. Áður fyrr sáu stjórnir Héraðssambands Suður-Þingeyinga og Ungmennasambands Norður-Þingeyinga að mestu leyti um verkefni á borð við mótshald svo eitthvað sé nefnt. Héraðssambandið styður miklu fremur við aðildarfélög sín í dag en áður,“ sagði Jóhanna.

Áherslurnar hafa breyst með tíð og tíma - Hefur aðildarfélögum fjölgað á síðustu árum? „Já, þannig hefur það orðið og gaman er að sjá hver breytingin hefur orðið í gegnum tíðina. Núna erum við komin með mjög virkt skákfélag og landsliðsmenn í skák. Við erum líka allt í einu komin með öfluga bogfimi og höfum náð ótrúlegum árangri á allra síðustu árum. Ennfremur erum við með akstursíþróttaklúbb og vorum m.a. með mótocross á Landsmótinu 2013. Svo má líka nefna golf og hestaíþróttir. Núna er komin golfdeild innan eins aðildarfélags okkar sem er mjög spennandi. Áherslurnar hafa breyst með tíð og tíma sem er hið besta mál. Hér áður fyrr voru glíma, frjálsar íþróttir, sund og knattspyrna aðalgreinarnar.“

„Uppbygging íþróttamannvirkja hefur ekki orðið eins og við hefðum vonast eftir og í þeim efnum þarf að gera miklu betur“

- Ertu ekki stolt af HSÞ og þeim verkefnum sem það hefur stýrt í gegnum tíðina? „Ég er verulega stolt af HSÞ, hef alltaf verið það og er mikill Þingeyingur í mér. HSÞ-hjartað slær fast í brjósti mér. Ég sé ekki annað en að starfsemi HSÞ muni eflast jafnt og þétt í framtíðinni. Við eigum svo mörg tækifæri og það er margt sem við eigum ógert og við getum bætt í á mörgum sviðum. Þetta snýst að miklu leyti um að halda vel utan um hlutina, vera vel vakandi og hafa góða yfirsýn. Styðja og styrkja vel aðildarfélögin en þar er mannauðurinn. Starfið snýst að verulegu leyti um sjálfboðaliðann og það verkefni finnst mér fara dvínandi, því miður. Það er orðið vandamál í dag að efla starf sjálfboðaliða en það er eitt af hlutverkum héraðssambandsins að halda vel utan um að störf þeirra haldist í héraði. Það er ekki sjálfgefið að fólkið hoppi af götunni og fari að vinna sem sjálfboðaliðar. Það þarf að sækja þennan mikilvæga hlekk og við þurfum að minna okkur á það að við höfum ákveðnar samfélagslegar skyldur. Að mínu viti er þetta að tapast hjá yngri kynslóðinni í dag. Þeim finnst að þau eigi að fá allt upp í hendurnar en við verðum að leggja áherslu á að breyta því. Það er stórt, ögrandi og krefjandi verkefni að sinna þessari samfélagsskyldu.“

Aðstaðan mætti vera betri

Þurfum að nýta tækifærin og vinna betur með öðrum

- Hvað með aðstöðuna sem iðkendur búa við? „Aðstaðan mætti alltaf vera betri. Það vantar töluvert upp á aðstöðu í stærsta bæjarfélagi okkar. Aðstaðan á Laugum er aftur á móti til fyrirmyndar en það er langt fyrir marga að sækja þangað æfingar. Starfssvæði okkar er stórt en það nær frá Grenivík til Bakkafjarðar. Það er því erfitt fyrir þá sem eru langt í burtu að sækja allt í Laugar í Reykjadal og land-

- Hvernig sérðu framtíð HSÞ fyrir þér? „Ég tel að hún sé björt. Það er margt að gerast og við vitum að það er ýmislegt að breytast sem tengist íþróttahéruðunum. Við verðum að horfa á það sem spennandi verkefni inn í framtíðna. Við þurfum líka að nýta tækifærin til að vinna betur með öðrum samböndum,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður Héraðssambands Þingeyinga.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Hermann Níelsson sæmdur gullmerki UMFÍ

H

ermann Níelsson var þann 30. október sl. sæmdur gullmerki Ungmennafélags Íslands fyrir störf sín í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar og íþrótta í landinu. Stjórn UMFÍ samþykkti á fundi í september að sæma Hermann þessum virðingarvotti. Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) og stjórnarmaður í UMFÍ, afhenti Hermanni merkið á Landsspítalanum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur vegna illvígra veikinda. Hermann, sem er fæddur á Ísafirði árið 1948, var formaður UÍA árin 1977–1985 og framkvæmdastjóri sambandsins í þrjú ár á undan. Eftir að hafa útskrifast sem íþróttakennari frá Laugarvatni fluttist Hermann austur á Hérað til að kenna íþróttir við Alþýðuskólann á Eiðum.

Hann hóf þegar afskipti af starfi UÍA og hélt þeim áfram, meðal annars með uppbyggingu maraþons á Egilsstöðum, þótt hann hætti sem formaður. Þá var hann um tíma formaður knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum. Hermann kenndi einnig við Bændaskólann á Hvanneyri, Menntaskólann á Egilsstöðum og Menntaskólann á Ísafirði. Á Ísafirði var hann á sínum tíma einn af stofnendum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og síðar formaður Knattspyrnufélagsins Harðar þar sem hann starfaði ötullega að uppbyggingu glímuíþróttarinnar. Stjórn UMFÍ og ungmennafélagshreyfingin öll sendir Hermanni og fjölskyldu hans góðar kveðjur.

Útbreiðsluferðir FÁÍA í Húnavatnssýslum og til Siglufjarðar

S

tjórnarmenn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur verið á ferð um landið í haust og vetur til að kynna starfsemi félagsins. Laugardaginn 7. nóvember síðastliðinn fóru Anna Bjarnadóttir, Þórey S. Guðmundsdóttir og Flemming Jessen norður í A-Húnavatnssýslu til að kenna og fræða íbúa sýsl-

unnar í boccia, ringo, ýmsum dönsum, aðallega stóladönsum, auk leikfimi. Byrjað var í íþróttahúsinu á Blönduósi en svo var sama dagskrá á Skagaströnd síðar um daginn. Því miður sáu sér ekki margir fært á að mæta, en þeir sem komu létu vel af dagskránni. Þess má geta að fimm gestir úr V-Húnavatnssýslu mættu á Skagaströnd.

Ferðin norður var ekki síður ætluð til þess að styrkja og koma hreyfingu á undirbúning heimamanna fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem verður þar næsta sumar. Þá var farin mjög vel heppnuð ferð til Siglufjarðar og haldið námskeið í boccia þar sem farið yfir reglur og þjálfun. Hluti þátttakenda tók að lokum dómarapróf.

Styrktarsamningur milli UMSE og Bústólpa endurnýjaður

U

ndirritaður hefur verið nýr styrktarsamningur milli Ungmennasambands Eyjafjarðar og Bústólpa, en Bústólpi hefur verið aðalstyrktaraðili UMSE í mörg ár. Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE og Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Bústólpa á Akureyri. Samningurinn tekur til áranna 2014, 2015 og 2016. Á samningstímanum veitir Bústólpi árlegan fjárstyrk til sambandsins líkt og í fyrri samningum. Nýjung að þessu sinni er að Bústólpi mun á samningstímanum veita árlega sérstakan styrk til uppbyggingar barna- og unglingastarfs. Styrkinn mun hljóta aðildarfélag UMSE sem að mati stjórnar UMSE hefur með

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

einhverjum hætti skarað fram úr í barna- og unglingastarfi eða verið með á sínum vegum sérverkefni sem miðar að uppbyggingu og/eða útbreiðslu barna- og unglingastarfsins. Með samningnum eru undirstöður reksturs UMSE tryggðar enn frekar og mun starfsemi sambandsins þannig haldast öflug áfram. „Við erum mjög ánægð með að hafa endurnýjað styrktarsamninginn við Bústólpa. Allir styrkir eru mikilvægir og hjálpa okkur í starfinu.Við höfum ennfremur verið að fá styrki frá sveitarfélögunum hér á sambandssvæðinu,“ sagði Bjarnveig Ingvarsdóttir, formaður UMSE, í spjalli við Skinfaxa.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Jóla- og nýjárskveðjur

Drloitte Síldarvinnslan Klettur/Fabrikkan

Landsnet Samherji Eskja Eskifirði

Grindavík

Það leika að meðaltali

Alls leika um

landsliðsmenn fótbolta

fótbolta með liðum

250

20.000

KOMDU Í

FÓTBOLTA

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Íþróttafélagið Gerpla

Gerpla í fremstu röð

Í

þróttafélagið Gerpla var stofnað í apríl 1971. Félagið hefur undanfarna áratugi verið eitt af öflugustu fimleikafélögum landsins og á nú íþróttamenn á heimsmælikvarða. Fyrstu árin voru æfingar í gamla leikfimisalnum í Kópavogsskóla. Árið 1978 fluttist starfsemin að Skemmuvegi 6 og var þar allt til ársins 2005 er Gerpla flutti í núverandi aðstöðu sína í Versölum. Flutningur starfseminnar þangað var mikil lyftistöng fyrir félagið en þar er aðstaðan öll fyrsta flokks. Húsið er þétt skipað alla daga frá morgni til kvölds og nú þegar er farið að huga að viðbótarhúsnæði undir starfsemi félagsins.

Starfsemi Gerplu hefur aukist mikið undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að iðkendafjöldinn hefur þrefaldast frá árinu 2005 og er fimleikadeildin sú stærsta hér á landi. Hjá félaginu starfa 120 starfsmenn. Allir þjálfarar vinna samkvæmt námsskrá félagsins og eru þeir mjög vel menntaðir.

Fimleikafólk Gerplu hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina og hampað fjölda titla hér á landi á hverju ári. Síðustu ár hefur kvennalið Gerplu náð einstökum árangri í hópfimleikum með því að verða í tvígang Evrópumeistarar og nú í haust hafnaði liðið í öðru sæti á mótinu sem haldið var í Laugardal.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Íþróttafélagið Gerpla Harpa Þorláksdóttir, formaður Gerplu:

Fimleikar eiga bara eftir að vaxa og dafna

H

arpa Þorláksdóttir hefur gegnt formennsku í Íþróttafélaginu Gerplu frá 2013, en hún sat áður í stjórn félagsins. Harpa sagði í samtali við Skinfaxa að það væri gríðarlega mikil starfsemi innan Gerplu.

Stærsta íþróttadeild landsins „Iðkendur hjá okkur í dag eru um 1700 og starfsmenn 120. Gerpla er því stærsta einstaka íþróttadeildin á landinu hvað iðkendafjölda snertir. Við erum með áhalda- og hópfimleikadeild og almenna deild þar sem auk barna, unglinga og fullorðinna eru einnig flokkar fyrir fatlaða einstaklinga. Svo bjóðum við upp á parkour sem er vinsælt meðal drengja. Það er gaman að segja frá því að félagið fékk fyrir skemmstu jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningu Kópavogsbæjar sem við erum afar stolt af,“ sagði Harpa.

Við önnum ekki eftirspurn Fimleikar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi í mörg ár og hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt. Harpa var innt eftir hvort Gerpla annaði eftirspurn. „Nei, því miður önnum við ekki eftirspurn og það eru biðlistar hjá okkur. Þeir eru mislangir eftir því á hvaða aldri börnin eru, en sumir hafa beðið í allt að þrjú ár eftir plássi. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld í Kópavogi um að finna lausn á því máli en við munum fá aðstöðu í íþróttahúsi sem mun rísa við Vatnsendaskóla og verður sérsniðið að fimleikum.“

Frá morgni til kvölds - Hvernig er nýting íþróttahússins í Versölum? „Fimleikahúsið er í notkun frá því á morgnana til klukkan rúmlega tíu á kvöldin. Við vorum með gríðarlegan fjölda inni í salnum á hverjum tíma en þegar það var farið að bitna á iðkendum og þjálfurum settum við okkur

það markmið að iðkendur yrðu aldrei fleiri en 200 í húsinu í einu. Við höfum ekki komist hjá því að leigja aðstöðu fyrir okkar eigin iðkendur í íþróttahúsum í öðrum bæjarfélögum.“

Góður árangur skiptir máli - Hver er ástæðan fyrir svona miklum vinsældum fimleika hér á landi? „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að fimleikar eru gríðarlega góð alhliða íþrótt. Svo hefur það einnig haft mikið að segja að fimleikafólk hefur náð góðum árangri bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum. Það hefur haft í för með sér góða kynningu fyrir fimleikana almennt og enn fremur hvað við höfum átt góðar fyrirmyndir. Með tilkomu hópfimleikanna upp úr 1990 jókst framboðið til fimleikaiðkunar enn frekar. Líftími iðkenda í fimleikum er líka að lengjast og við sjáum eldri iðkendur bæði í áhalda- og hópfimleikum en áður. Margir sjá líka tækifæri í því að færa sig yfir í hópfimleika eftir að áhaldafimleikaferli lýkur og eiga þá jafnvel mörg ár eftir í fimleikum. Það má því með sanni segja að iðkendur í fimleikum séu að eldast sem er jákvæð þróun,“ sagði Harpa.

Yngstu börnin byrja fyrr - Hvað með uppeldishlutverk félagsins? „Það má segja að það gegni mjög mikilvægu uppeldishlutverki. Börn og unglingar stunda íþróttir mikið og forvarnagildið er mikilvægt. Við erum farin að tvinna það betur saman þannig að yngstu börnin geti byrjað fyrr á daginn til að æfingum þeirra sé lokið þegar vinnudegi foreldranna lýkur. Það tekst ekki alltaf því að við búum við húsnæðisskort en við reynum samt eftir fremsta megni að vinna þetta vel í samvinnu við alla aðila.“

Gríðarleg bylting með Versölum - Hverju breytti nýja fimleikahúsið í Versölum fyrir ykkur? „Það var gríðarleg bylting og Versalir eru mjög fínt fimleikahús. Aðstaðan skiptir öllu máli og við hér í Kópavogi búum almennt séð vel í þeim efnum. Bæjaryfirvöld hafa stutt vel við bakið á okkur.“

Fimleikar eru í miklum vexti - Hvernig sérðu fyrir þér stöðu fimleika á næstu árum? „Ég held að iðkendum eigi bara eftir að fjölga á næstu misserum. Þeim hefur fjölgað mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir þannig að þessi íþrótt er í miklum vexti. Fimleikar eru góð alhliða íþrótt þar sem reynir á flesta hluta líkamans. Það eru stórir árgangar að koma upp í Kópavogi og því sé ég fjöldann bara aukast í framtíðinni. Það er mikil gróska og vöxtur í fimleikastarfinu og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýn. Við höfum á að skipa frábæru starfsfólki, iðkendurnir eru jákvæðir og metnaðarfullir, þannig að starfið getur ekki annað en dafnað og vaxið og framtíð Gerplu er því mjög björt,“ sagði Harpa Þorláksdóttir, formaður Gerplu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Við fjármögnum nýja fjölskyldubílinn Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við þér að fjármagna það sem upp á vantar til að þú getir uppfært fjölskyldubílinn. Við aðstoðum með ánægju.

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

ENNEMM / SÍA / NM61306

Suðurlandsbraut 14

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Bókin Íslensk knattspyrna 2014 komin út

B

ókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2014 eftir Víði Sigurðsson. Er þetta jafnframt 34. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Árið 2014 var einstakt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Karlalandsliðið byrjaði frábærlega í undankeppni EM 2016 með því að sigra Tyrki, Letta og Hollendinga og komst í október í sína bestu stöðu á heimslista FIFA frá upphafi. Stjarnan varð fyrsta íslenska félagsliðið í karlaflokki til að spila í fjórum umferðum í Evrópukeppni og upplifði sannkallað ævintýri. Íslendingar áttu markakónga í Noregi og Hollandi, fyrirliða meistaraliðsins í kvennaflokki í Svíþjóð og þannig mætti lengi telja. Stjarnan varð Íslandsmeistari karla í fyrsta skipti eftir dramatískan úrslitaleik gegn FH og Garðabæjarliðið varð tvöfaldur meistari í kvennaflokki í fyrsta skipti. Fjallað er ítarlega um Íslandsmótið 2014 í öllum deildum og flokkum. Mest um efstu deildir karla og kvenna en einnig um neðri deildirnar og yngri flokkana. Bikarkeppni karla og kvenna er gerð ítarleg skil og fjallað um önnur mót innanlands og margt fleira sem tengist íslenskum fótbolta á árinu 2013.

Í bókinni eru viðtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur, Ingvar Jónsson og Hörpu Þorsteinsdóttur, fjallað sérstaklega um árangur og stöðu karla- og kvennalandsliðanna, um markakónga Íslendinga erlendis, Íslendinga sem hafa spilað 100 landsleiki og margt fleira áhugavert. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Bókin er 256 blaðsíður og þetta er í annað skipti sem hún er öll litprentuð. Hún er prýdd um 350 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum á Íslandsmótinu, ásamt mörgum fleiri liðum og einstaklingum.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Gjögur hf., Kringlunni 7 Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Ennemm ehf., Brautarholti 10 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi ehf., Brautarholti 24 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Rimaskóli, Rósarima 11 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1

Kópavogur Tölvu- og tækniþjónustan ehf. Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15

Jákvæður eða neikvæður sigurvegari?

S

iðferðilega séð má segja að til séu tvær leiðir að árangri í því sem kallað er nútímasamfélag. Önnur byggist á jákvæðu hugarfari, sem miðar að því að bæta sjálfan sig í dag miðað við sjálfan sig í gær. Að verða betri en aðrir í greininni er eingöngu jákvæð afleiðing af réttu hugarfari, góðum sjálfsaga og fleirum jákvæðum eiginleikum sem við búum yfir. Þessi nálgun hefur reglulega í för með sér jákvæð áhrif á umhverfið og einstaklingana í því. Hin leiðin byggist á neikvæðu hugarfari, þar sem allt miðar að því að verða betri en aðrir. Hæfileikar hvers og eins eru miðaðir við hæfileika hinna, út frá þeim sem er „bestur“. Að verða betri og ná árangri með þessari nálgun hefur reglulega í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið og einstaklingana í því. Sem dæmi um jákvæðu útgáfuna dettur mér í fljótu bragði hug Ólafur Stefánsson handboltakappi. Hann er alltaf til fyrirmyndar, jákvæður, einbeittur, hvetjandi og yfirleitt jákvæð áhrifum sem frá honum koma hvar sem hann kemur. Sem dæmi um neikvæðu útgáfuna dettur mér í hug ítalski fótboltakappinn Mario Balotelli. Ég ætla ekki að fella dóm yfir manninum sjálfum, heldur bara segja frá einni mynd sem ég sá og áhrifin sem hún hefur út á við, þótt kappinn sé kannski til fyrirmyndar öllum öðrum stundum. Þessi tiltekna mynd er tekin á æfingu hjá liðinu sem hann spilar með. Allir liðsmennirnir eru önnum kafnir við að gera armbeygjur, nema Balotelli … sem liggur á maganum og slakar á. Ég sé þetta viðmót reglulega á öllum starfsvettvangi, ekki bara í íþróttum. Þegar einstaklingar fara þá leið, til að ná árangri, að ætla sér að vera „betri en

Kristinn Óskar Grétuson, lýðheilsu- og forvarnanefnd UMFÍ.

hinir“, missa þeir oft tilfinningu fyrir siðferði gagnvart þeim sem eru „lélegri“ en þeir sjálfir. Ég hef séð einstaklinga sem hafa orðið svo góðir að þeim fannst þeir bara ekki lengur þurfa að lúta sömu reglum og aðrir. Tilvistarréttur þeirra á jörðinni vegna hæfileika þeirra óx svo gríðarlega umfram annarra að þeim fannst þeir geta komið fram nánast hvernig sem var og jafnvel gátu metið hverjir aðrir höfðu tilvistarrétt á jörðinni líkt og þeir … þekktu sína líka, sko! Fyrir mér eru ákveðin skilaboð fólgin í því sem samfélagið sendir með því að hampa „þeim bestu“ og skilja eftir fátæklega valmöguleika fyrir hina minna hæfileikaríku. Frábær leið til að knýja fram árangur, ef hún ylli því ekki reglulega að ákveðnir einstaklingar fari neikvæðu leiðina með tilheyrandi neikvæðum áhrifum út á við. „Meistarar“, sem sýna á afgerandi hátt, með framkomu sinni, hve miklu betri en aðrir þeir séu, senda mögulega með þessu háttalagi þau skilaboð til barnanna okkar að slík framkoma sé eitthvað sem „meistararnir“ eigi rétt á. Fyrir mér sitja eftir nokkrar hugleiðingar fyrir hvern og einn. Er ég mögulega að fara ranga leið að réttu markmiði? Er ég mögulega að stýra öðrum ranga leið að réttu markmiði? Hver er skiptingin á milli jákvæðra og neikvæðra áhrifa sem ég hef út á við? 80:20? Hvernig stýrum við aðstæðum dagsdaglega þannig að í framtíðinni verði eingöngu jákvæðar fyrirmyndir sýnilegar? Kristinn Óskar Grétuson, nefndarmaður í lýðheilsu- og forvarnanefnd UMFÍ.

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Mánagerði 2

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Íþróttabandalag Akraness, Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24

Borgarnes Matstofan ehf., Kjartansgötu 22 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnes 1

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Álfabyggð 3

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.


1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Patreksfjörður Oddi hf., Eyrargötu 1

Tálknafjörður Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Djúpavík

Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4

Siglufjörður Fjallabyggð, v/ Íþróttamiðstöð Fjallabyggð, Gránugötu 24

Akureyri Eining-Iðja, Skipagötu 14 Hnjúkar ehf., Kaupvangur Mýrarvegi Ísgát ehf., Laufásgötu 9

Æskulýðsráð veitti Gunnari Gunnarssyni viðurkenningu

G

unnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, hlaut fyrir skömmu viðurkenningu Æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æskulýðsstarfs á Austurlandi sem og á landsvísu. Gunnar hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í margs konar félagsstörfum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. Hann tók við formennsku í Ungmennafélaginu Þristi 19 ára gamall og gegndi því embætti til ársins 2007. Þá var hann formaður í nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum og þjálfaði m.a. spurningalið skólans. Gunnar hefur setið í stjórn UÍA frá 2005 og gegnt formennsku frá 2012. Hann hefur verið virkur í starfi innan UMFÍ og setið í ýmsum nefndum samtakanna. Gunnar sat í varastjórn UMFÍ 2009–2011 og var kjörinn í aðalstjórn 2013– 2015. Þá var Gunnar í varastjórn NSU, Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde, 2012–2014. Þá hefur Gunnar nýtt reynslu sína og þekkingu úr ungmennafélagsstarfinu til ýmissa annarra verka.

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Egilsstaðir Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Farfuglaheimilið Húsey

Seyðisfjörður Gullberg ehf., Langitangi 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Selfoss Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Flóahreppur, Þingborg

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Krappi ehf., Ormsvöllum 5

Kirkjubæjarklaustur Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Sveitt að safna peningum - Málþing HSK um fjármál hreyfingarinnar

H

éraðssambandið Skarphéðinn hélt málþing um fjármál hreyfingarinnar í Selinu á Selfossi 29. október síðastliðinn. Yfirskrift málþingsins var „Sveitt að safna peningum“. Mjög góð mæting var á málþingið sem þótti takast vel. Góðar umræður urðu um ýmis mál er lúta að fjármögnun og fjármálum innan hreyfingarinnar. Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar, og Örn Guðnason, varaformaður HSK og fyrrverandi framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, sögðu frá samstarfi íþróttafélaganna og sveitarfélagsins Árborgar. Hjá þeim kom m.a. fram að fyrir árið 2014 gerði sveitarfélagið þjónustusamninga við félögin fyrir rúmar 85 milljónir króna. Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri getraunadeildar Íslenskra getrauna, sagði frá ýmsum möguleikum varðandi getraunastarfið og hvernig mætti nota það til fjáröflunar og uppbyggingar félagsstarfs. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, fór yfir ýmis áhugaverð atriði varðandi það hvernig félög ná sér í styrktar- og samstarfs-

aðila. Byggði hann það m.a. á reynslu UMFÍ af Unglingalandsmótunum. Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Umf. Selfoss, sagði frá fjáröflunarleiðum deildarinnar og öflugu starfi sjálfboðaliða við að halda henni gangandi. Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, fór svo í lokin yfir helstu sjóði sem íþróttahreyfingin getur sótt styrki í til eflingar starfsins.


Veglegt afmælisrit Njarðvíkinga

Þ

ann 2. desember sl. var afmælisrit Ungmennafélags Njarðvíkur formlega kynnt en það er gefið út í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík að viðstöddu miklu fjölmenni. Í ritinu er fjallað um sögu félagsins í máli og myndum. Þar má finna fróðleg viðtöl við fólk sem komið hefur við sögu í starfi félagsins og afreksmenn UMFN í gegnum árin. Ritið er prentað í 4500 eintökum og því er dreift á öll heimili í Njarðvík. Verkefnið hefur staðið yfir í þrjú ár en ritnefndina skipuðu Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson, Haukur Jóhannesson, Ólafur Thordersen, Jón Bjarni Helgason og Guðjón Helgason sem er látinn. Svanhildur Eiríksdóttir ritstýrði ritinu.

U

Frá vinstri: Viðar Kristjánsson, Hilmar Hafsteinsson og Svanhildur Eiríksdóttir.

Eva Dögg og Pétur glímufólks ársins

P

étur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA, voru valin glímufólk ársins 2014, en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi sem haldinn var á dögunum. Pétur Eyþórsson er 36 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur var sigursæll á árinu, líkt og undanfarin ár, en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í níunda sinn sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Eva Dögg Jóhannsdóttir, sem er 19 ára gömul, átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2014. Hún tók þátt í öllum glímumótum ársins og var ávallt í verðlaunasæti. Eva keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum þar sem hún hlaut ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í -63 kg flokki. Hún sigraði einnig nokkur alþjóðleg mót á árinu og varð meðal annars skoskur meistari í backhold. Eva Dögg þykir fyrirmyndaríþróttakona, jafnt innan vallar sem utan.

Sagnagarður Landgræðslunnar

ngmennafélag Íslands rekur Ungmenna- og tómstundabúðir á Laugum í Dalabyggð. Þær eru ætlaðar nemendum í 9. bekkjum grunnskólanna sem dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Viðburðir eru í formi námskeiða sem tengjast meginstoðum Ungmennabúðanna, en þær eru menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Markmiðið með dvölinni á Laugum er að styrkja félagsfærni unglinga, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ungmenna- og tómstundabúðirnar hófu starfsemi sína árið 2005. Árlega koma um 1800 ungmenni í búðirnar. Verð fyrir dvöl í búðunum er 21.000.- á nemanda árið 2014–2015. Innifalið er dagskrá, gisting, matur, dagsferð, drykkjarflaska og bolur.

Blönduósi 26.–28. júní 2015

Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Akureyri 31. júlí – 2. ágúst 2015 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.