Skinfaxi 4. tbl. 101. árg. 2010

Page 1

6NHPPWLOHJ MyODJM|I

YDWQDVY êL i DêHLQV NU

ZZZ YHLGLNRUWLG LV

00000

)Ut KHLPVHQGLQJ íHJDU NH\SW HU i YHIQXP


HV E R E R EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Le

F í t o n / S Í A

yfðu þér smá Lottó!


Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Á aðventu Aðventan er gengin í garð og undirbúningur jólahátíðarinnar er efst í hugum margra, hátíðar sem einkennist af gleði og kærleika og tilhlökkun til að senn verði gamla árið kvatt og nýju ári fagnað. Ársins, sem senn er liðið, verður minnst fyrir margra hluta sakir, það nýja bíður okkar sem óskrifað blað en fullt væntinga um betri tíð. Ungmennafélagar munu áfram vinna að ræktun lýðs og lands þar sem áherslan verður lögð á mannrækt í tengslum við menningu, íþróttir, forvarnir, fræðslu og umhverfi. Það er nauðsynlegt í nútímasamfélagi að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls, fjölbreytileika þjóðfélagsins

og virðingu fyrir umhverfinu. Samvera fjölskyldunnar, yngri kynslóðarinnar sem hinnar eldri, er þýðingarmikil til að nýta fortíðina sem best sem veganesti inn í framtíðina. Það er okkur mikils virði að skapa vettvang til að efla félagsþroska einstaklinga og samskiptahæfileika og að læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sameiginlegum markmiðum. Þannig byggjum við upp frumkvæði og styrkjum forystuhæfileika einstaklinga. Til framtíðar litið sé ég ungmennafélaga stuðla að því að auka vitund fólks um að við búum í síbreytilegu samfélagi þar sem m.a. fjölgun fólks af erlendum uppruna er stað-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

reynd. Mikil þróun hefur orðið varðandi tækni og aukinn þrýstingur er á um að íþróttafélög, æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar og skólar séu í samstarfi um að skipuleggja tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Þessar breytingar kalla á að við höldum áfram að virkja fólk til þátttöku í félagsstarfi og sjálfboðaliðastarfi ásamt því að mennta fólk til forystustarfa innan hreyfingarinnar. Megi aðventan færa okkur öllum ljós og frið og góðar samverustundir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Íslandi allt!

Ráðstefnan Rödd framtíðar fór fram í Reykjavík:

Norðurlöndin ættu að vera besti staður í heimi fyrir ungt fólk Ráðstefna, sem bar yfirskriftina Rödd framtíðar, var haldin á Hilton Nordica Hóteli í Reykjavík dagana 28.–29. október sl. Ráðstefnan, sem var vel sótt, þótti heppnast mjög vel. Eitt af helstu verkefnum Íslands á formennskuári í Norrænu ráðherranefndinni 2009 var framkvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16–19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Það var mennta- og menningarmálaráðuneytið sem stóð fyrir ráðstefnunni þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Kynningu á niðurstöðunum var fylgt eftir með fyrirlestrum og málstofum þar sem stjórnmálamenn, fræðimenn og aðrir, sem tengjast ungu fólki, fjölluðu um hvernig á að halda áfram að vinna að framkvæmd núverandi stefnu og hvernig hægt er að auðvelda aukna samvirkni milli stefnu og aðgerða Norðurlanda í málefnum ungmenna.

Frá ráðstefnunni Rödd framtíðar. Á myndinni má sjá Erlend Kristjánsson, deildarstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formann UMFÍ, og Önnu Möller, forstöðumann Evrópu unga fólksins.

Á ráðstefnunni voru settar fram hugmyndir um áframhaldandi vinnu við framkvæmd núverandi stefnu í æskulýðsmálum innan norrænu ráðherranefndarinnar, í átt að því markmiði að Norðurlöndin ættu að vera besti staður í heimi fyrir ungt fólk. Rannsóknir og greining sá um rannsóknirnar, úrvinnsluna og kynninguna á þessari átta landa rannsókn. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sá um framkvæmd ráðstefnunnar.

Lýsandi mynd af aldurshópnum 16–19 ára „Nú er komin lýsandi mynd af aldurhópnum 16–19 ára á öllum Norðurlöndunum auk sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Þetta er hinn svokallaði millibilsaldur en rannsókn á þessum hópi hefur aldrei verið gerð áður á Norðurlöndunum. Það eitt og sér að fá þessa mynd og sjá bæði það sem er líkt og það sem er ólíkt með ungmennum landanna er mjög mikilvægt fyrir

þá sem vinna með málaflokka þessa aldurshóps í löndunum. Síðast en ekki síst er að sú skýrsla, sem við unnum upp úr gögnunum núna, er bara byrjunarskref. Við vinnum eina skýrslu til að sýna ákveðna hluti, vekja forvitni og annað slíkt. Við birtum þar auki 510 töflur, sem ekki eru í skýrslunni, og nú er hægt að vinna ofsalega mikið upp úr þessu efni. Það var farið í alla efnisflokka sem allar þjóðirnar vildu að yrðu skoðaðir. Má þar nefna nám, líðan, heilsu, vímuefni, frístundaiðkun og tölvunotkun, svo að eitthvað sé nefnt. Það sem stendur upp úr er ógrynni af upplýsingum og skýrsla sem allir eru ánægðir með. Við erum í raun komnin í fyrsta skipti með mynd af þessum hópi sem ekki eru börn og ekki fullorðnir og fáum að auki samanburð á milli landanna. Fólk verður að skoða skýrsluna og þá sérstaklega viðaukann því að hann er mjög ítarlegur,“ sagði Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar, í spjalli við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Þátttaka er lífsstíll Ungt fólk á Austurlandi sem ákvarðanir taka um málefni þess. Dagskrá málþingsins tók mið af þessu og var því fjölbreytt. Andri Bergmann tónlistarmaður hóf leikinn og sagði frá því hversu dýrmæt þátttaka hans jafnt í íþrótta- sem og tónlistarstarfi hefði reynst honum. Greip hann í gítarinn af því tilefni og tók nokkur lög. Björn Hafþór Guðmundsson ræddi um hlutverk sveitarfélaga og þátt þeirra í að skapa blómlegt æskulýðsstarf og viðhalda því. Jóhann Atli Hafliðason úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og Karítas Ósk Valgeirsdóttir úr Verkmenntaskóla Austurlands héldu erindi undir yfirskriftinni „Hvernig er að vera ungur á Austurlandi?“ Þóroddur Helgason frá glímudeild Vals sagði frá hvernig virkja mætti ungt fólk til þátttöku og Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins, kynnti starfsemi EUF og þá styrki sem þangað má sækja. Eftir að málþingsgestir höfðu gætt sér á veitingum og brugðið á leik með ungmennaráði UÍA tóku þeir þátt í vinnusmiðjum þar sem rætt var um stöðu ungs fólks á Austurlandi út frá ýmsum sjónarhornum. Afar ánægjulegt var að sjá hve virkan

Andri Bergmann tónlistarmaður og fótboltakappi hélt erindið „Hvað öðlast ég með þátttöku?“

Magnað málþing í Neskaupsstað 12. nóvember sl. hélt UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð og mennta- og menningarmálaráðuneytið málþingið Þátttaka er lífsstíll – Ungt fólk á Austurlandi.

þátt unga fólkið tók í umræðum og hversu margar góðar hugmyndir fæddust. Þegar á allt er litið má segja að málþingsgestir hafi komist að þeirri niðurstöðu að gott væri að vera ungur á Austurlandi og að margs konar æskulýðs- og íþróttastarf væri hér í boði. Þegar rætt var um það sem ungmennin vildu gjarnan sjá öðruvísi var bent á að gaman væri að hafa bíó í föstum rekstri, margir söknuðu þess að hafa ekki öflugt handboltastarf hér eystra svo og bardagaíþróttir. Einnig benti unga fólkið á að mikilvægt væri að halda oftar vímuefnalausar skemmtanir þar sem unglingum af öllu Austurlandi gæfist kostur á að koma saman, mjög gjarnan mætti hafa það með öðrum hætti en að halda böll, en á þeim gæfist lítið næði til að spjalla og kynnast. Gott væri t.d. að bjóða upp á íþróttasamkomur þar sem keppni væri ekki aðalatriðið heldur að allir gætu verið með, óháð getu. Gamli hrepparígurinn var tekinn til umræðu og benti unga fólkið á að hann gæti hamlað samstarfi og samskiptum milli staða og svæða á Austurlandi og væri það miður. Aukin heldur að vegalengdir og takmarkaðar almenningssamgöngur gerðu ungu fólki erfitt fyrir að halda tengslum milli svæða.

Karitas Ósk Valgeirsdóttir hélt erindi undir yfirskriftinni „Að vera ungur á Austurlandi 2010“.

Um 60 manns sóttu málþingið sem fram fór í húsnæði heimavistar Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Markmið málþingsins var að vekja ungt fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að taka virkan þátt í samfélagi sínu svo og að vera nokkurs konar brúarsmíð milli ungs fólks og þeirra

Svipmynd af þátttakendum á málþinginu.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

UÍA vill koma á framfæri þakklæti til samstarfsaðila sinna hjá Fjarðabyggð og þakka mennta- og menningarmálaráðuneyti kærlega fyrir gott samstarf sem og öllum sem hönd lögðu á plóginn við skipulagningu og framkvæmd málþingsins. Síðast en ekki síst eru sendar þakkir til ungs fólks á Austurlandi fyrir skemmtilegt og árangursríkt málþing.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 52470 11/2010

SEATTLE HELSINKI TRONDHEIM STOCKHOLM OSLO BERGEN GOTHENBURG COPENHAGEN STAVANGER BERLIN BILLUND HAMBURG FRANKFURT REYKJAVIK AMSTERDAM MUNICH GLASGOW MANCHESTER BRUSSELS LONDON PARIS MILAN ICELAND

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

BARCELONA TORONTO MADRID

ALICANTE

NEW YORK BOSTON HALIFAX WASHINGTON D.C. ORLANDO

ICELANDAIR Í FYRSTA SÆTI Í EVRÓPU FYRIR STUNDVÍSI Áreiðanleiki í áætlunarflugi er mikilvægur þáttur í þjónustu við farþega í viðskiptaferðum.

VIÐ AFLÝSUM FLUGI SJALDNAR EN ÖNNUR EVRÓPSK FLUGFÉLÖG Við hjá Icelandair höfum lagt áherslu á að farþegar okkar geti treyst því að vélar okkar fylgi að jafnaði áætlun. Árangur okkar að þessu leyti hefur verið mjög góður í ár, líkt og undanfarin fimm ár. Árið 2010 er Icelandair í fyrsta sæti fyrir áreiðanleika á meðal allra flugfélaga í Evrópusambandi flugfélaga. Það merkir að Icelandair hefur aflýst flugi sjaldnar en önnur evrópsk flugfélög.

AFÞREYINGARKERFI Ókeypis aðgangur að fjölbreyttu úrvali skemmtiefnis á þínum eigin skjá.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

*Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.

5


Ritstjóraspjall: Jón Kristján Sigurðsson

Horfum björtum augum fram á veginn Árið 2010 rennur brátt skeið sitt á enda. Árið var í senn viðburðaríkt og gæfuríkt hjá ungmennafélagshreyfingunni. Þegar litið er um öxl má hreyfingin vera afar stolt og getur horft björtum augum til nýja ársins sem bíður handan við hornið. Í hraðfleygu þjóðfélagi okkar, þar sem hlutirnir eru oft fljótir að breytast, eru möguleikarnir endalausir. Styrkur og máttur UMFÍ er mikill og samtökin, með yfir eitt hundrað þúsund félaga, munu hér eftir sem hingað til vinna að góðum málum fyrir land og þjóð. Spennandi tímar blasa við á nýja árinu og krafturinn og áræðnin hefur sjaldan eða aldrei meiri. Að venju verður haldið Unglingalandsmót og að þessu sinni á Egilsstöðum. Síðasta mót í Borgarnesi verður lengi í minnum haft fyrir margra hluta sakir. Það heppnaðist einstaklega vel og varð það fjölmennasta til þessa. Yfir 1.700 keppendur tóku þátt sem sýnir, svo að ekki verður

um villst, að mótinu vex fiskur um hrygg á hverju ári. Unglingalandsmótin hafa sannarlega sannað gildi sitt því að á þeim gefst fjölskyldunni kjörið tækifæri til að eiga skemmtilegar stundir saman. Verkefni á borð við almenningsíþróttir og Frjálsíþróttaskólann gengu vel og þátttaka var mjög góð í þeim. Þátttakendur í verkefninu

Fjölskyldan á fjallið hafa t.d. ekki verið fleiri um árabil. Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en á þeim þrengingatímum sem við lifum í dag. Það er því afar brýnt að við hlúum að þessum þætti og gætum þess sem aldrei fyrr að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þessi þættir hafa sannað sig sem ein öflugasta forvörnin. Það er von okkar allra að nýja árið verði okkur öllum gjöfult og happadrjúgt, að það gefi okkur tækifæri til að horfa björtum augum fram á veginn. Íslendingar hafa áður staðið frammi fyrir þrengingum með með baráttuviljann að vopni en okkur hefur alltaf tekist að rétta úr kútnum. Það mun einnig gerast nú. Skinfaxi óskar ungmennafélögum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Skinfaxi 4. tbl. 2010 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Þorsteinn Eyþórsson, Jóhanna Kristín Hauksdóttir, Sigurður Sigmundsson, Engilbert Olgeirsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki,

Áhugaverður fundur um ungt fólk í Evrópu Dr. Howard Williamson, prófessor við Háskólann í Glamorgan í Wales, hélt hádegisfund í þjónustumiðstöð UMFÍ þann 5. nóvember sl. Howard var í fyrirlestraferð hér á landi og gaf sér tíma til að hitta forystufólk í æskulýðsgeiranum á meðan dvöl hans stóð yfir. Dr. Howard Williamson er prófessor í evrópskri stefnumótun fyrir ungt fólk við Háskólann í Glamorgan. Dr. Williamson hefur áður starfað við Kaupmannahafnar-, Cardiffog Oxford-háskóla. Hann hefur komið að stefnumótun í málefnum ungs fólks í

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Wales í Englandi og fjölmörgum öðrum ríkjum Evrópusambandsins á vegum Evrópuráðsins hátt í þriðja tug ára. Hann hefur mikla reynslu í vinnu af ýmsu tagi með ungu fólki, hefur skrifað fjölda bóka um málefni ungs fólks og birt á annað hundrað greina um málefni ungs fólks um allan heim. Honum var mikill heiður sýndur þegar hann var sæmdur CBE-heiðursorðu Bretlands fyrir störf sín. Hádegisfundurinn með dr. Williamson var afar athyglisverður og svaraði hann mörgum spurningum sem varpað var fram á fundinum.

Frá hádegisfundinum með dr. Howard Williamson í þjónustumiðstöð UMFÍ.

Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varasjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Ægir Þór Steinarsson, Fjölni, og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamri, eru í hópi efnilegustu körfuknattleiksmanna landsins.Klæddu þig upp – merktu þig rétt! Sérmerktar vörur fyrir íþróttafólk og starfsmannafélög. Tilvalið í fjáröflun. Við eigum fyrirliggjandi allar vörurnar sem þig vantar – og merkjum þær eftir þínum óskum.

Norðlingabraut 14 | 110 Reykjavík Hágæða bómullarfatnaður

8

Frábær sportfatnaður,

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Sími 569 9000 | sala@bros.is


„Íþróttirnar hafa gefið mér ákveðna lífsfyllingu“

Hreinn Halldórsson

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

Hreinn Halldórsson kúluvarpari náði frábærum árangri á keppnisferli sínum og skipar sér tvímælalaust á bekk á meðal fremstu íþróttamanna í íslenskri íþróttasögu. Hreinn var þrívegis kjörinn íþróttamaður ársins, 1976, 1977 og 1979. Hann átti lengi Íslandsmetið í kúluvarpi og segja má að hann hafi staðið á hátindi sínum þegar hann varð Evrópumeistari innanhúss í San Sebastian á Spáni 1977. Hreinn keppti á tvennum ólympíuleikum, í Montreal 1976 og í Moskvu 1980. Hreinn Halldórsson býr nú á Egilsstöðum og hefur umsjón með íþróttamannvirkjum bæjarins. Hann fylgist vel með frjálsíþróttum og stundum hefur hann verið að vinna með frjálsíþróttasambandinu og er þar í mótanefnd. Hann hefur verið Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands innan handar þegar á þarf að halda. „Íþróttirnar hafa gefið manni ákveðna lífsfyllingu og fólk á að nýta sér þær meðan hægt er. Svo, þegar horft er til baka, þá gleðst það yfir í hverju það tók þátt. Það fylgir því líka ákveðinn þroski að taka þátt í íþróttum, fá tækifæri til að ferðast um heiminn en þetta er hörkuvinna ef fólk ætlar að ná árangri,“ sagði Hreinn. Hreinn segist hafa hafið keppnisferil sinn með HSS og síðan fór hann yfir í KR haustið 1975. Hann var ekki bara í kúluvarpinu því að hann tók aðeins í kringluna líka en besti árangur, sem hann á í henni, var 55,56 metrar. Hreinn tók fyrst metið af Guðmundi Hermannssyni 1973. Síðan sló hann sitt eigið met 4. júlí 1977 þegar hann kastaði kúlunni 21,09 metra á Gala-móti í Stokkhólmi og

Að ofan: Hreinn Halldórsson leiðbeindi ungum og efnilegum frjálsíþróttakrökkum í frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Til hliðar: „Strandamaðurinn sterki“, Hreinn Halldórsson, var þrisvar kjörinn íþróttamaður ársins, 1976, 1977 og 1979.

það var jafnframt vallarmet sem stóð í nokkur ár. Það met átti Hreinn til 1990 þegar Pétur Guðmundsson bætti það með kasti upp á 21,26 metra. Á Evrópumeistaramótinu innanhúss í San Sebastian 1977 kastaði Hreinn kúlunni 20,59 metra og varð Evrópumeistari. „Ég átti mjög skemmtileg augnablik á mínum ferli. Það var alltaf gaman að vinna og bæta sig en á þessum tíma var ég oft í meiri keppni við sjálfan mig. Ég hefði alls ekki viljað missa af þessum tíma. Ég æfði mikið á þessum árum en vandamálið var að ég þurfti að vinna líka. Þetta var ekki orðið þægilegt eins og það er orðið hjá mörgum í dag. Ég var síðan að keppa á móti mönnum erlendis sem gerðu ekkert annað en að æfa. Afrekssjóður var ekki til í gamla daga og í raun voru engir sjóðir til að styðja við bakið á íþróttamönnum í þá daga. Upp úr þessu, er mér sagt, gerðu menn sér grein fyrir að

eitthvað varð að gera og þeir sem komu á eftir mér nutu góðs af þegar sjóðir studdu við bakið á mönnum. Það þarf einfaldlega að styðja íþróttafólk ef það á annað borð ætlar að ná árangri,“ sagði Hreinn í samtali við Skinfaxa. Hann segir tæknina lítið hafa breyst í kúluvarpinu. Árangurinn byggist aðallega á því að æfa skynsamlega og hafa góða aðstoð þjálfara og lækna til að grípa inn í þegar eitthvað er að gerast. Meiðsli eru yfirleitt það sem kemur í veg fyrir að íþróttamenn nái árangri. Vésteinn Hafsteinsson er til að mynda með teymi í kringum sig til að aðstoða og þjálfa fólk. Það er til fyrirmyndar enda Vésteinn að ná frábærum árangri. „Aðstaðan, sem frjálsíþróttamenn búa við í dag, er allt önnur en hún var fyrir ekki löngu síðan. Ef ætlast er til af íþróttafólki að ná árangri þá er þetta leiðin. Það var algjör bylting fyrir frjálsíþróttamenn að fá inni í aðstöðunni sem nú er til staðar í Laugardalnum. Svona aðstaða eða eitthvað í líkingu við hana þyrfti að vera til staðar á fleiri stöðum á landinu. Fyrir félögin á höfuðborgarsvæðinu var það mikill munur að geta farið þarna inn og æft þar við fullkomnar aðstæður. Við sjáum bara fótboltahallirnar en þær hafa tvímælalaust ýtt undir miklar framfarir,“ sagði Hreinn Halldórsson. Hreinn sagði framtíðina bjarta í frjálsum íþróttum og margir efnilegir og upprennandi einstaklingar væru að koma fram í sviðsljósið. „Við getum nefnt í því sambandi Helgu Margréti Þorsteinsdóttur. Hún er sem betur fer komin inn í þetta teymi hjá Vésteini og ég ætla bara rétt að vona að það komi bara ekkert fyrir hana svo að hún nái sem bestum árangri. Nú þegar er hún komin langt miðað við aldur og hún hefur alla möguleika á að komast í fremstu röð. Hún hefur það til að bera sem þarf,“ sagði Hreinn Halldórsson í samtalinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


„Man þegar ég var að hlaupa á tómum bílastæðum í Kringlunni“

Þórdís Gísladóttir

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

þjálfari frá 1993, eftir að hún kom aftur til félagsins frá HSK. Eiginmaður hennar, Þráinn Hafsteinsson, er yfirþjálfari þar þannig að hjónin lifa og hrærast í íþróttum. Auk þess kenna þau bæði við Háskólann í Reykjavík

Þórdís Gísladóttir er besta hástökkskona á Íslandi frá upphafi. Hún á enn Íslandsmetið í greininni sem er 1,88 metrar og sett 1990. Fyrsta metið setti Þórdís 1976, en þá stökk hún 1,73 metra. Þórdís er því búin að eiga Íslandsmetið í greininni samfleytt frá 1976.

Íþróttir gegna orðið stóru hlutverki í þjóðfélaginu

Þórdís byrjaði ferill sinn í ÍR, en giftist austur fyrir fjall eins og hún orðar það sjálf og var í ellefu ár í HSK. Eftir veruna í HSK lá leiðin aftur í ÍR. Þórdís keppti auk hástökksins í 110 metra grindahlaupi og í 4x100 metra boðhlaupi. Þórdís keppti á tvennum Ólympíuleikum, 15 ára gömul á leikunum í Montreal 1976 og síðan 1984 í Los Angeles. Hún keppti á sex heimsmeistaramótum auk Evrópumóta.

Spennandi að hafa áhrif á verðandi íþróttafræðinga Þórdís er lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrir íþróttafræðisviði skólans. Hún hefur starfað við deildina frá því að hún byrjaði 2005. „Starfið í háskólanum er mjög skemmtilegt og umhverfi hans einnig. Það er spennandi verkefni að hafa áhrif á verðandi íþróttafræðinga. Það er gaman að vinna við það sem manni finnst gaman,“ sagði Þórdís. Þórdís sagðist fylgjast vel með frjálsum íþróttum í dag. Hún er alltaf að vinna fyrir frjálsíþróttadeild ÍR og hefur verið aðstoðar-

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

og starfa í stærstu frjálsíþróttadeild á landinu. „Það verður varla fundin eins góð forvörn og það að hafa áhrif og vinna með ungdómnum. Það eru viss forréttindi að fá að vinna með börnum og unglingum,“ sagði Þórdís.

Þórdís Gísladóttir setti fyrsta Íslandsmet sitt í hástökki 1976. Núverandi Íslandsmet, sem er 1,88 metrar, setti hún 1990.

– Hvernig líst þér á frjálsar íþróttir í dag? „Bara rosalega vel. Það er mikið og gott starf víðs vegar um landið. Aðstaðan hefur batnað heilmikið en Unglinga- og Landsmót UMFÍ hafa haft töluvert mikið að segja í þeirri uppbyggingu um land allt. Frjálsíþróttahöllin olli byltingu fyrir frjálsíþróttafólk en þetta var sú uppbygging sem frjálsar íþróttir þurftu. Aðstaðan er þannig að allir geta æft heima mjög vel en áður þurfti fólk að fara erlendis til að æfa. Ég fór á sínum tíma út til Bandaríkjanna til að læra og það var að miklu leyti vegna þess að hér var engin innanhússaðstaða. Ég man þegar ég var að hlaupa á tómum bílastæðum í Kringlunni eða að bíða eftir að henni væri lokað svo að hægt væri að taka spretti. Það er frábært fyrir ungt fólk nú til dags hafa þessa aðstöðu sem komin er upp og það er ekkert sem stoppar það í að ná árangri. Hér á landi eru líka mjög góðir menntaðir þjálfarar með mikla reynslu. Starfið er faglegt og gaman að sjá hvað íþróttahreyfingin í landinu er að vinna merkilegt forvarnastarf. Þetta þarf að heyrast á þessum tímum niðurskurðar, hvað íþróttir eru stór hluti af samfélaginu. Það er gerðar kröfur til íþróttahreyfingarinnar eins og grunn- og leikskóla. Íþróttir gegna orðið stóru hlutverki í þjóðfélagi okkar,“ sagði Þórdís Gísladóttir í samtali við Skinfaxa.


Þ

Þrjár góðar til jóla- og tækifærisgjafa

Draumagarður er bók um hönnun og útfærslur sem enginn garðeigandi getur verið án.

Kr. 6.900.Leiðarvísir og handbók á mannamáli fyrir núverandi og verðandi veiðimenn á öllum aldri. Hentar sérlega vel ungum veiðimönnum.

Kr. 3.450.-

Helga Thorberg, leikkona og blómálfur, fer á kostum í bók sinni þar sem hún segir frá dvöl sinni í ókunnu og fjarlægu landi, Dóminíska lýðveldinu.

Kr. 3.450.-

Bækurnar fást hjá útgefanda og í bókaverslunum um allt land. Hægt er að panta bækurnar á www.rit.is Sumarhúsið og garðurinn ehf Hamrahlíð 31, 105 Reykjavík Sími 578 4800, Netf: rit@rit.is

www.rit.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Forvarnadagurinn haldinn í fimmta sinn:

Margt hefur áunnist Þann 3. nóvember sl. var Forvarnadagurinn haldinn í öllum grunnskólum landsins, hátt í 150 talsins, og er það í fimmta sinn frá upphafi. Eins og áður voru kynnt heillaráð sem forðað geta börnum og unglingum frá fíkniefnum. Fulltrúar tengdir verkefninu hófu að að heimsækja skóla landsins árla morguns. Skinfaxi fylgdist með heimsóknum í Hólabrekkuskóla og Tjarnarskóla í Reykjavík og Árskóla á Sauðárkróki. Unglingarnir í 9. bekk sýndu verkefninu mikinn áhuga og spurðu ýmissa spurninga. Alda Pálsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson, starfsmenn UMFÍ, kynntu verkefnið í þessum skólum. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að unglingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Það er alveg ljóst að markvisst forvarnastarf hefur verið unnið á Íslandi í undanfarin tíu ár. Það starf hefur skilað sér í því að vímuefnaneysla íslenskra ungmenna er með því minnsta sem gerist. Í alþjóðlegri rannsókn (ESPAD, 2007), sem unnin var árið 2007 í 38 löndum í Evrópu, kemur fram að daglegar reykingar og ölvunardrykkja íslenskra ungmenna er sú lægsta í öllum löndunum 38. Forvarnavinnu á Íslandi hefur að meginstefnu verið beint að ungmennum að 16 ára aldri. Ráðuneyti, sveitarfélög, grasrótarsamtök, foreldrar og aðrir hafa haft ítarlegar upplýsingar um þá þætti sem mestu skipta í forvörnum ungmenna og unnið með þær upplýsingar á vettvangi nærsamfélagsins

Á myndunum hér fyrir ofan má sjá áhugasama nemendur sem spurðu ýmissa spurninga í tengslum við Forvarnadaginn. Efri myndin er úr Hólabrekkuskóla, en sú neðri úr Tjarnarskóla.

á hverjum stað. Niðurstöður rannsókna á þeim þáttum sem hafa mestu forvarnagildin hafa ávallt verið til hliðsjónar og auk þess hefur upplýsinga verið aflað frá ungmennunum sjálfum. Niðurstöðuskýrslu Forvarnadagsins, „Þetta vilja þau“, er síðan dreift meðal foreldra og þeirra sem vinna að málefnum ungmenna og hún er nýtt til stefnumótunar í málefnum ungmenna um allt land. Forvarnadagurinn er hluti þess góða forvarnastarfs sem fram fer hérlendis. Dagurinn á sér enga fyrirmynd erlendis en forseti Íslands er ötull talsmaður þess að aðrar þjóðir taki sér starf Íslendinga til fyrirmyndar. Fjölmörg slagorð hafa hljómað í forvarnavinnu á Íslandi undanfarin ár. „Taktu þátt“ hefur verið slagorð Forvarnadagsins en þátttaka í ungmenna- og æskulýðsstarfi er enn sterkasti þáttur í forvarnastarfinu og henni er mikið að þakka sá árangur sem náðst hefur. Þá hefur slagorðið „Hvert ár skiptir máli“ einnig verið tengt deginum og ekki að ástæðulausu. Hvert ár sem ungmenni fresta því að drekka áfengi í fyrsta skipti dregur úr líkum þess að þau verði því að bráð síðar. Forvarnir hafa skilað Íslendingum ótrúlegum niðurstöðum þegar kemur til þessa hóps. Árið 1998 höfðu 42% 10. bekkinga orðið ölvuð sl. 30 daga en árið 2010 einungis 7%. Með hverju árinu hefur árangurinn orðið betri og það má þakka góðu forvarnastarfi.


Mjög góður árangur hefur náðst í forvörnum í Skagafirði Á Forvarnadaginn kynntu frístundastjóri og starfsmenn Húss frítímans á Sauðárkróki niðurstöður lífsháttakannana, sem lagðar hafa verið fyrir alla unglinga í Skagafirði í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna árlega síðustu 6 ár, fyrir nemendum 9. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Niðurstöður í ár virtust ekki koma unglingunum mikið á óvart og mátti heyra á þeim hve stoltir þeir voru þegar þeim var kynntur samanburðurinn á landsvísu. Mjög góður árangur hefur náðst á öllum sviðum forvarna hér á landi síðustu 5–10 árin en árangurinn í Skagafirði er umtalsverður og betri en á landsvísu. Ef bornar eru saman niðurstöður lífsháttakannana í Skagafirði árið 2005 og nú í ár og einnig niðurstöður kannana á landsvísu þessi ár, kemur árangurinn í ljós. 5% skagfirskra unglinga sögðust í könnuninni í vor hafa orðið drukkin en sömu spurningu svöruðu 22% játandi fyrir 5 árum. Þá var það á pari við landsmeðaltalið en í ár segjast 14% 10. bekkinga á landinu hafa neytt áfengis síðustu 30 daga.

Nemendur í Árskóla á Sauðárkróki komu saman á Forvarnadeginum sem haldinn var um allt land 3. nóvember.

Reykingar meðal unglinga hafa dregist saman í Skagafirði, úr 5% árið 2005 í 3% í ár. Þessi tala fór hæst í 12% í Skagafirði árið 2008 en þá var strax brugðist við og árangurinn lét ekki á sér standa. 7% 15 ára unglinga á Íslandi segjast reykja í dag. Tvö og hálft prósent skagfirskra unglinga segjast í ár hafa prófað önnur eiturlyf en áfengi og tóbak en þessi tala var 6% fyrir fimm árum. Landsmeðaltal 10. bekkinga, sem reykt hafa hass, er 6%. En ýmislegt annað fróðlegt hefur komið í ljós í könnunum okkar síðustu ár. M.a. að daglegt sælgætisát unglinga hefur

dregist verulega saman og miklu fleiri borða bara nammi um helgar. Þá segist um helmingur unglinga geta talað daglega við foreldra sína í ár en árið 2005 sagðist aðeins tæpur fjórðungur geta það. Aðsókn að Félagsmiðstöðinni hefur einnig aukist og segjast um 75% unglinga í 8.–10. bekkjum koma þangað a.m.k. þrisvar sinnum í mánuði eða oftar. Það er full ástæða til þess að hrósa skagfirskum unglingum fyrir góðan og heilbrigðan lífsstíl og foreldrum fyrir að styðja þá.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


FIMLEIKAR: Björn Björnsson, einn þjálfara Evrópumeistara Gerplu í hópfimleikum:

„Hópurinn þéttur og það ríkir innan hans gleði og ást fyrir fimleikum“ Kvennalið Gerplu í hópfimleikum náði frábærum árangri þegar það gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistaratitilinn í Malmö nú á haustdögum. Þessi árangur vakti mikla athygli en sigur stúlknanna var afar sannfærandi. Þetta er besti árangur Íslendinga í fimleikum og kemst tvímælalaust á spjöld íslenskrar íþróttasögu. Björn Björnsson, einn þjálfara liðsins, sagði eftir heimkomuna að stúlkurnar hefðu sett sér markmið leynt og ljóst og þau hefðu, þegar upp var staðið, gengið fullkomlega eftir. Eftir að stúlkurnar lentu í öðru sæti í Belgíu 2008 hefði ákveðinn kjarni hópsins talað sig saman um það, eftir að heim var komið, að farið yrði tveimur árum síðar og málin kláruð. Æfingar og annar undirbúningur fyrir mótið í Malmö gengu vel.

Bara undir okkur komið „Við vissum undir niðri að við gætum farið alla leið en eins og oft vill verða töldum við að það væri kannski ekki algjörlega undir okkur komið. Okkur þyrfti að sjálfsögðu að ganga vel á meðan keppninautunum gengi illa. Á síðustu metrunum fyrir mótið í Malmö var okkur að verða ljóst að við höfðum þetta verulega í hendi okkar. Þetta var því bara undir okkur komið og það að hinir gætu sigrað okkur fælist í raun og veru frekar í því að við gerðum mistök heldur að þeim gengi vel. Viku fyrir mótið vorum við í endanlegri markmiðasetningu og ég spurði þær hvað þær vildu gera í úrslitakeppninni. Þær voru á því að þær vildu vinna en þá greip ein orðið og sagði að henni fyndist ekki nóg að vinna. Henni fyndist hópurinn ekki bara þurfa að vinna heldur þyrfti að sigra með yfirburðum. Þetta blés hópnum sjálfstrausti í brjóst og eftir það var aldrei vafi í huga okkar að við myndum sigra. Spurningin var heldur hversu stór sigurinn yrði en segja má að þetta hafi haft afgerandi áhrif á sjálftraustið sem var innan hópsins. Þetta breytti líka mínum þankagangi og ég fór að horfa á verkefnið með öðrum augum,“ sagði Björn Björnsson í spjalli við Skinfaxa um nýkrýnda Evrópumeistara í hópfimleikum. Eftir fyrri dag keppninnar var Gerpla með forystu. Að sögn Björns var liðið þá ekki enn búið að ná markmiðum sínum sem það hafði sett sér. Liðið hafði ætlað sér að skora 50 stig en skoraði 49,5. Björn sagði að liðið setti sér það markmið að bæta sig á hverju áhaldi á seinni deginum og ná líka 50 stigum og það gekk eftir.

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Björn Björnsson, einn þjálfara Gerplu, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur formanni UMFÍ. Helga Guðrún færði liði Gerplu blómvönd í sérstakri móttökuathöfn sem haldin var í Salnum í Kópavogi.

Við höfum ekki þurft að fórna neinu – Var ekki meiri háttar gaman að vinna í þessu ferli með stelpurnar sem skilaði ykkur síðan alla leið? „Ég hef átt langt samstarf með mörgum af þessum stelpum. Við erum mjög náinn hópur að mörgu leyti og það ríkir mikið traust innan hópsins. Það hefur að sjálfsögðu hjálpað okkur í öllu þessu ferli. Þjálfarastarfið er ekki mitt aðalstarf og ég væri ekki í þessu nema mér þætti það mjög skemmtilegt. Það sama á við um allar stelpurnar. Við lítum því ekki á þetta sem eitthvað sem við erum tilneydd til að gera heldur það sem við veljum. Okkur þykir því leiðinlegt þegar við heyrum hvernig íþróttamenn tala, að þeir hafi þurft að fórna hinu og þessu til að vera framúrskarandi íþróttamenn. Því höfum við viljað snúa þessu við og segja að við höfum ekki þurft að fórna neinu heldur höfum við valið að stunda íþróttir. Það sé okkar val og við fáum miklu miklu meira í staðinn í raun og veru. Við erum að fá holla og góða hreyfingu. Við erum að setja okkur markmið með að ná þeim og við erum að hitta bestu vini okkar á hverjum einasta degi í kannski þrjá klukkutíma í senn. Hvers meira er hægt að óska?“ sagði Björn.

Stefnan að halda áfram á sömu braut – Nú hefur stefnan verið tekin á Norðurlandamót næsta haust? „Já, það mót verður haldið í Noregi í byrjun nóvember eftir tæpt ár. Við vorum Norðurlandameistarar 2007 og lentum í þriðja sæti 2009. Núna komum við á næsta mót sem handhafar Evrópumeistaratitils og það er alveg klárt mál að það eru mörg lið þarna úti sem renna til þess hýru auga að standast okkur snúninginn í Noregi. Stefna okkar er sú að halda áfram á þeirri braut sem við

erum á en við eigum rosalega mikið inni í þessu liði. Það eru miklir möguleikar á að bæta sig þannig að við ætlum að halda þeirri stefnu og reyna jafnvel að hafa meiri yfirburði á þessu móti en því sem við vorum að klára. Þetta kemur kannski til vegna þess að reglunum var breytt og það var keppt í fyrsta sinn samkvæmt nýjum keppnisreglum á Evrópumótinu. Þær fela m.a. í sér að það er ekki lengur þak á þeim erfiðleikum á æfingum sem þú getur gert. Það var þannig áður að ef þú framkvæmdir ákveðna erfiðleika þá fékkstu fulla einkunn. Svo skipti síðan engu máli hvort við gerðum þetta erfiðara. Núna er búið að opna þetta þannig að við njótum góðs af því. Stelpurnar eru það góðar í tæknilegri útfærslu og æfingum að þær geta gert erfiðari æfingar en stúlkur af öðrum þjóðernum þannig að við höfum grætt á því líka og munum halda áfram að græða á því,“ sagði Björn.

Við erum fimleikafjölskylda Björn sagði, þegar hann var spurður hvort ekki væri búið að vera gefandi að vinna með stelpunum, að starfið gæfi honum mikið. „Mín aðalvinna er krefjandi og því er starfið með Gerplustelpunum stund á milli stríða. Maður lítur á það frekar sem áhugamál en vinnu og í því felst að maður getur dreift huganum. Við grínumst stundum með það okkar á milli að við séum fimleikafjölskylda. Hópurinn er það þéttur, mikið traust ríkir innan hans, gleði og ást á fimleikunum,“ sagði Björn Björnsson í spjallinu við Skinfaxa.


Mentól eukalyptus

Meðal okkar allra

Stjarnan 50 ára Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ fagnaði 50 ára afmæli sínu laugardaginn 30. október sl. Af því tilefni var blásið til fjölskylduhátíðar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Hátt í 1.000 manns mættu á afmælishátíðina. Margt var til gamans gert, boðið var upp á fimleikasýningu frá fimleikadeild Stjörnunnar og dansatriði frá dansskóla Birnu Björnsdóttur. Hans Klaufi og Froskaprinsinn frá leikhópnum Lottu voru kynntir á hátíðinni og skemmtu sér og öðrum með margvíslegum uppátækjum. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar tók á móti gestum og gangandi með dúndrandi sveiflu og allir afmælisgestirnir fengu Stjörnumuffins frá Okkar Bakaríi. Hápunktur hátíðarinnar var hreystikeppni á milli deilda félagsins. Andrés Skólahreystimeistari stýrði

Brosmildar Stjörnukonur í afmælishófi.

keppninni, en knattspyrnudeild Stjörnunnar stóð uppi sem sigurvegari eftir harða úrslitakeppni við blakdeild! Að launum hlaut sigurliðið ávaxtabakka frá Ávaxtabílnum.

Ungmennafélagið Stjarnan vill þakka öllum, sem lögðu hönd á plóg, fyrir stórgóða skemmtun.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Ráðstefnan MOVE um almenningsíþróttir:

Mikil vakning um mikilvægi hreyfingar almennings

Ráðstefnan Move er haldin af International Sport and Culture Association (ISCA) sem eru alþjóðleg samtök um almenningsíþróttir. Ungmennafélag Íslands er aðili að þessum samtökum og hefur sent fjölmarga á námskeið hjá samtökunum í áranna rás. Í ár var ráðstefnan haldin í Frankfurt dagana 20.–23. október 2010. Ráðstefnuna sóttu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Einar Haraldsson, Sæmundur Runólfsson og Sigurður Guðmundsson. Samhliða Move var aðalfundur ISCA sem Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu. Gestir, sem sóttu ráðstefnuna, voru meðal annars fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum sem eru innan ISCA. Þá sóttu einnig ráðstefnuna aðilar sem vinna að verkefnum er lúta að hreyfingu almennings, svo sem læknar, stjórnmálamenn og aðrir þeir sem vinna hjá sveitarfélögum. Ráðstefnugestir komu hvaðanæva að en talið er að um 250 manns hafi sótt ráðstefnuna að þessu sinni. Ráðstefnan var byggð upp á fyrirlestrum sem fjölluðu um ýmis verkefni er tengjast almenningsíþróttum og heilsu. Fyrirlestrarnir fóru fram í tveimur sölum þannig að velja þurfti á milli fyrirlesara. Á ráðstefnunni kom fram að mikil vakning hefur átt sér stað meðal stjórn-

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Félagar í Ungmennafélagi Akureyrar á göngu í sumar.

málamanna um mikilvægi hreyfingar almennings. Allar rannsóknir sýna að sé fólk í góðu líkamlegu formi fram eftir aldri sparar það þjóðarbúinu gríðarlega fjármuni. Því er mikilvægt að hvetja fólk til að gera hreyfingu að lífsstíl. Allir eiga að hreyfa sig á hverjum degi. Mikið var fjallað um verkefni sem hafa það að markmiði að hvetja fólk til að hreyfa sig. Kynntur var fjöldi verkefna sem voru þó misáhugaverð. Flest öll þessi verkefni miða að því að koma fólki af stað við að hreyfa sig, sérstaklega þeim sem hreyfa ekki sig reglulega. Sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því samhengi. Aðstæður þurfa að vera þannig úr garði gerðar að fólk eigi hægt um vik með að komast á milli staða, t.d. í og úr vinnu, án þess að fara akandi. Því er mikilvægt að borgir og bæir séu skipulagðir þannig að auðvelt sé fyrir hjólandi fólk að komast leiðar sinnar. Best er að sérstakir hjólreiðastígar séu fyrir hjólreiðamenn þar sem þeir skapa öryggi sem er aftur til þess fallið að þeir séu meira notaðir af almenningi. Græn svæði og mikilvægi þeirra voru til umfjöllunar. Þau gegna mikilvægu hlutverki þar sem fólk getur hreyft sig og komið saman. Oft er búið að setja upp aðstöðu á þessum svæðum eins og t.d. göngu- og hjólreiðastíga, blakvelli, fótboltavelli og leiktæki. Því þurfa sveitar-

félög að vera meðvituð um að halda í þessi svæði. Á ráðstefnunni var meðal annars rætt um hollustu á íþróttaviðburðum. Hvað er í boði á flestum íþróttaviðburðum? Oftast er það óhollur matur sem inniheldur mikla fitu og sykur. Kynnt var verkefni sem hefur það markmið að sporna gegn þessu. Spurningar eins og hvort réttlætanlegt væri að selja óhollan mat á íþróttaviðburðum voru ræddar sérstaklega. Áhugavert verkefni var kynnt sem svipar mjög til Grunnskólagöngu UMFÍ. Verkefnið gekk út á að krakkarnir settu sér markmið, t.d. að komast frá Þýskalandi til Íslands. Fyrir hverja mínútu, sem þau hreyfa sig, komast þau áfram um einn reit sem þau merkja inn á kort. Samhliða þessu var kynnt matreiðslubók þar sem frægir fótboltamenn hafa tekið saman uppáhaldsmatinn sinn. Að ráðstefnunni lokinni kviknuðu margar hugmyndir og vonandi verða einhverjar þeirra að veruleika síðar meir. Einnig var gaman að sjá að verkefni UMFÍ gefa þeim verkefnum sem kynnt voru á ráðstefnunni ekkert eftir. Lengi má þó gott bæta en þær hugmyndir sem kviknuðu á ráðstefnunni Move 2010 verða væntanlega kynnar og nýttar innan veggja UMFÍ.


Jólasaga:

Jólatöfrar eða „Var þetta raunverulegt“ Höfundur: Júlíus Júlíusson

FM

Það var fimmtudagsmorgunn seint í nóvember. Halli, Jói og Bella sátu inni í herbergi heima hjá Jóa og voru að hugsa hvað þau gætu gert spennandi. Úti dundi norðanhríðarbylur á glugganum, það var frí í skólanum vegna veðurs og ófærðar og í ofanálag var rafmagnslaust. Halli sagði: „Það er nú ekki margt hægt að gera þegar það er rafmagnslaust, tölvan virkar ekki.“ „ – og ekkert hægt að fara út, sjónvarpið dautt, ekkert videó,“ sagði Bella. „Veriði róleg, við finnum eitthvað,“ sagði Jói. Þau sátu þarna í hálfgerðu myrkri, voru aðeins með eitt vasaljós sem var eiginlega alveg að gefa sig, ljósið dofnaði með hverri mínútunni sem leið. Jói og Bella voru 11 ára en Halli var einu ári eldri eða 12 ára. Þau áttu heima í litlu þorpi úti á landi. Þeim líkaði mjög vel að eiga heima þar, alltaf var eitthvað spennandi að gerast. Það kom stundum fyrir á veturna að veðrið væri brjálað en sjaldgæft var að rafmagnið færi af. Þá gerðist yfirleitt eitthvað skemmtilegt, sérstaklega ef rafmagnið var ekki á í nokkra daga. Á meðan þau voru að spjalla um heima og geima heyrðu þau að það var bankað létt á hurðina. Bella hrökk við og Halli hló að henni, Jói stökk upp og opnaði dyrnar en sá ekki að neinn væri frammi. „Hver er að reyna að vera fyndinn?“ sagði Jói ergilegur. Hann lokaði dyrunum og kom aftur inn. Um leið gaf vasaljósið sig alveg, batteríin voru búin. „Þetta var nú ekki gott og ég á engar vararafhlöður.“ Jói fór niður í eldhús til þess að ná í eldspýtur og kerti, hann var dálitla stund af því að hann var svo lengi að finna kertin. Á meðan sátu Halli og Bella í myrkrinu, Bella var pínu hrædd en Halli lét ekki bera á neinu, veðrið gnauðaði heldur hærra en fyrr og það hvein í öllu. „Hvað er Jói að gera svona lengi? Af hverju kemur hann ekki aftur?“ sagði Bella með örlítið titrandi röddu. Rétt í þessu kom Jói og kveikti á kertinu hjá þeim. „Þetta er nú bara jólalegt,“ sagði Halli „enda styttist í jólin.“ Krakkarnir fóru svo að spjalla um jólin, heilmiklar jólapælingar. Þau fóru að segja hvert öðru frá því þegar þau voru lítil og voru hrædd við jólasveininn og margar aðrar minningar flugu á milli. Á meðan þau voru á kafi í þessum umræð-

um var næstum farið fram hjá þeim að það var bankað aftur. Þeim þótti þetta dálítið skrýtið vegna þess að það var enginn frammi þegar var bankað síðast. Halli var fljótur að stökkva til og reif upp hurðina en það var það sama og áður, enginn fyrir utan. Hann lokaði dyrunum svo og stundi við. Þá sá Bella að það er eitthvað blað undir hurðinni. Jói tók það upp, það var umslag og utan á því stóð „Jólaskraut“. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim öllum þegar þau sáu þetta og þau hrópuðu öll í einu: „Jólaskraut !!!!“ „Hvað er þetta eiginlega, hver að fíflast í okkur? Hér er enginn heima,“ sagði Jói og andlitið á honum var eitt spurningarmerki. Krakkarnir opnuðu umslagið en það var tómt. Þetta þótti þeim vægast sagt undarlegt og þau skildu ekki neitt í neinu. Bellu leist ekki á þetta. Hún var þess fullviss að þarna væri eitthvað á seiði sem væri eitthvað gruggugt og hún ekki tilbúin að takast á við, en hún var ein um þessa skoðun. Strákarnir voru spenntir og voru búnir að velta umslaginu fram og aftur, bera það upp að kertaljósinu, þefa af því og fleira. „Má ég kannski aðeins sjá umslagið?“ sagði Bella. „Þetta er svona gamalt umslag með fóðri,“ sagði hún svo og togaði í fóðrið. Strákarnir horfðu agndofa á Bellu kippa fóðrinu úr umslaginu og ekki nóg með það, heldur sneri hún umslaginu við og viti menn, þar var lesning. Strákarnir stukku á fætur og reyndu að hrifsa umslagið af henni. „Hei, veriði rólegir, ég er með þetta og það var ég sem uppgötvaði það,“ sagði hún. Hún stillti sér upp en var ekkert að flýta sér og strákarnir voru orðnir órólegir. „Flýttu þér,“ sögðu þeir báðir í kór. Og Bella las: Kæru vinir! Þar sem ég er í örlitlum vandræðum ákvað ég að biðja ykkur um hjálp. Já, af hverju ykkur? Svörin við því koma síðar og þá munuð þið skilja ýmislegt betur. En ef þið fylgið öllum fyrirmælum fer allt mjög vel og allir geta átt gleðileg jól. Verið ávallt viðbúin. ??????????? „Stendur ekkert meira?“ spurðu strákarnir mjög forvitnir og Jói tók af henni umslagið til þess að vera viss um að þetta væri rétt hjá Bellu. „Hvað er þetta, trúir þú mér ekki?“ spurði Bella. Jói játti því að hann tryði henni, honum fannst þetta bara svo skrýtið. Halli

settist niður með blað og penna. Hann var að reyna að átta sig á hvað þessi spurningarmerki undir bréfinu þýddu. Krakkarnir voru búin að reyna í hálftíma að finna út hvað spurningarmerkin táknuðu en án árangurs. „Hvað eigum við að gera næst?“ spurði Jói. „Við verðum bara að vera róleg og bíða, Vera viðbúin eins og stóð í bréfinu,“ sagði Bella. Þau voru orðin svöng og drifu sig niður í eldhús og fóru að gera sér samlokur. Þau voru sannarlega orðin svöng því að þau fengu sér þrjár samlokur á mann. Þegar Halli var að ganga frá eftir sig sá hann jólakúlu á eldhúsbekknum og spurði Jóa hvort hún ætti að vera þarna. Jói varð bara hissa og yppti öxlum og kannaðist ekkert við þessa stöku jólakúlu á eldhúsbekknum heima hjá sér í lok nóvember. Þau fóru aftur upp í herbergið hans Jóa og tóku kúluna með sér. „Ég veit hvað við gerum!“ sagði Bella. „Opnum kúluna!“ „Til hvers að eyðileggja jólakúluna okkar?“ hnussaði í Jóa. Halli hlustaði ekki á þusið í Jóa, tók kúluna og braut hana í tvennt, og viti menn: Innan í kúlunni var miði. „Ja, hérna, nú fer þetta að verða hreint aldeilis spennandi,“ sagði Bella, tók miðann og gerði sig líklega til þessa að lesa hann upphátt fyrir þau. „Nú má ég lesa,“ sagði Jói. „Á ég ekki að gera það? Ég las hinn miðann,“ sagði Bella. Það varð svo úr að Bella las hann. Á miðanum stóð: Kæru vinir. Nú hefst hefst erfitt verkefni sem ég þarf að biðja ykkur um að leysa. Það liggur mikið við. Ef eitthvað bregst hjá ykkur, koma engin jól í landinu. „Koma engin jól, það má ekki gerast?“ hváði Halli við. Bella las áfram af miðanum. Það sem þið þurfið að gera núna er að fara upp á loft og finna þar gamla kistu sem er full af gömlu jólaskrauti. Kistan er merkt Ástvaldi Geirssyni, hann átti heima í þessu húsi fyrir mörgum árum, löngu áður en þið fæddust, og mömmur ykkar og pabbar voru bara krakkar. Þegar þið hafið fundið kistuna opnið hana og finnið lítinn upptrekktan jólasvein ... Takk í bili, meira síðar ??????????

BS

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Jólasaga: „Þetta er sama undirskriftin og í hinu bréfinu,“ sagði Bella, „ég meina, þetta eru jafnmörg spurningarmerki.“ „Er eitthvað háaloft hjá ykkur, Jói?“ spurði Halli. „Og hefurðu komið þangað upp?“ spurði Bella. Jóa leist ekkert á þetta, hann vissi ekki um neitt loft hjá þeim en þau ákváðu samt að athuga með þetta. Þau gengu um allt hús og fundu ekki neitt, engan hlera, engan stiga eða neitt op. Þetta var mjög skrýtið, þau voru farin að halda að það væri bara gabb, þegar Jóa datt dálítið í hug. Hann mundi eftir því að inni í skáp í herberginu hans kom stundum smávindur inn um rifu á veggnum. Nú ætti það að finnast því að norðanbylurinn gnauðaði sem aldrei fyrr. Ef eitthvað var þá hafði bætt í vindinn. Jói fór að rusla öllu dótinu út úr skápnum. „Þvílíkt drasl! Þetta verður ágætis jólahreingerning,“ sagði Bella og hóstaði af öllu rykinu sem þyrlaðist upp í látunum í Jóa. Þegar skápurinn var orðinn tómur bað Jói Halla að rétta sér skrúfjárn og kertið. Halli gerði það og var orðinn mjög spenntur. Það heyrðist brak inni í skápnum. „Hvað er að gerast núna?“ spurði Halli, verulega forvitinn. Það umlaði eitthvað í Jóa og eftir smástund henti hann timburplötu fram á gólf. Það munaði minnstu að hún lenti í stóru tánni á henni Bellu. „Ertu að verða alveg galinn?“ argaði Bella til Jóa inn í skápinn en hann var svo spenntur að hann lét það sem vind um eyrun þjóta. Eftir um fimm mínútur kallaði Jói hátt og skýrt innan úr skápnum: „Halli – Bella, nú skuluð þið sko koma og takið með ykkur eldspýturnar.“ Þau létu ekki segja sér þetta tvisvar og drifu sig inn í skápinn. Loksins voru þau öll búin að troða sér í gegnum þetta litla gat sem Jói hafði gert inni í skápnum. „Réttu mér eldspýturnar, Bella,“ hvíslaði Jói ofurlágt. „Af hverju ertu að hvísla?“ spurði Halli. Jói yppti öxlum og vissi það í rauninni ekki sjálfur. Nú var hann búinn að kveikja á kertisstubbnum sem þau höfðu haft með sér. Við það birti örlítið á loftinu og þau skimuðu í kringum sig. „Þarna er stór fimm arma kertastjaki með kertum í,“ sagði Bella og benti á lítinn bekk sem var þarna undir súð. Jói fór og kveikti á kertunum og við það varð mjög bjart þarna inni. Það var nú ekki beint hlýtt á loftinu, þakið var lítið einangrað og úti gnauðaði norðanáttin. Þarna var margt að sjá og þau horfðu hissa í kringum sig, sérstaklega Jói sem átti heima þarna og hafði ekki haft neina vitneskju um þetta loft.

„Jæja, finnum þessa kistu.“ sagði Halli. „Hérna er einhver kista og hún er þung,“ sagði Jói. Þau opnuðu kistuna sem var ólæst. Það var fullt af ryki á lokinu og ofan á dótinu sem var efst. Greinilegt var að ekki hafði verið farið í kistuna lengi. Þarna var margt að sjá, mikið af gömlu, dásamlega fallegu skrauti: bréfaskraut í loft, litlir fuglar til að setja á tré, kúlur í mörgum litum, fallegar myndir og styttur og svona mátti lengi telja. Þessi kista var hreinn og beinn fjársjóður fyrir jólapúka. „Hérna er þessi upptrekkti jólasveinn sem við áttum að finna,“ hrópaði Bella upp yfir sig og var heldur betur spennt. Hún blés af honum rykið, svo trekkti hún hann upp og hann spilaði ljómandi fallegt jólalag. Þau biðu spennt eftir því að eitthvað myndi gerast en jólasveinninn spilaði bara lagið sitt á enda, svo stóð hann sperrtur og brosandi og ekkert meira gerðist. „Hvað! Af hverju segir hann ekkert?“ spurði Jói. Hann vildi láta hlutina ganga vel og hratt fyrir sig. „Kannski þarf hann ekkert að segja, það getur verið eitthvað annað,“ sagði Halli frekar spekingslega. Hann var varla búinn að sleppa orðunum þegar upptrekkti jólasveinninn gerði sig líklegan til þess að byrja að syngja aftur. Nú kom þó ekki söngur heldur lágt, endurtekið tal: „Setjist öll á rauða sófann þarna.“ „Komiði, þið munið að við áttum að hlýða öllu til þess að allt gæti gengið upp í sambandi við þetta verkefni sem huldumaðurinn lagði fyrir okkur.“ Þau löguðu kistuna, tóku jólasveininn með sér, kertin og kertastjaka, settust svo á sófann og viti menn, um leið og þau höfðu komið sér fyrir í sófanum fór hann að lyftast og snúast í hringi. „Ég heyri jólasöngva! Heyrið þið sönginn?“ spurði Halli. Jói og Bella voru með samanbitnar varir og sögðu ekki orð því að þau voru svo hrædd. Innan stundar voru þau steinsofnuð og sófinn hvarf í reykskýi. Þau dreymdi fallega drauma þar sem fullt af litlum jólaálfum tók á móti þeim. Fagnandi jólaálfarnir sögðu við þau að þeir væru glaðir yfir að þau ætluðu að bjarga málunum. Það var haldin veisla fyrir þau í þakklætisskyni, það var söngur og dans og mikið af góðum mat, þau dönsuðu við jólaálfana, hlustuðu á fallega jólasöngva, allir sungu með, allir voru svo glaðir, allt var svo yndislega gott. Þarna var mjög jólalegt og þeim fannst einmitt að svona ættu jólin að vera þar sem allir væru góðir. Í lok veislunnar söng stór og mikill kór „Heims um ból“ fallega og kröftuglega. Bella sat með tárin í augunum og Jói rétti henni klút til að þurrka sér ... en allt í einu var draumurinn búinn og þau vöknuðu, þau voru enn í sófanum, hann var á fleygiferð og það var ískalt. „Við erum að fara að lenda,“ sagði Jói ... og áður en þau vissu af lenti sófinn

mjúklega í snjóskafli, veðrið var fallegt, smálogndrífa og afskaplega jólalegt. „Mér er kalt,“ sagði Bella og tennurnar í henni glömruðu. Þau skimuðu í kringum sig og í fjarska sáu þau eitthvað nálgast. „Þetta er einhvers konar farartæki,“ sagði Jói. „Mér sýnist þetta vera sleði,“ sagði Halli og reyndi að rýna betur út í logndrífuna. Eftir stutta stund sáu þau að farartækið var sleði og á honum voru fimm litlir jólaálfar. Þeir stukku af sleðanum, heilsuðu krökkunum og buðu þau velkomin og lýstu ánægju sinni yfir að þau skyldu sjá sér fært að koma. Einn jólaálfurinn kom með hlýjar úlpur handa þeim. Eftir stutta stund var öllum orðið hlýtt og þau komin upp á sleðann hjá jólaálfunum og lögð af stað eitthvert inn í jólalandið eða hvert sem þau voru nú komin. Á leiðinni sáu þau fjöll og dali og mikinn snjó og þegar leið á ferðina sáu þau lítil, sæt hús með fallegum ljósum. Krakkarnir sáu ekki betur en að einhverjir væru að bauka eitthvað fyrir utan húsin. Þau voru mjög hissa á þessu og ræddu það sín á milli en komust ekkert lengra í þeim vangaveltum. Nú var sleðinn að hægja á sér og núna sáu þau ofsalega stórt og fallegt hús, ábyggilega með hundrað gluggum og garði í kring. Í kringum húsið var fjöldinn allur af jólaálfum og allir voru þeir að vinna við eitthvað, laga til, smíða, bera böggla og kassa. „Vááá, finnst ykkur þetta ekki stórfenglegt?“ spurði Bella og brosti sínu breiðasta. „Júhúú,“ svöruðu strákarnir báðir, alveg agndofa yfir þessu. Nú var sleðinn kominn heim á hlað og nam staðar fyrir framan stórar tröppur fyrir miðju húsinu, tröppurnar voru allar útskornar og fallega skreyttar með greinum. Börnunum var hjálpað af sleðanum og boðið inn. Þegar þau gengu upp tröppurnar struku þau eftir handriðinu, þeim þótti það svo fallegt. Ekki minnkaði hrifningin þegar inn var komið, þar var allt svo jólalegt, fullt af dóti sem jólaálfarnir höfðu smíðað, allir glaðir og syngjandi og allt saman skreytt í hólf og gólf. Þarna ríkti svo sannarlega hinn sanni jólaandi. „Hvað eigum við að gera hér?“ spurði Jói, „við kunnum ekki neitt sem þau kunna ekki!” „Hættið þessu nöldri og verið bara viðbúnir eins og okkur var uppálagt í byrjun,“ sagði Bella ákveðin við strákana. Nú var þeim boðið inn í stórt og mikið herbergi. Í þessu herbergi var mikið af undarlegu og fallegu jóladóti og þarna voru margir skápar, Jói kíkti inn í einn af þessum mörgu skápum. Í skápnum voru ósköpin öll af fötum. Jói hvíslaði einhverju að Halla. „Jólasveinaföt!“ hrópaði Halli. „Uss, ég er ekki viss,“ hvíslaði Jói og lagði fingur á munn sér. Bella leit á strákana með fyrirlitningarsvip og

www.ganga.is 18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


hálfskammaðist sín fyrir lætin í þeim. Þau gengu áfram innar í herbergið. Þar var rúm og fyrir framan rúmið var stóll og á honum lágu föt. Á litlu borði við rúmið var kveikt á kerti. Allt í einu heyrðu þau rödd segja: „Jæja, eruð þið loksins komin, skinnin mín, mikið eruð þið dugleg að leggja þetta allt saman á ykkur.“ Þau hrukku aðeins við. „Leggja hvað á okkur?“ spurði Halli, „og hver ert þú?“ Þau biðu spennt eftir þvi að fá að sjá framan í þennan mann sem var að tala. „Komiði hérna nær rúminu,“ sagði hann. Þau færðu sig nær og sáu þá að í rúminu var gamall maður með mikið hvítt skegg og skalla. Hann bauð þau aftur velkomin og spurði hvort þau væru með upptrekkta jólasveininn. „Hér er hann,“ sagði Bella og lét hann á rúmið til hans. „Þessari stund er ég búinn að bíða lengi eftir,“ sagði gamli maðurinn. Hann trekkti jólasveininn upp og hlustaði á hann með

tárin í augunum. Þegar síðustu tónarnir dóu út stökk maðurinn á fætur og opnaði einn af skápunum mörgu í herberginu, tók þar út þessi fínu jólasveinaföt og klæddi sig í þau. Svipurinn á krökkunum varð hreint ótrúlegur þegar þau sáu manninn í rúminu breytast í alvörujólasvein. „Nú er ég til í að fara til mannabyggða og vera góður við börnin og færa þeim gjafir,“ sagði jólasveinninn. Síðan sagði hann þeim söguna af því þegar hann fyrir mörgum árum fór um jól til mannabyggða og týndi þessum upptrekkta jólasveini. Þegar hann kom heim var honum skipað að fara upp í rúm og hann mátti ekki fara í jólasveinaföt og ekki gera neitt þar til að upptrekkti sveinninn væri fundinn. „Ég ákvað svo að reyna að hafa samband við ykkur af því að ykkur leiddist út af fríinu í skólanum og leiðinlegu veðri, líka af því að sveinninn var lokaður upp á loftinu hjá Jóa. Eina leiðin til þess að hafa samband við ykkur var að svæfa ykkur og láta ykkur svo dreyma sama drauminn. Það tókst og með þessu góð-

verki ykkar hafið þið gefið mörgum möguleika á að eiga gleðileg jól.“ Með þessum orðum lagði hann hendur yfir axlir krakkanna og brosti ... við þetta hrukku þau upp og voru í einni hrúgu í herberginu hans Jóa. „Vá, vitiði hvað mig dreymdi?“ spurði Jói. „Eða þá mig?“ sagði Halli. „Ég veit að það sem ykkur dreymdi er ekki nærri því eins spennandi og það sem mig dreymdi en ég segi ykkur það seinna. Nú verðum við að fara heim, Halli, klukkan er orðin margt og veðrinu hefur líka slotað,“ sagði Bella og brosti. Endir.

Úr hreyfingunni

Ungmennafélagið Æskan 100 ára Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd fagnaði í ár 100 ára afmæli sínu og hélt upp á það 4. september sl. Frá 1903 hafði Æskan starfað sem málfunda- og skemmtifélag fyrir fjóra fremstu bæi strandarinnar; Geldingsá, Meyjarhól, Hallland og Veigastaði. Það var hins vegar 7. mars 1910 sem félagsmenn Æskunnar breyttu félagsskap sínum í ungmennafélag. Þeir sóttu fyrirmynd sína annars vegar til Akureyrar, þar sem Ungmennafélag Akureyrar (UFA) starfaði, fyrsta ungmennafélag Íslands, sem var stofnað árið 1906, og hins vegar til þess starfs sem unnið hafði verið hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) frá stofnun þess árið 1907.

Ræktun lýðs og lands Markmið ungmennafélaga landsins var „ræktun lýðs og lands“. Með því var átt við að rækta og ná fram því besta í hverjum einstaklingi og með því auka skilning á íslenskri menningu og tungu. Með því að rækta einstaklingana og efla félagslegan þroska þeirra var reynt að stuðla að bættri þjóð og auka bjartsýni og trú á landinu. Ungmennafélögin stuðluðu einnig að ræktun skóga, byggingu sundlauga og samkomu-

húsa auk þess sem þau auðvelduðu innleiðingu héraðsskóla í hreppum landsins. Þessi markmið lýsa sögu Ungmennafélagsins Æskunnar vel.

Samkomuhús reist 1922 Við stofnun ungmennafélagsins árið 1910 var félagssvæðið stækkað til allrar strandarinnar auk víkna (Miðvík og Ystu-Vík). Félagið stækkaði ört og var fljótlega farið að huga að betri húsakosti en stofum félagsmanna sem skiptust á um að hýsa fundina. Stofnaður var sjóður til að fjármagna þær byggingarframkvæmdir og árið 1922 var Samkomuhúsið reist sem hefur í gegnum árin hýst ýmsa starfsemi, meðal annars skóla, nú síðast hluta Safnasafnsins. Frá stofnun ungmennafélagsins Æskunnar hefur félagið reynt að láta gott af sér leiða. Má þar einmitt nefna Samkomuhúsið, gróðurreitinn, sundlaugina og íþróttavöllinn. Ungmennafélagið vann að öllum þessum verkefnum í sjálfboðavinnu ásamt mörgum fleiri verkefnum í gegnum árin. Félagið stofnaði einnig Sparisjóð Svalbarðsstrandar, fyrst sem aurasjóð fyrir unga meðlimi félagsins, og í framhaldinu sem sterka inn- og útlánastofnun. Síðar var sparisjóðurinn afhentur hreppnum til að auka veg hans og traust áður en hann rann inn í Samvinnubankann.

Frjálsar og skák í dag Í dag er Umf. Æskan best þekkt sem íþróttafélag. Margar íþróttir hafa verið stundaðar undir merkjum félagsins. Má þar nefna skíði, skauta, glímu, fótbolta, hand-

bolta, körfubolta, brids, skák og frjálsar. Í dag er hins vegar meginstarfsemin í frjálsum og skák. Í tilefni afmælisins var sett upp sýning í Svalbarðsstrandarstofu í Safnasafninu þar sem gat að líta sögu ungmennafélags sem unnið hefur óeigingjarnt starf í þágu nærumhverfis síns. „Uppistaðan í starfseminni nú er frjálsar íþróttir en einnig eigum við nokkra vel frambærilega skákmenn sem við erum að rækta með hjálp skólans. Skólastjórinn er duglegur að hjálpa okkur í því með námskeiðum. Við erum nýbúin að byggja upp æfingaaðstöðu í frjálsum íþróttum þar sem við lögðum gerviefni á hlaupabraut, langstökkssvæði og hástökkssvæði á vellinum á Svalbarðsströnd. Við gerðum þetta fyrir okkar eigin peninga og einnig styrks úr sjóði sem Guðmundur Benediktsson hafði skilið eftir handa okkur. Við erum hægt og rólega að byggja ofan á þetta með því að kaupa áhöld og gera umhverfið gott til að stunda frjálsar íþróttir. Við erum með lítið íþróttahús í skólanum sem er ágætt og svo er þar líka sparkvöllur. Það er mikill áhugi fyrir íþróttum en við líðum svolítið fyrir það að það er stutt til Akureyrar. Í hópíþróttunum sækja allir í bæinn í KA eða Þór og þess vegna einbeitum við okkur að frjálsum íþróttum og bjóðum upp á æfingar á sumrin, eins á laugardögum yfir vetrarmánuðina, og erum síðan að skoða hvað við getum gert meira. Við getum ekki annað sagt en það sé líf í kringum félagið,“ sagði Birkir Örn Stefánsson, formaður Ungmennafélagsins Æskunnar, í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


100 ára afmælishátíð Ungmennasambands Skagafjarðar

Eitt hundrað ára afmælishátíð Ungmennasambands Skagafjarðar var haldinn í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 13. nóvember sl. Ávörp og tónlistaratriði voru flutt og fjölmargir gestir þáðu veitingar á þessum merku tímamótum í sögu Ungmennasambandsins. Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl árið 1910. Fyrstu árin tók það að sér hin árlegu sumarmót er ungmennafélögin höfðu hrundið af stað. Á þeim fóru fram kappreiðar, keppt var í ýmsum íþróttum og flutt eitt eða fleiri erindi.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Fimmtán ungmennafélög höfðu verið stofnuð víða um Skagafjörð árið 1955, það fyrsta, Ungmennafélagið Æskan, í Staðarhreppi 20. október 1905, af 15 drengjum, og Ungmennafélagið Framför í Lýtingsstaðahreppi 1. nóvember sama ár. Nú eru 12 aðildarfélög innan UMSS með tæplega 3.000 félagsmenn sem er um 70% allra íbúa Skagafjarðar. Stofnun æskulýðsfélaga í Skagafirði má rekja til Sigurðar Sigurðssonar frá Draflastöðum, síðar búnaðarmálastjóra og skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Hann hafði brennandi áhuga fyrir framförum lands og þjóðar og þó fyrst og fremst fyrir framförum landbúnaðarins. Áhugi hans hafði mikil áhrif á lærisveina hans, sem margir voru úr Skagafirði. Æskulýðsfélögin, sem stofnuð voru í Skagafirði haustið 1905, voru runnin af þessari rót og sprottin af þörf æskumanna til að láta til sín taka á eigin vettvangi og trú þeirra á að heilbrigt samfélag æskumanna myndi þroska þá bæði andlega og líkamlega en auk þess líklegasta leiðin til að koma áhugamálum æskunnar í framkvæmd. Haft er fyrir satt að ungmennafélagshreyfingin hafi borist hingað til lands frá Noregi og að fyrsta ungmennafélagið hafi

verið stofnað á Akureyri 7. janúar 1906 eða nokkrum mánuðum eftir að fyrstu félögin í Skagafirði tóku til starfa. Skagfirðingar notuðu ekki ungmennafélagsnafnið í upphafi og kenndi annað félagið sig við framfarir en hitt við æskuna, eins og fyrr var sagt. Næst kom Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi sem var stofnað 20. október 1907 og Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki var síðan stofnað 26. október sama ár. Síðan komu Ungmennafélagið Hegri í Hegranesi og Glóðafeykir í Akrahreppi, stofnuð ári síðar. Þá komu Framsókn á Gljúfuráreyrum árið 1914, Höfðastrendingur í Hofsósi árið 1917, Von í Stíflu 1918, Ungmennafélag Holtshrepps í Austur-Fljótum árið 1919, Ungmennafélagið Geisli í Óslandshlíð árið 1921, Bjarmi í Goðdalasókn í Lýtingsstaðahreppi 1922. Þrettánda ungmennafélagið, Hjalti í Hjaltadal, var stofnað árið 1927, Ungmennafélag Haganeshrepps árið 1946 og loks Ungmennafélagið Grettir í Skarðshreppi árið 1954. Tvö þessara ungmennafélaga starfa enn undir sínum upprunalegu nöfnum, Tindastóll og Hjalti. Auk þeirra eru Ungmennafélögin Neisti á Hofsósi og Smári í Varmahlíð innan vébanda UMSS í dag.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhendir Sigurjóni Leifssyni, varaformanni UMSS, áletraðan skjöld frá hreyfingunni í tilefni 100 ára afmælisins.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


KÖRFUBOLTI: Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells:

Yndislega gaman og gefandi Gunnar Svanlaugsson, sem er formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, segir, þegar hann er spurður um það af hverju Snæfellingar séu svona góðir í körfubolta, að gríðarleg hefð hafi ríkt fyrir körfuknattleik í Stykkishólmi og mætti í þeim efnum fara allt til ársins 1950.

Þurfti bara fjóra menn í lið „Þessi boltaleikur var í raun valinn af körfuboltaáhugafólki á þeim tíma. Ég held að körfuboltaleikurinn hafi verið valinn á þessum tíma vegna þess að þessir vitru menn og konur sáu fram á að þá þyrfti bara fjóra leikmenn í lið sem síðar breyttist í fimm leikmenn. Bæjarfélagið, sem var ekki fjölmennara en þetta, myndi sennilega ráða best við boltagreinina körfubolta. Þetta var meðvituð ákvörðun sem tekin var af ungmennafélagsfólki á sínum tíma sem jafnhliða því að vera öflugt ungmennafélagsfólk var ennfremur líka skólatengt. Hér er ég að vitna til manns sem var og hefur oft verið nefndur faðir körfuboltans hér í Stykkishólmi sem heitir Sigurður Helgason. Hann vann lengi síðan síðustu áratugina í menntamálaráðuneytinu í Reykjavík. Hann var fyrsti skólastjórinn minn og því man ég þessa sögu mjög vel,“ segir Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells og skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi.

Tengdist skólanum Gunnar segir að skólastjórar hafi hingað til haft það að leiðarljósi að þegar umsóknir um íþróttakennarastöður í Stykkishólmi lágu fyrir og að tveir jafnhæfir íþróttakennarar, sem voru með allt á hreinu, sóttu um, var sá sem hafði meira vit á körfubolta líklegri til þess að fá stöðuna. „Ég er alls ekki að gera lítið úr kennaramenntun eða slíku, þetta snerist ekki um það. Menn voru bara svo ákveðnir að efla körfuboltann. Þessi hugsunarháttur er búinn vera skrápinn inn í Hólmarana alveg frá því á þessum árum. Við erum á mörgum árabilum búnir að eiga marga öfluga krakka í körfubolta. Þetta tengist auðvitað því hvernig uppeldistofnun skólinn er á hverjum stað.

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ef það hefði verið þannig í gegnum tíðina að aðstaðan fyrir handbolta hefði verið betri vitum við ekki hvernig mál hefðu þróast. Málið var að við gátum spilað körfubolta í litla íþróttahúsinu en ekki handbolta. Við spiluðum kannski handbolta einu sinni á skólaárinu en það voru bara slagsmál því það voru bara tveir metrar á milli varnarlína. Þetta snerist því aðallega um aðstöðuna en hún leyfði einfaldlega ekki nema körfuboltann sem vetrarboltagrein. Það voru að vísu ekki margar íþróttagreinar í boði og blak var ekki komið á þessum tíma. Þetta var því bara meðvituð ákvörðun á þessum tíma að leggja áhersluna á körfuboltann. Ég er ekki að halla á aðrar íþróttagreinar heldur var það þannig að aðstaðan og mannskapurinn gerði það að verkum að þetta var bara ákveðið. Við ákváðum líka á sínum tíma, og ég held að það sé að koma okkur til tekna í dag, að vera ekkert að fikta í of mörgum íþróttagreinum. Við ákváðum frekar að reyna að vera frekar góð í einni grein. Það

Úr leik Snæfells og KR í Hólminum.

er skoðun margra að það sé rétt stefna en svo eru aðrir sem vilja meina að maður eigi að vera meðalgóður í mörgu. Við ákváðum, eins og áður hefur komið fram, að einskorða okkur við þessa boltagrein. Yfir sumartímann kemur fótboltinn að sjálfsögðu á fullu inn en aðstaðan hin síðari ár hefur breyst mikið þannig að hægt er að spila fótbolta einnig inni allan veturinn,“ sagði Gunnar.

Straumhvörf með framhaldsskóla í heimabyggð Gunnar sagði líka að í gegnum tíðina hefði bærinn átt marga efnilega krakka en þegar framhaldsskólinn kom nær heimabyggð urðu straumhvörf. „Þá þurftu nemendur ekki að fara burt sem ætluðu sér í framhaldsnám. Það var tvímælalaust eitt skrefið til að styrkja okkur í því starfi sem við erum að fást við. Við höldum unglingunum í fjögur ár til viðbótar ef þau ætla sér að ganga námsbrautina. Hér geta þau verið í heimahúsi, farið með rútu


að morgni, komið heim upp úr hálf fjögur seinni partinn, og haldið áfram að vera virkir þátttakendur í íþróttum hjá Snæfelli. Hér á árum áður þurftu menn á borð Rikka Hrafnkels, Kristján Ágústsson og Bárð Eyþórs ásamt mörgum fleirum að fara í framhaldsskóla til Reykjavíkur. Við hefðum haft þessa leikmenn áfram ef framhaldsskóli hefði verið nær okkur. Eftir að heimamönnum fór að fjölga í hópnum tengdist hann betur byggðinni hér og fyrir vikið fóru heimamenn að sækja leikina betur, meira fjármagn kom inn og þannig efldist starfið enn frekar. Þetta skipti allt máli auk bættrar aðstöðu og að fá fjölbrautarskólann á Snæfellsnesið, þá héldum við ennfremur stelpunum lengur í körfuboltanum. Áður en við vissum af voru þær komnar upp í úrvalsdeild. Þær eru ekki margar en mjög duglegar og metnaðarfullar og standa sig með prýði í úrvalsdeildinni. Þetta eru næstum því grunnskólastelpurnar mínar sem eru nýfarnar í fjölbrautarskóla. Auk þeirra leika með liðinu tvær erlendar stúlkur sem hafa fallið mjög vel inn í hópinn,“ sagði Gunnar.

Settum markið enn hærra Þegar stelpurnar fóru upp í úrvalsdeildina ákváðum við að setja markið enn hærra og verða okkur úti um þjálfara sem hefði þjálfunina að aðalstarfi en væri ekki í fullri vinnu frá átta á morgnana til fjögur eða fimm á daginn og þurfa eftir það að fara á erfiðar æfingar hjá meistaraflokkunum báðum og öðrum flokkum.

Hlynur Bæringsson, lengst til vinstri, sem nú leikur í Svíþjóð. Með honum á myndinni eru Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, Davíð Sveinsson gjaldkeri og Hermundur Pálsson varaformaður.

Settum stefnuna á titla

Gríðarlega efnilegar

Við settumst niður, Hólmarar, og settum stefnuna á titla, leituðum að góðum þjálfara og það er skemmst frá því að segja að ég var með Inga Þór í huga. Ég gat ekki séð að Inga Þór væri ætlað eitthvað aðalhlutverk hjá KR, ekki alveg á næstunni, en hann var samt búinn að standa sig vel. Við veðjuðum á það að Ingi Þór væri svolítill sveitamaður í sér og væri til í að búa úti á landi. Hann væri aðeins í tvo klukkutíma frá miðpunktinum sem allir miða við og allt miðast við. Okkur tókst að fá þau hjónin hingað og útveguðum konunni vinnu. Inga Þór gerðum við að aðalþjálfara, hann tók við báðum meistaraflokkunum og sér um unglingaflokkana líka. Við gerðum þetta að einu heildarstarfi en ég vil taka skýrt fram að við erum ekki að gera lítið úr þeim öflugu mönnum og konum sem sinntu þessum þjálfarastörfum fram að þessu.

Gunnar sagðist vera afar stoltur af báðum liðum Snæfells, í karla- og kvennaflokki. „Stelpurnar okkar eru kornungar en gríðarlega efnilegar. Við þurfum nokkur ár með þær í viðbót. Við skulum ekki gleyma því að strákarnir þurftu sinn tíma til að komast þangað sem þeir eru í dag. Allir styrktaraðilar og stuðningsmenn Snæfells eru vel meðvitaðir um körfuknattleikinn í Stykkishólmi og standa þétt við bakið á því sem við erum að gera. Ég er vakandi og sofandi yfir þessu starfi mínu í körfuboltanum í Stykkishólmi. Þetta er bara yndislega gaman og gefandi starf,“ sagði Gunnar Svanlaugsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells, í spjallinu við Skinfaxa.

Þjálfari í fullu starfi Ég veit að Ingi Þór er oft að klippa leiki á morgnana frá kvöldinu á undan. Hann er í fullri vinnu við þetta. Ef í starfinu væri maður að kenna eða skólastjóri með þessu líka þá væri sú manneskja í öðru meginstarfi, að sjálfsögðu. Við vildum sjá mann í þessu starfi sem gerði ekkert annað og í þessu vinnuumhverfi er Ingi Þór. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að erlend lið voru farin að bera víurnar í toppleikmennina okkar. Þetta var eðlilegt og við vorum stolt af því að það væru erlendir aðilar að skoða okkar leikmenn. Það segir okkur ekkert annað en að starfið hjá okkur er í lagi,“ segir Gunnar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


KÖRFUBOLTI: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í körfuknattleik:

„Það var gæfuspor fyrir mig að koma í Hólminn að þjálfa“ Það er óhætt að segja að körfuknattleikslið Snæfells í Stykkishólmi hafi heldur betur slegið í gegn á síðustu misserum og unnið nánast alla titla sem í boði eru. Síðasta tímabil var stórkostlegt hjá félaginu en þá vann liðið tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitil. Fyrir þetta tímabil sá liðið á eftir sterkum leikmönnum en það virðist ekki koma að sök því að liðið heldur áfram á sömu braut. Snæfellingar hafa leikið mjög vel í vetur og verða í baráttunni um alla titla. Flestir eru sammála um að sterk liðsheild hafi lagt grunninn að þessum frábæra árangri en ekki má gleyma þætti þjálfarans, Inga Þórs Steinþórssonar, sem er einkar glæsilegur. Stuðningsmenn liðsins eru engum líkir og skiptir þá engu hvort leikið er heima eða heiman. Mikil hefð er fyrir körfuknattleik í Stykkishólmi og hún á eflaust einhvern þátt í árangri liðsins.

Sterk liðsheild Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er að vonum ánægður með gengi liðsins. Það lá fyrst fyrir að spyrja hann fyrst hvort gengið í vetur væri ekki að koma honum á óvart. „Strákarnir í liðinu leggja á sig ómælda vinnu til að ná þessum árangri. Auðvitað söknum við þeirra sem léku með okkur á síðasta tímabili en ég get ekki annað en verið stoltur af liðinu, hvernig hópurinn er í heild sinni, hvernig leikmenn og stjórn hafa unnið saman til þessa í vetur. Við erum að leika mun betur en nokkurn mann óraði fyrir en við megum samt ekki gleyma því að við erum með menn í öllum stöðum. Menn erum að vinna hlutina saman og eru jafnframt meðvitaðir um hvað þurfi að gera til að ná árangri. Það áttu ekki margir von á því að við yrðum í efsta sæti að loknum átta umferðum. Liðsheildin öðru fremur er að skapa þennan árangur. Erlendu leikmennirnir falla vel inn í hópinn og Jón Orri og Pálmar Freyr taka að sér stærri hlutverk en í fyrra. Svo eru við með unga og efnilega leikmenn á borð við Emil og Atla Rafn, þannig að heildin er fín,“ sagði Ingi Þór í samtali við Skinfaxa. Hann sagðist vera bjartsýn á framhaldið en keppnistímabilið væri varla hálfnað. Hann sagði aldrei að vita nema liðið bætti við sig eftir áramótin.Tíminn myndi leiða það í ljós. Fram undan væri spennandi tími en leikmenn þyrftu að halda einbeitingunni og leggja mikið sig til að halda áfram á sömu braut.

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, með Íslandsbikarinn, ásamt nokkrum leikmönnum liðsins.

Allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum – Hvernig var fyrir þig að koma úr Reykjavík og fara að þjálfa í Hólminum? „Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er hvað hlutirnir hafa gengið vel fyrir sig. Ég kom hingað að góðu búi og hér býr gott fólk. Það eru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að létta undir með liðinu. Það er bara yndislegt að fá tækifæri til að vinna í svona umhverfi. Umgjörðin í kringum liðið er frábær,“ sagði Ingi Þór. Aðspurður í hverju munurinn lægi að þjálfa lið á höfuðborgarsvæðinu og í Stykkishólmi sagði Ingi Þór hann vera nokkurn. „Í Reykjavík, þar sem ég þjálfaði KR, þá er körfuboltinn deild innan félagsins en fótbolti hins vegar aðalmálið. Úti á landi, eins og í Stykkishólmi, er körfubolti númer eitt. Mér finnst viðhorfið jákvæðara og vinnuumhverfið manneskjulegra hér fyrir vestan. Fólk hér í Hólminum er ánægt með það sem er verið að gera og stolt af sínu liði. Ég sé aldrei eftir þeirri ákvörðun að fara í Stykkishólm til að þjálfa. Það var gæfuspor fyrir mig að koma hingað og ég hef bætt mig sem þjálfara, það er ekki nokkur spurning. Mín kenning í íþróttunum er að ef maður heldur að maður kunni og viti allt þá geti maður allt eins hætt þessu. Maður verður á hverjum einasta degi að einsetja sér að bæta sig, gera betur og læra af mistökunum. Ég er núna að vinna í því að hætta að jagast í dómurunum,“ segir Ingi Þór kíminn.

– Ertu ánægður með stuðninginn sem þið fáið frá áhorfendum? „Það er ekki annað hægt, stuðningurinn er frábær í alla staði. Ég get tekið sem dæmi þegar að við kepptum við Hauka í Hafnarfirði í vetur voru þar þrefalt fleiri Hólmarar á leiknum en Hafnfirðingar. Það eru margir Stykkishólmsbúar sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu þannig að við fáum alltaf þéttan kjarna frá þeim á útileikjunum. Við fáum frábæran stuðning á heimaleikjum í Hólminum og stuðningur frá heimamönnum og fyrirtækjum er ómetanlegur. Fólk í stjórninni er öflugt og er að vinna frábært starf. Það er gott fólk að vinna hvert sem litið er, bæði í meistaraflokknum og í yngri flokkunum. Það verður ekki annað sagt en að það sé bjart fram undan í körfuboltanum hér í Stykkishólmi. Yngri flokka starfið gengur ágætlega þótt ekki séu margir í hverjum aldurshópi en margir efnilegir þar innan um,“ sagði Ingi Þór.

Jafnt og spennandi – Sérðu fyrir þér að Snæfell standi uppi sem Íslandsmeistari þegar keppni lýkur í vor? „Ég get alveg séð fyrir mér að Snæfell fari alla leið. Til að það gangi eftir verðum við að bæta okkur á ákveðnum sviðum. Keppinautar okkar eru allir að bæta sig en Keflvíkingar og KR eru til að mynda með firnasterk lið. Deildin er mjög jöfn og skemmtileg og mun verða það fram á lokaleik í úrslitakeppninni. Þetta er nákvæmlega eins og áhorfendur vilja hafa það, jafnt og spennandi, og engin leikur auðveldur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson hress í bragði í samtalinu við Skinfaxa.


Hólmarar eru duglegir að mæta á leiki Snæfells í körfuboltanum.

Vinnum saman

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


inni og þar æfði maður og lék sér öll stundum þegar tækifæri gafst,“ sagði Ægir Þór.

KÖRFUBOLTI:

Deildin jafnari en áður Aðspurður hvernig honum litist á veturinn, sem fram undan væri, sagðist hann vera bjartsýnn. „Það hefur verið lögð mikil vinna í þennan hóp sem skipar liðið okkar í vetur. Við höfum keyrt á sama mannskapnum lengi og því höfum við orðið góða reynslu í að leika saman. Okkur hefur gengið vel til þessa og við ætlum okkur að halda áfram á sömu braut. Það verður hins vegar ekkert gefið í deildinni í vetur. Deildin er jafnari en áður og það getur ekkert lið bókað sigur á andstæðingi sínum fyrirfram. 2–3 lið hafa oft skarað fram úr en það verður ekki svo í vetur. Fleiri lið verða um hituna en áður sem er besta mál og gerir bara deildina skemmtilegri fyrir vikið,“ sagði Ægir Þór.

Ægir Þór Steinarsson, körfuknattleiksmaður í Fjölni:

Hraðinn heillaði mig Fjölnismaðurinn Ægir Þór Steinarsson er í hópi efnilegustu körfuknattleiksmanna landsins. Ægir Þór er 19 ára gamall leikstjórnandi úrvalsdeildarliðs Fjölnis og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína. Hann er útsjónarsamur, teknískur og hefur yfir góðum hraða að ráða. Ægir Þór sagði í samtali við Skinfaxa að hann hefði verið um sjö ára þegar hann byrjaði að æfa körfubolta. Fyrsti þjálfarinn hans hefði verið Ragnar Torfason sem hefur þjálfað margan körfuboltamanninn hjá Fjölni í gegnum tíðina.

Ætla að komast á styrk

Körfuboltinn varð ofan á „Ég æfði handbolta um tíma, en hætti því snemma. Fótbolta æfði ég samhliða körfuboltanum allt upp í áttunda bekk. Þá varð maður að gera upp við sig hvor greinin yrði fyrir valinu. Körfuboltinn varð ofan á því mér fannst hann skemmtilegri og ég var líka viss um að ég myndi lá lengra í körfuboltanum. Mér fannst harkan meiri í fótboltanum og svo heillaði körfuboltinn mig meira og þá hraðinn alveg sérstaklega,“ sagði Ægir Þór.

Ægir Þór er 1,82 metrar á hæð og segist léttur í bragði alltaf hafa verið minnstur á vellinum. Hann hefur aftur á móti sannað það að margur er knár þótt hann sé smár. Hann byrjaði að æfa sjö ára eins og áður sagði og lék upp alla yngri flokka Fjölnis. „Ég gekk í Húsaskóla og var öllum stundum í körfubolta. Ég bjó rétt hjá íþróttamiðstöð-

Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu.

Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ægir Þór Steinarsson, Fjölni, er í hópi efnilegustu körfuknattleiksmanna landsins.

– Hvernig sérðu framhaldið hjá þér í körfuboltanum? „Ég hef verið að skoða mín mál. Það er ekkert launungarmál að ég stefni á háskólanám í Bandaríkjunum næsta haust en ég lýk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla í vor. Ég hef verið að leita að skólum og taka próf sem ég þarf að hafa lokið ef af skólavistinni verður í Bandaríkjunum. Ég ætla að komast á styrk og ég hef nú þegar fengið nokkrar fyrirspurnir. Það skýrist svo væntanlega fljótlega á nýju ári hvort draumur minn rætist en ég er bara bjartsýnn á það,“ sagði Ægir Þór Steinarsson í spjallinu við Skinfaxa.


Er í góðu sambandi við Pétur Guðmundsson

KÖRFUBOLTI:

– Hvernig hefur þér litist á veturinn til þessa? „Okkur er að ganga betur en margir þorðu að vona. Liðinu var spáð fallsæti en við höfum notað það sem hvatningu og það hefur ekkert annað en eflt okkur. Við höfum verið að vinna stærri liðin en ekki farið með rétt hugarfar í leikina gegn lakari liðum. Fyrir vikið höfum lent þar í vandræðum en við ætlum að bæta úr því. Samheldnin í liðinu er mikil og við erum staðráðnir í því að standa okkur vel í deildinni í vetur,“ sagði Ragnar Ágúst. Hann sagðist vera í góðu sambandi við Pétur Guðmundsson sem lék um nokkurra ára skeið með liðum í NBA á borð við Portland, LA Lakers og San Antonio. Pétur er búsettur í Bandaríkjunum. „Ég hélt alltaf mikið upp á Pétur og ég er í góðu sambandi við hann. Hann hefur gefið mér góð ráð og veitt mér góðan stuðning. Það er ekki ónýtt að geta leitað til hans til að fá góð ráð.“

Ragnar Ágúst Nathanaelsson úr Hamri er 2,18 m á hæð:

Ég varð ástfanginn af íþróttinni Ragnar Ágúst Nathanaelsson, 19 ára gamall miðherji í körfuknattleiksliði Hamars í Hveragerði, er einn stærsti Íslendingurinn í dag. Ragnar hefur vakið óskipta athygli, honum hefur farið mikið fram en einungis eru um þrjú ár síðan hann hóf að æfa körfubolta af fullum krafti. Ragnar Ágúst er 2,18 metrar á hæð eða sömu hæðar og Pétur Guðmundsson sem fyrstur íslenskra körfuboltamanna komast á atvinnumannasamning í NBA.

Ég á mér draum

Hafði lítinn áhuga á íþróttum framan af Í spjalli við Ragnar Ágúst á dögunum kom fram að framan af hafði hann lítinn sem engan áhuga á íþróttum og fátt sem stefndi í að einhver breyting yrði þar á. „Ég var í tölvunni alla daga og hreyfði mig ekkert. Það vantaði einhvern neista,” sagði Ragnar Ágúst. „Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, kom svo að máli við mig þegar ég var 16 ára gamall og hvatti mig til að fara æfa körfubolta. Ég ákvað að prófa og frá þeirri stundu varð ekki aftur snúið. Mér fannst þetta ofsalega gaman og varð hreinlega ástfanginn af íþróttinni. Ég hrein-

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamri, hefur vakið óskipta athygli í körfuboltanum hér á landi. Hann er 2,18 m á hæð.

lega lifi fyrir þetta í dag og nýt þess í botn að vera í körfuboltanum,“ sagði Ragnar Ágúst sem er á öðru ári í húsasmíði við Fjölbrautarskólann á Selfossi. Hann segist æfa sex sinnum í viku með liðinu en auk þess skokkar hann sjálfur 2–3 sinnum í viku og fer einnig í ræktina til að lyfta. „Ég hef verið að vinna mikið í skotunum upp á síðkastið og er vonandi að bæta mig í þeim efnum. Ég horfi líka töluvert á efni úr NBA-deildinni og tel mig hafa lært heilmikið á því. Að taka aukaæfingar skiptir mig öllu máli,“ sagði Ragnar Ágúst.

– Hvert ætlar Ragnar Ágúst að stefna í framtíðinni? „Ég ætla að bæta mig sem körfuboltamann og til að það gangi eftir verður maður að æfa vel, þetta kostar mikla vinnu. Ég á mér draum að komast einhvern tímann út til að leika körfubolta og vonandi verður það að veruleika. Það væri gaman að fara til Bandaríkjanna en það er ákveðinn aðili að vinna í þessu fyrir mig og skoða möguleika. Við höfum verið í sambandi við nokkra skóla en tíminn verður að leiða í ljós hvenær þetta verður að veruleika, kannski næsta haust,“ sagði Ragnar Ágúst í samtali við Skinfaxa.

Námskeið um sögu sunnlenskra ungmennafélaga:

Þátttakendur ánægðir með hvernig til tókst Námskeiði um sögu sunnlenskra ungmennafélaga lauk 15. nóvember sl. Námskeiðið var haldið á vegum Fræðslunets Suðurlands, í samstarfi við HSK. Kennari á námskeiðinu var Jón M. Ívarsson sagnfræðingur. Námskeiðið tókst afar vel og voru þátttakendur ánægðir með hvernig til tókst. Jón er mjög fróður um þessa sögu en á dögunum kom út bók um 100 ára sögu HSK sem hann skrifaði.

Meðal þátttakenda á námskeiðinu var Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi formaður HSK, og að námskeiðinu loknu fór hann með eftirfarandi vísu:

Erum hérna átta manns í uppfræðslu hjá Jóni. Lútum góðri leiðsögn hans um líf og starf á Fróni.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Dvöl í íþróttalýðháskóla er mikil upplifun Ungmennafélag Íslands er í samstarfi við sjö íþróttalýðháskóla í Danmörku. Samstarf þetta hefur varað í nokkur ár og hefur UMFÍ styrkt mikinn fjölda ungmenna til dvalar í skólunum. Dvöl í íþróttalýðháskólunum er afar skemmtilegur kostur. Ungmenni, sem þangað fara, eiga möguleika á að læra tungumálið enn frekar, kynnast nýjum vinum og æfa íþróttir við frábærar aðstæður. Metnaður skólanna er mikill og kennararnir eru einstaklega góðir. Lífið í skólunum er afskaplega fjölbreytt og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Skólarnir bjóða upp á þjálfararéttindi í flestum íþróttagreinum, farið er í námsferðir til annarra landa svo sem skíðaferðir og margt fleira. Kostur er á að stunda nám í skólunum mismunandi lengi. Hægt er að fara út að hausti og koma heim fyrir jól. Einnig er hægt að fara út í janúar og koma heim að vori, svo eitthvað sé nefnt.

Margir fara í lýðháskóla eftir stúdentspróf „Það er töluverð aukning í skólunum í vetur eftir nokkra lægð sem varð í kjölfar efnahagskreppunnar. Nemendur, sem fara héðan til náms, eru mjög ánægðir með skólavistina ytra. Það er töluvert um að krakkar fari til náms þegar stúdentsprófi lýkur, áður ákvörðun um frekara framhaldsnám liggur fyrir. Dvöl í íþróttalýðháskóla í Danmörku er mikil upplifun,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi hjá UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. Skólarnir sjö eru víðs vegar um landið og námsframboð þeirra er afar fjölbreytt. Þeir eru: Idrætshøjskolen i Sønderborg, Gymnastikhøjskolen i Ollerup, Gerlev Idrætshøjskole, Idrætshøjskolen Århus, Gymnastik- og Idrætshøjskolen ved Viborg, Nordjyllands Idrætshøjskole og Idrætshøjskolen Bosei. Frekari upplýsingar um skólana má finna á heimasíðunni umfi.is.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Efst til vinstri: Idrætshøjskolen Bosei. Efst til hægri: Gerlev Idrætshøjskole. Til vinstri: Frá Viborg. Til hægri: Nordjyllands Idrætshøjskole. Neðst til hægri: Frá Sønderborg.


ENNEMM / SÍA

Gleðilega hátíð! VERÐMÆTUR KRAFTUR Við óskum starfsfólki okkar, nágrönnum og Íslendingum öllum gleðilegrar jólahátíðar. VIð þökkum árangursríka samvinnu á liðnum árum og hlökkum til að taka þátt í kraftmiklu samstarfi við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpun á Íslandi á nýju ári.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


FÓTBOLTI:

Knattspyrnudeildir ungmennafélaga sameinast Frá leik Hvatar og BÍ/Bolungarvíkur í 2. deildinni á Blönduósi í sumar.

Tindastóll og Hvöt Í haust undirrituðu knattspyrnudeildir Tindastóls á Sauðárkróki og Hvatar á Blönduósi viljayfirlýsingu um aukið samstarf deildanna. Þessi yfirlýsing felur m.a. í sér að félögin senda eitt sameinað lið til keppni í meistaraflokki karla. Viðræður höfðu staðið yfir um skeið og niðurstaða beggja var sú að aukið samstarf geti ekki leitt til annars en jákvæðra hluta. Skýrt er tekið fram að ekki er verið að leggja félögin niður. Tindastóll og Hvöt munu starfa áfram og vonast er til að knattspyrnudeildirnar verða enn öflugri. Bæði þessi félög hefðu leikið í 2. deild karla á komandi leiktíð. Með þessari ákvörðun mun hins vegar eitt öflugra lið undir nafni Tindastóls/Hvatar taka þar sæti. Einnig mun sameiginlegur 2. flokkur þessara félaga taka þátt í mótum á vegum KSÍ auk annarra flokka. Yngstu flokkar félaganna keppa áfram undir merkjum sinna félaga. Þessi ákvörðun var ekki auðveld og viðræðurnar voru tilfinningamál. Aðilar töldu hana þó skynsamlega og hún ætti einnig að geta orðið öðrum til eftirbreytni í auknu samstarfi á svæðinu. Það er engin launung að aðstæður í samfélaginu hafa breyst á síðustu árum. Fjármagn til íþróttahreyfingarinnar hefur minnkað og æ erfiðara er að reka félög, jafnt á

þessu svæði sem öðrum. Knattspyrnudeildir beggja standa þó vel að vígi fjárhagslega og eru skuldlausar með öllu. Þetta samstarf mun því gefa mikla möguleika þar sem meira fjármagn verður til ráðstöfunar hjá hvoru félagi til annarra hluta. Það er von aðstandenda þeirra að iðkendur fái að njóta þess strax á næsta ári. Samningi deildanna er fyrst og fremst ætlað að hafa það að leiðarljósi að styrkja knattspyrnuna á svæðinu, efla barna- og unglingastarf og gera alla umgjörð í kringum knattspyrnudeildirnar enn betri, segir í viljayfirlýsingu.

KS og Leiftur Leiftur og KS samþykktu á aðalfundum sínum að sameina félögin. Haldinn var stofnfundur sameinaðs félags KS og Leifturs í beinu framhaldi. Kosið var um nafn á félaginu. Fyrir valinu varð KF – Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og munu sameinuð félögin spila undir merkjum KF frá og með 1. janúar 2011. Enginn bauð sig fram til formanns í sameinuðu félagi og er stjórninni ætlað að finna sér formann á næstunni. Búningar nýs félags verða bláir að lit og varabúningur hvítir. Lög félagsins voru samþykkt á fundinum og taka þau gildi þegar ÍSÍ, UMFÍ og UÍF hafa lagt blessun sína yfir þau.

Námskeið í félagsmálafræðslu:

„Sýndu hvað í þér býr“ Frá námskeiði sem haldið var í Myllubakkaskóla fyrir nemendur í nemendaráðum í efstu bekkjum skólans.

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Námskeið í félagsmálafræðslu, undir yfirskriftinni Sýndu hvað í þér býr, hafa verið haldin á nokkrum stöðum í vetur. Námskeið hafa m.a. verið haldin á Hornafirði, Kópavogi og í Reykjanesbæ. Það er Ungmennafélag Íslands sem skipuleggur námskeiðin sem hafa til þessa tekist vel. Mikil áhersla er lögð á að þátttakendurnir taki virkan þátt í námskeiðunum. Eftir áramótin standa fleiri námskeið fyrir dyrum og er þeim aðilum sem hafa áhuga á að fá námskeið til sín bent á að hafa samband við Ungmennafélag Íslands. Hlutverk námskeiðanna er að sjá þátttakendum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Ennfremur er farið í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, þ.e. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning og raddbeitingu svo eitthvað sé nefnt. Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, kennir á þessum námskeiðum. Hann veitir allar nánari upplýsingar í síma 861-3379 og eins er hægt að senda honum póst á netfangið sigurdur@umfi.is.


Úr hreyfingunni Íþrótta- og ungmennasamband Austurlands:

Blakkona fær afreksstyrk Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, 17 ára blakkona úr Þrótti í Neskaupstað, hlaut 12. nóvember sl. 100 þúsund króna afreksstyrk úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls. Sylvía er ein af öflugustu leikmönnum Þróttar, og hefur leikið mjög vel með liðinu í Íslandsmóti kvenna í blaki í vetur. Sylvía hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands í blaki. Hún keppti með U-19 ára landsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Svíþjóð í september sl. og einnig með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í blaki sem fram fór í Danmörku í október sl. „Ég er mjög stolt yfir að fá þennan afreksstyrk og vil þakka þeim sem studdu mig. Þetta hefur mjög hvetjandi áhrif og mig langar að gera enn betur,“ segir Sylvía ánægð. Sylvía leikur stöðu uppspilara með hinu sterka liði Þróttar. „Okkur hefur gengið vel í vetur og við höfum unnið fyrstu þrjá leikina í Íslandsmótinu. Þetta er þriðja árið mitt með meistaraflokki en við erum með mjög ungt lið og meðalaldurinn er aðeins um 18 ára. Við urðum í öðru sæti í Íslandsmótinu síðustu tvö keppnistímabil en nú stefnum við á Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst við hafa alla burði til þess. Það er mikill metnaður hjá okkur stelpunum í liðinu og einnig frábær liðsandi sem skiptir auðvitað líka gríðarlega miklu máli,“ segir Sylvía, en hún stundar nám í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað.

Mikilvægt framtak fyrir íþróttahreyfinguna

Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, blakkona úr Þrótti á Neskaupstað, fékk afreksstyrk úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Fjarðaáls.

Alls var úthlutað 730.000 krónum úr afrekssjóðnum Spretti. Iðkendastyrki, að upphæð 50.000 kr. hvern, hlutu Fannar Bjarki Pétursson, knattspyrnumaður úr Leikni frá Fáskrúðsfirði, Björgvin Jónsson, mótokrossmaður úr START, Daði Fannar Sverrisson, frjálsíþróttamaður úr Þrótti, Erla Gunnlaugsdóttir, frjálsíþróttakona úr Þrótti, og þær Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir og Kristina Apostolova, blakkonur úr Þrótti. Þjálfarastyrk að upphæð 80.000 kr. hlaut Auður Vala Gunnarsdóttir. Félagastyrki hlutu Hestamannafélagið Blær, 70.000 kr., blakdeild Þróttar, 70.000 kr., frjálsíþróttadeild Hattar, 40.000 kr., og fimleikadeild Hattar, 20.000 kr. „Afrekssjóðurinn er mjög mikilvægt framtak fyrir íþróttahreyfinguna á Austurlandi. Við höfum átt afar farsælt samstarf við Alcoa Fjarðaál í að efla og styrkja íþróttastarf á Austurlandi,“ segir Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA, en samtals hefur sjóðurinn úthlutað 1,4 milljónum króna á árinu.

Lokafundur unglingalandsmótsnefndar í Borgarnesi Lokafundur unglingalandsmótsnefndar í Borgarnesi var haldinn 17. nóvember sl. Nefndin er sátt við hvernig framkvæmd mótsins gekk fyrir sig og er þakklát þeim mörgum aðilum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti. Unglingalandsmótsnefndin vill sérstaklega þakka sjálfboðaliðum, sveitarstjórn Borgarbyggðar og samstarfsaðilum fyrir frábæra aðkomu að mótinu. Íbúar Borgarbyggðar lögðu líka fram sinn skerf í undirbúningi mótsins sem var eftirtektarverður. Þátttakendur á mótinu í Borgarnesi í sumar hafa aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti en rúmlega 1700 manns skráðu sig til leiks. Talið er að um 10–12 þúsund gestir hafi sótt mótið en Borgarnes skartaði sínu fegursta í einstakri veðurblíðu alla mótsdagana.

Frá lokafundi unglingalandsmótsnefndar í Borgarnesi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum:

Það skiptir krakkana miklu máli að komast hingað Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Búðirnar hafa verið starfræktar frá því í ársbyrjun 2005. Nemendum í búðunum fjölgaði jafnt og þétt með hverju árinu en nokkur breyting varð á þátttöku skóla 2009. Strax um áramótin fóru skólar að afbóka vegna efnahagsástandsins og reglugerðar um að foreldrar mættu ekki greiða fyrir skólaferðalög. Skólarnir höfðu ekki efni á því að senda nemendur í ungmennabúðirnar vegna niðurskurðar. Um það bil eitt þúsund nemendur sóttu ungmennabúðirnar þetta árið saman borið við tvö þúsund árið áður. Í ár hefur þátttakendum fjölgað umtalsvert en að sögn Önnu Margrétar Tómasdóttur, forstöðumanns ungmennabúðanna, eru skráningar á þessu vetri um 1800 talsins. Fjórar meginstoðir ungmennabúðanna eru menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Öll verkefni í ungmennabúðunum tengjast þessum fjórum meginstoðum á einhvern hátt. Markmið ungmennabúðanna er að unglingarnir öðlist færni í umræðu um þau mál sem brenna á þeim hverju sinni,

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

læri tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Margt skemmtilegt er gert í búðunum, innan og utan dyra og er dvölin byggð upp með leikjum, rökræðum, hópefli, reynslunámi og samstarfi. „Það hefur gengið sérlega vel í vetur og mikil aukning frá árinu 2009. Krakkarnir vilja upplifa eitthvað í dag og komast í annað umhverfi. Foreldrar unglinganna standa mikið fyrir því að krakkarnir komist þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Það eru núna komnar um 1800 skráningar í vetur og aldrei að vita nema fleiri eigi eftir að bætast við. Vorönnin er þéttsetin,“ sagði Anna Margrét í samtali við Skinfaxa.

Hún sagði dagskrá búðanna svipaða frá ári til árs. Alltaf er samt verið að betrumbæta dagskrána og hafa hana áhugaverða fyrir krakkana. „Þessar búðir eiga mikla framtíð fyrir sér og þær hafa nú þegar tryggt sig í sessi. Það vita orðið allir af okkur og það stefnir í að færri komist að en vilja. Það er endalausar fyrirspurnir í gangi,“ sagði Anna Margrét sem hefur verið forstöðumaður í búðunum í fimm ár. Hún sagði það afar ánægjulegt að sjá hvað krakkarnir væru ánægðir í búðunum. Dvöl í búðunum lifir lengi í endurminningunni og það virðist skipta þau orðið miklu máli að komast þangað.


Úr hreyfingunni

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Ungmennafélagið Leiknir 70 ára Elín Rán Björnsdóttur, formaður UÍA, færir Steini Jónassyni, formanni Leiknis, blóm og árnaðaróskir.

Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Austur-Indíafélagið ehf., Hverfisgötu 56 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf. - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 Henson hf., Brautarholti 24 HGK ehf., Laugavegi 13 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Kjaran ehf., Síðumúla 12-14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 SÍBS, Síðumúla 6 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Túnþökuþjónustan ehf., Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Veigur ehf., Langagerði 26 Ögurvík hf., Týsgötu 1

Kópavogur

Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði fagnaði 70 ára afmæli sínu í október. Í tilefni þess var blásið til þríþrautarkeppni þar sem ungir sem aldnir spreyttu sig á að synda, hjóla og hlaupa. Ungmennafélagsandinn var þar í fyrirrúmi og höfðu þátttakendur gott og gaman af. Síðar um daginn var efnt til hátíðarsamkomu í skólamiðstöðinni, snædd var dýrindis afmæliskaka og afmælisbarnið heiðrað með margvíslegum hætti. Jakob Skúlason, fulltrúi frá KSÍ, veitti þeim Steinunni Björgu Elísdóttur og Steini Jónassyni starfsmerki KSÍ fyrir mikið og gott starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Steinn Jónasson, formaður Leiknis, sæmdi Gísla Jónatansson gullmerki Umf. Leiknis fyrir dyggan stuðning við félagið.

Fjórar deildir starfandi „Ég held að ég megi segja að starfið innan félagsins sé með blómlegum hætti. Það eru fjórar deildir starfandi, knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund og blak. Við erum með í 3. deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu sem keppir þar undir merkjum Leiknis,“ sagði Steinn Jónsson, formaður Ungmennafélagsins Leiknis, í samtali við Skinfaxa. Hann hefur verið formaður félagsins frá 2002.

Góð aðstaða Steinn segir aðstöðuna vera nokkuð góða. Knattspyrnan hefur afnot af ágætum grasvelli og á staðnum er íþróttahús sem tekið var í notkun 1997, með löglegum handbolta- og körfuboltavelli. Leiknir á og rekur þreksal sem er eign félagsins. Félagar í Leikni eru á þriðja hundrað talsins í dag. „Við erum orðnir hluti af Fjarðabyggð og niðri á Reyðarfirði er yfirbyggt knattspyrnu-

Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Kjöthúsið ehf., Smiðjuvegi 24 d Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Réttingaverkstæði Jóa ehf. Dalvegi 16a Snælandsskóli, Víðigrund

Garðabær Samhentir - umbúðalausnir ehf. Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður PON - Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Rafal ehf., Hringhellu 9 Verkalýðsfélagið Hlíf., Reykjavíkurvegi 64

Reykjanesbær hús. Við nýtum það mikið á veturna fyrir fótboltann en aðstaðan þar kemur okkur til góða. Að öðru leyti erum við sjálfbær og litlu sundlaugina notum við enn í dag en hún er ein elsta sundlaug landsins,“ sagði Steinn.

Gestir gæða sér á afmælistertunni á hátíðarsamkomu sem haldin var í tilefni 70 ára afmælis Leiknis.

Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknast Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Bjart fram undan Hann sagðist ekki sjá annað en en að bjart væri fram undan hjá Leikni. „Við reynum bara að sjá björtu hliðarnar,“ eins og hann komst að orði „og hér vinnur fullt af duglegu fólki.“ „Ég kom hingað austur 1974, var stjórnarmaður hjá UÍA árin fyrir landsmót og kláraði mótið sem gjaldkeri UÍA. Fyrst að það kom svona vel út fannst mér ágætt að aðrir tækju við og fór niður á Fáskrúðsfjörð og tók við Leikni. Félagið var þá í ákveðinni lægð svo að ég hugsaði mér að það væri bara fínt að beita sér aðeins þar næstu árin,“ sagði Steinn Jónsson í samtalinu við Skinfaxa.

Egilsstöðum 29. –31. júlí 2011 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Mosfellsbær Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Kjósarhreppur, www.kjos.is, Ásgarði

Akranes Byggðarsafn Akraness, að Görðum, Ehf., Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22-24

Borgarnes Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2 Gistiheimilið Milli vina, www.millivina.is Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14-16 Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri Matstofan veitingastofa, Brákarbraut 3 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey

Stykkishólmur Kaffihúsið Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ.B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36

Grundarfjörður Kaffi 59, Grundargötu 59 Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Ísafjörður Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ferðaþjónustan í Heydal, www.heydalur.is, Mjóafirði

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1-3

Patreksfjörður

Bókin Íslensk knattspyrna 2010 Bókin Íslensk knattspyrna 2010 er komin út hjá Bókaútgáfunni Tindi. Þetta er þrítugasta árið í röð sem árbókin um íslenska fótboltann er gefin út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1981. Bókin er 240 blaðsíður og þar af eru nú 96 síður í lit, fleiri en nokkru sinni fyrr, og hefur litasíðum fjölgað um sextán frá síðasta ári. Bókin er jafnframt myndskreytt með um 340 myndum og þar eru m.a. litmyndir af meistaraliðum ársins í öllum flokkum, öllum liðum í efstu deild karla ásamt mörgum fleirum. Í bókinni er fjallað um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2010. Mjög ítarlega er sagt frá gangi mála á Íslandsmótinu í öllum deildum og flokkum. Mest er að sjálfsögðu fjallað um efstu deildir karla og kvenna, og 1. deild karla, þar sem gangur mála er rakinn frá umferð til umferðar, en líka er fjallað um keppni í 2. og 3. deild karla og 1. deild kvenna. Hægt er að sjá hverjir spiluðu með hvaða einasta liði í öllum deildum, hvað þeir léku marga leiki og hve mörg mörk þeir skoruðu og miklar upplýsingar er að finna um félögin og leikmennina. Þá er fjallað mjög ítarlega um alla landsleiki Íslands, bæði hjá A-landsliðum karla og kvenna og yngri landsliðum, um bikarkeppnina, Evrópuleikina, sagt frá öllum Íslendingum sem leika sem atvinnumenn erlendis, og frásagnir af öðrum mótum og viðburðum á árinu. Stór viðtöl eru í bókinni við Alfreð Finnbogason í Breiðabliki sem var valinn besti leikmaður Íslandsmóts karla, og við Rakel Logadóttur, Íslandsmeist-

ara með Val og landsliðskonu. Ennfremur er rætt við Eyjólf Sverrisson, þjálfara 21-árs landsliðs Íslands, um frábæra frammistöðu þess. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, sem hefur skrifað bókina samfleytt frá árinu 1982. Sigurður Sverrisson skrifaði fyrstu bókina árið 1981 og hann og Víðir sáu í sameiningu um bókina 1982.

Nemendum í Vatnsendaskóla veitt viðurkenning fyrir Grunnskólagöngu UMFÍ

Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1

Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K – Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf. Borgarröst 4

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þann 9. desember sl. var nemendum í 7. bekk Vatnsendaskóla veitt viðurkenning fyrir þátttöku og dugnað í verkefninu Grunnskólaganga UMFÍ. Verkefnið var í tengslum við átakið Hættu að hanga! Komdu út að hjóla, synda eða ganga. Vatnsendaskóli var einn af þremur skólum í landinu sem kláraði verkefnið að öllu leyti og því fengu allir krakkarnir í 7. bekk viðurkenningarskjöl auk þess sem skólinn fékk sögu UMFÍ, Vormenn Íslands að gjöf. Af þessu tilefni má geta þess að í haust var gerð könnun í öllum grunnskólum Kópavogs á ferðavenjum nemenda á leið í skólann á morgnana. Í ljós kom að engin börn í Kópavogi eru eins dugleg að ganga í skólann og nemendur Vatnsendaskóla.

Nemendur úr Vatnsendaskóla með viðurkenningarskjöl.

Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri tekur á móti viðurkenningum úr hendi Sigurðar Guðmundssonar, landsfulltrúa UMFÍ.


Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR

www.fi.is

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Úr hreyfingunni

Fundað um íþrótta- og æskulýðsmál í V-Skaftafellssýslu og í Strandabyggð Til vinstri: Frá fundi UMFÍ með stjórnarfólki í HSS og sveitarstjórnarfólki í Strandabyggð sem haldinn var á Hólmavík.

Starfsmenn Ungmennafélags Íslands áttu í byrjun desember fundi með tveimur héraðssamböndum og sveitarstjórnum í heimabyggð þeirra. Fyrri fundurinn var 3. desember í Vík í Mýrdal með stjórn Ungmennasambands Vestur–Skaftafellssýslu, USVS, og sveitarstjórnarfólki á svæðinu frá Mýrdalshreppi og

Skaftárhreppi. Sveitarstjórar beggja sveitarfélaganna sóttu fundinn. Þann 9. desember var síðan fundur á Hólmavík með Héraðssambandi Strandamanna, HSS, og sveitarstjórn Strandabyggðar. Á fundinum var rætt um íþrótta- og æskulýðsmál á svæði HSS. Umræður voru afar málefnalegar og gagnlegar.

GLÍMA:

Pétur og Marín glímufólk ársins

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, voru valin glímufólk ársins 2010, en stjórn Glímusambandsins ákvað það á stjórnarfundi 1. desember sl. Pétur er 32 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Hann hampaði Grettisbeltinu í fimmta sinn í ár og varð einnig tvöfaldur Íslandsmeistari 2010. Pétur hlaut aðeins eina byltu á árinu. Hann hefur verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey, sem aðeins er 15 ára, byrjaði að keppa í fullorðinsflokkum á árinu. Hefur hún undantekningarlaust verið í verðlaunasæti á öllum mótum á árinu. Marín keppti á átta glímumótum og sigrað m. a. í tveimur fyrstu umferðunum í Meistaramótaröð Glímusambandsins og leiðir stigakeppnina bæði í + 65 kg flokki og opnum flokki kvenna. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan. Þess má geta að Marín ver einnig kjörin efnilegasta glímukonan árið 2010 og er hún fyrst kvenna til að hljóta báða þessar titla samtímis.

Marín Laufey Davíðsdóttir, glímukona úr HSK.

Til hægri: Frá fundi UMFÍ með stjórnarfólki í USVS og sveitarstjórnarfólki í Mýrdalsog Skaftárhreppi sem haldinn var í Vík í Mýrdal.

Pétur Eyþórssson, glímumaður úr Ármanni.

Velkomin á 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 29. – 31. júlí 2011 36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Úr hreyfingunni

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Útgáfu bókarinnar HSK í 100 ár fagnað

Ungmennafélags Íslands: Akureyri Blikkrás ehf., Óseyri 16 Búgarður, Óseyri 2 Endurhæfingastöðin, Glerárgötu 20 Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Haukur og Bessi tannlæknar Steypusögun Norðurlands ehf., Víðivöllum 22

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

Egilsstaðir Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Þ.S. Verktakar ehf., Miðási 8-10

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R Zöega ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð Útgáfu bókarinnar HSK í 100 ár var fagnað á Hótel Geysi í Haukadal 2. desember sl. Forystufólk HSK fyrr og síðar og aðrir velunnarar HSK fögnuðu með HSK á þessum tímamótum. Um 100 manns sóttu útgáfuhátíðina. Jón M. Ívarsson, sem ritaði sögu HSK í 100 ár, var við þetta tækifæri sæmdur gullmerki HSK. Þá tók Guðni Guðmundsson á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað dósum meðfram vegum á sambandssvæðinu til styrktar útgáfu bókarinnar. Nemur upphæðin um 500 þúsund krónum.

Verðlaun í ratleik afhent Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti á Bessastöðum 12. desember verðlaun í ratleik Forvarnadagsins 2010. Verðlaunahafarnir voru frá Árskóla á Sauðárkróki, Flúðaskóla á Flúðum og Vallaskóla á Selfossi. Ratleikurinn var á vegum Bandalags íslenskra skáta, Ungmennafélags Íslands og Íþróttaog Ólympíusambands Íslands en þessi heildarsamtök íþrótta- og æskulýðsmála standa að Forvarnadeginum ásamt embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lyfjafyrirtækið Actavis er styrktaraðili verkefnisins og framkvæmd þess annast Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík. Í ár var Forvarnadagurinn haldinn í 5. sinn. Fólst hann í umræðum og verkefnavinnu um fíkniefni í níunda bekk grunnskóla landsins í samvinnu við forvarnafulltrúa, kennara og skólastjórnendur.

Að ofan: Guðríður Aadnegard, formaður HSK, færir Guðna Guðmundssyni þakklætisvott fyrir einstakt söfnunarátak sl. þrjú ár. Til hliðar: Guðríður Aadnegard, formaður HSK, sæmir Jón M. Ívarsson gullmerki HSK.

Frá afhendingu verðlauna í ratleik Forvarnadagsins á Bessastöðum.

Höfn í Hornafirði Mikael ehf., Norðurbraut 7

Selfoss Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Búnaðarfélag Villingaholtshrepps, Syðri Gróf Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Dýralæknaþjónusta Suðurlands, Stuðlum Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69

Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Eldhestar ehf., Völlum Sport–Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Þjónustustöðin ehf., Unubakka 13

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hvolsvöllur Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I

Vík í Mýrdal Mýrdalshreppur, Austurvegi 17

Kirkjubæjarklaustur Hótel Geirland, www.geirland.is Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn

Sigurður Ásgeirsson var landsþekkt refaskytta og einstakt náttúrubarn. Hann þekkti lifnaðarhætti refa flestum öðrum betur, hagnýtti sér atferli fuglanna til að fylgjast með ferðum lágfótu. Margar skemmtilegar veiðisögur eru í bókinni, sagðar af Sigurði sjálfum og vinum hans. Bókin er um 200 blaðsíður, prýdd 153 ljósmyndum, gömlum og nýjum.

Bókin fæst hjá Landgræðslu ríkisins og í veiðibúðum og kostar 4.000 kr. Pantanasími 4883000. Netfang: land@land.is. Egilsstöðum 29. -31. júlí 2011

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


1. mynd

2. mynd

Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga:

Viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í verkefninu Gríðarlega góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands 3. desember sl. Voru þá verðlaunaðir þátttakendur í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga! og Fjölskyldan á fjallið. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig 30 daga, 60 daga og 80 daga, fengu viðurkenningar. Einn einstaklingur var dreginn út sem hafði hreyft sig í 103 daga. Einnig fengu hópar, sem hreyfðu sig í flesta daga og gengu á flest fjöll, viðurkenningar. Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 62 fjöll, Elínborg Kristinsdóttir, 58 fjöll, og Sigríður Bára Einarsdóttir 55 fjöll. Aldís Anna Tryggvadóttir og Katrín Guðrún Pálsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga. Ingibjörg Eggertsdóttir og Anna Filbert fyrir 60 daga og Kristjana Sigmundsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir fyrir 80 daga. Rósa Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir 103 daga. Hópar, sem hreyfðu sig mest, voru Hólabrekkuskóli í 505 daga, Maritech í 270 daga og Garpar í 260 daga. Hópar, sem gengu á flest fjöll, voru Maritech og Garparnir sem gengu á 20 fjöll og Gréturnar sem gengu á 19 fjöll. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem voru á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru fimm nöfn dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ. Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnarsdóttir, Ingunn Lilja Arnórsdóttir, Guðjón Halldórsson, Helga Gísladóttir og Aldís Þyrí Pálsdóttir. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður nánar auglýst þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.

3. mynd

4. mynd

5. mynd

6. mynd

ALMENNINGSÍÞRÓTTIR 1. mynd: Verðlaunahafarnir sem tóku þátt í verkefnunum, Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjölskyldan á fjallið. 2. mynd: Hópar sem gengu á flest fjöll. Maritech í 1.-2. sæti, Garpar í 1. -2. sæti og Gréturnar í 3. sæti. 3. mynd: Einstaklingar sem hreyfðu sig í 30, 60 eða 80 daga. Einn þátttakandi hreyfði sig í 103 daga. Frá vinstri Heiða Rúnarsdóttir, Kristjana Sigmundsdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir og Rósa Jónsdóttir. Á myndina vantar Önnu Filbert, Kristínu Guðrúnu Pálsdóttur og Aldísi Örnu Tryggvadóttur.

4. mynd. Guðjón Halldórsson gekk á Þyril sem UMSB tilnefndi í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Á myndina vantar Ragnhildi Söru Arnardóttur, en hún gekk á Úlfarsfell fyrir UMSK, Ingunni Lilju Arnórsdóttur, sem gekk á Miðfell fyrir HSK, Helgu Gísladóttur, sem gekk á Geirseyrarmúla fyrir HHF, og Aldísi Þyrí Pálsdóttur, UFA, en hún gekk Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði. 5. mynd: Einstaklingar sem gengu á flest fjöll. Frá vinstri: Birna Steingrímsdóttir, 62 fjöll, Elínborg Kristinsdóttir, 58 fjöll, og Sigríður Bára Einarsdóttir sem gekk á 55 fjöll. 6. mynd: Hópar sem hreyfðu sig flesta daga. Í 1. sæti Hólabrekkuskóli, í 2. sæti Maritech og í 3. sæti Garpar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39