Skinfaxi 3 2014

Page 1



Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Þ

róun skipulagðs íþrótta- og æskulýðsstarfs á Íslandi á sér langa sögu. Má segja að hún hefjist formlega með stofnun Ungmennafélags Íslands 1907 og Íþróttasambands Íslands 1912. Upphafið má rekja til þess að ungt fólk fór til útlanda og kynntist þar slíku starfi, kom með hugmyndirnar heim og tók þátt í að koma þeim í framkvæmd. Þegar sagan er skoðuð má sjá að það var tiltölulega fámennur hópur fólks, aðallega karlar, sem stundaði íþróttir lengi vel og því mætti segja að íþróttir hafi verið iðja þeirra hraustu og sterku en almenningur hafi verið í hlutverki áhorfandans. Þátttakan miðaðist fyrst og fremst við keppni, golfið var t.d. fyrir fína fólkið, hestamennska tók mið af efnahagslegri stöðu fólks, fimleikar voru fyrir fáa útvalda og boltaleikir voru eingöngu fyrir þá sem gátu eitthvað. Sú íþrótt sem var mest stunduð af almenningi var sund. Fjölgun íþróttagreina, sem almenn þátttaka var í, var hæg framan af og það er ekki fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar að hlutirnir fara að gerast hratt. Líkamsræktarstöðvar voru stofnaðar, jaðaríþróttir og almenningsíþróttir litu dagsins ljós og það er einkum á þessu sviði íþrótta sem þróunin hefur orðið hvað hröðust. Þrátt fyrir mikið framboð hreyfingar/ íþrótta nú um stundir heyrum við um niður-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

stöður rannsókna sem leiða í ljós að íslenska þjóðin er að fitna. Það er áhyggjuefni hvað yngri kynslóðin fitnar. Ástæðurnar eru margar en það að börnum er ekið í skóla og á íþróttaæfingar og útivera og leikir utanhúss hafa minnkað, samfara síaukinni notkun nettengdra jaðartækja vegur þar einna þyngst. Hjá fullorðnum skiptir kyrrsetan miklu máli samhliða auknum lífsþægindum svo sem bifreiðum, sjónvarpi og tölvum. Af þessu leiðir að þjóðin þyngist og hreyfir sig minna sem veldur sjúkdómum, líkamlegum og andlegum, og sjálfsmyndin versnar. Forvarnagildi íþróttanna er því mikið og íþróttahreyfingin hefur verið dugleg við að hvetja fólk til almennrar þátttöku í hvers konar hreyfingu og líkamsrækt. Sífellt fleiri stunda skokk og regluleg hlaup, fjölbreytt almenningsíþróttaverkefni eru í boði sem margir taka þátt í og íþróttaskólar fyrir yngstu börnin svo að eitthvað sé nefnt. En betur má ef duga skal og stöðugur áróður þarf að vera fyrir heilsusamlegu líferni sem hefur það að markmiði að hreyfing verði fastur liður í lífsmunstri fólks. Hreyfingin getur falist í því að taka þátt í keppni en hún getur einnig falist í því að styrkja líkamann, auka vellíðan, bæta útlitið og taka þátt í skemmtilegum og gefandi félagsskap. Mikilvægt er að kenna börnum strax á unga aldri að hreyfing sé holl og skemmtleg og að íþróttir auki vellíðan. Með því að stunda

íþróttir séu þau að auka lífslíkur sínar því að íþróttaiðkun dragi alla jafna úr óreglu og kenni þeim sem þær stunda aga og einbeitingu. Einn er sá hópur sem mun vaxa hvað hraðast næstu árin en það er hópur eldra fólks. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin sinni þessum aldurshópi vel og bjóði honum upp á fjölbreytt verkefni. Því má segja að frá því að skipulag íþróttastarfs hófst í upphafi síðustu aldar hafi þróun þess leitt okkur að þeirri niðurstöðu að hreyfing, útivera og líkamsrækt séu bestu forvarnirnar gegn sjúkdómum, kyrrsetu og öðrum vágestum nútímans. Stjórnvöld hverju sinni hafa verið þessu sammála og hafa sett fjármagn í hvers kyns forvarnir sem miða að því að bæta heilsuástand þjóðarinnar en ljóst er að auka þarf verulega við fjármagn til þessa málaflokks. Aukið fjármagn til forvarna mun spara þjóðfélaginu heilmiklar upphæðir í heilbrigðisþjónustunni sé litið til lengri tíma. Því er mikilvægt að íþróttahreyfingin haldi vöku sinni og verði um ókomna framtíð mikilvægasta vogaraflið í að bæta lýðheilsu þjóðarinnar, að hún vilji vera heilbrigð sál í hraustum líkama. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Hreyfivikan Yfir fimmtán þúsund tóku þátt

H

reyfivikan MoveWeek, sem fram fór dagana 29. september til 5. október sl., tókst mjög vel og var almenn ánægja með verkefnið. Ungmennafélag Íslands náði markmiðum sínum fyrir árið í ár því viðburðir voru um 250 á landinu öllu og yfir 15.000 manns sem tóku þátt. Til samanburðar voru um 50 viðburðir á Íslandi í Hreyfivikunni árið 2013 og markmiðið var að fjölga viðburðum um helming. Hreyfivikan MoveWeek fór fram í nærri fjörutíu Evrópulöndum á sama tíma. Miðað við höfðatölu gaf Ísland öðrum þjóðum ekkert eftir. Hreyfivikan fór fram með ýmsum hætti í 45 þéttbýliskjörnum á landinu og sneið hvert samfélag sér stakk eftir vexti. Viðburðir voru mjög fjölbreyttir og eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa. Ungmennafélög og sambandsaðilar voru með opnar æfingar, sveitarfélög buðu frítt í sund í vikunni, dvalarheimili voru með dagskrá fyrir íbúa sína, leikskólar brugðu á leik og grunnskólar voru með fjölbreytta viðburði. Þá tóku veitingastaðir víða vel í verkefnið sem og fyrirtæki og einstaklingar.

Markmið verkefnisins er að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega og hvetja alla til að finna uppáhaldshreyfingu sína og því ættu allir að hafa fundið eitthvað við hæfi. Ungmennafélag Íslands vonar að sem flestir hafi notið vikunnar í leik og starfi og þakkar öllum þeim sem þátt tóku í verkefninu fyrir framlag þeirra. Boðberar hreyfingarinnar halda áfram að virkja samfélag sitt. Hreyfivikan sjálf er ekki eina vika hreyfingar á árinu því að allar 52 vikur ársins ættu að vera hreyfivikur hjá öllum. Hreyfivikan MoveWeek er hluti af „The NowWeMove 2012–2020“, herferð ISCA (International Sport and Culture Association), sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er „að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020” – „að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því“. Hreyfivikan er almenningsíþróttaverkefni á vegum Ungmennafélags Íslands í samstarfi við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öll eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri Hreyfiviku:

Hef mikla trú á því að verkefnið fari bara stækkandi „Við erum gríðarlega ánægð með hvernig til tókst með Hreyfivikuna MoveWeek að þessu sinni. Fjöldi viðburða víðs vegar um landið var hátt í þrjú hundruð í 45 þéttbýliskjörnum. Ég hef mikla trú á því að verkefnið fari bara stækkandi. Það var gleðiefni að sjá hve fjöldi viðburða var mikill og hvað fjölbreytileikinn var skemmtilegur í dagskrárliðum um allt. Þátttakendur sniðu sér stakk eftir vexti en boðið var upp á ýmislegt sem var til staðar og eins notuðu sumir tækifærið til að kynna starf sitt sem lýtur að hreyfingu almennt,“ sagði Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ og verkefnastjóri Hreyfiviku MoveWeek, að lokinni Hreyfiviku sem haldin var hér á landi og eins um alla Evrópu.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Sabína Steinunn sagði að það hefði komið á óvart hvað verkefnið hefði sótt á þegar líða tók á vikuna sjálfa. Viðburðum fjölgaði og stemningin var frábær víðast hvar og allir voru tilbúnir að taka þátt. „Það er mikill áhugi fyrir verkefninu og fólk tekur þátt á sínum forsendum. Markmiðið er að þátttakendur finni sína hreyfingu og hafi gaman af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en þetta verkefni er fyrst og fremst langhlaup, ekki spretthlaup. Það verður auðveldara að bæta ofan á fyrir þá staði sem hafa hafið þátttöku og verða þá með á næsta ári og gera þá enn meira,“ sagði Sabína Steinunn.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Meðbyr í íslenskri knattspyrnu – vonandi njótum við hans lengi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur heldur betur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur í kjölfar frábærar byrjunar í riðli sínum í undankeppni Evrópumóts landsliða. Íslenska þjóðin er í skýjunum með sína menn og árangurinn hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Kröftug byrjun hefur yljað landanum en í kjölfar þriggja sigra í röð eru Íslendingar í efsta sætinu í sínum riðli, hafa skorað átta mörk, ekki fengið neitt á sig, og niðurstaðan er níu stig. Það á örugglega eftir að ganga mikið á í þessum riðli áður en yfir lýkur en byrjunin lofar góðu. Við höfum líklega aldrei áður átt jafn sterkt A-landslið í knattspyrnu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað veldur, hvað hefur gerst? kunna margir að spyrja. Við höfum aldrei átt jafn góða einstaklinga, þjálfara í fremstu röð, góða umgjörð og kannski síðast en ekki síst eru uppbyggingarstarf í þjálfunarmálum síðustu ára og bætt aðstaða farin að skila sér með þessum athyglisverða og jákvæða hætti. Margir leikmenn í liðinu í dag hafa líka leikið lengi saman, tókst m.a. að komast í lokakeppni 21-árs liða fyrir nokkrum árum, sem á eflaust stóran þátt í því hve liðið er orðið sterkt í dag. Hver leikmaður þekkir hlutverk

sitt í þaula og leikskipulag er aðdáunarvert. Mikil vinna hefur verið lögð í þessa þætti og á þjálfarateymið þar stærstan þátt. Svíinn Lars Lagerbäck og Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson hafa unnið frábæra vinnu sem er ekki á færi allra að leika eftir. Mikið starf er að baki í öllu sem viðkemur liðinu sem núna er að skila sér. Umgjörðin er snarbreytt, barist er um hvern miða á leiki liðsins og þeir fara allir á nokkrum mínútum. Það leggst allt á eitt til að ná þeim árangri sem orðinn er og er þá stuðningurinn sem liðið ekki síður mikilvægur. Það verður spennandi að fylgjast

með landsliðinu í næstu leikjum í þessum riðli. Næst verður leikið úti við Tékka sem hafa ekki heldur tapað leik í riðlinum. Ég hef mikla trú á þessu liði og ber þá von í brjósti að því takist að ná ætlunarverki sínu. Það er meðbyr í íslenskri knattspyrnu um þessar mundir og vonandi njótum við hans lengi. Eflaust hefur uppgangur Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ á knattspyrnusviðinu ekki farið fram hjá neinum. Þegar upp var staðið nú á haustdögum var uppskera karla- og kvennaliðsins einstök. Kvennaliðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari og karlarnir urðu Íslandsmeistarar eftir magnaðan úrslitaleik sem verður lengi í minnum hafður. Mikið og öflugt barna- og unglingastarf, skipulagning á öllum sviðum og umgjörð fleytir þessum liðum alla leið. Stuðningsmenn Stjörnunnar, Silfurskeiðin svonefnda, á stóran þátt í þessum árangri. Silfurskeiðin á fáa sína líka og hefur sett óhemju skemmtilegan svip á knattspyrnuleiki hér á landi, nokkuð sem aldrei hefur sést hér á áður. Silfurskeiðin er frábært innlegg í íslenska knattspyrnu og hefur lyft henni á hærri stall.

Skinfaxi 3. tbl. 2014 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Ingólfur Hannes Leósson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson og fotbolti.net. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir.

Þakkarskjöldur afhjúpaður á Sauðárkróki Eftir setningarathöfn Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki í sumar var afhjúpaður þakkarskjöldur á íþróttavallarsvæðinu. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, sem afhjúpuðu þakkarskjöldinn.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Helga Guðrún sagði það heiður að fá að afhenda sveitarfélaginu þennan minnisvarða til minningar um það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið unnið á Sauðárkróki. Fyrir á svæðinu eru þakkarskildir frá Landsmótum UMFÍ 1971 og 2004, og Unglingalandsmótunum 2004 og 2009.

Forsíðumynd: Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður norska liðsins Vålerenga, hefur farið á kostum í norska boltanum. Viðar Örn hefur skorað 25 mörk. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli. Eru útsendarar liða víðs vegar um Evrópu fastagestir á leikjum með honum og kæmi engum á óvart að hann gengi til enn stærra liðs eftir eins árs veru í norska fótboltanum.


Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Njóttu hverrar mínútu Abraham Lincoln er meitlaður í stein. Það er óþarfi að drífa sig að sjá hann. Eða reyna að sjá Hvíta húsið, Washington minnismerkið og Georgetown á einum og sama degi. Það sem skiptir máli er að anda rólega. Fylgjast með öndunum sem svamla fyrir framan minnisvarðann. Borða með öllum skilningarvitunum. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

+ Bókaðu núna á icelandair.is

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 68202 10/14

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í WASHINGTON D.C. * Verð frá 33.200 kr.


Forvarnadagurinn haldinn í níunda skipti:

Góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks

F

orvarnadagurinn var haldinn um allt land í grunn- og framhaldsskólum þann 2. október sl. Á kynningarfundi í Ölduselsskóla, tveimur dögum áður, kynntu nemendur og forsvarsmenn skólans og fulltrúar þeirra aðila sem standa að forvarnadeginum þar árangurinn sem náðst hefur á undanförnum árum. Á kynningarfundinn mættu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff, forsetafrú, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Bragi Björnsson, skátahöfðingi. Valur Ragnarsson, forstjóri Medis og forsvarsmaður Actavis á Íslandi, flutti ávarp en fyrirtækið hefur stutt Forvarnadaginn með myndarlegum hætti. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Forvarnadagurinn var haldinn að þessu sinni í níunda sinn í grunnskólum landsins og í fjórða sinn í framhaldsskólum. Á þessum degi ræða nemendur í skólunum um hugmyndir sínar og tillögur varðandi nýjungar og breytingar á æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þeim þáttum sem eflt geta forvarnir. Hugmyndir og tillögur nemenda eru svo teknar saman og settar í skýrslu sem birt á vefsíðu dagsins, www.forvarnadagur.is. Þar gefst nemendum kostur á að taka þátt í ratleik á vefsíðum ungmenna- og íþróttasamtaka og eru þar verðlaun í boði. Upplýsingar um daginn eru einnig aðgengi-

leg á Fésbók (www.face.com/forvarnadagur) Meginmarkmið Forvarnadagsins er að vekja athygli á því hvaða ráð hafa reynst best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði áfengi og fíkniefnum að bráð. Þar ber hæst þátttöku í formlegu íþrótta- og tómstunda-

Færni til framtíðar er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Bókin á erindi við alla sem hafa áhuga á því að efla hreyfingu og hreyfifærni barna og nýta til þess náttúruna okkar. Bókin fæst í verslunum Eymundsson og hjá höfundi í síma 898-2279 eða á netfanginu sabinast@simnet.is

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

starfi og samverustundir með fjölskyldunni. Á Íslandi hefur náðst afar góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks á grunnskólastigi. Það þakka menn ýmsum þáttum. Margvíslegt tómstundastarf hefur mikið gildi í þeim efnum, svo sem starf skáta, ungmennafélaga og íþróttahreyfingarinnar. Jafnframt skiptir afar miklu máli að foreldrar ræði við börnin sín og unglinga um valkostina í frístundastarfi og þá staðreynd að líkurnar á að áfengisnotkun verði síðar vandamál minnka stórlega með hverju árinu sem unglingar draga það að bragða áfengi. Nýlegar athyglisverðar rannsóknir á íþróttastarfi ungmenna benda til að þær hafi aðeins forvarnagildi ef þær eru stundaðar með formlegum og skipulögðum hætti. Þetta ætti að vera unglingum og öðrum sem hlut eiga að máli umhugsunarefni og gefa þeim aukna ástæðu til að stunda íþróttir innan ramma íþrótta- og tómstundafélaga. Rannsóknir á undanförnum árum hafa líka leitt þetta í ljós: – Jákvæð þróun með minnkandi notkun áfengis og tóbaks heldur áfram í íslenskum grunnskólum. – Íslenskir grunnskólanemar standa mjög vel í alþjóðlegum samanburði í þessum efnum. – Veruleg aukning verður í notkun á áfengi á fyrsta ári í framhaldsskóla og telja margir nemar að foreldrar láti það ótalið að þau noti áfengi eftir að þau eru komin í framhaldsskóla. – Notkun á áfengi og tóbaki hefur engu að síður farið heldur minnkandi í íslenskum framhaldsskólum á undanförnum árum.


www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 70379 08/14

Umhverfisvottuð hestöfl Aníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar. Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

ÍST ISO 14001 Hjá N1 eru níu þjónustustöðvar og eitt hjólbarðaverkstæði ISO- umhverfisvottaðar starfsstöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Þjónustustöð N1 á Bíldshöfða býður ökumönnum umhverfisvænt íslenskt metan.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr útblæstri koltvísýrings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölustöðum N1.

Aníta tók þátt í 1.000 km þeysireið yfir sléttur Mongólíu með góðum árangri. Með þessu þrekvirki safnaði hún fé fyrir Barnaspítala Hringsins og Cool Earth verkefnið.

Hluti af umhverfinu SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Ungmennabúðir í Arendal í Noregi í sumar:

Vorum á æðislegum stað og stemningin þarna var frábær

D

agana 28. júlí – 2. ágúst síðastliðinn voru haldnar ungmennabúðir Nordisk Samorganisasjon for Ungdomsarbeid (NSU). Ungmennafélag Íslands var gestgjafi búðanna á síðasta ári og tók á móti um 35 ungmennum frá hinum Norðurlöndunum en búðirnar fóru að þessu sinni fram í Arendal í Noregi og voru hluti af „Splæsh Camp“ sem gestgjafarnir í Norsk Frilynt halda árlega. Þema búðanna í ár var leiklist, kvikmyndagerð og menning ungmenna á Norðurlöndunum.

Frábær hópur Á flugvellinum fengum við að sjá hópinn í fyrsta skipti. Mér leist nokkuð vel á krakkana en þegar ég kynntist þeim betur í ferðinni fannst mér þetta FRÁBÆR hópur. Upplifun mín í Noregi var hreint æðisleg, starfsfólkið var frábært og einnig krakkarnir sem voru í Splæsh Camp. Þetta voru vel skipulagðar búðir, öll kennslan var góð og munur á tungumálum á milli krakkana skipti ekki máli, við gátum öll haft gaman, hlegið og skemmt okkur. Aðalbjörn fararstjóri var mikið meira en bara fararstjóri. hann var vinur okkar allra og reyndist okkur ótrúlega vel.

Vinskapurinn mikilvægur

Verkefnið var afar spennandi kostur fyrir ungmenni á Íslandi sem hafa áhuga á að afla sér óformlegrar menntunar á sviði leiklistar, kvikmyndagerðar og menningar. Búðirnar hafa fest sig í sessi og hafa mikið gildi fyrir félagslega heilsu þátttakenda. Þátttakendur síðastliðinna ára hafa í framhaldi af slíkum búðum eflst í því að afla sér óformlegrar menntunar, eflt leiðtogahæfileika sína og víkkað sjóndeildarhring sinn.

Þar sem ég mun taka með mér úr Splæsh Camp er dýpri skilningur á kvikmyndagerð, klippivinnslu sem og hljóðblöndun en allt þetta lærði ég í Splæsh Camp. Í lok námskeiðsins bjuggum við til trailer og nýttum við þá kunnáttu sem við tileinkuðum okkur í búðunum. Það mikilvægasta, sem ég tók með mér úr þessum búðum, er vinskapur við aðra krakka frá hinum Norðurlöndunum, vinskapur sem varir vonandi að eilífu. Búðirnar voru á litlum sætum stað rétt við ströndina. Þar var fullt af kofum og í þeim voru nokkur herbergi. Ég var með 6 öðrum krökkum frá Íslandi í herbergi. Í búðunum var hægt að fara á alls konar námskeið sem tengdust leiklist en Íslendingarnir máttu bara velja um nokkur námskeið. Þessar búðir voru á æðislegum stað og stemningin þarna var frábær. Flest öllum fannst íslenskan mjög skemmtilegt og fyndið tungumál og voru mjög spenntir fyrir því að læra einhverja frasa og orð. Ég var líka spennt fyrir því að læra norsku. Mér var farið að ganga nokkuð vel að skilja hana og var líka búin að læra nokkra frasa þegar ég fór heim. Á flugvellinum keypti ég mér meira að segja bók á norsku sem að ég ætla að reyna að komast í gegnum.

Sextán íslensk ungmenni

Æðisleg ferð í alla staði

Mikið félagslegt gildi

Að þessu sinni fór glæsilegur hópur íslenskra ungmenna í ungmennabúðirnar. Í hópnum voru sextán ungmenni sem komu víðs vegar að af landinu ásamt fararstjóra sínum, Aðalbirni Jóhannssyni, formanni ungmennaráðs UMFÍ.

A

ð dvölinni lokinni skiluðu þátttakendur stuttri greinargerð til UMFÍ varðandi ferðina og vitnum við hér í nokkrar þeirra, með góðfúslegu leyfi þátttakenda.

Glöð og stressuð Ég var bæði glöð og stressuð þegar ég fékk að vita að ég hefði komist að í Splæsh Camp til Noregs með UMFÍ, ég sótti nefnilega svolítið seint um (en samt innan tímarammans).

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þessi ferð var annars æðisleg í alla staði og ég get alveg sagt að þetta var með því skemmtilegra sem ég hef upplifað á ævinni. Eftir þessa ferð er ég líka ákveðin í því að fara einhvern tíma aftur til Noregs til að læra norsku, kynnast landinu betur og hitta einhverja af þessum krökkum aftur. Mig langar til að þakka UMFÍ fyrir að hafa veitt mér tækifæri til þess að taka þátt í þessu ævintýri. Þetta var mikil lífsreynsla. Þessi ferð á eftir að gleymast seint og mig langar mikið til að fara aftur í aðra eins ferð. Þetta var allt of stutt. Ég hefði viljað hafa þetta eina viku í viðbót og reyna þá eitthvað annað. Mér finnst þetta dýrmæt lífsreynsla, og ég hefði alls ekki viljað sleppa þessu þó að ég hafi misst af Landsmóti. PS. Það væri skemmtilegast í heimi að fá að fara aftur næsta sumar.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


VIÐAR ÖRN KJARTANSSON

„Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á fótbolta og gerði í raun ekkert annað alla daga en að leika mér í fótbolta. Ég reyndi fyrir mér í handbolta, fór á nokkrar æfingar í körfubolta, frjálsum og fimleikum. Um 14 ára aldurinn stendur maður frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja hvaða íþrótt verður ofan á til að ná að einbeita þér sem mest að einni íþrótt. Fjölskyldan hefur fylgst mikið með mér og það hefur verið mikill styrkur,“ sagði Viðar Örn.

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson hefur heldur betur slegið í gegn í norsku knattspyrnunni á þessu tímabili. Hann hefur verið iðinn við kolann, skorað grimmt og lagt upp mörk fyrir samherja sína. Viðar Örn hefur skorað 25 mörk og á markakóngstitilinn vísan á fyrsta ári sínu í boltanum þar í landi. Viðar Örn gekk til liðs við Vålerenga í Ósló eftir að hafa spilað með Fylki sumarið 2013.

Aldrei að vita hvað verður

Framganga Viðars Arnar með Árbæjarliðinu varð til þess að lið á Norðurlöndunum og á meginlandinu fóru að fylgjast með honum en á endanum samdi hann við Óslóarliðið. Frammistaða Viðars Arnar hefur vakið mikla athygli. Útsendarar liða víðs vegar um Evrópu eru fastagestir á leikjum með honum og kæmi engum á óvart að hann gengi til enn stærra liðs eftir eins ár veru í norska fótboltanum.

Reiknaði ekki með þessu „Ef ég á alveg að vera sanngjarn, já, það hefur komið sjálfum mér svolítið á óvart, gengið hjá mér í norsku knattspyrnunni til þessa. Ég reiknaði ekki með þessu enda að spila í töluvert sterkari deild heldur en heima á Íslandi. Ég vissi í raun ekkert við hverju var að búast en þetta hefur komið mér á óvart. Auðvitað hefur maður þurft að hafa fyrir þessu en markvissar æfingar eru farnar að skila sínu. Ég er í góðu og skemmtilegu umhverfi og allir þættir hafa lagst á eitt að láta mér líða vel. Þetta hefur skipt verulegu máli,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í spjalli við Skinfaxa á dögunum en þá var kappinn staddur hér á landi í verkefnum með A-landsliðinu.

Markmið mitt var alltaf að verða atvinnumaður Aðspurður hvenær hann hefði fyrir alvöru verið farinn að íhuga að fara út í atvinnumennsku sagði Viðar Örn hafa í fyrstu viljað að það gerðist eins fljótt og hægt var og þá í kringum 17 ára aldurinn. „Þetta var alltaf draumurinn en í alvöru talað hefði það verið fullungt þegar litið er til baka. Maður var alls ekki í stakk búinn að fara í atvinnumennsku á þeim aldri og takast á við allar aðstæður og þá alveg sérstaklega þroskalega séð. Þetta er allt annað í dag enda orðinn 24 ára gamall en það var alltaf markmið mitt að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Þegar ég var 19 ára gamall varð ég fyrir slæmum meiðslum. Ég var nánast frá allri

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Ég ætlaði aldrei að verða einhver varaskeifa heldur var markmiðið að vera á meðal þeirra bestu.“ knattspyrnuiðkun í eitt ár og náði ekki heilu tímabili fyrr en ég var orðinn 21 árs að aldri. Ég gaf mér þá 2–3 ár til að komast í atvinnumennskuna og lagði gífurlega mikið á mig til að láta þau markmið ganga eftir. Dyrnar fyrir atvinnumennsku opnuðust fyrir alvöru tímabilið 2013 með Fylki en sem framherji í íslensku deildinni þarf að skora mikið svo að erlend félög fari að taka eftir leikmanninum fyrir alvöru. Þetta tímabil skoraði ég 13 mörk og umboðsmaður minn sagði mér að það væri töluverður áhugi erlendis fyrir að skoða mig betur. Segja má að þarna færu hjólin að snúast fyrir alvöru en mikið átti eftir að gerast áður en línur skýrðust í þessum efnum. Að lokum fór ég til Noregs og þar ætlaði ég að sýna mig og sanna. Ég ætlaði aldrei að verða einhver varaskeifa heldur var markmiðið að vera á meðal bestu framherjanna í deildinni,“ sagði Viðar Örn.

Alltaf í fótbolta alla daga Viðar Örn segist hafa lifað og hrærst í íþróttum alla ævi. Faðir hans hefði farið með hann á fyrstu æfinguna þegar hann var fjögurra ára gamall.

- Þér hefur vegnað sérlega vel í Noregi. Lítur þú á veruna þar sem stökkpall yfir í eitthvað stærra? „Já, ég geri það. Norska deildin er fín og það koma margir knattspyrnumenn hingað og leika hér í tíu ár. Norska deildin er mun sterkari en deildin heima á Íslandi. Því er ekki að leyna að mér hefur vegnað vel í Noregi og tímabilið er búið að vera í raun stórkostlegt. Það er aldrei að vita nema maður taki annað skref eftir tímabilið í Noregi og leiki annars staðar í sterkari deild. Það yrði erfitt að taka annað tímabil hérna í Noregi og toppa þann árangur sem ég hef náð. Ég stefni að því að róa á önnur mið eftir tímabilið en ég hefði getað farið núna í haust ef félagið mitt hefði samþykkt tilboð sem barst í mig. Félagið hafnaði nokkrum tilboðum í mig frá töluvert sterkari deildum en hér í Noregi. Forsvarsmenn félagsins tjáðu mér að þeir vildu einfaldlega ekki missa mig á þessum tímapunkti. Það er kannski best að klára eitt tímabil í Noregi og sýna virkilega hvað í manni býr. Ég er orðinn 24 ára gamall og verð að skoða með opnum huga þegar eitthvað annað býðst. Ef allt gengur að óskum verða miklir möguleikar í boði þegar tímabilinu lýkur í Noregi. Það opnast gluggi í janúar og þá aldrei að vita hvað verður. Ég útiloka ekki að eitthvað gerist þá en tíminn verður bara að leiða í ljós hvað verður í þessum efnum. Best væri að þetta gerðist ekki fyrr en í sumar og geta þá tekið þátt í undirbúningstímabili með nýju félagi. Það eru nokkrir möguleikar svo að ekki verður annað sagt en það séu spennandi tímar fram undan. Um fram allt verð ég að halda áfram að spila vel og skora mörk,“ sagði Viðar Örn.

Gaman þegar vel gengur - Er líf atvinnumannsins í knattspyrnu með þeim hætti sem þú áttir von á? „Margir sjá líf atvinnumanna í knattspyrnu í hillingum en þetta er meira en svo. Þetta er ofsalega gaman þegar vel gengur og inn á milli er þetta rólegt. Hinn dæmigerður dagur hjá mér er að mæta á æfingu kl. 9:30 og maður er á æfingasvæðinu til 13:30. Síðan á mað-


„Fyrsta árið í atvinnumennsku hefur reynst mörgum erfitt en ég ætla mér að nýta þennan meðbyr, bæta mig enn frekar og verða sterkari“

ur sinn frítíma inn á milli. Maður verður líka að hugsa vel um skrokkinn og passa upp á að næra sig vel og borða hollan mat. Það tekur líka á taugarnar að vera knattspyrnumaður og þegar illa gengur reynir það líka mjög á. Aftur á móti, þegar gengur vel, líður manni vel svo að þetta er nákvæmlega eins og ég sá fyrir mér áður en ég hélt utan til Noregs.“

Áfram á sömu braut - Sérðu fyrir þér að þú eigir eftir að hafa knattspyrnu sem lifibrauð næstu árin? „Já, það ætla ég að vona og eftir öll þessi mörk á yfirstandandi tímabili held ég að ég hafi stimplað mig rækilega inn sem atvinnumaður í knattspyrnu. Ég er búinn að taka gífurlegum framförum á þessu ári og nú er það undir mér sjálfum komið að spila rétt úr spilunum og halda áfram á sömu braut. Ég stefni að komast eins hátt og ég get komist og vonandi verður knattspyrnan atvinna mín næstu 10–12 árin,“ sagði Viðar Örn.

Heiður að vera í A-landsliði - Var ekki mikilvægur áfangi fyrir þig að vera valinn í landsliðið á dögunum og koma inn á í hinum sögulega leik gegn Tyrkjum? „Tvímælalaust var það mikilvægt fyrir mig og staðfesting á frammistöðu minni í Noregi. Ég var valinn í vináttuleikinn á móti Austurríki í sumar og svo aftur fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni Evrópumótsins. Við eigum orðið gríðarlega sterkt landslið og framfarirnar hafa verið miklar á síðustu misserum. Af þeim sökum er gífurlegur heiður að vera valinn í A-landsliðið og vonandi verð ég áfram í hópnum en til að svo verði áfram verð ég að standa mig.“

Byggja upp sjálfstraust - Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir velgengni landsliðsins? „Lars og Heimir eru mjög klókir og vinna vel saman. Þeir eru sterkir í því að kortleggja andstæðinginn og taktíst séð mjög færir á

sínu sviði. Lars er mjög reynslumikill og hefur staðið sig vel með flest þau lið sem hann hefur komið nálægt og það var hvalreki fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Hann hafði mikla trú á þessu liði áður en hann tók við og taldi okkur trú um að við gætum farið langt ef við legðum okkur fram. Þeir félagar hafa komið inn ákveðnu sjálfstrausti inn í þetta lið og með það að vopni getum við gert góða hluti í riðlinum og því stefnum við markvisst að. Það er vonandi að úrslitin gegn Tyrkjum hafi gefið okkur byr í seglin og við ætlum að fylgja þeim úrslitum eftir í næstu leikjum.“ Til vinstri: Viðar Örn í leik með Fylki 2013. Til hægri: Viðar Örn ásamt Jóni Daða Guðbjörnssyni en þeir félagar eru báðir uppaldir Selfyssingar.

Tækifæri í sterkari deild Þegar Viðar Örn er inntur eftir hvort hann eigi eitthvað óskaland til að leika í þegar dvölinni í Noregi lýkur segir hann óhikað að það væri örugglega gaman að leika á Englandi.

Þar er mekka fótboltans og mikil ástríða fyrir fótbolta. „Ég er samt ekkert að velta þessu mikið fyrir mér en óneitanlega væri gaman að fá tækifæri til að leika í einhverri af sterkustu deildum Evrópu.“

Hafa það þokkalegt - Hafa knattspyrnumenn í Noregi það gott? „Já, margir hafa það gott en launin eru yfirleitt há í flestu í Noregi yfir höfuð. Auðvitað fara launin eftir hversu mikilvægur þú ert liðinu þínu en launahæstu leikmennirnir hafa góð laun og þurfa ekki að hafa áhyggjur. Heilt yfir held ég að knattspyrnumenn í Noregi hafi það alveg þokkalegt. Norska deildin er ein sú sterkasta á Norðurlöndunum og ég held að hún komi á eftir þeirri dönsku hvað getuna snertir,“ sagði Viðar Örn.

Ætla að nýta meðbyrinn Hann segist ekki neina ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á framhald sitt í fótboltanum. „Byrjunin á ferlinum hér í Noregi og frammistaðan fram að þessu hefur gefið mér mikið sjálfstraust og ég ætla að ljúka tímabilinu hér í Noregi með sóma. Fyrsta árið í atvinnumennsku hefur reynst mörgum erfitt en ég ætla mér að nýta þennan meðbyr, bæta mig enn frekar og verða sterkari. Ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í viðtalinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Við fjármögnum nýja fjölskyldubílinn Þegar fjölskyldan stækkar getur nýrri, sparneytnari og öruggari bíll gert gæfumuninn. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við þér að fjármagna það sem upp á vantar til að þú getir uppfært fjölskyldubílinn. Við aðstoðum með ánægju.

>

sími 440 4400

>

www.ergo.is

>

ergo@ergo.is

ENNEMM / SÍA / NM61306

Suðurlandsbraut 14

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Unglingalandsmótið á Sauðárkróki

Unglingalandsmótið á Sauðárkróki tókst vel

G

óð stemning ríkti á 17. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki dagana 1.–3. ágúst sl. Veðrið var gott alla keppnisdagana og óhætt að fullyrða að mótið hafi tekist vel. Keppendur voru um 1.500 talsins, töluvert fleiri en voru á mótinu sem haldið var á sama stað árið 2009. Íþróttakeppnin gekk vel fyrir sig enda góðir sérgreinastjórar sem sáu hver um sína keppnisgrein. Mótssvæðin voru til fyrirmyndar enda lagði Sveitarfélagið Skagafjörður töluverða vinnu í að gera þau sem best úr garði.

Nýtt keppnisfyrirkomulag, Monrad, var reynt í knattspyrnu og körfubolta og gekk það að mestu leyti vel. Voru keppendur og forráðamenn almennt ánægðir með það. Með Monrad-kerfinu keppa lið yfirleitt við lið í sama styrkleika. Stór töp og stórir sigrar verða þannig sjaldséðari og jafnari keppni verður á mótinu. Einnig var hægt að raða knattspyrnu- og körfuboltakeppninni þannig upp að leikir rækjust ekki á í sömu aldursflokkum. Mikið var lagt í afþreyingu á mótinu og tókst sú dagskrá afar vel. Margir frábærir tón-

listarmenn tóku þátt í dagskránni ásamt öðru listafólki. Risatjald UMFÍ var á miðju afþreyingarsvæðinu sem nefnt var Landsmótsþorpið, en þar skemmtu ungmennin sér frá morgni til kvölds. Mótssetning og mótsslit gengu vel fyrir sig en aðeins var breytt út af fyrri venjum og reynt að taka tillit til óska ungmenna eins og hægt var. Næsta Unglingalandsmót UMFÍ sem er það 18. í röðinni verður haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina næsta sumar.

HSK hreppti Fyrirmyndarbikarinn Fyrirmyndarbikarinn féll að þessu sinni í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK. Bikarinn var gefinn af íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenning til handa þeim sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og á almennum svæðum mótsdagana og háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins. Alla mótsdagana var nefnd, skipuð formönnum UMFÍ, UMSS og landsmótsnefndar, að störfum og fylgdist með keppendum og öðrum gestum sambandsaðila UMFÍ og mat frammistöðu þeirra út frá ofangreindum þáttum. Þess má geta að þetta er í fjórða sinn sem HSK hreppir Fyrirmyndarbikarinn.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

16

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Unglingalandsmótið á Sauðárkróki

Jón Arnar Magnússon, Reykjavík:

Markús Steinn, sá yngsti, Bergþóra Sól, Hörður Máni og eiginkonan, Ísabella María Markan.

Gleði og samhugur allsráðandi „Þau eru orðin ansi mörg Unglingalandsmótin sem ég hef farið á sem foreldri. Það er orðinn fastur liður hjá fjölskyldunni um verslunarmannahelgi að fara á þetta mót og er bara alveg frábært. Það er ekki illa farið með tímann að koma með börnin sín á mótin. Það er alveg ljóst að fjölskyldan mun verja næstu árum á Unglingalandsmóti,“ sagði Jón Arnar Magnússon, einn besti tugþrautarmaður þjóðarinnar hér á árum. „Gleðin og samhugurinn eru allsráðandi hjá krökkunum þegar þau keppa. Krakkarnir eru óhræddir að prófa aðrar íþróttagreinar en þau eru vön, gleðin er í fyrirrúmi og ánægjan skín úr hverju andliti. Þessi mót hafa klárlega náð markmiðum sínum, allir eru að gera sitt besta í keppni og foreldrar eru öryggir með börnin sín. Þetta er bara gaman,“ sagði Jón Arnar.

Ásmundur Arnarson, Reykjavík:

Það er alltaf gaman að koma aftur og aftur „Elsti sonur okkar er að keppa á Unglingalandsmóti í fimmta sinn. Í kringum íþróttirnar hjá krökkunum verður til flottur hópur foreldra sem halda saman og gera skemmtilega umgjörð. Dóttirin, sem er miðjubarn okkar, er nú að keppa í fyrsta skipti, og þar er kominn annar góður kjarni sem myndast hefur í kringum hana. Svo eru einhver ár í það að sá yngsti fái að keppa á Unglingalandsmóti. Ég er búinn að reikna það út að við verðum á Unglingalandsmóti til 2021,“ sagði Ásmundur Arnarson, sem kunnur er af störfum sínum sem þjálfari meistaraflokks karla í Fylki.

Ásmundur sagði stemmninguna á Unglingalandsmóti alveg einstaka. Það væri góð rútína að koma börnunum upp á mótið og vera saman og gera eitthvað skemmtilegt þessa helgi. „Umgjörð Unglingalandsmótanna er sérlega flott og það er gaman að koma aftur og aftur. Hér kemur saman mikill hópur áhugafólks um íþróttir og maður hittir mikið af fólki sem maður hefur hitt áður gegnum tíðina, alls staðar að af landinu og það skapar líka stemningu,“ sagði Ásmundur Arnarson.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Tækifærin eru svo mörg fyrir unga fólkið til að prófa sig áfram „Ég er mjög glöð og hamingjusöm yfir hve allt gekk vel á mótinu á öllum stöðum. Veðrið kom okkur á óvart, það var blíða allan tímann sem hefur mikið að segja þar sem saman er kominn fjöldi fólks. Þetta flotta fólk sem er að taka þátt, ekki bara í sinni íþróttagrein sem það æfir allt árið, heldur er það líka að prófa aðrar greinar sem gerir mótið svo skemmtilegt. Það sem stendur líka upp úr er að ungmennafélagshreyfingin skuli standa fyrir svona viðburði þar sem tækifærin fyrir unga fólkið til að prófa sig áfram eru svo mörg. Það var svo margt í boði þannig að allir áttu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún sagði að ungmennafélagshreyfingin gæti verið miklu meira en stolt af þessu móti. Hún sagðist hafa talið í mörg ár að Unglingalandsmótið væri rós hreyfingarinnar, það breyttist ekkert, það verður bara þannig. Þetta mót vex og dafnar, greinum og afþreyingu fjölgar.

Ekki bara fyrir yngri systkini heldur líka bara fyrir foreldra og íbúa. „Við getum líka alveg sagt að þetta sé mót sem allir Íslendingar geta verið stoltir af, ekki bara ungmennafélagshreyfingin,“ sagði Helga Guðrún. „Við mótshaldið á Sauðárkróki hjálpaðist allt að. Það rættist heldur betur úr veðrinu því að spáin var ekki allt of hliðholl okkur fyrir mótið. Það kom mjög reynslumikið fólk að framkvæmd mótsins og öll stöndum við þétt saman. Bæði forysta UMFÍ, héraðssamböndin öll og fólkið sem þar starfar. Ennfremur íbúar og þeir sem halda utan um mótið. Þess vegna heppnast mótið alltaf vel því að það eru nánast engir hnökrar. Ef eitthvað kemur upp tekur bara næsti við og aðstoðar.“ - Svo að allir geta farið glaðir heim og hlakkað til næsta móts? „Já, það er bara þannig. Það komu til mín um helgina fjórir 18 ára gamlir strákar sem eru á sínu síðasta móti. Þeir spurðu mig hvort ekki væri hægt að hækka aldurinn á mótinu

upp í 20 ár því að þá langaði svo að geta tekið þátt í næsta móti. Ég sagði þeim að gerast þjálfarar og mæta þannig til næsta móts og ég held að þeir ætli að athuga þann möguleika. Það geta allir haldið glaðir og sáttir heim frá þessu móti. Unglingalandsmótin eru góður staður fyrir fjölskylduna,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Unglingalandsmótið á Sauðárkróki

Þorsteinn Freyr Gunnarsson, Selfossi:

Ofsalega gaman að taka þátt í þessum mótum „Við vorum ákveðnir, vinirnir, í að taka þátt í Unglingalandsmótinu. Allir í liðinu æfa fótbolta á Selfossi svo það var ekki mikið mál að safna í lið undir merkjum Gull-Guttanna. Við æfðum bara nokkuð vel fyrir mótið, komum nokkrum sinnum saman síðustu vikurnar fyrir mótið,“ sagði Þorsteinn Freyr Gunnarsson, einn liðsmanna Gullguttanna, eftir einn leik liðsins.

„Flestir í liðinu hafa tekið þátt í Unglingalandsmóti áður en við vorum á mótinu sem haldið var á Selfossi 2012 og einhverjir voru líka með á mótinu á Höfn í Hornafirði í fyrra. Mér finnst ofsalega gaman að taka þátt í þessum mótum og svo er spennandi að hitta aðra krakka. Maður á örugglega eftir að taka þátt í Unglingalandsmótum á meðan maður hefur aldur til,“ sagði Þorsteinn Freyr.

Ólöf María Einarsdóttir, Dalvík, setti vallarmet á Sauðárkróki:

Sé fyrir mér framtíðina algjörlega í golfinu lítill golfvöllur rétt hjá leikskólanum mínum og þar æfði ég mig mikið.“ „Ég keppi mikið á mótum í dag, mest fyrir sunnan og eins á mótum erlendis með unglingalandsliðinu. Ég sé framtíðina fyrir mér algjörlega í golfinu og ég stefni að því að bæta mig enn frekar. Ég er í golfi öllum stundum, þetta er bara svo ofsalega gaman,“ sagði Ólöf María. „Unglingalandsmótin eru mjög skemmtileg,“ sagði Ólöf María, sem hefur tekið þátt í þremur Unglingalandsmótum.

Ólöf María Einarsdóttir, 15 ára kylfingur frá Dalvík, gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á rauðum teig á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki, á Unglingalandsmóti UMFÍ í sumar. Ólöf María lék hringinn á 71 höggi eða á einu pari undir pari vallarins. Ólöf María hefur þegar getið sér gott orð sem kylfingur og þykir mikið efni sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. „Ég er búin að æfa golf frá því að ég var fjögurra ára gömul. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði svo snemma var að stóri bróðir minn og mamma kveiktu áhugann í mér því að þau stunduðu golf af miklum krafti. Það var

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þórir Haraldsson:

Upplifun sem þau búa alltaf að og gleyma aldrei „Í mínum huga eru Unglingalandsmótin samvera með börnunum, að fylgjast með þeim og sjá þau skemmta sér í heilbrigðu umhverfi og í góðum félagsskap. Kynni við krakkana víðs vegar að af landinu eru mikilvæg fyrir börn og unglinga. Unglingalandsmótin hafa algjörlega hitt í mark og þau eru síung eins og börnin okkar og ef við viljum sinna þeim eigum við að leyfa þeim að taka þátt. Þetta er upplifun sem þau búa alltaf að og gleyma aldrei. Við eigum að setja börnin okkar í fyrsta sæti og þátttaka á Unglingalandsmóti er ein góð leið til þess og vera með þeim eina helgi,“ sagði Þórir Haraldsson, sem var formaður framkvæmdanefndar landsmóta á Selfossi. Þórir sagði að Skagfirðingar hefðu staðið vel að mótinu á Sauðárkróki. „Þeir tóku vel á móti fólki og stóðu vel að mótshaldinu í heild sinni. Sól skein alla dagana, unglingarnir voru ánægðir, og það er það sem skiptir máli.“ „Unglingarnir takast á í keppninni, eru góðir félagar og leika sér þess utan. Þau njóta samverunnar hvert með öðru. Þessi mót eiga bjarta framtíð fyrir sér og munu að mínu viti stækka á næstu árum eftir sem fleiri sjá gildi þess að taka þátt,“ sagði Þórir.

Sigurðarbikarinn afhentur UMSS í mótslok Á mótsslitum 17. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki var Sigurðarbikarinn afhentur. Það var Jón Daníel Jónsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, sem veitti bikarnum viðtöku. Bikarinn er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra Ungmennafélags Íslands. Bikarinn afhendist að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ ár hvert sem viðurkenning á því mikla starfi sem felst í undirbúningi Unglingalandsmóta. Gefendur bikarsins eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson,

fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn. Bikarinn var afhentur í fyrsta sinn HSK vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn 2008. UMSS fékk bikarinn 2009, UMSB 2010 ,UÍA 2011, HSK 2012, USÚ 2013 og UMSS 2014.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Samstarfssamningur um tómstundamál milli UMSB og Borgarbyggðar

K

olfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, og Sigurður Guðmundsson, sambands-stjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, undirrituðu í byrjun september samstarfssamning um tómstundastarf fyrir 6 til 16 ára börn í Borgarbyggð. Tilgangurinn með samningnum er að auka fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn á grunnskólaaldri, fjölga þátttakendum í skipulögðu félags- og tómstundastarfi og að stuðla að því að vinnudagur barnanna verði sem heildstæðastur. Hlutverk UMSB samkvæmt samningnum verður að sjá um og skipuleggja íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn í 1.–4. bekk, starf semi félagsmiðstöðva fyrir unglinga, sumarfjör fyrir börn í 1.–7. bekk og vinnuskóla fyrir börn í 8.–10. bekk. Helsta nýmæli í tómstundastarfi samkvæmt samningi þessum er stofnun íþróttaog tómstundaskóla, sem mun taka til starfa 1. janúar 2015. Starfsemi skólans verður byggð upp í góðu samstarfi við íþróttafélöginsem halda úti æfingum fyrir börn á þessum aldri. Ætlunin er að geta boðið börnunum upp á að æfa þær greinar sem þau vilja en um leið að kynna fyrir þeim aðrar greinar sem í boði er að æfa í sveitarfélaginu. Auk íþróttaæfinga er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf, svo sem leiklist, myndlist, tónlist, skátastarf, útivist, kynn-

ingu á starfsemi björgunar-sveitanna og fleira. Með stofnun skólans er leitast við að jafna tækifæri barna í sveitarfélaginu til íþrótta- og tóm-stundaiðkunar. UMSB hefur ráðið Sigurð Guðmundsson sem tóm-stundafulltrúa og mun hann hefja störf 1. nóvember nk. Sigurður er með B.Sc.gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur einnig menntað sig í leiðtoga- og frumkvöðlafræð-

um og almennum íþróttum. Sigurður hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Hann hefur meðal annars starfað sem landsfulltrúi UMFÍ auk þess að sitja í Æsku-lýðsráði ríkisins. Í lok nóvember verður haldinn kynningarfundur fyrir nemendur og foreldra þar sem íþrótta- og tómstundaskólinn og önnur verkefni sem samningurinn innifelur verða kynnt.

SUNDLAUGIN Á A KU R E Y R I Va t n a v e r ö l d f j ö l s k y l d u n n a r

Þó

Kaup vang sstræ ti

ru

Afgreiðslutímar:

nn

ar

str æ ti

www.visitakureyri.is

Sumar (2/6–29/8): Virkir dagar 6.45–21.00. Helgar 8.00–19.30. Vetur (30/8–1/6): Virkir dagar 6.45–21.00. Helgar 9.00–18.30.

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Krakkar í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Selfossi 2014.

Mjög góð þátttaka var í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ um allt land

F

rjálsíþróttaskóli UMFÍ var starfræktur í sjötta sinn í sumar á fjórum stöðum víðs vegar um landið, á Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, í Borgarnesi og á Selfossi. Ungmennin komu saman á hádegi á mánudegi og skólanum lauk síðan á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla var lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta var farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Lagt var upp með að fá fagmenntaða kennara til að sjá um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

iðkana, en margar rannsóknir styðja þá fullyrðingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðist síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst fá ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru, mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum. Skólanum lauk með frjálsíþróttaskólamóti á föstudeginum. Þá rigndi hressilega en veðrið hafði annars verið ágætt alla vikuna. Þrátt fyrir úrhelli var vindur löglegur og margir krakkar bætt árangur sinn sem er frábært. Fjóla Signý Hannesdóttir og Ágústa Tryggvadóttir sáu um skólann á Selfossi

Frjálsíþróttaskólinn á Selfossi sem var fyrir krakka á aldrinum 11–15 ára heppnaðist með afbrigðum vel. Krakkarnir voru mjög ánægð með skólann og eru strax farin að hlakka til að koma aftur á næsta ári. Bæði í fyrra og í ár var metfjöldi en alls voru 38 börn sem tóku þátt í skólanum í ár. Krakkarnir komu flest af Suðurlandi en þó voru þau nokkur af höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá skólans var mjög fjölbreytt þar sem til að mynda voru kvöldvökur á hverju kvöldi og fjölbreytt hreyfing, allt frá hefðbundnum frjálsíþróttaæfingum, til sundsprells og ratleiks. Markmið skólans var að kynna og breiða út frjálsíþróttir á Íslandi. Fjöldi þjálfara og aðstoðarmanna lögðu sig fram við að gera skólann sem faglegastan og skemmtilegastan. Skólinn fór fram við frábærar aðstæður þar sem stutt er í alla aðstöðu sem nota þarf,

Skólinn á Egilsstöðum tókst mjög vel. Frjálsar íþróttir skipuðu eðlilega stóran sess í búðunum en einnig var farið í aðrar íþróttagreinar og skemmtu allir sér hið besta. Einnig var farið í báta og á hesta inni á Hallormsstað og í bogfimi, glímu, taekwondo, fimleika og fleira ske mmtilegt. Skólastjóri frjálsíþróttaskólans var Hildur Bergsdóttir og fékk hún ýmsa þjálfara með sér í lið í vikunni. Á annan tug krakka sóttu skólann á Laugum. Hafdís Sigurðardóttir sá um fyrstu æfingu í skólanum og spjallaði við krakkana eftir æfingu. Þar kom m.a. fram að hún tekur alltaf Lýsi á hverjum degi og segir það mjög mikilvægt sérstaklega yfir vetrartímann. Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, og Hermann Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÞ, komu í heimsókn á fyrsta degi og færðu þátttakendunum bláa HSÞ-boli að gjöf.

til að mynda frjálsíþróttavöll, félagsheimilið Tíbrá, Selið, íþróttahúsið Iðu og sundlaugina. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþrótta-

Mynd að ofan: Frá Frjálsíþróttaskólanum að Laugum. Mynd að neðan: Frá Selfossi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Höttur 40 ára

Félagið skiptir máli í mannlífinu það. Fyrsti þjálfarinn var Gunnar Gunnarsson, skákmaður af Seltjarnarnesi, og hann náði ágætum árangri. Þetta var samt erfitt. Það voru fá atvinnutækifæri hér í þéttbýlinu og mannskapurinn týndur á sumrin uppi á fjöllum í vegagerð eða línulögnum. Á fjörðunum unnu menn í frystihúsinu eða kaupfélaginu og voru fimm mínútur á völlinn en það mátti þakka fyrir ef okkar menn skiluðu sér í leiki!“ Eitt af því sem þurfti að gera var að finna merki fyrir nýja félagið en hvorki Spyrnir né Umf. Höttur áttu slíkt. Vorið 1974 var staðið fyrir samkeppni og varð tillaga Benedikts Vilhjálmssonar fyrir valinu. Fékk hann 5.000 krónur í verðlaunafé.

Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum fagnar í ár 40 ára afmæli sínu en það var stofnað 19. febrúar árið 1974 með samruna knattspyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hattar. Skinfaxi settist niður með Sigurjóni Bjarnasyni, fyrsta formanni sameinaðs félags, og Davíð Þór Sigurðarsyni, núverandi formanni, og bar saman félagið í þátíð og nútíð.

Fjölbreytnin laðar fleiri að

É

g var búinn að vera formaður Spyrnis í nokkur ár sem reyndi að halda úti fótboltaliði með misjöfnum árangri. Umf. Höttur starfaði lítið á íþróttasviðinu en var öflugt í félagslífinu og stóð fyrir samkomum, til dæmis í Ásbíói meðan það var. Guttormur Metúsalemsson, sem var síðasti formaður gamla Hattar, kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að sameina félögin. Ég vissi að það voru íþróttamenn á svæðinu sem voru eiginlega munaðarlausir, til dæmis var talsverður körfubolti í Eiðaskóla en það var ekki viðeigandi að þeir strákar færu eftir skólann að spila með Spyrni. Við Guttormur stóðum saman að því að gera lög fyrir nýja félagið sem stóðust mjög vel og héldum góðan sameiningarfund þar sem gengið var frá stofnuninni. Það var ekki mikið mál að sameina félögin. Það voru engar eignir eða skuldir hjá félögunum og sami mannskapur hélt áfram að starfa,“ segir Sigurjón. Aldur Spyrnis er óljós. Félagið varð til úr knattspyrnumönnum úr sveitunum í kringum Egilsstaði áður en þéttbýlið varð til. Umf. Höttur var hins vegar stofnað árið 1952 og fyrsti formaður þess var Ingimar Sveinsson frá Egilsstöðum. Saga er til af því þegar það reyndi að segja sig úr UÍA vegna íþyngjandi gjalda fyrir fullorðna íþróttamenn en aðeins einn slíkur var skráður í félagið – Vilhjálmur Einarsson. Félagið er nefnt eftir fjalli sem rís upp af fjallshryggnum á milli Valla og Fagradals í 1106 metra hæð yfir sjávarmál og sést, eins og Sigurjón segir: „af vissum stöðum í bænum“. Körfubolti og fótbolti voru aðalgreinarnar hjá félaginu fyrst eftir sameiningu en eftir tilkomu Helgu Alfreðsdóttur íþróttakennara spratt upp frjálsíþróttaáhugi og fram kom frjálsíþróttafólk sem náði frábærum árangri á landsmælikvarða. Þá stóð félagið fyrir fleiri viðburðum, til dæmis keppni í torfæruakstri. „Það var þó nokkuð af ungum mönnum sem voru duglegir að jaskast út og tilbúnir í verkefni eins og torfæruna. Fyrir hver jól héldum við leikfangahappdrætti. Þá keyptum við leikföng og stilltum upp í gluggum Búnaðarbankans og gengum síðan í hús og seldum miða. Þannig var reynt að öngla saman peningum. Ég byrjaði líka upp úr 1970

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

að selja getraunaseðla sem voru þá nýir af nálinni. Fólkið hélt að ég væri snarvitlaus og vissi ekkert hvað ég væri að gera. Síðan voru endalausar fótboltaferðir sem gátu verið skrautlegar. Menn fóru á prívatbílum sínum í alla vega ástandi á alls kyns vegum. Vopnafjarðarheiðin var skelfileg og Suðurfirðirnir hræðilegir, hvort sem farið var um Fáskrúðsfjörðinn eða Breiðdalsheiðina. Það var samt alltaf gaman að spila á Fáskrúðsfirði þótt við töpuðum nánast alltaf. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur, kannski vegna þess!“ Sigurjón segir líka að íþróttaaðstaðan hafi verið „nákvæmlega engin. Fótbolta var sparkað á túninu þar sem gamla tjaldsvæðið var, við ömurlegar aðstæður. Eiðavöllurinn var alltaf í órækt og þótt völlur væri að fæðast uppi í mýrinni þar sem hann er nú þá var hann erfiður en við létum okkur samt hafa

Skíðaskáli Hattar á Fagradal 27. febrúar 1977.

Davíð Þór Sigurðsson, núverandi formaður Hattar, og Sigurjón Bjarnason, fyrsti formaður Hattar.

Sjötti flokkur Hattar á Vopnafirði 1978.

Sigurjón var þó ekki formaður nema í eitt ár því þá varð hann formaður UÍA og ekki þótti viðeigandi að hann væri á báðum stöðum. Varaformaðurinn, Gunnar Halldórsson, vildi ekki taka við þannig að félagið varð hálf formannslaust á fyrstu metrunum. Helgi Halldórsson var kjörinn formaður 1976, Emil Björnsson tók við af honum 1977 og Finnur Bjarnason 1978 og sat í fjögur ár. Davíð Þór er sá tólfti í röðinni og hefur verið formaður frá árinu 2006. Hann segir að þótt íþróttirnar séu mest áberandi í starfi félagsins takist það á við fjölbreyttari verkefni. „Við gerum ekki bara gagn með því að standa fyrir æfingum og leikjum heldur með viðburðum sem skipta samfélagið máli. Við höldum þrettándagleði og sjáum um hátíðahöld á 17. júní. Við tókum síðan fyrir tveimur árum forystuna í skipulagningu hreyfivikunnar MoveWeek, þar sem við reyndum að fá fleiri samtök í lið með okkur sem skilaði sér í því að vikan fékk verðlaun sem ein af þeim bestu í Evrópu.“ Níu deildir starfa innan félagsins í dag og segir Davíð að fjölbreytnin skipti miklu máli. „Hún gerir það að verkum að fleiri börn stunda íþróttir en ella. Einstaklingar, sem eiga ekki heima í hefðbundnum greinum, eins og boltaíþróttunum, finna frekar eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytileikinn er eitthvað sem ég tel kost fyrir búsetu í sveitarfélaginu. Þetta þroskar einstaklinginn.“ Taekwondo-deildin er nýjust og síðustu misseri hefur verið unnið að því að endurvekja handknattleiksdeildina. Eins og gengur og gerist um félagasamtök þar sem unnið er í sjálfboðavinnu gengur starfið í bylgjum. „Það er ekki erfitt að fá foreldra til að stuðla

Keppt í göngu á Austurlandsmóti á skíðum á Fagradal í apríl 1981.


að starfi fyrir börnin sín en það er erfitt að fá fólk í stjórnir og til að gegna ábyrgðarstöðum,“ segir Davíð aðspurður um hvort erfitt sé að fá fólk í sjálfboðaliðastörf. „Við höfum sýnt að við getum haldið stóra viðburði eins og þegar Unglingalandsmótið var haldið hér fyrir þremur árum þar sem uppistaðan í starfsfólkinu kom frá Hetti. Við erum samt með stórt félag í ekki svo stóru samfélagi sem krefst mikillar vinnu. Það eru 37 einstaklingar í stjórnum félagsins og svo eru fleiri í foreldraráðum og þess háttar þannig að kannski er ekki mikið til skiptanna. Það er samt tregða til að taka á sig ábyrgð og mér hefur sárnað að sjá ekki ungt fólk eins og mig taka að sér stjórn við að byggja upp framtíðina. Það sem er gleðilegast í þessu þó, innan um allt vesenið, er að kynnast fólki og geta breytt hlutunum sem þig langar að breyta fyrir samfélagið. Það er alltaf góð tilfinning að fara á mótin og sjá krakkana okkar gera góða hluti, hvort sem þau vinna leiki eða eru kurteis og prúðasta liðið. Þá fær maður gæsahúð sem gefur til kynna að það skipti máli að eyða öllum tímanum í starfið.“ Sigurjón segir það ekki nýtt að erfitt sé að fá fólk í stjórnir. „Það hefur alltaf verið basl að fá sjálfboðaliða í rútínubundin verk. Það hafa heldur ekki allir lag á að fá fólk með sér, til þess þarf ákveðni og að svífa á persónur sem menn telja volgar og stela tíma þeirra. Það er hins vegar enginn vandi að fá sjálfboðaliða ef menn sjá eitthvað mikið og stórt eftir sig. Áður en þökuleggja átti Vilhjálmsvöll hitti ég ágætan samborgara minn og vinnuvéla-

eiganda sem hélt því fram að gamli tíminn með sjálfboðaliðavinnunni væri liðinn og ekki séns að fá mannskap til að þökuleggja. Það yrði að kaupa vinnu sem kostaði töluvert. Ég held að hann hafi ekki verið að reyna að búa sér til vinnu, en ég var á öðru máli. Það var ekki liðinn hálfur mánuður þar til ég og fleiri vorum búnir að smala saman mannskap og fá verkstjórn. Síðan var rúllað út nokkur kvöld í röð í góðu veðri og menn fengu ekki annað fyrir vinnuna en veitingar. Þegar ég byrjaði var ekkert talað um að foreldrar kæmu að starfinu en við fórum að teygja okkur til þeirra og þeir reyndust tilbúnir. Ég verð að segja að mér finnst foreldrar ofnotaðir í dag. Ég sakna þess að hafa ekki áhugasama æskulýðsleiðtoga sem eru í þessu af hugsjón og ánægju. Ég vann í félagsmálaskóla hjá UÍA og mér finnst sú fræðsla ekki hafa lifað nógu vel. Ungmennafélag Íslands og félögin um allt land þurfa að vinna markvissar í þessum málum.“

Þurfum gríðarlega uppbyggingu í viðbót Þegar við settumst niður með Davíð og Sigurjóni var Davíð nýkominn af fundi með formönnum deilda þar sem tímum félagsins í íþróttahúsunum á Egilsstöðum og í Fellabæ var raðað niður á deildirnar. „Þegar ég hlusta á Sigurjón finnst mér ákveðinn lúxus að hafa allt sem við höfum. Ég er þakklátur fyrir vellina, húsin og sundlaugina. Ég held að menn hafi ekki grunað fyrir 40 árum að þetta yrði svona stórt batterí. Ég er hins vegar snöggur

að skipta yfir í baráttu fyrir viðbyggingu fimleikahúss við íþróttamiðstöðina. Við þurfum gríðarlega uppbyggingu í viðbót til að halda í við kraftinn í fólkinu okkar. Fimleikahúsið myndi létta á öllum greinum og starfinu í heild. Í dag erum við með tíma fyrir börn frá klukkan tíu á morgnana til fimm síðdegis um helgar. Á virkum dögum eru börnin til klukkan níu á kvöldin í skipulögðu íþróttastarfi. Nýtt hús myndi áreiðanlega verða til þess að þau skiluðu sér fyrr heim og fjölskyldan ætti meiri tíma saman. Við höfum líka séð krakka í fimleikunum flytja suður til að stunda grein sína og þar erum við komin að þröskuldi sem við komumst ekki yfir nema með bættu húsnæði. Við höfum þurft að hafna nýjum greinum. Eins og staðan er núna eigum við ekki hálftíma lausan í húsunum sem hægt er að nýta.“ Sigurjón segist ánægður með stöðu félagsins í dag. „Mér líst mjög vel á það. Ég er mjög ánægður með að heyra að félagið virkar í mannlífinu. Mér finnst gaman að sjá fleiri deildir, ég er alltaf ánægður þegar ég sé svona ný blóm. Ég vil hafa möguleika þar sem allra flestir komast að.“ GG

Úr myndasafni Hattar Finnur Bjarnason var formaður Hattar á árunum 1978–1982. Hann var ætíð duglegur félagsmaður og skrásetti sögu félagsins með myndum. Hann deildi með okkur nokkrum myndum sem teknar eru á árunum 1977–1991.

Tekið á móti Pelé á Egilsstaðaflugvelli.

Haldið upp á 17. júní 1978 á vegum Hattar á Vilhjálmsvelli.

Dómaratríó Hattar tilbúið í leik 1979. Stefán Jóhannsson, Aðalsteinn Steinþórsson og Haukur Kjerúlf.

Fimmti flokkur Hattar árið 1979.

Pelé og Ásgeir Sigurvinsson á Vilhjálmsvelli 12. ágúst 1991.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar:

Staðráðinn í því að halda áfram á sömu braut

S

tjörnustúlkur náðu frábærum árangri í ár með því að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Stjarnan lék einstaklega vel í allt sumar og uppskeran var eftir því. Markviss uppbygging undanfarin ár er svo sannarlega farin að skila sér og verður spennandi að fylgjast með þessu liði á næstu árum. Liðið er ungt og framtíðin er björt.

Ólafur Þór svo hefði verið. Stjarnan hafði aldrei áður varið Íslandsmeistaratitil og aldrei unnið tvöfalt svo það var kominn tími á það eins og Ólafur Þór orðaði það.

Áfram á sömu braut „Þegar að við vorum búnir að vinna með hópnum fyrir tímabilið sáum við að það var raunhæfur möguleiki að setja sér þessi markmið. Í heild var þetta gott fótboltasumar, margir hörkuleikir og deildin sterk. Nú er stefnan að byggja ofan á það sem áunnist hefur og bráðlega hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil. Það má ekki slá slöku við og við erum staðráðin í því að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ólafur Þór.

Frábært tímabil „Auðvitað er ég mjög sáttur með uppskeru tímabilsins á liðinu en ég hefði viljað að okkur hefði gengið betur í meistaradeildinni. Tímabilið hér heima var frábært og ég þakka það sérstaklega leikmönnum og því starfi sem félagið er búið að vinna undanfarin ár. Það var búið að leggja góðan grunn og árangurinn lætur svo sannarlega ekki á sér standa,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar í kvennaflokki, í spjalli við Skinfaxa.

Tími kominn á tvöfalt Aðspurður hvort þetta hefði verið markmið liðsins áður en tímabilið hófst svaraði

„Í heild var þetta gott fótboltasumar, margir hörkuleikir og deildin sterk.“

Viljum stíga lengra Stjarnan tekur aftur þátt í meistaradeildinni á næsta ári og sagði Ólafur Þór markmiðið að gera betur þá en í haust var liðið slegið út úr 32-liða úrslitum af rússnesku liði. „Við teljum okkur geta komist lengra í þessari keppni en við gerðum núna. Félagsliðin í Evrópu er mörg hver mjög sterk en við viljum stíga aðeins lengra. Við erum farin að hlakka til næsta tímabils. Nú verður smápása tekin en síðan hefst vinnan aftur. Það eru áfram bjartir tímar fram undan í Garðabænum,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar:

Að vinna titilinn var toppurinn á tilverunni

U

ngmennafélagið Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla í fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir 2:1 sigur gegn FH í úrslitaleik Pepsí-deildarinnar á Kaplakrikavelli 4. október sl. Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í dramatískum leik, en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar fengu nokkur góð færi í stöðunni 1:1, þegar þeir voru manni fleiri, en tókst ekki að nýta þau. Stjörnumenn gáfust aldrei upp og uppskáru magnaðan sigur. Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll, sem er met á deildarleik, og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Með góðu skipulagi og að leikmenn þekki hlutverk sitt á vellinum er hægt að ná árangri og það gerðum við eins og flestum ætti að verða kunnugt. Við erum með góða blöndu af leikmönnum, yngri og reyndari leikmönnum og það skipti miklu máli. Varamannabekkurinn er nánast ´95-árangurinn, sem er reyndar að ganga upp úr 2. flokknum, og er reynslunni ríkari sem er mjög gott upp á framtíðina gera,“ sagði Rúnar Páll. Hann sagði ennfremur að næsta tímabil legðist vel í sig og liðið ætti titil að verja sem það stefndi að sjálfsögðu að. Það þyrfti auðvitað allt að ganga upp svo að það gengi eftir. Sumarið hefði verið lyginni líkust og vel hefði gengið á öllum vígstöðvum. Rúnar Páll sagði að það hefði verið í raun stórkostlegt afrek að fara í gegnum deildina án þess að tapa leik.

Spennandi verkefni

Sterkur leikmannahópur „Við höfðum það ekki beint sem markmið að vinna þennan eftirsótta titil heldur var stefnt að því að lenda í einu af þremur af efstu sætum deildarinnar. Markmiðið er alltaf að vinna en við gerðum okkur grein fyrir að við sterk lið var etja og ekkert gefið í þessum efnum á móti liðum eins og FH og KR. Þetta eru lið sem gera atlögu að titlinum á hverju ári. Það fór fram úr okkar björtustu vonum að verða Íslandsmeistarar en nokkur atriði lögðust í lið með okkur til að gera þetta að veruleika. Við vorum með mjög sterkan leikmannahóp og þegar leið á mótið fórum við að gera okkur grein fyrir því að við værum ansi sterkir, vel skipulagðir og til alls vísir,“

Góð blanda

„Við höfum mikinn meðbyr og stuðningurinn við liðið er engu líkur.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar í karlaflokki. Rúnar Páll sagði að eftir leikinn í 2. umferð Evrópukeppninnar hefði mannskapurinn gert sér í alvöru grein fyrir möguleikanum á að vinna titilinn. Ef haldið yrði áfram á sömu braut, leikið á sama styrk og hugarfari, væri þetta ekki útilokað.

„Það er alltaf markmið í Stjörnunni að vera á meðal þeirra bestu. Það eru áhugaverð verkefni sem bíða okkar og það verður mjög spennandi og krefjandi að taka þátt í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Umhverfið er frábært og það er ofsalega gaman að fá að starfa í Stjörnunni hvert sem litið er. Silfurskeiðin er engu lík og hefur stutt geysilega vel við bakið á okkur sem og Garðbæingar allir. Við höfum mikinn meðbyr og stuðningurinn við liðið er engu líkur. Tilfinningin þegar við lyftum Íslandsmeistaratitlinum var ólýsanleg og segja má að það hafi verið toppurinn á tilverunni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, í spjallinu við Skinfaxa.


= gVÂhegZci

Breiðdalur °Wgdh^g k^Â Ä g

6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira! Kannaðu málið! www.breiddalur.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Leiðtogaskóli NSU í Færeyjum í sumar:

Stórskemmtilegt – mikill og góður lærdómur

Þ

að byrjaði ekki vel hjá okkur ferðin en við áttum að fljúga til Færeyja á mánudegi, frídegi verslunarmanna. Fluginu okkar var því miður frestað vegna þess að hópur af fuglum hafði víst lent í hreyfli vélarinnar og þurfti að gera við hana vegna þess. En við flugum snemma á þriðjudagsmorgni og lentum í Færeyjum í kringum ellefuleytið. Við vorum sótt á flugvöllinn og keyrðum rakleiðis í skátaheimilið í Selatrað. Þegar þangað var komið fengum við léttan hádegisverð og síðan vorum við send beint upp í fjall þar sem við hittum alla hina þátt-

takendurna og áttum að síga niður gil sem var þar. Þetta var út af fyrir sig mikill sigur fyrir sum okkar. Fínt að byrja vikuna á því til þess að hrista hópinn saman. Eftir að hafa sigið niður var val um axarkast, bogfimi eða róður á færeyskum bát. Við Íslendingarnir könnuðum þetta allt saman. Um kvöldið héldum við svo góða kynningu á landinu okkar með söng, nammi og spurningakeppni. Næsta dag var svo námskeiðið keyrt í gang með hópavinnu um menningu, við fengum að vita hvað öðrum finnst um Ísland og þetta var skemmtileg

vinna. Eftir hádegismat fórum við svo til Gjógv en þar lögðum við upp í heljarinnar göngu sem tók allan eftirmiðdaginn og gaman er frá því að segja að við Íslendingarnir vorum með þeim fyrstu upp á topp. Um kvöldið var svo hefðbundinn færeyskur matur, skerpukjöt, harðfiskur og tilheyrandi. Svo var að sjálfsögðu stiginn færeyskur hringdans og sungið. Næsta dag lögðum við í hann snemma morguns til Þórshafnar þar sem við byrjuðum í INOVA sem er nýsköpunarmiðstöð. Þar tók á móti okkur mjög hress maður sem skipti okkur upp í hópa og lét okkur fást við alls kyns verkefni og æfingar. Hádegismaturinn var síðan snæddur í Norræna húsinu. Eftir það fórum við í göngutúr um garð sem er í hjarta Þórshafnar og fengum að hlýða á söng hjá ungum kór. Eftir það fengum við aðeins að leika lausum hala og nýttu sumir tækifærið og versluðu aðeins. Við hittumst síðan aftur og fórum þá í göngutúr um gamla bæinn með leiðsögumanni. Við keyrðum svo heim í Selatrað og snæddum þar kvöldmat og hlýddum á fleiri landkynningar. Föstudagurinn fór svo allur í námskeið og fræðslu. Við fengum að vinna mjög skemmtilegt hópaverkefni sem tók mest allan daginn. Ung blaðakona fræddi okkur svo um hvernig eigi að koma fram og halda ræður. Um kvöldið héldum við til Klaksvíkur en þar fórum við á Sumar festivalur sem er tónlistarhátíð. Við hlustuðum meðal annars á Eivöru Pálsdóttur og Anne Linnett. Síðasti dagurinn fór svo bara í uppgjör á námskeiðinu og kveðjustund. Allt í allt var þetta stórskemmtilegt námskeið og við lærðum helling, ekki bara um ræðuhöld og menningu heldur einnig um okkur sjálf. Við þökkum UMFÍ kærlega fyrir! Þórhildur Erla Pálsdóttir

Iðkendafjöldinn á eftir að stóraukast þegar húsið verður tekið í notkun

F

ramkvæmdir við byggingu nýs fimleikahúss við Egilshöllina í Grafarvogi eru hafnar af fullum krafti. Fimleikahúsið verður gríðarleg lyftistöng fyrir fimleikastarfið innan Ungmennafélagsins Fjölnis. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun veturinn 2015 en það verður 2.250 fermetrar að stærð og tengist núverandi húsnæði. Mikill uppgangur hefur verið í íþróttastarfi Fjölnis síðustu árin. Fjölnir hefur verið með íþróttaaðstöðu við Dalhús og í Egilshöll. Þar hefur félagið verið með knattspyrnuæfingar á inni- og útivöllum, frjálsíþróttaæfingar inni, bardagaíþróttir, fimleikaæfingar í tveimur bráðabirgðasölum

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

auk skrifstofu. Þar að auki er félagið með eitt stórt íþróttahús í Grafarvogi til æfinga og keppni í handknattleik og körfuknattleik og annað minna íþróttahús í Rimaskóla til æfinga.

isnic Internet á Íslandi hf.

Framkvæmdir við byggingu fimleikahúss í Grafarvogi.

„Það er alveg ljóst að þetta hús verður gríðarleg bylting í allri starfsemi deildarinnar. Við notumst við tvo sali í dag og í raun var annar salurinn hugsaður sem geymsla í upphafi. Það hefur alltaf verið biðlisti hjá okkur en iðkendur hjá okkur eru í kringum fjögur hundruð. Við komum vonandi til með að annast eftirspurn þegarhúsið hefur verið tekið í notkun og á einhverjum árafjölda er ég viss um að iðkendafjöldinn fer upp í eitt þúsund. Það er að vonum mikil eftirvænting eftir þessu húsi og mikið hlakkað til þess þegar stóra stundin rennur upp,” sagði Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður fimleikadeildar Fjölnis, í samtali við Skinfaxa.


Ekki má sofna á verðinum varðandi forvarnavinnu

T

ölur og umræður undanfarinna ára sýna að reykingar ungmenna hafa dregist saman og eru það góðar fréttir. Undanfarið hefur mikil áhersla verið lögð á forvarnir gegn munntóbaksnotkun, sem aukist hefur gríðarlega síðastliðin ár. Þó má vara sig á að sofna ekki á verðinum varðandi forvarnavinnu gegn reykingum. Undirrituð minnist þess sjálf, þegar hún var í grunnskóla, hversu gríðarlega miklar forvarnir voru þar, fólk kom í heimsókn sem hafði reykt mikið og lengi, röddin var farin að breytast og hóstinn eftir því, myndbönd sýnd sem voru átakanleg og áhrifamikil, svo ekki sé nú minnst á svörtu reykingalungum í formalínkrukkunni. Allt þetta var vissulega mikill hræðsluáróður, en hann hafði áhrif og svo mikil að þrátt fyrir að rúm 20 ár séu frá því undirrituð lauk grunnskólagöngu situr þetta enn vel í minni. Börnin okkar og ungmenni verða fyrir áhrifum úr mörgum áttum um það að byrja ekki að reykja eða nota tóbak. En það finnst þó engin einföld uppskrift að því hvernig þessar forvarnir og skilaboð eiga að komast til skila. Hvað getum við gert, sem störfum í íþróttaog tómstundageiranum, til þess að skilaboðin um hversu skaðlega og ekki „TÖFF“ reykingar eru, komist áleiðis? Það er margt sem við getum gert með því að; 1. Vera góð fyrirmynd með því að reykja ekki sjálf og nota tóbak.

5. Höfum upplýsingarnar og forvarnirnar þannig að þær skiljist, en valdi þó ekki vanlíðan eða skömm hjá þeim sem á þær hlýðir. Þar sem við erum öll fyrirmyndir fyrir ungmennin okkar er mikilvægt að við tökum það hlutverk alvarlega. Hér á landi eru ákveðnar reglur um það hvar má ekki reykja. Mikilvægt er að við að fylgja þeim eftir með því að t.d. að; 1. fylgja því eftir að ekki sé reykt við íþróttahús og skólabyggingar, ef við sjáum foreldra eða aðra fullorðna reykja á þeim svæðum sem það ekki er leyft. 2. skipta sér af þegar við sjáum börn eða unglinga reykja. 3. láta vita ef við verðum vitni að því að tóbak sé selt þeim sem ekki hafa náð þeim aldri að mega kaupa slíkt.

2. Ef þið reykið, reykið þá aldrei nálægt börnunum eða unglingunum, og allra síst í starfinu með þeim. 3. Kynnum okkur það forvarnaefni sem í boði er og nýtum það í starfinu. 4. Eigum góð samtöl og fræðslu í hópnum sem við störfum með varðandi tóbak, skaðsemi þess og heilsu almennt.

Ekkert af því sem nefnt er hér að ofan eru ný vísindi, en aldrei er góð saga of oft kveðin og vert er að minna reglulega á reykingaforvarnir. Nýtum okkur það efni sem til er, hjálpum ungmennunum okkar til að byrja aldrei að reykja og verðum góðar fyrirmyndir sjálf.

Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir ásamt eiginmanni sínum Ólafi Thordersen og dótturinni Helgu Vigdísi Thordersen.

Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir

Það leika að meðaltali

Alls leika um

landsliðsmenn fótbolta

fótbolta með liðum

250

20.000

KOMDU Í

FÓTBOLTA

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Ungmennafélag Njarðvíkur 70 ára:

Félagið hefur alla tíð gegnt vei U ngmennafélag Njarðvíkur fagnar á þessu ári 70 ára afmæli en félagið var stofnað 10. apríl 1944. Í tilefni þessara merku tímamóta stendur fyrir dyrum afmælishátíð og í undirbúningi er útgáfa á blaði þar sem saga félagsins verður rakin í máli og myndum.

Sex deildir innan UMFN Í félaginu eru nú reknar sex deildir, körfuknattleikur, lyftingar, sund, þríþraut og júdó. Þá er haldið úti sport- og ævintýraskóla UMFN. Meginmarkmið skólans er að bjóða upp á nýja og ferska afþreyingu eins og kynningu á helstu íþróttagreinum, óvissuferðir, leikir og ævintýri. Námskeiðin eru með ólíkum hætti, þannig að börn geta sótt fleiri en eitt námskeið, en þó er haldið í föst atriði sem hafa heppnast vel og eru ómissandi. Í gegnum söguna hefur Ungmennafélag Njarðvíkur alið upp frábæra íþróttamenn en körfuknattleikslið félagsins hefur verið í fremstu röð um árabil. Sumir af bestu sundmönnum þjóðarinnar hafa komið úr röðum Ungmennafélags Njarðvíkur. Í körfuknattleik karla hafa Njarðvíkingar

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13 sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum og bikarmeistaratitli í 8 skipti. Þá má nefna að Eðvarð Þór Eðvarðsson keppti lengi undir merkjum Njarðvíkur í sundi og var um tíma í hópi bestu baksundsmanna í Evrópu. Eðvarð Þór var kjörinn íþróttamaður ársins 1986. Af afrekum Eðvarðs Þórs má nefna að hann komst í úrslit á HM í sundi á Spáni 1986 og átti tíma Norðurlandametið í 200 metra sundi sem hann setti á Evrópumótinu í Strassborg 1987.

Félagið hefur sett mikinn svip á íslenska íþróttaflóru Ólafur Eyjólfsson er núverandi formaður UMFN en hann var kosinn til starfans á síðasta ársþingi félagsins sem haldið var sl. vor. „Það er óhætt að segja að starfið innan Ungmennafélags Njarðvíkur gangi vel. Í félaginu eru starfandi deildir og stendur starfið innan þeirra með blóma. Júdódeildin er um þriggja ára gömul og er mikill kraftur í starfseminni. Þríþrautin er einnig ung en aðrir deildir hafa starfað um árabil. Það hefur alltaf verið mikill áhugi á íþróttum í Njarðvíkum og

saga félagsins er sterk og hefur sett mikinn svip á íslenska íþróttaflóru. Gamli grasvöllurinn okkar, sem heyrir nú sögunni til, var einn fyrsti grasvöllurinn á Íslandi og þar léku m.a. Keflvíkingar þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 1964. Körfuboltinn hefur sett mark sitt á sögu félagsins og körfuboltamenn þess hafa náð í gegnum tíðina frábærum árangri. Í herbúðum okkar hafa margir bestu körfuboltamenn landsins alist upp sem við erum afar stoltir af. Það hefur kannski ekki gengið allt of vel síðustu ár en gangskör var gerð


gamiklu hlutverki í bænum að því fyrir um þremur árum að snúa blaðinu við. Fjármálin voru tekin í gegn og við byggðum liðið mikið upp á yngri leikmönnum. Þetta er, held ég, að skila sér og við sjáum fram á bjartari tíma,“ sagði Ólafur Eyjólfsson.

Um 1500 iðkendur Iðkendur innan Ungmennafélags Njarðvíkur eru nú í kringum 1500 og eru þeir flestir í körfubolta, knattspyrnu og sundi. Íþróttamannvirki í bænum er vel nýtt alla daga, frá morgni til kvölds.

Lykilatriði að halda úti öflugu íþróttastarfi „Ég held að allir geti verið sammála um að það sé lykilatriði að halda úti öflugu íþróttastarfi. Sérstaklega að börn og unglingar hafi gott aðgengi að íþróttaiðkun, það eflir þau og styrkir og hefur mikið forvarnagildi. Framtíð félagsins er björt og við fögnum 70 ára

afmæli félagsins í ár. Af því tilefni ætlum við að gefa út stórt og mikið blað þar sem sagan verður rakin frá upphafi og til dagsins í dag. Ungmennafélagsstarfið hefur alla tíð gegnt veigamiklu hlutverki hér í Njarðvíkum og mun gera það áfram um ókomin ár,“ sagði Ólafur Eyjólfsson, formaður UMFN, í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


#Alltafaðlæra

ENNEMM / SÍA / NM58928

Alltaf að læra

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með Stúdentakortinu. Ef þú skráir þig líka í Vildarklúbb Íslandsbanka opnast enn fleiri möguleikar og þú safnar punktum sem hægt er að breyta í t.d. peninga eða Vildarpunkta Icelandair. Student

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

34

Brot af því besta fyrir námsmenn 20% afsláttur í bíó og meira popp og gos

Flott tilboð á Lenovo fartölvum frá Nýherja

50% afsláttur í sund

| Sími 440 4000


Íslandsmót FÁÍA í pútti 60 ára og eldri

Í

slandsmót Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra í pútti 60 ára og eldri fór fram á Ísafirði 22. ágúst sl. Mótið var í umsjón Kubba, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði. Keppt var á átján holu velli og leiknar 36 holur. Undirbúningur og framkvæmd var í höndum íþróttanefndar félaga eldri borgara

og tókst allt er viðkom mótinu einstaklega vel. Formaður HSV, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, setti mótið, en síðan tók Jens Kristmannsson við stjórn. Mótið gekk vel og létu keppendur vel af allri aðstöðu. Verðlaunaafhending var í höndum stjórnanda mótsins. Formaður FÁÍA, Þórey S. Guðmundsdóttir, sleit síðan mótinu og þakkaði framkvæmdaaðilum og keppendum fyrir gott mót og sérlega flott og gott veisluborð. Keppendur voru heldur færri nú en síðustu ár og þurfa íbúar á þéttbýlissvæðinu að taka sig á, þegar mót eru haldin úti á landsbyggðinni. Tilkynnt var að næsta mót verði í Mosfellsbæ í umsjón FaMos 21. ágúst 2015.

Úrslit urðu þessi: Konur 1. Þórey S. Guðmundsdóttir, Skógarmenn, Reykjavík, 75 högg 2. Jytta Juul, Borgarfjörður, 76 högg (eb) 3. G. Sigríður Þórðardóttir, Kubbi 2, 6 högg Karlar 1. Reynir Pétursson, Golffél. Ísaf., 69 högg 2. Kristján J. Hafsteinsson, FaMos, 72 högg 3. Hannes G. Sigurðsson, FaMos, 73 högg (eb) Sveitir 1. FaMos, Mosfellsbær, 218 högg 2. Golffélagar Ísafjörður, 220 högg 3. Borgarbyggð 1, Borgarfjörður, 228 högg (eb = Eftir bráðabana)

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akranes Akraneskaupstaður, Stillholti 16–18 Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1

Akureyri Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu 3 Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi

Álftanes GP-arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4

Blönduós Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Borgarnes Matstofan ehf., Kjartansgötu 22 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum Gösli ehf., Kveldúlfsgötu 15

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 PV-pípulagnir ehf., Lagarbraut 4 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1

Ungmennafélag Akureyrar aldursflokkameistarar á Meistaramóti Íslands 11–14 ára Ungmennafélag Akureyrar náði einstökum árangri í sögu félagsins með því að sigra í heildarstigakeppni á Meistaramóti Íslands í aldursflokknum 11–14 ára sem fram fór á Akureyri í ágúst sl. Hlaut UFA 734,5 stig en HSK/Selfoss varð í öðru sæti með 621 stig og lið ÍR varð í því þriðja með 438,5 stig. Veðrið lék við keppendur og fjölmörg mótsmet

féllu sem og nokkur Íslandsmet í ákveðnum aldursflokkum. UFA sigraði einnig í stigakeppninni í flokki stúlkna 11 ára, í flokki stúlkna 12 ára og í flokki pilta 13 ára. Þá varð UFA í öðru sæti í flokki pilta 11 ára og pilta 12 ára og í þriðja sæti í flokki pilta 14 ára.

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Garðabær Samhentir-kassagerð ehf., Suðurhrauni 4 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Grindavík Ungmennafélag Grindavíkur, Mánagerði 2 Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Hafnarfjörður Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1 Ás, fasteignasala ehf., Fjarðargötu 17

Hella

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Fannberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit

Hveragerði Hveragerðiskirkja

Hvolsvöllur Bu.is ehf., Stórólfsvelli

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ævintýradalurinn ehf., Heydal

Kirkjubæjarklaustur Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík

Kópavogur Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.


1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6

Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Djúpavík

Reykjanesbær Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4

Reykjavík

Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum.

Ögurvík hf., Týsgötu 1 Loftstokkahreinsun ehf., Garðhúsum 6 Gáski ehf., Bolholti 8 Arkþing ehf., Bolholti 8 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Markaðsráð kindakjöts, Bændahöllinni Hagatorgi Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Gjögur hf., Kringlunni 7 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Rimaskóli, Rósarima 11 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b dk hugbúnaður ehf., Bæjarhálsi 1 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Efling stéttarfélag, Sætúni 1

Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is

Sauðárkrókur Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4 Tannlækningast Páls Ragnars ehf., Sæmundargötu 3a Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1

Selfoss Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15 Samtök sunnlenskra sveitafélaga, Austurvegi 56 Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Kvenfélag Hraungerðishrepps, Langstöðum, Flóahreppi Flóahreppur, Þingborg

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Gullberg ehf., Langatanga 5

Siglufjörður Fjallabyggð, Gránugötu 24

Stykkishólmur Sæfell hf., Hafnargötu 9 Þ.B. Borg-steypustöð ehf., Silfurgötu 36

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Blönduósi 26.–28. júní 2015

Akureyri 31. júlí – 2. ágúst 2015


39. sambandsráðsfundur UMFÍ Garðabæ

U

ngmennafélag Íslands hélt 39. sambandsráðsfund sinn þann 11. október síðastliðinn í Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Samkvæmt lögum UMFÍ eiga formenn sambandsaðila og stjórn UMFÍ rétt til setu á fundinum. Góð mæting var á fundinn og umræður líflegar. Í setningarræðu sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, að á liðnu starfsári hefði verið unnið að mörgum verkefnum innan hreyfingarinnar, þau þróuð og endurbætt í takt við tíðarandann og þarfir samfélagsins. Verkefnin hafi fengið góðar undirtektir og þátttakan í þeim verið góð. Helga Guðrún fór yfir helstu verkefni síðasta starfsárs og sagðist fyrir sína hönd og stjórnar UMFÍ vilja þakka ungmennafélögum og öllu því góða fólki sem hefur lagt hreyfingunni lið með einum og öðrum hætti. „Ég get ekki skilið við þessa yfirferð öðruvísi en svo að þakka stjórn sem og framkvæmdastjórn fyrir einstaklega ánægjulegt og árangursríkt samstarf. Sú samstaða og gleði sem hefur ríkt er slík að hún hvetur aðeins til dáða,“ sagði Helga Guðrún. Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri UMFÍ, fór yfir reikninga ársins 2013 en niðurstaða þeirra sýndi mjög góða afkomu hreyfingarinnar. Einnig fór hún yfir sölu veitingahússins í Þrastalundi en sala þess var heimiluð á sambandsþingi UMFÍ 2013. Á fundinum var samþykkt tillaga um að halda Vetrarlandsmót UMFÍ fyrir krakka á aldrinum 10–14 ára. Stefnt er að því að fyrsta mótið verði haldið á Ísafirði 5.–7. febrúar árið 2016. Á fundinum voru kynnt störf vinnuhóps vegna umsóknar íþróttabandalaga að UMFÍ frá sambandsþingi 2013. Samþykkt var að halda vinnunni áfram og kynna málið vel fyrir sambandsaðilum UMFÍ. Þá voru einnig kynntar tillögur að breytingum á Landsmóti UMFÍ sem unnar voru út frá niðurstöðum úr stefnumótunarfundum. Ákveðið var að afgreiða tillögurnar ekki en leggja þær í staðinn fyrir sambandsaðila til umfjölunar í héraði. Á fundinum tók Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Stjörnunnar, við viðurkenningu frá formanni UMFÍ til félagsins fyrir glæsilegt starf og góðan árangur.

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Stöðvarfjörður Steinasafn Petru ehf., Fjarðarbraut 21

Tálknafjörður Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Þorlákshöfn Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35 Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.