Skinfaxi 3 2013

Page 1


n i t f i r Ásk r u n n i v ! g i þ r i r y f

EKKII MISSA AF MILLJÓNUM TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á LOTTO.IS

– FÖSTUDAGUR TIL

2 1 7 6 11 12 16 17 21 22 26 27

3 8 13 18 23 28

4 9 14 19 24 29

FJÁR –

5 10 15 20 25 30

1 2 3 4 5 6

ALLTAF Á MI

A. 12 14 B. 05 16 C. 07 09 D. 03 06 E. 11 19

ÐVIKUDÖGU

17 23 13 19 21

21 36 22 24 2

41 37 34 25

M!

48 38 38 31

> > > 3

6; ;6 0:


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Að loknu 48. sambandsþingi UMFÍ

S

á umbótaandi sem fylgdi ungmennafélagshreyfingunni í upphafi og við höfum varðveitt í arni okkar, sem síðan kveikti þann andlega eld sem knúði fólkið, þjóðina, til framfara, er enn til staðar í hreyfingunni. Það eru einstaklingarnir sem eru gull þjóðanna og ungmennafélögin kveiktu sigurvilja frelsisins. Það var mikil uppgötvun að skynja samtakamáttinn til að byggja upp en rífa ekki niður. Eignast keppnisandann, sjá framtíðina í hyllingum, þora áfram. Þannig voru verk ungmennafélaganna fyrir eitt hundrað árum og enn er þetta verkefni okkar. Þjóðin eignaðist afreksmenn bæði í íþróttum, félagsmálum og ekki síst sjálfboðaliðann sem spyr ekki um daglaun að kveldi. Andi hreyfingarinnar var inni á hverju heimili og þar á hann að vera í dag. Við erum að baka köku sem er hverju barni og unglingi holl sem nesti inn í lífið. En hvernig hefur okkur tekist til? Okkar bíða ný afrek, ný verkefni, og við erum kannski aldrei jafn mikilvæg eins og nú þegar þjóðin þarfnast hugsjóna og einingar. Það er andi og vilji ungmennafélaganna sem dugði svo vel og dugar enn. Enn vinnum við í anda þessara markmiða en þar eru stærstu atriðin að vinna að líkamlegum og félagslegum þroska félagsmanna með því að gefa sem flestum kost á að taka þátt í heilbrigðu félagsstarfi. Við stöndum fyrir iðkun íþrótta og stuðlum að hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum með því að vinna gegn neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna. Við störfum í anda friðar og jafnréttis. Boðum að nægjusemin og samhjálpin fylgist að. Erum bróðir og systir í hverjum leik og umberum og hjálpum í kærleika. Eigum þann drengskap sem ungmennafélaginn ber inn á hvern þann vettvang sem hann starfar á. Viljum vera manneskjur með tilfinningar sem ganga hreint til verks. Vinnum að landgræðslu, skógrækt og umhverfisvernd og glæðum með þjóðinni tryggð og rækt við heimili sín, átthaga og ættjörð. Stuðlum að jafnvægi í byggð landsins og aukum fræðslu almenn-

ings til að auðvelda hverjum og einum að taka afstöðu til þjóðnytjamála og vinna að framgangi þeirra. Það er óhætt að segja að tíminn er furðuleg skepna. Stundum fer hann um mann mjúkum höndum en í annan tíma hristir hann mann og skekur eins og enginn sé morgundagurinn. Þannig hafa undanfarin ár verið. Ungmennafélagshreyfingunni ber „að kenna til í stormum sinnar tíðar“. Það er skylda hvers manns. Margur hefur lent í erfiðleikum, fólk hefur yfirgefið landið um sinn. Gjaldþrot hefur hent mörg fyrirtæki og almenningur hefur lent í efnahagslegum erfiðleikum. En við erum þó stödd á þeim stað að við getum vel við unað, höfum ekkert misst sem ekki er hægt að ná árangri í á ný. Eftir hrunið höfum við unnið markvisst að því að láta ekki deigan síga í því starfi sem er leiðarljós hreyfingarinnar og frekar reynt að bæta í jafnframt því sem við höfum velt við steinum til að finna hvar við gætum gert betur án þess að skerða starfsgetu okkar og möguleika til að nýta tækifæri sem gætu skapast.

48.

sambandsþing UMFÍ var haldið um miðjan október sl. og var það bæði starfsamt og málefnalegt. Mikill samhugur og samstaða kom fram í þingstörfum og þær fjölmörgu tillögur sem afgreiddar voru eru vörður hreyfingarinnar í störfum hennar næstu tvö árin. Eins og venjulega voru fjármálin rædd nokkuð á þinginu. Eitthvað er um að einstaklingum innan hreyfingarinnar hafi verið tíðrætt um að rekstur ungmennafélagshreyfingarinnar hafi verið erfiður undanfarin ár. Eins og sést, þegar ársreikningarnir eru skoðaðir, er það alls ekki svo því að venjubundinn rekstur hefur ætíð verið jákvæður. Hins vegar hafa komið til afskriftir sem komu til vegna fjármálakreppunnar sem hafa skekið þetta þjóðfélag svo sem öllum er kunnugt og hafa skekkt afkomumynd hreyfingarinnar. Því miður hafa einstaka menn verið haldnir

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Mynd að ofan: Stjórn og varastjórn UMFÍ 2013–2015 ásamt framkvæmdastjóra.

þeirri ranghugmynd að rétt sé að hafa þetta í hávegum og virðast telja það til bóta fyrir hreyfinguna eins og kreppan hafi hvergi komið við nema hér hjá okkur. Ef við hefðum haft allar upplýsingar um framtíðina á árinu 2008 hefðum við þá þegar getað afskrifað á einu bretti það tap sem hreyfingin varð fyrir vegna efnahagskollsteypunnar. Ef tekið er út úr ársreikningum þetta áfall sæist með skýrum hætti að afkoma félagsins hefur ávallt verið heilbrigð. Við höfum nefnilega hagað okkur eins og hin hagsýna húsmóðir, að eyða ekki um efni fram. Það vita allir sem vilja vita að frá árinu 2008 hefur dregið úr opinberum fjárframlögum til ungmennafélagshreyfingarinnar í kjölfar efnahagshrunsins enda höfum við borið það án þess að kveina og kvarta. Ungmennafélaginn er nefnilega þannig. Við höfum hins vegar ekki látið deigan síga heldur tekist að auka aðrar tekjur töluvert ásamt því að arður okkar frá Íslenskri getspá hefur aukist jafnt og þétt milli ára. Lausafjárstaða hreyfingarinnar hefur alltaf verið jákvæð eins og veltufjárhlutfallið ber með sér. Því vísa ég á bug öllu tali um að efnahagur og skuldsetning hreyfingarinnar hafi verið eða sé mikil. Á þinginu kom skýrt fram að nú skal horft til framtíðar og að við ætlum að vera vakandi fyrir tækifærum morgundagsins. Ég hlakka til að starfa með nýkjörinni stjórn, starfsmönnum og ungmennafélögum um allt land að framgangi þeirra góðu verkefna sem fram undan eru hjá hreyfingunni. Framtíðin er björt hjá ungmennafélagshreyfingunni enda framtíðarsýnin skýr. Við ætlum að starfa áfram samkvæmt þeim markmiðum og gildum sem ungmennafélagshreyfingin hefur starfað eftir frá upphafi sem eru að rækta lýð og land og vinna með þau gildi sem eru undirstöðurnar í öllu starfi okkar og felast í ungmennafélagsandanum. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


48. sambandsþing UMFÍ í Stykkishólmi Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér var sýnt

H

Helga Guðrún Guðjónsdóttir endurkjörin formaður UMFÍ 48. sambandsþing Ungmennafélag Íslands var haldið dagana 12.–13. október sl. í Stykkishólmi. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti þingið en um 140 þingfulltrúar áttu rétt til setu á því. Við setninguna flutti Helga S. Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, stutt ávarp. Sturla Böðvarsson var þingforseti á sambandsþinginu og Björg Ágústsdóttir varaforseti. Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörin formaður UMFÍ en auk Helgu Guðrúnar var Stefán Skafti Steinólfsson í framboði til formanns. Helga fékk 80 atkvæði, Stefán Skafti 34 atkvæði, en eitt atkvæði var ógilt. Helga Guðrún hefur verið formaður síðan 2007 en þá var hún kosin fyrst kvenna til formennsku í UMFÍ.

Á þinginu var einnig kosið í stjórn og varastjórn. Í aðalstjórn voru kjörin Hrönn Jónsdóttir UMSB, Björg Jakobsdóttir UMSK, Gunnar Gunnarsson UÍA, Haukur Valtýsson UFA, Helga Jóhannesdóttir UMSK og Örn Guðnason HSK. Í varastjórn voru kosin Ragnheiður Högnadóttir USVS, Baldur Daníelsson HSÞ, Kristinn Óskar Grétuson HSK og Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV. Þó nokkur endurnýjun varð í stjórninni. Jón Pálsson gjaldkeri gaf ekki kost á sér og Bolli Gunnarsson, Stefán Skafti Steinólfsson og Einar Kristján Jónsson náðu ekki endurkjöri. Þingið var mjög starfsamt en um 50 þingmál voru tekin til umræðu og afgreiðslu á þinginu.

Hvatningarverðlaun UMFÍ til HSÞ Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, fékk hvatningarverðlaun UMFÍ 2013 en verðlaunin voru afhent á sambandsþinginu í Stykkishólmi. Þingeyingar fá verðlaunin fyrir kröftugt og metnaðarfullt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála á sambandssvæðinu í kjölfar sameiningar HSÞ og UNÞ.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Jóhanna S. Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, sem veitti viðurkenningunni viðtöku, ásamt Helgu G. Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ.

elga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, sagði í samtali við Skinfaxa að sér væri efst í huga innilegt þakklæti fyrir stuðninginn sem hún fékk í kjörinu og það traust sem sér hafi verið sýnt til að leiða þessa öflugu hreyfingu næstu tvö árin. Hún sagðist hlakka til að takast áfram á við skemmtileg viðfangsefni og sagði að fullt af verkefnum biði. Helga Guðrún sagðist finna fyrir samheldni og samhug að afloknu þingi í Stykkishólmi. „Það er mikill vilji fyrir því innan hreyfingarinnar að horfa til framtíðar. Það verður gaman að vinna með nýju stjórninni næstu tvö árin en öflugir einstaklingar hafa valist þar til starfa. Einnig er yngra fólk að koma inn sem hefur tekið þátt í starfi hreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Ég vil þakka því góða fólki sem gekk úr stjórn fyrir vel unnin störf,“ sagði Helga Guðrún. „Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem þingið hefur falið okkur en ljóst er að við verðum að koma heilmiklu í verk á næstu tveimur árum. Það er bara spennandi og gefur okkur tækifæri til að þróa hreyfinguna áfram og styrkja það samfélagslega afl, sem hún klárlega er, enn frekar,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.

Valdimar Leó matmaður þingsins Áralöng hefð er fyrir því á sambandsþingum UMFÍ að velja matmann þingsins. Valdimar Leó Friðriksson nauð þess heiðurs að vera valinn matmaður þingsins í Stykkishólmi. Valdimar Leó, sem er formaður UMSK, tók við viðurkenningunni sem er forkunnarfagur og glæsilega útskorinn askur.

Guðmundur Kr. Jónsson, fyrrverandi formaður HSK, afhenti Valdimari Leó askinn en HSK er gefandi hans.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 63737 08/13

BÆTTU SMÁ EVRÓPU Í LÍF ÞITT

HALTU DRAUMNUM Á LOFTI Sum mörk á Kaplaskjólsveginum eru gerð úr úlpum. En spennan þar er jafnmikil og í Leikhúsi draumanna, Old Trafford. Fátt er þó meira spennandi en að sjá hetjurnar með eigin augum og ærast af fögnuði með 75 þúsund öðrum stuðningsmönnum. Hver veit nema fagnaðarlætin bergmáli alla leið á Kaplaskjólsveginn þar sem ungir sparkverjar elta fótboltadrauminn af ástríðu. Stórir draumar við Kaplaskjólsveg geta nefnilega náð alla leið til Old Trafford.

+ Bókaðu núna á icelandair.is

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Bætt íþróttaaðstaða hefur skilað sér Viðburðaríkt misseri er að baki. Hver stórviðburðurinn rak annan síðastliðið sumar og hiklaust má segja, þegar litið er yfir farinn veg, að vel hafi tekist til í öll skiptin. Þrjú mót voru haldin á vegum UMFÍ og hafa þau aldrei verið fleiri á einu sumri. Gífurlegt undirbúningsstarf þarf að inna af hendi hverju sinni til að hægt sé að halda svo stóra viðburði og ungmennafélagar drógu sannarlega ekki af sér. Öll mótin voru vel skipulögð og haldin við bestu aðstæður. Framkvæmdaaðilar þessara móta geta borið höfuðið hátt fyrir vel unnin störf og frábær mót. Önnur verkefni UMFÍ gengu vel í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í sjötta sinn og gekk vel eins og áður. Skólinn var haldinn á fimm stöðum víðs vegar um landið og var aðsóknin góð. Hún hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu og því ljóst að þetta verkefni hefur sannað gildi sitt. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í fjórða sinn og var þátttakan með ágætum. Mikil vakning um hreyfingu er meðal almennings og náðu margir þátttakendur einstökum árangri. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið nýtur alltaf vinsælda og ljóst er að mikill fjöldi hefur lagt leið sína á fjöll. Gestabækur

voru á yfir 20 fjöllum og af þeim að dæma hefur verið stöðugur straumur fólks á fjöll í allt sumar og núna í haust. Ungmennafélög náðu frábærum árangri í knattspyrnunni í sumar. Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaknattspyrnu í annað sinn og karlalið Fjölnis bar sigur úr býtum í 1. deild og leikur í deild á meðal þeirra bestu á komandi tímabili. Íslenskt íþróttafólk hefur látið til sína taka á þessu ári. Er skemmst að minnast frábærs árangurs Anítu Hinriksdóttur sem gerði sér lítið fyrir og sigraði á Evrópu- og heimsmeistaramótum í 800 metra hlaupi í

17 og 19 ára flokki. Aníta er eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsum íþróttum hér á landi. Í skoðanakönnun, sem Evrópska frjálsíþróttasambandið stóð fyrir, var Aníta valin vonarstjarna Evrópu og má af því ljóst vera að miklar vonir eru bundnar við hana á hlaupabrautinni í framtíðinni. Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli víða. Liðið tryggði sér rétt til umspilsleikja við Króata um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu á næsta ári. Leikirnir við Króata verða í nóvember og bíður íslenska þjóðin spennt eftir þessum viðureignum. Mikill uppgangur er líka hjá yngri landsliðum Íslands og er ljóst að uppbygging knattspyrnuhalla víðs vegar um landið er farin að skila árangri. Þessi uppbygging er farin skila okkur betri knattspyrnumönnum. Sömu sögu má segja um framgang yngra frjálsíþróttafólks. Frjálsíþróttavellir hafa verið gerðir víða um land á síðustu árum í tengslum við Landsmót UMFÍ sem hefur kallað fram vakningu í frjálsum íþróttum. Uppbyggingin hefur kostað sitt en þetta er frábær fjárfesting sem skilar sér margfalt þegar fram í sækir.

Vefurinn Hreyfitorg formlega opnaður

Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg var opnaður formlega 13. september sl. Í tilefni opnunarinnar var á sama tíma haldið málþingið „Þjálfun almennings – ábyrg þjónusta, upplýst val“. Þingið var vel sótt. Að lokinni kynningu vefsins skrifuðu aðstandendur vefsins undir samning. Vefslóð Hreyfitorgs er www.hreyfitorg.is Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs, en aðrir aðstandendur vefjarins eru auk UMFÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, og VIRK starfsendurhæfingarsjóður.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga viðkomandi einstaklings og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils). Þjónustuaðilar, sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs, geta sótt um að kynna þjónustu sína á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.

Aðstandendur nýja vefsins hreyfitorg.is

Skinfaxi 3. tbl. 2013 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Örn Guðnason, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, fotbolti.net, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Sandra María Ásgeirsdóttir, Baldvin Berndsen, Flemming Jessen o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Vésteinn Hafsteinsson, Selfyssingur og einn fremsti kastþjálfari í heiminum í dag, tendraði landsmótseldinn á 27. Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi í sumar.


Njóttu þess að vera í námi Náman léttir námsmönnum lífið með hagstæðari kjörum, námslánaþjónustu, fjölbreyttum sparnaðarleiðum, fríðindum, tilboðum og sveigjanlegri þjónustu. Kynntu þér kosti Námunnar á www.naman.is og á Facebook.

Aukakrónur

2 fyrir 1 í bíó

Enginn auðkennislykill

Darri Rafn Hólmarsson Námufélagi

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

L.is og snjallgreiðslur


16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði:

Sérlega vel heppnað mót U

• Háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins.

m 1.300 keppendur víðs vegar að af landinu tóku þátt í Unglingalandsmótinu á Höfn í sumar. Aðstæður voru frábærar en gríðarleg uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið á Höfn á síðustu árum. Áætlað er að um 8.000 gestir hafi sótt mótið. Gleðin og ánægjan skein úr hverju andliti, nokkur unglingalandsmótsmet voru sett og margir bættu persónulegan árangur sinn. Þátttakendur voru á aldrinum 11–18 ára og margir að keppa á sínu fyrsta stórmóti en í þessum hópi leynast örugglega einstaklingar sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.

Alla mótsdagana var nefnd að störfum sem fylgist með keppendum og öðrum gestum sambandsaðila UMFÍ og mat frammistöðu þeirra út frá ofangreindum þáttum. Formaður UMFÍ, formaður unglingalandsmótsnefndar og formaður þess sambandsaðila UMFÍ sem heldur mótið hverju sinni ákveða valið á fyrirmyndarliði Unglingalandsmótsins.

Sigurðarbikarinn

Á

H

elga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagðist vera afar sátt með mótið og framkvæmdaaðilar, sjálfboðaliðar og íbúar Hornafjarðar ættu hrós fyrir skilið fyrir frábæra vinnu og vel skipulagt mót. „Þátttakan í mótinu var mjög góð og gaman að sjá hvað allir nutu þess að vera á Hornafirði á mótinu um helgina. Það ríkti frábær andi, samheldnin var einstök og allir skemmtu sér vel. Ég er farin að hlakka til næsta móts sem verður á Sauðárkróki að ári,“ sagði Helga Guðrún.

Fyrirmyndarbikarinn

Á

mótsslitum var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll að þessu sinni í skaut Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, veitti bikarnum viðtöku. Fyrirmyndarbikarinn var gef-

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

inn af Íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenning til þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur eftirfarandi atriði: • Góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og á almennum svæðum mótsdagana.

UÍA hlaut Fyrirmyndarbikarinn á Unglingalandsmótinu á Höfn.

mótsslitum var Sigurðarbikarinn einnig afhentur. Það var Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ, og Valdemar Einarsson, framkvæmdastjóri Sindra, sem veittu bikarnum viðtöku. Bikarinn er veittur til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Bikarinn afhendist að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ ár hvert sem viðurkenning á því mikla starfi sem felst í undirbúningi unglingalandsmóta. Gefendur bikarsins eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn. Bikarinn var afhentur í fyrsta sinn HSK vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn 2008. UMSS fékk bikarinn afhentan 2009, UMSB 2010, UÍA 2011 og HSK 2012.


Íbúar geta verið stoltir af framkvæmdinni

G

óð aðstaða til íþróttaiðkunar og öflugur hópur sjálfboðaliða voru lykillinn að vel heppnuðu Unglingalandsmóti sem haldið var á Höfn 2.–4. ágúst í sumar. Hornafjörður hefur nú endanlega stimplað sig inn sem einn af ákjósanlegustu stöðum á landinu fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Undirbúningur hafði staðið yfir í næstum ár á vegum landsmótsnefndar en á síðustu vikunum stækkaði hópurinn þegar kom að uppsetningu keppnis- og tjaldsvæða. Keppni hófst snemma á föstudag og lauk ekki fyrr en síðdegis á sunnudag. Sérgreinastjórar unnu frá morgni til kvölds á landsmótshelginni til að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Keppt var í frjálsum

íþróttum, fimleikum, skák, starfsgreinum, körfuknattleik, strandblaki, fótbolta og mótocrossi. Framlag tuga sjálfboðaliða á keppnissvæðinu alla helgina var ómetanlegt. Á mánudagsmorgun lögðust fjölmargar vinnufúsar hendur á eitt og gengu frá eftir mótið. Af umsögnum gesta að dæma þótti það mikill kostur að keppni fór fram á sama svæði og þannig hafi ekki þurft að fara um langan veg ef unglingarnir voru að keppa í mörgum greinum. Unglingalandsmótin eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Á kvöldvökum stigu á stokk Páll Óskar, Jón Jónsson, Parket, Stuðlabandið og fleiri. Auk þess var í boði ýmis afþreying fyrir unga og aldna alla dagana.

Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ.

Á miðsvæðinu voru afhjúpaðir þakkarskildir um Unglingalandsmótin 2007 og 2013. Mótin hafa hreyft við íþróttamálum í héraðinu og verið hvatning til frekari uppbyggingar og iðkunar. Íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur hlekkur í daglegu lífi þeirra sem byggja staðinn. Það er því engin ástæða til annars en að halda áfram á sömu braut, stefna að því fljótlega að halda Landsmót aftur og vinna að því að bæta aðstöðuna enn frekar. Öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins eru færðar sérstakar þakkir. Íbúar geta verið stoltir af framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2013. Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ.

Þakkarskjöldur afhjúpaður á Höfn Á

Frá vinstri eru: Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóta UMFÍ, Gunnar Ingi Valgeirsson, unglingalandsmótsnefnd, Valdemar Einarsson, unglingalandsmótsnefnd, Matthildur Ásmundardóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar,

Ásgrímur Ingólfsson, unglingalandsmótsnefnd, og Ástrós Signýjardóttir, verkefnastjóri. Fyrir aftan standa Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði var afhjúpaður þakkarskjöldur við Sindravöll, íþróttasvæði bæjarins. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem afhjúpuðu þakkarskjöldinn í sameiningu. Helga Guðrún Guðjónsdóttir sagði af þessu tilefni það heiður fyrir hönd hreyfingarinnar að fá að afhenda þennan skjöld til merkis um góða framkvæmd við mótið sem heppnaðist í alla staði frábærlega vel. Fyrir var þakkarskjöldur frá árinu 2007 þegar Unglingalandsmót var haldið í fyrsta sinn á Hornafirði.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Sigur sjálfboðaliðanna U

Freyr Ólafsson ásamt sonum sínum á Unglingalandsmótiu á Höfn í sumar.

m verslunarmannahelgina sótti ég heim Höfn í Hornafirði, ásamt tveimur sonum mínum, þriggja og ellefu ára. Unglingalandsmótið togaði okkur til sín. Ég hef verið upptekinn af starfi sjálfboðaliða í íþróttum og víðar. Eftir þessa helgi er það starf þeirra sem stendur upp úr. Ég leyfi mér að segja að sjálfboðaliðarnir á Höfn voru sigurvegarar helgarinnar! Frammistaða sjálfboðaliðanna var mögnuð. Sama hvert var litið stóðu þeir vaktina. Á frjálsíþróttavellinum var frábærlega mannað. Knattspyrnuhúsi var breytt í

körfuknattleikshöll. Klósettþrif, andlitsmálun, tjaldvarsla, brautarvarsla í hoppiköstulum, dómgæsla í körfubolta, knattspyrnu, svo að eitthvað sé nefnt. Alls staðar voru það greiðviknir og glaðlegir sjálfboðaliðar sem stóðu vaktina. Augljóslega af mikilli ánægju. Gáfu af sér. Sveitarfélag með rétt um tvö þúsund íbúa tók þannig á móti okkur feðgum að vindstrengurinn stífi gleymist, greiðviknin ekki. Til hamingju Hornafjörður. Til hamingju UMFÍ. Takk fyrir okkur! Freyr Ólafsson

Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Dagarnir voru fljótir að líða

Matthías Már Kristjánsson greip í bók á milli skáka.

Matthías Már Kristjánsson, 15 ára piltur úr Kópavogi, keppti undir merkjum UMSK á mótinu. Matthías Már var að keppa á sínu fyrsta Unglingalandsmóti. „Ég keppti í skák, glímu og fótbolta og verð bara að segja að mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Dagarnir voru fljótir að líða þegar maður tekur þátt í svona mörgum greinum,“ sagði Matthías Már sem gat vel hugsað sér að taka þátt í næsta móti.

Hefur farið á átta Unglingalandsmót Katrín Unnur Ólafsdóttir úr Grafarvoginum, sem farið hefur á átta Unglingalandsmót í röð, sagði að það hefði verið ofsalega gaman að taka þátt í Unglingalandsmótunum í gegnum tíðina og um hverja verslunarmannahelgi kæmi ekkert annað til greina en að fara á Unglingalandsmót. Katrín tók þátt meðal annars í sundi og frjálsum íþróttum á mótinu á Höfn. „Stundum hafa vinkonurnar farið með mér en oftast hef ég þó farið með mömmu og pabba. Ég á eftir að fara á eitt mót til viðbótar en ég verð 18 ára á næsta ári. Það er alveg á hreinu að ég mæti á mótið á Sauðárkróki á næsta ári,“ sagði Katrín Unnur Ólafsdóttir.

Mæðgurnar, Unnur Katrín Ólafsdóttir og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, á sundkeppni mósins. Unnur Katrín er með gullverðlaun um hálsinn eftir sigur í einni greininni sem hún tók þátt í.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal:

Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+:

Mótin eiga bara eftir að vaxa og dafna D

agana 7.–9. júní sl. var 3. Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Vík í Mýrdal. Mótshaldari var Ungmennasamband VesturSkaftafellssýslu, en undirbúningur fyrir mótið stóð yfir í nokkra mánuði. Mótshaldið allt gekk eins og fyrirfram var áætlað og ekkert stórvægilegt kom upp sem raskaði dagskrá á einn eða annan hátt. Aðstaðan til keppni í Vík var öll til fyrirmyndar. Keppt var í 16 keppnisgreinum. Mikið var lagt upp úr fræðslu um heilbrigði og hollustu á mótinu. Boðið var t.d. upp á heilsufarsmælingar sem alltaf eru jafnvinsælar. Mótið í Vík sýnir að Landsmót UMFÍ 50+ er komið til að vera. Kepp-

Hafsteinn Óskarsson frjálsíþróttamaður:

Áhugi kviknar eftir að hafa keppt á fyrsta mótinu í Vík H

afsteinn Óskarsson gat sér gott orð sem frjálsíþróttamaður hér á árum áður. Hafsteinn hafði stefnt að því um hríð að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ og það varð úr að hann skellti sér til Víkur. Hafsteinn tók þátt í kastgreinum og stóð sig með prýði eins og við var að búast. „Mér finnst frábært að vera með og gaman að sjá að þetta framtak skuli ganga vel eins og raun ber vitni. Þessi mót hljóta að eiga góða framtíð fyrir sér og gaman er að sjá hvað þátttakendur eru ánægðir.

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

endur og gestir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir að nokkuð hafi rignt á keppendur og gesti.

Ánægð með þátttökuna „Við vorum sérlega ánægð með það hvað mótið gekk vel í Vík. Veðurguðirnir hefðu getað verið okkur hliðhollari en þátttakendur og gestir létu það ekki á sig fá, nutu dvalarinnar og heilt yfir erum við ánægð með þátttökuna í mótinu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ 50+. Sigurður sagði að tímaáætlun mótsins hefði staðist. Framkvæmdaaðilar hefðu

einnig verið ánægðir með hvað utanvegahlaupið hefði gengið vel en þarna hefði verið um að ræða nýtt hlaup. Hlaupið var úr Reynisfjöru, yfir fjallið og inn í bæinn. Sigurður sagðist ekki verða hissa á því þótt þetta hlaup yrði árlegur viðburður hér eftir. „Það er gaman að sjá hvernig þessi mót hafa þróast með jákvæðum hætti og núna horfum við full tilhlökkunar til næsta móts sem haldið verður á Húsavík. Við vonumst til að sjá alla þá sem voru á mótinu í Vík á Húsavík næsta sumar. Gaman væri að sjá ný andlit en þessi mót eiga bara eftir að vaxa og dafna með hverju árinu,“ sagði Sigurður í samtali við Skinfaxa.

Aðalatriðið í mínum huga er ekki keppnin sjálf heldur að hitta fólk og eiga góða stund með því,“ sagði Hafsteinn Óskarsson.

Fljótt að fyrnast - Býrðu ekki ennþá að þeirri hreyfingu sem þú fékkst þegar að þú varst yngri? „Jú, en það er samt ansi fljótt að fyrnast þegar maður heldur því ekki við. Það verður að passa upp á að halda áfram að hreyfa sig þegar maður eldist. Það er nefnilega erfitt að byrja aftur ef maður stoppar of lengi.“ Hafsteini fannst þörf fyrir að koma svona móti á laggirnar. Að hans mati setur það réttan anda í iðkunina. Í honum er fólgið er að hreyfa sig og taka þessu ekki of hátíðlega en vera samt í keppni. Það er ákveðin gleði að vera að keppa. „Það tengir fólk saman en á þeim stutta tíma sem ég var í Vík hitti ég marga gamla félaga sem langt er síðan ég hef séð. Ég hef mikinn hug á því að mæta aftur að ári. Það kviknar áhugi eftir að hafa komið hingað til Víkur,“ sagði Hafsteinn Óskarsson.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal: Lilja Petra Ásgeirsdóttir keppti í hjólreiðum:

Hressandi í morgunsárið og heldur mér gangandi K

eppni utanvega á hjólreiðum á 30 km leið fór fram á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal. Fyrstur í mark kom Þorsteinn Björn Einarsson á tæpri 1 klukkustund og 40 mínútum. Upphafspunktur leiðarinnar var við tjaldsvæðið í Þakgili en leiðin er á köflum erfið viðureignar og ekki nema fyrir þá sem eru í góðri þjálfun. Þorsteinn Björn hefur undanfarin tvö ár verið kjörinn íþróttamaður USVS en hann á heima á Ytri-Sólheimum 2 í Mýrdal.

Lilja Petra Ásgeirsdóttir, 52 ára gömul, hlaut annað sætið þegar hún kom í mark eftir þessa krefjandi leið, tíu mínútum á eftir fyrsta manni. Hún segist vera í góðri þjálfun en hún hjólar úr Mosfellsbænum niður á Landspítala 2–3 sinnum í viku, alls 34 km fram og til baka. Samtals tekur rúmar tvær klukkustundir að hjóla leiðina niður eftir og síðan upp eftir heim. Hún er lífeindafræðingur við sjúkrahúsið.

Mæti fersk í vinnuna „Þetta heldur mér gangandi, svo hressandi í morgunsárið og hreinsar hugann. Maður kemur ferskur í vinnuna og er svona heilt yfir í þokkalegu formi allt árið um kring. Það er færi allt árið og veturnir eru ekki þar undanskildir. Ef eitthvað er að færðinni skellir maður bara nagladekkjunum undir,“ sagði Lilja Petra. Lilja Petra segist stunda dans og fjallgöngur og segir að sér líði bara ofsalega vel. „Ég ætla að stunda hreyfingu á meðan ég stend í lappirnar. Ég stefni að því að hjóla áfram á Landsmóti UMFÍ 50+ meðan það er í boði,“ sagði þessi hressa kona úr Mosfellsbænum.

Guðjón Loftsson hefur tekið þátt í öllum þremur Landsmótum UMFÍ 50+:

Mikil upplifun og andrúmsloftið einstaklega gott G

uðjón Loftsson hefur tekið þátt í öllum Landsmótum UMFÍ 50+ til þessa og á mótinu í sumar gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í opnum flokki í púttkeppninni. Guðjón, sem er 78 ára, gamall, býr í Hveragerði, æfir pútt með eldri borgurum inni á veturna og svo fara þeir út á vorin til að leika sér til skemmtunar og heilsubótar.

Tek þátt á meðan ég get „Ég ætla að taka þátt í Landsmótum UMFÍ 50+ á meðan ég get. Ég hef ofsalega gaman af þessu, þetta er mikil upplifun og andrúmsloftið einstaklega gott. Þarna kynnist maður nýju og góðu fólki,“ sagði Guðjón Loftsson að lokinni verðlauna-

Guðjón Loftsson ásamt Helgu Guðrúnu dóttur sinni.

afhendingu í Leikskálum í Vík í Mýrdal. Guðjón segist æfa líka boccia sem að hans mati er líka mjög gefandi og skemmtileg íþrótt. Guðjón hefur stundað golfíþróttina í mörg ár en hefur dregið sig aðeins í hlé vegna bakmeiðsla. Púttið henti honum hins vegar vel.

„Ég legg mikið upp úr því að hreyfa mig. Pútt og boccia er fínasta hreyfing en að auki fer ég í klukkustunda langa göngutúra á hverjum morgni. Þetta skiptir miklu máli fyrir mig enda líður mér vel. Ég harðákveðinn í því að mæta á næsta mót sem verður á Húsavík að ári,“ sagði Guðjón.

Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið 14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


#Alltafaðlæra

ENNEMM / SÍA / NM58928

Alltaf að læra

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með Stúdentakortinu. Ef þú skráir þig líka í Vildarklúbb Íslandsbanka opnast enn fleiri möguleikar og þú safnar punktum sem hægt er að breyta í t.d. peninga eða Vildarpunkta Icelandair. Student

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Brot af því besta fyrir námsmenn 20% afsláttur í bíó og meira popp og gos

Flott tilboð á Lenovo fartölvum frá Nýherja

50% afsláttur í sund

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


27. Landsmót UMFÍ á Selfossi:

HSK sigraði með yfirburðum í heildarstigakeppninni H

éraðssambandið Skarphéðinn, HSK, sigraði með yfirburðum í heildarstigakeppni 27. Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Selfossi 4.–7. júlí sl. HSK fékk 3.896 stig og endurheimti bikarinn sem liðið vann síðast á Landsmótinu á Egilsstöðum 2001. Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, varð í öðru sæti með 1.844 stig og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, hafnaði í þriðja sæti með 1.152,5 stig. Mótshaldari var HSK en sama nefnd stóð vaktina og sá um Unglingalandsmótið á Selfossi árið áður. Það má því með sanni segja að vant fólk hafi verið í brúnni. Undirbúningur gekk vel og samkvæmt áætlunum nefndarinnar. Keppnisgreinar á mótinu voru alls 25 talsins. Góður hópur sérgreinastjóra hélt utan um keppnina og gerði sitt besta til að láta alla hluti ganga upp. Keppnin gekk einnig vel þrátt fyrir

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

erfiðar aðstæður á nokkrum mótsstöðum sökum veðurs. Skráðir þátttakendur voru 845 en auk þess voru skráð 32 keppnislið þannig að heildarfjöldi keppenda var 1.070.

Mótssetningin var flutt í Vallaskóla vegna veðurs en aðrir liðir voru samkvæmt áætlun. Á mótsslitunum fluttu Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ávörp og þökkuðu keppendum og starfsfólki fyrir gott mót. Þá var einnig afhjúpaður þakkarskjöldur við íþróttavöllinn á Selfossi. Það voru Helga Guðrún og Ásta sem afhjúpuðu skjöldinn í sameiningu. Helga Guðrún sagði af þessu tilefni það heiður fyrir hönd hreyfingarinnar að fá að afhenda þennan skjöld til merkis um góða framkvæmd í mótinu. Þá voru afhent verðlaun fyrir heildarstigakeppni í starfsíþróttum og íþróttum fatlaðra og féllu þau bæði HSK í skaut.

Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar á Selfossi:

Starf sjálfboðaliðanna var frábært „Ég var mjög ánægður með mótshaldið í heild sinni. Allt sem við skipulögðum og við réðum yfir tókst vel, þar bar engan skugga á. Við veðrið ráðum við ekki, en réðum við það eins vel og hægt var. Svona mót höldum við ekki nema sjálfboðaliðar komi þar við sögu og þáttur þeirra var ómetanlegur. Það komu á sjöunda hundrað sjálfboðaliðar að mótinu sem voru líklega að skila um sjö þúsund vinnustundum við mótshaldið. Starf sjálfboðaliðanna var frábært, í einu orði sagt,“ sagði Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar á Selfossi, eftir mótið.

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar á Selfossi.

Þórir sagði að þegar upp væri staðið væri hann mjög sáttur. „Framkvæmd mótsins var til sóma en við þurftum að bregðast við ýmsu, má í því sambandi nefna veðrið og það gerðum við bara vel. Ég heyrði ekki annað en að keppendur og fararstjórar hefðu verið ánægðir. Ánægja og gleði skein úr hverju andliti. Það var talað um tár sólarinnar hér fyrri hluta mótsins og við fengumst við það með sóma. Lukum mótinu í sól og ágætu veðri þannig við vorum sátt. Við vonum að keppendur og gestir hafi snúið heim ánægðir og glaðir,“ sagði Þórir.


g a l é f m a s i d n a f Li í alfaraleið

www.arborg.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

DAV I D T H O R .O R G

Selfoss Eyrarbakki Stokkseyri

17


Aníta Hinriksdóttir Evrópu- og heimsmeistari:

Gaman að hafa skellt sér á mótið A

níta Hinriksdóttir hefur heldur betur verið í sviðsljósinu á þessu ári en hún varð Evrópu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi í 17 og 19 ára aldursflokkum. Aníta gaf sér tíma til að hlaupa 400 metra hlaup á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. Hún keppti

Þorsteinn Bergsson keppti í jurtagreiningu á Landsmótinu á Selfossi:

Var búinn að safna yfir 200 plöntum fyrir tvítugt É

g hef tekið nokkuð oft þátt í jurtagreiningu á Landsmótum og hef reyndar unnið þetta tvisvar áður. Ástæðan fyrir því hvað ég er sterkur á svellinu í þessum efnum er að ég byrjaði að safna plöntum þegar ég var 13 ára gamall og var búinn að safna yfir 200 plöntum áður en ég varð tvítugur. Það sem maður lærir þegar maður er unglingur situr lengi,“ sagði Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði, eftir sigurinn í jurtagreiningu á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. Hann keppti undir merkjum UÍA.

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

hins vegar ekki í sinni sterkustu hlaupagrein, 800 metra hlaupi, en verkefnin hafa verið ærin hjá þessari bráðefnilegu stúlku. Aníta sagði að þetta hefði verið hennar annað Landsmót en hún hefur aftur á móti farið á nokkur Unglingalandsmót í gegnum tíðina. „Tími minn í 400 metra hlaupinu var ekkert sérstakur enda ekki við öðru að búast í þessu hvassviðri. Það var aðalatriði að vera með og það var gaman að hafa skellt sér á mótið,“ sagði Aníta Hinriksdóttir.

„Það skiptir líka miklu að lesa flórubækur og pæla vel í fræðiheitum á hlutum plantnanna. Ef maður veit hvað verið er að tala um í bókunum er ekki svo erfitt að greina þetta. Það var lítið til af myndabókum þegar ég byrjaði svo það var ekkert annað að gera en að greina plönturnar eftir prentuðu máli og það er mjög þroskandi og mörgu leyti betra en að fara eftir myndum,“ sagði Þorsteinn. „Sem bónda hefur það oft komið mér vel að vera vel að sér í þessum fræðum og gott að vita hvað er að vaxa í túnunum hjá manni. Ég er bændaskólagenginn og þar lærði maður að þekkja túngrös og það hefur komið sér vel í þessum keppnum á Landsmóti og víðar. Það sem skiptir mestu er að ég hef mjög gaman af að taka þátt í Landsmótunum og hef einnig verið að spila bridds með jurtagreiningunni,“ sagði Þorsteinn Bergsson sem einnig hefur getið sér gott orð í Útsvari í sjónvarpinu með liði Fljótsdalshéraðs.


Fjörugt vísnakvöld á Landsmóti V

ísnavinir hittust í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi en þessi uppákoma var meðal afþreyingar í dagskrá Landsmótsins. Þarna komu saman hagyrðingar í hreyfingunni til að skemmta sér og gestum á vísnakvöldinu. Hagyrðingar voru í upphafi kvöldsins spurðir um Landsmótið og ýmsa þætti tengda því. Síðan kom hver vísan af annarri. Fóru hagyrðingarnir á kostum og var mikið hlegið. Úr varð besta skemmtun og allir virtust skemmta sér hið besta. Hagyrðingarnir voru þeir Jóhannes Sigmundsson, Jón M. Ívarsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Stefán Skafti Steinólfsson. Umsjónarmaður kvöldsins var Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Forvarnadagurinn 2013

Frá heimsókn forseta Íslands í Rimaskóla á Forvarnadeginum.

Góður árangur forvarnastarfs

F

orvarnadagur 2013 var haldinn 9. október sl. í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Ungmennafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af Actavis. Skipulögð dagskrá var í skólum þar sem nemendur voru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum og horfðu á myndband. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu Rimaskóla á forvarnadeginum. Forsetinn átti fund með nemendum 9. bekkjar, kennurum og stjórnendum skólans. Forsetinn kynnti góðan árangur forvarnastarfs á Íslandi á síðustu áratugum þar sem Ísland mælist lægst hvað neyslu vímuefna meðal ungmenna varðar. Forvarnadagurinn byggist á niðurstöðum íslenskra rannsókna sem sýna hvaða ráð duga vel til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Framan af voru kannanir á neyslu bundnar við 9. og 10. bekk grunnskóla en fyrir tveimur árum komu framhaldsskólar landsins inn í verkefnið.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Forvarnadagurinn í Árskóla á Sauðárkróki.

Forvarnadagurinn í Rimaskóla í Reykjavík.

Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Move Week 7.–13. október

Frá afhendingu viðurkenninga fyrir Hreyfivikuna (Move Week), en hún var í lok Move ráðstefnu ISCA (International Culture and Sports Association) sem haldin var í Barcelona. Fljótsdalshérað og Íþróttafélagið Höttur skipulögðu hreyfivikuna eystra með stuðningi UMFÍ og UÍA og fengu sérstaka viðurkenningu fyrir. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, er hér lengst til vinstri á mynd með öðrum Move Week verðlaunahöfunum.

Metnaðarfull dagskrá og góð þátttaka víða um land H

reyfivikan „Move Week” stóð yfir dagana 7.–13. október sl. og tók almenningur á öllum aldri víða um land þátt í dagskránni sem var mjög metnaðarfull á nokkrum stöðum. Hér er um ræða árlega evrópska herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka reglulega virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. Herferðin er fjármögnuð af Evrópusambandinu en markmiðið er að 100 milljónir fleiri Evrópubúar verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 en eru í dag. ISCA-samtökin (International Sport and Culture Association) halda utan um verkefnið en Ungmennafélag Íslands er aðili að samtökunum og fylgir því eftir hérlendis.

Þetta er annað ár herferðarinnar en í fyrra tóku einstaklingar, stofnanir og borgir um alla Evrópu þátt í stórum stíl með því að hvetja til þátttöku í hreyfingu og íþróttum. Þá voru haldnir yfir 100 viðburðir í 23 löndum með yfir 140.000 þúsund þátttakendum. Á Íslandi voru þá haldnir um 30 viðburðir um allt land og þátttakendur nokkur hundruð. Víða um land var staðið fyrir dag-

Sendinefnd UMFÍ, sem er aðili að ISCA, með viðurkenninguna í lok ráðstefnunnar. Gunnar Gunnarsson, fomaður UÍA, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, til hægri. Auk þess var Hallgrímur Kristinsson, varaformaður stjórnar Latabæjar, fjórði Íslendingurinn á ráðstefnunni, en hann var meðal fyrirlesara.

skrá tengdri vikunni. Dagskrá vikunnar var mjög umfangsmikil á Fljótsdalshéraði og fengu Íþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað sérstaka viðurkenningu fyrir eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“-herferðinni. Yngsta kynslóðin tók virkan þátt í evrópsku hreyfivikunni. Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs sem og elstu árgangar leikskólans Tjarnaskógar á Egilsstöðum voru duglegir að hreyfa sig í ýmsum leikjum sem voru á dagskránni. Leikskólabörn í Borgarnesi og uppsveitum Borgarfjarðar tóku sömuleiðis þátt í Hreyfiviku sem fór fram á íþróttavellinum í Borgarnesi. Ríkti mikil spenna á meðal barnanna en það var enginn annar en Íþróttaálfurinn úr Latabæ sem stjórnaði æfingum af ýmsum toga. Krakkarnir tóku virkan þátt í æfingunum með sjálfan Íþróttaálfinn sem stjórnanda. Æfingarnar tókust vel og sneru krakkarnir glöð og sæl aftur í leikskólann.

Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, tekur við verðlaununum úr hendi Mogens Kirkeby, forseta ISCA.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Hreyfivika á Fljótsdalshéraði hlaut alþjóðlega viðurkenningu

H

reyfivika, sem íþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað hélt utan dagana 7.–13. október sl., hefur hlotið verðlaun sem eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“-herferðinni. Tekið var eftir samvinnu ólíkra hópa í samfélaginu sem lögðust á eitt til að stuðla að aukinni hreyfingu.

þeir sem voru með að þessu sinni eiga þakkir skildar.

Skemmtilegast þegar margir koma saman til að vinna Davíð segir viðurkenninguna hafa komið skemmtilega á óvart. „Við eigum ekki hugmyndina að vikunni en við gripum hana á lofti og settumst niður saman. Það er það skemmtilegasta, að menn komi saman til að vinna en séu ekki hver í sínu horni.“

Allar deildir Hattar voru með opnar æfingar „Við vorum með þegar vikan var haldin í fyrsta sinn í fyrra og auglýstum þá starf okkar í samstarfi við sveitarfélagið. Það var tekið eftir samvinnunni og hvatningunni til almennrar hreyfingar í samfélaginu,“ segir Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, sem stýrði verkefninu á Fljótsdalshéraði. „Tilgangur vikunnar var að vekja athygli á því skipulagða starfi sem er til staðar í samfélaginu og virkja fólk til þátttöku í því. Við vonuðumst til að fá fleiri inn í okkar starf, jafnt börn sem fullorðna,“ segir Davíð. Allar deildir Hattar stóðu til dæmis fyrir opnum æfingum þar sem gestir fengu án endurgjalds að prófa viðkomandi grein. Fleiri íþróttafélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök, svo ekki sé minnst á sveitarfélagið sjálft, tóku virkan þátt í vikunni sem lauk með opnum degi í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þar sem sjálfur Íþróttaálfurinn kom í heimsókn.

„Ég ímynda mér að það sem veki athygli úti í heimi sé hversu auðveldlega hægt er að tengja saman undir einum hatti aðila eins og sveitarfélag, skóla, íþróttahreyfingu, félög, verslanir og hópa. Í sjálfu sér er það rétt. Það er samt ekkert sjálfgefið að svona margir og ólíkir aðilar bregðist við með þessum hætti. Það er mikill styrkleiki fyrir samfélög þar sem þetta tekst,“ segir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningarog íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs. „Það eru ýmis verkefni í gangi sem eru til þess hugsuð að hvetja til hreyfingar. Sveitarfélagið hefur reynt að taka þátt í þeim eða hvetja til þátttöku. Með Hreyfivikunni gafst okkur tækifæri til að vinna verkefnið á okkar eigin forsendum.

Auðvelt en ekki sjálfgefið að fá ólíka aðila með

Margir fjölbreyttir möguleikar í boði

Það er þetta samstarf sem vakið hefur athygli út fyrir landsteinana en Hreyfivikan á Fljótsdalshéraði er eitt af níu verkefnum sem hljóta verðlaun Move Week í ár fyrir samvinnu ólíkra aðila innan sveitarfélags.

Það sem mér fannst athyglisverðast, þegar farið var að undirbúa Hreyfivikuna, var hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir að vera með. Eins hve margir og fjölbreyttir möguleikar voru í boði hér hjá okkur. Allir

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


NÁÐU GÓÐU GRIPI Á VETRINUM MEÐ MICHELIN VETRARHJÓLBÖRÐUM

ALPIN A4

X-ICE

• Hljóðlátt og gripgott

• Hjólbarði hannaður fyrir borgarbíla og fjölskyldubíla

• Naglalaust vetrardekk • Ný APS gúmmí blanda tryggir gott grip í öllum hitastigum • Flipamunstur tryggir gott grip þó líði á líftíma dekksins • Margátta flipamunstur tryggir hliðar, fram og hemlagrip

X-ICE NORTH • Léttir álnaglar sem eru níðsterkir og hljóðlátir

• Mikið skorið og stefnuvirkt munstur sem veitir frábært grip í hverskyns aðstæðum

• 10% styttri hemlunarvegalengd á ís

• Endingargott naglalaust vetrardekk

• Allt að 30% færri naglar • Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu

N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA | SÍMI 440 1000 | WWW.DEKK.IS

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Í ÞÍNUM SPORUM Stöndum saman gegn einelti

www.gegneinelti.is

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Vésteinn Hafsteinsson er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim:

Framganga íslensks íþróttafólks vekur mikla athygli

S

elfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari og fyrrum kringlukastari, hélt á Landsmótinu á Selfossi fjölmennan fyrirlestur sem var einn af dagskrárliðum mótsins. Gestir á fyrirlestrinum hlustuðu af athygli á Véstein sem sagði skemmtilega frá reynslu sinni sem íþróttamanns og þjálfara. Vésteinn býr í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann þjálfar einnig. Vésteinn tendraði landsmótseldinn á Selfossi í sumar. Vésteinn byrjaði sem lítill strákur í Grýlupottahlaupinu á Selfossi, varð kringlukastari á heimsmælikvarða og síðar einn af bestu frjálsíþróttaþjálfurum heims. Vésteinn hefur um árabil verið einn fremsti kringlukastsþjálfari í heiminum og frægt er samstarf hans við eistneska kringlukastarann Gerd Kanter sem varð Ólympíumeistari í kringlukasti í Peking árið 2008 og vann bronsverðlaun á leikunum í London í fyrrasumar. Þá varð hann heimsmeistari árið 2007 og hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna á stórmótum undir handleiðslu Vésteins. Vésteinn er eftirsóttur þjálfari víða um heim og heldur auk þess fyrirlestra og miðlar þannig reynslu sinni víða. Á dögunum var hann í Ottawa í Kanada þar sem hann hélt fimm fyrirlestra á vegum Kanadíska frjálsíþróttasambandsins. Fyrirlestur Vésteins í Fjölbrautaskóla Suðurlands bar yfirskriftina „Æfingin skapar meistarann“, með vilja, trú og þolinmæði er allt mögulegt. Þar sagði hann meðal annars frá íþrótta- og þjálfaraferli sínum og því sem hefur skipt sköpum fyrir hann til að ná árangri. „Ég þjálfa um þessar mundir sex stráka frá þremur mismunandi löndum og það er aðalvinna mín. Ég geri þetta í Växjö í Suður-Svíþjóð

lands og innan Svíþjóðar. Nú þegar liggja fyrir námskeið sem ég held í Sviss og á Írlandi í vor. Ég er alltaf að fá tilboð um að halda fyrirlestra víða um heim og það þykir mér mjög gaman. Fyrirlestrarnir fjalla að mestum hluta um skipulagningu þjálfunar, líkamlega þjálfun og tækni í kastgreinum almennt. Svo kemur fyrir að ég held fyrirlestra í mörgum greinum íþrótta eins og með þjálfurum í íshokkí og handbolta svo að eitthvað sé nefnt,“ sagði Vésteinn í samtali við Skinfaxa.

Efnilegir einstaklingar

Ég þjálfa um þessar mundir sex stráka frá þremur mismunandi löndum og það er aðalvinna mín. og hluti af þjálfuninni fer fram í gegnum tölvu. Í Växjö hefur verið gríðarleg uppbygging íþróttamannvirkja og þar er mikið um að vera. Þangað flutti ég fyrir fimm árum frá Hälsingborg og bý þar með konu og þremur börnum. Auk þjálfunarinnar er ég ráðgjafi fyrir nokkra aðra íþróttamenn og síðan held ég mikið af námskeiðum og fyrirlestrum. Eftir Kanadaferðina fer ég til Skotlands, Finn-

Hvað finnst þér um unga og efnilega íþróttafólkið sem er að koma fram á Íslandi um þessar mundir? „Ég fylgist náið með því sem er að gerast á Íslandi. Hér eru nokkrir mjög efnilegir einstaklingar og Aníta Hinriksdóttir er einstök þar í flokki. Svo verður spennandi að fylgjast með Guðmundi Sverrissyni og Hilmari Jónssyni en Hilmar var sjötti á HM af 19 ára og yngri í sleggjukasti. Guðmundur er búinn að kasta 80 metra í spjótkasti og fleiri efnilega einstaklinga væri hægt að nefna. Mér finnst bara almennt ganga vel í íþróttum á mörgum sviðum á Íslandi þessa dagana. Karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu standa sig vel og vekja mikla athygli þar sem ég er á ferðinni. Karlalandsliðið í handbolta hefur ennfremur spjarað sig vel á síðustu árum og hópfimleikarnir hafa náð eftirtektarverðum árangri. Karlaliðið í fótbolta er vissulega að brjóta blað í sögunni með framgöngu sinni og það hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og annars staðar í heiminum. Aníta Hinriksdóttir er orðin þekkt í frjálsíþróttaheiminum og allir vita hver hún er,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson.

Ástu og Guðrúnu veitt starfsmerki UMFÍ L

okafundur framkvæmdanefndar Landsmóta á Selfossi var haldinn í Þrastalundi 29. september sl. Framkvæmdanefndin sá um undirbúning og skipulagningu bæði Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2012 og Landsmóts UMFÍ árið 2013. Fundurinn var sá 55. í röðinni en fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 12. janúar 2009. Á lokafundinum heiðraði UMFÍ tvo einstaklinga sem komið hafa að undirbúningi og framkvæmd mótanna beggja. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Ástu Stefánsdóttur og Guðrúnu Tryggvadóttur starfsmerki UMFÍ. Ásta átti sæti í framkvæmdanefndinni og tók virkan þátt í störfum nefndarinnar fyrir hönd sveitarfélagsins. Guðrún var verkefnisstjóri Unglingalandsmótsins og starfaði einnig við

Frá vinstri: Ásta Stefánsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

undirbúning og framkvæmd Landsmótsins í sumar. Þá hefur Guðrún um árabil unnið við sumarafleysingar á skrifstofu

HSK, átt sæti í landsmótsnefnd HSK og verið í forystusveit HSK á Unglingalandsmótum UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Glæsileg aldarsaga Ungmennafélags Biskupstungna

U

ndanfarin ár hafa mörg af elstu ungmennafélögum landsins fagnað 100 ára afmæli sínu og sum þeirra hafa haldið afmælishátíðir af því tilefni. Það heyrir þó til undantekninga að félögin gefið út sögu sína en á vordögum kom út bókin Ungmennafélag Biskupstungna, 100 ára saga. Höfundur er sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli í Flóa. Fyrir söguáhugamenn er ekki síst áhugavert að lesa um þann eldmóð sem einkenndi sveitasamfélag Biskupstungna í upphafi síðustu aldar. Andi sjálfstæðisbaráttunnar sveif yfir vötnum og hugsjónamenn um ræktun lands og lýðs voru í fararbroddi. Fundir félagsins voru jafnframt sveitarskemmtanir. Þar voru framfaramálin rædd og svo var spilað, sungið og dansað til skiptis. Stundum alla nóttina því að félagsmenn voru skemmtanaglaðir. Piltar glímdu á samkomum og stúlkur efndu til handavinnukeppni. Ritfærir

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

félagar sömdu ljóð og laust mál í félagsblaðið Baldur sem var lesið upp á fundum. Bókasafn var starfandi á vegum félagsins. Árlega hjálpuðu félagsmenn við heyskap þeim sem stóðu höllum fæti og gáfu jólagjafir á fátæk heimili. Þarna er sagt frá skógrækt og skemmtiferðum. Íþróttakeppnum við nágrannafélög og gullöld glímunnar og sundsins. Sigurður Greipsson, skólastjóri í Haukadal, rak íþróttaskóla að Geysi um áratuga skeið og þar voru margir Tungnamenn meðal nemenda. Félagið átti mikla frjálsíþróttakappa og jafnvel landsliðsmenn á tímabili. Félagsmenn stunduðu fjöldann allan af íþróttagreinum og íþróttavöllur, sundlaug og íþróttahús risu með stuðningi félagsins. Leiklistin hefur átt sinn sess í Biskup-

stungum og leikdeild félagsins hefur sett upp leikverk reglulega annað hvert ár að undanförnu. Alls hefur félagið sýnt 74 leikrit á þessu 100 ára tímabili og aðsókn verið geysigóð enda mikið lagt í æfingar og sviðsetningar. Félagið lyfti grettistaki þegar það stóð fyrir byggingu félagsheimilisins Aratungu sem var fullbúið árið 1961. Við tilkomu hússins varð sannkölluð menningarbylting í mannlífi Biskupstungna. Sagt er frá þeirri margvíslegu starfsemi sem þar hefur þróast, allt frá íþróttum og leiklist til árshátíða, heimboða, þorrablóta og ástarfunda æskunnar á sveitaböllunum sem urðu víðfræg þegar Mánar frá Selfossi voru upp á sitt besta. Frá þessu öllu segir í bókinni sem er 300 blaðsíður í stóru broti og ríkulega skreytt með ljósmyndum úr starfinu. Hún ber stórhug og myndarskap ungmennafélaga í Biskupstungum fagurt vitni og er full ástæða til að óska höfundi og Tungnamönnum til hamingju með hana. Bókin fæst á góðu verði hjá stjórnarfólki Ungmennafélags Biskupstungna. Við þessi tímamót ákvað stjórn félagsins að útnefna 5 einstaklinga sem heiðursfélaga fyrir margháttuð störf fyrir félagið. Þeir eru: Gunnar Sverrisson og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Hrosshaga, Áslaug Sveinbjarnardóttir Espiflöt, Guðný Rósa Magnúsdóttir Tjörn og Egill Jónasson Hjarðarlandi.


Ungmennavika NSU á Sólheimum:

Gaman að hitta krakkana aftur og kynnast þeim betur Dagana 1.–8. júlí sl. var haldin Ungmennavika NSU á Sólheimum en þessar Ungmennavikur hafa verið haldnar í nokkur ár í samstarfi UMFÍ við önnur félög á Norðurlöndunum. Þetta var önnur Ungmennavikan sem ég mæti á en ég fór í fyrsta sinn á Ungmennaviku NSU sumarið 2011. Á hverri Ungmennaviku er þema og þemað í ár var víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi. Unnið var með það í gegnum íþróttir og leik, eða óformlegt nám. Við unnum í hópum með að búa til viðburð tengdum hreyfingu og áttum að reyna að hafa eins marga fjölbreytta og ólíka hópa í huga og við gátum og vinna að auknum skilningi fyrir sérþörfum annarra. Þátttakendurnir voru frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Þýskalandi og Íslandi og ég kannaðist við nokkra sem ég hafði hitt á Ungmennavikunni 2011. Það var alveg æðislegt að fá að hitta krakkana aftur og fá tækifæri til að kynnast þeim betur en einnig að kynnast þeim sem ég hafði aldrei hitt áður. Ég og hinir þátttakendurnir frá Íslandi smullum líka rosalega vel saman og eftir tvo daga var líkt og við hefðum þekkt hvert annað í mörg ár! Aðstaðan á Sólheimum var líka alveg æðisleg en við vorum mikið úti til að byrja með og nýttum okkar það þegar veðrið gaf kost á því en það var smá rigning í lok vikunnar. Morgnarnir byrjuðu á morgunleikfimi fyrir þá sem vildu. Eftir það var morgunmatur og svo byrjuðu vinnuhópar og kynningar. Svo rétt fyrir hádegismat átti ein þjóð hverju sinni að kynna leiki sem voru hefðbundnir í landi hennar. Það var alveg rosalega lærdómsríkt og gaman að fá að læra leiki frá mismunandi þjóðum. Oft kannaðist ég við leiki sem voru svipaðir leikjum sem ég hafði lært hér á Íslandi en höfðu bara annað heiti. Eftir hádegi voru svo skoðunarferðir um Suðurlandið eða frekari hópavinna og verkefnakynningar. Í skoðunarferðunum fórum við t.d. á hestasýningu hjá Friðheimum og skoðuðum Gullfoss og Geysi, fórum í göngutúr í skógi fyrir ofan Laugarvatn og í sund bæði á Laugarvatni og Selfossi. Við fengum líka að fylgjast með nokkrum viðburðum á Landsmóti UMFÍ föstudaginn 5. júlí og einnig vorum við viðstödd setningu mótsins. Ég efast ekki um að mörg okkar hafi fengið innblástur eða hugmyndir að hreyfingarviðburði sem þau gætu haldið heima. Margir sem ég ræddi við, sem voru frá Norðurlöndunum, áttu erfitt með að trúa því að hægt væri að halda svona stóran íþróttaviðburð á Íslandi, við værum jú svo lítil þjóð! Tungumálið var ekkert vandamál. Það var frekar ruglandi til að byrja með að detta allt í einu aftur inn í skandinavískuna en svo fór dönskukennslan í grunnskólanum að rifjast upp og ég var komin með tökin á þessu í lok

vikunnar. Ég var samt búin að gefa sjálfri mér loforð um að bæta mig í dönskunni en ég fór á ráðstefnu á vegum NSU í desember á síðasta ári sem var alfarið á skandinavísku og ég var staðráðin í að bæta mig fyrir Ungmennavikuna. Ég gaf mér samt lítinn tíma til að glugga í gömlu dönskuglósurnar en þetta reddaðist. Mér fannst þó auðveldara að skilja hina heldur en að tala sjálf. Ég var aldrei viss um hvort ég gæti sagt allt sem ég vildi segja á dönsku svo að ég svindlaði oftar en ég vil viðurkenna og talaði ensku þegar ég neyddist til.

UMFÍ og NSU eru þátttakendur í herferð sem ISCA stendur fyrir og nefnist MOVE-WEEK. Í lok vikunnar vorum við búin að fá næga þjálfun í að skipuleggja, halda utan um og framkvæma viðburð með þessa herferð í

Kolbrún Lára Kjartansdóttir.

huga. Stefnt var að því að viðburðurinn ætti að hvetja fólk til hreyfingar sér til heilsubótar. Við vorum öll í hópum, hver hópur var með nokkra skipulagða og fjölbreytta leiki síðasta daginn og við buðum íbúum Sólheima að vera með okkur í þessum leikjum. Viðburðurinn heppnaðist mjög vel að mínu mati en leikirnir, sem við fórum í, voru flestir vel skipulagðir, fjölbreyttir og hentuðu þörfum allra sem tóku þátt. Ég tel að það að hafa skemmt sér vel skipti mestu máli og það tókst. Á lokakvöldinu var kveðjuveisla. Hver hópur var með skemmtiatriði en þar voru allir með mikinn húmor fyrir sjálfum sér og sérstaklega leiðbeinendurnir. Þeir voru alveg æðislegir, bæði fannst þeim í lagi að við gerðum grín að þeim og svo gerðu þeir sjálfir grín að sér í sínu atriði. Undir lokin var svo komið upp veggspjöldum sem við höfðum gert í byrjun vikunnar af okkur sjálfum og umslag látið á hvert spjald. Hver og einn átti þá að skrifa nafnlausan miða til allra hinna og láta miðana í tilheyrandi umslag. Þetta var strembið fyrir suma en það var rosalega erfitt að velja á milli allra góðu minninganna sem maður hafði átt með krökkunum. Ég geymi mína miða ennþá og það er rosalega gaman að kíkja á þá stöku sinnum og lesa allt það sem var skrifað til manns og giska á hver skrifaði hvað. Kolbrún Lára Kjartansdóttir

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Ómetanleg reynsla sem nýtast mun í framtíðinni

V

ikuna 1–6. október fór undirrituð ásamt fjórum öðrum Íslendingum í Leiðtogaskóla NSU í Danmörku. Arney Þyrí, Björgúlfur, Þórhildur Erla og Einar Ásgeir, sem er bróðir minn, fóru með mér út í skólann. Ég vissi ekki beint hvað ég væri að fara út í en ákvað engu að síður að slá til. Ég er ofboðslega glöð yfir þeirri ákvörðun minni því að þessi vika var svo ótrúlega skemmtileg og ég kynntist svo mörgu frábæru fólki og lærði helling af nýjum hlutum sem að munu nýtast mér í framtíðinni.

Leiðtogaskóli NSU í Skovly í Danmörku haustið 2013:

Leiðtogaskólann sækja mestmegnis krakkar frá Norðurlöndunum á aldrinum 18–30 ára. Skólann sóttu krakkar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Grænlandi, Þýskalandi og Eistlandi ásamt okkur Íslendingunum. Helsta hlutverk Leiðtogaskólans er, eins og nafnið gefur til kynna, að styrkja einstaklinginn til forystu og við gerðum margar æfingar og verkefni sem sneru að forystuhlutverkinu og því hvað gerir góðan leiðtoga.

Skovly er afskaplega sjarmerandi staður Við áttum flug út mjög snemma á þriðjudagsmorgni, kl. 7:15, svo það þýddi ræs upp úr 3:00 um nóttina í Reykjavík. Við vorum komin til Skovly um fimmleytið. Staðurinn er afskaplega sjarmerandi með svona ekta sumarbúðafíling. Við fengum að velja okkur lítið sumarhús sem rúmar um 6 manneskjur og byrjuðum á að koma okkur vel fyrir. Við íslensku stelpurnar tókum eitt hús og strákarnir tveir voru í húsi við hliðina á okkur. Skovly er í sveit en þar eru hestar, geitur, rollur, svín, hænur og kanínur fyrir fólk til að skoða. Um kvöldið fórum við í smáleiki, ísbrjóta, sem var mjög skemmtilegt og nauðsynlegt því að auðvitað er fólk aðeins feimið til að byrja með. Þá er tilvalið að fara í nokkra leiki til að brjóta ísinn.

Smáíþróttir og skemmtilegir leikir í morgunsárið Skólinn var settur þannig upp að við gerðum verklegar æfingar og hlustuðum á áhugaverða fyrirlestra. Allir skóladagarnir hófust kl. 7:30 með smáíþróttum til kl. 8 en þá var morgunmatur til kl. 9. Í þessum íþróttum fórum við oftar en ekki í skemmtilega leiki til að ná hópnum enn betur saman. Ég var búin að sjá fyrir mér einhverjar svakalegar púlæfingar og var bara nokkuð fegin þegar þessum tíma var eytt í skemmtilega leiki enda þjappaði það hópnum skemmtilega saman.

Hvað þarf til að teymi virki Kennslan á miðvikudeginum byrjaði á fyrirlestri um mismunandi leiðtogahlutverk og hvað þarf til þess að teymi virki vel. Einnig tókum við próf í tengslum við hvaða týpa maður er í teymisvinnu. Það var virkilega áhugavert að skoða niðurstöðurnar úr því, þær hittu svo skemmtilega beint í mark. Við sátum líka fyrirlestur um Hreyfivikuna (Move Week) og fyrirlestur um kynningartækni og gerðum æfingar í tengslum við að tala fyrir framan stóran hóp af fólki. Allir dagarnir enduðu svo með fundum („Reflection groups“) kl. 17:30, þá hópuðu löndin sig saman og við

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

fórum yfir það sem við lærðum yfir daginn, hvað var gott og hvað hefði mátt betur fara. Það var afskaplega sniðugt, bæði fyrir okkur sem sátum námskeiðið og fyrir þá sem héldu það. Eftir kvöldmat söfnuðust svo allir saman úti, í kringum eldstæði þar sem grillaðir voru sykurpúðar og bakaðar pönnukökur en líka mikið spjallað ásamt því að spilað var á gítar og sungið. Ekki má heldur gleyma leik ferðarinnar, Varúlfinum, sem Björgúlfur stýrði svo snilldarlega flest öll kvöldin.

Hvernig á að halda ræðu fyrir framan stóran hóp Á fimmtudeginum fyrir hádegi fórum við í þá vinnuhópa („workshops“) sem við völdum við skráningu í skólann. Við Íslendingarnir, fyrir utan Þórhildi, vorum öll saman í vinnuhópi sem hét „Facilitation of processes“. Í vinnustofunni okkar var viðfangsefnið hvernig skuli halda ræðu fyrir framan stóran hóp af fólki og hvernig á að leiða fundi og fá sem mest út úr þeim. Þetta var virkilega gagnlegur og skemmtilegur fyrirlestur með mjög góðum æfingum. Við vorum t.d. tekin út úr skólastofunni og farið með okkur út þar sem við þurftum að læra að vinna með umhverfishljóðunum þegar við vorum að halda ræðu. Við fengum líka að æfa okkur í að leysa ákveðin vandamál og verkefni með því að halda fundi og leiða þá. Eftir hádegi voru tveir fyrirlestrar, sá fyrri fjallaði um hvernig hægt sé að hvetja fólk til að taka þátt í sjálfboðastarfi og sá seinni hvernig leysa eigi ágreiningsmál. Eftir kvöldmat var aftur safnast saman í kringum eldstæðið og sykurpúðarnir runnu ljúft niður.


langborð með fallegum skreytingum. Hver og einn fékk ákveðið hlutverk á meðan matnum stóð, en undir diskunum hjá hverjum og einum var búið að koma fyrir litlu blaði þar sem var búið að skrifa lýsingu á ákveðnu hlutverki. Mitt hlutverk var t.d. að stela mat af diskum þeirra sem sátu nálægt mér, aðrir þurftu að halda ræðu á 20 mínútna fresti á meðan aðrir gáfu fólki við borðið reglulega knús.

Föstudagurinn fór í flakk Á föstudeginum var öllum hópnum smalað saman upp í rútu og dagurinn fór í flakk. Við heimsóttum m.a. Vadehavscentret í Ribe en Vadehavet er þjóðgarður sem 12 milljónir farfugla heimsækja á hverju ári. Við fórum svo með vagni, sem dráttarvél dró, út í eyjuna Mandø. Þar eyddum við nokkrum klukkutímum og fengum leiðsögn um bæinn og eyjuna. Ég hef samt ekki lent í svona mikilli rigningu síðan á Unglingalandsmóti UMFÍ á Stykkishólmi hér árið 2002. Rigningin setti strik í reikninginn og var því leiðsögninni hætt snemma og við söfnuðumst saman á veitingastað bæjarins og drukkum heitt kakó. Við þurftum nefnilega að bíða eftir að vagninn gæti lagt aftur af stað yfir, það er aðeins hægt að komast milli eyjar og lands þegar er fjara. Kosið var um bíómynd til að horfa á eftir kvöldmatinn svo að kvöldið var rólegt og notalegt.

Fræðandi og skemmtilegt Á sunnudeginum var frekar erfið kveðjustund sem að lauk með hópknúsi, rútan kom og náði í okkur um eittleytið og keyrði okkur á flugvöllinn í Billund. Þar fóru flestir í flug en við Íslendingarnir ásamt Lindu frá Noregi áttum ekki flug fyrr en seint um kvöldið og eyddum við því deginum í Legolandi, en ekki hvað? Fluginu okkar heim til Íslands seinkaði svo aðeins svo við eyddum dágóðum tíma á flugvellinum í Billund en komumst á endanum heim til Íslands. Þessi vika var rosalega fræðandi og skemmtileg. Ég vil bara hvetja alla til að kynna sér NSU, Leiðtogaskólann, sem og Evrópu unga fólksins. Það er svo margt sniðugt í boði og svona námskeið eru ómetanleg reynsla sem mun nýtast manni í framtíðinni.

Verkefnastjórnun Á laugardeginum voru svo fyrirlestrar sem fjölluðu um verkefnastjórnun og hvernig skipuleggja skuli verkefni. Hreyfivikan var notuð sem dæmi og var hún í rauninni hálfgerður rauður þráður út alla vikuna en hún var mikið notuð í tengslum við æfingar sem við þurftum að leysa. Eftir hádegi var farið í samskiptatækni og virka hlustun. Um kvöldið var svo lokakvöldverðurinn, hamborgarhryggur og flottheit. Búið var til

Sandra María Ásgeirsdóttir, framkvæmdastýra UÍA.

Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið á Húsavík 20.-22. júní 2014.

Ætlar þú ekki að mæta? SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Vísnaþáttur Nálgast haustsins huliðstjöld húmið bæinn vefur. Von um frið um ár og öld augnablikið gefur.

Á húsum bylur hávært regn heima skal því setið. Þá er huggun harmi gegn að hafa internetið. Þessa vísu orti Kristján Stefánsson frá Gilhaga eitt sinn og á vel við í vætutíð haustsins. Margir góðir hagyrðingar nýta sér einmitt internetið til að birta stökur og til að eiga samskipti við aðra hagyrðinga. Sem dæmi er hópur á svokallaðri fésbók (facebook) sem opinn er öllum, en þar geta menn lesið vísur og kvæði eftir marga snillinga og sent inn eigið efni. Þessi hópur heitir Boðnarmjöður og þar er „… ætlast til að vísur samræmist hefðbundnum íslenskum bragreglum“. Líklegt er að þar taki menn vel á móti þeim sem eru að stíga sín fyrstu kvæðaskref. Á Boðnarmiði birtist þessi vísa eftir Hrein Guðvarðarson, en vísan varð til er hann stóð úti á svölum eitt haustkvöld fyrr í haust:

Höskuldur Búi Jónsson

Í seinasta þætti setti ég fram fyrriparta og óskaði eftir botnum. Tveir góðir botnar bárust, en það var Þórarinn Hannesson, formaður ungmannafélagsins Glóa á Siglufirði, sem botnaði svo: Þar sem fólkið fagnar þér flestir kalla heima. Þar er gott að gleyma sér gleðjast, syngja og dreyma. Landsmót kæta, ljúf og mæt lífsins bæta gæði. Vinir mæta, minning sæt, þó mikil væta flæði.

afraksturinn er ljómandi fín oddhend ferskeytla eða oddhenda. Oddhent er það kallað þegar innrím kallast á eins og í stökunni okkar hér fyrir ofan, þar sem kæt(a), mæt, bæt(a) o.s.frv. ríma saman. Hér eru svo fyrripartar til að glíma við: Styrkjum vöðva, virkjum heila væn er glíman hverja stund. Niður sólin sekkur hratt sýnir kjólinn rauða. Ég hvet sem flesta til að botna þessa fyrriparta og senda þættinum, auk frumortra vísna. Hægt er að senda efni á Skinfaxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á hoskibui@gmail.com. Kvæðakveðja Höskuldur Búi Jónsson

Einstaklega vel leyst og vel til fundið að botna jafn dýrt og upp var lagt með í fyrri seinnipartinum hér að ofan, en

Munntóbakslíki tekið úr sölu verslana U

ndanfarin tvö ár hafa verið að ryðja sér til rúms tóbakslíki sem seld hafa verið í sjoppum og matvörubúðum. Þessi tóbakslíki eru framleidd á Norðurlöndunum í því skyni að hjálpa fólki að hætta munntóbaksnotkun. Tóbakslíkið inniheldur ekkert nikótín né tóbak og verður fólk því ekki háð því eins og tóbakinu sjálfu. Aðallega hafa verið fluttar inn tvær tegundir tóbakslíkis til Íslands, Onico og KickUp. Onico er að mestu úr höfrum og kakói en KickUp úr vítamínum, steinefnum, kakói, ginseng og koffíni. Samkvæmt sænskum tannlæknum inniheldur tóbakslíkið Onico frúktósa og hafra sem brotna niður í munni og verða að sykri sem liggur við slímhúð og tennur tímunum saman og hefur því verulega skaðleg áhrif á tannheilsu viðkomandi. Sænskir tannlæknar hafa því varað við notkun tóbakslíkja þar sem þau valda miklum eyðileggingum á tönnum. Bannað er að flytja inn og selja neitt sem líkist reykfærum samkvæmt tóbaksvarnalögunum og á það við um leikföng og sælgæti. Þessi lög ná ekki yfir tóbakslíkin sem flutt voru inn til að nota í stað munntóbaks. Hins vegar var þessi vara tolluð sem tóbakslíki og þurfti því tóbaksinnflutningsleyfi fyrir vörunni og að borga skatta sem um tóbak væri. Athygli vekur að það var Matvælastofnun sem stöðvaði sölu á þessum tóbakslíkjum vegna ólöglegs koffíns sem var í þeim, en Matvælastofnun hafði skilgreint tóbakslíkin sem fæðubótarefni. Aldurstakmark var á sölu tóbakslíkja fyrir 16 ára og yngri. Innflytjendur KickUp töldu erfitt að hafa þessar takmarkanir þar sem um matvæli væri að ræða samkvæmt skilgrein-

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Afleiðingar af notkun munntóbakslíkis. Myndin er frá sænskum tannlækni í Jönköping.

ingu Matvælastofnunar en ekki tóbakslíki. Því má segja að um misræmi hafi verið að ræða milli skilgreininga á vörunni, en Tollstjóri taldi að um tóbakslíki væri að ræða, enda framleitt fyrir þá sem vilja hætta tóbaksnotkun og er í eins umbúðum og „snusið“ sem er í þar til gerðum pokum með tóbaki í. Þarna var um að ræða poka til að setja undir vör með ýmsum öðrum efnum en tóbaki. Nokkur sveitarfélög hafa bannað notkun tóbakslíkja í skólum, félagsmiðstöðvum og íþróttamannvirkjum. Talið er að notkun tóbakslíkja auki líkur á að börn og ungmenni hefji notkun á munntóbaki, en munntóbaksnotkun jókst verulega fram til ársins 2012. Gleðiefni er að samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir embætti landlæknis fyrir árið 2012 hafði notkun tóbaks í vör minnkað ör-

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

lítið frá fyrri árum. Vonandi heldur sú þróun áfram. Embætti landlæknis hefur aðstoðað grunnskóla landsins við að breyta reykingafræðslu sinni í tóbaksfræðslu fyrir nemendur og það virðist vera að skila sér í færri munntóbaksneytendum í skólum. Mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir hvað tóbakið er og hvaða afleiðingar það hefur og einnig tóbakslíki. Það er ekki nóg að hafa þekkingu á reykingum heldur þurfum við líka að vera meðvituð um áhrif reyklausa tóbaksins. Allar eftirlíkingar munntóbaks geta aukið á líkur að ungmenni, sem notar það, velji síðar meir að neyta munntóbaks. Sumir taka svo sterkt til orða að allt tóbakslíki sé í raun uppalendavara fyrir verðandi tóbaksneytendur. Íþróttamenn eru mun meðvitaðri en áður um áhrif tóbaksnotkunar á árangur í íþróttum. Það er því engum íþróttamanni til framdráttar að nota tóbak, hvað þá tóbakslíki. F.h. lýðheilsunefndar UMFÍ, Jóhanna S. Kristjánsdóttir.


Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring. t (JSOJMFHVS NBUVS ÞS IÏSB§J t .JLJ§ ÞSWBM HJTUJOHBS t 'KÚMCSFZUUJS BG¢SFZJOHBSNÚHVMFJLBS t (FTUSJTOJ IFJNBNBOOB

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Endalausar æfingar hafa skilað sér Viðtal við Guðmund Þórarinsson, atvinnumann hjá norska knattspyrnuliðinu Sarpsborg 08 Í byrjun þessa árs hélt Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson út í atvinnumennsku í fótbolta er hann gekk til liðs við norska liðið Sarpsborg 08. Guðmundur er einn af mörgum ungum og efnilegum íþróttamönnum sem hafa látið draum sinn um að gerast atvinnumaður rætast. Margt áhugavert og skemmtilegt einkennir atvinnumennskuna og sannarlega er gaman fyrir ungan mann að ná markmiðum sínum.

G

uðmundur eða Gummi Tóta eins og hann er oftast kallaður er fæddur og uppalinn á Selfossi, sonur Þórarins Ingólfssonar (Tóta Ingólfs), aðstoðarskólameistara í FSu, og Önnu Guðmundsdóttur, bankastarfsmanns. Bróðir Gumma er Ingólfur (Ingó Veðurguð) sem m.a. hefur látið nokkuð að sér kveða í íslenskum tónlistarheimi sem og á knattspyrnuvellinum.

Byrjaði ungur og var duglegur að æfa Fyrstu minningar Gumma úr fótboltanum eru frá því er hann var 4 ára og fékk að fara með pabba sínum á æfingar en hann þjálfaði þá m.a. stráka í 4. og 5. flokki á Selfossi. Gummi byrjaði 5 ára að æfa fótbolta með 7. flokki og var þá með Halldór Björnsson sem þjálfara, en Halldór hefur undanfarið verið markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Selfoss. Gummi var í góðum árgangi sem stóð sig vel á mótum eins og Shell-mótinu og N1-mótinu.

Gummi á margar góðar minningar frá þessum mótum. „Þetta voru frábær mót og ég var nokkrum sinnum valinn í úrvalslið mótanna. Ég man líka að mér þótti mjög gaman að fara út í Eyjar keppa í fótbolta og heimsækja afa og ömmu í leiðinni.“ Gummi hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fótbolta og verið með eindæmum duglegur að æfa sig. Hann segir að það hafi haft mikið að segja fyrir fótboltagetu sína þegar gervigrasvelli var komið upp við Vallaskóla, skammt frá heimili hans á Víðivöllunum. „Ég æfði mig mikið sjálfur og bjó nánast á gervigrasinu. Strákarnir kölluðu mig stundum „Gumma gervigras“ af því að ég var svo oft þar einn að æfa mig með bolta.“ Gummi segir að Ingólfur bróðir sinn, sem er sex árum eldri, hafi líka alltaf verið sterk fyrirmynd. Ingólfur var snemma mjög efnilegur knattspyrnumaður, á m.a. sex landsleiki að baki með U17 landsliðinu og þrjá leiki með U19 liðinu. „Ingó var og er alltaf stuðningsmaður nr. 1 hjá mér. Hann var líka í mínum huga bestur á landinu,“ segir Gummi.

„Ég æfði mig mikið sjálfur og bjó nánast á gervigrasinu. Strákarnir kölluðu mig stundum „Gumma gervigras“ af því að ég var svo oft þar einn að æfa mig með bolta.“

Fórum upp í efstu deild á afmælisdegi mömmu Fyrsti leikur Gumma með meistaraflokki Selfoss var þegar hann 15 ára gamall en það var æfingaleikur gegn Val. Gummi æfði síðan 16 ára allt tímabilið með liði Selfoss sem þá endaði í 3. sæti í 1. deildinni. Árið eftir (2009) spilaði hann nær alla leiki liðsins sem vann 1. deildina glæsilega og komst í fyrsta skipti í sögu félagsins upp í efstu deild. Selfoss tryggði sér úrvalsdeildarsæti með glæsilegum 6:1 sigri á Aftureldingu á heimavelli þegar tvær umferðir voru eftir. Stemningin á vellinum var einstök en Gummi og Ingó bróðir hans voru báðir í liðinu sem nær eingöngu var skipað heimastrákum. „Þetta var einstaklega skemmtilegt og ekki síst fyrir þær sakir að þetta var 4. september, afmælisdagur mömmu,“ segir Gummi. Árið eftir lék Selfoss í fyrsta skipti í efstu deild og segir Gummi að það hafi verið erfitt tímabil. Mörg mistök hafi verið gerð og mikil vonbrigði að falla aftur niður um deild. Menn hafi þó lært margt af þessu. „Mér finnst Selfoss vera það stór bær að það eigi alveg að vera hægt að halda úti liði í efstu deild.“ Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita vann Selfoss sér aftur sæti í Pepsi-deildinni 2011 en féll aftur niður árið eftir.

Spennandi að fá að spila með ÍBV „Ég vildi komast í betra lið þar sem hefðin væri meiri. ÍBV sýndi mér líka mikinn áhuga og mér fannst það spennandi.“

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Haustið 2010 ákvað Gummi að ganga til liðs við úrvalsdeildarlið ÍBV. „Ég vildi komast í betra lið þar sem hefðin væri meiri. ÍBV sýndi mér líka mikinn áhuga og mér fannst það spennandi.“ Gummi spilaði tvö tímabil með ÍBV þar sem hann lék nær alla leiki liðsins. „Fyrra árið var ég oftast á kantinum en það síðara á miðjunni, en þar hef ég oftast spilað,“


sagði Gummi. Hann segir að líkamlegur þroski hafi haft mikið að segja um það hvaða stöðu hann spilaði. Gummi átti mjög gott tímabil með ÍBV 2012 og fékk m.a. viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Erlend lið veittu honum athygli og sendu njósnara til að fylgjast með honum. Norska úrvalsdeildarliðið Sarpsborg 08 hafði síðan samband við ÍBV eftir tímabilið og er skemmst frá því að segja að Gummi gekk til liðs við félagið í nóvember 2012. Hann fór fyrst út í fjóra daga, æfði tvisvar með liðinu og lék einn æfingaleik. „Ég hef stefnt að atvinnumennsku alla tíð og því var þetta mjög mikilvægt fyrir mig. Sarpsborg 08 er

passlega stór klúbbur fyrir mig til að byrja í atvinnumennsku og svo spila þeir líka góðan fótbolta,“ sagði Gummi. „Ég skrifaði undir þriggja ára samning í nóvember og fór svo út til Noregs í byrjun janúar á þessu ári.“

Æfum miklu meira og tempóið er hærra Sarpsborg 08 var formlega stofnað árið 2008 eftir að IL Sparta og Sarpsborg FK voru sameinuð í Sarpsborg 08. Í dag er félagið mjög vel skipulagt og „allur rekstur eftir bókinni“, eins og Gummi segir. Félagið komst upp í efstu deild (Tippeligaen) 2011 en féll sama ár. Árið eftir vann það sig aftur upp og spilar því í efstu deild þetta tímabilið. Sarpsborg er 55.000 manna „rólegur bær“, eins og Gummi segir, sunnarlega í Noregi. Þangað er um klukkustundar akstur suður frá Osló og um 15 mínútur tekur að aka í austur til Svíþjóðar. Bærinn er stundum kallaður „Solbyen“ vegna þess að þar eru flestir sólardagar í Noregi og sumrin frábær. Gummi segir að það sé ólíku saman að jafna að spila og æfa sem atvinnumaður í norsku deildinni eða sem áhugamaður á Íslandi. Hann æfir miklu meira og segir að tempóið í norsku deildinni sé hærra. Þar spili líka margir virkilega góðir leikmenn eins og hann orðar það og þeir séu fleiri en á Íslandi. Svo spila norsku liðin 30 leiki á tímabilinu meðan þau íslensku spili 22. „Áhuginn á fótboltanum er meiri í Noregi en á Íslandi og fleiri sem koma á leikina. Yfirleitt eru um 4.000 áhorfendur á heimaleikjum okkar og svona 8–9.000 hjá stærri liðunum og stundum upp í 15.000. Svo er einstaka leikur þar sem áhorfendur eru enn fleiri. Við spiluðum t.d. 100 ára afmælisleik gegn Vålerenga, sem við töpuðum 5:3, en á honum voru um 25.000 áhorfendur. Eins var leikur gegn Rosenborg

16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, mjög skemmtilegur. Þar töpuðum við 2:4 fyrir framan um 24.000 áhorfendur sem var reyndar nokkuð svekkjandi því við áttum góðan leik og alveg skilið að fá meira út úr leiknum.“ „Ég hef stefnt að atvinnumennsku alla tíð og því var þetta mjög mikilvægt fyrir mig.“

„Leikstíll Sarpsborgar hentar mér mjög vel.“ Við notum mikið stuttar sendingar á milli manna og boltinn er látinn ganga á jörðinni.“

Spilaði sig strax inn í hjörtu Sarpsborgara Gumma hefur gengið mjög vel með liði Sarpsborgar það sem af er þessari leiktíð. Hann hefur spilað nánast alla leiki liðsins og náð að skora þrjú mörk í 28 umferðum. Gummi spilar á miðjunni í treyju númer 8, en

á heimasíðu félagsins er hann kallaður Gudi eða Thorarinsson. Þar segir enn fremur að hann hafi strax frá byrjun spilað sig inn í hjörtu Sarpsborgara, sé útsjónarsamur og tekniskur leikmaður með magnaðan vinstri fót. „Leikstíll Sarpsborgar hentar mér mjög vel,“ segir Gummi. „Við notum mikið stuttar sendingar á milli manna og boltinn er látinn ganga á jörðinni. Það má segja að æfingarnar gangi út á endalausar sendingar. Okkur gekk vel í deildinni til að byrja með, en síðan kom átta leikja taphrina sem við höfum verið að reyna að snúa við,“ segir Gummi. Tveir Íslendingar eru hjá Sarpsborg auk Gumma, en það eru þeir Haraldur Björnsson, markvörður úr Val, og Þórarinn Ingi Valdimarsson, vinstri kantmaður, sem lék með Gumma í ÍBV. Þeim hefur báðum gengið ágætlega. Haraldur hefur reyndar átt við meiðsli að stríða og var lánaður til 1. deildarliðs Fredrikstad í sumar.

Frábær ferill með yngri landsliðum Íslands Gummi hefur átt frábæran feril með yngri landsliðum Íslands. Hann lék 5 landsleiki með U17 ára liðinu, 13 með U19 ára liðinu og þegar þetta er skrifað hefur hann spilað 8 leiki með U21 árs liðinu. Undanfarið hefur hann tekið þátt í undankeppni EM 2015 með U21 árs landsliðinu. Strákunum hefur gengið mjög vel og þeir eru þegar þetta er skrifað í næst efsta sæti riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki. Þess má geta að í U21 árs landsliðinu með Gumma er Jón Daði Guðbjörnsson, félagi hans og jafnaldri frá Selfossi, en hann fór út í atvinnu-mennsku á sama tíma og Gummi og leikur með Viking í Stafangri. „Þetta er mjög gott lið með toppstráka,“ segir Gummi um U21 árs liðið. „Stemningin er líka góð og þjálfararnir, Eyjólfur og Tómas Ingi, hressir og

skemmtilegir.“ Gummi segist klárlega stefna á að komast í A-landslið Íslands, það hafi verið draumur sinn lengi.

Vonandi fyrsta skrefið á ferlinum Það er töluvert mál fyrir ungan mann að halda út fyrir landsteinana í atvinnumennsku í knattspyrnu. Gummi segir að atvinnumennskan hjá Sarpsborg 08 sé vonandi fyrsta skrefið á ferli sínum. Draumurinn sé að taka síðar stærra skref og spila með stærri klúbbi fyrir framan fleiri áhorfendur eins og

t.d. í Hollandi eða jafnvel Englandi. Svo er aldrei að vita hvað getur gerst síðar.

Grípur í gítarinn í frístundum og semur lög Gummi fór að ráði föður síns og kláraði stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands áður en hann fór út í atvinnumennskuna. Segir hann að það sé gott að eiga það í bakhöndinni síðar meir. Í FSu var Gummi töluvert viðloðandi tónlist, líkt og Ingó bróðir hans, og vann m.a. söngvakeppni skólans. Hann segist oft grípa í gítarinn og semja lög þegar hann á frí frá fótboltanum. Annars er dæmigerður dagur hjá Gumma í atvinnumennskunni þannig að hann borðar morgunmat um kl. 8:30 og er mættur á æfingu kl. 9:00. Æfingin stendur venjulega í 1–1½ tíma eða fram að hádegismat sem er um kl. 12:00. Að honum loknum er hvíld til kl. 15:00, en þá er seinni æfing dagsins. Hún er yfirleitt léttari og stendur í rúman klukkutíma. Prógram dagsins er því yfirleitt búið um kl. 17:00. Þá kíkja menn gjarnan á Facebook, horfa á sjónvarpið eða sinna áhugamálum sínum. Leikmenn hafa gert ýmislegt saman eins og t.d. að kíkja á veðreiðar, prufukeyra BMW-bíla og farið í GoCart. Stundum eru líka samverustundir með styrktaraðilum og stuðningsmönnum liðsins. Skinfaxi þakkar Gumma fyrir viðtalið sem fór fram í bókasafninu á Selfossi einn góðan haustdag í september þegar hann var í heimsókn á Selfossi hjá foreldrum sínum í tengslum við landsleik með U21 árs landsliðinu. Jafnframt er honum óskað áframhaldandi góðs gengis á fótboltavellinum. Viðtal: Örn Guðnason, Selfossi

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


KNATTSPYRNA

Fjölnir í efstu deild í knattspyrnu Mikil sigurgleði ríkti í Grafarvogi eftir að Ungmennafélagið Fjölnir tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á næsta tímabili. Fjölnir mætti Leikni í Breiðholtinu í lokaumferðinni og vann glæstan sigur, 1:3. Leiknir náði forystunni í fyrri hálfleik og ekki blés byrlega fyrir Fjölnismönnum þegar Þórir Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik. Fjölnismenn létu ekki slá sig út af laginu og efldust til muna. Sóknir þeirra urðu æ þyngri og liðið skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. Þetta er einn stærsti sigur Fjölnismanna í sögunni og liðið leikur á næsta ári á meðal þeirra bestu. Að leik loknum afhenti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Fjölni bikarinn fyrir sigurinn í deildinni en

Víkingur úr Reykjavík fylgir Fjölni upp í Pepsi-deildina. „Það er ótrúlegur karakter í þessu liði og stuðningurinn, sem liðið fékk í þessum leik, var ómetanlegur. Það má segja að allur Grafarvogurinn hafi vaknað undir lokin en þá sýndum við styrk okkar og kláruðum leikinn með ótrúlegum hætti. Við ákváðum að fara í þennan leik með þolinmæðina að vopni og héldum henni út í gegn. Leiknismenn vildu sigur á heimavelli en við vorum bara beittari og höfðum meira að vinna og áttum frábæran lokakafla sem verður lengi í minnum hafður. Við fögnum þessu í kvöld og það eru skemmtilegir tímar fram undan. Eftir uppskeruhátíðina eftir viku tökum við hlé og tökum síðan

þráðinn upp að nýju í nóvember og hefjum undirbúning fyrir næsta tímabil,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Aðspurður hvort hann væri með lið í höndunum sem ætti heima í efstu deild sagði Ágúst það alveg klárlega. Hann sagði að liðið hefði sýnt að það væri til alls líklegt. Grunnurinn væri sterkur og í hópnum væru frábærir ungir leikmenn sem hefðu mikinn metnað. „Grafarvogsbúar geta verið stoltir af sínu liði. Miðið við frammistöðu liðsins og stuðningsmanna í dag þá lítur næsta ár ótrúlega vel út. Ég er farinn að hlakka til strax,“ sagði Ágúst Gylfason sem verður áfram með liðið á næsta tímabili enda búinn að skila sínu og vel það.

Stjarnan Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna Ungmennafélagið Stjarnan úr Garðabæ varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna 2013. Yfirburðir Stjörnunnar voru miklir í sumar og er liðið vel að þessum titli komið. Þetta er í annað sinn sem Stjarnan verður meistari í kvennaflokki, en síðast félagið vann Íslandsmeistaratitilinn fyrst 2011. Til að undirstrika yfirburði liðsins í sumar skoraði liðið 69 mörk í deildinni en fékk aðeins á sig 6 mörk. Liðið vann alla leikina átján og hlaut 54 stig. Næsta lið á eftir Stjörnunni var Valur með 39 stig.

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Íslandsmót FÁÍA 60 ára og eldri í pútti fór fram í Nesi í Reykholtsdal Í

slandsmót Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, 60 ára og eldri í pútti fór fram í byrjun september í Nesi í Reykholtsdal í Borgarfirði. Skráðar voru 16 sveitir en til leiks mættu 13. Keppt var á tveimur níu holu völlum og spilaðir tveir hringir á hvorum velli 4 x 9, alls 36 holur. Undirbúningur og framkvæmd öll var í höndum félaga eldri borgara í Borgarbyggð. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Í kvennaflokki sigraði Jytta Juul, Borgarfirði, á 74 höggum, Þórey S. Guðmundsdóttir, Reykjavík, varð í öðru sæti á 75 höggum og í þriðja sæti lenti Ólafía Hrönn Ólafsdóttir, Garðabæ, á 78 höggum. Í karlaflokki bar Bergsteinn Pálsson, Mosfellsbæ, sigur úr býtum á 68 höggum, Arelíus Harðarson, Hafnarfirði, varð annar

á 69 höggum og Sigurður Á. Finnbogason, Kópavogi, varð í þriðja sæti á 69 höggum. Í sveitakeppninni sigraði FaMos úr Mosfellsbæ á 207 höggum, FebH, Hafnarfjörður hafnaði í öðru sæti á 215 höggum og í þriðja sæti lenti Feb-Gullsmára, Kópavogi á 216 höggum.

Mynd að ofan: Þrír efstu í karlaflokki, Arelíus Harðarson, Bergsteinn Pálsson og Sigurður Á. Finnbogason. Mynd til hægri: Sveit FaMos sem sigraði í sveitakeppninni.

Það verður kátt á Króknum Skagfirðingar bjóða ykkur velkomin á skemmtilegasta frjálsíþróttavöll landsins þaðan sem aðeins er steinsnar í knattspyrnuvelli, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðhöll og aðstöðu fyrir allar aðrar keppnisgreinar, auk þess sem tjaldsvæði eru í stuttu göngufæri. www.visitskagafjordur.is

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

NÝPRENT ehf.

Velkomin á 17. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst 2014


NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Hótel Óðinsvé hf., Þórsgötu 1 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Árni Reynisson ehf., Skipholti 50d Gáski ehf., Bolholti 8 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Pixel ehf., Brautarholti 10–14 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Skógarhlíð 14 Útfararstofa kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Farmanna- og fiskimannasamband Íslslands, Grensásvegi 13 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9 Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Seljakirkja, Hagaseli 40 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Loftstokkahreinsun ehf., Garðhúsum 6 Rimaskóli, Rósarima 11 Löndun ehf. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4

Kópavogur Einkabílar ehf., Smiðjuvegi 46e Hagblikk ehf., Smiðjuvegi 4c dk hugbúnaður ehf., Hlíðasmára 17 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c H.Filipsson sf., Miðhrauni 22 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14

Hafnarfjörður PON-Pétur O. Nikulásson ehf., Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Íslenska félagið ehf. - Ice Group, Iðavöllum 7a Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4

Grindavík Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Íþróttabandalag Akraness, Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmenna- og tómstundabúðanna á Laugum, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, við opnun Lillulundar á Laugum.

Vígsla Lillulundar og Grænfáninn dreginn að húni að Laugum V

ígsla Lillulundar að Laugum fór fram 12. september sl. og komu fjölmargir og fögnuðu þessum tímamótum. Við sama tækifæri var Grænfáninn dreginn að húni. Ungmenna- og tómstundabúðirnar hafa verið Skóli á grænni grein síðan í nóvember 2010. Núna hafa skrefin sjö verið stigin og því unnið til alþjóðlegrar viðurkenningar, Grænfánans, sem staðfestingu á góðum ásetningi og virku umhverfisverndunarstarfi. Gerður Magnúsdóttir, verkefnastjóri „Skólar á grænni grein“, Grænfánaverkefnis Landverndar, afhenti fánann sem stuttu síðar var dreginn að húni. Seinni part sumars unnu nokkrir einstaklingar frá sjálfboðasamtökunum

Seeds á Laugum að útisvæðinu. Búið er að endurbæta svæðið og bæta við Mikado-braut og setja þar bekk og önnur spennandi útiverkefni. Útisvæðið hefur hlotið nafnið Lillulundur í minningu Guðrúnar Aðalheiðar Aðalsteinsdóttur (1940–2011), og var hann formlega vígður eftir að grænfánanum hafði verið flaggað. Boðið var upp á skúffuköku og kakó í tilefni dagsins og starfsmenn Ungmennabúðanna voru með leiki og verkefni á útisvæðinu að vígslu lokinni.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Sagnagarður Landgræðslunnar

Ungmennafélags Íslands: Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 14–16 Matstofan ehf., Kjartansgötu 22 Samtök sveitarfélaga Vesturlandi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20 UMÍS Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., Bjarnarbraut 8

Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi.

Stykkishólmur

Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Sæfell ehf., Hafnargötu 9 Þ.B. Borg - steypustöð ehf., Silfurgötu 36

Grundarfjörður Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Ísafjörður Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ævintýradalurinn ehf., Heydal

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Álfabyggð 3

Patreksfjörður Hafbáran ehf., Hjallar 13 Oddi hf., Eyrargötu 1

Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf., Bugatúni 8 Þórsberg ehf., Strandgötu 25

Norðurfjörður

Breiðdalur

Hótel Djúpavík ehf., Djúpuvík

°Wgdh^g k^Â Ä g

Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Blönduós Glaðheimar - Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf., Aðalgötu 20b Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Miklabæ

Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8

= gVÂhegZci

Sauðárkrókur

6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV

Fljót Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf., Bjarnargili

Akureyri Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Eining-Iðja, Skipagötu 14 Hlíð hf., Kotárgerði 30 Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Ísgát ehf., Laufásgötu 9

Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira!

Ólafsfjörður Fjallabyggð, Ólafsvegi 4

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Kannaðu málið! www.breiddalur.is


UMFÍ – á réttum kúrs að afstöðnu góðu sambandsþingi 48. sambandsþing UMFÍ í Stykkishólmi á dögunum var sögulegt þing. Í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ríkti samstaða og einhugur um þingstörfin og fráfarandi stjórn var þakkað fyrir þann árangur sem náðst hefur á nýliðnu kjörtímabili. Meira var horft fram á veginn en oft undanfarin ár og fortíðin ekki þrætuepli í fyrsta sinn um langt skeið. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa í stjórn félagsins þetta árangursríka en um margt erfiða kjörtímabil sem gjaldkeri og um tíma sem meðlimur í framkvæmdastjórn auk ýmissa annarra starfa og verkefna fyrir félagið. Ég er ekki í vafa um að störf þessarar stjórnar að því að gera upp erfið mál síðasta áratugar, bæta rekstur og hefja niðurgreiðslu skulda eru grunnurinn að því hvernig til tókst með þingið. Vel undirbúin uppgjör og áætlanir fráfarandi stjórnar og starfsmanna félagsins, ásamt öðrum málum, lögðum fyrir þingið, gerðu þingstörfin um leið árangursrík og skemmtileg. Því fylgja tregablandnar tilfinningar að yfirgefa stjórn félagsins eftir þessi tvö ár en um leið gleði og traust yfir því veganesti sem nýkjörin stjórn fær til þess að leiða félagið áfram á þeirri braut sem því

Jón Pálsson, fráfarandi gjaldkeri UMFÍ.

hefur verið stýrt á. Braut skuldalækkana, bætts reksturs, skýrrar stefnu og þannig betri og meiri þjónustu út í grasrótina sem hefur þörf, sem aldrei fyrr, fyrir stuðning og þjónustu félagsins og stjórnar þess. Efnahagur félagsins og einkum skuldsetning þess hefur verið mikið þrætuepli bæði innan stjórnar og á þingum og sýnist sitt hverjum þótt einhugur sé nú um að skuldir þurfi að lækka verulega. Hinn veraldlegi efnahagur er þó, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki sá sem mestu skiptir. Félagslegur efnahagur er mikilvægari. Þar er gríðarmikill félagsauður í hreyfingunni eignamegin en skuldamegin er hins vegar skuld félagsins við grasrótina, bætt og betri samvinna og þjónusta. Það er verkefni nýrrar forystu að hefja greiðslu á þessari skuld. Þingið hefur talað, verkefnin eru skýr og umboðið skýrt til nýrrar stjórnar. Ég óska endurkjörnum formanni og nýkjörinni stjórn velfarnaðar á því kjörtímabili, sem fram undan er og ber þá von í brjósti að áframhaldandi góður árangur muni nást í stjórnun félagsins, en með minni átökum og blóðtökum en verið hafa í félaginu undanfarin ár.

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Þingeyjarsveit, Kjarna

Mývatn Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Farfuglaheimilið Húsey,

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Reyðarfjörður Launafl ehf., Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10

Höfn í Hornafirði Skinney - Þinganes hf., Krossey

Jón Pálsson, fráfarandi gjaldkeri UMFÍ

Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Selfoss Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Flóahreppur, Þingborg Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum

Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðiskirkja

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35 Járnkarlinn ehf., Unubakka 25

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Bu.is ehf., Stórólfsvelli Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur-Landeyjum

Vík, Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5

Kirkjubæjarklaustur

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.

Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Vestmannaeyjar Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.