Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:
Einstök upplifun Það er sérstök tilfinning að fara á Unglingalandsmót. Andrúmsloftið er ekki eins og maður hefur alla jafna vanist á íþróttamótum í gegnum tíðina. Spennan er einstök, maður finnur ekki fyrir henni neins staðar með sama hætti og á þessu móti. Hjá mörgum er löng bið á enda, margir eru að stíga fyrstu skrefin á íþróttaferlinum og gleðin og tilhlökkunin skín úr hverju andliti. Að ganga inn á völlinn með félögum sínum er stund sem gleymist aldrei. Allt um kring eru áhorfendur sem taka ekki síður þátt í gleðinni og hylla keppendur með lófaklappi. Stundum ganga þessi mót undir nafninu „Litlu-Ólympíuleikarnir“ og fyrir mörgum keppendum eru þeir það svo sannarlega. Markmiðið er að ná að sýna sitt besta og þó, ekki það eina hjá öllum. Hjá sumum er þátttakan og það vera með vinunum það sem skiptir mestu máli. Þannig hefur mér fundist þetta vera á Unglingalandsmótum í gegnum tíðina og þá ekki síst á Selfossi í sumar. Mótshaldarar eiga svo sann-arlega skilið rós í hnappagatið
fyrir frábæra framkvæmd. Metþátttaka var í mótinu en yfir tvö þúsund keppendur voru á mótinu og skemmtu sér hið besta í einstakri veðurblíðu sem ríkti alla mótsdagana. Ferðakostnaður liða af landsbyggðinni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og skyldi engan undra. Kostnaðurinn hefur sífellt verið að hækka svo að nú er komið að þolmörkum í þeim efnum. Ríkisvaldið verður af öllum mætti
að koma til móts við þennan hóp sem þarf að fara um langan veg til að keppa. Það er illt til þess að hugsa að þungur ferðakostnaður dragi úr mætti liða af landsbyggðinni. Létta verður undir með þessum hópi með einhverjum hætti. Augljóst er að auka þarf framlag ríkisins í ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar. Það eiga allir að eiga jafnan rétt til að keppa, búseta á þar ekki að skipta máli. Íslenskt íþróttafólk hefur staðið sig vel að undanförnu og árangur sundmannsins Jóns Margeirs Sverrissonar á Ólympíumóti fatlaðra var frábær. Jón Margeir vann til gullverðlauna á mótinu og er tólfti íslenski íþróttamaðurinn úr röðum fatlaðra til að hreppa gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra. Kvenna- og stúlknalandsliðið í hópfimleikum hömpuðu bæði gullverðlaunum á Evrópumótinu í hópfimleikum. Frábær árangur sem ber svo sannarlega að fagna.
Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00
Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00
Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Virka daga: kl. 17.00 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað
Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1000 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.
www.arborg.is
6
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 3. tbl. 2012 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Landslið kvenna og landslið stúlkna í hópfimleikum náðu frábærum árangri á Evrópumótinu sem fram fór í Árósum í Danmörku í október sl. Bæði liðin gerðu sér lítið fyrir og unnu Evrópumeistaratitla. Kvennalandsliðið varði þar með titilinn sem Gerpla vann sem frægt er fyrir tveimur árum. Aðrar myndir á forsíðunni eru frá Unglingalandsmótinu á Selfossi þar sem Keflavík var valið fyrirmyndarfélag mótsins og frá uppákomu á Klambratúni í tengslum við MOWE WEEK sem UMFÍ var þátttakandi í.