Skinfaxi 3 2012

Page 1


ands Íslands, Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamb . Íslands gs nnaféla Ungme og Íslands ags Öryrkjabandal

SUMT MÁ HELST EKKI VANTA!

r bakhjarl Íslensk getspá er öflugu eyfingarinnar shr lag afé íþrótta- og ungmenn og öryrkja á Íslandi. ur þátt. Allir vinna þegar þú tek . ttó Lo á Leyfðu þér sm

FÍTON / SÍA

FI042061

>> > 36;;6 0

:


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Að vera þátttakandi í félagsstarfi Margt fólk á að baki langan feril í félagsmálum en hvaða ástæður skyldu vera fyrir því að það er tilbúið að leggja á sig þá sjálfboðaliðavinnu sem þátttaka í félagsstarfi krefst? Ég hef, sem formaður Ungmennafélags Íslands, velt því fyrir mér hvaða eiginleikar það séu sem sjálfboðaliðarnir í 105 ára sögu hreyfingarinnar búa yfir og gera það að verkum að hún getur haldið úti því kraftmikla og góða starfi sem hún stendur fyrir. Þó að geisi stríð og kreppur skelli á lifir hreyfingin og blómstrar frekar en hitt. Skýringarinnar er sjálfsagt fyrst og fremst að leita í því að maðurinn er í eðli sínu félagsvera og nýtur þess að vera í félagsskap við aðra. Frá því að við fæðumst og fram á elliár tilheyrum við margs konar félagshópum sem bæði gera til okkar kröfur og uppfylla félagslegar þarfir okkar. Við fæðumst með félagshvöt rétt eins og aðrar eðlishvatir. Við erum síðan allt okkar líf að efla með okkur og þroska þessar hvatir og þó að heimurinn hafi breyst mikið í gegnum aldirnar og samfélögin með hefur manneskjan enn þörf fyrir að tilheyra hópi. Félagsleg samskipti eru okkur mikilvæg og við viljum eiga trausta vini og félaga. Góð

félagsleg samskipti færa okkur vellíðan og gleði og eru byggð á samveru, samkennd og samhjálp. Til að samskipti verði verulega góð er ekki bara nauðsynlegt að geta tjáð eigin tilfinningar, sagt skoðun sína, sagt nei og gagnrýnt á uppbyggilegan hátt. Ekki er síður mikilvægt að geta tekið því þegar aðrir tjá tilfinningar sínar eða segja skoðun sína. Þannig sýnum við öðrum virðingu og öðlumst um leið virðingu annarra. Virðingin endurspeglast í framkomu okkar, þeirri kurteisi sem við sýnum öðrum og hvernig við tölum við og um annað fólk. Með öðrum orðum, við erum að tala um að ef við eigum að vera góð í félagslegum samskiptum þurfum við að skapa okkur sjálfsvirðingu því að hún felur í sér þann hæfileika að við getum metið okkur sjálf að verðleikum, verið sátt við okkur sjálf og borið ábyrgð á eigin hegðun og hamingju. Við megum heldur ekki gleyma því að sjálfsvirðingin er systir sjálfsmyndarinnar sem er okkur öllum svo mikilvægt að sé sterk því að þannig erum við meðvituð um styrk okkar og veikleika og eigum auðveldara með að vera í samfélagi við annað fólk. Sjálfsmyndin spannar fortíð, nútíð og framtíð. Sá, sem á

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

sér góða og sterka sjálfsmynd, er öruggur um sjálfan sig, getur tekið gagnrýni á jákvæðan hátt, kann að taka hrósi, þolir betur samkeppni, honum gengur betur í leik og starfi og hann tekst á við lífið allt með jákvæðu hugarfari o.s.frv. Þannig fólki gengur yfirleitt betur í lífinu, það er virkara í samfélaginu og tekur frekar þátt í íþróttum og félagsstarfi. Því má segja að sú hugmyndafræði að allir séu góðir í einhverju sé lykillinn að því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum sem aftur er lykillinn að því að eiga í góðum félagslegum samskiptum. Eflaust eru margir fleiri þættir sem konur og karlar búa að og gera það að verkum að þau eru tilbúin að gefa af sér í sjálfboðaliðavinnuna en of langt mál væri að fjalla um það hér. En mikið afskaplega getum við verið þakklát fyrir allt þetta frábæra fólk sem er svona virkt og er svo tilbúið að gefa vinnuna sína, því sjálfu til gleði og öðrum til hagsbóta. Hafið þúsund þakkir fyrir, kæru ómissandi sjálfboðaliðar. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ

MOVE WEEK – UMFÍ tók þátt í mikilli herferð á vegum ISCA:

Markmiðið að fá sem flesta til að hreyfa sig og hvetja til heilbrigðs lífstíls Ungmennafélag Íslands tók nú í haust þátt í mikilli herferð á vegum ISCA (International Sport and Culture Association) sem eru samtök um almenningsíþróttir og menningu hinna ýmsu landa í heiminum. Verkefnið stóð yfir dagana 1.–7. október sl. MOVE WEEK er herferð sem ISCA ætlar sér að verði stærra verkefni á næstu árum. Árið í ár er til undirbúnings fyrir þau sem á eftir koma og markmiðið er að árið 2020 verði 100 milljónum fleiri Evrópubúar farnir að hreyfa sig reglulega. Markmiðið fyrir árið í ár var að fá sem flesta Evrópubúa til að hreyfa sig fyrstu vikuna í október og hvetja til heilbrigðs lífsstíls. • Hvað: Evrópska íþrótta- og heilsuvikan MOVE WEEK. • Af hverju: Til að stuðla að víðtækari þátttöku í íþróttum og hreyfingu til heilsubótar. • Hvar: Yfir 30 samtök víðs vegar um Evrópu taka þátt. • Hvenær: Fyrstu viku október (1.–7. október). • Hverjir: Íþróttasamtök, borgir, sveitarfélög, íþróttafélög og stofnanir. Á Íslandi er það UMFÍ sem sér um

samskiptin við ISCA (International Sport and Culture Association) vegna verkefnisins. • Hvernig: Úti í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til frekari þátttöku í íþróttum og almennri hreyfingu.

Til vinstri: Frá uppákomu á Klambratúni. Til hægri: Þátttakendur í verkefninu.

Uppákoma á Klambratúni Í tilefni verkefnisins stóð UMFÍ fyrir uppákomu á Klambratúni í hádeginu þann 5. október. Þangað voru allir velkomnir til að taka þátt í útileikjum eins og stórfiskaleik, boðhlaupi, að hlaupa í skarðið, svo eitthvað sé nefnt. Gleðin skein úr öllum andlitum og veðrið var einstaklega fallegt.

„Þetta var ofsalega gaman og frábært að fá þetta veður til slíkra leikja. Það hefði verið gaman að fá fleiri en þetta náði tilgangi sínum og það skiptir mestu. Það verða fleiri sem koma á næsta ári,“ sagði Sabína Halldórsdóttir, landsfulltrúi hjá UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Sambandsráðsfundur UMFÍ á Kirkjubæjarklaustri Yfir 50 manns sátu 38. sambandsráðsfund Ungmennafélags Íslands sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri dagana 12.– 13. október sl. Fundurinn var starfsamur og voru 26 tillögur samþykktar á honum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagðist í lok fundarins vera ánægð og hún liti björtum augum fram á veginn fyrir hönd hreyfingarinnar. „Hér fóru fram mjög hreinskiptnar og opnar umræður, á köflum svolítið ákveðnar en niðurstaða fundarins er góð. Markmiðum held ég að við höfum náð en þau voru að gera upp þetta VBS-mál með hreyfingunni. Ég sagði, þegar ég sleit fundinum, að við gleymum þessu máli aldrei, höfum það með í farteskinu og lærum af því. Við ætlum að passa okkur á því að slíkt gerist aldrei aftur þannig að ég fer mjög sátt af þessum fundi eins og allir mínir félagar,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, eftir fundinn.

– Er samheldnin algjör eftir svona fund? „Já, ég held að þegar svona erfitt mál er tekið fyrir og rætt alveg í botn eins og hér var gert og lendingu náð, fari allir samstiga út af svona fundi,“ sagði Helga Guðrún. – Er bjartur og breiður vegur fram undan í hreyfingunni? „Já, það hefur alltaf verið þannig frá því að hreyfingin var stofnuð 1907. Þó að við höfum lent í erfiðleikum hefur okkur alltaf tekist að koma henni á rétta braut aftur. Við búum að svo miklum mannauði í þessari hreyfingu að þegar öllu er á botninn hvolft stöndum við alltaf sterkari upp eftir hverja raun,“ sagði Helga Guðrún. – Er niðurstaða fundarins sú að hreyfingin standi þétt saman? „Já, það gerir hún. Ég vona að allir séu mér sammála um það,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.

UMSB og Borgarbyggð vinna að stefnumótun Borgarbyggð og UMSB hafa tekið höndum saman í stefnumótun hvað varðar framtíð íþróttamála í sveitarfélaginu. Nefndir hafa verið að störfum um framtíðarskipan íþróttaog tómstundamála hjá báðum aðilum undanfarin misseri, framtíðarnefnd UMSB og vinnuhópur um íþrótta- og tómstundamál hjá Borgarbyggð. Nú munu hóparnir starfa saman og segir Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri UMSB, í samtali við Skessuhorn að ljúka eigi stefnumótunarvinnu fyrir árslok. Vilji hafi verið hjá báðum aðilum til að ljúka vinnunni á sem skemmstum tíma og talsverð undirbúningsvinna hefur nú þegar verið innt af hendi.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Samningar hafa náðst við Kristmar J. Ólafsson í Borgarnesi um að annast verkefnisstjórn og mun hann halda utan um stefnumótunarvinnuna. Kristmar hefur áralanga reynslu af íþróttastarfi í héraðinu

en hann var m.a. framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi árið 1997 auk þess að hafa menntun á sviði verkefnastjórnunar. Borgarbyggð samþykkti að leggja eina milljón til verkefnisins á þessu ári og unnið er að endanlegri fjármögnun þess. Framtíðarnefnd UMSB skipa Aðalsteinn Símonarson, Guðrún Þórðardóttir, Kristinn Sigmundsson og Þórdís Þórisdóttir. Vinnuhóp Borgarbyggðar skipa Páll Brynjarsson, Sigríður Bjarnadóttir og Jónína Erna Arnardóttir. Gert er ráð fyrir að stefnumótun ljúki í lok nóvember.


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Þegar náttúruöflin láta til sín taka og mannvirki láta undan, er gott að eiga vaskar sveitir línumanna sem leggja dag við nótt við að bjarga verðmætum og koma öllu í gott horf aftur. www.rarik.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Einstök upplifun Það er sérstök tilfinning að fara á Unglingalandsmót. Andrúmsloftið er ekki eins og maður hefur alla jafna vanist á íþróttamótum í gegnum tíðina. Spennan er einstök, maður finnur ekki fyrir henni neins staðar með sama hætti og á þessu móti. Hjá mörgum er löng bið á enda, margir eru að stíga fyrstu skrefin á íþróttaferlinum og gleðin og tilhlökkunin skín úr hverju andliti. Að ganga inn á völlinn með félögum sínum er stund sem gleymist aldrei. Allt um kring eru áhorfendur sem taka ekki síður þátt í gleðinni og hylla keppendur með lófaklappi. Stundum ganga þessi mót undir nafninu „Litlu-Ólympíuleikarnir“ og fyrir mörgum keppendum eru þeir það svo sannarlega. Markmiðið er að ná að sýna sitt besta og þó, ekki það eina hjá öllum. Hjá sumum er þátttakan og það vera með vinunum það sem skiptir mestu máli. Þannig hefur mér fundist þetta vera á Unglingalandsmótum í gegnum tíðina og þá ekki síst á Selfossi í sumar. Mótshaldarar eiga svo sann-arlega skilið rós í hnappagatið

fyrir frábæra framkvæmd. Metþátttaka var í mótinu en yfir tvö þúsund keppendur voru á mótinu og skemmtu sér hið besta í einstakri veðurblíðu sem ríkti alla mótsdagana. Ferðakostnaður liða af landsbyggðinni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og skyldi engan undra. Kostnaðurinn hefur sífellt verið að hækka svo að nú er komið að þolmörkum í þeim efnum. Ríkisvaldið verður af öllum mætti

að koma til móts við þennan hóp sem þarf að fara um langan veg til að keppa. Það er illt til þess að hugsa að þungur ferðakostnaður dragi úr mætti liða af landsbyggðinni. Létta verður undir með þessum hópi með einhverjum hætti. Augljóst er að auka þarf framlag ríkisins í ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar. Það eiga allir að eiga jafnan rétt til að keppa, búseta á þar ekki að skipta máli. Íslenskt íþróttafólk hefur staðið sig vel að undanförnu og árangur sundmannsins Jóns Margeirs Sverrissonar á Ólympíumóti fatlaðra var frábær. Jón Margeir vann til gullverðlauna á mótinu og er tólfti íslenski íþróttamaðurinn úr röðum fatlaðra til að hreppa gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra. Kvenna- og stúlknalandsliðið í hópfimleikum hömpuðu bæði gullverðlaunum á Evrópumótinu í hópfimleikum. Frábær árangur sem ber svo sannarlega að fagna.

Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.30–21.30 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Virka daga: kl. 17.00 –20.30 Lau: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Gjaldskrá Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 550 kr. 10 skipta kort 3.400 kr. 30 skipta kort 7.400 kr. Árskort 25.900 kr. Leigutilboð: handklæði, sundföt og aðgangseyrir 1000 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar og atvinnulausir fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar.

www.arborg.is

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Skinfaxi 3. tbl. 2012 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Landslið kvenna og landslið stúlkna í hópfimleikum náðu frábærum árangri á Evrópumótinu sem fram fór í Árósum í Danmörku í október sl. Bæði liðin gerðu sér lítið fyrir og unnu Evrópumeistaratitla. Kvennalandsliðið varði þar með titilinn sem Gerpla vann sem frægt er fyrir tveimur árum. Aðrar myndir á forsíðunni eru frá Unglingalandsmótinu á Selfossi þar sem Keflavík var valið fyrirmyndarfélag mótsins og frá uppákomu á Klambratúni í tengslum við MOWE WEEK sem UMFÍ var þátttakandi í.15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi:

Metþátttaka á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi í sumar Metþátttaka var á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi um verslunarmannahelgina. Á þriðja þúsund keppendur á aldrinum 11–18 ára skráðu sig til þátttöku í 14 íþróttagreinum sem í boði voru. Auk keppenda er talið að hátt í fimmtán þúsund manns hafi sótt mótið þegar mest var. Þess má geta að yfir þrjú hundruð keppendur komu af sambandssvæði HSK sem var framkvæmdaaðili mótsins. Fjölmennustu mótin áður voru í Borgarnesi 2010 en þar voru keppendur 1.748 og á mótinu á Egilsstöðum í fyrrasumar voru keppendur 1.247.

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Líkt og undanfarin ár tóku flestir þátt í knattspyrnukeppni mótsins en þeir voru um 1.200 talsins. Þá var 621 skráður í frjálsar íþróttir og 612 voru skráðir í körfuknattleik. Aðrar greinar, sem náðu 100 keppendum, voru fimleikar með um 120 keppendur og 110 kepptu í sundi. Á Unglingalandsmóti skiptir mestu að taka þátt en engu að síður var árangur í mörgum greinum mjög góður og voru sett fjölmörg unglingalandsmótsmet. Margir hafa stigið sín fyrstu skref á íþróttaferlinum á Unglingalandsmóti og ýmsir náð langt á keppnisferli sínum.

Dagskrá mótsins á Selfossi var glæsileg í alla staði sem og framkvæmd mótsins. Þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Keppt var, eins og áður sagði, í 14 greinum á mótinu sem hófst snemma á föstudagsmorgni og lauk ekki fyrr en seinni partinn á sunnudeginum. Auk þess var margs konar afþreying í boði alla daga mótsins. Þeir sem voru 10 ára og yngri fengu að spreyta sig í frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu. Boðið var upp á KSÍ-knattþrautir og KKÍ-skotkeppni. Mótinu var síðan formlega slitið með veglegri flugeldasýningu. Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði árið 2013.


Glæsileg mótssetning að viðstöddu miklu fjölmenni

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands:

Mikil og góð stemmning var þegar Unglingalandsmótið var sett í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni á Selfossvelli að kvöldi föstudagsins 2. ágúst. Setningarathöfnin hófst á því að keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn. Að því búnu var Hvítbláinn, fáni UMFÍ, dreginn að húni og ungir hestamenn komu ríðandi með unglingalandsmótseldinn inn á svæðið. Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning tók við kyndlinum og tendraði unglingalandsmótseldinn. Ávörp fluttu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

„Við erum ákaflega ánægð með þetta mót og það var framkvæmdaaðilum til sóma. Fjöldi keppenda fór yfir tvö þúsund og það hefur aldrei gerst áður. Ég tók sérstaklega eftir því hvað allir voru glaðir og ánægðir og á það jafnt við um keppendur og gesti,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, í samtali við Skinfaxa. „Aðstaðan hér á Selfossi er ein sú flottasta á landinu og veðrið lék við okkur alla keppnisdagana. Það varla hægt að fara fram á meira. Unglingalandsmótin eru verðugt verkefni og þau hafa heldur betur sannað gildi sitt. Þau eru orðin fyrsti valkostur hjá fjölskyldum og þau eiga bara eftir að vaxa og dafna. Það er bjart fram undan hvað þau varðar,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.

Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Selfossi:

Mótið var framkvæmda- Sjálfboðaliðar unnu aðilum til sóma frábært starf Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, sagðist vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að mótinu. Sjálfboðaliðar hefðu unnið frábært starf og án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. „Það var ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda samankominn og allir voru með bros á vör. Við eigum frábæra unglinga og við getum verið stolt af þeim. Mótið í heild sinni gekk vel og þessi mót hafa heldur betur sannað gildi sitt. Ég er afar ánægður með niðurstöðuna,“ sagði Þórir Haraldsson.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi: Guðríður Aadnegard, formaður HSK:

Líf og fjör á Unglingalandsmóti Að baki er velheppnuð og viðburðarík verslunarmannahelgi á Selfossi. Við, sem sátum í framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ 2012, settum okkur það markmið að gera mótið sem glæsilegast og að mínu mati tókst það. Í öllum undirbúningi einsettum við okkur að taka á móti gestum okkar með bros á vör og veðurguðirnir lögðu sitt af mörkum hvað þann þátt varðaði. Hér brosti sólin sem og aðrir alla helgina. Sveitarfélagið bauð upp á frábæra aðstöðu, jafnt á keppnissvæðum sem á tjaldsvæði, og var mikil ánægja meðal gesta með þá aðstöðu og þjónustu sem í boði var. Á Unglingalandsmótum UMFÍ hittast keppendur af öllu landinu, í ár var nýtt met slegið í keppendafjölda. Auk íþróttakeppni var boðið upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá alla landsmótsdagana. Hér var iðandi mannlíf og bærinn fullur af lífi, kæti og gleði. Þegar ég fór um Selfoss mótsdagana var ekki hægt að merkja að hér væru þúsundir á ferð og flugi, umgengnin var frábær og eiga þeir sem sáu til þess að hér sást ekkert rusl á götum eða öðrum svæðum, þakkir skildar. Ég held þó að fleiri en þeir sem skráðir voru sem sjálfboðaliðar við hreinsun hafi lagt þar hönd á plóg. Einn morguninn, þegar ég var að aka inn í bæinn, enginn sjáanlegur á ferli, tek ég eftir rusli á Austurvegi en kem þá jafnframt auga á eldri mann sem var að hreinsa upp það sem á vegi hans varð. Ég er ekki í vafa um að þessa góðu vinnu ástunduðu fleiri og sáu þannig til þess að bærinn skartaði sínu fegursta. Í spjalli mínu við börn og ungmenni mótsdagana kom fram í máli þeirra að á Unglingalandsmótum væri mikil stemmning og stuð. Á mótunum skapist mikil vinátta og margir nýir vinir og félagar bætist í vinahópinn. Ég heyrði að nú þegar væru margir farnir að leiða hugann að því að skipuleggja för á næsta mót sem haldið verður á Höfn í Hornafirði að ári. Unglingalandsmót UMFÍ er í mínum huga einhver mesta upplifun sem ungmenni landsins eiga kost á að taka þátt í um verslunarmannahelgi. Mótin efla íþróttastarfið, vináttu og samkennd og þátttakendur

Guðríður Aadnegard, formaður HSK.

mæta fullir af orku til leiks í íþróttafélögum sínum að hausti með skemmtilegar minningar af mótunum. Ég er þess fullviss að Unglingalandsmótið er enn ein rósin í hnappagat Héraðssambandsins Skarphéðins og vil hér með nota tækifærið til þess að þakka Sveitarfélaginu Árborg fyrir stóran þátt þess í að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni sem og fyrir frábæra samvinnu við allan undirbúning. Formanni og framkvæmdastjóra UMFÍ, framkvæmdastjóra og verkefnastjóra mótsins ásamt meðnefndarfólki mínu í framkvæmdanefnd mótsins, björgunarsveit og lögreglu þakka ég fyrir framlag þeirra. Innan Héraðssambandsins Skarphéðins er stór og föngulegur hópur af frábæru fólki sem kann vel til verka þegar kemur að stórmótum. Þar fara fremstir í flokki sérgreinastjórar mótsins sem lögðu grunninn, með aðstoðarfólki sínu, að vel skipulagðri og skemmtilegri íþróttakeppni. HSK átti glæsilegan hóp keppenda sem fengu treyju merkta sambandinu og Arion banka. Unglingalandsmótsnefnd HSK hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu þátttöku HSK og færi ég nefndar-

mönnum bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Félagar okkar í HSK voru hvattir til þess að koma til starfa með framkvæmdanefndinni og leggja sitt af mörkum svo að mótið yrði sem glæsilegast og helgin ógleymanleg gestum okkar. Það má með sanni segja að því kalli hafi verið svarað kröftuglega. Hundruð sjálfboðaliða lögðu okkur lið og unnu hér daga og nætur með bros á vör. Framlag þeirra fáum við seint fullþakkað, án starfa þeirra hefði mótið ekki verið haldið. Það var okkur í stjórn HSK afar mikilvægt að vel tækist til með Unglingalandsmót UMFÍ þar sem við höldum annað stórmót að ári, það er Landsmót UMFÍ 2013, í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Nú er hálfleikur og ég er þess fullviss að seinni hálfleikur verður ekki síður vel spilaður af okkar hálfu. Í leikhléinu þurfum við að lagfæra þá hnökra sem upp komu. Ég er þess fullviss að við mætum tvíefld til leiks í seinnihlutann og getum borið höfuðið hátt með bros á vör í leikslok. Keppendum þakka ég drengilega keppni, forráðamönnum og öðrum gestum þakka ég fyrir komuna og skemmtilega daga og býð ykkur velkomin á Landsmót UMFÍ 4.–7. júlí 2013 á Selfossi.

Bautasteinn afhjúpaður á Selfossi

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, við athöfnina þegar bautasteinninn var afhjúpaður.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Eftir setningarathöfn Unglingalandsmótsins í sumar var afhjúpaður bautasteinn á íþróttavallarsvæðinu til minningar um mótin sem haldin hafa verið á Selfossi, Landsmótið 1978 og Unglingalandsmótið sem fram fór í sumar. Það voru þær Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem afhjúpuðu bautasteininn í sameiningu. Helga Guðrún sagði af þessu tilefni að það væri heiður að fá að afhenda sveitarfélaginu fyrir hönd hreyfingarinnar þennan minnisvarða til minningar um það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið unnið á Selfossi.


ENNEMM / SÍA / NM51392

Ð Æ ðÍ

Í ðÍá ðÍ Í ý Í ðÍ ð ó Í ú Í ðÍ ðÍ ö Í úÍáÍ íð Í Í ö þá ÍíÍ Í í Í Í ð æ ö

ý ÍÍ ð

ÍÍ

íðÍ Í ÍáÍÍ

fiÍ

Í

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Keflvíkingar taka á móti fyrirmyndarbikarnum á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi.

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, valið fyrirmyndarfélagið Keflavík íþrótta- og ungmennafélag var valið fyrirmyndarfélagið á 15. Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Selfossi um verslunarmannahelgina. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem tilkynnti þessa niðurstöðu á lokaathöfn mótsins á Selfossvelli. Innganga félagsins vakti mikla athygli og var mikill metnaður lagður í hana af hálfu félagsins. Umgjörðin var sömuleiðis félaginu til fyrirmyndar á mótinu. Alls voru 112 keppendur frá félaginu og hafa aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti. Keppendur voru félagi sínu til sóma jafnt utan vallar sem innan. Þess má geta að UMSE var valið fyrirmyndarfélagið í fyrra á mótinu sem haldið var á Egilsstöðum.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Aníta Hinriksdóttir, ein efnilegasta hlaupastúlka heims í dag Hlaupakonan efnilega, Aníta Hinriksdóttir, er í efsta sæti heimslistans árið 2012 í 2000 metra hindrunarhlaupi í flokki unglinga 17 ára og yngri, með tímann 6:34,80 mínútur. Sá tími er auðvitað glæsilegt íslenskt aldursflokkamet í greininni. Aníta er svo í fjórða sæti á heimslistanum í 800 metra hlaupi í flokki 17 ára og yngri með Íslandsmetstímann sinn 2:03,15 mínútur sem hún náði með eftirminnilegum hætti á HM unglinga í Barcelona í júlí. Aníta er hins vegar með besta tímann í 800 metra hlaupi af öllum sextán ára stúlkum í heiminum árið 2012. Í flokki fullorðinna er Aníta næstbesti 800 metra hlaupari Norðurlanda en best í bæði 19 ára og 17 ára og yngri unglingaflokkum. Af þessu má sjá að Aníta hefur svo sannarlega skipað sér á bekk með efnilegustu hlaupakonum heims. Aníta keppti á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar. Hún hljóp 800 metra hlaup á mjög góðum tíma og setti unglingalandsmótsmet. Árangur Anítu hefur vakið mikla athygli og augljóst er að þarna er á ferð mikið efni. Aníta dvaldi í æfingabúðum í Bretlandi á dögunum ásamt þjálfara sínum, Gunnari Páli Jóakimssyni. „Æfingarnar halda áfram í vetur. Ég mun taka þátt í víðavangshlaupi í Danmörku núna í nóvember og síðan mun ég taka þátt í mótum erlendis í febrúar og mars ef allt gengur upp. Ég er búin að vera í íþróttum frá því að ég man eftir mér, fyrst var

ÉG NÝT ÞESS AÐ HLAUPA ég í boltaíþróttum og síðan tók ég ákvörðun um að hella mér alfarið í frjálsar íþróttir. Ég var í öllum greinum í fyrstu en hlaupin urðu síðan endanlega fyrir valinu. Ég nýt þess að hlaupa,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í spjalli við Skinfaxa. Aníta, sem er 16 ára gömul, stundar nám

á fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík. „Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að taka þátt í Unglingalandsmótum UMFÍ og hef tekið þátt í þeim flestum frá því að ég var 11 ára gömul. Ég stefni að því að taka þátt í þeim á meðan ég hef aldur til,“ sagði Aníta.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


N1 KORTIÐ SKILAR SPARNAÐI OG PUNKTUM UM ALLT LAND!

Ert þú að missa af þínum ávinningi?

1 PUN = 1 K KTUR RÓNA Í VIÐS KIPTU MV IÐ N1

Sæktu um kort á n1.is

WWW.N1.IS

15

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Meira í leiðinni


Ungmennaráðstefna í Frakklandi:

Áhersla á heilbrigði og hreyfingu Dagana 18.–25. ágúst í sumar sem leið var haldin ráðstefna á vegum UFOLEP (Union Française des Oeuvres Laïques d’Education Physique) og ISCA (International Sport and Culture Association) sem bar yfirskriftina „Swell: Youth training for health and wellness“. Ungmennafélagi Íslands var boðið sæti fyrir tvo fulltrúa á aldrinum 18–30 ára á ráðstefnunni. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, sótti ráðstefnuna ásamt Elmari Eysteinssyni og Jóhönnu Guðrúnu Snæfeld Magnúsdóttur. Á ráðstefnunni var megináhersla lögð á heilbrigði og hreyfingu út frá þremur mismunandi sjónarmiðum, mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlega heilsu, andlega og félagslega vellíðan og út frá sjónarhorni mannréttinda og forvarnastarfs. Þau segja hér frá ferðinni sem var vel heppnuð og ógleymanleg í alla staði. Við vorum þrjú fersk sem lögðum af stað snemma morguns 18. ágúst út á Keflavíkurflugvöll, gífurlega spennt fyrir því sem fram undan var. Ferðinni var heitið til Xonrupt-Longmere í Frakklandi. Veðurspáin var æðisleg, 25 stiga hiti eða meira og sól allan tímann, og ráðstefnuna átti að halda einhvers staðar uppi í fjöllum. Við flugum fyrst til Basel þar sem konurnar þurftu að fá að skreppa í lífsnauðsynlega ferð í H&M. Þá vildi ekki betur til en svo að við hálfvilltumst á leiðinni til baka og vorum því nærri búin að missa af lest sem átti að flytja okkur á áfangastað. Við fengum leigubílstjóra til þess að aka okkur á fleygiferð á lestarstöðina. Tíma tók að koma okkur á réttan stað og við hlupum út um alla lestarstöð. Að lokum vorum við þó sest inn í lest, sem við héldum að væri hin rétta, þremur mínútum fyrir brottför. Allt hafðist þetta á endanum og við komumst heil á áfangastað. Fyrsta kvöldið okkar á svæðinu var haldið nokkurs konar kynningarpartý þar sem átti að hrista hópinn aðeins saman, en saman voru komin ungmenni víðs vegar að úr Evrópu, ein frá Asíu og einn frá SuðurAmeríku og var hópurinn af öllum stærðum og gerðum. Dagskráin byrjaði svo af alvöru á sunnudeginum. Haldið var áfram að hrista hópinn saman í upphafi dags og dagskráin kynnt fyrir okkur. Sum okkar voru vanari þessum námskeiðum en önnur og vissu því nokkurn veginn við hverju væri að búast. Námskeiðið snerist um heilbrigðan lífsstíl og hvernig hægt væri að nota íþróttir sem fræðslutæki. Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir en þó var reynt að halda formlegheitunum í lágmarki og láta þátttakendurna taka sem allra mest þátt í dagskránni sjálfa. Umræðurnar gátu oft

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þátttakendur á ráðstefnunni, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Elmar Eysteinsson og Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir.

orðið æði skrautlegar þar sem þátttakendurnir voru með ansi mismunandi bakgrunn. Margt var gert fyrir utan þessa hefðbundnu fyrirlestra til þess að reyna að fræða okkur um heilsu og líkamlega vellíðan. Farið var í körfubolta og fótbolta þar sem Verkefni sem þátttakendur unnu, þar sem átti að túlka markmið ráðstefnunnar.

Elmar og Jóhanna bregða á leik: Hver er ofan á brúnni minni?

hver og einn þátttakandi fékk hlutverk sem hann átti að leika. Í fótboltanum gekk það út á að þú varst með ýmiss konar líkamlega eða andlega kvilla og áttir að spila eftir því. Í körfuboltanum snerist það um að þér var úthlutað einhverri persónu og á þriggja mínútna fresti var kallað upp einhver aðstaða sem þú gætir komist í, í lífinu. Ef þú taldir það eiga við þig áttir þú að frjósa í eina mínútu á meðan hinir spiluðu. Þetta gat til dæmis verið að þú hefðir ekki aðgang að hreinu vatni, eða að þú hefðir ekki aðgang að sjúkratryggingum eða þess háttar. Báðir þessir leikir vöktu okkur mikið til umhugsunar um aðstöðumun fólks, hvort sem það var í fótboltanum þar sem fólk gat fengið það hlutverk að það væri í mikilli vímuefnaneyslu, of feitt eða með of háan blóðþrýsting o.fl. eða í körfuboltanum þar sem þú gast verið heimilislaus, barn forríkra einstaklinga, vændiskona eða því um líkt. Þetta gert til þess að fá okkur til þess að hugsa um að maður geti ekki sett alla undir sama hatt og verði að skoða ólík sjónarhorn og mismunandi aðstæður. Þá fengum við að prófa að fara á kajak út á vatn og var það hin skrautlegasta skemmtun. Fólki gekk misvel að ná tökum á róðrinum en hópnum var skipað að mynda hring og festa sig saman og síðan var prófað hvort einstaklingar gætu farið úr sínum báti og labbað hringinn á hinum bátunum. Þetta gekk vel þótt ótrúlegt megi virðast. Í lokin var okkur skipt upp í 6 manna lið og við sett á tveggja manna kajaka þar sem við áttum að fara í þrautabraut. Við Íslendingarnir vorum öll saman í liði og okkur gekk ekki sem best í þessum hluta þrautarinnar. Svo átti allur hópurinn saman að fara sömu þraut á þessum tveggja manna kajökum en nú var búið að snúa þeim á hvolf. Þar fékk verksvit Íslendinganna að njóta sín og Elmar lenti í því að róa einn á meðan kvenmennirnir lágu flatir ofan á bátnum og einn karlmaður synti aftast og ýtti bátnum þannig. Í stuttu máli sagt unnum við þá þraut með yfirburðum. Þá var einn dagur áætlaður í fjallgöngu um svæðið. Það endaði ekki vel hjá Elmari, hann fékk hitasting áður en lagt var af stað svo að hann þurfti að dúsa heima upp í rúmi og var Jóhanna ráðin til að hjúkra honum. Svo var okkur sagt, þegar við komum til baka, að þetta hefði verið alveg æðislegt og við tókum bara orð þeirra fyrir því. Síðustu dagana var okkur skipt upp í nokkur verkefni. Meðal þeirra voru myndbandsverkefni, bæklingagerð, að þróa æfingu og MOVEWEEK. Við tókum þátt í videoverkefninu og að þróa æfingu. Jóhanna fór í myndbandagerðina og er sú vinna í fullum gangi, en markmiðið var að búa til myndaband sem fengi fólk í raun og veru til að hugsa um hreyfingu og fá kyrrsetufólk til þess að bæta lífsstíl sinn. Áætlað er að myndbandið verði tilbúið um mánaðamótin nóvember-desember.


Verkefnavinna þátttakenda.

Þátttakendur fengu skemmtilegan frídag á vatninu. Leikir og glens voru í fyrirrúmi. Þátttakendur fóru í hreystipróf.

Hitabylgja var í Xonrupt-Longmere um 35°C alla daga eins og sjá má.

Elmar og Sabína fóru í það að þróa og hanna æfingu og bjuggu þau til leik sem þau fengu síðan að prófa. Leikurinn byrjaði á því að hópnum var skipt niður í fjögur lið og þau voru send hvert í sitt hornið. Á miðjum vellinum var karfa full af miðum. Á miðunum stóðu fullyrðingar um eitthvað sem þú áttir að hafa gert yfir daginn. Sumar voru góðar og aðrar slæmar. Liðin áttu síðan að safna 10 góðum mið-

um og það lið sem var fljótast að þessu vann. Ef þú dróst slæman miða ávann liðið þitt sér refsingu. Þemað í leiknum hjá Elmari og Sabínu var næring, hreyfing og áfengi. Námskeiðið endaði svo með miklu kveðjupartýi þar sem örfá tár fengu að falla. Á þessum stutta tíma varð til gott tengslanet sem við eigum eftir að búa að í langan tíma. Það voru svo þreyttir ferða-

langar sem komu heim seinnipartinn 25. ágúst, eftir mjög viðburðaríka viku. Þessi ferð varð svo sannarlega til þess að bæta þekkingu okkar og auka víðsýni á málefninu heilbrigðari lífsstíll. Skrefin þurfa ekki alltaf að vera mjög stór, litlu skrefin geta einnig skipt máli þegar maður tekur ákvörðunina um að breyta til betri vegar. Litlu skrefin eru líka jafnmikilvæg hinum stóru.

KÖRFUBOLTI:

Kvennalið Snæfells vann tvo titla Kvennalið Snæfells í körfuknattleik hóf keppnistímabilið af miklum krafti. Liðið vann tvo titla á nokkrum dögum, fyrst í deildarbikarnum þar sem liðið lagði Keflavík, 78:72, og síðan í leik þar sem mættust í árlegum leik meistarar meistaranna á síðasta keppnistímabili. Þar sigraði Snæfell lið Njarðvíkinga, 84:60. Þetta voru um leið fyrstu titlar Snæfells í kvennaflokki frá upp¡hafi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


Eitt af fyrstu verkefnunum á mánudegi er gönguferð þar sem allir fá útrás fyrir hreyfiþörf. Byrjað er á því að þátttakendur skiptast á að ganga með blindragleraugu. Hér eru nemendur komnir upp á Lambhól en þaðan er gott útsýni yfir Hvammsfjörð og Laugar.

Níundi starfsvetur Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum Níundi starfsvetur Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ að Laugum í Sælingsdal er hafinn. Búðirnar hafa svo sannarlega fest sig í sessi hjá flestum grunnskólum landsins. Það sem af er þessum vetri hafa nemendur frá 17 grunnskólum víðs vegar að af landinu sótt búðirnar heim. Fyrstu sjö vikurnar í haust hafa því verið ansi fjörugar og litríkar í alla staði. Nemendur hafa verið ánægðir með starfið en það sem stendur upp úr hverju sinni er draugaferðin, gögl, sundlaugarpartý og Laugarleikarnir. Einnig eru nemendur ánægðir með

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

aðra dagskrárliði enda er vandað vel til verka og það sem fram fer hentar langflestum unglingum sem þangað koma. Á mánudögum heyrist oft hrollur fara um mannskapinn þegar talað er um símaleysi, netleysi og allt það sem ekki má gera. Það kemur þó ekki að sök því á föstudögum fara allir alsælir heim og skilja vel af hverju ekki átti að vera með síma, tölvur og sælgæti. Þátttakendur njóta þess að fá frið frá daglegu amstri hversdagsleikans og njóta samveru hvert með öðru. Hér á síðunni má sjá myndir af hópum sem hafa verið í búðunum í haust.


ÍÞRÓTTAFATNAÐUR

“BASE LAYER” Hentar vel í alla útivist, æfingar og keppni. Þröngt snið kemur í veg fyrir óþarfa hreyfingu á vöðvum og þannig lágmarkast orkutap á meðan æfingu stendur. Tilvalið í útiíþróttir. Flíkin dregur svita frá líkamanum og heldur honum heitum. Gæðaefni; 90% polýester og 10% Elastane. Þægilegt snið.

Selt í verslun okkar að Norðlingabraut 14. Síðermabolur; Verð, barnastærðir kr. 5.990Verð, fullorðinsstærðir kr. 6.990-

precision

training – með þínu merki www.bros.is • Norðlingabraut 14 • 110 Reykjavík • Sími 569 9000 • Fax 569 9001

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ

Margir tóku þátt í sumar „Það var gaman að sjá hve margir tóku þátt í almenningsíþróttaverkefninu í sumar og nýttu sér skráningarkerfið inn á ganga.is til að halda utan um hreyfingu sína í Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Það kemur endanlega í ljós síðar í haust hve fjöldinn var mikill þegar við tökum gestabækurnar saman,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa um verkefnin sem standa almenningi til boða. Sigurður sagði greinilegt að fjallgöngur séu mjög vinsælar nú um stundir. Dæmi eru um einstakling sem hefur skráð að hann hafi gengið á yfir 100 fjöll. Margir hafi gengið á 30–40 fjöll sem sé líka frábær árangur. Sigurður sagði æ fleiri nýta sér efnið á ganga.is en þar væri að finna fjölmargar gönguleiðir um allt land. Einnig má finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í annað sinn í sumar og sagði Sigurður að það yrði með óbreyttu sniði á næsta ári. Verkefnið stóð formlega yfir til 15. september en áfram er hægt að skrá hreyfingu inn á ganga.is.

Göngum um Ísland

Ganga.is

Fjölskyldan á fjallið

Í byrjun sumars kom út bókin Göngum um Ísland. Bókin er alls 128 blaðsíður og þar var að finna útlistun á 300 stuttum gönguleiðum víðs vegar um landið og á þeim 24 fjöllum sem sambandsaðilar UMFÍ tilnefndu í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er einnig að finna ýmsan fróðleik, t.d. um hvað þurfi að hafa í huga þegar lagt er af stað í gönguferð. Bókinni var dreift á allar N1-stöðvar sem og á sundstaði, upplýsingamiðstöðvar og víðar.

Vefsíðan www.ganga.is hefur frá upphafi fallið vel í kramið hjá landsmönnum en síðan er aldrei vinsælli en yfir sumartímann. Vefsíðan hefur að geyma fjöldann allan af gönguleiðum um allt land sem og fréttir og ýmsa fróðleiksmola sem tengjast hreyfingu. Á vefsíðunni er þátttakendum gert kleift að halda utan um og fylgjast grannt með þeirri hreyfingu sem þeir hafa stundað og margir nýta sér þetta allan ársins hring.

Fjölskyldan á fjallið er verkefni sem slegið hefur í gegn hjá UMFÍ. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í verkefninu frá vori og fram á haust. Tuttugu sambandsaðilar hafa tilnefnt fjöll í verkefnið og skipulagt göngur á þau fjöll. Árlega skrá um 12.000 manns nöfn sín í gestabækur sem komið hefur verið fyrir á tindum fjallanna. Flest eru þau auðveld viðureignar og því kjörin fyrir fjölskylduna að ganga á. Markmiðið með verkefninu er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Fjölskylduganga hjá HSK á Skarðsmýrarfjall HSK tók þátt í verkefninu í 11. sinn og hefur verið með frá upphafi. HSK hefur tilnefnt tvö ný fjöll í verkefnið á hverju ári. Skarðsmýrarfjall í Ölfusi og Vatnsfell á Holtamannaafrétti urðu fyrir valinu í ár. HSK stóð fyrir fjölskyldugöngu á Skarðsmýrarfjall miðvikudaginn 30. maí sl. Göngumenn hittust við Skíðaskálann í Hveradölum og þaðan var sameinast í bíla. Göngustjóri var Björn Pálsson í Hveragerði. Skarðsmýrarfjall er tæpir 597 metrar á hæð og er á norðanverðri Hellisheiði. Norðan og austan við fjallið er Hengilssvæðið sem hefur upp á mjög áhugavert landslag að bjóða. Þar eru hverir og gígar, ár og stöðuvötn og fjölbreytt gróðurfar. Hengilssvæðið er meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi. HSK-gangan á Vatnsfell var farin laugar-

daginn 16. júní og gekk vel. Guðni Guðmundsson á Þverlæk tók þátt í verkefninu líkt og undanfarin ár. Í og eftir gönguna urðu til eftirfarandi vísur hjá honum: Hér umhverfis liggur orkuforði. Öflugir víða stíflugarðar. Því orkan er öll á yfirborði. Ekkert sem að Kölska varðar. Af öræfum er orkan fengin. Orkuríkt er Frón. Umhverfisspjöll sé nánast engin. Aðeins fögur lón. Vel ég naut hér varmastunda. Vatnsflöturinn spegilskyggn. Á Vatnsfellið er vert að skunda. Sjá víðáttunnar miklu tign.

Starfsmannaganga hjá UÍA á Sandfell Sandfell í Fáskrúðsfirði var fjall UÍA í verkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið, árið 2012. Sandfellið er sunnan megin í Fáskrúðsfirði og er farið upp með Víkurgerðisá inn í Fleinsdal og gengið upp á fjallið að suðaustanverðu. Fjallið er líparítfjall og jarðfræðilega einstakt. Gönguleiðin er stikuð. Fyrsti hluti leiðarinnar, inn í botn Fleinsdals, er gróinn og ekki mjög brattur en leiðin á fjallið er brattari og erfiðari, einkum fyrir óvana. Áætlaður uppgöngutími er 2 – 2,5 tímar. Framkvæmdastýra UÍA leiddi starfsmannagöngu á fjallið, sem kom m.a. gestabók fyrir, og hefði sennilega farið á tindinn á einum og hálfum tíma hefði formaðurinn ekki verið með í för og tafið fyrir. Eftir að hafa fengið nóg af sniglinum stakk framkvæmdastýran af á endasprettinum og fór ein á tindinn. Að sögn hennar er útsýnið af tindinum ægifagurt og sést bæði inn í þorpið í Fáskrúðsfirði og út fjörðinn að Skrúði. Útsýnið úr hlíðinni er líka fagurt. Þá var gengið á Grænafell í tilefni af

degi íslenskrar náttúru 16. september. Gangan, sem var samvinnuverkefni UÍA,

Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps og Náttúrustofu Austurlands, tókst í alla staði vel.

UMSB með göngu á Foxufell Foxufell í Hítardal var fjall ársins hjá UMSB en gönguleiðin að fellinu er um 4,5 km. Hópur göngugarpa gekk á fjallið í vor og kom fyrir gestabók. Önnur skipulögð ganga var síðan farin í ágúst sem var um leið hluti af 100 km afmælisgöngu sambandsins.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ Guðmunda Jónasdóttir, grunnskólakennari og göngugarpur í Borgarnesi: „Ég hef verið dugleg að taka þátt í verkefnum sem UMSB hefur haldið úti og einu sinni gengum við með ánum í Borgarfirði sem var afskaplega skemmtilegt. Ég hef alltaf verið dugleg að hreyfa mig og aðallega þá í sundi í gegnum tíðina og reyni að komast í sund daglega. Ég æfði sund sem krakki og síðan gerðist ég sundþjálfari í Bolungarvík. Ég er frá Ísafirði og auðvitað var ég dugleg að ganga á fjöll þegar ég var ung. Í almenningsíþróttaverkefninu sem UMFÍ stendur fyrir var ég iðin við kolann í sumar og gekk á fjöldamörg fjöll í Borgarfirði. Má þar nefna Miðfellsmúla, Tungukollinn, Búrfell, Vigrafellið, Svartatind, Strút, Ok og svo gekk ég líka Vatnaleiðina sem við tókum á nokkrum dögum. Við gengum þessa leið í yndislegu veðri í frábærum félagsskap þrjár saman. Í upphafi þessa árs setti ég mér markmið en þau voru að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi í 30 mínútur og oft lengur. Ef ég er ekki að ganga á fjöll þá er ég að ganga mikið um bæinn og svo eigum við þessa fínu gönguleið upp að hesthúsunum. Það er alls staðar hægt að ganga í Borgarfirði,“ sagði Guðmunda Jónasdóttir, grunnskólakennari í Borgarnesi og göngugarpur, í spjalli við Skinfaxa.

Gaman að skoða landið, fræðast og njóta

Guðmunda segir að í sínum huga skipti hreyfingin afar miklu máli. Öll hreyfing hafi bara kosti ef hún sé stunduð af skynsemi. Guðmunda segir almenningsíþróttaverkefni UMFÍ alveg stórkostlegt framtak. Verkefnið sé hvetjandi fyrir fólk til að hreyfa sig og hugsa um heilsuna. „Um síðustu áramót ákvað ég að skrá alla hreyfingu niður samviskusamlega. Það er svo gaman að stunda útivist og njóta þess félagsskapar sem hún býður upp á.

Það er gaman að skoða landið, fræðast og njóta. Ég ætla að hreyfa mig eins og kostur er í vetur. Við höfum stofnað gönguhóp í grunnskólanum og göngum saman tvisvar í viku hring um Borgarnes og gerum teygjuæfingar inn á milli og ef veðrið hamlar útiveru ætlum við inn í íþróttahús. Ég hlakka til vetrarins og njóta þess að hreyfa mig með öðru fólki,“ sagði Guðmunda Jónasdóttir, hress í bragði.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

22

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 59351 06/12

BORGARFERÐIR

NJÓTTU ÞESS AÐ SJÁ ÞIG UM Í HEIMINUM MEÐ ICELANDAIR Borgarferðir Þú færð ekki betra tækifæri til þess að lyfta þér upp. Þú getur valið á milli allra áfangastaða Icelandair, austan hafs og vestan. Hver er uppáhaldsborgin þín? Hún bíður.

Tilboðsferðir Spennandi tilboðsferðir. Einstök tækifæri í sumar og í haust. Fylgstu með á vefnum og taktu flugið án þess að hika. Ævintýrin gerast enn.

+ Kynntu þér möguleikana á icelandair.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


EN EKKI HVAÐ?

VERT

LÝSI ER D-VÍTAMÍNGJAFI ÍSLENDINGA

Áfram mælt með lýsi Landlæknisembættið mælir með því að fólk taki þorskalýsi áfram þrátt fyrir að byrjað sé að vítamínbæta mjólk. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins.*

*Samkvæmt vef Landlæknisembættisins http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2365

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ Jón Ragnar Hjaltason, Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal: „Ég sleppi ekki úr degi. Að vísu datt einn dagur út eigi alls fyrir löngu þegar ég flaug heim til Íslands að að loknu tveggja vikna fríi á Spáni. Hreyfingin á hug minn allan og það er skýring á því. Árið 2009 greindist ég með kransæðastíflu, gekkst undir aðgerð og í framhaldinu fór ég á Reykjalund um haustið. Þar fékk ég frábæra meðhöndlun en þar er maður látinn ganga eitthvað á hverjum degi. Þessu hélt ég áfram þegar ég kom heim og gekk daglega um fjóra km. Ég var orðinn rúmlega 100 kg en dag einn gáfu eiginkonan og dætur mínar mér hlaupaskó sem ég hélt að ég myndi aldrei nota. Fyrst ég var kominn á alvöruhlaupaskó fór ég að hlaupa þessa fjóra km en ég var búinn að setja mér það takmark að hreyfa mig ekki minna en 30 mínútur á dag. Ég komst að því að ég var allt of fljótur að hlaupa þessa fjóra km og bætti því tveimur við til þess að vera hálftímann á hreyfingu. Stundum hjóla ég líka og fer í golf,“ sagði Jón Ragnar Hjaltason, YtraGarðshorni, í samtali við Skinfaxa. Jón Ragnar er umsjónarmaður golfvallarins í Svarfaðardal og var sjálfur mikið í golfi.Jón Ragnar sagði að eftir kransæðastífluna og eftir að hafa losað sig við ein 20 kg hefði honum fundist að hann hefði yngst um mörg ár ef eitthvað var. „Sem ungur strákur var ég ekki að neinu viti í íþróttum, var að gutla í fótbolta eins og gengur hjá ungum drengjum. Ég er 57

Sleppi ekki úr degi – hreyfing á hug minn allan

ára gamall og þegar sjúkdómurinn sótti að mér fannst mér ég vera orðinn gamall. Á þeim tíma hefði ég ekki treyst mér til að skokka 100 metra. Ég hafði ekkert úthald

sem rekja má til þess að ég var orðinn kolstíflaður í kransæðum. Þetta er allt annað og betra líf í dag og í sumar lét ég mig hafa það að taka þátt í 10 km hlaupi og hljóp það á 50 mínútum. Mín hreyfing dags daglega felst að stórum hluta í að hlaupa en stundum hjóla ég líka. Þetta fer allt saman eftir veðri,“ sagði Jón Ragnar. Jón Ragnar sagði að allir verði að gefa sér tíma til að hugsa um sjálfa sig og heilsuna og þar skipti hreyfingin sköpum. „Mér er minnisstætt þegar ég beið á Landspítalanum í þrjár vikur eftir að komast í aðgerð. Ég horfði út um gluggann og úti var suðvestan strekkingsvindur í borginni og mígandi rigning. Þar úti var manneskja að berjast á móti vindinum og rigningunni og ég hugsaði hvað ég öfundaði þessa manneskju óskaplega mikið. Þessi minning hefur greypst í mig og maður hugsar: Ég vil frekar vera þessi úti sem berst í rokinu heldur en hinn sem getur ekki hreyft sig af einhverjum sökum. Ég ætla að hreyfa mig áfram og lifa heilbrigðu lífi enda ekkert annað í boði. Ég fékk gula spjaldið ef svo má segja, sumir eru ekki einu sinni svo heppnir. Ég ætla að hreyfa mig áfram hálftíma á dag og hvet fólk til að huga að heilsunni og hreyfa sig,“ sagði Jón Ragnar Hjaltason í spjallinu við Skinfaxa.

Jón Margeir vann gull og setti heimsmet á Ólympíumóti fatlaðra Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp, náði frábærum árangri á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í London dagana 29. ágúst til 9. september sl. Jón Margeir vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi karla í flokki S14. Kom hann fyrstur að bakkanum í úrslitasundinu á tímanum 1.59,62 mínútur sem er nýtt heimsmet og tryggði sér ólympíugullið í greininni. Jón Margeir átti annan besta tímann inn í úrslitin 2.00,32 mínútur. Daniel Fox frá Ástralíu hreppti silfrið en hann átti besta tímann í undanrásunum. Jón Margeir varð í London tólfti íslenski íþróttamaðurinn úr röðum fatlaðra til að vinna til gullverðlauna á Ólympíumóti. Á 32 árum eða frá árinu 1980 hefur Ísland unnið alls 37 gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra og flest þeirra eða níu talsins vann Sigrún Huld Hrafnsdóttir á Ólympíumóti þroskahamlaðra í Madríd á Spáni árið 1992. Eftirtaldir íþróttamenn hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra:

Bára B. Erlingsdóttir – 1992 Katrín Sigurðardóttir – 1992 Kristín Rós Hákonardóttir – 1996/2000/2004 Pálmar Guðmundsson – 1996 Jón Margeir Sverrisson – 2012

Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/ Ösp vann gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í London.

Sigurrós Karlsdóttir – 1980 Haukur Gunnarsson – 1988 Lilja M. Snorradóttir – 1988 Geir Sverrisson – 1992 Ólafur Eiríksson – 1992/1996 Sigrún H. Hrafnsdóttir – 1992 Guðrún Ólafsdóttir – 1992

Ísland hefur unnið til samtals 98 verðlauna á Ólympíumótum fatlaðra frá árinu 1980. Alls eru gullverðlaunin orðin 37 talsins, 19 silfurverðlaun og 42 bronsverðlaun. Jón Margeir fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Íslands eftir frækilegan árangur í London. Að lokinni móttökuathöfn í Leifsstöð og móttöku á vegum Íþróttasambands fatlaðra fór Jón til móttökuathafnar sem Sunddeild Fjölnis hélt honum til heiðurs. Mikill fögnuður varð þegar Jón hitti æfingafélagana á ný. Krakkarnir voru stoltir yfir að hafa slíkan afreksmann í hópnum og ríkti mikil gleði. Jón fékk blóm og heillaóskir frá stjórn deildarinnar auk þess sem aðalstjórn Fjölnis sendi honum heillaóskir

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Ferðakostnaður liða af landsbyggðinni þungur baggi Davíð Sveinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Snæfells:

Snæfellingar aka um 30.000 kílómetra á ári Þeir sem til þekkja vita að það kostar sitt að reka íþróttafélag og þar vegur ferðakostnaður þungt. Félög sum hver, sem þurfa um langan veg að fara, verða að reiða fram háar fjárhæðir í ferðakostnað. Þessi kostnaður hefur farið stighækkandi síðustu ár og má helst rekja það til hækkandi eldsneytiskostnaðar en líka hefur framlag ríkisvaldsins farið minnkandi. Um langt skeið hefur ferðakostnaður íþróttafélaga á landsbyggðinni verið til umræðu. Flestir eru sammála um að samkeppnisstaðan sé ójöfn. Íþróttafélag úti á landi þarf að afla mikilla tekna til þess eins að taka þátt í mótum á landsvísu, svo að ekki sé minnst á kostnað foreldra vegna ferðalaga barna og unglinga. Það gerir málið enn alvarlegra að rekstrarumhverfið er mun erfiðara. „Það er dýrt að ferðast og því kynnist íþróttafólk sem þarf stundum um langan veg að fara þegar um keppnisferðir er að ræða. Við réðumst í það að festa kaup á 14 manna bíl í fyrrahaust til afnota fyrir körfuknattleiksdeildina. Hann bilaði reyndar hjá okkur á dögunum og kostaði eina milljón að gera við hann. Það segir sig sjálft að það kostar að reka deildina. Það eru styrktaraðilar sem hafa hlaupið undir bagga með rekstur bílsins. Það var niðurstaða hjá okk-

ur að hagstæðast væri að kaupa bíl en við ökum um 30 þúsund km ári og þá eru allir flokkar meðtaldir,“ sagði Davíð Sveinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Skinfaxa. Davíð sagði að 4–5 milljónir króna færu í ferðakostnað hjá deildinni á ári og þá væri allt meðtalið. „Ferðakostnaður liða, sem þurfa um lengri veg að fara en við, er eflaust miklu hærri. Við þurftum að senda yngri flokkalið í keppni austur á land fyrir skemmstu

Þröstur Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls:

Þetta gengur ekki svona til lengdar „Þetta er gríðarlega stór biti fyrir okkur að kyngja. Við erum með marga flokka í gangi og svo stefnir í það að við verðum með meistaraflokk kvenna næsta vetur. Ferðakostnaðurinn er stór póstur í starfi okkar. Við eigum sterka bakhjarla sem hjálpa okkur mikið en þetta er oft erfitt. Mér finnst orðið mun erfiðara en áður að sækja styrki. Eftir hrun er þetta barningur. Fyrirtækin hafa úr minna fjármagni að moða. Ferðakostnaðurinn fer stighækkandi með hverju árinu,“ sagði Þröstur Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Skinfaxa þegar hann var inntur eftir ferðakostnaði deildarinnar.

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þröstur sagði að deildin væri með samning við rútuaðila gagnvart meistaraflokkinum. Deildin leigði litla hópferðabifreið gegn ákveðnu gjaldi en svo þyrfti að útvega bílstjóra og oft á tíðum að sníkja olíu.

og flugið þangað kostaði okkur yfir 200 þúsund krónur. Það léttir undir rekstur deildarinnar að við eigum góða að. Ég held að við höfum fengið um 400 þúsund krónur í ferðastyrk frá ríkinu á síðasta ári. Þetta hefst einhvern veginn með útsjónarsemi en ferðakostnaður er örugglega að sliga mörg lið á landsbyggðinni. Í ofanálag erum við að borga ferðakostnað dómara í meistaraflokki og það leggst bara á ferðakostnaðinn almennt,“ sagði Davíð Sveinsson í samtalinu við Skinfaxa.

„Það verður ekki annað sagt en að þetta sé skrýtinn rekstur en svona er það bara. Við treystum oft á góðvild manna og fyrirtækja. Á sama tíma er ferðastyrkur frá ríkisvaldinu alltaf að minnka. Ég hef ekki myndað mér skoðun á hvernig ríkisvaldið geti brugðist við og komið betur á móts við félögin úti á landi sem þurfa að bera gríðarlegan kostnað við allar ferðir sem liðin þurfa að fara í. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að eitthvað þarf að gera, þetta gengur ekki svona til lengdar. Yngri flokkarnir eru stundum að fara í ferðir á nokkrum bílum og það býður bara hættunni heim enda oft verið að ferðast í ýmsum veðrum. Það er samt skýr stefna hjá okkur að liðin fari saman í hópferðabílum. Það verða bara að koma inn meiri styrkir og lausnina í þeim efnum verður að finna. Við þurfum ekki annað en að horfa til Ísfirðinga sem þurfa að fara um langan veg og kostnaðurinn hjá þeim eflaust mun hærri en hjá öðrum,“ sagði Þröstur Jónsson að lokum.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Guðjón Þorsteinsson:

Er landsbyggðin að hverfa af íþróttamótum? Mig langar að viðra hér áhyggjur mínar af því að íþróttastarf félaga á landsbyggðinni eigi eftir að minnka töluvert og jafnvel hverfa af íþróttamótum. Ég er aðallega að tala hér um Íslandsmót. Núna í sumar kom hækkun á flugi og var talað um að hækkun þessi hefði verið óumflýjanleg og hefði í raun átt að koma mun fyrr. FÍ-menn hefðu haldið að sér höndum sem er og rétt hvað varðar ÍSÍ-fargjöldin. Þetta kann að vera alveg rétt hjá þeim og allir verða víst að reyna reka fyrirtæki sín án þess að skila tapi. Slíkar skýringar eru þó til lítillar huggunar fyrir félög úti á landi sem nota flugið mikið til að komast á mót yfir vetrartímann og þurfa einnig að passa sig á að skila ekki tapi í sínum rekstri. Ég tek hér gróft reikningsdæmi að vestan. Flug frá Ísafirði (ÍSÍ-fargjald) hefur hækkað úr um 16.000 kr. í 21.000 kr. Frá því á síðasta starfsári er hækkunin því um tæp 25%. Þetta þýðir að ferðir að vestan yfir tímabil körfuboltans hafa hækkað um tvær milljónir á uppsettu ÍSÍ-verði. Og þarna er ég bara að taka inn í mengið ferðir unglingaflokks og meistaraflokka félagsins. Síðan bætast við þessa upphæð gisting og bílaleigubílar. Þá á eftir að taka inn í þetta ferðir krakkanna okkar og eins og venjulega leggst það gjald aðallega á fjölskyldurnar þó að félagið niðurgreiði ferðir að einhverju leyti. Meðalkostnaður við ferðir á mót hjá krökkunum í yngri flokkum á Íslandsmót er um 60.000–70.000 kr. á hvern iðkanda yfir tímabilið og er ég þá að taka fjölliðamót inn í dæmið. Og þetta er að sjálfsögðu fyrir utan uppihald. Ég er á engan hátt að setja út á FÍ. Þeir töldu sig þurfa að gera þetta á sínum forsendum og þannig er það bara. En það sem ég hef mestar áhyggjur af er að félög úti á landi dragi saman seglin og fækki ferðum á mót vegna of mikils kostnaðar og þá er illt í efni fyrir íþróttir og félagsstarf. Ég hef verið í sambandi við félaga á Akureyri og Egilsstöðum og þar er sama sagan, reyndar er þetta verst hjá íþróttafélögum fyrir austan sem verða að fara allar sínar ferðir í flugi. Hvað er það fyrsta sem félag eins og hér fyrir vestan gerir? Jú, það er að reyna að spara eftir bestu getu og það á reyndar við um öll félög sem þurfa að ferðast mikið. Og þá kemur að því sem ég hræðist mest. Það er að félögin fara í auknum mæli að keyra á leiki. Það munar mjög miklu á verði að keyra annars vegar og fljúga hins vegar, þar sem keyrslan er mun ódýrari kostur. En á sama tíma mun hættan á slysum stóraukast. Ég þekki þetta mjög vel í eigin ranni og hef lent í að keyra út

af í brjáluðu veðri og vera hætt kominn með mig og mína á leið til keppni. En það verður ekki um mikið annað að velja. Íþróttafélögin hafa ekki efni á að fljúga í allar ferðir miðað við verðmiðann sem er á fluginu í dag. Ég hef áður sagt að ég hafi miklar áhyggjur af þessari þróun og þá sérstaklega vegna þeirrar hættu sem skapast við

að ferðast keyrandi í fjölda ferða í misjöfnu veðri. Ég vil með þessum stutta pistli vekja athygli á þessum málum og hvet fólk til að hjálpast að við að finna lausnir á vandanum. Allir vita hvað íþróttir og félagsstarf eru nauðsynlegur hluti af lífinu. Það er ekki hægt að finna betri hvata til heilbrigðs lífernis, það hefur margoft verið sýnt fram á. Þessu er hér með stefnt í hættu. Með hvaða hætti er hægt að bregðast við þessu? Hafa héraðssambönd, sérsambönd og aðrir hagsmunaaðilar rætt þessi mál og reynt að finna lausnir sem geti sameinað sjónarmið FÍ og íþróttahreyfingarinnar? Eða er enginn grundvöllur fyrir slíkum viðræðum? Ekki þarf að leggjast djúpt í að reikna það út að hálftómar vélar, sem fljúga hvort sem er vestur, norður eða austur, fá engar tekjur frá íþróttafélögum ef svo fer sem horfir. Ef til vill leggjast af ferðir vegna þessa eða áætluðum ferðum fækkar. Það segir sig sjálft, sé til dæmis horft á keppni í körfunni hér heima, verður það þannig að ef allir keyra á leiki mun það þýða umtalsvert tekjutap fyrir FÍ og einnig þá sem njóta góðs af því að félögin gisti hér og kaupi sér veitingar. Þetta er eitthvað við Vestfirðingar viljum ekki og það er mín trú að FÍ vilji þetta alls ekki heldur. Ég hef ekki minnst á það hér en fólk í körfunni er ekki eitt um þessar áhyggjur. Hér fyrir vestan er, eins og á flestum stöðum, blómlegt íþróttalíf og til keppni fer auk okkar fólk í sundi, handbolta, fótbolta, frjálsum og fleiri íþróttum og öll erum við í sömu vandræðum hvað ferðakostnað varðar og þar er um langstærsta útgjaldalið íþróttafélaganna að ræða. Við (íþróttahreyfingin) erum stærstu félagasamtök landsins og ferðumst mikið til að taka þátt í mörgum mismunandi viðburðum. Ég vil að það verði svo til framtíðar en, eins og ég skrifa hér að ofan, hef ég miklar áhyggjur af þeim breytingum sem eru að verða á ferðamáta félaganna og ef ekki á illa að fara verðum við að bregðast við þeim sem fyrst. Við verðum að gera þetta saman. Íþróttahreyfingin, FÍ, sveitarfélög og ríkisvald þurfa að bregðast við þessu vandamáli sem allra fyrst og reyndar þó fyrr hefði verið. Ég vil einnig minna á að Jöfnunarsjóður, sem settur var upp af ríkinu og átti að bregðast við útgjöldum af þessu tagi, hefur minnkað og alls ekki fylgt eftir þeirri stefnu sem sett var fram á sínum tíma. Það er ekki til að minnka áhyggjurnar. Með íþróttakveðju að vestan, Gaui. Þ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


1877 2012

Þann 16. júní 1877 var prentað fyrsta eintakið af blaðinu Ísafold og markar það upphaf Ísafoldarprentsmiðju. Í ár fögnum við 135 ára afmæli og erum stolt af því að vera elsta starfandi prentsmiðja landsins og eitt elsta starfandi fyrirtæki á Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja býður heildarlausnir í prentþjónustu, er leiðandi í hagkvæmum lausnum, hefur vaxið og styrkst í kreppunni og stendur sterkari en nokkru sinni fyrr.

Við höfum prentað í 135 ár

M

HV

ERFISME

141

825

Prentgripur

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

R

KI

U

Gildin okkar eru: ÁREIÐANLEIKI - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 595 0300 www.isafold.is


Víkingur í Ólafsvík kominn í úrvalsdeildina: FÓTBOLTI:

Þetta kom okkur öllum skemmtilega á óvart Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík leikur í fyrsta sinn í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta tímabili. Sætið var gulltryggt eftir sigur liðsins á KA, 0:4, á Akureyri 16. september sl. „Í sjálfu sér var það ekki markmið hjá okkur að komast upp í Pepsídeildina. Öllu heldur var það að gera betur en síðast þegar við höfnuðum í fjórða sæti. Hins vegar verður að viðurkenna að það kom okkur skemmtilega á óvart að komast upp í efstu

deild. Það small allt saman, undirbúningur fyrir tímabilið gekk vel, við lékum vel í allt sumar en samt sem áður kom þetta á óvart. Þessi árangur er bara ævintýri og maður sér að þetta hefur mikil áhrif á mannlífið á Nesinu og áhuginn hefur farið upp úr öllu valdi,“ sagði Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, í spjalli við Skinfaxa. Jónas Gestur sagði ennfremur að mikil aukning væri meðal yngstu iðkendanna. Árangur liðsins hefði jákvæð áhrif í allar áttir. Jónas Gestur sagði að þeir ætluðu að nýta sér þennan meðbyr og fá enn fleiri krakka til að æfa knattspyrnu.

„Undirbúningur fyrir næsta tímabil byrjaði í raun veru strax og ljóst varð að sætið í efstu deild var komið í örugga höfn. Það þarf að huga að mörgu, styrkja leikmannahópinn, skoða aðstöðuna og fjármálin, svo að eitthvað sé nefnt. Það er mikil vinna í allri skipulagningu sem bíður okkar. Þetta er óneitanlega skemmtilegt og við horfum á það sem ævintýri og ætlum að hafa fyrst fremst gaman að því. Við ætlum að gera okkur besta og síðan kemur í ljós hvað það mun fleyta okkur langt. Við ætlum að mæta tilbúnir til leiks með alla í toppformi,“ sagði Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings í Ólafsvík.

Stjörnustúlkur bikarmeistarar í knattspyrnu í fyrsta skipti Stjörnustúlkur tryggðu sér sigur í Borgunarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1:0, sem fram fór á Laugardalsvellinum 25. ágúst sl. Leikurinn var spennandi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil með glæsilegu marki af 30 metra færi. Eins og búist var við fyrirfram var um hörkuspennandi viðureign að ræða. Stjörnustúlkur sóttu heldur meira en Valsstúlkur ógnuðu einnig. Fyrri hálfleikur var markalaus og margir voru farnir að búast við framlengdum leik þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sitt glæsilega mark þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Stjörnustúlkur stigu svo mikinn sigurdans þegar Gunnar Jarl Jónsson flautaði til leiksloka enda fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar í höfn. Stjarnan bætti þar með öðrum stóra titlinum í safnið á jafn mörgum árum en liðið varð Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta sinn.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og óæskilegri hegðun sem allra best og taka á málum sem upp koma með faglegum hætti. Fræðsluerindin EKKI MEIR eru liður ÆV til að nálgast enn frekar það markmið til að öllum geti liðið vel í starfi sínu innan ÆV. Nú þegar hefur erindið um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verið flutt víða um land. „Erindin hafa gengið vel og viðtökurnar alls staðar verið einstaklega hlýjar og góðar. Þátttakan hefur verið með ágætum en um 30 manns mættu á erindi sem við vorum með á Akureyri og mætingin var líka ágæt í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Það er alveg ljóst að umræða og fræðsla um þennan málaflokk er afar brýn og mikilvægt að opna augu almennings fyrir mikilvægi hans,“ sagði Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Æskulýðsvettvangsins, í spjalli við Skinfaxa um verkefnið.

Í sumar sem leið ákvað Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að vinna Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. ÆV hafði einnig hug á því að gefa út bók um einelti sem gæti nýst ÆV í vinnu sinni og þannig aukið gæði þess góða starfs sem ÆV vinnur nú þegar. Þegar ÆV fór af stað til að finna einstakling til þess að skrifa bók höfðum við samband við Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Kolbrún sagði ÆV frá bók sinni EKKI MEIR sem hún var þá langt komin með. ÆV leist mjög vel á bókina og þar sem að hún var ekki komin í prentun var hægt að laga bókina enn frekar að íþrótta- og æskulýðsstarfi sem og var gert. Útkoman varð leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Einelti er grafalvarlegt mál

Hringferð um landið Æskulýðsvettvangurinn ákvað síðan í framhaldi af útgáfu Aðgerðaáætlunarinnar gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun að fara hringferð um landið með 90 mínútna opið fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála. Tilgangurinn með erindinu er að vekja athygli aðildarfélaga á þessum málaflokki og opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því hverju það verði að vera vakandi fyrir og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Þar sem erindið er flutt er Aðgerðaáætluninni gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift en

Frá erindinu sem haldið var á Egilsstöðum í húsnæði Björgunarsveitarinnar.

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

einnig eineltisplakati og nýútkomnum Siðareglum vettvangsins, annars vegar um samskipti og hins vegar um rekstur og ábyrgð. Til að stemma stigu við einelti í hvaða mynd sem er og við ólíkar aðstæður þarf sterkan vilja og markviss vinnubrögð. Halda þarf áfram að gera betur, ná lengra. ÆV vill gera allt sem í hans valdi stendur til að styðja aðildarfélög, starfsfólk, leiðbeinendur og sjálfboðaliða til að öðlast færni og öryggi til að sinna forvörnum

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Æskulýðsvettvangsins. Myndin er tekin á erindi á Akureyri sem haldið var í sal KFUM og KFUK og var vel sótt.

„Almenningur er mun opnari um þessi mál sem eru í raun meira eða minna í umræðunni úti í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum. Skólar taka miklu markvissar á þessum málum en áður og svo er íþróttahreyfingin að bætast við. Einelti er grafalvarlegt mál og getur hæglega eyðilagt líf þess sem fyrir því verður. Æskulýðsvettvangurinn er nú búinn að gefa út aðgerðaáætlun sína sem um leið eykur traust og gæði starfsins. Þar kemur fram hvernig brugðist skuli við og hvert aðstandendur barns eiga að leita ef grunur er um að einelti hafi átt sér stað,“ sagði Ragnheiður Sigurðardóttir í samtalinu við Skinfaxa.


Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð-hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution.

Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því! Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án allrar áhættu!

Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Vel heppnað mót á nýjum púttvelli á Hvammstanga Púttmót, svonefnt Flemming open, var haldið á nýja púttvellinum á flötinni sunnan heilsugæslunnar á Hvammstanga 20. júní sl. Mótshaldari og gefandi verðlauna var Flemming Jessen, fyrrverandi skólastjóri á Hvammstanga. Alls tóku 23 keppendur þátt í mótinu nú, 16 karlar og 7 konur. Fyrsta mótið með þessu nafni var haldið síðasta sumar að loknu Landsmóti 50+ en völlurinn var útbúinn af því tilefni. Flemming hefur heitið því að halda sams konar mót seinnipartinn í júní ár hvert meðan hann standi uppi. Mikil vakning er í kringum púttíþróttina um þessar mundir og er greinilegt að Landsmót UMFÍ 50+ hefur ýtt undir áhuga almennings víðs vegar um land. Leiknir voru 2 hringir, 2 x 9 holur, en völlurinn er par 21.

Úrslit urðu sem hér segir: Konur: 1. Margrét Guðmundsdóttir 2. Linda Þorleifsdóttir 3. Tanja Ennegarð Karlar: 1. Þorleifur Karl Eggertsson (eftir bráðabana) 2. Marteinn Reimarsson 3. Páll Sigurðsson (eftir bráðabana) 4. Helgi Kristjánsson

44 högg 45 högg 46 högg 42 högg 42 högg 43 högg 43 högg

Öllum er frjálst að leika á þessum velli sem er nú í góðu ástandi. Völlurinn er samvinnuverkefni Húnaþings vestra sem kostar umhirðu og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem leggur til aðstöðu fyrir völlinn. Björn Þorgrímsson hefur séð um uppbyggingu og umhirðu púttvallarins.

Púttmót FÁÍA haldið í Árskógum Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í Púttmóti Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, sem var haldið 7. september sl. á púttvelli Skógarmanna í Árskógum 4. Skógarmenn í Árskógum sáu um mótið í samvinnu við stjórn FÁÍA. Þátttaka var mjög góð, 62 einstaklingar voru skráðir í einstaklingskeppni en 14 lið í liðakeppni. Leiknar voru tvisvar sinnum 18 holur, alls 36 holur sem allar voru par 2. Þegar upp var staðið voru tveir einstaklingar jafnir á 70 höggum, þeir Hilmar N. Þorleifsson og Jón Hannesson frá Vesturgötu 7. Háðu þeir bráðabana sem lyktaði með sigri Hilmars. Einnig voru tveir einstaklingar á 71 höggi og háðu þeir bráðabana um þriðja sætið. Þeir voru Jónas Gestsson og Hörður

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Þátttakendur á Púttmóti FÁÍA.

Guðmundsson, báðir frá Skógarmönnum, og hafði Jónas betur. Mótið fór vel fram og er óhætt að segja að aðstaða, veður og gott skap hafi ráðið miklu um hve allir voru

jákvæðir og brosmildir. Gaman var að sjá ný félög koma til leiks og vonandi er að svo verði áfram. Allt atlæti frá félagsmiðstöðinni í Árskógum var til fyrirmyndar.


Stelpurnar í lokakeppni á stórmót í annað sinn Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu komst í annað sinn í röð á Evrópumót landsliða er liðið lagði Úkraínu með þremur mörkum gegn tveimur á Laugardalsvellinum, samanlagt 6:4. Þetta var síðari leikur þjóðanna og fór fram 25. október sl. en fyrri leiknum í Úkraínu lyktaði með sömu markatölu. Það voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Dagný Brynjarsdótt-

ir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum. Íslensku stelpurnar komust yfir, 2:0, en Úkraína jafnaði metin, 2:2. Það var svo Dagný Brynjarsdóttir sem innsiglaði sigur íslenska liðsins en hún hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þetta er glæsilegur árangur og undirstrikar enn og aftur styrkleika íslenskrar kvennaknattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri

með þetta lið en langflestar stúlknanna í liðinu leika með erlendum félagsliðum. Úrslitakeppni Evrópumótsins fer fram í Danmörku næsta sumar en þar verða samankomin bestu landslið Evrópu. Það er mikill heiður fyrir íslenska knattspyrnu að eiga fulltrúa í þeim hópi. Íslenska þjóðin getur verið stolt af íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð-hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution.

Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því! Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án allrar áhættu!


Tveir Evrópumeistaratitlar í hópfimleikum Glæsilegur árangur náðist á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Árósum í Danmörku dagana 19.–21. október sl. Landslið kvenna og landslið stúlkna tryggðu sér bæði titil Evrópumeistara með sannfærandi hætti. Íslenska kvennalandsliðið varði þar með titilinn sem Gerpla vann fyrst fyrir tveimur árum. Íslenska kvennaliðið framkvæmdi æfingar sínar nánast óaðfinnanlega í úrslitakeppninni og uppskar gullverðlaunin þegar upp var staðið. Svíþjóð fékk silfrið og Finnland bronsið. Noregur hafnaði í fjórða sæti, Danmörk í fimmta og Þýskaland í sjötta sæti. Tíu lið tóku þátt í mótinu og þessi sex komust áfram úr undankeppninni. Íslenska stúlknaliðið lék sama leikinn eftir jafna og spennandi keppni. Íslenska liðið átti

Metþátttaka í skólahlaupi UMSK

frábæran seinni dag, skaut heimamönnum ref fyrir rass og Danir urðu að sætta sig við annað sætið. Svíar urðu þriðju, Norðmenn fjórðu, Finnar fimmtu og Bretar sjöttu, en sjö þjóðir tóku þátt í mótinu í þessum flokki. Þessi árangur er hreint út sagt frábær og er árangur af mikilli vinnu okkar fólks. Á það jafnt við um keppendur, þjálfara og aðra sem að liðinu koma. Landslið kvenna í unglingaflokki var þannig skipað: Agnes Þóra Sigþórsdóttir, Andrea Sif Pétursdóttir, Dóra Sóldís Ásmundsdóttir, Eva Grímsdóttir, Harpa Guðrún Hreinsdóttir, Herdís Athena Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Inga Aðalheiður Pétursdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Sara Margrét Jóhannesdóttir, Sóley

Íslenska kvennalandsliðið varði Evrópumeistaratitil sinn sem það vann fyrst fyrir tveimur árum.

Ólafsdóttir, Þórey Ásgeirsdóttir. Þjálfarar liðsins eru Niclaes Jerkeholt, Hrafnhildur María Gunnarsdóttir og Stella Rósenkranz. Landslið kvenna í fullorðinsflokki var þannig skipað: Ásdís Guðmundsdóttir, Ásta Þyrí Emilsdóttir, Birta Sól Guðbrandsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg, Íris Mist Magnúsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Salvör Rafnsdóttir, Sif Pálsdóttir, Sólveig Ásta Bergsdóttir, Valgerður Sigfinnsdóttir. Þjálfarar liðsins eru Björn Björnsson, Bjarni Gíslason og Ása Inga Þorsteinsdóttir.

Við upphaf hlaupsins á Kópavogsvelli.

Um 800 nemendur tóku þátt í skólahlaupi UMSK sem fram fór á Kópavogsvelli og var þetta fjölmennasta hlaupið sem haldið hefur verið. Öllum krökkum í 4.–7. bekk í grunnskólum á UMSK-svæðinu var heimil þátttaka. Veittar voru viðurkenningar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki hjá stelpum og strákum. Bræðrabikarinn féll Flataskóla í skaut. Bikarinn er veittur þeim skóla sem hlutfallslega er með flesta þátttakendur í Skólahlaupi UMSK.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Næring skólabarna Holl næring er öllum nauðsynleg, ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut eða morgunkorn með léttmjólk og ávöxt, brauð með áleggi og grænmeti ásamt léttmjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita. Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með sem minnstum viðbættum sykri. Ein teskeið (5 ml) af þorskalýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómissandi með morgunmatnum.

Nesti Fyrir þá sem borða vel á morgnana hentar vel að fá sér ávöxt og eitthvað að drekka, t.d. vatn í nestistíma á morgnana. Hinir sem hafa borðað minna þurfa meira að borða, t.d. samloku með góðu áleggi til viðbótar við ávöxtinn. Æskilegast væri ef börnin gætu fengið ávextina í áskrift líkt og tíðkast hefur með drykkina í skólanum, því þeir vilja oft velkjast í skólatöskunni og eru þá ekki lystugir.

Hádegi

Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Embætti landlæknis.

Í hádeginu ætti svo öllum börnum að standa til boða holl máltíð í skólanum. Til að stuðla að því hefur Embætti landlæknis (áður Lýðheilsustöð) gefið út Handbók fyrir skólamötuneyti. Í henni er mælt með að börnin fái heita máltíð í hádeginu sem flesta daga vikunnar. Fjölbreytnin skal höfð í fyrirrúmi, m.a. er mælt með að fiskur sé á borðum tvisvar í viku en saltur og reyktur matur sem sjaldnast. Ávallt sé grænmeti og/eða ávöxtur með hádegismatnum og einnig kalt vatn að drekka og léttmjólk með orkuminni máltíðum. Ávaxta- og grænmetisneysla íslenskra barna er mjög lítil. Sex ára börn borða t.d. einungis sem svarar ¼ úr gulrót og ½ ávexti á dag að meðaltali. Skólinn er kjörinn vettvangur til þess að stuðla að bættum neysluvenjum barnanna. Með því að bjóða upp á ávexti á morgnana og grænmeti og/eða ávöxt með hádegismat leggur skólinn sitt að mörkum til að auka ávaxta- og grænmetisneyslu barna. Matartíminn ætti að vera hluti af námi barnanna í skólanum en í honum gefst kjörið tækifæri til að ræða við börnin á jákvæðan hátt um hollustu og gæði matarins.

Síðdegishressing Um miðjan dag ættu svo börnin að fá hressingu, annaðhvort í skólanum, þau sem eru í lengdri viðveru, eða heima. Gjarn-

an gróft brauð, hrökkbrauð eða bruðu með viðbiti og áleggi, léttmjólk að drekka og ávöxt eða glas af hreinum ávaxtasafa í stað mjólkur öðru hverju. Kökur, kex og annað sætmeti ættu ekki að vera á borðum dags daglega en sjálfsagt er að gera sér dagamun. Mikilvægt er að foreldrar hugi að því að hafa til hollan og aðgengilegan mat á heimilunum þegar börnin koma heim, þannig að það sé auðvelt fyrir börnin að velja holla hressingu.

Kvöldmatur Foreldrar þurfa svo að fá góðar upplýsingar um matinn sem börnin fá í skólanum. Þannig geta þeir samræmt matinn á heimilinu við matinn í skólanum svo að fæða barnsins verði ekki einhæf. Matseðla má t.d. birta á heimasíðu skólans. Næg hreyfing er svo börnunum mikilvæg ekki síður en hollur matur og ættu þau að hreyfa sig minnst klukkustund á degi hverjum. Einnig er sjálfsagt að minna á að vatn er besti svaladrykkurinn. • Vatn er best svaladrykkurinn • Grænmeti og ávextir – 5 á dag • Kökur, kex og annað sætmeti ætti ekki að vera á borðum dags daglega en sjálfsagt er að gera sér dagamun öðru hverju • Börn ættu að hreyfa sig minnst eina klukkustund á hverjum degi Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Embætti landlæknis

Vel mætt í 80 ára afmælisboð USÚ

Gunnar Gunnarsson færir Matthildi Ásmundardóttur, formanni USÚ, gjöf frá UMFÍ.

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Um eitt hundrað manns mættu í 80 ára afmælisboð Ungmennasambandsins Úlfljóts sem haldið var í Mánagarði í Nesjum um síðustu mánaðamót. Sambandið var stofnað 28. maí árið 1932. Aðstæður í Hornafirði voru aðrar þá en nú, tvær óbrúaðar ár og samgöngur og samskipti því takmörkuð. Menn létu það samt ekki stöðva sig í að stofna sambandið. „Þó að aðstæður til æfinga og keppni hafi ekki verið góðar á þessum tíma létu félagsmenn það ekki stöðva sig heldur keyrðu starfið áfram af áhuga, bjartsýni og með stuðningi góðra manna,“ sagði í kveðju Helgu Guðjónsdóttur, formanns UMFÍ. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, var fulltrúi UMFÍ á afmælishófinu. Hann færði USÚ gjöf og flutti kveðju formannsins. Stærstu verkefnin, sem USÚ hefur ráðist í, eru Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið verður haldið á Höfn í annað sinn á næsta ári en það var áður haldið þar árið 2007. Undirbúningur fyrir mótið 2014 er kominn á fullt og undirbúningsnefnd tekin til starfa. Af öðrum verkefnum USÚ má nefna merkingu gönguleiða, m.a. yfir Almannaskarð, í samstarfi við ferðafélagið á svæðinu.


Skynsamur kostur á ferðalögum um Ísland

Kópasker

Ísafjörður

Ytra Lón

Siglufjörður Þórshöfn

Korpudalur Húsavík

Berg Ásbyrgi Árbót

Dalvík Bíldudalur

Sauðárkrókur

Broddanes

Mývatn

Ósar

Reykhólar

Húsey

Akureyri

Blönduós

Brjánslækur

Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður

Sæberg

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Búðardalur

Grundarfjörður

Berunes

Djúpivogur

Langjökull

Borgarnes Akranes Reykjavík

Vagnsstaðir

Keflavík airport

Selfoss

Eyrarbakki

Höfn

Árnes

Downtown Hostel

Njarðvík

Vatnajökull

Gullfoss/Geysir

Laugarvatn City Hostel

Hekla

Skaftafell

Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Þórsmörk

Hvoll Kirkjubæjarklaustur

Mýrdalsjökull

Skógar Vestmannaeyjar

Vík

37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds. Kynntu þér málin á Farfuglar vefsíðu okkar www.hostel.is

Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan

Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


Göngugreining Margir fá bót meina sinna í kjölfar göngugreiningar:

Íþróttafólk kemur til okkar af ýmsum ástæðum Það færist í vöxt að íþróttafólk og raunar fólk almennt, sem hreyfir sig, fari í göngugreiningu þegar það fer að kenna sér meins í baki, mjöðm, nára, fótum, svo að eitthvað sé nefnt. Þó nokkuð margir aðilar bjóða upp á fótagreiningu og einn þeirra er Flexor sem er til húsa í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Flexor býður upp á göngugreiningu sem getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Kristján Friðriksson í Flexor-göngugreiningu segir að í greiningunni komi oft fram skekkjur í fótum, hvernig fólk beiti fótunum og hvernig álag komi á fætur. Greiningin fer fram með þeim hætti að viðkomandi gengur á göngubretti, staða fóta er skoðuð og hvernig viðkomandi beitir þeim. Einnig er með sérstakri tækni hægt að sjá hvernig álagið dreifist á fæturna.

greiningu og við sjáum ekki neitt sem við teljum nauðsynlegt að bregðast við. Við skoðum hvað kemur út úr greiningunni hverju sinni og sjáum hvort við getum brugðist við á einhvern hátt. Flestir fá bót meina sinna sem er afar jákvætt. Langflestir eru ánægðir með innleggin og finnst þau hafa hjálpað sér,“ sagði Kristján. Kristján sagði að þeir sem sæju um greininguna væru íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari. „Við hjá Flexor erum til húsa í Orkuhúsinu og í samstarfi við heilbrigðisfólk í húsinu. Við störfum með bæklunarlæknum, stoðtækjafræðingum, sjúkraþjálfurum og öðru sérhæfðu starfsfólki. Við getum því ráðlagt ef skekkjurnar eða eitthvað annað sem kemur fram í greiningunni er það alvarlegt að skór og innlegg ráði ekki við það, þá vísum við viðkomandi áfram. Einnig bendum við á viðeigandi meðferð hjá sjúkraþjálfara eða þess háttar ef við teljum þörf á,“ sagði Kristján Friðriksson í Flexor.

FM

– Hvað fara margir í göngugreiningu árlega? „Þetta er stór spurning. Ef allt er talið skipta þeir örugglega þúsundum en hér á Flexor erum við að greina fólk alla daga. Það er mest að gera á sumrin en þá gengur fólk meira og hleypur en á öðrum árstímum. Auðvitað er fólk samt að láta taka stöðuna á sér allan ársins hring,“ sagði Kristján. Aðspurður hve oft fólk fari í greiningu sagði Kristján það ansi misjafnt. Hvað börn varðaði kæmu sumir foreldrar með þau á hverju ári. Hjá fullorðnu fólki væri ágætt að taka stöðuna á fimm ára fresti ef fólk notaði innlegg eða þess háttar.

– Af hverju kemur fólk í göngugreiningu? „Í sumum tilvikum er fólk farið að kenna sér meins. Margir koma líka gagngert til að taka stöðuna á sér en eru einkennalausir, vilja t.d. gjarnan fá að vita hvað skór henti best. En langflestir, sem hingað koma, finna fyrir einhverjum stoðkerfisvandamálum. Einnig kemur fólk vegna álagseinkenna en í langflestum tilfellum er eitthvað að hrjá viðkomandi. Við horfum á niðurstöðu greiningar og metum fyrir hvern og einn hvað sé best að gera, hvort sem það er að fá sérsmíðuð innlegg eða aðstoð við að velja rétta hlaupaskó.“ – Er mikið um að íþróttafólk komi til ykkar? „Já, það er töluvert um það. Íþróttafólk kemur af ýmsum ástæðum, bakverkjum, verkjum í hnjám, fætur eru mislangir, en þegar álagið er orðið mikið í íþróttum fer skrokkurinn kannski að gefa eftir og álagseinkenni fara að koma í stoðkerfið. Við fáum til okkar íþróttafólk úr knattspyrnu, handbolta, körfubolta og svo höfum við verið fá mikið af fimleikafólki. Við erum í rauninni að fá allan skalann. Eftir greiningu reynum við af öllum mætti að fá alla á rétt skrið aftur. Það kemur auðvitað fyrir að fólk komi í

BVaVg] [ÂV - Æ &&% GZn`_Vk ` H b^ *,, ',', Æ ;Vm *,, ',(, lll#Wa^``#^h

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

BS


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akrahreppur, Miklabæ, Skagafirði Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Grettisgötu 89 Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð Blanda ehf., Melabraut 21 Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Brattás sf., Ægissíðu 11 Bu.is ehf., Pósthólf 37 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eldhestar ehf., Völlum Ernst & Young ehf., Borgartúni 30, 4. hæð Eskja hf., Strandgötu 39 Fannberg, viðskiptafræðingar ehf., Þrúðvangi 18 Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf., Bjarnargili Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Fjarðaþrif ehf., Strandgötu 46 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu, Nýheimum Gáski ehf., Bolholti 8 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c Gissur og Pálmi ehf., Álfabakka 14a Gistiheimili Stokkseyri ehf., Stjörnusteinum 9 Gistiheimilið Bjarmalandi ehf., Bugatúni 8 Gjögur hf., Kringlunni 7 Glaðheimar – Hótel Blönduós, Blöndubyggð 10 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2 Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi Hótel Djúpavík ehf., Djúpuvík Húnavatnshreppur, Húnavöllum Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Íslenska félagið ehf. – Ice Group, Iðavöllum 7a Íþróttabandalag Akraness, Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel Járnkarlinn ehf., Unubakka 25 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

MUNNTÓBAK – REYKLAUST TÓBAK Munntóbak er afurð unnin úr tóbaksplöntunni Nicotina tabacum. Á undanförnum árum hefur það færst í aukana að nota íslenskt neftóbak í vör, sérstaklega meðal ungra karlmanna. Þegar skoðuð er íþróttaiðkun og munntóbaksnotkun kemur í ljós að íþróttamenn nota ekkert minna munntóbak heldur en þeir sem eru ekki í neinum íþróttum. Hins vegar nota íþróttamenn mun minna áfengi og reykja í mun minna mæli. Forvarnir hafa því náð árangri í reykinga- og áfengisvörnum, en ekki munntóbaksvörnum. Munntóbak flokkast undir reyklaust tóbak. Það inniheldur um 2500 efni og eru 28 þeirra krabbameinsvaldandi. Margir telja reyklausa tóbakið hættuminna en reyktóbakið, þrátt fyrir að það er unnið úr sömu plöntunni og inniheldur mörg eiturefni og hefur margvísleg áhrif á heilsu manna. Reyklausa tóbakið inniheldur einnig salt sem brennir göt á slímhúð í nefi og munni en þannig kemst nikótínið mun hraðar inn í blóðrásina. Jafnframt eru sætuefni í reyklausa tóbakinu sem hækka sýrustig í munni sem aftur leiðir til aukinna tannskemmda. Reyklausa tóbakið getur því valdið tannholdsbólgu, tannholdsrýrnun og tannmissi. Í tóbakinu eru einnig N-nítrósamín sem eru krabbameinsvaldandi og finnast eingöngu í tóbaki. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi munntóbaks, en það getur leitt til ýmissa sjúkdóma eins og krabbameins í munni, vélinda og brisi, auk sykursýki, ýmissa efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hefur reyklausa tóbakið mikil áhrif á fóstur í móðurkviði og getur leitt til fyrirmálsfæðingar og fæðingarkrampa. Nikótín er ávanabindandi efnið í tóbakinu. Það sest í nikótínviðtæki í heilanum, bæði í úttauga- og miðtaugakerfinu og

Jóhanna S. Kristjánsdóttir

leiðir til losunar á ýmsum hormónum og boðefnum, m.a. dópamíns. Nikótín veldur einnig samdrætti í æðum, hækkun á blóðþrýstingi og hraðari hjartslætti. Það leiðir líka til aukinnar mjólkursýrumyndunar í vöðvum við æfingar. Þeir íþróttamenn sem nota tóbak eru í mun meiri hættu að meiðast og eru einnig mun lengur að ná sér af meiðslum. Meiðsl í vöðvum, liðum, hnjám, liðböndum og sinum og bakeymsli ýmiss konar eru algengari meðal munntóbaksneytenda miðað við þá sem ekki nota munntóbak eða reyktóbak samkvæmt sænskum rannsóknum. Því er ljóst að þeir sem ætla að ná hámarksárangri í íþróttum ættu að láta allt tóbak vera. Mikilvægt er að þeir sem vinna með börnum og ungmennum séu þeim fyrirmyndir með því að nota ekki tóbak. Börn og ungmenni líta mjög upp til þjálfara sinna sem og leikmanna í meistaraflokkum. Því er mikilvægt að uppfræða ungmennin um tóbakið og áhrif þess og einnig að þeir sem starfa í íþróttahreyfingunni séu sér meðvitaðir um áhrif tóbaks á íþróttaiðkun. Ungmennafélögin vinna hvarvetna að góðum forvörnum og því er mikilvægt að bæta munntóbaksforvörnum við á þessum árum. Jafnframt þarf að halda áfram með það góða starf sem unnið er í áfengis- og reykingavörnum hjá félögunum. UMFÍ hefur látið útbúa skilti sem sett eru upp í íþróttamannvirkjum sem sýnir að tóbaksnotkun er bönnuð og þar með talið munn- og neftóbakið. Forvarnanefnd UMFÍ hvetur aðildarfélögin til að koma upp svona skiltum í samstarfi við sveitarfélögin í íþróttamannvirkjum á sínum svæðum. F.h. forvarnanefndar UMFÍ Jóhanna S. Kristjánsdóttir

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins


Úr hreyfingunni

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands:

Aukið fé veitt í íþróttaskóla HSV:

Tryggir rekstur skólans til næstu ára Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. október sl. var samþykkt tillaga meirihluta bæjarstjórnar um veita auknu fé til íþróttaskóla HSV. Jafnframt var samþykkt tillaga bæjarráðs um að fallið verði frá þeim áformum að HSV taki yfir rekstur íþróttahússins á Torfnesi. Með þessari ákvörðun hefur bæjarstjórn tekið afdráttarlausa ákvörðun um að íþróttaskólinn verði settur í forgang við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Þetta kemur fram á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði. Skólinn er samstarfsverkefni HSV, Ísafjarðarbæjar og aðildarfélaga HSV. Mikil ánægja hefur verið með framtakið og frábær þátttaka í yngstu bekkjum grunnskóla. Bæjarstjórn undirstrikar með þessari ákvörðun sinni skilning sinn á mikilvægi þess starfs sem unnið er í íþróttaskóla HSV. Ísafjarðarbær hefur fram til þessa styrkt verkefnið um rúmar tvær m.kr. árlega. HSV fór fram á að yfirtaka rekstur íþróttahússins á Torfnesi gegn föstu gjaldi, í því skyni að ná fram hagræðingu og veita þannig auknu fé til reksturs íþróttaskólans. Ekki náðist full samstaða um þá leið í bæjarstjórn og því var ákveðið að styrkja íþróttaskólann enn frekar með beinu fjárframlagi. Tillaga meirihlutans var svohljóðandi: „Ísafjarðarbær mun auka framlag sitt til Íþróttaskóla HSV þannig að HSV verði jafn vel sett og ef samningar hefðu tekist um rekstur HSV á íþróttahúsinu.“ Gera má ráð fyrir að viðbótarkostnaður Ísafjarðarbæjar vegna þessa verði um eða yfir þrjár milljónir króna. „Það skiptir okkur afskaplega miklu máli að fá þetta aukna fé til skólans. Þetta tryggir rekstur íþróttaskólans til næstu ára og gerir

okkur í raun kleift að halda áfram með skólann sem hóf starfsemi sína í fyrra. Kannanir sem við höfum látið gera sýna að mjög mikil ánægja ríkir með skólann. Foreldrar eru ánægðir með þjónustuna og fyrirkomulag hans. Við erum ennfremur að sjá hærra hlutfall iðkenda í þessum aldursflokki en áður. Þetta er jákvætt í alla staði og sýnir mikla framsýni og kjark í bæjarstjórnarmönnum hér á Ísafirði að fylgja þessu svona eftir með þessum hætti. Það eru allir ánægðir sem skiptir mestu máli. Það er sameiginlegt verkefni okkar og bæjarstjórnar að byggja upp sterkt og gott samfélag,“ sagði Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, í samtali við Skinfaxa.

KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Kjöthúsið ehf., Smiðjuvegi 24d Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Kompan ehf., Skeiðarási 12 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Launafl ehf., Hrauni 3 Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59 Löndun ehf., Pósthólf 1517 Menntaskólinn að Laugarvatni O. Jakobsson ehf., Ránarbraut 4 Oddi hf., Eyrargötu 1 Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Ránargata 15 ehf., Ránargötu 15 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Samhentir – umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24 Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20 Ungmennafélag Grindavíkur, Vesturhópi 34 Ungmennafélag Stafholtstungna, Síðumúlaveggjum Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarn Álfabyggð 3 Veitingastaðurinn Fljótið ehf., Eyravegi 8 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4 Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1–3 Þ.B. Borg – steypustöð ehf., Silfurgötu 36 Þensla ehf., Strandgötu 26 Þingeyjarsveit, Kjarna Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf., Húsafelli 3 Þórsberg ehf., Strandgötu 25 Ævintýradalurinn ehf., Heydal

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

43


ott!

Brakandi snilld!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.