Skinfaxi 3 2010

Page 1

SPJARAÐU ÞIG WWW.CINTAMANI.IS


HV E R E R EFTIRLÆTIS TALAN ÞÍN? Le

F í t o n / S Í A

yfðu þér smá Lottó!


Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Lærdómsrík og ógleymanleg dvöl Ungmennafélag Íslands hefur rekið Ungmenna- og tómstundabúðir að Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu frá árinu 2005, í samstarfi við Dalabyggð og með góðum stuðningi ríkisvaldsins. Búðirnar eru ætlaðar ungmennum í 9. bekk grunnskólans. Á Laugum er skólahúsnæði, heimavist, íþróttahús, sundlaug og byggðasafn. Átta starfsmenn vinna við búðirnar og forstöðumaður þeirra er Anna Margrét Tómasdóttir. Markmiðið með dvölinni, sem er fimm dagar, er að unglingarnir öðlist færni í umræðu um þau mál sem brenna á þeim hverju sinni, læri tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Margt skemmtilegt er gert í búðunum, innan dyra jafnt sem utan, sem gaman er að upplifa. Starfsemin í búðunum er unnin á faglegum nótum og byggir á fjórum meginstoðum sem halda uppi starfinu. Þær eru; menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Námskeiðin, sem boðið er upp á, eru m.a.: framkoma, ræðumennska og tjáning, uppbygging og starfsemi félaga, hópefli, útivist, leikir og sprell, gögl sem er leikur sem reynir á einbeitingu, athygli og þolinmæði, galdrar og spádómar (rúnir og annað þjóðlegt), félagsvist og Kompás sem er námskeið í mannréttinda- og lýðræðisfræðslu.

Þá er einn ferðadagur þar sem Eiríksstaðir í Haukadal eru heimsóttir og fræðst um menningu, sögu og aðstæður víkinga. Kúabúið á Erpsstöðum er heimsótt og fræðst um störf bænda og annað áhugavert í sveitalífinu. Meðan á dvölinni stendur er þátttakendum ekki heimilt að vera með ferða– dvd, PSP, fartölvur né gsm og er tilgangurinn með þessu banni sá að ungmennin hvíli sig á því áreiti sem þessum tækjum fylgir meðan á dvölinni stendur og upplifi að það er hægt að vera til án þeirra. Þátttakendur þurfa að fara eftir reglum sem

gilda í búðunum og hafa ákveðna hluti með sér sem þeir nota meðan á dvöl þeirra stendur. Skólarnir senda ákveðinn fjölda kennara eða annarra umsjónarmanna með hópunum. Þetta fólk hefur ákveðið hlutverk meðan á dvölinni stendur sem er kynnt í bréfi sem sent er til þess tímanlega fyrir komu þess í búðirnar. Sama á við um ungmennin og foreldra þeirra. Starfsfólk búðanna er fjölhæft og metnaðarfullt fólk sem hefur þekkingu á því sem það er að gera og er umhugað um að gestir búðanna njóti dvalarinnar á sem bestan hátt. Þegar „kreppan“ skall á dróst aðsóknin í búðirnar saman um tíma, en skólaárið 2010–2011 var aðsóknin komin í það hámark sem hún var í fyrir kreppu sem er einkar ánægjulegt. Ef þú, ágæti lesandi, veist um skóla sem nýtir sér ekki Ungmenna- og tómstundabúðirnar hvet ég þig til að tala við viðkomandi um þetta frábæra tækifæri sem 14–15 ára ungmennum býðst. Ég fullyrði að dvölin verður þeim bæði lærdómsrík og ógleymanleg enda hef ég upplifað hvort tveggja sem skólastjórnandi og foreldri. Íslandi allt!

UMFG gefur út 75 ára afmælisrit Föstudaginn 10. september sl. var 75 ára afmælisrit Ungmennafélags Grindavíkur kynnt fyrir stjórn, formönnum deilda, bæjarstjórn og öðrum gestum í kaffiboði á Bryggjunni. Gunnlaugur Hreinsson, formaður ritnefndar, kynnti ritið og lagði áherslu á að það hefði upphaflega átt að vera 100 síður en hefði stækkað eftir því sem heimildaöflunin vatt upp á sig og orðið 132 síður. Verkið er feikilega vandað og ríkulega myndskreytt enda var mikill metnaður hjá stjórnarmönnum til þess að svo yrði. Kristinn Benediktsson ritstýrði verkinu og sagði hann að það skiptist í þrjá meginkafla. Í fyrsta kaflanum væri nútímanum gerð skil og þar væri einnig rakin saga yngstu deildanna, sundsins, fimleikanna og taekwondos. Í miðkaflanum væri rakin saga Íþróttafélags Grindavíkur frá upphafi allt fram yfir að Ungmennafélagið var sett á laggirnar 1963 og er þar stuðst við fundargerða-

Frá vinstri: Gunnlaugur Hreinsson, formaður ritnefndar, Kristinn Benediktsson ritstjóri og Bjarni Svavarsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur.

bækur og fleiri heimildir ásamt viðtölum. Í þriðja kaflanum er saga UMFG rakin í viðtölum ásamt sögu elstu deildanna, knattspyrnunnar, körfunnar, júdósins og handboltans. Kristinn lagði áherslu á að þó ekki hefði verið unnt að ræða við alla þá sem hafa verið í framvarðasveitinni á hverjum tíma væri þeirra vandlega getið þar sem það á við enda vandséð hvernig ætti að draga línu sem væri sú eina rétta í þeim efnum.

75 ára afmælisrit Ungmennafélags Grindavíkur.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓLI UMFÍ:

Góð þátttaka víðast hvar Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands var haldinn í þriðja sinn í sumar með námskeiðum á fimm stöðum víðs vegar um landið. Frjálsíþróttaskólinn var fyrst haldinn árið 2008, á þremur stöðum á landinu; í Borgarnesi, á Sauðárkróki og á Egilsstöðum. Í ár var skólinn haldinn á Laugum í Reykjadal, Laugarvatni, í Borgarnesi, á Sauðárkróki og Egilsstöðum. Höfn í Hornafirði, Akureyri og Mosfellsbær hættu við að halda skólann sökum dræmrar þátttöku. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Gjaldið fyrir vikuna í sumar var kr. 15.000. Allt var innifalið í verðinu, kennsla, fæði og gisting. Ekki var hægt að fá styrk frá Velferðarsjóði barna í ár eins og fékkst 2009. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Sambandsaðilar á því svæði þar sem skólinn er haldinn hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt var upp með að hafa fagmenntaða kennara á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Laugar í Reykjadal - HSÞ Frjálsíþróttaskólinn var haldinn nú í sumar eins og á síðasta ári að Laugum í Reykjadal vikuna 21.–25. júní og sóttu 18 ungmenni skólann. Þjálfarar voru Friðrik Benónýsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Farið var yfir flest allar frjálsíþróttagreinar svo að allir myndu finna eitthvað við sitt hæfi.

Borgarnes - UMSB Vikuna 21.–25. júní var Frjálsíþróttaskólinn haldinn í Borgarnesi. Þátttaka ungmenna milli ára jókst töluvert. Árið 2009 sóttu 39 ungmenni skólann en í sumar sóttu 53 ung-

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

menni skólann. Lokað var fyrir skráningu í skólann þar sem ekki var hægt að taka við fleiri en um 55. Kennari var Bjarni Þór Traustason en honum til aðstoðar voru þau Kristján Guðmundsson, Íris Grönfeldt, Rakel Guðjónsdóttir, Unnur Jónsdóttir og Margrét Ársælsdóttir. Vegna mikillar þátttöku veitti ekki af öllum þessum þjálfurum til að halda utan um hópinn.

Egilsstaðir - UÍA Frjálsíþróttaskólinn var haldinn á Egilsstöðum vikuna 21.–25. júní. Ellefu ungmenni sóttu skólann í ár en nítján á síðasta ári. Ástæða fækkunar er óljós en kannski hefði mátt auglýsa skólann betur á svæðinu. Kennarar voru Hildur Bergsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir, Einar Hróbjartur Jónsson, Hreinn Halldórsson og Mekkín Bjarnadóttir.

Sauðárkrókur - UMSS Frjálsíþróttaskólinn var haldinn á Sauðárkróki vikuna 19.–23. júlí. Þrjátíu krakkar sóttu skólann sem er mikil fjölgun frá síðasta ári þegar 19 sóttu hann. Gaman var að sjá þessa miklu fjölgun frá síðasta ári. Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson voru þjálfarar við skólann að þessu sinni.

Laugarvatn - HSK Frjálsíþróttaskólinn var haldinn á Laugarvatni vikuna 19.–23. júlí. Tuttugu og fimm ungmenni sóttu skólann í ár sem er nokkur fjölgun frá því í fyrra. Ólafur Guðmundsson og Fjóla Signý Hannesdóttir voru kennarar við skólann. Í lok námskeiðsins fengu öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar á þátttöku. Eins og undanfarin ár hefur skólinn fengið með eindæmum góð viðbrögð. Ungmennin fóru sátt heim eftir lærdómsríka og krefjandi, en umfram allt skemmtilega, tíma saman. Þátttaka ungmenna í skólanum jókst á milli ára þrátt fyrir að skólinn væri á færri stöðum í ár en á síðasta ári. Alls sóttu 124 skólann 2009 en í ár voru 137 sem sóttu hann. Aukin þátttaka undir-

strikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir Frjálsíþróttaskólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni, sem stunda íþróttir, leiðist síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

Á stóru myndinni efst eru krakkar í Borgarnesi, á miðmyndinni eru krakkar á Egilsstöðum og á þeirri neðstu krakkar á Laugum í Reykjadal.


EM Í HÓPFIMLEIKUM:

Gerpla Evrópumeistari í hópfimleikum Lið Gerplu braut blað í sögu fimleika á Íslandi þegar liðið sigraði í úrslitum á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö dagana 23.–24. október sl. Kvennalið Gerplu var einstaklega sannfærandi í úrslitunum en stúlkurnar höfðu sett sér það markmið að vinna mótið. Það má með sanni segja að þær hafi unnið sannfærandi sigur því að þær hlutu hæstu einkunn á öllum áhöldum. Einkunnir þeirra voru 16,283 á gólfi, 17,450 á dýnu og 16,500 á trampolíni. Samanlögð einkunn þeirra var 50,233. Í öðru sæti var lið Svíþjóðar með heildareinkunnina 47,433 og í þriðja sæti voru Norðmenn með 46,416. Eftirtaldar stúlkur skipuðu liðið: Anna Guðný Sigurðardóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Björk Óðinsdóttir, Eva Dröfn Benjamínsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Hrefna Þ. Hákonardóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Karen Sif Viktorsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Rakel Reynisdóttir, Sif Pálsdóttir og Sigrún Dís Tryggvadóttir.

Góður árangur Íslands

Liðsheild og samheldni „Stelpurnar voru búnar að setja sér þetta markmið og það gekk eftir. Árangur þeirra er stórkostlegur en það er liðsheildin og samheldnin sem skóp þennan sigur. Það má segja að þær hafi rúllað þessu, upp svo mikir voru yfirburðirnir. Að baki þessa árangurs liggur margra ára vinna,“ sagði Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Gerplu, í spjalli við Skinfaxa eftir mótið.

Mikil og góð stemning Um 5.000 áhorfendur hylltu Gerpluliðið þegar sigur þess var í höfn en mikil og góð stemning var í Beltisku höllinni í Malmö keppnisdagana.

Frá móttökuathöfn sem haldin var í Gerðarsafni í Kópavogi.

Fjölmargir Íslendingar voru meðal áhorfenda og skemmtu sér vel enda var árangur Íslands algjörlega frábær. Auk gullverðlaunanna vann íslenska unglingalandsliðið til bronsverðlauna og karlalandsliðið varð í fjórða sæti í úrslitum sem er einstaklega góður árangur en þetta er fyrsta skipti sem Ísland sendir karlalið til keppni á Evrópumóti. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem keppni fer fram í unglingaflokki á Evrópumóti og þar voru mörg jöfn lið mætt til keppni og því árangur unglingalandsliðsins gríðarlega góður. Auk Gerplu kepptu Selfoss-stelpur á mótinu. Þær stóðu sig mjög vel og höfnuðu í 8. sæti.

Mikil hvatning Árangur Gerplustúlkna hlýtur að verða mikil hvatning fyrir aðrar fimleikastúlkur á Íslandi. Árangurinn sýnir að með markmið í huga og góðri ástundun við æfingar er hægt að fara langt. Stúlkurnar í Gerplu hafa lagt á sig gríðarlega vinnu til að ná þessum árangri. Uppskeran er sannarlega glæsileg.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Framkvæmd Unglingalandsmótsins Borgfirðingum til mikils sóma Það eru allir sammála um að framkvæmd Unglingalandsmótsins í Borgarnesi hafi gengið með afburðum vel. Allt lagðist á eitt til þess að gera þetta mót þannig úr garði að allir voru sáttir þegar upp var staðið. Aðstæður voru með þeim hætti að öllum leið vel á mótinu. Veðurguðirnir léku á als oddi mótsdagana, veður var milt og sólin skein glatt lengst af. Varla er hægt að hugsa sér betri umgjörð. Þeir, sem lögðu leið sína á mótið, munu minnast þess með hlýjum hug. Framkvæmdaaðilar í Borgarnesi fengu ekki langan tíma til undirbúnings en það létti undir að allar aðstæður í Borgarnesi eru mjög góðar. Uppbygging þeirra fór talsvert fram í kringum Landsmótið sem haldið var þar í bæ 1997. Engu að síður krefst það góðrar skipulagningar að halda mót sem þetta sem er orðið mikið að umfangi. Það leystu heimamenn vel af hendi, skipulögðu vinnu sína með skynsamlegum hætti og uppskeran var eftir því. Þetta var frábært mót í alla staði og allir skemmtu sér hið besta. Metþátttaka var í Unglingalandsmótinu en skráningar voru rúmlega 1700. Eins og áður sagði bar það brátt að, að Borgnesingar fengu að halda mótið. Á daginn kom að þeir voru fyllilega í stakk búnir til þess, með góðum stuðningi sveitarfélagsins. Heimamenn bjuggu ennfremur yfir góðri reynslu frá Landsmótinu frá því fyrir þrettán árum sem kom að góðum notum. Glæsileg frjálsíþróttaaðstaða er fyrir hendi sem og önnur aðstaða til keppnishalds. Íbúar Borgarbyggðar lögðu líka fram sinn skerf í undirbúningnum

sem var eftirtektarverður. Setningarathöfnin var glæsileg sem og öll umgjörð hennar. Keppendur gengu fylktu liði inn á íþróttaleikvanginn og áhorfendur fylltu brekkuna í fallegu kvöldveðri. Síðan tók við keppni og allir skemmtu sér vel. Árangur í mörgum greinum var athyglisverður og mörg unglingalandsmótsmet voru slegin. Uppbygging íþróttaaðstöðu í tengslum við Unglingalandsmótin á undanförnum árum hefur svo sannarlega skilað sér. Á það eftir að koma enn betur í ljós þegar fram líða stundir. Unglingalandsmótin eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð sem hefur verið fundin þessi skemmtilega tímasetning um verslunarmannahelgina. Mótin hafa sannað gildi sitt með afar jákvæðum hætti hvað almennt íþróttalíf snertir og jafnframt í því að sameina fjölskylduna á þessari stærstu ferðamannahelgi ársins. Talið er að 10–12 þúsund manns hafi sótt mótið og allt fór vel fram. Allir gengu vel um og snyrtimennska fólks var áberandi góð. Umferðin í

gegnum bæinn gekk vel og tillitssemin var einstök. Bærinn skartaði sínu fegursta í einstakri veðurblíðu. Mótinu var slitið með veglegri flugeldasýningu. Það er von mín að keppendur og gestir hafi átt góðar stundir í Borgarnesi og eigi eftir að minnast dagana á mótinu með hlýjum hug. Borgfirðingar geta borið höfuðið hátt en framkvæmd mótsins var þeim til sóma. Unglingalandsmótin hafa skapað sér stóran sess og munu halda honum um ókomin ár. Við getum farið að hlakka til næsta móts sem verður á Egilsstöðum 2011. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ gekk vel í sumar en þetta var þriðja sumarið í röð sem hann var starfræktur. Skólinn var haldinn á fimm stöðum víðs vegar um landið. Þátttaka var góð og er ljóst að þetta verkefni hefur sannað gildi sitt. Verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! var ýtt úr vör í snemma í sumar og því lauk formlega um miðjan september. Verkefnið gekk vel og var þátttakan góð. Meistaraflokkur karla í Breiðabliki hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins í haust. Þetta er frábær árangur hjá þessu unga liði sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Gerpla náði þeim einstaka árangri í október að verða Evrópumeistari í hópfimleikum. Stúlkurnar sýndu mikið öryggi og sigruðu að lokum með yfirburðum.

Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Þorsteinn Eyþórsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Geir Guðsteinsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Skessuhorn/Stefán Ingvar Guðmundsson (knattspyrnulið Víkings Ólafsvík) o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Kristín Sigurðardóttir, verkefnið Göngum um Ísland. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn.

15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 2012 Við setningu 13. Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi í sumar tilkynnti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Gujónsdóttir, að á stjórnarfundi UMFÍ í júní hefði verið ákveðið að HSK fengi mótið 2012 með Selfoss sem mótsstað. Auk Selfoss sóttu UMSE og UFA, með Akureyri sem mótsstað, og USÚ, með Hornafjörð sem mótsstað, um að halda umrætt mót. Eins og flestum er kunnugt verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi 4.–7. júlí 2013. Þar sem 15. Unglingalandsmótið verður haldið á Selfossi 2012 verða því tvö stórmót ungmennafélaganna á Selfossi með árs millibili. Í haust var skipuð sérstök framkvæmdanefnd landsmóta á Selfossi. Sömu einstaklingar skipa unglingalands-

Skinfaxi 3. tbl. 2010

Forsíða: Frá setningu 13. Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi í sumar. Trausti Eiríksson tendrar landsmótseldinn. Honum til aðstoðar eru Elvar Kristjánsson og Davíð Freyr Bjarnason. mótsnefnd 2012 og landsmótsnefnd 2013. Þess má geta að 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum 2011.

Framkvæmdanefnd landsmóta á Selfossi.


HELSINKI TRONDHEIM STOCKHOLM OSLO BERGEN GOTHENBURG COPENHAGEN STAVANGER BERLIN BILLUND HAMBURG FRANKFURT REYKJAVIK AMSTERDAM MUNICH GLASGOW MANCHESTER BRUSSELSMILAN LONDON PARIS ICELAND

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

BARCELONA TORONTO MADRID NEW YORK BOSTON HALIFAX ORLANDO

ICELANDAIR Í FYRSTA SÆTI Í EVRÓPU FYRIR STUNDVÍSI Mikilvægur þáttur í þjónustu við farþega í viðskiptaferðum er áreiðanleiki í áætlunarflugi („flight regularity“).

VIÐ AFLÝSUM FLUGI SJALDNAR EN ÖNNUR EVRÓPSK FLUGFÉLÖG Við hjá Icelandair höfum lagt áherslu á að farþegar okkar geti treyst því að vélar okkar séu að jafnaði á áætlun. Árangur okkar að þessu leyti hefur verið mjög góður í ár, líkt og undanfarin fimm ár. Árið 2010 er Icelandair í fyrsta sæti fyrir áreiðanleika á meðal allra flugfélaga í Evrópusambandi flugfélaga. Það merkir m.ö.o. að Icelandair hefur aflýst flugi sjaldnar en önnur evrópsk flugfélög.

AFÞREYINGARKERFI Ókeypis aðgangur að fjölbreyttu úrvali skemmtiefnis á þínum eigin skjá.

*Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að farþegar Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.

ALICANTE

ÏHA:CH@6 H>6#>H >8: *&-)' %.$'%&%

SEATTLE


8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

Jón Arnar Magnússon

„Ekki langt í það að ég geti keppt í þríþrautinni“

Jón Arnar Magnússon er í hópi bestu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hann komst í hóp fremstu tugþrautarmanna í heiminum, keppti á þrennum Ólympíuleikum ásamt Heimsmeistara- og Evrópumótum. Jón Arnar er ungmennafélagi en hann keppti á sínum tíma undir merkjum UMSS, HSK og Breiðabliks. Hvar skyldi Jón Arnar vera niður kominn í dag?

Verðandi kírópraktor Óhætt er að segja að Jón Arnar hafi ekki setið auðum höndum. Hann lagði land undir fót fyrir fjórum árum og hélt utan til Englands. Þar leggur hann stund á nám til kírópraktors við háskóla í bænum Bournemouth á suðurströnd landsins. Jón Arnar unir hag sínum vel í dag. Hann segir námið erfitt en um fram allt spennandi og skemmtilegt. „Ég stefni að því að ljúka námi í vor en þá verð ég búinn að vera í fimm ár í náminu. Ég lýk mastersnámi í vor og verð því doktor um leið. Þetta nám er ekki ósvipað læknanámi, en ef ég bætti við mig hálfs árs námi við háskólann í Southampton myndi ég klára lækninn,“ sagði Jón Arnar í samtali við Skinfaxa. Hann segist ekki ákveðinn í hvað taki við hjá sér eftir að námi lýkur í vor. „Eins og ástandið er heima vitum við ekki alveg hvað við gerum en það má alveg segja að við fórum út á hárréttum tíma, seldum allt og hér höfum við unað hag okkar vel. Þetta var stór ákvörðun en við sjáum ekki eftir henni. Hvort við komum heim í vor fer allt eftir því hvernig staðan verður þá. Mál gætu alveg þróast í þá veru að starfa í íþróttahreyfingunni hér úti. Ég hef ekkert verið að tala um mín íþróttaafrek hér en um síðustu áramót uppgötvuðu menn hér hver ég í raun var. Kennararnir kveiktu á því að ég hafði keppt á þrennum Ólympíuleikum og ég veit ekki hvað mörgum Heimsmeistara- og Evrópumótum. Eftir að þetta kom í ljós fór ég að vera meira með íþróttamönnum hér á svæðinu. Ég hef t.d. verið með knattspyrnumenn úr Bournemouth-liðinu í meðhöndlun sem hafa verið að jafna sig eftir meiðsli. Ég hef verið með þá meira en í hinni hefðbundnu sjúkraþjálfun, meiri rannsóknir eru gerðar á mönnum. Síðan notar maður bara gamla frjálsíþróttamanninn á þá og það fíla þeir alveg í botn,“ sagði Jón Arnar.

Hjólar og hleypur á hverjum degi Jón Arnar gefur ekkert eftir í þjálfuninni sem snýr að honum sjálfum. „Ég hleyp klukkutíma á morgnana áður en ég fer í skólann og síðan hjóla ég í skólann. Svo það verður ekki langt í það að ég geti farið að keppa í þríþrautinni,“ sagði Jón Arnar, hress í bragði. Hann segist vera í um 40 mínútur að hjóla

Jón Arnar á langan feril að baki í frjálsum íþróttum. Á myndinni hér til hliðar sést hann brosmildur á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2001. Að ofan er hann með reiðskjóta sinn sem hann notar nú á hverjum morgni.

í skólann og því fari um einn og hálfur tími á dag í hjólreiðarnar. Aðspurður hvort hann sé ekki í fantaformi segist hann alla vega ekki vera orðinn feitur. Maður verður að vera í keppnishæfu formi eins og hann kemst að orði. „Nú stefnir maður að því að ljúka náminu og auðvitað er ætlunin að koma heim. Hvort það verður strax eða síðar verður tíminn að leiða í ljós. Við eigum tvo eldri stráka og þá er maður kominn í smábobba því að skólakerfið er öðruvísi hér en heima. Strákarnir okkar eru komnir tveimur árum á undan jafnöldrum sínum heima. Það getur vel verið að við hinkrum við eftir þeim,“ sagði Jón Arnar. Jón Arnar segist fylgjast með íþróttalífinu heima eins og hann geti. „Ég var farinn að sjá í hillingum að Íslandsmetið mitt í langstökki væri við það að falla. Það fellur eflaust innan skamms, metin eru jú til að slá þau. Ég fylgist að sjálfsögðu með framgöngu Helgu Margrétar í sjöþrautinni og gef henni góð ráð þegar hún leitar ráða hjá mér,“ sagði Jón Arnar Magnússon í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

Sunna Gestsdóttir

„Aldrei að vita nema maður taki fram skóna og keppi á öldungamóti“

Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona var lengi vel fremst í hópi kvenna hér á landi. Sunna, sem er 34 ára að aldri, á enn Íslandsmetin í 100 metra hlaupi og langstökki. Metið í 100 metra hlaupinu er 11,67 sekúndur og langstökksmetið er 6,30 metrar. Sunna hélt að langstökksmetið myndi falla í fyrra en nokkrum sinnum var höggvið ansi nálægt því.

Síðustu ár hafa farið í barneignir og nám „Ég sjálf get farið að keppa í öldungaflokki á næsta ári. Það er aldrei að vita nema maður taki fram skóna og keppi á öldungamóti,“ sagði Sunna. Sunna býr á Blönduósi í dag, þjálfar ungmennin þar í frjálsum íþróttum og starfar einnig sem einkaþjálfari í bænum. Hún hefur einnig verið í námi síðustu ár en á sl. vori kláraði hún meistaranám í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri. Eins og hún kemst að orði sjálf í spjalli við Skinfaxa hafa síðustu ár farið í nám og barneignir eða frá því að hún hætti í spriklinu. „Síðasta mótið, sem ég tók þátt í, var í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þá var einmitt um vígslumót hallarinnar að ræða. Þetta var árið 2006 og gaman að hafa fengið tækifæri til að keppa í þessari höll sem frjálsíþróttafólk var búið að bíða lengi eftir,“ sagði Sunna.

Sunna Gestsdóttir á Íslandsmetin í 100 m hlaupi og langstökki. Á myndinni hér til hliðar kemur Sunna fyrst í mark á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2001.

Þjálfar krakka á Blönduósi Hún sagðist aðspurð hafa nóg fyrir stafni á Blönduósi. ,,Það var opnuð hér glæsileg líkamsræktarstöð og ný sundlaug í sumar og þar virkja ég íbúa Blönduósbæjar og nágrennis til að nýta þessa flottu aðstöðu sem hér er risin. Ég hef annars nóg fyrir stafni auk þjálfarastarfsins hjá krökkunum í USAH. Á fyrstu æfingar í byrjun október mættu 35 krakkar þannig að áhuginn er

svo sannarlega til staðar. Á æfingarnar, sem fara fram í íþróttahúsinu, koma krakkar frá Blönduósi og eins úr sveitunum hér um kring. Ég sé fram á skemmtilegan vetur með krökkunum sem eru mjög áhugasöm.“ – Hvernig finnst þér að fylgjast með af hliðarlínunni?

„Það var erfitt fyrst eftir að maður hætti. Ég fylgist vel með þeim efnilegu krökkum sem við eigum í dag. Það verður spennandi að fylgjast með Helgu Margréti og eins Sveinbjörgu Zóphóníasdóttur frá Hornafirði í framtíðinni,“ sagði Sunna Gestsdóttir í samtali við Skinfaxa.

Minnisvarði afhjúpaður í Borgarnesi Á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi var afhjúpaður bautasteinnn sem verður minnisvarði um mótið. Annar bautasteinn stendur við hliðina, en hann er minnisvarði um Landsmótið sem haldið var í Borgarnesi 1997. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Páll Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, sem afhjúpuðu minnisvarðann.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, við athöfnina.


6G<JH $ %-"%'*+

<A¡H>A:< HJC9A6J< =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj =^c cÅjee\ZgÂV HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg aa ]^c \a¨h^aZ\VhiV d\ aZ^ijc V Âgj Z^ch# = c Zg W ^c cÅ_jhij i¨`c^ d\ gn\\^h`Zg[^ Zg ÄV WZhiV hZb k a Zg {# Ï HjcYaVj\ @ eVkd\h Zg g c \j V kZa_V! _V[ci [ng^g jc\V hZb VaYcV/ ;g{W¨gVg i^" d\ ^cc^aVj\Vg! ]j\\jaZ\^g ]Z^i^g ediiVg! Ĩ\^aZ\ kVÂaVj\! heZccVcY^ gZcc^WgVji^g d\ ]kZgh `nch ccjg VÂhiVÂV i^a \ ÂgVg ]gZn[^c\Vg! ha `jcVg d\ h`ZbbijcVg# :g ]¨\i V ]j\hV h g ÄV Y{hVbaZ\gV4

@DB9J Ï HJC9 HJC9A6J< @ÓE6KD<H k$ 7dg\Vg]daihWgVji h# *,% %),% De^Â k^g`V YV\V `a# +/(%"''/(% d\ jb ]Za\Vg `a# -/%%"''/%%

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi:

Glæsilegt Unglinga 13. Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands var slitið með glæsilegri flugeldasýningu rétt fyrir miðnætti sunnudaginn 1. ágúst sl. Á bilinu 10–12 þúsund gestir voru búnir að njóta veðurblíðunnar dagana á undan og glæsilegs Unglingalandsmóts. Keppendur hafa aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti, rúmlega 1700 talsins, og skemmtu sér allir hið besta við frábærar aðstæður. Fjöldi unglingalandsmótsmeta var settur á mótinu.

Í sjöunda himni Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar.

Stolt og glöð í hjarta „Við erum afar ánægð með mótið í heild sinni. Við erum stolt og glöð í hjarta,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Hún sagði að lánið hefði leikið við mótið, keppnin sem slík væri búin að ganga mjög vel fyrir sig. „Umgengnin er búin að vera til fyrirmyndar og sannkallaður vináttuandi er búinn að svífa hér yfir vötnum allt mótið. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun,“ sagði Helga Guðrún.

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

„Það er ekki annað hægt en að vera sáttur. Það hafa allir hlutir gengið upp, tímasetningar, öll samskipti og svona mætti lengi telja. Ennfremur höfum átt afar ánægjuleg samskipti við keppendur sem og gesti. Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari en mótið fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar. Hann sagði að veðurguðirnir hefðu verið mótinu afar hagstæðir og það hjálpaði auðvitað mikið til að gera mótið og umgjörðina góða. „Mér finnst líka aðkoma UMFÍ til fyrirmyndar en hreyfingin býr yfir mikilli reynslu í mótshaldi sem þessu og það kemur okkur til góða. Við erum í sjöunda himni,“ sagði Björn Bjarki að lokum.


landsmót HSÞ valið fyrirmyndarfélagið

Sigurðarbikarinn afhentur

HSÞ var valið fyrirmyndarfélagið á 13. Unglingalandsmóti UMFÍ. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem tilkynnti þessa niðurstöðu á lokaathöfn mótsins á sunnudagskvöldinu. Innganga HSÞ vakti mikla athygli og var mikill metnaður lagður í hana af hálfu héraðssambandsins.Umgjörð sambandsins var sömuleiðis til fyrirmyndar á mótinu. Þess má geta að HSK var valið fyrirmyndarfélagið í fyrra.

Í mótslok á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi afhenti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Friðriki Aspelund, formanni UMSB, Sigurðarbikarinn í þriðja sinn en hann var gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Gefendur voru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn, sem var stofnað 1960. Bikarinn er afhentur í mótslok því héraðssambandi sem heldur Unglingalandsmót hverju sinni. Bikarinn er því í varðveislu UMSB fram að næsta móti sem haldið verður á Egilsstöðum.

Efri mynd: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhendir Jóhönnu Kristjánsdóttur, formanni HSÞ, bikar þann sem veittur er fyrirmyndarfélagi á hverju Unglingalandsmóti. Með þeim á myndinni er hluti keppenda HSÞ á mótinu.

Neðri mynd: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhendir Friðriki Aspelund, formanni UMSB, Sigurðarbikarinn.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Að efla fólk til dáða Traust atvinna og hollar tómstundir eru forsendur góðs mannlífs. Þátttaka í íþróttum og keppni þroskar hvern einstakling, hæfileika hans og skapar honum verðug verkefni. Líkt og í íþróttum þurfum við hjá Norðuráli að skapa sterka liðsheild einstaklinga sem hafa þekkingu, færni og metnað til að ná settum markmiðum.

Þannig náum við árangri

www.nordural.is

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi: Jófríður Ísdís Skaftadóttir efnilegur kringlukastari hjá Skipaskaga:

Hvetjandi að sjá árangur Jófríður Ísdís Skaftadóttir í Ungmennafélaginu Skipaskaga setti Íslandsmet í kringlukasti á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi, í flokki 15 ára, er hún kastaði 33,30 metra. Jófríður, sem er aðeins 12 ára gömul, keppti upp fyrir sig í kringlukastkeppninni. Jófríður sigraði líka í kúluvarpi í flokki 12 ára á mótinu, með kast upp á 11,20 metra. Jófríður er mikið efni og verður gaman að fylgjast með þessari upprennandi stúlku í framtíðinni.

Bætti mig um 12 metra í kringlunni á nokkrum mánuðum Við náðum tali af Jófríði og áttum við hana spjall og þá kom í ljós að hún hefur æft frjálsar íþróttir í tvö ár. „Mér fannst ég bara nokkuð góð í kúluvarpi og hóf í byrjun að æfa þá grein. Ég fór samhliða því að kasta kringlu og það fannst mér enn meira spennandi. Í sumar tók ég þátt í Gogga Galvaska-mótinu og

Jófríður Ísdís Skaftadóttir keppti á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi.

náði ágætum árangri. Eggert Bogason, þjálfari hjá FH, kom auga á mig og bauð mér að koma á æfingar hjá FH. Mér fannst mjög spennandi að fá tækifæri til að æfa undir handleiðslu hans. Ég æfi í Kaplakrika 3–4 sinnum í viku, svo segja má að það sé komin alvara í þetta hjá mér. Það er líka mjög hvetjandi þegar maður sér árangur en ég hef bætt mig um tólf metra í kringlunni á nokkrum mánuðum,” sagði Jófríður Ísdís í samtali við Skinfaxa.

Alfons Sampsted setti met í hástökki á Unglingalandsmótinu:

Æfir frjálsar, fótbolta og fimleika Alfons Sampsted, UMSK, setti met í hástökki í 12 ára flokki á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi. Alfons fór yfir 1,53 metra og bætti gamla metið um einn cm. Hann átti síðan góðar tilraunir við 1,55 metra en felldi naumlega.

Alltaf jafn skemmtilegt að keppa á Unglingalandsmóti Alfons, sem keppti á sínu þriðja Unglingalandsmóti, sagði að hann væri mjög ánægður með þennan árangur sinn. „Ég byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir

Alfons Sampsted keppti á sínu þriðja Unglingalandsmóti í Borgarnesi.

Gaman að æfa og keppa Hún setti nokkur met í sumar og segist ætla að halda áfram á sömu braut næsta sumar. „Mér finnst ofsalega gaman að æfa og keppa og stefni að því að bæta mig enn frekar í framtíðinni. Það var gaman að taka þátt í Unglingalandsmótinu í Borgarnesi í sumar og ég er farin að hlakka til næsta móts á Egilsstöðum,“ sagði Jófríður Ísdís Skaftadóttir í samtali við Skinfaxa. tveimur árum en eldri bróðir minn hafði mikil áhrif á að ég tók þá ákvörðun. Ég ætla að halda áfram á sömu braut og bæta mig í framtíðinni. Mér finnst alltaf jafnskemmtilegt að keppa á Unglingalandsmóti.”

Nóg að gera hjá mér Alfons, sem er nemandi í 7. bekk í Smáraskóla í Kópavogi, lætur sér ekki nægja að æfa frjálsar íþróttir því að hann er einnig í fótbolta og fimleikum. Hann segist þó eiga frí á laugardögum. „Það er nóg að gera hjá mér en frjálsar íþróttir æfi ég þrisvar sinnum í viku, þá spretti, langstökk og hástökk. Það fer síðan einnig töluverður tími í fótboltann og fimleikana,“ segir Alfons. Hann segist ekki ekki geta gert upp á milli greinanna, þær séu allar jafnskemmtilegar. „Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram í frjálsum íþróttum. Svo mætir maður auðvitað á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum,“ sagði Alfons Sampsted í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi: Kári Jónsson og fjölskylda hans hafa verið dugleg að sækja Unglingalandsmótin: Kári Jónsson og fjölskylda hans hafa verið verið dugleg við að sækja Unglingalandsmótin í gegnum tíðina en synirnir þrír hafa að sjálfsögðu keppt undir merkjum HSK. Kára taldist til að þau hefðu farið á öll mótin frá árinu 2000. Kári sagði að elsti sonur þeirra hjóna hefði tekið þátt í fyrsta Unglingalandsmótinu sem var haldið á Dalvík 1992.

Fastur liður að fara á Unglingalandsmót „Það hefur ekki verið vandamál hvert halda skuli um verslunarmannahelgar síðustu ár. Það hefur verið fastur liður hjá fjölskyldunni að fara á þessi mót. Þegar ég var formaður Laugdæla hvatti ég fjölskyldur til að fara á Unglingalandsmót og hjá mörgum þeirra er það orðin hefð að fara í dag. Að mínu mati hafa þessi mót hitt algjörlega í mark og náð tilgangi sínum í hvívetna. Ég hef verið talsmaður þess að halda í upprunalega hugmyndafræði mótanna og láta þau ekki þróast í að vera eins og sjálf Landsmótin. Léttleiki Unglingalandsmótanna felst svo mikið í því að foreldrar fylgja börnunum sínum í keppnina og börnin fá að njóta sín óháð þjálfurunum. Börnin fá að búa til lið í körfubolta og fótbolta sem er afar góður valkostur. Strákarnir mínir hafa t.d. oftast verið í blönduðum liðum í körfubolta og spilað líka fótbolta með hinum og þessum landshlutum. Þetta gefur mótunum skemmtilegan vinkil, að geta tekið þátt í hverju sem er,“ sagði Kári. Hann sagðist ekki sjá annað en að þessi mót ættu mikla framtíð fyrir sér. Ungmennafélagshreyfingin á sér frábær tækifæri í þessum mótum og kemur þannig stefnumálum sínum vel á framfæri.

Kristjana Kjartansdóttir og Kári Jónsson ásamt sonum sínum Antoni, Aroni og Kjartani.

Þessi mót hafa hitt í mark og náð tilgangi sínum Skemmtum okkur einstaklega vel í Borgarnesi

Kári Jónsson ásamt Guðmundi bróður sínum á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi.

„Við skemmtum okkur einstaklega vel í Borgarnesi og veðrið lék við keppendur og gesti allan tímann. Mótið var vel skipulagt og gott að geta nýtt strætóferðirnar í stað einkabílsins. Við erum þegar búin að gera ráðstafanir um gistingu fyrir næsta mót á Egilsstöðum. Yngsti strákurinn okkar er vaxinn upp úr því að taka þátt en þá fylgist maður bara í staðinn með öðrum krökkum og nýtur þess að vera á svæðinu. Svo þegar barnabörnin fara að taka þátt kemur að nýjum kafla,“ sagði Kári Jónsson hress í bragði.

Uppskeruhátíð að loknu Unglingalandsmóti

Unglingalandsmótsnefnd bauð öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd Unglingalandsmótsins í Borgarnesi um verslunarmannahelgina í vöfflukaffi í Mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut þann 26. ágúst

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

síðastliðinn. Góð mæting var á uppskeruhátíðinni. Sjálfboðaliðar, hjálparkokkar, björgunarsveitarmenn, ungmennafélagar og aðrir velunnarar áttu þar notalega stund saman og settu í raun punktinn aftan við þetta stórskemmtilega verkefni

sem tókst í alla staði hreint frábærlega vel. Á uppskeruhátíðinni voru myndir skoðaðar frá mótinu og eins var sýndur þáttur um Unglingalandsmótið sem Ríkissjónvarpið sýndi nokkru eftir mótið.


Íris Björg Sigmarsdóttir og fjölskylda hennar hafa farið á fimm Unglingalandsmót:

Einstök stemning á mótinu „Það er ekki dýrt fyrir fjölskylduna að fara á Unglingalandsmót. Það er mikið prógramm í gangi fyrir alla sem er afar mikilvægt í huga okkar. Mótin eru að mínu mati ekki síst mikil forvörn fyrir unglingana. Á meðan þeir fara á þessi mót fara þeir ekki annað. Það er líka gaman að mótin eru haldin á mismunandi stöðum á landinu þannig að maður er alltaf að sjá og fara á nýja staði um hverja verslunarmannahelgi. Mér finnst það bara í alla staði mjög skemmtilegt að fara á Unglingalandsmót með fjölskylduna,“ sagði Íris. Hún bætti við að stemningin á tjaldsvæðunum væri einstök og gaman væri líka að sækja uppákomur í stóra tjaldinu með krökkunum á kvöldin.

Íris Björg Sigmarsdóttir, ásamt eiginmanni sínum, Ómari Péturssyni, og börnunum Sigmari Aron, Pétri Snæ og Unni Björg.

Búið að ákveða fyrir okkur hvert á að fara Sigmar Aron Ómarsson, sonur Írisar, keppti í dansi, ásamt Maren Jónasdóttur, á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi.

FM

„Við fjölskyldan fórum á okkar fyrsta Unglingalandsmót 2006 á Laugum í Þingeyjarsýslu. Við bjuggum mörg ár í Danmörku en þegar heim var komið og við uppgötvuðum mótið var ekkert annað að gera en að skella sér á fyrsta mótið með elsta strákinn okkar. Mér þykir alltaf jafngaman að fara á Unglingalandsmót og krakkarnir skemmta sér vel og hafa ofsalega gaman af að fara. Systkini þess elsta hafa ekki ennþá aldurinn til keppa en það er alltaf prógramm í gangi fyrir þau. Mér finnst bara rosalega fínt að vita hvert ég fari alltaf um verslunarmannahelgar,“ sagði Íris Björg Sigmarsdóttir úr Borgarnesi í samtali við Skinfaxa en þar var hún innt eftir þátttöku fjölskyldu sinnar á Unglingalandsmótum UMFÍ. Íris sagði að yngri strákurinn hennar hefði aldur til að taka þátt í Unglingalandsmóti á næsta ári. Eldri sonurinn keppir orðið mikið í dansi, var áður í frjálsum íþróttum, en dansinn hefur nú tekið völdin. Íris sagði því allar líkur á því að þau verði með drengina í keppni á næsta Unglingalandsmóti.

Unglingalandsmót er ódýr kostur fyrir fjölskylduna „Þessi mót ná tilgangi sínum hvernig sem á það er litið. Nú er kreppa eins og allir vita og að fara á Unglingalandsmót er ekki dýr kostur fyrir fjölskylduna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta mót. Við þurfum ekki að setjast niður og spá í það hvert eigi að fara, það er búið að ákveða það fyrir okkur. Ég var aðeins að vinna við mótið í Borgarnesi en ég held að flestir séu sammála um að það mót hafi gengið vel,“ sagði Íris Björg í samtali við Skinfaxa.

BS

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


37. sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Egilsstöðum 37. sambandsráðsfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn á Egilsstöðum 16. október sl. Á fundinum var lögð fram vegleg ársskýrsla þar sem gat að líta yfirlit yfir hið fjölbreytta starf sem er unnið innan hreyfingarinnar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Í ræðu formanns kom m.a. fram að UMFÍ hefur orðið fyrir fjárhagslegu tapi vegna gjaldþrots VBS fjárfestingarbanka. Miklar umræður urðu um reikninga UMFÍ. Hagnaður varð af reglulegri starfsemi, en rekstrarniðurstaða var neikvæð eftir að skammtímakröfur og verðbréfaeign hafði verið færð niður. Yfir 20 tillögur frá stjórn og sambandsaðilum voru fluttar á fundinum og voru þær allar samþykktar. Um 40 fulltrúar héraðssambanda sóttu fundinn en fundarstjórar voru Jónas Þór Jóhannsson UÍA og Jóhanna Kristjánsdóttir HSÞ.

Verndum þau – erindi Kvöldið fyrir sambandsráðsfundinn flutti Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur erindi sem kallaðist Verndum þau. Í erindinu fór hún yfir þær hættur sem steðja að börnum og unglingum er varða ýmiss konar ofbeldi. Erindið var afar fróðlegt en þetta er viðfangsefni sem kemur okkur öllum við og ekki síst þeim sem starfa mikið með börnum og unglingum.

Kynnisferð Þegar sambandsráðsfundinum lauk fóru fundarmenn í kynnisferð og skoðuðu aðstöðu og keppnisstaði á Egilsstöðum, en 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar næsta sumar

UMSE fékk hvatningarverðlaun UMFÍ 2010 Hvatningarverðlaun UMFÍ 2010 voru afhent á fundinum á Egilsstöðum. Verðlaunin féllu í skaut Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE, fyrir öflugt og metnaðarfullt íþrótta- og ungmennafélagsstarf á breiðum grunni. Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, tók við viðurkenningunni fyrir hönd héraðssambandsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti verðlaunin. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, við afhendingu hvatningarverðlauna UMFÍ.

Samstarfssamningur við UÍA undirritaður 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina næsta sumar. Á sambandsráðsfundinum var undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, sem er framkvæmdaðili mótsins. Á Egilsstöðum er góð aðstaða til íþróttaiðkunar og keppni. Þar er frjálsíþróttavöllur með gerviefni. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, við undirritun samstarfssamnings um Unglingalandsmótið næsta sumar.

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


ALMENNINGSÍÞRÓTTIR:

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga, sem UMFÍ stóð fyrir í sumar, gekk vel. Verkefninu lauk með formlegum hætti 16. september með grunnskólagöngu UMFÍ. Ákveðið hefur verið að hafa skráningarkerfið áfram opið og er það gert svo að hægt sé að halda utan um hreyfinguna allt árið. Því er um að gera að hætta ekki að hreyfa sig þó svo að verkefninu sé formlega lokið. Verkefnið mun byrja aftur í byrjun júní á næsta ári en það verður auglýst vel þegar að því kemur.

Ánægja með verkefnið „Í heild sinni má segja að verkefnið hafi gengið vel. Þátttakendur hafa verið í sambandi við okkur og lýst yfir ánægju með þetta framtak hreyfingarinnar. Margir nýttu sér þann möguleika að ganga á fjöll en annars var ágæt þátttaka í öllu verkefninu. Verkefnið verður með svipuðu sniði á næsta ári en það verður nánar auglýst þegar nær dregur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa um verkefnið. Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga! stóð yfir dagana 5. júní til 16. september. Raunar hófst verkefnið með fjölskyldudegi UMFÍ sem haldinn var við

rætur Miðfells í Hrunamannahreppi. Verkefnið stóð því yfir í 103 daga en í ár eru liðin 103 ár frá stofnun UMFÍ. Öllum var heimil þátttaka óháð aldri og hægt var að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni og hópa/fyrirtækjakeppni eða vera með í báðum keppnunum. Þátttakendur skráðu hreyfingu sína inn á ganga.is eða með því að safna stimplum í göngubók. Göngubókina var hægt að nálgast á flestum N1 bensínstöðvum og í flestum sundlaugum landsins. Þátttakendur gátu nálgast stimpil fyrir hreyfingu sína í afgreiðslu sundlauga. Sú hreyfing sem hægt var að skrá eða fá stimpil fyrir var að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 500 metra. Fyrirtækjakeppnin fór fram á sama tíma og einstaklingskeppnin. Öll fyrirtæki og/ eða hópar gátu tekið þátt í verkefninu. Fyrirtækið/hópurinn skráði sig til leiks inn á vefnum ganga.is. Fyrirtækið/hópurinn þurfti að setja hópinn sinn í réttan flokk eftir fjölda meðlima í hópnum. Fyrirtækið/hópurinn skráði niður þegar einhver úr hópnum gekk eða skokkaði 3 kílómetra, gekk á fjöll, hjólaði 5 kílómetra eða synti 500 metra. Þeir þrír hópar sem hreyfðu sig mest og í flesta daga fá svo verðlaun. Einnig kepptu fyrirtæki í því hvaða þátttakendur hvers fyrirtækis höfðu gengið á flest fjöll. Um miðjan nóvember verður dregið úr potti þeirra sem hafa hreyft sig í 30 skipti, 60 skipti og 80 skipti. Haft verður samband við þá sem dregnir verða út. Þeir

þrír einstaklingar sem gengið hafa á flest fjöll munu einnig hljóta verðlaun og haft verður samband við þá. Alltaf er verið að bæta upplýsingum inn á gönguvefinn og er áhugafólk hvatt til að nota áfram vefinn ganga.is.

Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ hófst með fjölskyldudegi UMFÍ við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi.

Helgi á göngu Helgi á göngu var verkefni sem haldið var til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gekk út á að skipulagðar voru gönguferðir á vegum UMFÍ dagana 23.–27. júní. Göngurnar voru skipulagðar víðs vegar um landið á einhverri af þeim gönguleiðum sem merktar hafa verið á vegum hreyfingarinnar.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


ALMENNINGSÍÞRÓTTIR: HSV og Ferðafélag Ísfirðinga stóðu fyrir göngu á Kaldbak Héraðssamband Vestfirðinga og Ferðafélag Ísfirðinga stóðu í sumar fyrir gönguferð upp á Kaldbak við Dýrafjörð. Tilgangur göngunnar, fyrir utan það að njóta náttúrunnar og stunda góða líkamsrækt, var að fara upp með póstkassa fyrir verkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið. Lagt var af stað frá íþróttahúsinu Torfnesi kl. 11:00 og ekið yfir í Fossdal í Arnarfirði þar sem gangan hófst. Veðrið hefði mátt vera betra en örlítill strekkingur var og þokusúld á fjallstindinum. Vegna

Fimmtudaginn 8. júlí var farin gönguferð á vegum Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, á fjallið Þorbjörn, undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögumanns. Gönguferðin var liður í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! sem fram fór dagana 5. júní til 16. september 2010. Ferðin gekk vel og voru þátttakendur ánægðir að henni lokinni. Gönguferðin var einnig liður í verkefninu „Helgi á göngu“ sem er verkefni til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gekk út á skipulagðar gönguferðir á vegum sambandsaðila UMFÍ.

þokunnar var útsýni af tindi þessa hæsta fjalls Vestfjarða ekkert. Fjórtán manns kláruðu gönguna á tindinn en fjallið er 998 m hátt. Þrátt fyrir veðrið var fólk hæstánægt með dagsverkið. Í haust verður farin önnur ferð upp á Kaldbak þegar sækja á póstkassann og

Göngugarpar með póstkassa á tindi Kaldbaks.

verður þá reynt að velja flott og bjart veður. Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma saman um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi á eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið þó. Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðs vegar um landið. Allir þátttakendur eru hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því að heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir. Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is. Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is).

Gönguferð Keflavíkur á Þorbjörn

Vaskir Keflvíkingar með félagsfána í hlíðum Þorbjörns.

Góð þátttaka í göngum hjá UMSB Í sumar stóð UMSB að venju fyrir nokkrum gönguferðum og var góð þátttaka í þeim. Meðal annars var gengið að ýmsum fossum í héraðinu, sérstaklega þeim sem eru ekki í alfaraleið. Göngurnar voru flestar að venju farnar á fimmtudagskvöldum. Auk þess var gengið á Þyril og Varmalækjarmúla sem eru fjöll UMSB í verkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið. Þar voru gestabækur og gat göngufólk ritað nöfn sín í þær. Í fyrstu göngu sumarsins var farið á Þyril og göngubók komið fyrir þar. Því næst var farið að Varmalækjarmúla með Botnsá, Fitjaá í Skorradal og Hvítserki, Deildargil við Hraunsás og Rauðsgil. Síðasta ganga sumarsins var farin um Árdalsgil.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Úr einni göngunni sem UMSB stóð fyrir í sumar.


40 manns tóku þátt í HSK-göngu á Bjólfell HSK tók þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár. Komið var fyrir póstkössum á báðum fjöllunum sem HSK tilnefndi í ár, þ.e. Bjólfelli og Miðfelli. Alls tóku 40 manns þátt í HSK-göngu á Bjólfell í sumar og var Ófeigur Ófeigsson í Næfurholti göngustjóri. Þegar komið var upp á tind fjallsins fór að hellirigna en íbúar sunnanlands höfðu einmitt beðið eftir rigningu svo vikum skipti. Þrátt fyrir rigninguna tókst öllum að skrifa í gestabókina og kassanum var komið fyrir. Kassinn er á tindinum talsvert innar en þar sem komið er upp á fjallið. Ingibjörg Sveinsdóttir landfræðingur var meðal göngumanna. Hún tók „trakk“ af leiðinni og hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðina á slóðinni: www. wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=963409

Helgi á göngu á Borgarfirði eystri Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, stóð í sumar fyrir verkefninu Helgi á göngu. Helgi á göngu er verkefni til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gekk út á skipulagðar gönguferðir á vegum sambandsfélaga UMFÍ, en sá dagur sem var tileinkaður Helga í ár var 26. júní. Á Borgarfirði teygði verkefnið sig yfir hálfa viku. Verkefnið fór af stað á Borgarfirði eystri að kvöldi 23. júní og var ætlunin að ganga á Svartfell. Svartaþoka var og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni þar sem er ein stærsta líparítsströnd landsins. Urðarhólar eru framhlaup innst í Borgarfirðinum og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið, alveg hæfileg til að skrá sem göngu dagsins í Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga!. Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS-tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðarhólavatni. Sett var upp keppni í greininni þar og vann hana Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu. Næstu daga þar á eftir var gengið í

Frá göngu HSK á Bjólfell.

Guðni Guðmundsson á Þverlæk í Holtum fór með þessu vísu í göngunni og setti einnig í gestabókina: Fjallagolan leikur fislétt um vanga og fyllir lungun um stund. Á Bjólfell er gaman að ganga, gjarnan á skessufund.

Frá göngu HSK á Miðfell.

Þess má til gamans geta að göngufólkið tók saman eitt lag og var það Táp og fjör og frískir menn, í tilefni af 100 ára afmæli HSK. Lagið var eitt þeirra sem sungið var á fyrsta héraðsmóti HSK í Þjórsártúni fyrir 100 árum.

Gengið á Miðfell 5. júní Hitt fjallið, sem HSK tilnefndi í verkefnið Fjölskyldan á fjallið, var Miðfell í Hrunamannahreppi og var gengið á fjallið 5. júní, í tengslum við fjölskyldudag UMFÍ.

Stapavík, Gönguskörð og Njarðvík. Lagt var af stað frá Unaósi og gengið út með Selfljóti að Stapavík en þar er gömul uppskipunarhöfn. Þeir sem vildu gátu gengið sömu leið til baka, en leiðsögn var um gömlu þjóðleiðina til Njarðvíkur og Borgarfjarðar um Gönguskörð. Föstudaginn 25. júní var gengið undir leiðsögn frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Í Brúnavík var einstök líparítfjaran skoðuð. Frá Brúnavík var haldið í Súluskarð, gengið ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur og áfram til Breiðuvíkur. Gist var um nóttina í Breiðuvíkurskála og þar var völdvaka, tónlist og grill þar sem hver og einn kom með grillvarning fyrir sig. Öllum var velkomið að taka þátt í þessari kvöldstund. Laugardaginn 26. júní var gengið inn dalinn í Breiðuvík og yfir Víknaheiði sem þykir einn fegursti fjallvegur á Íslandi. Í botni Borgarfjarðar var gengið fram hjá Gæsavötum og um Urðarhóla við Urðarhólavatn. Tónleikar með valinkunnum listamönnum voru haldnir í Fjarðarborg um kvöldið. Sunnudaginn 27. júní var létt skoðunarferð um Bakkagerðisþorp undir leiðsögn. Verkefnið þótti takast afar vel.

Helgi á göngu er verkefni til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Hér til hliðar eru svipmyndir þegar gengið var inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


ALMENNINGSÍÞRÓTTIR: Bjarni Kr. Grímsson:

Hreyfingin skiptir öllu máli „Ég hef verið að ganga á fjöll en reyni þess utan að hreyfa mig með einhverjum hætti þrisvar í viku með því að fara í ræktina. Inni á milli hreyfir maður sig eitthvað og reynir að ná þessum hálftíma á dag. Þetta er orðinn nokkurs konar lífsstíll,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson í spjalli við Skinfaxa, en hann tók þátt í almenningsíþróttaverkefninu á vegum UMFÍ. Bjarni segist hafa stundað hreyfingu meira og minna síðan 2007. Að hans sögn var hann orðinn nokkuð þéttur og ekkert annað í stöðunni en að taka sig á og fara að hreyfa sig.

Líður miklu betur „Ég var farinn að drepast úr mæði með því að labba upp tvær hæðir svo að þannig gat þetta ekki haldið áfram. Ég er allt annar maður í dag og líður náttúrlega miklu betur,“ sagði Bjarni. Hann segist ekki hafa verið íþróttamaður á sínum yngri árum og meira verið á hliðarlínunni að hvetja strákana sína. „Mér leist strax vel á þetta verkefni UMFÍ sem ýtir undir almenning að hreyfa sig meira en hann gerir í dag. Ekki virðist veita af í þeim efnum,“ sagði Bjarni.

Aðspurður hvað hann hafi gengið á mörg fjöll á þessu ári segir Bjarni að þau séu orðin 45 talsins frá því í febrúar. Hann er meðlimur í ferðaklúbbnum 52 fjöll hjá Ferðafélagi Íslands sem ætlar, eins og nafnið bendir til, að ganga á 52 fjöll á þessu ári. „Þetta er búið að vera meiri háttar gaman og meðal fjalla, sem við höfum gengið á, eru Hvannadalshnjúkur og Hekla og allt þar á milli.“

Bjarni Kr. Grímssom segist hafa stundað hreyfingu meira og minna síðan 2007. Stefnan sé að ganga á 52 fjöll á þessu ári.

Bjarni segir að staðan í dag sé þannig að hann geti ekki verið án þess að hreyfa sig með einhverjum hætti á hverjum degi. Finna sér fjall, helst eitt í viku, og hreyfa sig þess á milli. „Hreyfingin skiptir öllu og þannig heldur maður heilsunni vel við. Framtakið hjá UMFÍ hélt manni vel við efnið. Vonandi verður framhald á því á næsta ári,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson í samtali við Skinfaxa.

Þroskandi verkefni fyrir krakkana í alla staði Grunnskólaganga UMFÍ var haldin í tengslum við verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!. Vatnsendaskóli í Kópavogi var einn þeirra skóla sem tók þátt í verkefninu. Þar voru mældar leiðir, teknar myndir af leiðum, settar gönguleiðir inn á kort og skrifaðar stuttar lýsingar á leiðunum. Í framhaldinu verður komið fyrir skilti við skólann til staðfestingar um þátttöku hans í verkefninu. Þess má líka geta að gönguleiðirnar, sem nemendurnir mældu, verða settar inn á gönguvefinn ganga.is. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þesu verkefni. Við voru með tvo bekki og blönduðum þeim saman í fjóra hópa. Krakkarnir áttu að búa til nýjar gönguleiðir í nágrenni við skól-

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Grunnskólaganga UMFÍ

Krakkarnir í Vatnsendaskóla í Kópavogi tóku þátt í verkefninu Grunnskólaganga UMFÍ.

ann. Við byrjuðum á því að skoða umhverfið sem er í sjálfu sér alveg nýtt og hvar göngustíga væri að finna. Krakkarnir fengu sinn tíma, útprentað kort af svæðinu, gengu um svæðið og fundu sína leið og mældu eins og fyrir þá var lagt. Þetta gekk í heild sinni sérlega vel og krakkarnir voru ánægð,“ sagði Ingunn Huld Kristófersdóttir, kennari við Vatnsendaskóla, í spjalli við Skinfaxa. Ingunn Huld sagði nokkuð um nýja krakka í hverfinu og þetta verkefni hefði svo sannarlega hrist þau saman. Hún sagðist sjá það fyrir sér að skólinn tæki örugglega áfram þátt í verkefninu sem væri þroskandi í alla staði. „Ég mæli hiklaust með því að skólar almennt taki þátt í þessu verkefni,“ sagði Ingunn Huld við Skinfaxa.


UMFÍ fannst mér vera mjög hvetjandi. Ég fór t.d. í göngutúra að verða níu á kvöldin, bara til að klára þessa þrjá kílómetra til að geta skráð því að ég ætlaði mér að ná gullinu. Það gekk allt saman eftir,” sagði Ragnheiður.

Andleg vellíðan

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir:

Fólk er duglegra að hreyfa sig nú en áður „Verkefnið var mjög hvetjandi og skemmtilegt. Ég er stærðfræðikennari, hef rosalega gaman af tölum, og að sjá þetta svona talrænt þegar maður skráir inn þátttöku sína er mjög hvetjandi fyrir mig,“ sagði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir sem er einn af þátttakendunum í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Hún sagðist aðallega hafa gengið á fjöll á höfuðborgarsvæðinu, Úlfarsfellið, Helgafellið og Esjuna. Svo

gekk hún einnig á Hafnarfjall sem hún hafði aldrei gert áður.

Verkefnið hjá UMFÍ var mjög hvetjandi – Hefur þú alla jafna verið dugleg að hreyfa þig? „Já, ég hef verið það. Ég byrjaði samt ekki að hreyfa mig fyrir alvöru fyrr en eftir að ég byrjaði í framhaldsskóla. Ég hef verið að hlaupa mikið og verkefnið hjá

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir segir að hún sé miklu frekar tilbúin að takast á við hlutina í lífinu, vinnuna og heimilið, með því að hreyfa sig reglulega.

– Hvað gefur hreyfingin þér yfirleitt? „Tvímælalaust andlega vellíðan. Þegar ég er pirruð í skapinu segir eiginmaður minn að ég ætti að fara að drífa mig í göngutúr. Mér finnst vakning í gangi í þjóðfélaginu fyrir hreyfingu almennt. Mér finnst fólk allt í kringum mig vera miklu duglegra að fara í göngutúra en áður. Hreyfing í mínum huga er ekki bara að grenna sig heldur ekki síður að líða vel á líkama og sál. Ég er núna komin 27 vikur á leið og kannski þess vegna hef ég ekki hreyft mig nærri jafnmikið í sumar og hefði notað óléttuna sem afsökun ef ég hefði ekki verið að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Ragnheiður.

Vakning á vinnustað Ragnheiður sagði að hópur af vinnustað hennar í Hólabrekkuskóla hefði gengið saman á Helgafell og Úlfarsfell og vakning í þessu efni hefði verið töluverð á vinnustaðnum. Ragnheiður sagði að sér hefði fundist þetta verkefni skemmtilegt og það er ætlun hennar að halda áfram að skrá og vera dugleg. „Maður heldur áfram að hreyfa sig og hugsa vel um heilsuna í framtíðinni. Maður er miklu frekar tilbúin að takast á við hlutina í lífinu, vinnuna og heimilið, með því að hreyfa sig reglulega,“ sagði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir í samtali við Skinfaxa.

Stjórn HSK hélt stjórnarfund í höfuðstöðvum UMFÍ Stjórn HSK hélt stjórnarfund í höfuðstöðvum Ungmennafélags Íslands, miðvikudaginn 15. september sl. Að sögn Engilberts Olgeirssonar, framkvæmdastjóra HSK, er þetta í annað sinn sem héraðssambandið heldur stjórnarfund utan síns svæðis. Stjórnarfólki í HSK var sýnt hið nýja húsnæði UMFÍ og síðan var því kynnt starfsemi hreyfingarinnar. Engilbert sagði fundinn með UMFÍ hafa verið upplýsandi fyrir alla. Hann sagði í nógu að snúast um þessar mundir og næg verkefni fram undan. Nefna má að Héraðssambandið Skarphéðinn fagnar 100 ára afmæli í ár og í haust mun koma út glæsileg 500 blaðsíðna bók um sögu sambandsins.

Hluti starfsmanna UMFÍ og stjórnarmenn HSK. Efri röð frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, Engilbert Olgeirsson, Alda Pálsdóttir, Sæmundur Runólfsson, Bergur Guðmundsson, Lára B. Jónsdóttir, Helgi Kjartansson,

Hansína Kristjánsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Helga Dagný Árnadóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Guðríður Aadnegard og Fanney Ólafsdóttir.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Norræn ungmennavika NSU: Norræn ungmennavika NSU var í ár haldin í Sydslesvig (Suður-Slésvík) í Þýskalandi dagana 18.–25. júlí. Það vorum sex íslensk ungmenni sem tókum þátt ásamt um fimmtíu öðrum frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Grænlandi og Finnlandi. Á ungmennavikunni lærðum við ýmislegt um mismunandi menningarheima og náttúru, unnum fjölbreytt verkefni, tókum þátt í skemmtilegum leikjum og uppákomum og síðast en ekki síst kynntumst jafnöldrum okkar í nágrannalöndunum. Markmið vikunnar er að efla samskipti og kynnast nágrannalöndunum og því var lögð áhersla á að aðeins væru töluð Norðurlandamál. Í þetta sinn fór mest fram á dönsku þar sem að gestgjafarnir voru dönskumælandi. Ferðin hófst í Leifsstöð sunnudagsmorguninn 18. júní. Þá var flogið til Kaupmannahafnar og þaðan tekin lest. Því næst vorum við sótt af gestgjöfunum sem fóru með okkur til Christianslyst þar sem við dvöldum fyrri hluta vikunnar. Þegar þangað var komið komum við okkur fyrir, borðuðum kvöldmat og síðan hófst kvölddagskráin. Þá var okkur skipt í nokkra hópa til að leysa skemmtileg verkefni sem tengdust öll á einhvern hátt jörð, vatni, eldi og lofti. Alla morgnana voru kynningar á löndunum sem tóku þátt og sungið morgunlag á móðurmáli þess lands sem kynnti í hvert sinn og voru það gestgjafarnir sem byrjuðu. Þeir sungu fyrsta erindið á dönsku, sem er móðurmál þeirra í Suður-Slésvík ásamt þýsku. Að því loknu fór mestallur dagurinn í hópefli úti í góða veðrinu þar sem við fórum í leiki sem kröfðust góðrar samvinnu. Um kvöldið var fyrirlestur um minnihlutahópa í Evrópu, þ.e.a.s. hópa fólks sem hafa tvöfalt þjóðerni og tvö móðurmál. Svona minnihlutahópar eru í öllum Evrópulöndum nema á Íslandi og var því mjög fróðlegt að heyra um þetta. Síðan var notalegt kvöld, varðeldur, spil og spjall og voru flestir farnir að kynnast. Á þriðjudeginum var síðan lagt snemma af stað í trjáklifur. Við fórum í flottan klifurgarð með átta miserfiðum klifurbrautum. Eftir klifrið gengum við síðan til bæjarins Eckernförde þar sem við gátum kíkt í búðir eða á ströndina. Á miðvikudeginum vorum við Íslendingarnir með kynningu. Við bættum erindi við morgunlagið á íslensku, sýndum myndband frá Íslandi og gáfum íslenskt nammi. Fékk fulltrúi frá hverju landi splunkunýjan hraunmola úr Fimmvörðuhálsi þar sem eldgosin á Íslandi voru virkilega vinsælt umræðuefni. Síðan var fyrirlestur um alþjóðamenningu og við unnum verkefni um það þegar ólíkir menningarheimar mætast. Næst tóku við mismunandi vinnustofur þar sem m.a. var í boði að smíða skeifur, setja saman sólarsellubíla og gera litla loftbelgi. Um kvöldið var síðan sýning á afrakstrinum og að henni lokinni var komið að óvæntum hápunkti kvöldsins þegar eldgleypir mætti á svæðið. Morguninn eftir pökkuðum við saman dótinu okkar og fórum í kanósiglingu. Veðrið var gott og siglingin gekk mjög vel hjá flestum en tveimur íslenskum stúlkum tókst þó með

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Frábær ferð og komið heim reynslunni ríkari

lagni að hvolfa bátnum sínum á fyrstu metrunum, öðrum til mikillar kæti. Eftir siglinguna lögðum við að stað með rútu og síðan lest yfir á eyjuna Sylt það sem við dvöldum restina af vikunni. Þar gistum við í dönskum skóla með flottri aðstöðu. Fótboltavöllur, íþróttasalur og félagsmiðstöð með öllu tilheyrandi var á staðnum.

Íslensku þátttakendurnir létu vel af ungmennavikunni sem var í alla staði frábær og sérlega vel heppnuð.

Föstudagurinn var sannkallaður náttúrudagur. Við tókum saman það helsta um íslenska náttúru og dýralíf og sögðum hinum frá og lærðum um náttúru hinna landanna. Síðan var farið í 20 km hjólaferð til bæjarins Lyst þar sem við heimsóttum náttúrusafnið Naturgewalten. Eftir stoppið í Lyst hjóluðum við nokkra kílómetra til baka og skoðuðum svokallaðan vaðal (vadehav) sem eru leirur við sjó þar sem fjarar langt út og er mikið um dýralíf. Sá dagur sem stóð upp úr hjá mörgum var laugardagurinn en þá gátum við valið um að fara á brimbretti, í selaskoðun eða að sigla seglskútu. Þegar komið var til baka unnum við í hópum sem hver fékk úthlutað einu landi. Hóparnir áttu að tileinka sér hætti þjóðarinnar og gera búninga sem lýsa þjóðinni. Um kvöldið var svo veisla þar sem hver hópur lék þá þjóð sem hann hafði fengið úthlutað og fékk sá hópur sem þótti lýsa þjóðinni best verðlaun. Þetta var síðasta kvöldið svo að fæstir tímdu að fara að sofa og því var spjallað og leikið langt fram eftir nóttu. Á sunnudagsmorguninn var svo pakkað saman og þá var kveðjustund. Við höfðum flest kynnst vel og eignast góða vini og því var ekki gaman að kveðja. Við héldum aftur til Kaupmannahafnar, stoppuðum í stutta stund á Strikinu og flugum síðan heim til Íslands. Ferðin var í alla staði frábær og vel heppnuð og allir skemmtu sér konunglega. Dagskráin var stíf allan tímann en það sem við gerðum var bæði skemmtilegt og fróðlegt. Allir gátu æft sig í dönskunni og var lítið gripið til ensku. Við komum heim reynslunni ríkari, búin að kynnast mörgum frá öðrum löndum og alsæl með alla vikuna. Ungmennavikan verður haldin í Finnlandi á næsta ári og verður hún örugglega ekki síðri. Íslensku þáttakendurnir voru Sigmar Aron Ómarsson, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Elín Margrét Böðvarsdóttir, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Sigurdís Egilsdóttir. Fararstjóri var Jörgen Nilsson.


Klæddu þig upp – merktu þig rétt! Sérmerktar vörur fyrir íþróttafólk og starfsmannafélög. Tilvalið í fjáröflun. Við eigum fyrirliggjandi allar vörurnar sem þig vantar – og merkjum þær eftir þínum óskum.

Norðlingabraut 14 | 110 Reykjavík Hágæða bómullarfatnaður

Frábær sportfatnaður,

Sími 569 9000 | sala@bros.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


KNATTSPYRNA:

Breiðablik Íslandsmeistari í fyrsta sinn Meistaraflokkur Breiðabliks tryggði sér Íslandsmeistaratitlinn í knattspyrnu karla í fyrsta skipti í sögu félagsins í lokaumferð Pepsídeildar karla þann 25. september sl. Gríðarleg spenna var fyrir lokaumferðina en fyrir hana höfðu þrjú lið möguleika á titlinum, Breiðablik, FH og ÍBV. Breiðablik sótti Stjörnuna heim í Garðabæ og dugði jafntefli til að hreppa titilinn. Það gekk eftir og skiptu þá úrslit í öðrum leikjum ekki máli. Breiðablik hlaut 44 stig í deildinni eða jafnmörg og FH, en ÍBV hafnaði í þriðja sæti með 42 stig. Breiðablik er vel að þessum titli komið en liðið þótti leika mjög skemmtilega og léttleikandi knattspyrnu í sumar. Mjög öflugt unglingastarf hefur verið innan félagsins undanfarin ár og á það eflaust stóran þátt í þessum frábæra árangri. Yngri flokkar félagsins unnu einnig marga glæsta sigra á liðnu sumri. Mjög öflugt starf er unnið í knattspyrnunni innan Breiðabliks og hefur það öðru fremur lagt grunninn að þessum árangri. Lið Breiðabliks er ungt að árum og verður spennandi að fylgjast með framgangi þess.

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Alfreð Finnbogason leikmaður ársins Alfreð Finnbogason er einn af framtíðarleikmönnum Íslands. Hann átti frábært tímabil með Breiðbliki og á lokahófi Pepsídeildarinnar var hann kjörinn leikmaður ársins.


Víkingur í Ólafsvík vann sér sæti á ný í 1. deild Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík tryggði sér sigur í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og leikur því að nýju í 1. deild á næsta keppnistímabili. Víkingar tóku á móti Víði úr Garði í næstsíðustu umferð mótsins og fóru með sigur af hólmi, 3:1. Eftir þann sigur voru þeir búnir að vinna 2. deildina. Víkingar tóku á móti bikarnum í leikslok, en það var Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ, sem afhenti þeim hann. Liðið hefur leikið sérlega vel í sumar og er vel að þessum titli komið. Sameiginlegt lið BÍ/Bolungarvík fylgdi Víkingi í Ólafsvík upp í 1. deild með því að lenda í öðru sæti í 2. deild. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega liði.

Knattspyrnulið Tindastóls, Íslandsmeistarar í 2. deild karla.

Tindastóll vann 3. deild Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki bar sigur úr býtum í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Tindastóll leikur því í 2. deild á næsta ári ásamt Dalvík/Reyni. Þessi lið áttust við í hreinum úrslitaleik um sigurinn í 3. deild á Ólafsfirði. Fyrir leikinn voru þessi lið reyndar búin að tryggja sér sæti í 2. deild, en samt sem áður var mikil stemning fyrir þessum leik enda um nágrannaslag að ræða. Tindastóll sigraði í leiknum, 1:0, með marki frá Arnari Sigurðssyni í fyrri hálfleik. Bæði liðin áttu sín í færi í leiknum sem var skemmtilegur og fjörugur á köflum.

Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu.

Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Fimleikadeild UMF Selfoss

Lífsgæði og framtíð unga fólksins Íslendingar búa að því öðrum þjóðum framar að geta gengið að hreinu og tæru neysluvatni, heitu jarðvarmavatni til húshitunar og baða og umhverfisvænni raforku fallvatnsvirkjana og gufuaflsvirkjana. Hlutverk Set hefur verið að þróa og framleiða lagnakerfi til að koma þessum auðlindum til notenda. Set leggur metnað sinn í nýsköpun, vöruþróun og fræðslustarf fyrir viðskiptavini og starfsfólk fyrirtækisins. Tæknilega fullkominn, öflug og afkastamikil verksmiðja og þjónusta við lagnaiðnaðinn er undirstaða þess að viðhalda innlendri framleiðslu, þekkingu og atvinnusköpun.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

BETRI STOFAN

Set hefur alþjóðlega gæðavottun skv. ISO 9001.


Úr hreyfingunni Einstakur viðburður í sögu HSK:

Tíu formenn á hátíðarfundi Þann 11. október sl. hittust níu fyrrverandi formenn HSK ásamt Guðríði Aadnegard, núverandi formanni, í Selinu og áttu saman ánægjulega kvöldstund í tilefni af 100 ára afmæli sambandsins. Það hefur aldrei gerst áður að formennirnir hafi átt þess kost að hittast allir í einu svo að þetta var einstakur viðburður. Þegar Sigurður Greipsson lét af formennsku HSK árið 1966 tók Jóhannes Sigmundsson við af honum og hélt um stjórnvölinn í heilan áratug. Jóhannes var mættur á staðinn og allir níu eftirmenn hans í embætti til þessa dags. Þess má geta að þessir 10 formenn hafa allir til samans stjórnað HSK jafnlengi og Sigurður Greipsson einn eða í 44 ár samtals. Formennirnir og upphafsár þeirra í embætti voru: Jóhannes Sigmundsson 1966, Helgi Stefánsson 1976, Kristján Jónsson 1977, Einar G. Magnússon 1980, Guðmundur Kr. Jónsson 1981, Björn B. Jónsson, 1989, Jón Jónsson 1991, Árni Þorgilsson 1995, Gísli Páll Pálsson 2003 og Guðríður Aadnegard 2010. Mynd var tekin af hópnum við þetta tækifæri sem birtast mun í bókinni HSK í 100 ár

HSK 100 ára

Þessa dagana er Jón M. Ívarsson sagnfræðingur að leggja síðustu hönd á afmælisrit HSK sem mun bera heitið HSK í 100 ár. Hann hefur unnið að verkinu um tveggja ára skeið og það mun koma út í nóvember. Héraðssambandið Skarphéðinn var stofnað í Hjálmholti vorið 1910. Innan þess voru þá 20 ungmennafélög með 840 félagsmönnum. Sambandið hélt sitt fyrsta héraðsmót þá um sumarið og þau eru enn haldin. Undir merki HSK hafa tugþúsundir ungmennafélaga stundað íþróttir, skógrækt, leiklist, samkomuhald og umhverfisvernd, byggt á ræktun lýðs og lands. Í bókinni rekur Jón 100 ára sögu HSK í máli og myndum. Þarna er sagt frá starfsfólki og forystumönnum, íþróttaköppum og afreksfólki, íþróttanámskeiðum og útihátíð-

Stjórnarfundur ISCA var haldinn í Reykjavík

Formenn HSK frá 1966 til 2010. Efti röð frá vinstri: Björn B. Jónsson (1989–1990), Jón Jónsson (1991–1994), Árni Þorgilsson (1995–2002), Gísli Páll Pálsson (2003– 2009) og Guðríður Adnegard (2010–).

Neðri röð frá vinstri: Jóhannes Sigmundsson (1966–1975), Helgi Stefánsson (1976), Kristján S. Jónsson (1977–1979), Einar G. Magnússon (1980) og Guðmundur Kr. Jónsson (1981–1988).

sem kemur út í nóvember og hefur að geyma hina viðburðaríku sögu HSK. Jón M. Ívarsson söguritari var viðstaddur og las upp úr bókinni fyrir formennina. Þeir léku á als oddi við að rifja upp fyrri daga og margar skemmtilegar sögur tóku flugið undir borðum. Menn sátu að kaffiborði og kræsingum

en þar trónaði efst afmælisterta með merki HSK. Allir lýstu ánægju sinni með að taka þátt í þessari sögulegu stund. Eftir tveggja tíma skemmtilegar samræður kvöddust menn með virktum og bundust fastmælum að hittast í útgáfuteiti bókarinnar sem verður haldið á Hótel Geysi í Haukadal.

um, landsmótum og landgræðsluferðum, héraðsþingum, héraðsmótum og einstökum íþróttagreinum auk frásagna af óteljandi atburðum, stórum og smáum. Nokkuð er fjallað um sögu sunnlenskra ungmennafélaga í Árnes- og Rangárvallasýslum og sagt frá viðfangsefnum þeirra. Hvernig þau byggðu félagsheimili og sundlaugar, settu upp leiksýningar og héldu fundi ásamt því að æfa og keppa í íþróttum, halda skemmtanir og ótalmargt fleira. Bókin er 450 blaðsíður og prýdd meira en 700 ljósmyndum. Margar þeirra hafa hvergi birst áður. HSK hefur lengi verið ein styrkasta stoð UMFÍ með sína fjölbreyttu starfsemi. Félög þess eru nú 57 að tölu og félagsmenn um 15 þúsund.

Stjórnarmenn ISCA ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í móttökuathöfninni á Bessastöðum.

Stjórnarfundur ISCA, International Sport and Culture Association, fór fram í Reykjavík 21. ágúst sl. UMFÍ er aðili að ISCA sem eru samtök um almenningsíþróttir og menningu hinna ýmsu landa í heiminum. Fundarmenn fóru í móttökuathöfn sem haldin var á Bessastöðum en stjórnarfundurinn fór síðan fram í höfuðstöðvum UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


MEISTARADEILD UMFÍ Í HESTAÍÞRÓTTUM:

Efnilegir knapar að koma fram í sviðsljósið Síðasta mótið í mótaröð meistaradeildar UMFÍ var haldið í Rangárhöllinni 31. ágúst sl. Í liðakeppninni hlaut Völlur 176,5 stig, Arabær 159.5, Fet 141, Vesturkot 133,5 og Vakursstaðir 109,5. Í keppni knapa varð Arnar Bjarki Sigurðsson í fyrsta sæti með 82 stig. Í næstu sætum komu Gústaf Ásgeir Hinriksson, með 72,5 stig, Saga Melbin, með 51,0 stig, Birgitta Bjarnadóttir, með 51,0, stig og Rakel Natalie Kristinsdóttir með 51,0 stig. Í töltkeppni í unglingaflokki varð Sara Sigurbjörnsdóttir á Hálfmána frá Skrúð í fyrsta sæti með 6,70, Edda Hrund Hinriksdóttir á Skrekk frá Hnjúkahlíð varð önnur með 6,67 og Arnar Bjarki Sigurðsson á Kamban frá Húsavík þriðji með 6,63. Í b-úrslitum hlaut Andri Ingason á Orku frá Þverárkoti 6,67, Kári Steinsson á Spyrni frá Grund 6,39, og Hekla Kristinsdóttir á Freymóði frá Feti 6,22. Í a-úrslitum hlaut Gústaf Ásgeir Hinriksson á Naski frá Búlandi 7,00 í einkunn, Arnar Bjarki Sigurðsson á Kamban frá

Húsavík 7,00, og Sara Sigurbjörnsdóttir á Hálfmána frá Skrúð 6,94. Í 100 metra skeiði varð Gústaf Ásgeir Hinriksson á Fálka frá Tjarnarlandi fyrstur á 5,89, Andri Ingason á Glampa frá Hömrum annar á 5,97, og Birgitta Bjarnadóttir á Vatnari frá Gullberastöðum þriðja á 6,12. Þess má geta að árangur Gústafs Ásgeirs er athyglisverður, hann er langyngstur keppenda en hann fermdist í vor. „Keppnin gekk alveg ljómandi vel og það var virkilega gaman og spennandi

Verðlaunahafar í síðustu mótaröð meistaradeildar UMFÍ í hestaíþróttum í Rangárhöllinni við Hellu.

að fylgjast með krökkunum í þessari lokakeppni. Það var gott að klára þetta en við höfum þurft að fresta keppni frá því í apríl í vor þegar hestapestin gerði vart við sig. Það sáust mörg góð tilþrif og margir efnilegir knapar eru að koma fram í sviðsljósið. Þessir krakkar eiga svo sannarlega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni,“ sagði Arndís Pétursdóttir, einn af skipuleggjendum keppninnar.

Ómar Ragnarsson hlaut umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs voru afhent 15. júlí sl. í Nauthól í Nauthólsvík. Það var hinn þjóðkunni Ómar Ragnarsson sem hlaut verðlaunin að þessu sinni, fyrir baráttu sína fyrir verndun náttúru Íslands. Í því tilefni var afhjúpaður minnisvarði á sjötugsafmæli Ómars þann 16. september en að ósk Ómars var honum valinn staður við Útvarpshúsið við Efstaleiti. Það voru formaður UMFÍ, Helga G. Guðjónsdóttir, og Ómar sjálfur sem afhjúpuðu minnisvarðann. Við úthlutunina í Nauthólsvík var styrkjum úr Pokasjóði úthlutað og voru það rúmlega fimmtíu aðilar sem fengu styrki að þessu sinni, samtals að upphæð kr. 50.000.000. UMFÍ hlaut kr. 2.000.000 í styrk í umhverfisverkefnið Hreint land, fagurt land sem hugsað er sem þjóðþrifaverkefni til þriggja ára þar sem áhersla er lögð á að ná fram hugarfarsbreytingu hjá

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

almenningi í því að henda ekki rusli úti í náttúrunni eða í sínu nánasta umhverfi. Efri mynd: Við afhendingu Umhverfisverðlauna UMFÍ og Pokasjóðs í blíðviðrinu í Nauthólsvík. Neðri mynd: Minnisvarðinn afhjúpaður við Útvarpshúsið á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar.


Ferðafélag Íslands FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR

www.fi.is

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Úr hreyfingunni

HSÞ opnaði nýja heimasíðu á tjarnarbakkanum Ný og endurbætt heimasíða HSÞ var opnuð 15. september sl. við tjörnina á Laugum í Reykjadal. Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr Umf. Bjarma, opnaði síðuna. Heimasíðunni er ætlað að auka upplýsingastreymi til umheimsins um starfsemi HSÞ, aðildarfélög þess og félagsmenn og einnig innbyrðis á milli þessara aðila. Þar er að finna upplýsingar um uppbyggingu og skipulag HSÞ ásamt ýmsum hagnýtum atriðum. Heimasíðan á þannig að gera sambandið að sterkari heild, allt frá Bakkafirði vestur á Grenivík. Hún mun auðvelda og styrkja starfið, samfélaginu til heilla. Síðuna hannaði Ingólfur Sigfússon. Slóðin er www.hsth.is og bráðum www. hsþ.is. Við sama tækifæri var undirritaður eins árs samstarfssamningur við KEA sem er einn af aðalstyrktaraðilum HSÞ eins og verið hefur undanfarin ár. Verður styrknum veitt í nýstofnaðan afreksmannasjóð HSÞ. Þær Ásta Guðný Kristjánsdóttir frá

UÍA heimsækir aðildarfélög sín Nú í vetur stefna formaður og framkvæmdastjóri UÍA á að heimsækja sem flest aðildarfélaga sinna með það að markmiði að kynnast starfsemi þeirra betur og kynna það starf og þann samstarfsvettvang sem UÍA hefur upp á að bjóða. Á dögunum voru Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði og Hestamannafélagið Geisli sótt heim. Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri og Gunnar Gunnarsson ritari áttu góðan fund með formönnum og stjórnarmönnum félaganna tveggja. Þrátt fyrir að lítið hafi verið um skipulagða starfsemi á vegum félaganna að undanförnu skipa þau fastan sess í íþrótta- og menningarlífi á Breiðdalsvík. Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði heldur meðal annars árlegt 17. júní-hlaup auk þess sem lið þess sigraði Launaflsbikarinn í knattspyrnu síðastliðið sumar.

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ný heimasíða HSÞ opnuð á tjarnarbakkanum að Laugum

Ásta Guðný Kristjánsdóttir, frá KEA, og Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, undirrita samstarfssamninginn.

KEA og Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, undirrituðu samninginn. En hvers vegna á tjarnarbakkanum á Laugum? Jú, fyrir hartnær hundrað árum áttu þingeyskir ungmennafélagar hugmyndina um Héraðsskólann á Laugum. Hún kom fram á fundi ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal árið 1911 og strax eftir stofnun gamla HSÞ 1914 varð skólinn helsta baráttumál sambandsins. Málið vakti brennandi áhuga meðal þingeyskra ungmennafélaga sem hófu almenna fjársöfnun til skólans. Þar lögðu margir fram af litlum efnum en góðum hug. Um 1920 höfðu safnast 20 þúsund krónur sem var mikið fé. Þar fyrir utan lagði HSÞ fram úr eigin sjóðum allt sem það gat við sig losað og þegar bygging skólans hófst lögðu ungmennafélagar fram mikla sjálfboðavinnu. Hann var reistur á árunum 1924–25 og hóf starfsemi haustið 1925. Hann var fyrsti skólinn sem byggður var þar sem heitt vatn var að finna og varð fyrirmynd annarra héraðsskóla. Allar götur síðan hefur HSÞ átt stóran þátt í uppbyggingu staðarins á Laugum og þar liggja mörg handtök ungmennafélaga. Þannig er saga HSÞ og Lauga samofin. Staðarvalið á tjarnarbakkanum var einnig tímans tákn, það er hægt að opna heimasíðu hvar sem er!

Frá vinstri: Gunnar Geirsson, Ólafur Atli Sigurðsson, Bylgja Þráinsdóttir (Leikni), Berglind Agnarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir (UÍA), Hafdís Rut Pálsdóttir (Leikni), Gunnar Jónsson (UÍA) og Steinn Jónasson (Leikni).

Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir (UÍA), Hrafnkell Hannesson, Helga Hrönn Melsteð (Hrafnkeli Freysgoða) og Helga Svanhvít Þrastardóttir (Geisla). Einnig voru á fundinum Gunnar Gunnarsson (UÍA) og Gunnlaugur Stefánsson (Geisla).


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík

Breiðdalur

= gVÂhegZci

°Wgdh^g k^Â Ä g

6jhijgaVcY ¨k^ciÅgVccV Breiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi. Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði. Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar. Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira! Kannaðu málið! www.breiddalur.is

Arkþing ehf., Bolholti 8 Austur–Indíafélagið ehf., Hverfisgötu 56 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2 B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Bóksala kennaranema, Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð BSRB, Grettisgötu 89 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Endurvinnslan hf., Knarrarvogi 4 Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf., Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gissur og Pálmi ehf., byggingafélag, Álfabakka 14a Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 Henson hf., Brautarholti 24 HGK ehf., Laugavegi 13 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Íslensku alparnir, Faxafeni 8, sími 534 2727, www.alparnir.is Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hávallagötu 14–16 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Manvit ehf., Grensásvegi 1 NM ehf., Brautarholti 10 Rimaskóli, Rósarima 11 SÍBS, Síðumúla 6 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 T. ark Teiknistofa ehf., Brautarholti 6 Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33 Tannlæknastofa Helga Magnússonar, Skipholti 33 Túnþökuþjónustan ehf., Lindarvaði 2, Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1

Kópavogur

Norðurlandamót í umsjá UMSE og UFA Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum, sem fram fór á Akureyri 28. og 29. ágúst sl., þótti takast einstaklega vel. Keppendur og forráðamenn þjóðanna, sem kepptu á mótinu, lýstu yfir ánægju sinni með allar aðstæður sem og framkvæmd mótsins. Um 200 keppendur tóku þátt í mótinu en það voru Ungmennafélag Akureyrar og Ungmennafélag Eyjafjarðar sem sáu um framkvæmdina. Norðmenn sigruðu í heildarstigakeppninni, Finnar sigruðu í kvennagreinum en Svíar í karlagreinum. Keppendur íslenska liðsins voru flestir 2–3 árum yngri en keppendur hinna Norðurlandanna. Engu að síður náðu íslensku keppendurnir góðum árangri og urðu m.a. Norðurlandameistarar í þremur greinum.

Kjöthúsið ehf., Smiðjuvegi 24d Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Marás ehf., Akralind 2 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Snælandsskóli, Víðigrund Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c

Garðabær H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Kompan ehf., Skeiðarási 12 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir – umbúðalausnir ehf. Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður PON – Pétur O Nikulásson ehf., Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Rafal ehf., Hringhellu 9

Álftanes GP – arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4

Reykjanesbær Frá keppni á Norðurlandamótinu á Akureyri.

Íslenska félagið ehf., Iðavellir 7a Reykjanesbær, Tjarnargötu 12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjanesbær Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12 Tannlæknast Einars Magnúss ehf., Skólavegi 10 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóum 4 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13

Grindavík Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Mosfellsbær Álafossbúðin, Álafossvegi 23 Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Kjósarhreppur, Ásgarði, www.kjos.is

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Ehf., Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes

Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir:

Mikilvægt að fylgjast vel með koffínneyslu barna og unglinga Áhrif koffíns Á undanförnum árum hefur úrval drykkja, sem innihalda koffín, aukist töluvert í verslunum. Er þá aðallega um að ræða meira úrval af svokölluðum orkudrykkjum. Frá náttúrunnar hendi kemur koffín meðal annars fyrir í kaffi, tei og kakói sem og í matvælum unnum úr þessum vörum, eins og t.d. súkkulaði. Koffín er einnig notað sem bragðefni og aðallega sett í dökka kóladrykki (t.d. Kók og Pepsi), jafnt í drykki með sykri og sykurlausa, og í orkudrykki. Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Einnig hefur koffín áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk (sem er líka fráhvarfseinkenni), svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíða. Þó er fólk misnæmt fyrir áhrifum koffíns og því einstaklingsbundið hvenær of mikið magn fer að valda neikvæðum áhrifum.

Hámarksneysla koffíns á dag fyrir mismunandi hópa:

Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Matstofan veitingastofa, Brákarbraut 3 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Eyja- og Miklaholtshreppur, Hjarðarfelli 2 Ungmennafélag Stafholtstungna

Fullorðnir Barnshafandi konur Börn og unglingar

Stykkishólmur

Orkuskot (50–60 ml) Orkudrykkur (500 ml) allt að Kaffibolli (200 ml) Kóladrykkur (500 ml) Svart te (200 ml) Dökkt súkkulaði (50 g)

Kaffihúsið Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Narfeyri ehf., Ásklifi 10 Tindur ehf., Hjallatanga 10 Þ. B. Borg – Trésmiðja, Silfurgötu 36

Grundarfjörður

400 mg koffín 200 mg koffín 2,5 mg koffín/kg líkamsþyngdar

Dæmi um magn koffíns í drykkjum og súkkulaði: 80–220 mg 160 mg koffín 100 mg koffín 65 mg koffín 35 mg koffín 33 mg koffín

Fróðleikur um koffín

Í mörgum tegundum orkudrykkja eru auk koffíns önnur örvandi efni, s.s. ginseng og guarana. Í flestum orkudrykkjum er jafnmikið af viðbættum sykri og í gosdrykkjum eða jafnvel meira magn. Ekki er mælt með því að nota orkudrykki til að slökkva þorsta eftir íþróttaæfingar eða á meðan á þeim stendur. Það getur aukið vökva tap líkamans enn frekar vegna áhrifa koffíns á þvagmyndun. Einnig getur neysla á orkudrykkjum samhliða hreyfingu valdið hjartsláttartruflunum. Ekki ætti að blanda orkudrykk saman við áfengi þar sem dæmi eru um að einstaklingar hafi fengið miklar hjartsláttartruflanir við slíkar aðstæður.

Kaffi 59, Grundargötu 59

Koffín og börn og unglingar

Merkingar

Ólafsvík

Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og getur neysla þess valdið ýmsum breytingum á hegðun þeirra, s.s. svefnerfiðleikum, óróleika, pirringi og kvíða ásamt áðurnefndum áhrifum. Þess má líka geta að koffín er vanabindandi efni og því ekki æskilegt að börn og unglingar venjist neyslu drykkja sem innihalda koffín. Hámark daglegrar neyslu á koffíni fyrir börn er sett við 2,5 mg fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Þetta þýðir að barn, sem vegur 20 kíló, ætti ekki að neyta meira en 50 mg af koffíni. Til samanburðar má geta þess að hálfur lítri af kóladrykk gefur um 65 mg af koffíni. Einnig má nefna að sum einkenni eins og svefnerfiðleikar geta komið fram við mun lægri neyslu en hámarksgildið er. Í matvöruverslunum er nú hægt að nálgast svokölluð orkuskot (litlar flöskur, 50–60 ml) sem innihalda koffínmagn á bilinu 80–220 mg. Neyti börn eða unglingar slíkra drykkja er mikil hætta á neikvæðum áhrifum og nauðsynlegt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með því að börn þeirra drekki ekki umrædd orkuskot.

Innihaldi drykkur koffín kemur það fram í innihaldslýsingu. Ef koffínmagn fer yfir 150 mg/l er hann merktur á eftirfarandi hátt „Inniheldur mikið af koffíni“ (á ensku: „High caffeine content“). Allir orkudrykkir, hvort sem er í litlum eða stórum umbúðum, sem innihalda mikið af koffíni eru því merktir sérstaklega. Slíkir drykkir henta alls ekki börnum og unglingum.

Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1

Snæfellsbær Hótel Búðir

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Snæfellsbær, Snæfellsási 2

Ísafjörður Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7 Ísblikk ehf., Árnagötu 1 Ferðaþjónustan í Heydal, Mjóafirði, sími 456 4824, www.heydalur.is

Bolungarvík Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1-3

Patreksfjörður Bára Pálsdóttir, Hjöllum 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Almennt um orkudrykki Orkudrykkir eiga það sameiginlegt að í þeim er koffín og þeir hafa því örvandi áhrif.

Forvarnir Börn ættu ekki að neyta orkudrykkja og sem minnst af gosdrykkjum – og unglingar ættu að takmarka neyslu sína á þessum drykkjum. Þetta er vegna koffíninnihalds drykkjanna sem og sykurinnihalds sem getur stuðlað að ofþyngd og offitu, auk þess sem sykurinn skemmir tennurnar. Sýran í drykkjunum, hvort sem um er að ræða sykraða eða sykurlausa gosdrykki eða orkudrykki, getur einnig leyst upp glerung tannanna.

Íþróttaiðkun Lýðheilsustöð beinir því til þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga og íþróttamannvirkja að fylgjast vel með því að börn og unglingar séu ekki að neyta orkuskota né annarra orkudrykkja né hafi aðgang að þeim í íþróttamannvirkjunum.


Mataræði barna og ungmenna sem stunda íþróttir:

Börn og unglingar í íþróttum – hvaða næringu þurfa þau?

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi

Börnum og unglingum, sem æfa íþróttir, stundum oft og lengi í einu, er ráðlagt að mæta þörfinni fyrir meiri næringu (þ.m.t. aukinni orkuþörf) með því að borða fjölbreyttan mat í samræmi við orkuþörf. Þannig eiga þau einnig að geta fengið næringarefnin sem þau þarfnast. Undantekning frá þessu er þó D-vítamín, því fáar fæðutegundir eru góðir D-vítamíngjafar, og þess vegna er ráðlagt að taka eina teskeið (5 ml) af þorskalýsi (krakkalýsi) daglega.

Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

Viðbótarprótein: Fæða íslenskra barna og unglinga er að öllu jöfnu próteinrík og því er engin þörf á að þau neyti viðbótarpróteins í formi próteindufts eða próteinstanga. Þau prótein hafa ekki neina kosti fram yfir prótein úr matnum en góðir próteingjafar eru fiskur, kjöt, mjólkurvörur, hvers konar hnetur, baunir og fræ. Það hefur engan ávinning í för með sér að borða umframmagn próteina, þau nýtast ekki í annað en orkuforða og ofneysla þeirra getur verið skaðleg heilsunni.

Varmahlíð

Börn og ungmenni sem stunda íþróttir... Þurfa ekki að neyta viðbótarpróteins í formi próteindufts eða próteinstanga – borða heldur fjölbreytt fæði. Þurfa ekki íþróttadrykki, – þynntur ávaxtasafi getur gert sama gagn. Orkudrykkir henta börnum alls ekki, þeir gera verið varhugaverðir, – drekka heldur vel af vatni.

Vatn er besti svaladrykkurinn Vatn: Lögð er áhersla á að börn og ungmenni drekki vatn við þorsta – hollasta svaladrykkinn. Mikilvægt er að drekka vel af vatni fyrir og eftir æfingar og meðan á þeim stendur. Íþróttadrykkir: Ástæðulaust er að gefa börnum og ungmennum íþróttadrykki. Þeir sem æfa lengur en 90 mínútur í einu gætu þurft á

Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Sauðárkrókur Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Akrahreppur, Skagafirði

Akureyri

aukanæringu að halda í drykkjarformi og fyrir þennan hóp er bent á að 100% hreinn ávaxtasafi þynntur með vatni getur komið í stað íþróttadrykkja. Orkudrykkir: Orkudrykkir innihalda örvandi efni, m.a. koffín, og henta því börnum alls ekki. Slíkir drykkir geta haft ýmis óæskileg áhrif sem börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir. Sérstaklega er varhugavert að drekka þá samhliða mikilli líkamlegri áreynslu. Sykraðir svaladrykkir: Forðast ætti að drekka gosdrykki og sykraða svaladrykki í tengslum við keppnisferðir og íþróttaæfingar. Hitaeiningainnihald þessara drykkja er hátt en næringargildi nánast ekkert auk þess sem sykurinn getur valdið tannskemmdum. Að auki eyða ávaxta- og rotvarnarsýrur í drykkjunum glerungi tannanna. Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjórar næringar hjá Lýðheilsustöð.

Ásdís Helga sæmd gullmerki UMFÍ Í hófi, sem sveitarfélagið Borgarbyggð efndi til eftir setningu Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi, var Ásdís Helga Bjarnadóttir sæmd gullmerki Ungmennafélags Íslands. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem sæmdi Ásdísi Helgu merkinu. Helga Guðrún sagði í ræðu sinni af þessu tilefni að Ásdís Helga væri vel að þessu heiðri komin en hún hefði unnið góð störf fyrir hreyfinguna. Ásdís Helga var í stjórn UMFÍ um tíma og gegndi m.a. embættum ritara og varaformanns. Hún hefur ennfremur unnið lengi innan Ungmennasambands Borgarfjarðar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ásamt Ásdísi Helgu Bjarnadóttur.

Haukur og Bessi tannlæknar Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi, við Mýrarveg Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Blikkrás ehf., Óseyri 16 Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a

Grenivík Stuðlaberg útgerð ehf., Ægissíðu 11

Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Sparisjóður Suður–Þingeyinga, Kjarna, Laugum

Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Ljósaland ehf., verktakafyrirtæki, Háholti 3

Egilsstaðir Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 25 Þ.S. verktakar ehf., Miðási 8–10

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð

Höfn í Hornafirði Skinney – Þinganes hf., Krossey Þrastarhóll ehf., Kirkjubraut 10

Selfoss Búnaðarfélag Villingaholtshrepps, Syðri-Gróf Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Selfoss Kvenfélag Hraungerðishrepps Set ehf., röraverksmiðja, Eyravegi 41 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69

Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðisprestakal, Bröttuhlíð 5 Sport–Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1

Stokkseyri www.kvoldstjarnan.com, Stjörnusteinum 7

Laugarvatn

Úr hreyfingunni

Auðunn vann silfur á NM í Noregi Auðunn Jónsson (kraftlyftingadeild Breiðabliks) vann silfurverðlaun á Norðurlandameistaramótinu í kraftlyftingum 2010, sem haldið var í Björgvin í Noregi, í yfirþungavigt – 125 + kg þyngdarflokki. Auðunn vann einnig bronsverðlaun í stigakeppni allra karlakeppnisflokka mótsins. Auðunn lyfti 380 kg í hnébeygju, 255 kg í bekkpressu og 320 kg í réttstöðulyftu sem gerir 955 kg í samanlögðu. Þá átti hann góðar tilraunir við Íslandsmet í hnébeygjum, 395 kg, og 272,5 kg í bekkpressu en hann átti við veikindi að stríða sl. og því fór sem fór. Sigurvegari í yfirþungavigt varð Kenneth Sandvik frá Finnlandi með heil 1030 kg í samanlögðu. Þá vann Auðunn einnig bronsverðlaun í stigakeppni yfir alla þyngdarflokka í karla-

Auðunn Jónsson ásamt Maríu E. Guðsteinsdóttur og Vigfúsi Kröyer.

keppni Norðurlandameistaramótsins en gullverðlaunahafi í stigakeppni yfir alla þyngdarflokka varð Kenneth Sandvik frá Finnlandi.

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Búaðföng, Bakkakoti 1, Hvolsvelli Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur – Landeyjum Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum I

Ný glæsileg íþróttamiðstöð á Dalvík tekin í notkun

Kirkjubæjarklaustur Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Tröllhamrar ehf., Kirkjubæjarklaustri

Vestmannaeyjar Hamarskóli Heimaey ehf. – þjónustuver, Vesturvegi 10 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð var formlega vígð á Dalvík 2. október sl. Hönnuður hússins er Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH á Akureyri, og aðalverktaki var Tréverk hf. á Dalvík. Húsið er tengt Sundlaug Dalvíkur sem verður þannig hluti íþróttamiðstöðvarinnar. Við vígsluathöfnina flutti Björg Jakobsdóttir, varaformaður Ungmennafélags Íslands stutt ávarp og óskaði heimamönnum innilega til hamningju með nýju íþróttamiðstöðina og færði þeim silfurskjöld að gjöf frá ungmennafélagshreyfingunni. Byggingin er um 2.000 m2, þar af jarðhæð 1.700m2. Alls er húsið um 13.700 m3. Íþróttasalur er með löglegan keppnisvöll fyrir handbolta og áhorfendapallar rúma um 300 manns. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fréttamenn til lýsinga á íþróttaviðburðum. Á efri hæð er afgreiðsla og þreksalur þar sem bæði er útsýni yfir sundlaug og inn í íþróttasal. Utanhúss eru bílastæði fyrir 130 bíla Íþróttamiðstöðin er merkur áfangi í sögu sveitarfélagins. Stærð íþróttasalar

Egilsstöðum 29. júlí – 1. ágúst

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Nýja íþróttamiðstöðin á Dalvík er glæsilegt mannvirki.

rúmlega þrefaldast frá því sem áður var á Dalvík, en íþróttamiðstöðin tekur við af húsi sem byggt var 1967 þar sem salurinn var 338 m2. Heildarkostnaður við bygginguna með búnaði er um 600 milljónir krrónur.

Vígslumót í frjálsum Að vígsluathöfninni lokinni fór fram vígslumót í frjálsum íþróttum þar sem keppt var í stangarstökki, hástökki og sprettum. Í mótinu tóku þátt nokkrir af sterkustu íþróttamönnum landsins í viðkomandi greinum. Þá fór einnig fram stökk- og sprettmót í umsjón frjálsíþróttadeilda á svæðinu þar sem sterkustu keppendur landsins öttu kappi í stangarstökki, hástökki og 35 metra spretti. Hinn góðkunni Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti mótinu með tilþrifum eins og honum er einum lagið. Daginn eftir var dagskrá í boði íþróttafélaganna allan daginn. Öllum var velkomið að taka þátt og fagna þessum merka áfanga í sögu sveitarfélagsins.


NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Úr hreyfingunni

Körfuboltabúðir KFÍ á Ísafirði í annað sinn Rúmlega 80 krakkar tóku þátt í körfuboltabúðum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar en þetta var í annað sinn sem búðirnar eru haldnar. Krakkarnir stunduðu körfubolta í íþróttahúsinu á Torfnesi undir leiðsögn erlendra þjálfara og leiðbeinenda. Í lok búðanna voru iðkendum afhent verðlaun og viðurkenningarskjöl. Í kjöl-

farið var boðið til grillveislu fyrir utan íþróttahúsið, þar sem hjónin Þorsteinn Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir grilluðu pylsur, kjúkling og steinbít í gríð og erg. Runnu veitingar ljúflega niður hjá þreyttum og svöngum körfuboltaköppum. „Krakkarnir voru í ár, líkt og í fyrra, alveg frábærir og óhætt að segja að þau

séu hvert og eitt sjálfum sér, foreldrum og íþróttafélögum sínum til mikils sóma. KFÍ þakkar fyrir heimsókn þeirra sem langt að komu og einnig þátttöku heimamanna í búðunum og þeirra framlag til þess að skapa góðan anda. Vonumst til að fá sem flesta aftur að ári í Körfuboltabúðir KFÍ 2011,“ sagði á vef KFÍ.

Snæfell byrjar keppnistímabilið af krafti Snæfellingar byrja keppnistímabilið í körfuknattleik með sama hætti og þeir luku því síðasta. Tveir titlar eru nú þegar komnir í hús. Þeim fyrri var landað með því að leggja KR í Lengjubikarnum, 97:93, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Liðið gerði gott betur og sigraði síðan einnig í keppninni Meistari meistaranna þegar liðið lagði Grindavík að velli, 101:93. Þetta er sannarlega góð byrjun hjá liðinu og gefur góð fyrirheit um keppni á Íslandsmótinu en liðið vann tvöfalt á síðasta keppnistímabili.

Starfslið Bosei-íþróttalýðsháskólans í kynnisferð til Íslands Erling Joensen, skólastjóri Boseiíþróttalýðháskólans í Danmörku, var hér á landi í kynnisferð dagana 5.–7. september sl., ásamt kennurum við skólann. Ungmennafélag Íslands er, sem kunnugt er, í samstarfi við sjö íþróttalýðháskóla í Danmörku og tók upp samstarf við Bosei-skólann á síðasta ári þegar hann hóf starfsemi sína. UMFÍ hefur undanfarin ár styrkt nemendur héðan til þátttöku í þeim. Glímusamband Íslands er ennfremur í samstarfi við Boisei-skólann og nú

er kennd þar íslensk glíma. Skólanum hefur vaxið fiskur um hrygg en nú eru um 70 nemendur við skólann, þar af einn frá Íslandi. Samstarfið við Glímusambandið kemur meðal til vegna sérhæfingar skólans í bardagaíþróttum. Starfslið skólans átti hér vinnufund og heimsótti íþróttafélög sem sérhæfa sig í bardagalistum og heimsótti höfuðstöðvar UMFÍ við Sigtún. Hópurinn fór meðal annars að Gullfossi og Geysi og kom við á Íþróttaháskólanum að Laugarvatni. Danirnir lýstu yfir mjög mikilli ánægju með ferð sína til Íslands sem þeir sögðu hafa verið gagnlega og lærdómsríka.

Starfslið Bosei-íþróttalýðháskólans skoðaði sig um við Geysi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39