Skinfaxi 3 2009

Page 1Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir

Framtíðin er björt Sumarið 2009 verður ungmennafélögum ógleymanlegt fyrir margra hluta sakir. Fyrir utan það mikla starf sem unnið er hjá sambandsaðilum UMFÍ voru fjölmörg verkefni í gangi á vegum hreyfingarinnar. 26. Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri dagana 11.–13. júlí sl. Mótið var jafnframt 100 ára afmælismót Landsmótanna. Í tilefni afmælisins var sett upp sögusýning um mótin á Amtsbókasafninu sem var ágætlega sótt. Jafnframt var frumsýnd á sömu sýningu kvikmynd sem segir sögu Landsmótanna. Ég er þess fullviss að þeir sem sóttu 26. Landsmótið á Akureyri, hvort sem um keppendur eða gesti var að ræða, hafi upplifað stórkostlegt mót. Það var hreinlega allt sem vann með okkur að því að gera mótið ógleymanlegt. Veðrið lék við mótsgesti, metþátttaka var í íþróttakeppnum og fjöldi gesta á mótinu hefur aldrei verið meiri. Íþróttamannvirkin og aðstaðan eru með því betra sem þekkist hér á landi og eru Akureyrarbæ til mikils sóma. Aðstaðan kemur til með að nýtast í framtíðinni, bæði heimamönnum og íþróttahreyfingunni í heild, til æfinga og í keppni. Skipulagning og framkvæmd mótsins var framkvæmdaaðilum þess, UFA og UMSE, með stuðningi Akureyrarbæjar, til mikillar fyrirmyndar. Finna mátti hinn eina sanna ungmennafélagsanda svífa yfir vötnum og hvar sem maður kom var fullt af fólki að fylgjast með því sem fram fór, brosandi og glatt í sinni. Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í tengslum við 26. Landsmótið að söfnuninni „Á rás með Grensás“ var hleypt af stað í orðsins fyllstu merkingu. Ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson hljóp frá Reykjavík til Akureyrar á sex dögum og lauk hlaupinu við setningu mótsins. Safnaði hann áheitum meðan á hlaupinu stóð. UMFÍ stóð að undirbúningi hlaupsins ásamt Gunnlaugi og RÁS 2 og hélt utan um söfnunina. Það var einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni sem samrýmist svo vel markmiði hreyfingarinnar, „Ræktun lýðs og lands“. 12. Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið tókst mjög vel og var framkvæmdaaðilanum, UMSS, með stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til mikils sóma.

Veðrið hefði mátt leika betur við mótsgesti, en það virtist ekki hafa mikil áhrif á þátttökuna í mótinu sem hefur aldrei verið meiri, hvort heldur um var að ræða keppendur eða gesti. Eins og á Landsmótinu sveif ungmennafélagsandinn yfir vötnum og var mikil gleði og ánægja ríkjandi á meðal mótsgesta. Keppnisaðstaða á Sauðárkróki á engan sinn líka hér á landi. Íþróttamannvirki, Hús frítímans, tjaldsvæði og þjónustuaðilar eru nánast á sama punktinum, í miðbæ Sauðárkróks. Forseti Íslands og ráðherrar ásamt fjölda annarra góðra gesta heiðruðu mótsgesti með nærveru sinni á báðum mótunum sem var einstaklega ánægjulegt. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í annað sinn í sumar, nú á sex stöðum á landinu, sem er fjölgun frá árinu áður. Þátttakendur voru einnig fleiri sem segir okkur að skólinn er að ná athygli. Í skólanum er aðaláhersla lögð á kennslu í frjálsum íþróttum, en auk þess er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ljóst er að skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar, enda styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu, að ungmenni, sem stunda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf, leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Velferðarsjóður barna veitti styrki til þeirra einstaklinga sem sóttu skólann til að greiða niður þátttöku-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

gjaldið, en innifalið í því var kennsla, fæði og gisting. Ungmennaráð hefur verið starfandi innan UMFÍ í nokkur ár og hefur starfsemi þess verið í stöðugri þróun. Í ráðið hafa valist öflugir einstaklingar sem eru góðir fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Ráðið fundar reglulega og kemur með tillögur að verkefnum og öðru, sem það vill vinna að, til stjórnar UMFÍ. Ráðið hefur m.a. komið að Leiðtogaskólanum, ungmennavikum NSU, Landsmóti og Unglingalandsmóti, ungmennaráðstefnum og námskeiðum, auk þess að taka þátt í erlendum samskiptum sem snúa að ungu fólki, útbúa kynningarefni ráðsins og standa fyrir kynningum og skemmtiferðum fyrir ungt fólk sem vill skemmta sér saman án vímuefna. UMFÍ er samstarfsaðili Forvarnadagsins í ár eins og undanfarin þrjú ár. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Ráðin eru þau að fjölskyldan eyði að minnsta kosti klukkustund saman á dag, unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og fresti því að neyta áfengis þar til þeir hafi lögaldur til. Sé farið eftir þessum ráðum aukast líkurnar á því að unglingar hefji ekki neyslu fíkniefna. Nýlokið er 46. þingi UMFÍ og þar voru teknar ákvarðanir sem marka starf hreyfingarinnar næstu tvö árin. Framtíðin er björt hjá hreyfingunni og spennandi tímar fram undan sem verður gaman að upplifa. Íslandi allt!

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Á RÁS FYRIR GRENSÁS

Söfnunarfé afhent á Grensásdeild Hollvinasamtök Grensásdeildar og Edda Heiðrún Backman leikkona tóku þann 28. júlí s.l. á móti því söfnunarfé sem safnaðist í tengslum við hlaup Gunnlaugs Júlíussonar frá Reykjavík til Akureyrar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti söfnunarféð sem nam samtals 1356 þúsundum króna. UMFÍ skipulagði hlaupið ásamt Gunnlaugi sjálfum. Með hlaupinu vildi Gunn-

laugur vekja athygli á fjársöfnun fyrir Grensásdeild sem Edda Heiðrún Backman ýtti úr vör í sumar. Verkefnið ber heitið „Á rás fyrir Grensás“. Gunnlaugur var þar með fyrsti maðurinn til að taka á rás fyrir Grensás, en fleiri bættust í hópinn þegar leið á sumarið. Ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson gerði sér lítið fyrir og hljóp frá Reykjavík til Akureyrar í tengslum við Landsmót

Til vinstri: Frá afhendingunni sem fram fór í garðinum á Grensásdeildinni. Til hægri: Gunnlaugur hleypur inn á leikvanginn á Akureyri.

Ný stjórn Ungmennafélags Íslands

Fremri röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Einar Haraldsson, Björg Jakobsdóttir og Örn Guðnason. Aftari röð frá vinstri: Sæmundur Runólfson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Haraldur Þór Jóhannsson, Einar K. Jónsson, Ragnhildur Einarsdóttir og Garðar Svansson. Á myndina vantar Björn Ármann Ólafsson.

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

UMFÍ. Hlaupið var jafnframt til minningar um Jón H. Sigurðsson, hlaupara frá Úthlíð. Gunnlaugur hljóp vegalengdina á sex dögum, en hann lagði af stað frá útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 09:00 að morgni sunnudagsins 5. júlí, og lauk hlaupinu á mótssetningu Landsmótsins á föstudagskvöldinu 10. júlí.

Á 46. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands, sem haldið var í Reykjanesbæ 10.–11. október s.l., var Helga Guðrún Guðjónsdóttir endurkjörin formaður UMFÍ. Í aðalstjórn voru kosin, auk Helgu, þau Björg Jakobsdóttir, UMSK, Björn Ármann Ólafsson, UÍA, Einar Haraldsson Keflavík, Örn Guðnason, HSK, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, HSV og Garðar Svansson, HSH. Í varastjórn voru kosin Ragnhildur Einarsdóttir, USÚ, Haraldur Þór Jóhannsson, UMSS, Gunnar Gunnarsson, UÍA og Einar K. Jónsson, Vesturhlíð. Garðar, Ragnhildur, Einar Kristján og Gunnar koma ný inn í stjórn. Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var í Reykjanesbæ 11. október, var Björg Jakobsdóttir kosin varaformaður, Örn Guðnason ritari og Björn Ármann Ólafsson gjaldkeri. Í framkvæmdastjórn voru kosin Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir og Einar Haraldsson, og Eyrún Harpa Hlynsdóttir til vara.


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 47554 09/ 09

A horag Anc hor o age or a ag

V cou Va Van couver co ver e er

Se S eat attl t le

Sacra Sac S ra am a ment en nto o S Fr Sa San F anc a is iisc sc s sco co

Las a Ve V Vegas eg ga gas as L An Los Angel gel ele el es s Sa San a D Diego Di ego go o

TENGIFLUG UM SEATTLE:

NÝIR ÁFANGASTAÐIR Í BANDARÍKJUNUM OG KANADA Icelandair í samvinnu við Alaska Airlines kynnir flug til sjö nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada með tengiflugi frá Seattle. Þú bókar flug til hinna nýju áfangastaða á óvenju hagstæðu verði beint í gegnum Icelandair. Nýir nágrannar og ný ævintýri bíða við bæjardyrnar. + Bókaðu flug á www.icelandair.is

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Viðburðaríkt sumar – hreyfingin getur verið stolt af verki sínu Sumarið var viðburðaríkt í ungmennafélagshreyfingunni. Haldin voru tvö stórmót, annars vegar 26. Landsmót UMFÍ og hins vegar 12. Unglingalandsmót UMFÍ. Atburðir sem þessir krefjast mikils undirbúnings. Að slíku verkefni þurfa að koma vaskar hendur og allt skipulag þarf að vera í sem bestu lagi. Þegar menn horfa um öxl er það samdóma álit að vel hafi tekist til og að hreyfingin megi vera stolt af verki sínu. Það er ekki hrist fram úr erminni að halda tvö mót af þessari stærð með þriggja vikna millibili, en þegar upp er staðið geta allir verið sáttir. Landsmótið á Akureyri þótti sérlega vel heppnað og var framkvæmdaaðilum til sóma. Góð undirbúningsvinna og frábær skipulagning skilaði sér alla leið. Það lagðist allt á eitt með mótinu á Akureyri og til að gera mótið enn ljúfara í minningunni var veðrið með eindæmum gott alla dagana. Sól skein í heiði, keppendur nutu aðstæðna fram í

fingurgóma og gestir nutu þess sem í boði var á mótinu. Þetta mót verður lengi í minnum haft, þarna nutu sín allir og minnast mótsins með hlýjum hug. Það er óhætt fyrir okkur að fara að hlakka til Landsmótsins á Selfossi 2013. Glæsileg umgjörð var í kringum Unglingalandsmótið á Sauðárkróki, íþróttamannvirkin fyrsta flokks og aðstaðan fyrir áhorfendur og gesti til fyrirmyndar. Eins og flestum er kunnugt tóku Sauðkrækingar að sér framkvæmd mótsins með frekar skömmum

fyrirvara en skiluðu því af sér með sóma. Mótið heppnaðist afburðavel og keppendur hafa aldrei verið fleiri. Unglingalandsmótin hafa skapað sér ákveðna virðingu í íþróttaflóru landsins. Þar stíga margir sín fyrstu skref á íþróttaferlinum og minnast þátttöku í mótunum með hlýjum hug. Ástæða er til að hlakka til næsta Unglingalandsmóts sem verður haldið í Grundarfirði 2010. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í annað sinn í sumar og er alveg ljóst að þörf var fyrir skóla af þessu tagi. Mikil fjölgun var í skólanum á milli ára, en frjálsar íþróttir njóta meðbyrs um þessar mundir. Kannski er það því að þakka að mikil uppbygging frjálsíþróttavalla hefur orðið á síðustu árum vítt og breitt um landið í tengslum við Unglingalandsmót UMFÍ.

Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri

Unglingalandsmótið 2011 verður haldið á Egilsstöðum Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, upplýsti í ávarpi sínu við setningu Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki að stjórn UMFÍ hefði samþykkt að Unglingalandsmót UMFÍ 2011 verði haldið á Egilsstöðum. Auk Austfirðinga sótti Ungmennaog íþróttasamband Fjallabyggðar um að halda mótið á Siglufirði og í Ólafsfirði.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Einnig sótti HSÞ um að halda mótið á Þórshöfn á Langanesi. Unglingalandsmótið á næsta ári verður haldið í Grundarfirði um verslunarmannahelgina. Til stóð að mótið yrði haldið þar á þessu ári, en Grundfirðingar óskuðu sl. vetur eftir að fresta mótshaldinu um eitt ár og því var mótið fært til Sauðárkróks í ár.

Skinfaxi 3. tbl. 2009 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson, Sunnlenska fréttablaðið, Pedrómyndir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Björg Jakobsdóttir, formaður, Anna R. Möller og Sigurður Guðmundsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Laugavegi 170–172, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Stóra myndin: Körfuknattleikur naut mikilla vinsælda á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki í sumar. Stúlkurnar í Breiðabliki stóðu sig vel og skemmtu sér hið besta. Neðri mynd til vinstri: Frá verðlaunaafhendingu á Landsmótinu á Akureyri. Neðri mynd til hægri: Hressir strákar á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki.


Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | sími 568 2533

Hildur Hlín Jónsdóttir / hildur@dv.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki

Rífandi stemning á Sauðárkróki 12. Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki, sem haldið var um verslunarmannahelgina, var slitið með einkar glæsilegri flugeldasýningu. Áhorfendur, sem fjölmenntu, skemmtu sér hið besta. Mótinu var slitið með formlegum hætti á sunnudagskvöldinu, en það þótti takast mjög vel og var mótshöldurum til mikils sóma. Keppendur á mótinu voru rúmlega 1500 og er talið að gestir hafi verið 10–12 þúsund. Rífandi stemning var á mótinu. Þar öttu kappi unglingar í hinum ýmsu íþróttagreinum, en keppendur hafa aldrei verið fleiri. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru viðstödd setningarathöfn Unglingalandsmótsins. Þau fylgdust síðan með keppni á laugardeginum og heilsuðu upp á keppendur. Það var mótshöldurum mikill heiður og ánægja að forsetahjónin skyldu gefa sér tíma til þess að vera með keppendum og gestum á Unglingalandsmótinu.

8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


12. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki Sigurjón Þórðarson, formaður UMSS:

Við erum alveg í skýjunum „Við erum alveg í skýjunum með hvað allt gekk vel á Unglingalandsmótinu. Þáttur sjálfboðaliða vó þar þungt, en án þeirra hefði okkur ekki tekist svona vel upp. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir framlag þeirra til mótsins. Ennfremur öllum þátttakendum og gestum fyrir frábæra daga á mótinu, en allir lögðust á eitt að gera mótið sem best úr garði,“ sagði Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, í samtali við Skinfaxa. Sigurjón sagði að fjöldi þátttakenda hefði farið fram úr björtustu vonum. „Við vorum fyrirfram að gera okkur vonir um 1000 keppendur, en það fór svo að þeir urðu yfir 1500. Þetta var aldeilis frábært og ekki annað hægt en að vera sáttur og ánægður. Veðrið slapp til og var með ágætum flesta dagana. Raunar var veðrið miklu betra en spáð hafði verið. Það er eins og oft hefur verið sagt að

þessi mót hafa svo sannarlega sannað gildi sitt. Ég er farinn að hlakka til mótsins á Grundarfirði næsta sumar,“ sagði Sigurjón Þórðarson.

Í alla staði mjög sáttir Sigurjón Þórðarson, formaður UMSS.

Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Sauðárkróki, tók undir orð Sigurjóns og sagði framkvæmdaaðila ekki geta annað en verið ánægða með hvernig til tókst.

„Við erum í alla staði mjög sáttir og ég heyrði engan mann kvarta yfir einu né neinu. Það var góð stemning og skemmtilegur bragur á gestunum. Við vorum reynslunni ríkari frá mótinu 2004 og það kom að góðum notum við undirbúning þessa móts. Fyrirvarinn var skammur eins og allir vita, en allir sem komu að undirbúningnum lögðust á eitt og verkefnið gekk upp í alla staði,“ sagði Halldór Halldórsson.

Fjórir bautasteinar afhjúpaðir

Sigurðarbikarinn afhentur UMSS Í mótslok á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki afhenti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sigurðarbikarinn í annað sinn. Bikarinn var í fyrsta skipti afhentur í fyrra en hann var gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Gefendur bikarsins eru þeir Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarsson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn sem stofnað var 1960. Bikarinn skal afhentur í mótslok því héraðssambandi sem heldur Unglingalandsmót hverju sinni.Bikarinn verður því í varðveislu UMSS fram að næsta móti.

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki voru afhjúpaðir fjórir bautasteinar sem eru minnisvarðar um þau tvö Landsmót og tvö Unglingalandsmót sem hafa verið haldin á Sauðárkróki. Landsmótin voru haldin 1971 og 2004 og Unglingalandsmótin 2004 og núna 2009. Með þessum steinum vill ungmennafélagshreyfingin sýna Sveitarfélaginu Skagafirði og íbúum þess þakklæti sitt fyrir að hafa haldið þessi fjögur mót með svo myndarlegum hætti og um leið þakka gott samstarf. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði af þessu tilefni það væri heiður að fá fyrir hönd hreyfingarinnar að afhenda sveitarfélaginu þessa minnisvarða til minningar um það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið í Skaga-

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar.

firði. Það væri komandi kynslóðum hvatning til að halda því kefli áfram á lofti.


HSK fyrirmyndarfélag á Unglingalandsmótinu HSK var valið fyrirmyndarfélagið á 12. Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, tilkynnti þessa niðurstöðu á lokaathöfn mótsins rétt undir miðnætti 2. ágúst. Innganga HSK vakti mikla athygli og var mikill metnaður lagður í hana af hálfu héraðssambandsins. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis til fyrirmyndar á mótinu. Þess má geta að þrjú árin þar á undan var HSH valið fyrirmyndarfélagið. Mynd: Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Frjálsíþróttaskóli UMFÍ – á bara eftir að eflast og stækka í framtíðinni Ungmennafélag Íslands starfsrækti í sumar frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu. Framan af sumri voru skólar starfræktir í Borgarnesi og á Laugum í Þingeyjarsýslu og síðan í Þorlákshöfn, á Sauðárkróki, Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði. Aðsókn að skólunum var mjög góð og sóttu t.d. um 40 krakkar frjálsíþróttaskólann í Borgarnesi. Þetta var annað sumarið í röð sem frjálsíþróttaskólinn starfar, en hann er starfræktur í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Skólinn hóf göngu sína í fyrra og fékk strax góðar undirtektir. Hann er fyrir ungmenni 11–18 ára. Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari heimsótti skólana í sumar og segir það heiður fyrir sig og frábært tækifæri að fá að hitta krakkana og miðla þeim af reynslu sinni. Litið er á frjálsíþróttaskólann sem góðan undirbúning fyrir þátttöku á Unglingalandsmóti. Hinn kunni frjálsíþróttamaður og þjálfari, Ólafur Guðmundsson, var leiðbeinandi í skólanum í Þorlákshöfn, en þar voru alls 15 krakkar sem komu víða að. Fimm krakkar komu úr Árbænum í Reykjavík og sami fjöldi úr Grímsnesinu. „Þetta gekk alveg ljómandi vel, krakkarnir voru mjög áhugasamir og sýndu miklar framfarir. Ég er viss um að skólinn á bara eftir að stækka og eflast í framtíð-

12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

inni. Þetta er alveg frábært framtak af hálfu UMFÍ. Vikan er búin að vera mjög skemmtileg hjá krökkunum, en veðrið hefur verið einstaklega gott,“ sagði Ólafur Guðmundsson.

Efst: Krakkar í frjálsíþróttaskólanum í Borgarnesi. Miðja: Hreinn Halldórsson kúluvarpari leiðbeinir krökkum á Egilsstöðum. Neðst: Krakkar í frjálsíþróttaskólanum í Þorlákshöfn ásamt Ólafi Guðmundssyni þjálfara.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


26. Landsmót UMFÍ á Akureyri

Akureyri skartaði sínu fegursta

26. Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri dagana 9.–12. júlí sl. Mikil eftirvænting lá í loftinu. Undirbúningur fyrir mótið hafði verið langur, en almennt séð gengið ljómandi vel. Glæsilegri uppbyggingu mannvirkja, til að taka við öllum þeim fjölmörgu keppendum sem von var á til Akureyrar til þess að taka þátt í mótinu, var lokið. Skráðir þátttakendur í mótinu voru hátt í tvö þúsund og af því leiddi að þetta mót var eitt það stærsta, ef ekki það stærsta, í hundrað ára sögu Landsmótanna. Akureyri skartaði öllu sínu besta alla mótsdagana. Klukkan hálf sjö að morgni fimmtudagsins 9. júlí var kominn fjórtán stiga hiti og glampandi sól og ekki skýhnoðri á himni. Dagskráin var viðamikil þannig að allir áttu að finna eitthvað við sitt hæfi, fullorðnir jafnt sem börn. Ókeypis var á íþróttakeppnina og alla aðra viðburði sem Landsmót UMFÍ stóð fyrir. Erfitt er að meta hversu margir tóku þátt í Landsmóti UMFÍ. Beinir þátttakendur í mótinu voru um tvö þúsund og þátttakendunum fylgdu fjölmargir. Þar fyrir utan kom mikill fjöldi fólks í bæinn. Samkvæmt áætlunum lögreglu er því ekki óvarlegt að áætla að gestir hafi verið einhvers staðar á milli 10 og 15 þúsund. Gestir dreifðust að vonum um bæinn. Margir voru í keppendatjaldbúðunum á Rangárvöllum, einnig á tjaldsvæðum við Þórunnarstræti og á Hömrum, auk þess sem gistirými var meira eða minna allt

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

fullt. Þá er vitað um fjölda íbúða í bænum sem voru leigðar út í tengslum við mótið. Aðsóknin að öllum viðburðum sem Landsmótið stóð fyrir – hvort sem var keppni eða aðrir viðburðir – var afar góð og fór fram úr björtustu vonum mótshaldara. Þetta átti við um starfsíþróttirnar og fjölda annarra greina. Nefna má frjálsíþróttir, boltagreinar og ýmsar fleiri

greinar. Það er ekki á hverjum degi sem um þúsund manns horfa á starfshlaup á Landsmóti. Og heldur ekki á hverjum degi sem um þúsund manns fylgjast með frjálsíþróttakeppni hér á landi. Allir geta verið sammála um að Landsmótið var mjög vel heppnað og vel skipulagt. Einstakt veður átti vissulega stóran þátt í því.


ÍBA sigraði í heildarstigakeppni Landsmótsins á Akureyri

Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, sigraði heildarstigakeppni 26. Landsmóts UMFÍ. Verðlaunin voru veitt á mótsslitum á nýja leikvanginum um hádegisbilið á sunnudeginum 12. júlí. ÍBA hlaut 1819 stig, en í öðru sæti varð HSK með 1557,5 stig. Í þriðja sæti varð UMSK með 1366,5 stig og UMSE/UFA varð í fjórða sætinu með 1155,5 stig, ÍBR í fimmta sæti með 1087,5 stig og ÍBH í sjötta sæti með 768 stig.

Að verðlaunaafhendingu lokinni sleit Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Landsmótinu og þakkaði framkvæmdaaðilum og þátttakendum fyrir frábært og vel heppnað mót. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og margir keppendur bættu árangur sinn verulega. Næsta Landsmót verður haldið á Selfossi 2013 og er undirbúningur fyrir mótið þegar hafinn.

Hluti keppnisliðs ÍBA með verðlaunagripinn.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


26. Landsmót UMFÍ á Akureyri

Alfreð Gíslason tendraði landsmótseldinn Alfreð Gíslason tendraði landsmótseldinn við setningu 26. Landsmótsins á Akureyri 9. júlí sl. Eldurinn logaði á meðan á mótinu stóð og setti óneitanlega mikinn svip á landsmótssvæðið á Hamri. Alfreð er Akureyringur í húð og hár, en eins og flestir vita gat hann sér gott orð sem leikmaður í handknattleik og skipaði sér á bekk á meðal fremstu handknattleiksmanna í heiminum. Þegar leikmannsferli Alfreðs lauk sneri hann sér að þjálfun og á þeim vettvangi hefur hann ekki síður látið að sér kveða. Hann þjálfar um þessar mundir þýska stórliðið Kiel og gerði þá meðal annars að Þýskalandsmeisturum á síðasta tímabili.

Alfreð Gíslason hleypur með landsmótseldinn við mótssetninguna á Hamri.

100 ára sögusýning landsmótanna Í tengslum við Landsmótið á Akureyri var opnuð sögusýning á Amtsbókasafninu um sögu Landsmótanna í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni var sögusýning sem sett var upp í tengslum við Landsmótið í Kópavogi fyrir tveimur árum en þá var minnst 100 ára afmælis Ungmennafélags Íslands. Til viðbótar þeirri sýningu var minnst sérstaklega þeirra Landsmóta sem hafa farið fram á Akureyri – árin 1909, 1955 og 1981. Auk sögulegra heimilda um Landsmótin í 100 ár sýndi Héraðsskjalasafnið á Akureyri skjöl og önnur gögn um íþróttasögu Akureyrar.

Hafsteinn Þorvaldsson, heiðursfélagi UMFÍ, og Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður UFA, voru við opnun sögusýningarinnar í Amtsbókasafninu.

Bæjarráð Akureyrar fagnar vel heppnuðu Landsmóti

Minnisvarðar afhjúpaðir á Hamri Á fyrsta keppnisdegi Landsmótsins á Akureyri voru afhjúpaðir bautasteinar til minningar um þau fjögur Landsmót sem haldin hafa verið á Akureyri. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir,

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

formaður UMFÍ, og Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, sem afhjúpuðu minnisvarðana. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Helgu Guðrúnu og Hermann Jón við athöfnina á Hamri.

Á fundi bæjarráðs Akureyrar 16. júlí sl. var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð lýsir ánægju sinni með afar vel heppnað Landsmót og færir stjórn UMFÍ, landsmótsnefnd og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins sínar bestu þakkir.“


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

17


26. Landsmót UMFÍ á Akureyri

Jóhanna Ingvadóttir vann besta afrekið á Landsmótinu Besta afrek kvenna í frjálsíþróttum á nýafstöðnu Landsmóti vann Jóhanna Ingvadóttir, langstökkvari úr ÍBR. Hún stökk 6,32 metra og fékk fyrir það 1056 stig. Besta afrek karla vann Bergur Ingi Pétursson, sleggjukastari úr ÍBH, þegar hann kastaði 68,80 m og fékk 1002 stig. Stigahæsta konan í frjálsíþróttum var Ágústa Tryggvadóttir úr HSK með 41,5 stig, í öðru sæti varð Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ, með 38 stig og Fjóla Signý Hannes-

Jóhanna Ingvadóttir, ÍBR, sem vann besta afrek kvenna og Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, sem varð stigahæstur í karla.

dóttir úr HSK varð í þriðja sæti með 37 stig. Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ fékk flest stig í karlaflokki eða 40 stig, í öðru

sæti varð Ólafur Guðmundsson, HSK, með 36 stig og þriðji Bjarki Gíslason úr UMSE/UFA með 34 stig.

270 hlauparar tóku þátt í Landsmótshlaupi UMFÍ – þar af þreyttu 50 maraþon Um 270 hlauparar voru skráðir í Landsmótshlaupið á Akureyri, en 50 þeirra stefndu á að þreyta maraþonið. Þetta var fyrsta maraþonhlaupið sem þreytt var í Eyjafirði. Hið árlega Akureyrarhlaup Ungmennafélags Akureyrar var nú fellt inn í dagskrá Landsmóts UMFÍ. Lengsta vegalengd Akureyrarhlaupsins til þessa var hálft maraþon, en í tilefni Landsmótsins var ákveðið að bjóða upp á heilt maraþon. Landsmótshlaupið tókst afar vel og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Veðrið var frábært, stillt, sól og um 17 stiga hiti og stemningin eftir því. Lifandi tónlist við brautina gerði mikla lukku. Sigurvegarinn í maraþoni kvenna var Sigríður Einarsdóttir á tímanum 03:28:25, Sigrún K. Barkardóttir varð í öðru sæti á 03:31:07 og Ingibjörg Kjartansdóttir hafnaði í þriðja sæti á 03:31:32. Sigurvegari í maraþoni karla var Sigurður Hansen á 02:51:41, Ívar Adolfsson var annar á 02:57:34 og Finnur Friðriksson í því þriðja á 02:57:52. Í hálfmaraþoni kvenna var Martha Ernstsdóttir fyrst á tímanum 01:23:02, Kristjana Hildur Gunnarsdóttir var önnur á 01:34:52 og Erla Gunnarsdóttir þriðja á 01:39:45. Í hálfmaraþoni karla varð Sigurjón Sigurbjörnsson fyrstur á 01:22:23, Trausti Valdimarsson var annar á 01:27:42 og Sævar Helgason þriðji á 01:32:46. Í 10 km hlaupi kvenna sigraði Eva Einarsdóttir á 42:33:55, önnur varð Kolbrún Georgsdóttir á 45:27:05 og þriðja varð Brynja D.G. Briem á 49:57:85. Í 10 km hlaupi karla sigraði Þórólfur Ingi Þórsson á tímanum 38:12:75, annar varð Ólafur H. Björnsson á 43:14:25 og Ívar Sigurbjörnsson þriðji á 44:46:95.

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Fjallagikkurinn og ungmennafélagskempan Stefán Gíslason tók þátt í Landsmótshlaupinu.

Úrslitum breytt í maraþoni kvenna Þann 17. júlí sl. skutu mótshaldarar Landsmótshlaupsins, sem var hlaupið á Akureyri 11. júlí í sumar á 26. Landsmóti UMFÍ, ágreiningi, sem reis um réttmæti úrslita í maraþoni kvenna, til Frjálsíþróttasambands Íslands. Ágreiningurinn var

um hvort Ólöf Lilja Sigurðardóttir gæti talist sigurvegari í hlaupinu vegna meintrar hjálpar utanaðkomandi aðila við að komast yfir endamarkslínuna í hlaupinu. Miklar og oft og tíðum óvægnar umræður risu um þetta mál í kjölfar hlaupsins og því var það samdóma álit allra þeirra sem að Landsmótshlaupinu stóðu – og eftir að hafa rætt við fjölda fólks í frjálsíþróttahreyfingunni – að eðlilegast væri að vísa málinu til umfjöllunar hjá Frjálsíþróttasambandinu enda heyri keppni í hlaupagreinum, þ.m.t. maraþonhlaupi, jafnt í keppnishlaupum sem almenningshlaupum, undir FRÍ. Álit tækninefndar og stjórnar FRÍ liggur fyrir. Niðurstaðan er afdráttarlaus: Öll aðstoð af því tagi sem átti sér stað í umræddu hlaupi, skv. staðfestum fyrirliggjandi gögnum, er ólögleg skv. 144. gr. keppnisreglna IAAF – Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Að fenginni þessari niðurstöðu FRÍ var það einróma niðurstaða mótshaldara Landsmótshlaupsins að fella úr gildi úrslit í maraþoni kvenna og því verði röð þriggja efstu kvenna í hlaupinu eftirfarandi: 1. Sigríður Einarsdóttir 2. Sigrún K. Barkardóttir 3. Ingibjörg Kjartansdóttir Af hálfu Landsmótsnefndar 26. Landsmóts UMFÍ á Akureyri er málinu lokið.


Formaður UMSS sigraði í sjósundinu Tvíbætti Landsmótsmetið Ásdís Hjálmsdóttir, ÍBR, tvíbætti landsmótsmetið í spjótkasti kvenna á Landsmótinu á Akureyri. Ásdís kastaði lengst 55,13 metra sem er góður árangur en þó nokkur mótvindur var. Ásdís er í feiknagóðu formi um þessar mundir og því var talið að hún myndi jafnvel höggva nærri Íslandsmeti sínu. Mótvindur var of mikill til að það gengi eftir.

Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og fyrrverandi alþingismaður, sigraði í sjósundi á Landsmóti UMFÍ. Sigurjón synti á 29,57 mínútum og sigraði með nokkrum yfirburðum. Í öðru sæti varð Benedikt Jónsson, UMSK, á 31,15 mínútum og jafnir í 3.– 4. sæti urðu þeir Freysteinn Viðarsson, ÍBA, og Baldur Finnsson, ÍBA, á 31,44 mínútum. Í kvennaflokki sigraði Þórdís Hrönn Pálsdóttir, UMSK, á 32,32 mínútum. Sarah Jane Emily Caird, UMSS, varð í öðru sæti á 34,32 mínútum og Ragnheiður Valgarðsdóttir, Nauthólsvík, lenti í þriðja sæti á 40,56 mínútum.

Húsfyllir á fyrirlestri Vésteins á Bjargi

Tólf lið hjóluðu frá Reykjavík til Akureyrar Hafsteinn Ægir Geirsson og Pétur Þór Ragnarsson komu fyrstir í mark í hjólreiðakeppninni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keppnin var liður í því að minnast þess að eitt hundrað ár eru síðan frá því fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Keppnin hófst árla morguns þann 8. júlí og voru sigurvegararnir um tólf klukkustundir á leiðinni sem er frábær tími. Veðrið lék lengstum við keppendur og var meðalhraði sigurvegaranna um 39 km á klukkustund. Hákon Hrafn Sigurðsson og Valgarður Sæmundsson urðu í öðru sæti og í þriðja sæti urðu bræðurnir Anton Örn og Rúnar Karl Elfarssynir. Tólf lið tóku þátt í keppninni og var hvert lið skipað tveimur mönnum sem skiptust á að hjóla. Öll liðin skiluðu sér í mark.

Um tvö hundruð manns sóttu athyglisverðan fyrirlestur Vésteins Hafsteinssonar á Landsmótinu á Akureyri. Vésteinn ræddi frá ýmsum hliðum um það hvernig íþróttamenn geti náð á toppinn. Þetta þekkir Vésteinn vel því að hann er þjálfari Ólympíumeistarans í kringlukasti, Gerd Kanters frá Eistlandi, sem landaði ólympíutitlinum í Peking sl. sumar. Næsta verkefni Kanters er að gera atlögu að heimsmetinu í greininni og er

Húsfyllir var á fyrirlestri Vésteins Hafsteinssonar kastþjálfara á líkamsræktarstöðinni Bjargi.

ekki ólíklegt að honum takist það áður en langt um líður. Vésteinn hefur þjálfað Kanter í níu ár og lýsti hann hvernig samstarf þeirra er byggt upp. Mjög góður rómur var gerður að fyrirlestrinum og þátttakendur voru í sjöunda himni með hann.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


26. Landsmót UMFÍ á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson, formaður landsmótsnefndar:

Ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig „Það gekk allt eins og í sögu og þegar upp er staðið og mótið er skoðað í heild sinni erum við afar stolt. Allir aðilar voru mjög sáttir við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir enda veðrið einstakt alla mótsdagana. Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að gera þetta sem best úr garði. Að mótinu komu fleiri hundruð sjálfboðaliða og var framtak þeirra ómetanlegt. Það er í raun alveg ótrúlegt að sjá hvað sjálfboðaliðarnir leggja á sig,“ sagði Kristján Þór Júlíusson,

formaður landsmótsnefndar, í spjalli við Skinfaxa eftir Landsmótið á Akureyri. Kristján Þór sagði áberandi hvað góður bragur hefði verið á öllu sem þarna fór fram. „Það lagðist allt á eitt að gera þetta mót eftirminnilegt. Viðtökur fólks voru góðar og við erum mjög þakklátir fyrir þær. Eftir þetta mót sé ég ekki annað en að Landsmótin eigi svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Mótið í sumar sýnir ekki annað,“ sagði Kristján Þór.

Sigurður H. Kristjánsson, formaður UMSE:

Skipulagið nánast fullkomið „Að okkar mati gekk Landsmótið vel fyrir sig, bæði hvað undirbúning varðaði og eins framkvæmdin. Landsmótsnefndin vann afar gott starf og svo lék veðrið við okkur allan tímann. Ekki má gleyma aðstöðunni sem byggð var upp og mun nýtast öllum íþróttafélögum hér á svæðinu í framtíðinni. Þessi aðstaða er einhver sú fullkomnasta á landinu og hún á eftir að efla allt íþróttastarf hér fyrir norðan,“ sagði Sigurður H. Kristjánsson, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, í spjalli við Skinfaxa.

Sigurður sagði að aldrei yrði fullþakkað það starf sem landsmótsnefndin, greinastjórar og sjálfboðaliðar lögðu fram í aðdraganda mótsins og meðan á mótinu stóð. Skipulagið hjá þessum aðilum var nánast fullkomið. „Það sýndi sig og sannaði að veðrið leikur stórt hlutverk á svona móti. Yfirbragðið á öllu verður allt miklu léttara og allir eru í góðu skapi. Mótið á Akureyri sýndi það að mótin eiga framtíð fyrir sér,“ sagði Sigurður.

Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður UFA:

Getum litið glaðir um öxl „Mótshaldarar eru mjög ánægðir með hvað allt tókst vel á Landsmótinu hjá okkur í sumar. Það er ekki annað að heyra en að allir séu mjög sáttir og það er mjög ánægjulegt. Setningin var látlaus og gekk snurðulaust fyrir sig og var að því leyti til mjög góð. Fólk lagði sig fram við að allt gengi upp, bæði þeir sem stjórnuðu og þeir sem tóku þátt í opnuninni,“ sagði Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Guðmundur Víðir sagði að það hefði verið mjög notalegt fyrir alla að vera úti við enda hefði veðrið afskaplega gott alla dagana. „Við getum litið glaðir um öxl og verið þakklátir fyrir hvað allt tókst vel. Við Íslendingar erum þannig að oft eru hlutirnir ekki tilbúnir fyrr en á síðustu stundu en þeim mun ánægjulegra er líka þegar allt tekst vel,“ sagði Guðmundur Víðir.


„Mikil hrifning að fá að taka þátt í setningarathöfn Landsmótsins“

Alþjóðlegt námskeið í viðburðastjórnun: Í tengslum við Landsmót UMFÍ, sem haldið var á Akureyri í sumar, var efnt til alþjóðlegs námskeiðs í viðburðastjórnun. Á námskeiðinu, sem fór fram í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri, tóku þátt um 30 manns sem komu víðs vegar að úr heiminum. Ungmennafélag Íslands stóð að undirbúningi námskeiðsins ásamt

alþjóðlegu æskulýðssamtökunum ISCA sem UMFÍ er aðili að. Þátttakendur í námskeiðinu fylgdust með viðburðum á Landsmótinu, til hliðar við fyrirlestra og annað sem viðkom námskeiðinu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók þátt í umræðum í lok námskeiðs. Hinir erlendu þátttakendur komu til

Þátttakendur námskeiðs í viðburðastjórnun ganga inn á leikvanginn við setningu Landsmótsins á Akureyri.

Akureyrar með beinu flugi frá Kaupmannahöfn mánudaginn 6. júlí og héldu síðan af landi brott sunnudaginn 12. júlí. Gunnar Sigfússon, sem sæti á í ungmennaráði UMFÍ, kom að námskeiðinu ásamt starfsmönnum UMFÍ, þeim Sigurði Guðmundssyni og Guðrúnu Snorradóttur. „Námskeiðið gekk að öllu leyti mjög vel og lýstu þátttakendurnir sérstaklega yfir mikilli ánægju. Þeir voru mjög hrifnir af því að fá að taka þátt í setningarathöfn Landsmótsins, en hópurinn allur saman gekk í einni fylkingu inn á völlinn. Það kom einnig þátttakendum á óvart hve mótið var stórt í sniðum. Þeir bjuggust ekki við að svona stórt mót yrði haldið í ekki stærra bæjarfélagi,“ sagði Gunnar Sigfússon í spjalli við Skinfaxa. Gunnar sagði að farið hefði verið með hópinn til Mývatns og í hvalaskoðun til Húsavíkur. „Þátttakendurnir voru alveg í skýjunum þegar þeir héldu af landi brott og sögðu ferðina hingað til lands ógleymanlega,“ sagði Gunnar Sigfússon.

NÝPRENT

LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannamót mannamót

Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Keflavík, íþrótta- og ungm Merk tímamót urðu í sögu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, þann 29. september s.l., en þennan dag átti félagið 80 ára afmæli. Afmælisins var minnst með ýmsum hætti og veglegri dagskrá. Á sjálfan afmælisdaginn var boðið til afmælisveislu í íþróttahúsinu við Sunnubraut í B-sal. Öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum velunnurum Keflavíkur var boðið að koma og þiggja veitingar. Ríflega 700 iðkendur, foreldrar og velunnarar mættu í samsætið og þáðu skúffuköku sem gefin var af Nýja bakaríinu í Keflavík og Vífilfell styrkti félagið með því að gefa Svala. Um kvöldið var öllum stjórnarmönnum deilda félagsins ásamt mökum, alls um 100 manns, boðið að koma og þiggja léttar veitingar í Félagsheimili Keflavíkur. Sunnudaginn 4. október var boðsgestum boðið til opnunar á sögusýningu í Félagsheimili Keflavíkur. Áformað er að sýningin standi yfir í tvær til þrjár vikur eftir aðsókn.

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Saga Keflavíkur var skráð í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Saga Keflavíkur í 80 ár var kynnt á sögusýningunni. Bókin er til sölu á skrifstofu félagsins. Eðvarð T.

Jónsson skrifaði söguna, Stapaprent sá um myndvinnslu, umbrot og uppsetningu og Oddi prentaði bókina.


Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags:

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Ómæld vinna og fórnir í því skyni að byggja upp öflugt félag

Ungmennafélags Íslands:

Frá afmæli Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. Einar Haraldsson, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Eva Björk Sveinsdóttir, formaður fimleikadeildar.

ennafélag 80 ára

Saga Keflavíkur, íþrótta– og ungmennafélags, er rækilega samofin sögu, mannlífi og menningu bæjarins okkar. Í afmælisriti Keflavíkur er stiklað á stóru í sögu þeirra félaga sem gengu í íþrótta- og ungmennafélagið Keflavík 30. júní 1994 og mynda nú Keflavík íþrótta– og ungmennafélag. Þau voru Ungmennafélag Keflavíkur (UMFK), stofnað 29. septem-

ber 1929, Knattspyrnufélag Keflavíkur (KFK), stofnað 12. júní 1950, Fimleikafélag Keflavíkur (FK), stofnað 12. september 1985, Sundfélagið Suðurnes (SFS), stofnað 1. ágúst 1989, Íþróttafélag Keflavíkur (ÍK), stofnað 30. september 1967, og Skotfélag Keflavíkur, endurvakið veturinn 1981. Öll þessi félög voru stofnuð af áhugasömu hugsjónafólki. Markmiðið var að gefa ungu fólki tækifæri til að vinna að ýmsum málefnum sem horfðu til eflingar menningarlífs og almennra heilla fyrir byggðarlagið. Með breyttum tímum og aðstæðum hefur starfsemi félagsins í æ ríkari mæli færst inn á svið íþróttanna. Á því sviði hefur mikill fjöldi manna lagt á sig ómælda vinnu og fórnir í því skyni að byggja upp öflugt félag sem gæti náð fjölþættum árangri og eignast íþróttafólk í mörgum greinum íþrótta. Íþróttafólkið á hér sjálft stærstan hlut að máli með atorku sinni, einbeitni og vilja en máttur hreyfingarinnar hefur ekki síst falist í dugnaði og fórnfýsi þeirra sem í áttatíu ár hafa helgað félaginu krafta sína og verið íþróttalífi bæjarins einstæður bakhjarl.

Reykjavík Árni Reynisson ehf., Laugavegi 170 Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a B.K. flutningar ehf., Krosshömrum 2 Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Bóksala kennaranema Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð BSRB, Grettisgötu 89 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 DS lausnir ehf., Súðavogi 7 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 G.S. varahlutir ehf., Bíldshöfða 14 Gáski sjúkraþjálfun ehf., Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 GlaxoSmithKline, Þverholti 14 Heimilisprýði ehf., Hallarmúla 1 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Kjaran ehf., Síðumúla 12-14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4 Móa ehf., moa@moa.is, Box 9119 Ósal ehf., Tangarhöfða 4 Pétursbúð, Ránargötu 15 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 T. ark Teiknistofan ehf., Brautarholti 6 Tannlæknastofa Helga Magnússonar Skipholti 33 Tannréttingar sf., Snorrabraut 29 Tryggingamiðlun Íslands ehf., Síðumúla 21 Túnþökuþjónustan ehf., s. 897 6651, Lindarvaði 2 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Veigur ehf., Langagerði 26 Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15 Ögurvík hf., Týsgötu 1 Öryrkjabandalag Íslands, Hátúni 10

Kjalarnes Matfugl ehf., Völuteigi 2

Seltjarnarnes About Fish Íslandi ehf., Austurströnd 3

Kópavogur Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Bílhúsið ehf., Smiðjuvegi 60 dk hugbúnaður ehf., www.dk.is Hlíðasmára 17 Gæðaflutningar ehf., Krossalind 19 Járnsmiðja Óðins ehf., Smiðjuvegi 4b Kjöthúsið ehf s. 557 8820, Smiðjuvegi 24d Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Smurstöðin Stórahjalla ehf., Dalvegi 16a Snælandsskóli, Víðigrund

Garðabær H. Filipsson sf., Miðhrauni 22 Hurðaborg ehf., Sunnuflöt 45 Kompan ehf., Skeiðarási 12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Evrópa unga fólksins:

Stuðningur fyrir okkur að fá fulltrúa frá Brüssel í heimsókn Fulltrúar ungmennaáætlunar í Brüssel komu til Íslands til skrafs og ráðagerða með Evrópu unga fólksins dagana 17.–18. september sl. Ungmennafélag Íslands tók að sér í byrjun árs 2007 að sjá um framkvæmd á verkefninu Evrópa unga fólksins en verkefnið er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Youth in Action, ungmennaáætlun Evrópusambandsins, sem tók í gildi 1. janúar 2007. „Við fórum yfir starfshætti og starfsreglur og aðra þætti verkefninu tengdu, en á þriggja ára fresti eru allar landsskrifstofur í Evrópu heimsóttar. Það er mikill stuðningur fyrir okkur að fá þessa fulltrúa í heimsókn,“ sagði Anna

R. Möller, forstöðumaður landsskrifstofu Evrópu unga fólksins, í spjalli við Skinfaxa. Anna sagði að verkefnið í heild sinni gengi mjög vel og að fjöldi umsókna á milli ára hefði aukist töluvert. Að vísu væri ekki samasemmerki á milli fjölda umsókna og úthlutunar vegna þess að umsóknirnar sumar hverjar væru ekki nægilega vel unnar. „Úthlutunarreglur eru mjög strangar og sumar umsóknir hafa ekki uppfyllt skilyrðin að öllu leyti en engu að síður erum við búin að úthluta núna svipað og allt árið í fyrra. Framhaldið er mjög gott og spennandi. Við finnum fyrir töluverðri aukningu í óskum um kynningar á verkefninu og

Fulltrúar ungmennaáætlunar í Brüssel komu til Íslands til skrafs og ráðagerða með Evrópu unga fólksins. Hópurinn er hér á vinnufundi.

það er af hinu góða. Við getum því ekki annað sagt en að það sé bjart fram undan,“ sagði Anna R. Möller. Evrópa unga fólksins hefur það að markmiði að styrkja fjölbreytt verkefni er varða ungt fólk. EUF gefur ungu fólki á aldrinum 13–30 ára og samtökum, sem vinna fyrir ungt fólk, möguleika á þátttöku í ýmsum samevrópskum verkefnum. Þá leggur EUF áherslu á að styrkja þau ungmenni sem á einhvern hátt búa við skerta möguleika. Einnig má nefna ungmennaskipti þar sem hópar frá tveimur eða fleiri löndum hittast og vinna saman að fyrirfram ákveðnum verkefnum og unga fólkið lærir um samfélag hvers annars.

TRADE

MARK

Lindi ehf. Ketilsbraut 13 640 Húsavík

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Úr hreyfingunni

Höfðinglegar gjafir frá Hafsteini Þorvaldssyni

Fulltrúar sjö deilda innan Umf. Selfoss, ásamt formönnum Umf. Vöku, Umf. Biskupstungna og HSK, ásamt Hafsteini. Mynd til hægri: Hafsteinn Þorvaldsson ásamt Ragnheiði Ingu dóttur sinni.

Fimmtudaginn 13. ágúst síðastliðinn bauð Hafsteinn Þorvaldsson til veislu í Tíbrá, félagheimili Umf. Selfoss. Tilefnið var að þann dag hefði kona hans, Ragnhildur Ingvarsdóttir, orðið 80 ára, hefði hún lifað, en hún lést árið 2006. Til að minnast Ragnhildar gaf Hafsteinn eina milljón króna til íþrótta- og ungmennafélagsstarfa á Suðurlandi. Sjö deildir innan Umf. Selfoss fengu hver 100.000 kr., Umf. Biskupstungna og Umf. Vaka fengu hvort 100.000 kr. og Héraðssambandið Skarphéðinn fékk 100.000 kr. og skal sú upphæð renna til undirbúnings og þátttöku HSK í Unglingalandsmóti á næsta ári sem haldið verður í Grundarfirði. Nú stendur yfir ritun sögu Héraðssambandsins Skarphéðins og Hafsteinn gaf til þess verkefnis í fyrra 50.000 kr. „Kveikjan að þessari gjöf er nákvæm-

lega sú að 13. ágúst 2009 hefði konan mín orðið 80 ára gömul ef hún hefði lifað. Ég fór að hugleiða með hvaða hætti væri hugsanlegt að minnast hennar. Allur sá tími sem fór hjá mér í íþrótta- og ungmennafélagsstarf í gegnum áratugi var ekki síður hennar. Ég er mjög þakklátur fyrir það hvernig UMFÍ, Skarphéðinn og Ungmennafélag Selfoss hafa tekið á því að minnast hennar sérstaklega eftir að hún féll frá. Ég bar þetta undir börnin mín og fékk samþykki þeirra að gefa milljón og skipta upphæðinni á tíu aðila,“ sagði Hafsteinn Þorvaldsson. Þess má geta að fyrir tveimur árum gaf Hafsteinn eina milljón kr. til nýrrar deildar á sjúkrahúsinu sem heitir Fossheimar. Þessi gjöf átti að vera deildinni til ráðstöfunar og létta því fólki byrðarnar sem væri þar. Ákveðið var að kaupa píanó fyrir þessa höfðinglegu gjöf frá Hafsteini.

Spennandi tímar fram undan hjá Íslenskum getraunum Ársfundur Íslenskra getrauna var haldinn 4. september sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en fyrirtækið á um þessar mundir 40 ára starfsafmæli. Það kom fram í máli Hafsteins Pálssonar, stjórnarformanns Íslenskra getrauna, að fyrirtækið hefði haldið sjó í erfiðu árferði 2008. Hann sagði ennfremur spennandi tíma fram undan en jafnframt erfiða fyrir starfsfólk og

Hafsteinn sæmdur riddarakrossi Forseti Íslands sæmdi tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum á þjóðarhátíðardaginn, 17. júní sl. Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður Ungmennafélags Íslands, fékk riddarakross fyrir framlag til félags- og íþróttamála. Hafsteinn var formaður UMFÍ á árunum 1969 – 1979. Ungmennafélagshreyfingin óskar Hafsteini Þorvaldssyni innilega til hamingju með orðuveitinguna.

Fulltrúar UMFÍ á ársfundi Íslenskra getrauna: Helgi Gunnarsson, Björg Jakobsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Einar Haraldsson.

stjórn Íslenskra getrauna. Hafsteinn þakkaði stjórn, öflugum framkvæmdastjóra og starfsfólki fyrir vel unnin störf og gott samstarf. Stjórn Íslenskra getrauna er skipuð sem hér segir: Hafsteinn Pálsson, ÍSÍ, formaður, Geir Þorsteinsson, KSÍ, Ásthildur Helgadóttir, íþróttanefnd ríkisins, Sæmundur Runólfsson, UMFÍ, og Örn Andrésson, ÍBR. Framkvæmdastjóri er Stefán Konráðsson.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


Ungmennavika er mikil upplifun Ungmennavika NSU var haldin í Noregi þetta árið, dagana 1.– 8. ágúst. Samtals fórum við 16 frá Íslandi, þar af tveir fararstjórar, Halldóra Guðjónsdóttir og Inga Rún Sæmundsdóttir. Á Ungmennavikunni voru saman komnir um 180 krakkar frá Norðurlöndunum, á aldrinum 13–25 ára. Við dvöldumst bæði í Jötunheimum og á eyjunni Tromøj, syðst í Noregi. (Eyjan heitir víst ekki Arendal, hún er bara rétt við bæinn Arendal... skilst mér). Fyrsti dagurinn fór í það að koma sér til Noregs og eftir það tók við 5–6 klukkustunda rútuferð til Jötunheima. Það var því mikið ferðast þann daginn. Þegar við vorum komin á áfangastað fengum við upplýsingar og fórum í nokkra skemmtilega leiki til að blanda þessum stóra hópi saman. Við gistum á tjaldsvæði og var öllum skaranum komið fyrir í þremur stórum tjöldum. Næsta dag beið okkar löng og ströng fjallganga yfir fjallið Besseggen. Því var vaknað snemma eða um hálf sex. Klukkan sjö var brottför að fjallinu en Besseggen er mjög vinsælt fjall meðal göngufólks og ganga um 40.000 manns þar yfir á hverju ári. Að ganga yfir Besseggen var mikil upplifun og mjög gaman þótt flestir væru nokkuð þreyttir þegar niður kom hinum megin. Veðrið lék við okkur og útsýnið var frábært, en leiðin yfir Besseggen er um 17 km. Eftir grillaðar pylsur og hamborgara á tjaldsvæðinu um kvöldið var stigið upp í rútur og lagt af stað í u.þ.b. 9 tíma ferðalag til Tromøj þar sem við dvöldum það sem eftir var af vikunni. Um nóttina var svo reynt að sofa í rútunum og komum við á svæðið Hove Leirsenter í Tromøj

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

klukkan sex á mánudagsmorgni. Kofarnir, sem við gistum í, voru að sjálfsögðu ekki klárir svona snemma en við fengum þó að fara inn í hús sem kallað var Flimra og var samkomustaður okkar næstu dagana, rúlla þar út dýnum og svefnpokum í sal einum og hvíla þreytta líkama í rúma þrjá tíma. Næstu þrjá daga vorum við á kúrsum eða námskeiðum sem við höfðum valið okkur sjálf áður en haldið var út. Kúrsarnir voru jafnfjölbreyttir og þeir voru margir. Í boði var meðal annars kvikmyndaverkstæði, tónlistarverkstæði, söngleikir, leiklist, sviðsslagur, leikhúsförðun og fleira leikhústengt. Á kvöldin var svo margt skemmtilegt gert, meðal annars hélt hver þjóð kynningu á sínu landi og menningu, grillað var á ströndinni, kvöld–hryllingsbíó niðri á strönd og eftir það næturganga í gegnum skóginn þar sem skipuleggjendur vikunnar höfðu komið sér fyrir á leiðinni í ýmsum gervum. Hver hópur hafði meðferðis eina lukt og áttum við að leysa þrautir á leiðinni og fleira. Eitt kvöldið var froðuball og má segja að mikil stemning hafi ríkt í froðunni sem menn óðu í nánast upp fyrir haus. Vinsælt var svo að hoppa ofan í sjóinn á eftir til að skola af sér froðuna. Á fimmtudeginum var svo sýning þar sem flestir hóparnir sýndu afrek sín úr kúrsunum. Þar var leikið og sungið og mikið fjör. Á föstudeginum, síðasta daginn, áttum við frjálsan dag og var margt hægt að gera. Þá var meðal annars hægt að fara á uppblásna tuðru/slöngu sem var föst aftan í bát sem þaut svo um sjóinn með tuðruna hangandi aftan í. Auk þess var líka hægt að fara í klifurgarð. Þar

þurftum við meðal annars að labba á spýtum, hengibrú og klifra á neti milli trjánna í 10 metra hæð. Líka var hægt að fara á gervinaut sem að hreyfðist í hringi og var markmiðið að halda sér sem lengst á baki, klæðast „súmóglímu“búningum og keppa í súmóglímu, fara í box með risastórum boxhönskum og fleira. Ungmennavikan er mikil upplifun og alveg einstaklega skemmtileg. Við mælum eindregið með henni fyrir krakka sem að vilja kynnast krökkum frá hinum Norðurlöndunum og þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Auk þess æfðumst við mikið í að tala við hina krakkana á skandinavísku og kynntumst þar af leiðandi þeim og menningu þeirra betur. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og þrátt fyrir að hópur Íslendinga væri stór að þessu sinni gekk okkur mjög vel að kynnast og standa saman sem samrýndur hópur. Arna Kristín, Elín Margrét og Harpa.


Úr hreyfingunni

Um þúsund manns horfðu á starfshlaupið

Lokafundur landsmótsnefndar á Akureyri var haldinn föstudaginn 16. október sl. Á fundinum kom fram að 26. Landsmótið, sem haldið var á Akureyri dagana 9. -12. júlí í sumar, tókst með afbrigðum vel. Mikil ánægja var með framkvæmdina á mótinu sem skilaði jákvæðri niðurstöðu hvað fjárhagshliðina varðar.

Á fundinum afhenti Haukur Valtýsson, varaformaður landsmótsnefndar, Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, fallega yfirlitsmynd af mótsvæðinu. Aðsóknin að öllum viðburðum sem Landsmótið stóð fyrir - hvort sem er keppni eða aðrir viðburðir - var afar góð og fór fram úr vonum mótshaldara. Þetta

Haukur Valtýsson, varaformaður landsmótsnefndar, afhendir Helgu G. Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, yfirlitsmynd af landsmótssvæðinu á Akureyri.

átti við um starfsíþróttirnar og fjölda annarra greina. Nefna má frjálsíþróttir, boltagreinar og svona mætti áfram telja. Ekki á hverjum degi sem um þúsund manns horfa á starfshlaup á landsmóti. Og heldur ekki á hverjum degi sem um þúsund manns fylgjast með frjálsíþróttakeppni hér á landi.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Úr hreyfingunni Fjölskyldan á fjallið:

Flestar göngurnar vel sóttar 70 manns tóku þátt í fjölskyldugöngu HSK á Hvolsfjall við Hvolsvöll í góðu veðri 11. júní s.l. Göngustjóri var Lárus Bragason, sagnfræðingur frá Miðhúsum, en hann er uppalinn og búsettur í brekkum fjallsins. Hann er greinilega mjög fróður og var gaman að heyra hann segja sögur af svæðinu, allt frá landnámsöld. Eins og í öðrum fjölskyldugöngum HSK var farið með póstkassa og gestabók upp á fjallið. Í byrjun október verður farið og náð í gestabókina og fá heppnir göngugarpar, sem verða dregnir út, óvæntan glaðning frá HSK og UMFÍ. Eins og undanfarin ár tók Guðni Guðmundsson á Þverlæk þátt í göngunni og hann ritaði eftirfarandi vísu í gestabókina. Gjarnan um sveitir til gamans skunda. Á göngu víkur streitu-skollinn. Á bungu leita yndisstunda. Engan þreytir Hvollinn. Jón M. Ívarsson, söguritari HSK, var meðal þeirra sem tóku þátt og hann setti saman eftirfarandi vísu á leiðinni. Ekki var þetta erfið ganga á götunni reyndi ég að hanga. Eftir göngu ekki langa upp ég komst á stall. Leit ég yfir lága velli. (Lárus sagði frá í hvelli.) Hógvært fólk er Hvols- á velli að kalla þetta fjall! Eftir gönguna bauð Sögusetrið á Hvolsvelli göngufólki upp á veitingar og þátttakendum gafst auk þess tækifæri til að skoða setrið. HSK þakkar göngustjóra og Sögusetrinu fyrir framlag þeirra.

UMSB stóð fyrir spennandi göngum í sumar Þyrill var fjall UMSB árið 2009 í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Það má segja að fjallið hafi verið fjölsótt í sumar því að alls höfðu 89 göngumenn ritað nafn sitt í gestabók, sem var á fjallinu í sumar, þegar náð var í bókina þann 5. september. Fjallið Þyrill er auðvelt uppgöngu. Röskir göngumenn ganga upp á fjallið á innan við klukkutíma en hæfilegt er að ætla sér 3–4 tíma upp og niður aftur með stoppi til að njóta útsýnisins sem er feiknamikið í góðu verðri. Alls voru farnar 9 gönguferðir á vegum göngunefndar UMSB í sumar. Flestar voru farnar kl. 20 og tóku um 3 tíma. Gengið var á Vikrafell og var þá farið í laugardegi. Göngurnar voru flestar vel sóttar og voru tæplega 30 manns í þeim fjölmennustu.

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Fjölskylduganga HSK á Hvolsfjall.

Göngugarpar UMSB hvíla lúin bein á tindi Þyrils.

Göngugarpar UMSB skoða útsýnið á tindi Vikrafells.


Úr hreyfingunni Bikarinn á loft. Selfyssingar fagna sigri í 1. deild karla.

Ljósmynd: Sunnlenska.

Umf. Selfoss komið í hóp þeirra bestu í knattspyrnunni:

Mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið Ungmennafélag Selfoss tryggði sér 19. september sl. sigur í 1. deild karla í knattspyrnu og leikur í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins á næsta tímabili. Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið á síðustu árum á Selfossi sem er að skila sér markvisst með sæti í efstu deild. Þetta hefur verið langþráður draumur knattspyrnumanna á Selfossi sem nú er loksins orðinn að veruleika. Selfyssingar fóru á kostum í sumar og eru vel að þessum glæsta áfanga komnir. Haukar fylgja Selfyssingum upp í efstu deild. „Þegar maður horfir til baka sést að þessi árangur á nokkurn aðdraganda. Markmiðið fyrir þetta tímabil var að byggja ofan á það sem við höfum verið

að gera með liðið undanfarin ár. Það má því segja að við höfum farið aðeins fram úr markmiðum okkar. Bættar aðstæður hér á Selfossi eigan stóran þátt í þessum árangri en við tókum í notkun gervigras fyrir tveimur árum sem breytti öllu. Tilkoma vallarins hafði geysilega mikla þýðingu fyrir knattspyrnuna. Það er mjög ánægjulegt við þennan árangur að liðið er að mestu leyti skipað heimamönnum og það er alveg ljóst að við munum þurfa að styrkja okkur eitthvað fyrir átökin á næsta tímabili. Það er gaman að taka þátt í þessu starfi og árangur liðsins er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið í heild sinni,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss.

Sævar Þór Gíslason og Hjörtur Júlíus Hjartarson fagna úrvalsdeildarsætinu. Ljósm.: Sunnlenska.

Styrkir frá heiðursfélögum Tveir af heiðursfélögum Umf. Selfoss, þeir Kristján S. Jónsson og Hafsteinn Þorvaldsson, styrktu knattspyrnudeild Umf. Selfoss um 100.000 kr. hvor í tilefni frábærs árangurs meistaraflokks karla í sumar. Selfoss náði þeim glæsilega árangri að vinna 1. deildina og um leið að komast upp í úrvalsdeild. Sætið var þegar tryggt þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni. Þegar ljóst var hvert stefndi var ákveðið að láta framleiða sérstaka stuðningsmannaboli sem á stóð „Áfram Selfoss“ og

voru þeir seldir á síðasta heimaleiknum. Bolirnir nýtast öllum deildum félagsins, sem eru níu talsins, fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, kraftlyftingadeild, mótokrossdeild, sunddeild og taekwondodeild. Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, ásamt Esther dóttur sinni og Hafsteini Þorvaldssyni (til hægri). Ljósmynd: ÖG

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Úr hreyfingunni Púttmót hjá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra:

Hér njóta allir þess að leika Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, hélt sína árlegu púttkeppni 9. september sl., en þátttakendur voru 60 ára og eldri. Mótið fór fram á púttvellinum við Gullsmára og voru leiknar alls 36 holur. Hvert félagsheimili eða aðrir staðir, þar sem aldraðir æfa pútt, voru velkomnir og mátti hvert félagsheimili senda fjóra púttspilara. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Einbeiting keppenda leyndi sér ekki á mótinu og sáust oft glæsileg tilþrif. Þarna kepptu margir sem kunna ýmislegt fyrir sér, en alls voru 32 keppendur skráðir til leiks. „Áhugi fyrir þessu móti fer vaxandi með hverju ári. Í upphafi héldum við tvö mót á ári en síðustu ár höfum við eingöngu verið með eitt mót á haustin og bocciamót á vorin. Aðstaðan hér í Gullsmáranum er öll til fyrirmyndar og hér njóta sín allir við að leika,” sagði Guðrún Nielsen, formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Sigurvegararnir í mótinu komu frá Gullsmára í Kópavogi. Sveitina skipuðu þau Gunnar Jónsson, Hilmar Þorleifsson, Jóhanna Óskarsdóttir og Sigurður Björns-

son. Skor sveitarinnar var 277. Í öðru sæti, á alls 282 höggum, varð Púttklúbbur Ness og skipuðu sveitina þau Hreinn Bergsveinsson, Valgerður Pálsdóttir, Ragnar Haraldsson og Dagbjört Guðmundsdóttir. Í þriðja sæti varð Vesturgata 7 á alls 284 höggum. Sveitina skipuðu þeir Jón Hannesson, Haukur Hannesson, Þórarinn Sæmundsson og Halldór Ibsen.

Ásdís Helga Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn UMFÍ:

Ég verð alltaf ungmennafélagi Ásdís Helga Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Ungmennafélags Íslands á 46. sambandsþinginu sem fram fór í Reykjanesbæ. Ásdís Helga átti að baki átta ára setu í stjórn UMFÍ, sex ár sem ritari og tvö síðustu ár ár sem varaformaður. Ásdís Helga er lektor og verkefnastjóri við endurmenntun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hún er ennfremur í Æskulýðsráði og formaður tómstundaog menningarnefndar Borgarbyggðar. Það lá beinast við að spyrja hana, ef hún liti yfir farinn veg, hvernig tímarnir hefðu verið í stjórn UMFÍ.

Vel hefur tekist til – Hvað finnst þér standa upp úr þegar þú lítur til baka? „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað vel hefur tekist til með Unglingalandsmótin, Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum og líka hvað fólk hefur verið virkt í verkefninu Göngum um Ísland. Fólk hefur verið duglegt að ganga á fjöll og hreyfa sig almennt, sem er hið besta mál.“

Framtíðin er bara björt

Búið að vera gefandi starf „Tíminn í stjórninni er búinn að vera frábær. Það er gaman að horfa yfir öll þau verkefni sem framkvæmd hafa verið á þessu tímabili og hversu margir hafa tekið þátt í þeim. Þetta er búið að vera gefandi starf og á þessum tíma hefur maður kynnst fullt af góðu fólki og farið víða,“ sagði Ásdís Helga.

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Ásdíd Helga Bjarnadóttir (til vinstri), ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ.

– Hvernig finnst þér framtíðin blasa við UMFÍ? „Hún bara björt. Kjörorð UMFÍ, Ræktun lýðs og lands, eiga svo sannarlega við í dag eins og þau áttu við fyrir hundarð árum,“ sagði Ásdís Helga. Ásdís Helga sagðist alltaf verða ungmennafélagi og halda því áfram að fylgjast með og koma með góðar ráðleggingar ef því er að skipta.


Ásdís Hjálmsdóttir er spjótkastari í fremstu röð:

Á eftir að búa að því alla ævi að hafa farið vel með mig Ásdís Hjálmsdóttir er ein besta frjálsíþróttakona sem komið hefur fram hér á landi. Með eljusemi og þrotlausum æfingum hefur hún náð frábærum árangri og eru bundnar miklar vonir við hana. Ásdís átti um tíma 6. besta árangur í heiminum, en er núna í 22. sæti.

Byrjaði að æfa 12 ára Ásdís byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þegar hún var 12 ára gömul, en hóf æfingar af fullum krafti þegar hún byrjaði í menntaskóla. Í fyrstu æfði hún frjálsar á sumrin og badminton á veturna. Síðar einbeitti hún sér eingöngu að frjálsum íþróttum. „Það gekk ágætlega að koma æfingunum og náminu saman þótt mikill tími hafi farið í hvort tveggja. Ég er núna í mastersnámi í lyfjafræði og það gengur bara vel að skipuleggja það með íþróttunum,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Skinfaxa. – Hvaða ráðleggingar hefur þú til handa þeim sem yngri eru og eru að æfa íþróttir. Hvað finnst þér mikilvægast í þeim efnum? „Það er kannski erfitt að segja til um það. Öllu máli skiptir samt að vera duglegur að æfa og passa upp á að fara vel með sig. Þar skiptir miklu máli mataræði

og svefnvenjur. Það þýðir ekkert að vera að æfa og fara svo heim og borða eitthvert ruslfæði. Það er líka mikilvægt hjá unglingum, sem ætla að standa sig og ná langt, að forgangsraða rétt hvað varðar félagslíf. Undirstaða alls í þessu sambandi er heilbrigt líferni, hollt mataræði og góður svefn,“ sagði Ásdís.

Allt önnur aðstaða Ásdís sagði að aðstaða til að stunda frjálsar íþróttir hefði tekið stakkaskiptum á síðustu árum og tilkoma frjálsíþróttahallarinnar í Laugardal hefði breytt þar miklu. Einnig uppbygging í kringum Unglingalandsmót UMFÍ. „Við æfum langstærstan hluta af árinu inni og því var algjör bylting að fá þessa aðstöðu í Laugardalnum.“ Það verður í nógu að snúast hjá Ásdísi á næstunni og verkefni næsta árs liggja nú ljós fyrir. Evrópumeistaramótið verður á Spáni og fleiri stór verkefni. „Ég er þegar farin að horfa til Ólympíuleikanna 2012. Ég var svo óheppin á leikunum í Peking, var meidd, en þegar leikunum lauk var ég strax farin að setja mér markmið. Það tekur langan tíma og því eins gott að byrja nógu snemma.“

Búin að ferðast víða – Íþróttirnar hljóta að hafa gefið þér heilmikið? „Já, heldur betur. Ég er búin að ferðast ótrúlega víða, sem maður hefði ekki gert annars. Maður á líka eftir að búa að því alla ævi að hafa farið vel með sig. Skilaboð mín til ungra iðkenda eru að fara vel með sig, æfa vel, því æfingin skapar meistarann. Fyrir alla skiptir hreyfingin bara öllu máli,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari. Þess má geta að Ásdís tvíbætti landsmótsmetið í spjótkasti kvenna á Landsmótinu á Akureyri í sumar. Ásdís kastaði lengst 55,13 metra, sem er góður árangur, en þó nokkur mótvindur var. Ásdís var í feiknagóðu formi í sumar og því var talið að hún myndi jafnvel höggva nærri Íslandsmeti sínu. Mótvindur var síðan of mikill til að það gengi eftir.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


Jenný Ingudóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð:

Framkoma barna á netinu Sem foreldrar viljum við gera allt sem við getum til þess að tryggja öryggi og vellíðan barna okkar. Að vera foreldri felur í sér margháttað hlutverk og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Tækninni fleygir áfram og það er ekki auðvelt að fylgjast með öllum nýjungunum. Eftir sem áður þurfum við að fylgjast með og kenna börnum okkar (eða biðja þau að kenna okkur!). Stundum virðist sem svo að fólk sýni ákveðið hömluleysi í framkomu á netinu og þá gjarnan undir dulnefni. Í fyrsta lagi verður að átta sig á því að hægt er að rekja úr hvaða tölvu skrif koma. Í öðru lagi að á netinu berum við sömu ábyrgð og í annars konar samskiptum við fólk. Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert, og er það einmitt eitt af heilræðum SAFT, sem er vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum. Einelti er alvarlegt mál og meiðandi skrif og áreitni á netinu geta haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Afleiðingar eineltis geta orðið lélegt sjálfstraust, depurð, þunglyndi og skömm. Stöldrum því við þegar stríðni ber á góma og sláum slíkt ekki út af borðinu sem stráka-

pör eða saklaust grín. Ef einelti er látið óátalið getur það undið upp á sig og orðið mjög alvarlegt. Þegar börnin eru lítil kennum við þeim almennar kurteisisreglur svo sem að benda ekki á fólk í búðum og koma með ónærgætnar athugasemdir eða ræða opinskátt náin fjölskyldumál við ókunnuga. Þegar þau verða eldri og fara að nota netið má segja að við þurfum að uppfæra þessa þekkingu. Við skulum ekki ætla

börnum að átta sig endilega á því að það sem birt er á netinu verði ekki tekið til baka eða að hver sem er geti séð það sem þau skrifi, á til dæmis leikjasíðum og spjallborðum. Við þurfum að ræða við þau hvað sé leyfilegt að gera á netinu og vera með þeim að vafra á netinu. Ef barnið okkar hefur skrifað meiðandi athugasemdir um aðra getum við sest niður með því og rætt um það hvernig því sjálfu myndi líða ef skrifað væri svona um það sjálft. Börn eru oft fljót að bregðast við en orð særa, bæði skrifuð og sögð, og áhrif þeirra verða aldrei afmáð alveg þó að beðist sé afsökunar. Auk þess að efla með þeim samhygð og virðingu getum við dregið úr líkum þess að börnin okkar stríði eða leggi aðra í einelti á netinu með ýmsum aðferðum. Það getur virst flókið að fylgjast með og leiða börn okkar í gegnum þann frumskóg sem netið er, en á vefsíðu SAFT (www.saft.is) má finna hagnýtar og aðgengilegar upplýsingar handa foreldrum. Gleymum ekki öllu því góða sem netið hefur upp á að bjóða sem við getum notið með börnum okkar um leið og við brýnum fyrir þeim umferðarreglurnar þarna jafnt sem annars staðar.

Kreppan má ekki gera mataræðið óhollt Eftir að kreppan skall á hér á landi hefur verið í umræðunni að fólk væri farið að velja unnar kjötvörur, á borð við bjúgu og kjötfars, frekar en ferskar vörur. Þar sem þessar vörur eru yfirleitt bæði saltríkar og feitar er þetta ekki heppileg þróun þegar heilsa og hollusta er annars vegar. Í rannsókn sem Lýðheilsustöð stóð að í samvinnu við Capacent Gallup, um mánaðamótin janúar og febrúar, greindist hins vegar ekki aukin neysla á kjötfarsi, pylsum, bjúgum og nöggum í kjölfar efnahagsbreytinganna í október 2008 (óbirtar niðurstöður).

líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Því er mikið í húfi að velja frekar magrar kjötvörur, þ.e. minna en 10 g fitu í 100 g vöru. Unnar kjötvörur eru einnig oft saltríkar og neysla slíkra vara getur hækkað blóðþrýsting, en háþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Saltneysla er meiri hér á landi en ráðlagt er og stærstur hluti salts í fæði kemur úr unnum matvælum, s.s. unnum kjötvörum, brauði, tilbúnum réttum og fleira. Samkvæmt ráðleggingum um mataræði og næringarefni er fólk hvatt til að takmarka neyslu á salti og saltríkum vörum og í skýrslu World Cancer Research Fund er sérstaklega ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, reyktum, söltum eða rotvörðum á annan hátt.

Óæskilegar matvörur út frá næringarfræðilegu sjónarmiði

Við hvaða saltmagn í vörum er hægt að miða?

Unnar kjötvörur líkt og bjúgu, kjötfars og pylsur eru oft salt- og fituríkar vörur. Fitan er að miklum hluta mettuð fita, sem er allt of mikil í fæði Íslendinga. Mettuð fita getur hækkað LDL-kólesteról í blóði, þ.e. vonda kólesterólið og þar með aukið

Við innkaup er mikilvægt að lesa næringargildismerkingar séu þær til staðar. Vörur, sem innihalda 1,25 g af salti (0,5 g af natríum) eða meira í 100 g, innihalda mikið salt. Salt í bjúgum er t.d. á bilinu 1,25–2,75 g (0,5–1,1 g natríum) í 100 g

Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjórar næringar á Lýðheilsustöð:

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

og fitan er 14–58 g þannig að bjúgu geta bæði verið mjög fiturík og saltrík vara.

Hvað er hægt að hafa í matinn sem er ekki mjög dýrt? Það er um að gera að sæta lagi og kaupa vörur á tilboði. Oft er t.d. hægt að gera góð kaup á hakki sem drýgja má með því að gera kjötbollur og bæta þá ríflegu magni af mjöli, hafragrjónum eða heilhveitibrauði saman við. Einnig má útbúa hakkrétti með alls konar baunum, auk þess sem hægt er að útbúa ódýra baunarétti eina og sér. Sömuleiðis má drýgja fisk með mjöli eða grófu brauði og gera fiskbollur. Önnur ráð til sparnaðar eru að bjóða hafragraut í staðinn fyrir morgunkorn. Þegar kemur að grænmeti og ávöxtum er mikilvægt að huga vel að verði við innkaup og velja eftir því hvað býðst helst á hverri árstíð og tilboðum. Einnig er kjörið að velja frosið grænmeti í rétti og með mat, einnig frosna ávexti. Að lokum má nefna að gott er að læra af reynslunni, kaupa rétt magn miðað við fjölda og vera dugleg að nýta afganga ef einhverjir eru.


Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð:

Hollusta á sem hagkvæmustu verði Það sem við borðum getur svo sannarlega haft áhrif á heilsuna. Það er vel þekkt staðreynd að tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki tegund 2, offitu o.fl. tengist mataræði. Það er því mikilvægt, nú þegar matvælaverð hefur hækkað mikið og tekjur heimilanna í mörgum tilfellum dregist verulega saman, að staldra við og huga að því hvað við getum gert til að borða hollt á sem hagkvæmustu verði. Við megum ekki láta efnahagsástandið verða til þess að mataræðið breytist til hins verra. Hér eru nokkur ráð til að halda mataræðinu hollu og góðu á sem hagkvæmastan hátt.

Hafragrauturinn – einhver hollasti, en um leið ódýrasti morgunverðurinn Morgunverðurinn er talinn mikilvægasta máltíð dagsins. Eitt er víst, að fæði þeirra sem borða morgunmat er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Hafragrautur með mjólk er sjálfsagt einhver hollasti, en um leið ódýrasti morgunverður sem völ er á. Vinsældir hafragrautsins hafa aukist að undanförnu. Hafa t.d. ýmsir skólar boðið upp á hafragraut í morgunmat og er það vel. Fyrir þá sem vilja fá sér sýrðar mjólkurvörur má benda á að ódýrara er að fá sér hreinar mjólkurvörur í lítra pakkningum í staðinn fyrir sykraðar, sýrðar mjólkurvörur í minni pakkningum. Rétt er að minna á að mælt er með því að borða fituminni mjólkurvörur. Ennfremur er ráðlagt að taka eina teskeið af þorskalýsi.

Elda matinn frá grunni frekar en kaupa tilbúnar vörur Sjálfsagt er að nýta sér hagstæð tilboð og kaupa þá jafnvel fisk og kjöt í frystinn. Hakk – má drýgja með því að gera kjötbollur og bæta þá ríflegu magni af mjöli, hafragrjónum eða heilhveitibrauði saman við. Einnig má útbúa hakkrétti með alls konar baunum sem eru ódýr og hollur matur.

Velja grænmeti og ávexti eftir árstíðum og verði Ráðlagt er að boða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum daglega. Við innkaup er því mikilvægt að huga vel að verði og velja eftir árstíðum og tilboðum. Sjálfsagt er að velja oftar ódýrari ávexti eins og appelsínur, banana, epli og perur en minna af dýrari tegundum. Kjörið að velja frosið grænmeti í rétti og með mat sem og frosna ávexti. Margir hafa farið að rækta sitt eigið grænmeti og kartöflur sem gefur ferskt og gott grænmeti, á betra verði. Einnig er tilvalið að rækta eigin kryddjurtir, t.d. í potti á svölunum eða í eldhúsglugganum.

Baunir – hægt er að útbúa ódýra baunarétti eina og sér, t.d. baunabuff og pottrétti og einnig álegg úr baunum eins og hummus (baunamauk). Matarmiklar súpur – eru gjarnan góður og ódýr kostur, t.d. kartöflusúpur, alls konar baunasúpur, sem má bragðbæta með nokkrum kjötbitum ef vill. Fiskur – drýgja má fisk með mjöli eða grófu brauði og gera fiskbollur. Pítsa – mun ódýrara er yfirleitt að gera pítsu heima en kaupa hana. Það fer auðvitað eftir vali á áleggi en þá er um að gera að huga vel að verði og tilboðum. Heilsunnar vegna er æskilegt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, svo sem pylsum, bjúgum og farsi, vegna þess að þær eru oft bæði fitu- og saltríkar. Þegar slíkar vörur verða fyrir valinu má benda á næringargildismerkingar á umbúðum og reyna að velja vörur með minna en 1,25 g af salti í 100 grömmum (0,5 g af natríum) og minna en 10% fitu. Almennt er hollara og um leið ódýrara að stilla kjötskammtinum í hóf og borða ríflega af kolvetnaríku fæði með, til dæmis kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð eða baunir og grænmeti. Rétt er síðan að benda á að nota olíu við matseldina í stað smjörlíkis eða smjörs og nota salt í hófi en nota önnur saltlaus krydd í staðinn, t.d. jurtakrydd.

Heimabakað brauð og bakkelsi, ódýrara og getur verið hollara Ódýrast og oft hollara er að baka brauð og bakkelsi sjálfur og nota þá heilhveiti og hveitiklíð á móti hveiti og jafnvel fræ, olíu í stað smjörlíkis eða smjörs (0,8 dl. af olíu samsvara 100 g af smjörlíki eða smjöri) og draga úr sykurmagni.

Vatn er besti drykkurinn Vatnið er tvímælalaust besti drykkurinn með mat og við þorsta, bæði fyrir pyngjuna og heilsuna. Aðgengi að góðu drykkjarvatni beint úr krananum er víðast hvar gott. Það er því skynsamlegt að spara bæði peninga og hitaeiningar með því að velja sem oftast vatn til drykkjar. Sykraðir gos- og svaladrykkir veita einungis tómar hitaeiningar, því að í þeim eru margar hitaeiningar í formi viðbætts sykurs en nær engin næringarefni. Mikil neysla sykraðra gos- og svaladrykkja getur aukið líkur á ofþyngd og offitu auk þess sem sykurinn getur skemmt tennurnar. Að auki eru í gosog svaladrykkjum ávaxtasýrur og rotvarnarsýrur sem geta leyst upp glerung tannanna. Veljið því vatnið sem oftast, það er besti kosturinn. Að lokum má nefna að gott er að læra af reynslunni, kaupa rétt magn miðað við fjölda og vera dugleg að nýta afganga ef einhverjir eru.

isnic Internet á Íslandi hf.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Garðabær Samhentir–Kassagerð ehf., Suðurhrauni 4 Vistor hf., Hörgatúni 2

Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13-15 Rafal ehf., Hringhellu 9 Sæli ehf., Smyrlahrauni 17 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64

Álftanes GP – arkitektar ehf., Litlubæjarvör 4

Reykjanesbær ÍAV þjónusta ehf., Klettatröð bygging 2314 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10

Grindavík Grindavíkurkirkja Þorbjörn hf., Hafnargötu 12

Reykjanesbær Ásmundur Sigurðsson, vélsmiðja Grænási 2 Slakki ehf., Stekkjargötu 51 Toyota, Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19

Mosfellsbær Álafossbúðin, Álafossvegi 23 Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Ísfugl ehf., Reykjavegi 36 Rögn ehf., Súluhöfða 29

Akranes Ehf, Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2 Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22–24 GT Tækni ehf., Grundartanga

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf., Böðvarsgötu 11 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarey Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstaðir

Stykkishólmur Grunnskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11 Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Rauði kross Íslands Stykkishólmsdeild, Sundabakka 1 Tindur ehf., Hjallatanga 10

Grundarfjörður Hótel Framnes Kaffi 59, Grundargötu 59 Ragnar og Ásgeir ehf., Sólvöllum 7

Ólafsvík Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1 Steinunn ehf., Bankastræti 3

Snæfellsbær Hótel Búðir

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Sjávariðjan Rifi hf., Hafnargötu 8

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Fulltrúar frá ungmennaráði UMFÍ sóttu námskeið í Litháen: Nýsköpun og sköpunargáfa eru umræðuefni sem skjóta ekki oft upp kollinum í daglegu lífi fólks. Námskeiðið, sem við fórum á í Litháen, fjallaði um þessi efni og var það bæði gagnlegt, skemmtilegt og opnaði þar að auki nýja sýn á sköpun og hvernig hún nýtist okkur í daglegu lífi. Við lentum á flugvellinum í Vilnius klukkan hálftíu að staðartíma. Fljótlega mætti þar maður sem fór með okkur að langferðabílnum sem keyrði okkur í bæinn Aukštadvaris þar sem námskeiðið var haldið. Fyrsta kvöldið fórum við í nafnaleiki og reyndum að læra nöfnin á fólkinu sem við mundum verja næstu viku með. Á námskeiðinu voru 6 Litháar, 5 Eistlendingar, 5 Pólverjar, 5 Tyrkir og við þrír frá Íslandi. Í þessari viku komu þó nokkrir fyrirlesarar og héldu ágæta fyrirlestra um hinar ýmsu hliðar nýsköpunar og sköpunargáfu. En við gerðum fleira en að sitja undir fyrirlestrum. Á miðvikudeginum komu 45 krakkar á aldrinum 17–18 ára úr Aukštadvaris og verkefni okkar var að skipuleggja tveggja og hálfs tíma dagskrá fyrir þau. Við höfðum aðeins tvær kvöldstundir og nokkrar lausar mínútur í dagskrá okkar til að skipuleggja viðburðinn svo að tíminn var knappur. Margar hendur úr hinum ýmsu krókum Evrópu lögðust á eitt og hefði þetta sennilega ekki tekist ef ekki hefði verið fyrir hversu ótrúlega öflugt fólk var þarna samankomið á einum stað. En út úr þessu kom hin prýðilegasta skemmtun sem innihélt meðal annars undarlega útgáfu af fótbolta, dans, söng, trumbuslátt með eldhúsverkfærum og fleira. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og var viðburðurinn talinn afar vel heppnaður. Meðal þess sem við fengum að kynnast í Litháen var nokkuð sem heitir Contact Improvisation (gæti útlagst sem snertingarspuni á íslensku). Það er eins konar dans sem byggir á snertingu við aðra, að halda „ballans“ og að treysta á hlutverk annarra. Við höfðum mjög gaman af þessu og skemmtilegt var að prófa svona hluti sem vinna svolítið gegn snertifælni nútímans. Á þriðjudagskvöldinu var svokallað Toastmasters–kvöld. Toastmasters International eru alþjóðleg samtök fólks sem hefur áhuga á að bæta sig í að flytja ræður eða tala fyrir framan annað fólk. Fyrir kvöldið voru nokkrir einstaklingar valdir til að flytja undirbúna ræðu og aðrir áttu svo að meta frammistöðu þeirra. Sumir þurftu þar að auki að flytja óundirbúna ræðu. Kvöldið hristi hópinn rækilega saman og voru menn sammála um að eftir það fóru vinaböndin að myndast fyrir alvöru. Snemma á fimmtudagsmorgun lögðum við svo af stað til Vilnius þar sem til stóð að eyða síðasta degi ferðarinnar. Við byrj-

Góð reynsla og vel heppnað í alla staði

Íslendingarnir þrír sem fóru á námskeiðið í Litháen. Frá vinstri: Eyjólfur Darri Runólfsson, Andri Mar Jónsson og Gunnar Sigfússon.

uðum á því að heimsækja líftæknifyrirtæki þar í bæ sem kallast Teva og stendur framarlega á sviði líftæknirannsókna í heiminum. Þar fengum við fræðslu um starfsemi fyrirtækisins og fengum svo að ganga um rannsóknastofur sem eru venjulega lokaðar almenningi. Næst fengum við að heimsækja litháíska þingið, Seimas. Við skoðuðum fundarsalina sem þar eru og alls konar minnisvarða og menjar. Í einum salnum var svo innrömmuð þingsályktunartillaga frá Alþingi Íslands þess efnis að Ísland staðfesti sjálfstæðisyfirlýsingu Litháen frá 1991. Fyrir þennan verknað telja Litháar okkur vera hugrökkustu þjóð í heimi og hafa þeir skýrt götu í Vilnius Íslandsgötu, okkur til heiðurs. Það var samdóma álit allra, sem á þetta námskeið fóru, að það hefði verið einstaklega vel heppnað í alla staði og tóku allir góða reynslu og skemmtilegar minningar með sér heim. Gunnar Sigfússon, Andri Mar Jónsson og Eyjólfur Darri Runólfsson


Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona á framtíðina fyrir sér:

Þetta er ekki bara æfingin – heldur líka heilbrigt líferni Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat sér snemma gott orð í frjálsum íþróttum og sáu margir fyrir sér mikið efni sem myndi ná langt. Það hefur gengið eftir því að Helga Margrét setti í sumar sem leið nýtt Íslandsmet í sjöþraut og varð Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Hún varð í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í Tékklandi þar sem hún atti kappi við sjálfan Ólympíumeistarann sem sigraði að lokum. Á Evrópumeistaramótinu leiddi Helga Margrét lengi vel en meiddist og varð að hætta keppni. Nýliðið tímabil hjá henni var að öllu leyti framúrskarandi og gefur fyrirheit um eitthvað enn meira í framtíðinni. „Ég hef alltaf verið íþróttum og man ekki eftir mér nema á hlaupum út um allt. Í byrjun var ég aðeins í körfubolta og fimleikum til að verða betri í frjálsum. Ég var fyrst í Reykjaskóla, síðan á Hvammstanga og loks á Laugabakka. – Hvernig sérðu þú framtíðina fyrir þér? „Það er bara að halda áfram á sömu braut eins og staðan er í dag. Ég verð í þessu meðan ég hef gaman af því. Líf mitt snýst að mestu um íþróttir og þær hafa

Vinnum saman

gefið mér mikið. Ég hef ferðast um allan heim og kynnst ótrúlega góðu fólki. Í dag kemst ekkert annað að en íþróttirnar og námið og ég er í Reykjavík til þess. Það hefur gengið vel fram að þessu að skipuleggja námið og íþróttirnar, en til þess þarf maður að vera mjög vel agaður og skipuleggja hlutina rétt. Það er þýðir ekkert að eyða tímanum í eitthvað bull,“ sagði Helga Margrét. – Hvaða ráðleggingar hefur þú til unglinga sem eru að byrja að æfa í dag? „Það er að hafa gaman af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Vera líka meðvituð um hvað þarf að gera aukalega til að ná árangri. Það skiptir höfuðmáli að borða hollan mat og fara að sofa snemma á kvöldin. Þetta er ekki bara æfingin heldur líka heilbrigt líferni.“ – Hvað borðarðu sjálf yfir daginn? „Ég er bara í hollustunni. Ég byrja daginn á hafragraut, salat og léttur matur í hádeginu og fyrir æfingar seinni partinn fær maður sér músli og ávexti. Eftir æfingar, þegar heim er komið, fær maður sér eitthvað hollt. Svona eru allir dagar,“ sagði Helga Margrét.

Græðum Ísland

Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi

Forvarnadagurinn

Ungmennafélags Íslands: Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12

Bolungarvík Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf., Hafnargötu 12

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir Grund

Patreksfjörður Bára Pálsdóttir, Hjöllum 13 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu Vesturbyggð, Aðalstræti 63

Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu

Þingeyri Gistiheimilið Vera, Hlíðargötu 22

Frá Forvarnadeginum á Sauðárkróki.

Staður Bæjarhreppur, Hlaðhamar

Kjörvogur Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Hvammstangi Kvenfélagið Iðja

Blönduós Hótel Blönduós s. 452 4403 & 898 1832 Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps, Hvammi Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Sauðárkrókur Fisk - Seafood hf., Eyrarvegi 18 Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Safnahús Skagfirðinga, Faxatorgi Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf., Aðalgötu 20b Steinull hf., Skarðseyri 5 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 31 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Vörumiðlun ehf., Eyrarvegur 21

Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði

Hofsós Bifreiðaverkstæðið Pardus ehf., Suðurbraut

Akureyri Blikkrás ehf., Óseyri 16 Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Haukur og Bessi tannlæknar Hörgárbyggð, Þelamerkurskóla Ísgát ehf., Lónsbakka Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Rafeyri ehf., Norðurtanga 5 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Steypusögun Norðurlands ehf., Víðivöllum 22

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Forvarnadagurinn haldinn í fjórða sinn Forvarnadagurinn var haldinn í fjórða sinn þann 30. september sl. í grunnskólum um allt land. Á þessum degi var sýnt kynningarmyndband Forvarnadagsins, þar sem meðal annars komu fram þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragna Ingólfsdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigfús Sigurðsson og mæðgurnar Guðrún Gunnarsdóttir og Ólöf Jara Valgeirsdóttir. Forvarnadagurinn er byggður á niðurstöðum íslenskra rannsókna sem sýna hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þar ber hæst þátttöku í íþrótta– og æskulýðsstarfi, samverustundir með fjölskyldunni og að fresta sem lengst að neyta áfengis. Á Forvarnadeginum fóru fram umræður nemenda í grunnskólum um land allt og hugmyndir þeirra voru ræddar og tillögur varðandi nýjungar og breytingar á æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þeim þáttum sem eflt geta forvarnir. Reynslan hefur sýnt mikla hugmyndaauðgi nemenda í slíkum samræðum. Allar hugmyndir og tillögur nemenda verða teknar saman og settar í skýrslu sem birt er á vefsíðu dagsins, forvarnardagur.is. Þá gafst nemendum kostur á að taka þátt í ratleik á vefsíðum íþrótta– og ungmennasamtaka og þar sem verðlaun voru í boði. Undanfarin 10 ár hefur markvisst forvarnastarf verið unnið á Íslandi. Það

starf hefur skilað sér í því að vímuefnaneysla íslenskra ungmenna er með því lægsta sem þekkist. Í alþjóðlegri rannsókn, sem unnin var árið 2007 í 38 löndum í Evrópu, kemur fram að daglegar reykingar og ölvunardrykkja íslenskra ungmenna í síðasta bekk grunnskóla er sú lægsta af öllum löndunum 38. Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðstandendur Forvarnadagsins, sem skipulagður er með stuðningi lyfjafyrirtækisins Actavis, eru Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Íþrótta– og Ólympíusamband Íslands, Rannsóknir og greining í Háskólanum í Reykjavík, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Lykilpunktar • Unglingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna • Ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falla mun síður fyrir fíkniefnum • Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð • Byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt


Forvarnadagurinn Á Forvarnadeginum í Ingunnarskóla í Grafarholti:

Þátttaka í íþróttum skiptir sköpum Sæþór og Páll Steinar, nemendur í Ingunnarskóla í Grafarholti, voru sammála um að Forvarnadagurinn vekti unga krakka til umhugsunar um forvarnir af öllu tagi. Þeir voru vissir um að stund í skólanum sem þessi myndi skila sér inn í framtíðina. Það væri nauðsynlegt að ræða málin á þessum tímapunkti í lífinu. „Það fer þó nokkur umræða fram um notkun vímu– og fíkniefna innan okkar hóps og það gerir það örugglega einnig víða annars staðar. Það skiptir öllu máli að unglingar neyti ekki þessara efna og fresti því eins lengi og hægt er. Þátttaka í íþróttum og í öðru tómstundastarfi er

mikilvæg og heldur unglingum tvímælalaust frá neyslu,“ sögðu þeir Sæþór og Páll Steinar í spjalli við Skinfaxa á Forvarnadeginum í Ingunnarskóla. Þeir voru sammála um að gott forvarnastarf væri unnið í skólanum þeirra sem hefði alveg gríðarlega mikið að segja.

Skaftárhreppur

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Akureyri Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Tannlæknastofa Björns Rögnvaldssonar ehf., Kaupangi v/Mýrarveg Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi v/Mýrarveg Vélaleiga HB ehf., Freyjunesi 6 Þelamerkurskóli., Laugalandi

46. sambandsþing UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir endurkjörin formaður UMFÍ

Grenivík Stuðlaberg útgerð ehf., Ægissíðu 11

Dalvík Tréverk ehf., Grundargötu 8-10

Ólafsfjörður Árni Helgason ehf., Hlíðarvegi 54

Húsavík Hóll ehf., Höfða 11 Tannlæknastofan Húsavík, Auðbrekku 4 Jarðverk ehf., Birkimel

Laugar Litlulaugaskóli, Laugum Norðurpóll ehf., Laugabrekku Reykjadal

Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15

Þórshöfn Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3

Vopnafjörður Hólmi NS–56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Fljótsdalshérað, Lyngási 12 G. Ármannsson ehf., Ártröð 12 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 25 Skógar ehf., Dynskógum 4 Þ.S. Verktakar ehf., Miðási 8-10

Reyðarfjörður Skólaskrifstofa Austurlands, Búðareyri 4

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Neskaupstaður Smáraprent, Urðarteigi 15

Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð

Höfn í Hornafirði Framhaldsskólinn í Austur–Skaftafellssýslu, Nýheimum Herborg SF-69 Mikael ehf., Norðurbraut 7 Skinney – Þinganes hf., Krossey

Selfoss AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Pylsuvagninn Selfossi, Besti bitinn í bænum Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Suðurlandsskógar, Austurvegi 3

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörin formaður Ungmennafélags Íslands á 46. sambandsþingi þess sem fram fór í Reykjanesbæ dagana 10.–11. október sl. Helga Guðrún var ein í kjöri og reis þingheimur úr sætum og klappaði innilega fyrir henni. Helga Guðrún var fyrst kvenna í sögu hreyfingarinnar kjörin formaður fyrir tveimur árum. Um 120 þingfulltrúar sátu sambandsþingið. Fjölmörg mál og tillögur voru til umfjöllunar og afgreiðslu á þinginu. „Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, gleði og ánægja yfir að fá að takast á við þetta göfuga, skemmtilega og góða hlutverk næstu tvö árin. UMFÍ er hreyfing sem er að vinna öflugt starf sem skiptir svo marga máli,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir. Hún sagði að þingið hefði verið mjög málefnalegt og umræður góðar og að góður andi hefði ríkt yfir því. „Það eru allir sammála um að slá skjaldborg um það starf sem við erum að vinna sem skiptir svo miklu máli á þeim tímum sem við

erum að upplifa um þessar mundir. Framtíðarsýnin er að vinna áfram samkvæmt þeim göfugu markmiðum sem hreyfingin stendur fyrir. Þau eru „Ræktun lýðs og lands“ og eru byggð á ungmennafélagsandanum. Vonandi eigum við eftir að upplifa aftur bjarta tíma sem gerir okkur allt miklu auðveldara. Hreyfingin hefur samt verið að undirbúa sig undir þessar aðstæður sem við búum við í dag. Ég er vongóð um að okkur takist að halda okkar striki og helst að auka starfið enn frekar því að félagsmönnum fjölgar. Markmiðið er alltaf að vinna eins vel og við getum að íþrótta– og æskulýðsstarfi í landinu,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands. Ný stjórn var kosin á þinginu. Í aðalstjórn eru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Einar Haraldsson, Örn Guðnason, Garðar Svansson og Eyrún Hlynsdóttir. Í varastjórn voru kosin Ragnhildur Einarsdóttir, Haraldur Þ. Jóhannsson, Einar K. Jónsson og Gunnar Gunnarsson.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, við setningu sambandsþingsins.


46. sambandsþing UMFÍ

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Selfoss Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Framsóknarfélag Árnessýslu, Heiði Grímsneshreppur og Grafningshreppur Stjórnsýsluhúsinu Borg Hurða- og gluggasmiðjan ehf., Lambhagi Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Vorsabæjarhjáleigu Verslunin Borg, Minni Borg, Grímsnesi Þrastalundur

Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Eldhestar ehf., Völlum Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði www.hnlfi.is, Grænumörk 10 Sport-Tæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Auðbjörg ehf., Hafnarskeiði 17-19 Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Hafnarnes VER hf., Óseyrarbraut 16 b Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Þjónustustöðin ehf., Unubakka 13

Stokkseyri Kvenfélag Stokkseyrar Kvöldstjarna gistiheimili, Stjörnusteinum 7

UÍA fékk hvatningarverðlaun UMFÍ Á 46. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands í Reykjanesbæ var tilkynnt hvaða héraðssamband fengi hvatningarverðlaun UMFÍ 2009. Verðlaunin féllu í skaut Ungmenna– og íþróttasambandi Austurlands, ÚÍA, fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf. Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, tók við viðurkenningunni fyrir hönd ÚÍA.

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

Hvolsvöllur Hvolsskóli, Stóragerði 26 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur–Landeyjum Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur–Landeyjum Kvenfélagið Freyja, Skíðbakka 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri –Torfastöðum 1

Vík Mýrdalshreppur, Austurvegi 17 Dyrhólaeyjarferðir, Vatnsskarðshólum www.dyrholaey.com

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, með hvatningarverðlaun UMFÍ, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ.

Kirkjubæjarklaustur Hótel Geirland s. 897 7618 www.geirland.is, s. 487 4677 Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Valdemar Einarsson USÚ, útnefndur matmaður þingsins Það hefur verið áralöng hefð á sambandsþingum Ungmennafélags Íslands að velja matmann þingsins. Þessi eftirsótta nafnbót féll að þessu sinni í skaut Valdemars Einarssonar, framkvæmdastjóra Ungmennafélagsins Sindra á Hornafirði. Valdemar tók við viðurkenningunni sem er forkunnarfagur, glæsilegur útskorinn askur. Þess má geta að Garðar Svansson, formaður HSH, var valinn matmaður á þinginu á Þingvöllum fyrir tveimur árum síðan.

Vestmannaeyjar Hamarskóli Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2

Valdemar Einarsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra á Hornafirði.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.